Tíminn - 29.01.1946, Blaðsíða 4
KosnLngaskrifstofa Framsóknarmanna
er í Edduhúsinu. Sími 6066.
4
REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
29. JAH. 1946
Komið l kosningaskrifstofuna
29. blað
? AMMÁLL TÍfflíMS S*
Nýr forsætisráðherra
í Frakklandi.
Pranska þingið hefir kösið
Gouin, forseta þingsins, til að
vera forsætisráðherra. Þrír að-
alflokkarnir stóðu að kosningu
hans. Hann er jafnaðarmaður.
Bevin ásakar pólsku
öryggislögregluna.
Bevin hefir látið svo ummælt
í þinginu, að ýms pólitísk morð,
sem hafa verið unnin í Póllandi,
séu rakin til pólsku öryggislög-
reglunnar, en henni er stjóm-
að af kommúnistum.
Bandaríkjastjjórn hef-
nr verksmiðjurekstnr.
Bandaríkjastjórn hefir ákveð-
ið að taka rekstur hinna stóru
ÚR BÆNUM
Fiugvélar Flugfélags íslanðs
fluttu í desembermánuðt s. 1. 201 far-
þega. Ennfremur fluttu vélarnar 6%
smálest af farþegaflutni'ngi og öðrum
flutningi, og 499 kg. af pósti. Plug-
dagar voru 16 á mánuðinum og tími
sá, er flugvélarnar voru á lofti, var 75
klukkustundir.
Farþegar
með es. Lagarfossi voru þessir frá
Kaupmannahöfn: Snorri Rögnvalds-
son með frú og dóttur, Jón Karlsson,
Guðmundur Pálsson og frú, Sölvi Frið-
riksson, Gíslína Guðrún Ouye með
barn, Panney S. Gísladóttir, Eilen
Davíðsson, Stefán Jónsson, Jón Sæt-
her, Jörgen Sölvason, Steingrímur
Sigurðsson, Giesela Kummer, 10 ára.
Geirhart Kummer, 12 ára, Paul Kum-
mer, 11 ára, Reinhart Kummer, 8 ára.
— Prá Gautaborg: Einar M. Einarsson,
skipstjóri, Karl Axel Adolfsson, G.
Berg, Einar Thorsteinsson með frú og
barn, Britt Welvert, Brynhildur Sig-
urðardóttir.
Innbrot
var framið i Viðtækjasöluna við
Lækjargötu aðfaranótt síðastl. mið-
vikudags. Hafði þjófurinn farið inn
um glugga á bakhlið hússins og haft
á brott með sér lítið útvarpstæki. Auk
kjötverksmiðja í Chicago í sín-
ar hendur næstk. laugardag, ef
verkföllum heldur þar áfram.
Er fyrirsjáanlegur kjötskortur
af stöðvun þeirra.
Frakkar geta frám-
leitt kjarnorku-
sprengjur.
Franskur vísindamaður segir,
að Frakkar viti orðið, hvernig
eigi að framleiða kjarnorku-
sprengjur, en eigi enn eftir að
koma upp verksmiðjum, sem
geti framleitt þær.
þess stal hann handsnúinni samlagn-
ingarvél.
Skemmtikvöld.
Framsóknarfélögin i Reykja-
vík hafa ákveðið að bjóða öll-
um þeim, sem unnu fyrir B-list-
ann síðastl. sunnudag í kjör-
deildum, skrifstofu eða við önn-
ur störf til sameiginlegrar kaffi-
drykkju.
Framangreindir aðilar eru
vinsamlega beðnir um að vitja
aðgöngumiða í Edduhúsið við
Lindargötu á morguij.
Tímarit iðnaðarmanna,
5. hefti 18. árg., hefir borizt blaðinu.
Efni þess er sem hér segir: Áttunda
iðnþing íslendinga, Ræða forseta,
Þingfulltrúar, Embættismenn þingsins,
Skýrsla sambandsstjórnar, Reikningur
sambandsins og tímaritsins. Mál rædd
og afgreidd, Ýms mál, Rausn og gleð-
skapur.
Happdrætti Háskóla íslands.
Á morgun fer fram dráttur í 1. flokki
happdrættisins. Nú eru því síðustu
forvöð að kaupa miða. Við aukningu
þá, sem nú var gerð á happdrætinu,
hefir vinningum á ári fjölgað um 12000
og eru samtals að verðmæti 420 þús-
und krónur.
Leikfélag Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Skál-
holt eftir Guðmund Kamban annað
kvöld í 15. sinn. Aðgöngumiðar seldir
í dag kl. 4—7.
Eftir fiskijpingib
(Framhald. af 1. síöu)
svo hár, að þótt ekki væri ann-
að, þá myndi að óbreyttum ið-
gjöldumf reynast ókleift að gera
út þau nýju fiskiskip, sem nú
eru í smíðum. Vélbátatrygging-
arnar hafa aðeins rétt til 40
þúsund króna sjálftryggingar í
einstökum bát, og Samábyrgðin
sjálftryggingarrétt fyrir sömu
upphæð.
Tryggingamálanefnd kosin:
Fiskiþingið kaus strax í þing-
byrjun nefnd til þess að athuga
og gera tillögur til úrbóta trygg-
ingarmálanna. Kosnir voru þeir
Ólafur B. Björnsson, Ingvar Vil-
hjálmsson, Einar Guðfinnsson,
Argrímur Fr. Bjarnason og Helgi
Benediktsson.
Nefndarstarfið hefst:
Nefndarstarfið hófst af mikl-
um áhuga undir formennsiku
Ólafs B. Björnssonar og hófust
nefndarstörfin kl. 9 að morgni
daginn eftir nefndarskipunina,
með viðræðum við forstjóra
Stríðstryggingarfélags ís. skips-
hafna. Þar fékkst strax staðfest
það, sem sumir nefndarmenn-
irnir rendu áður grun í, að Sam-
ábyrgðin svarar ekki til tilgangs
síns.
Kaupfélög! — Kaupmenn! |
Nú getum við aftur sent yður okkar viðurkenndu gúmmí- {
skó með næstu ferðum. |
Sendið pantanir yðar sem fyrst. (
Nýja Gúmmískóiðjan |
Laugaveg 76 Reykjavík.
Hjartanlega þökkum við öllum auðsýnda samúð við and-
iát og jarðarför elskulegu eiginkonu minnar og móður
Soffiu Gestsdóttur
frá Staðarfelli
með návist sinni, blómum, minningarspjöldum og gjöfum
til Ijósasjóðs Staðarfellskirkju sem ber nafn hennar, og
stofnaður var á dánardegi hennar 3. janúar 1946.
Stykkishólmi 22. janúar 1946.
Magnús Friðriksson og dætur
frá Staðarfeili.
Jörðin Giljahlíð
i Borgarfjarðarsýslu fæst leigð til ábúðar á næstkom-
andi vori. Sala getur komið til greina. Upplýsingar
hjá Teiti Sveinbjörnssyni, Hrísateig 25 Reykjavík.
(jafnla Síc
Frú Curfe
(Madame Curie)
Metro Goldwyn Mayer stór-
mynd.
Aðalhlutverk leika:
Greer Garson,
Walter Pidgeon.
Sýnd kl. 9.
,Pan-Americana‘
Dans- og söngva-gamanmynd.
Phillip Terry
Andrey Long.
Sýnd kl. 5.
Stúlka
óskar eftir atvinnu við verzl-
unarstörf. Upplýsingar alla
virka daga frá kl. 8—6 i síma
5229, Reykjavík.
Áskriftargjald Tímans
utan Rvíkur og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
Útvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það sem
fyrst.
tlíjja Síq
Jane Eyre
Tilkomumlkil stórmynd eftir
hinni frægu sögu eftir Charlotte
Bronté.
Aðalhlutverk:
Orson Welles.
Joan Fontaine.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(Jndir hauststjörn-
unum
Skemmtileg og falleg"mynd
með:
Gloria Jean og
Ray Malone.
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f. h.
I 4— —-...ð
7jatmatbíá
Er læknirinn
heima?
(Kan doktorn komma?)
Hugðnæm mynd tekin í fögru
landslagi í Norður-Svíþjóð.
Olof Widgren
Birgit Tengrotli
Björn Berglund
Sýning kl. 5, 7 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
sýnir hinn sögulega sjónleik
SKÁLHOLT
(Jómfrú Ragnheiður)
eftir Guðmund Kamban
amiað kvöld kl. 8 (stundvíslega),
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7
Ykkur öllum nœr og fjœr, sem með hlýjum kveðjum
heimsóknum og höfðinglegum gjöfum gerðuð mér sex-
tugasta afmœlisdag minn ógleymanlegan, þakka ég með
hlýhug.
ÞORBJÖRN BJÖRNSSON
Geitaskarði
Happdrætti Háskóla Islands
Dregið verður í 1. flokki á morgun
Vinningar eru fimmtungi fleiri og hærri þetta ár en í fyrra,
alls 7233 — samtals kr. 2 520 000,00
\ .
Samkvæmt lögum skal ekki leggja tekjuskatt né tekjuútsvar á vinninga
v
i happdrættinu. — Happdrættismiöarnir eru á þrotum —
Kaupið miða strax i dag!