Tíminn - 24.01.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1946, Blaðsíða 3
16. blað TÖIIMV. fimmtmlaginii 24. janúar 1946 3 LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn Víst var þetta „Noregur", en skútan bar þess líka merki, að hún hafði farið gegnum Ormsaugað. Og hann Kristófer virtist líka bera þess merki, því að hann sat grafkyrr og hátíðlegur á ayrakarmi káetunnar. Skolur hægði á sér. — Þau virðast hafá komizt í hann krappan, bæði tvö. Á rifi þarna í sundinu stóðu heljarstórir jakar grunn og mynduðu þannig garð, er hvergi þokaðist fremur en berg- hleinar væru. Þessi garður hafði varnað því, að íshrönglið kæm- íst alveg upp í flæðarmálið. Innan vert við tvo stærstu jakana lá „Noregur“. Þetta var ekki lakari lega en höfnin heima í Trom- sö. Skolur varð svo undrandi yfir þessari ævintýralegu tilviljun — ekki aðeins því, að hann Kristófer skyldi komast lífs af gegn- um Ormsaugað, heldur líka, hvernig hann hafði komið skút- unni í þetta hlé —, að hann gleymdi alveg að kalla. Hann sett- ist bara á rassinn og velti vöngum. Hann gat ekki betur skilið en það væri rétt, sem þeir Lúlli og Nikki sögðu, að hann Kristó- íer væri einn af þeim, sem sjórinn'vildi ekki. Svo hrópaði hann: — Kristófer, Kristófer! Hljóðið kastaðist hvað eftir annað milli klettanna, og Skol- ur sá það greinilega, að Kristófer hrökk við, þegar kallið barst honum til eyrna. — Kristófer! Skolur kallaði aftur, og nú stóð hann upp og veifaði skinn- húfugarminum sínum. Og nú svaraði hann Kristófer og veifaði lika. Skolur tók aftur til fótanna og hljóp niður í flæðarmálið, en fór þó hægax en áður. Hann gat ekki komizt út í skútuna, því að Kristófer hafði engan bát. Annar báturinn var hjá þeim, sem orðið höfðu eftir á Þúsundeyjunum, og hinn hafði orðið eftir hjá Skol. En Skolur dó ekki ráðalaus. Hann fleytti sér út að skútunni á litlum jaka og hafði rekaviðarsprek fyrir ár. ,-rlent yfirlit Verkföllin í Bandaríkjunum Næstum tvær milljónir manna mörgum tilfellum hafa þeir því eiga nú í verkföllum víðs vegar boðist til, að þeir skyldu lækka um Bandaríkin. Þessar stór- kaupkröfurnar, ef þeir fengju felldu vinnustöðvanir eru, eins að sjá reikninga fyrirtækjanna og gefur að skilja, mjög lam- og sæju þar svart á hvítu, að andi fyrir allt atvinnulíf Banda- fyrirtækin fengju ekki risið ríkjanna og munu þó verða stór- undir kauphækkunum, án þess um alvarlegri, ef eigi tekst að að fá hækkun á framleiðslu- vinna bug á þeim fljótlega. |Verðinu. Þessu tilboði hefir Tildrög þessara vinnudeilna jafnan verið vísað mjög harð- eru einkum þau, að á stríðsár- lega á bug af atvinnurekendum. unum jukust mjög heildartekj- J pegar verkföllin voru að hefj- ur verkamanna vegna aukinn- ast á síðastl. hausti, lagði Tru- ar eftirvinnu. Eftir styrjöldina man fyrir þingið frumv. um hefir eftirvinnan verið felld nið- sáttaumleitanir í vinnudeilum. ur að mestUi og tekjur verka- Samkvæmt frumv. máttu verka- manna því lækkað, þótt kaup- 'menn ekki hefja verkfall, nema taxtarnir hafi haldist óbreyttir. ] með þrjátíu daga fyrirvara. bifreiðaiðnaðinum hefir þetta t. d. haft þær afleiðingar, að vikukaup verkamanna hefir lækkað úr 58 dollurum í 45 dollara. Þar sem verðlag allt hefur heldur hækkað á stríðs- árunum, verður afkoma verka- manna, eftir að eftirvinnan fell- ur niður, því lakari en fyrir styrjöldina. Þegar á þetta er litið, getur ' rétti sínum til að mega hefja það því ekki talizt óeðlilegt, þótt fyrirvaralítið verkföll, og at- Útvarpsræða Pálma Hannessonar (Framhald af 2. síðn) menningartækja, sem hún hefir hlotið og kann að hljóta. — Því skyldi ég ekki gera það? — En ég vil, að aðrir landshlutar verði þeirra einnig aðnjótandi. Með því móti hygg ég, að högum hennar sjálfrar og þróun þjóð- félagsins alls, sé bezt borgið. „Sígandi lukka er bezt,“ segir máltækiö, og ofvöxtur er eng- um hollur, hvorki börnum né bæjum. — Ég er þeirrar skoð- unar, að Reykjavík sjálfri og landinu í heild sé mikil nauð- syn á því, að fólksstraumnum hingað sé komið í eðlilegt horf. Með því móti getur bærinn bezt treyst menningu sína, jafnt andlega sem verklega, búið í haginn fyrir ibúana og tryggt öryggi þeirra. En hvernig á að færa þennan fólksstraum í eðlilegt horf? Ef litið er á kosningaloforðin og tillögurnar, sem hæst er hampað nú, er auðsætt, að þar er ætlazt til, að mörgu sé fram' komið með aðstoð ríkisins. Þetta er ekki að lasta i sjálfu sér. — En hinu má ekki gleyma, að annars staðar á landinu þarf svipaðra eða sömu umbótanna við. Fólk leitar skemmtana, þæginda og öryggis. Þetta hyggst það að fá í þéttbýli bæj- anna. Þess vegna flyzt það hingað, þó að það verði að láta eftir margt, sem því er annt um. — M§ð því eina móti, að aðrir hlutir landsins fái svipuð þægindi og sambærilegt öryggi við það, sem hér er, má gera sér vonir um, að stemma hinn óða straum, sem hingað liggur nú. Þetta er mín skoðun og Fram- sóknarmanna yfirleitt, að ég hygg. Flestir munu fallast á hana í orði, en þegar til kast- anna kemur, þegar tryggja á sveitum og sjávarþorpum nokk- urn hluta af þægindunum og örygginu, þá skilja leiðirnar alltof oft. Þá erum við nefndir utanbæjarmenn og óvinir Reykjavikur. En jafnframt er því haldið fram, að fólksstraum- urinn hingað sé okkur að kenna. Það er sjálfsagt gott „að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri,“ en þó því aðeins, að áheyrendurnir hugsi ekki sjálf- ir um of. Ráðamenn Reykjavíkur og raunar forystumenn þeirra flokka, sem hér láta hæst, virð- ast sjaldan líta út yfir enda- mörk bæjarins. Upp til landsins sýnist sjóndeildarhringur þeirra lokast af Esjunni og Henglinum, nema sérstaklega standi á, t. d. um alþingiskosningar. Og ég hefi grun um það, að þeir áliti landið naumast byggilegt, nema hér við flóann, að minnsta kosti ekki sveitirnar. Meira að segja hér virðist sem sjón þeirra dapr- ist, þegar dregur út fyrir Hring- brautina, eða hvað finnst því fólki, sem býr í úthverfum bæj- arins? — Það fær að greiða út- svör á sama hátt sem aðrir, en nýtur það á sama hátt þeirra þæginda, sem bærinn veitir? — Það getur svarað því sjálft. í stuttu máli virðist mér þessir ágætu ráðamenn líta um of á Reykjavík sem lítinn útgerðar- og verzlunarbæ, sem umfram allt þurfi að stækka, en ekki sem höfuðborg landsins, sem hafi skyldur að rækja við aðra hluta þess. — Ef til vill ætlizt þið til þess áheyrendur góðir, að ég tíundi hér einhver afrek, sem ég ætli mér að vinna, ef ég kemst í bæj- arstjórn. Þið verðið þó að virða mér til vorkunar, að ég tel nóg komið af loforðum og óskalist- um, enda mun ég engu auka þar við. E'n ef til kemur, mun ég leitast við að láta fremur gott af mér leiða en hitt í skiptum við menn og málefni. Önnur loforð gef ég ekki, en þetta mundi ég reyna að efna, enda væri mér það sjálfrátt. Hins má ég geta, að menningarmálin eru mér hugarhöldnust og á þeim hefi ég helzt þekkingu, skóla málum, íþróttamálum og öðru því, sem varðar þroskaviðleitni hins upprennandi fólks. Loks er mér harla hugstætt, að bær og land losni við hina erlendu gesti sem setið hafa og sitja enn sam týnis við oss, innlenda menn. Þennan tíma skyldi nota til sáttaumleitana og skyldu sátta- nefndirnar hafa aðgang að öll- um reikningum og gögnum fyr- irtækjanna, svo að það lægi greinilega fyrir, hvort kaup- hækkanirnar væru þeim um megn. Frumvarp þetta sætti bæði mótspyrnu verkalýðsfélag- anna, sem vildu halda áfram verkamenn fari fram á nokkrar kauphækkanir. Sú afstaða hefir líka verið viðurkennd af Tru- man forseta, sem hefir lagt til, að verkamenn fengju almennt nokkra kauphækkun. Hins veg- ar er forsetinn og stjórnarvöld- in mjög andvíg því að leyfa at- vinnurekendum tilsvarandi verð hækkun, því að slíkt myndi að- eins leiða til verðbólgu og gera kauphækkanirnar einskis virði. Stjórnarvöldin telja sig einnig hafa öruggar heimildir fyrir því, að hagnaður flestra atvinnurek- enda sé það mikill, að þeir þoli verulegar kauphækkanir, án þess að framleiðsluvörur þeirra þurfi að hækka í verði. Forustumenn verkalýðssam- takanna í Bandaríkjunum eru að því leyti frábrugðnir stéttar- bræðrum sínum annars staðar, að þeir lýsa sig yfirleitt fylgj- andi einstaklingsfrelsh Þeir segjast líka ekki óska eftir að knýja fram kauphækkanir, ef þær leiði til verðhækkunar. í vinnurekenda, sem vildu fá að halda leyndinni yfir afkomu fyrirtækjanna. Niðurstaðan varð sú, að þingið felldi þetta frumvarp forsetans. Um líkt leyti og Truman for- seti lagði fram þetta frumvarp sitt, lýsti hann einnig þeirri stefnu sinni, að verkamönnum bæri að fá nokkra kauphækkun, þó ekki eins mikla og þeir hefðu farið fram á. Jafnhliða lýsti hann yfir því, að stjórnin myndi ekki leyfa neinar teljandi verð- hækkanir, enda þyrftu atvinnu- rekendur þeirra ekki með, þótt kaupið hækkaði nokkuð. í samræmi við þessa stefnu sína reyndi Truman' forseti að koma á sáttum í stáliðnaðinum í seinustu viku á þeim grund- velli, að verkamenn fengju tals- verða kauphækkun. Allir at- vinnurekendur í stáliðnaðinum neituðu þessu, nema Kaiser, iðjuhöldurinn frægi. Verkfall er því hafið í stáliðnaðinum, nema hjá fyrirtækjum Kaisers. ÞAÐ HEFIR VAKIÐ eftirtekt nokk- uð margra, hvernig tvö stærstu blöð bæjarins, Morgunblaðið og Þjóðviljinn, heyja kosningabaráttuna. Eitt helzta vopnið virðist vera alls konar inni- haldslausar og ómerkilegar skrípa- myndir af innlendum mönnum og er- lendum. Hver hugsandi maður hlýtur að rpyrja: Hvers konar fólk er það, sem þessi blöð eru að leitast við að afla sér fylgis meðal, 'með þessum aðferðum? Hvaða hugmyndir eru það, sem ritstjórar þessara blaða gera sér um lesendahópinn? Þeir gera sýnilega ekki ráð fyrir, að fólk etandi á háu menningarstigi. Og þessum skeleggu ritstjórum flökrar sýnilega ekki heldur við að notfæra sér og sínum málstað lágar hvatir og lítinn menningar- broska, þar sem sl’kt kynni að vera til staðar. „Af reiðskapnum kennist, hvar heldri menn fara,“ segir í pétri Gaut. ANNAÐ DÆMI varpar nokkuð skæru ljósi yfir innra ástand þessara sömu manna. í verkamannafélaginu Dagsbrún stóð yfir stjórnarkosning. Þar var bitizt um tvo framboðslista. Að öðrum stóðu kommúnistar og Sjálfstæðirmenn — hinum Alþýðu- flokksmenn. í varaformannssæti á lista Alþýðuflokksmanna var roskinn verkamaður, er lengi hefir tekið tals- verðan þátt í baráttu alþýðustéttanna í Reykjavik fyrir bættum lífskjörum og á því vafalaust merkari sögu að baki en kjaftaskar og lýðskrumarar, er nú gala hæst í skjóli meirahlutans. Til hvaða vopns skyldi svo forráða- menn Þjóðviljans hafa gripið til þess að níða atkvæði Dagsbrúnarmanna af þessum roskna félaga? Jú — á ! sunnudaginn birtist í blaðinu mynd | af tillögu, sem þesri maður er sagður hafa flutt á félagsfundi fyrir þremur árum. Markmiðið er sýnilega það, að spotta þennan mann er sjálfsagt hefir ekki átt kost á miklu skólanámi í æsku, fyrir ritvillur og böngulegt orða- lag. Hvað segja heiðarlegir menn, sem eru ekki blindaðir af ofstæki, um svona aðfarir? Og hvað finnst rjálfum Dagsbrúnarmönnunum í liði komm- únista um þetta, þegar mesti víga- móðurinn er runninn af þeim? Er þetta sæmandi bardagaaðferð? Er rosknum verkamanni láandi, þótt rétt- ritun hans sé ekki að öllu leyti sam- kvæmt nýjustu skólareglum? Nei .— hér hefir verið beitt svívirðilegu vopni — aðferð, sem skylt er að fordæma, án tillits til stjórnmálaskoðana eða afstöðu til Dagsbrúnarkosninga að öðru leyti. Hér hefir verið að verki rangsnúinn hugsunarháttur — sið- spilling, er sækja ber til saka. Um þessi alvöruorð vildi ég, að flestir hugsuðu. RAUNHÆFT ÁSTALÍF heitir bók, er kom út fyrir skömmu, segir í bréfi frá einum lesanda blaðsins. Og þó að ég sé að skrifa ykkur um þetta núna mitt í kosningasennunni, þá fjallar hún ekki á neinn hátt um samlíf Sjálfstæðismanna og kommúnista, sem nú er mjög tíðrætt um. Þetta er aðeins mjög hversdagsleg bók um það, er ranglega hefir verið kallað feimnis- mál. En það, sem mig langar til að vekja sérstaka athygli á er þetta: í þersari bók eru fáeinar innsiglaðar myndir (og þó ekki tryggilegar inn- siglaðar en svo, að hægt er að losa innsiglið án þess að brjóta það). Hefir í þessari nýjung verið mjög á loft hald- | ið í auglýsingum um þessa bók, — sennilega i þeim tilgangi að læða því inn hjá fólki, að þarna sé eitthvað meira en áður hefir sézt í bókum. En þegar að er gætt, eru þetta aðeins hinar algengustu myndir af fóstur- myndunum og iíffærum, er sjá má í tugum bóka, þar sem ekki hefir verið beitt þeirri hugvitssemi, að „innsigla" þær. Með öðrum orðum: Innsiglið er tiltæki, sem gripið hefir verið til i blekkingarskyni við fákænt fólk. Þetta er rétt, að allir viti. Við slíkum aðferð- um ætti fólk að gjalda varhuga, þótt á hinn bóginn sé síður en svo um það að fást, þótt gefnar séu út sæmi- legar bækur um kynferðirmál. Það er auðvitað sjálfsagt að skrifa og lesa um þau fyrirbæri lífsins jafnt og önnur. I Grímur í Görðunum. Hvernig deilum þessum muni lykta, sem eru hin mestu átök milli laúnþega og atvinnurek- enda, í Bandaríkj unum til þessa dags, verður engu spáð á þessji stigi. Mikið getur oltið á þeim ráðstöfunum, sem stjórnin kann að gera. En það virðist stefna stjórnarinnar að sporna gegn því að heildartekjur verka- manna rýrni að nokkru ráði. Stjórnin segir, að það muni draga úr kaupgetunni, en minnk uð kaupgeta leiði fljótlega af sér samdrátt í framleiðslunni, l ’ en það þýði atvinnuleysi. Heldur því stjórnin fast við þá stefnu Roosevelts, að ein helzta leiðin til að örva framleiðsluna og vinna gegn atvinnuleysinu, sé sem mest og almennust kaup- ! geta. Anker Kirkeby: Hver var Kamelíufrúin? (Framhald). Það, sem einna mest einkenndi ] Kamelíufrúna, þ. e. a. s. hina raunverulegu Kamelíufrú, og það sem enn þann dag í dag grípur okkur við lestur sögunn- ar, er hið göfuga eðli hennar og góða hugarfar og velvilji hennar. Aldrei varð neitt hneyksli kennt við hana og þó að hún hefði oft getað misnotað trúnað vina sinna, gerði hún það aldrei. Dumas segir sjálfur á einum stað í endurminning- um sínum: „Hún var ein hinna seinustu léttúðarkvenna, er átti hjarta. Það var þess vegna, að hún dó svo ung.“ Hinn ungi rithöfundur hitti hana í fyrsta sinn kvöld eitt í Théatre des Variétes. En hann kom þangað með vini sínum og jafnaldra Eugéne Déjazet. Á hliðarsvölunum næst leiksvið- inu hægra megin sat hin undur- fagra Marie Duplessis og hjá henni de Stackelberg greifi, sem var nokkuð við aldur, en virðulegur og alvörugefinn. í skáldsögunni er hann kallaður „gamli hertoginn.“ Hann hafði misst dóttur sína á baðstað nokkrum. Hún var honum mjög ástfólginn, enda eina barnið hans. Þegar greifinn sá Marie Duplessis varð hann svo hrifinn af fegurð hennar, og því hvað hún líktist dóttur hans, sem ný- lega var dáin, að hann bauð henni að taka hana að sér í dóttur stað, en hún vildi ekki taka því boði. En mikill og góð- ur vinskapur tókst samt með þeim eigi að síður, eins og hún væri dóttir hans. Þó að hann kæmist að raun um hið raun- verulega líferni hennar, hélt hann samt áfram að gefa henni ríkulegar peningagjafir, án þess að krefjast neins þakklætis í staðinn. Dumas varð þegar við fyrstu sýn ákaflega ástfanginn af henni. Þeir vinirnir fylgdu henni eftir heim um kvöldið, að leiksýningu lokinni og í gegnum baðherbergisglugga hennar komust þeir í nánari kynni við hana seinna um nótt- ina. Greifinn hafði hegðað sér eins og hverjum föður bar að gera og aðeins ekið henni heim að hliðinu. Ungur, óþreyjufull- ur aðalsmaður rauk þá til henn- ar við innganginn, en honum var þegar í stað varpað á dyr. En fyrir sólarupprás hafði hið unga skáld tjáð gleðikonunni ást sína og næsta kvöld varö hún hans. Marie átti þá heima í lítilli en mjög skrautlegri íbúð, Boule- vard de la Madeleine nr. 11. Hús þetta er erm þá uppistand- andi, en er nú nr. 15 við götuna. Herbergin voru mjög smekkleg og full af dýrmætum gjöfum frá hinum ýmsu tilbiðjendum hennar. Það var septembernótt árið 1844, að ástarævintýri Mumas og Marie hófst. Dumas og ástmey hans voru bæði tví- tug að aldri, þegar þau kynnt- ust. Hann gerði sér í upphafi ekki grein fyrir þeim afleiðing- um, er kunningsskapur þessi mundi hafa og hvað hann myndi kosta hann. Marie þurfti 600 þús. franka um árið í vasapen- inga og í bréfi til Cuvillier- Fleury segist skáldið þurfa á 300 þús. frönkum að halda. En svo dýrt hafði það orðið honum að lifa í París á þessum léttúðar- innar tímum. Hann komst að raun um, að Marie lét ekki af uppteknum hætti hvað peninga- eyðslu snerti og hann varð því að sætta sig við örlög hins ó- gæfusama elskhuga. Um nætur beið hann úti fyrir lokuðum dyrum hennar, fullur ótta og eftirvæntingar. Að lokum gat hann ekki haldið út lengur. Siðla næsta sumar gat hann ekki lengur stillt sig um að skrifa henni eftirfarandi bréf: Mín elskaða Marie! Ég er ekki nógu ríkur til að elska yður á þann hátt, sem ég kýs, og ekki verður þess að þér elskið mig á þann hátt, sem ég þér kjósið. Við skulum bæði gleyma því nafni, sem einskis- virði er, fyrir yður, og ég ham- ingju, sem ég get ekki höndlað. Ég þarf ekki að segja yður hversu örvinglaður ég er, þvi þér vitið sjálf hve heitt ég elska yð- ur. Takið því á móti seinustu kveðju minni. Þér hafið svo göfugt hjartá, að þér skiljið hinar sönnu ástæður fyrir þessu bréfi mínu. Góðmennska yðar er meiri en svo, að þér getið ekki miðlað mér nokkru af henni. Á miðnætti 30. ágúst. A. D. Þetta var árið 1845, svo sam- band þeirra hefir því aðeins staðið í 11 mánuði. Framhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.