Tíminn - 29.01.1946, Blaðsíða 3
20. blað
TlMCVIV, i>rig|ndaglnn 29. Janúar 1946
3
LARS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóinn
líkur til þe&s, aö þeir kæmust lífs af úr þessum háska, þá voru
þeir Lúlli og Nikki ekki seinir til svars og tóku þá óspart upp í
sig, svo að þeir sáu sér fljótlega þann kost vænstan að þagna.
Lúlli hélt mjög harðorða áminningarræðu yfir syndurunum.
Hann sagði það skýrt og skorinort, að fyrsta og síðasta skilyrði
þess, að þeim farnaðist vel veturseta á Svalbarða, væri einmitt
það, að allir horfðu björtum augum til framtíðarinnar. Hann
sagði, að þess yrði að vísu ekki krafizt, að þeir léku allir við
hvern sinn fingur, en það væri líka langt bil milli þess og þessa
seigdrepandi eymdartóns, er hefði bryddað á hjá þeim Þór og
Jens. Það riði á því, að halda slíkum hugsunum frá sér í lengstu
lög, og ef það tækist, gætu þeir líka tekið hverju, sem að
höndum bæri með jafnaðargeði og sigrast á ótrúlegustu erfið-
leikum.
Enda þótt þeir reyndu sífellt að vera á verði gagnvart hinum
nagandi grun, sem sótti á þá, leið samt ekki á löngu, unz þeir
tóku að gerast þögulir og tómlátir. Pyrstu dagana höfðu þeir
hvað eftir annað gengið tveir og tveir I senn — stundum jafn-
vel allir fjórir— upp á gnúpinn til þess að forvitnast um hreyf-
ingar íssins. En alltaf mætti endalaus ísbreiðan augum þeirra.
Samt sem áður sátu þeir oft tímunum saman þarna uppi og
ræddu útlitið og undankomuvonirnar. En nú voru þeir hættir
þessu. Nú orðið fór aldrei nema einn og einn í einu. Væri einn
þeirra lagður af stað, biðu hinir, unz hann kom niður aftur. En
hann yrti aldrei á þá, sem niðri höfðu verið, og þeir spurðu
hann einskis. Hann arkaði beina leið inn í skýlið og lagðist
fyrir. Hér voru líka öll orð óþörf.
En þeir létu störfin ekki niður falla. Hver og einn vann nauð-
synjaverkin eftir beztu getu, og það sýndi, að þeim var sízt í
hug að gefast upp. Nú voru 105 dúnsekkir komnir í bækistöð-
ina, og enn héldu þeir áfram að sækja það, sem eftir var úti um
eyjarnar. En einn góðan veðurdag var þessu svo lokið. Og nú voru
allir ungar búnir að yfirgefa hreiðrin fyrir fullt og allt, og vind-
urinn feykti burtu dúnhnoðrunum, sem enn voru eftir í botn-
unum.
Það hafði sífellt verið kuldabitra frá þeim degi, er ísinn rak
inn til eyjanna. En þeim tókst samt vel að halda á sér hita, því
að nóg var af hlýjum dúni til að búa um sig í. Þegar þeir skriðu
út úr fletum sínum á morgnana, líktust þeir helzt stórum og
skrítnum fuglum einhvers staðar aftan úr forneskju. Dúnninn
loddi alls staðar utan á þeim — í skeggi og augnabrúnum. En
verst var þó Nikki settur, því að hann svaf ævinlega með opinn
munninn, svo að hann fylltist á hverri nóttu af rækallans dún-
inum. í hvert skipti, sem hann rumskaði, byrjaði hann að
hrækja og spýta og hósta og ræskja sig, svo allt lék á reiðiskjálfi.
Og svo óð hann með fingurna niður í kok og dró upp langar
flygsur, sem hann sletti sitt á hvað, stundum beint framan í
félaga sína.
En íshafskarlarnir eru eins og börn. Stundum gátu félagar hans
ekki annað en skellihlegið mitt í umkomuleysi sínu, þegar þess-
ar hreingerningar fóru fram. Og því harðari átök og meiri and-
köf sem það kostaði Nikka að hreinsa á sér vitin eftir nætur-
svefninn, því hærra og innilegar hlógu þjáningarbræður hans
þarna úti í auðninni.
Ketill frá Króksnesi
(Skozt œvintýri).
Einu sinni var maður, sem hét Ketill og bjó á Króks-
nesi. Hann var hamingjusamur maður, því að konan
hans var eins falleg og hún var góð.-Þau elskuðust afar
heitt.
Dag einn kom hann frá teningaspili, er hann hafði
leikið við fjárhirði þar í nágrenninu. Hann hafði unnið
í spilinu og var stoltur af því. Ætlaði hann nú að segja
konunni frá heppni sinni. En þegar hann kom heim,
var konan horfin. Risi nokkur hafði rænt henni. Gleði
lians snerist því brátt í sorg. Hann hét því, að hann
skyldi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann hefði fundið
konuna.
Hann lagði af stað í dögun morguninn eftir. Var hann
á ferð allan daginn fram á nótt, þar til fuglarnir voru
seztir a ðí trjákrónunum og íkornarnir litlu löngu sofn-
aðir. En Ketill frá Króksnesi gat hvergi hallað höfði
sínu. Loks kom hann að litlu húsi í skóginum. Hann
barði að dyrum og út kom gríðarstór hundur, er bjó
þar í skóginum.
„Ég er að leita að konunni minni, se mrænt var frá
mér,“ sagði Ketill.
„Æ, vesalings maðurinn,“ sagði hundurinn. „Konan
þín fór hér hjá í gærkvöldi með risanum ógurlega. Sá
ég, að hú nsat á öxl hans. — En komdu nú inn og
hvíldu þig,“ bætti hann við.
Ketill gekk inn. Hundurinn gaf honum ágætan kvöld-
verð, lambasteik og villibráð, og bjó honum gott hvílu-
Frá samvinnunni í Noregi
Samvinnukonur í Östfoldfylki
hófu eftirstríðsstarfsemi sína
með fjölmennri fundarsamkomu
sem haldin var í Friðriksstad
hinn 11. september siðastliðinn.
Voru þar saman komnar 200
konur frá 14 kvenfélögum í Öst-
fold, auk formanns samvinnu-
kvennasambandsins, frú Borg-
hildar Andersen, og Peters Soi-
lands fulltrúa N. K. L.
Af stjórnarskýrslum mátti
ráða, að ekkert félag hefði lagzt.
niður á styrjaldarárunum, og
greinargerðir hinna einstöku
félaga sýndu ljóslega, að fundir
voru haldnir á tímabilinu en
auk þess komið á fót fræðslu-
flokkum. Þá unnu samtökin
einnig að hjálparstarfsemi á
ýmsan hátt.
Norski samvinnuskólinn eða
réttara sagt hin nýju húsakynni
hans voru nærri fullgerð, þegar
stríðið skall yfir hinn 9. apríl
1940. Þjóðverjar lögðu þá undir
sig allar byggingar, sem voru
tízkunni samkvæmt í gerð og
stíl. Til að komast hjá slíkri
herleiðingu, leigðu menn skól-
ann fyrir barnaheimili, sem
flýja varð frá eigin aðseturstað
vegna hernaðarins hina óróa-
fullu apríldaga. f fimm ár hefir
þetta barnaheimili haldið til í
skólahúsinu og oft átt við erfið-
leika að etja. Til dæmis reyndu
Þjóðverjar, Kvislingar og vinnu-
þjónustan hvað eftir annað að
flæma það burt og gáfu meira
að segja út opinberar skipanir
í því sambandi. En forstöðukon-
an, systir Ingeborg, neitaði öll-
um valdboðum nazista og svar-
aði þeim, að hér yrði hún kyrr
með börnin og færi hvergi á
burt. Nú mun í ráði, að barna-
heimilið komist til eigin heim-
kyn;»a, áður en langt líður og
mun þá skólinn að sjálfsögðu
hefja starfsemi sína, þegar
nauðsynleg viðgerð hefir farið
fram.
Fræðslustarfsemi samvinnu-
manna í Noregi er afkvæmi
styrjaldarinnar. Haustið 1940
þóttu'st menn skynja, að slik
fræðslustarfsemi væri hægasta
leiðin, elns og ástandinu var
háttað, þar sem erfitt var að
halda uppi venjulegum aðferð-
um, svo sem kvikmyndasýning-
um, fyrirlestraflutningi og fl.
Augu nazistanna hvíldu svo
mjög á hreyfingunni, og varð
því að neyta „hávaðaminni“
ráða.
Fræðsluflokkarnir hafa líka
orðið vinsælir og vel metnir.
Þúsundir karla og kvenna hafa
þegar notið aðstoðar þeirra til
að nema ýmis atriði I samvinnu-
fræðum og er einkum athyglis-
verð í því sambandi hin háa
hlutfallstala húsmæðranna þ. e.
a. s. 70% kvennanna, en þær eru
aftur 44,5% af heildartölunni.
Norskir samvinnumenn hafa í
hyggj u að stórauka þessa starf
semi á komandi árum, þar sem
þeim er ljóst, að vandamál frið
arins eru engu auðveldari við-
ureignar að ýmsu leyti en óár-
an ófriðarins og þá einnig sá
aldni sannleikur, að samvinnu-
hreyfingin hlýtur eins og aðrar
umbótahreyfingar að styrkjast
og eflast við vaxandi sjálfstæði
og menntun einstaklingsins,
skýrari hugsun hans og þekk-
ingu á grundvallarhugsj ónum
hennar og ótrúlegum mætti.
Sam.vinnum.enn!
Munið að brunatryggingár húsa og hús-
muna eru mikilsverður þáttur í einstaklingsör-
yggi nútimans.
Samband ísi samvinnufélaga
Jörð til sölu
YTRI-GALTARVÍK i Skilmannahrepgi, er til sölu og laus til
ábúðar í næstu fardögum.
Jörðin liggur 15 km. frá Akranesi og er vegur heim í hlað.
Öll hús nýlega byggð úr steinsteypu og raflýst.
500 hesta tún að mestu véltækt.
Ágæt ræktunarskilyrði.
Áhöfn getur fylgt.
Eignaskipti á húsi i Reykjavík geta komið til greina.
Upplýsingar gefa eigandi og ábúandi jarðarinnar,
Leffur Grímsson,
einkasimi um Akranes, og undirritaður
Barónsstíg 12.
Ragnar Jónsson
lögfræðnigur,
Símar: 3936 og 4610.
Jarðirnar
Hallgeirseyjarhjáleiga og Gularáshjáleiga
í Austur-Landeyjum fást til kaups og ábúðar í næstu fardögum,
ef um semur. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu vorri.
Kaupfélag Hallgeirseyjar.
Hvolsvelli.
Eftir fiski|
(Framhald af 2. siðu)
Síldveiði með vörpu.
„Fiskiþingið skorar á Alþingi
og ríkisstjórn, að láta gera ýtar-
legar tilraunir á vori komanda
með veiði með síldarvörpu. Séu i
jessu skyni notaðar þær vörpur,
sem bezt hafa reynzt, þar sem
slík veiði er stunduð og vandað
til alls útbúnaðar er framast má
verða. Skulu fengnir til þess
reyndir kunnáttumenn, ellegar
sendir verði þegar menn til út-
landa í þvi skyni að læra þessa
veiðiaðferð.“
Hafnargerðir og Iendingar-
bætur.
„Fiskiþingið telur að frv. til
laga um hafnargerðir og lend-
ingar, eins og það liggur nú fyrir
Alþingi eftir 2. umr. í efri deild,
vera til bóta og fara í sömu átt
og samþykkt síðasta Fiskiþings,
og skorar á Alþingi að sam-
þykkja frumvarpið.
Fiskiþingið telur að leggja
beri áherzlu á hafnargerðir á
þeim stöðum, þar sem byggð er
fyrir og skammt að sækja á
fiskimið."
Hlutatryggingar.
„Fiskiþingið telur að stofna
beri til hluta- og reksturstrygg-
ingar útgerðarinnar með lög-
gjöf, en með tilliti til þess að
nú situr nefnd á rökstólum um
þessi mál og fiskimálastjóri á
sæti i þeirri nefnd, telur þingið
ekki ástæðu til frekari ályktun-
ar um þetta mál."
Niðurfelling innflutningstolla
af efni til skipabygginga.
„Þar sem vitað er, að íslenzkar
skipasmiðastöðvar smíða góð og
vönduð fiskiskip og eru í því
efni samkeppnisfærar við er-
lendar skipasmiðastöðvar, skor-
ar fiskiþingið á Alþingi og rík-
isstjórn að létta af innflutn-
ingsgjaldi og tollum af efni og
áhöldum til skipasmíða, svo að
nýbyggingar fiskiskipa verði
sem mest innlendar og það mis-
rétti lagað, að skip, sem smíð-
uð eru erlendis, séu nær toll-
frjáls, en háir tollar og aðflutn-
ingsgjöld á skipum, sem smíðuð
eru innanlands.
Ennfremur skorar fiskiþing-
ið á Alþingi að fella niður tolla
af vélum og tækjum í þarfir
framleiðslu sjávarafurða á sjó
og landi og styðja á þann hátt
nýsköpun sjávarútvegsins.
Með því að upplýst er, að toll-
ar og innflutningsgjöld á efni
og tækjum nýbyggðra fiskiskipa
innanlands nema nú a. m. k.
800 krónum á smálest, skorar
fiskiþing á ríkisstjórn og Al-
þingi að fella nefnda tolla og
aðflutningsgjöld nú þegar niður
og endurgreiða þá a. m. k. fyr-
ir nýbyggingu fiskiskipa innan-
lands á yfirstandandi ári.“
Inntökuskilyrði í Stýrimanna-
skólann.
„Fiskiþinginu finnst alveg
sj álfsagt að sem minnstar höml-
ur séu settar á það, að menn
geti, meðan þeir eru ungir, not-
ið fræðslu þeirrar, sem Stýri-
mannaskólinn veitir.
Skipastóll okkar er aðallega
fiskiskip, eru það botnvörpuskip
og línubátar. Flestir línubátarn-
ir eru að stærð 30—50 smálestir.
Er því oft erfitt fyrir unga menn
að fá skiprúm á hinum stærri
skipum og margur maðurinn
orðið að vera án þess að njóta
kennslunnar, enda er það aðal-
ástæðan fyrir því, að þessi
breyting á lögunum er fram
komin.“
Hagnýting sjávarafurða.
„Fiskiþingið skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að greiða
lingið
fyrir því, að reistar verði verk-
smiðjur til þess að sjóða niður
Síld og aðrar sjávarafurðir og
hagnýta þær á þann hátt, að
afurðirnar verði sem verðmæt-
astar til útflutnings og neyzlu.
Ennfremur leggur fiskiþingið
áherzlu á, að allur fiskúrgangur,
sem nú er fleygt, sé nýttur til
fulls. Lýsir þingið ánægju sinni
yfir tilraunum S.R. um niður-
suðu síldar s. 1. sumar og einnig
yfir viðleitni Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna til þess að
koma þunnildum, fiskbeinum og
öðrum úrgangi í verð..
Tunnuverksmiðjur.
„Fiskiþingið telur sjálfsagt
að reistar séu tunnuverksmiðjur
innan lands til þess að full-
nægja þörfinni fyrir tunnur hér
á landi, svo framarlega sem ýt-
arleg athugun málsins sýnir, að
smíða megi tunnur jafn ódýrar
og góðar og í nágrannalöndun-
um, miðað við verð hér á staðn-
um. Hins vegar mótmælir þingið
að settar séu innflutningshöml-
ur eða tollar á tunnuinnflutn-
ing.“
Bann gegn dragnótaveiðl.
„Fiskiþingið telur ekki ástæðu
til að gera tillögu til breytingar
4 lögunum um bann gegn drag-
nótaveiði í iandhelgi og bendir
4 nýsamþykkta breytingu á
bessum lögum, er segir að ráð-
’nerra sé heimilt að ákveða frek-
ari takmörkun eða bann gegn
uotkun dragnóta en ákveðið er
{ 1. gr. laganna, að fengnum til-
ögum Fiskifélags íslands og
fiskideildar atvinnudeildar Há-
kóla íslands."
Talstöðvarmálin:
„Fiskiþingið skorar á. stjórn
Tiskifélagsins, að fylgja fast
pram við hlutaðeigendur:
1. Að öllum íslenzkum skipum
-erði gert kleift að fá talstöð
■41 áfnota, svo framarlega að
'orsvaranlegur útbúnaður í við-
’íomandi skipi sé fyrir hendi.
Terði Landssímanum gert að
kyldu að hafa ávallt slíkar
-töðvar til, ásamt varahlutum
cil þeirra og leigja þær með
•’ægum kjörum, eða selja skipa-
úgendum þær eftir þeirra vali.
2. Landssímanum sé gert að
kyldu að fylgjast með allri ný-
ireytni á þessu sviði, og hafa
\vallt til leigu eða sölu hin beztu
■•æki, sem völ er á.
3. Landssíminn sjái um, að í
'illum aðalveiðistöðvum landsins
éu hæfir viðgerðamenn."
Slysatryggingar:
„Þar sem nú liggur fyrir Al-
bingi mikill lagabálkur um
ireytingar á tryggingarlöggjöf-
’nni, telur fiskiþingið ekki fært
að fara nú verulega út 1 efnis-
’ilið þessa mikla lagabálks, en
’eggur áherzlu á eftirfylgjandi
atriði:
1. Að dánarbætur og ómaga-
íppbætur verði jafnar fyrir alla
em í sjó drukkna éða deyja af
arsökum, sem rekja má til sjó-
’iysa.
2. Að bætur til foreldra og
-ystkina séu fastákveðnar.
3. Að athugað verði, hvort
-kki sé hægt að mæta óskum
itgerðarmanna um að slysa-
"ryggingaiðgjöld sjómanna á
’andróðrabátum miðist við sjó-
ferðir, enda sé skipshöfnin iðn-
fryggð landlegutímann.
4. Að slysatrygging sjómanna
verði miðuð við raunhæfan
kostnað trygginganna, en ekki
4 grundvelli óeðlilegrar sjóðs-
söfnunar."
Vátryggingar vélbáta:
Tryggingarkostnaður vélbáta-
flotans utan Vestmannaeyja er
(Framhaldsá 4. síðu). ,