Tíminn - 20.02.1946, Síða 1

Tíminn - 20.02.1946, Síða 1
< S RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ' RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Sími 2323 30. árg. Reyk javík. miðvikudagiim 20. febr. 1946 29. blað Fjögur búnaðarsambönd hafa gert ræktunarsamþykktir Njósnarmálíö í Kanada Njósnarmálin í Kanada vekja stööugt meiri athygli. f gær gerði Eden fyrirspurn um það í brezka þinginu og stjórnarvöld Bandaríkjanna hafa gert sérstakar ráðstaf- anir í tilefni af því. Þegar er kunnugt, að 23 opin- berir starfsmenn í Kanada, hafa verið handteknir, ákærðir um að hafa aðstoðað njósnara erlendri ar þjóðar til að komast yfir mik- ilvæg leyndarmál. Upplýst er, að hin erlerída þjóð, sem hér á hlut að máli, eru Rússar, og hefir njósnurum þeirra tekizst að ná i mikilsverðar upplýsingar, með aðstoð kanadiskra embættis- manna. Forsætisráðherra Kan- ada hefir lýst því yfir, að hann (Framhald á 4. siðu). Lætur Japanskeisari skírast? Það vakti mikla athygli í Tokio í gær, að Hirohito Japans- keisari gekk um borgina og tal- aði við nokkra verkamenn. Hefir slíkt ekki komið fyrir áður í sög- unni, enda létu verkamennirnir undrun í ljós. Atburður þessi hefir vakið auknar sögusagnir um það, að keisarinn og fjölskylda hans muni láta skírast á næstunni, en þau hafa undanfarið lært kristin fræði af miklu kappi. Til þessa hefir keisarinn verið Shintotrúar, sem flestir Japanir hafa játað og m. a. telur keis- arann guðlegrar ættar. Skinto- trúin er talin eiga mikinn þátt í hernaðaranda og yfirgangi Japana og hafa amerísku hern- aðaryfirvöldin í Japan hafizt handa um að uppræta hana. • í nýársávarpi sínu til jap- önsku þjóðarinnar afneitaði keisarinn því atriði Shintotrú- arinnar,_að keisarinn væri guð- legrar ættar, og hlaut fyrir það viðurkenningu MacArthurs yfir- hershöfðingja. Keisarinn mun ætla að árétta þessa stefnu- breytingu enn betur með því að taka kristna trú. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Attlee forsætisráðherra til- kynnti i brezka þinginu í gær, að þrír ráðherrar myndu bráð- lega fara til Indlands til að ræða við fulltrúa Indverja um aukna sjálfstjórn þeim til handa. Auk Indlandsmálaráðherrans hafa verið valdir til fararinnar Staf- ford Cripps viðskiptamálaráð- herra og Alexander flotamála- ráðherra. — Gandi hefir flutt ræðu. (Framhald á 4. síðu). Undirbúningur vel á veg kominn hjá flestum öðrum búnaðarsamböndum Framkvæmdir, sem eru byggðar á lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, eru nú víða vel á veg komn- ar. Fjögur búnaðarsambönd hafa til fulls gengið frá jarðræktar- samþykktum á félagssvæðum sínum og flest önnur búnaðarsam- bönd eru komin vel áleiðis að koma þeim á hjá sér. Húsagerð- arsamþykktir eru í undirbúningi hjá mörgum búnaðarsambönd- um og verður sennilega farið að vinna á grúndvelli þeirra í Skagafirði í vor. Tíðindamaður blaðsins hefir snúið sér til Steingríms Stein- þórssonar búnaðarmálastjóra og fengið hjá honum upplýsingar um hvernig þessum málum er komið. Hér í blaðinu var á síðastl. sumri sagt frá byrjunarfram-, kvæmdum á þessu sviði. Þá var hafinn úndirbúningur hjá all- mörgum búnaðarsamböndum til að koma á hjá sér slíkum sam- þykktum. Síðan hafa flest sam- böndin unnið ötullega að undir- búningi málsins og hafa nú fjögur búnaðarsambönd lokið við samþykktir sínar og sent þær landbúnaðarráðuneytinu til staðfestingar. Eru það búnaöar- sambönd Skagfirðinga, Búnað- arsamband Austur-Húnvetn- inga, Búnaðarsamband Borg- firðinga og Búnaðarsamband Kjalarnesþings. Fullt útlit er því á, að þessum nýju rækt- unarsamtökum verði komið í fast horf á þessu ári.um land allt. Eins og kunnugt er, voru lög- in um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum samþykkt á Alþingi í fyrra. Til- drög þessara laga voru þau, að í frumvarpi, se?n Framsóknar- menn fluttu á þingi 1943, um breytingar á jarðræktarlögun- um, voru ákvæði um jarðrækt- arsamþykktir. Alþingi vísaði þessu frumvarpi til umsagnar Búnaðarfélags íslands. Þar fékk Sjö fulltrúar fara héðan á ráðstefnu Minna hefir ekki þótt gagn gera, en að senda sjö fulltrúa héðan á flutningamálaráðstefnu þá, sem haldin verður í Dublin i byrjun næsta mánaðar enda þykir nú ekki lengur þurfa að horfa í kostnaðinn. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar verða Erling Ellingsen, sem verður formaður nefndarinnar, Guðmundur Hlið- dal, Gunnlaugur Briem síma- verkfræðingur, Teresia Guð- mundsson og Sigfús H. Guð- mundsson. Fulltrúar flugfélag- anna verða Agnar Kofoed Han- sen (Flugfélag íslands) og Óli Ólason kaupmaður (f ulltrúi Loftleiða). i Á ráðstefnunni munu mæta fulltrúar 13—14 þjóða, sem ætla að halda uppi farþegaflugi yf- ir Norður-Atlantshafið. Rætt verður um samræmingu á starfi hinna ýmsu flugfélaga og um flugleiðir. málið þá afgreiðslu hjá milli- þinganefnd, er Búnaðarþing hafði kosið, að því var skipt í tvö frumvörp. Fjallaði anriað þessara frv. um ræktunar- og húsagerðarsamþykktir, en hitt frumvarpið um hækkun jarð- ræktarstyrksins. Fyrra frv. var samþykkt breytingalítið á þing- inu í fyrra, en hinu stakk stjórnarliðið undir stól, en Framsóknarmenn hafa flutt það aftur á þessu þingi. Lögin um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir eru í tveimur aðalköflum. Fjallar annar um jarðræktarsamþykkt- ir, en hinn um húsagerðarsam- þykktir. Með lögunum er stefnt að því að koma allri heyöflun landsmanna á ræktað og vél- tækt land. Búnaðarsamböndin eiga að setja hjá sér samþykkt- ir um að þau taki að sér á- kveðnar jarðræktarframkvæmd- ir, svo sem framræslu, túna- sléttun, nýrækt og sléttun engja. Yfirleitt er gert ráð fyrir að hvert jarðræktarsvæði nái yfir félagssvæði hvers búnaðarsam- bands, en jarðræktarsvæðin mega þó vera minni. Búnaðarfé- lag íslands skal ákveða um stærð jarðræktarsvæðanna, svo tryggt sé að engar sveitir verði (Framhald á 4. síöu). Af fulltrúum á þingi bandalags sameinuöu þjóðanna vöktu fulltrúar Saudi-Arabíu nokkra athygli, vegna hlns skrautlega þjóðbúnings, er þeir voru í. Þeir sjást hér á myndinni vera að ræða saman við borð sitt i fundarsaln- um, þar sem þingið var haldið. Stjórnarliöiö opinberar andstööu sína gegn eflingu fiskiðnaðarins og auknum markaðsleitum Það fellir frv. Framsóknarmaiina um eflingn fiskimálasjóðs Þau tíðindi gerðust í neðri deild í gær, að stjórnarliðið vísaði frá með rökstuddri dagskrá frumvarpi Eysteins Jónssonar og Björns Kristjánssonar um eflingu fiskimálasjóðs. Hefir stjórn- arliðið sýnt glögglega með þessari framkomu hinn rétta hug sinn til framfara sjávarútvegsins. Það hefir verið hlutverk fiski- málasjóðs að veita hagkvæm lán til niðursuðuverksmiðja, frystihúsa, fiskúrgangsvinnslu- stöðva og beitugeymsla, og enn- fremur að veita lán eða styrki til tilrauna með nýjar verkunar- aðferðir og veiðarfæri, leitunar á nýjum fiskimiðum, markaðsöfl- unar o. s. frv. Starfsemi sjóðsins hefir þó verið takmörkuð, þar sem hann hefir ekki haft aðrar tekjur til starfsemi sinnar en Vi% af útflutningsverði sjávar- afurða. Samkvæmt frv. Eysteins og Björns skyldu tekjur sjóðsins auknar með 2.5 milj. árlegu framiagi úr ríkissjóði næstu 10 ðvenju góð færð hefir verið á fjallvegum í vetur í allan vetur, hafa verið ó- venju greiðar samgöngur á veg- um landsins vegna þess, hve snjólétt hefir verið. Bílfært hef- ir verið um alla helztu fjallveg- ina, að heita má í allan vetur. Fram til þessa tíma hefir verið tiltölulega auðvelt að halda veg- unum opnum. Tíðindamaður blaðsins sneri sér í gær til Ásgeirs Ásgeirsson- ar skrifstofustjóra á Vegamála- skrifstofunni og fékk hjá hon- um upplýsingar um færðina á helztu bílvegum landsins. Milli Suður og Norðurlands hefir, að heita má, alltaf verið fært bifreiðum í vetur um Holta- vörðuheiði og Stóravatnsskarð, allt norður á Sauðárkrók. Hins vegar hefir Öxnadalsheiði verið ófær bifreiðum nú um nokkurt skeið, vegna snjóa. Um Vesturland hefir verið fært allt vestur í dali, um Bröttubrekku. Yfir Bröttu.- brekku hefir bæzt við nýr fjall- vegur, sem lokið er við að full- gera á síðastli. hausti, og var það fyrir þær aðgerðir, sem nú í fyrsta sinn, hefir tekizt að halda leiðinni vestur yfir Bröttubrekku opinni yfir vetr- artímann. Hinar bættu vetrar- samgöngur hafa orðið Dalabú- um til mikils hagræðis, og hafa verið fastar bílferðir yfir fjalla- veginn í allan vetur með mjólk og farþega. Einnig hefir verið bílfært til Stykkishólms um Kerlingarskarð. Yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur var fært bifreið- um með lengsta móti, en sú leið hefir nú verið teppt um skeið vegna snjóa. • (Framhald á 4. síðu). árin, og honum einnig heimiluð 10 milj. kr. iimtaka til starfsemi sinnar. Auk ákvæðisins um þess- ar stórlega auknu tekjur, voru þetta meginbreytingarnar á frv. þeirra Eysteins og Björns: 1. Félögum útvegsmanna og fiskimanna ætlaður forgangs- réttur að lánunum, svo að iðn- fyrirtæki sjávarútvegsins lentu # síðar í höndum einstakra stríðs- gróðamanna og gróðafélaga eins og nú er títt. 2. Fiskimálanefnd lögð niður, en Fiskifélaginu að mestu falið verkefni hennar, Þriggja manna nefnd skyldi þó úrskurða lán- veitingar úr fiskimálasjóði í! samráði við félagið. 3. Að sjóðurinn megi lána til bátakaupa, þar sem er tilfinn-' anleg vöntun báta, en lítið fjár- magn fyrir hendi. Nauðsyn allra þessara breyt- inga á fiskimálasjóðnum liggja svo í auguip uppi, að óþarft er að rökstyðja það nánara. Það mun líka flestum ljóst, að allra brýnasta nýsköpunin i sjávar- útveginum er að koma upp stór- auknum fiskiiðnaði til að vinna markaðsvöru úr fiskinum. Þetta verkefni er jafnvel enn brýnna en að afla nýrra skipa, því að til lítils er að auka skipakostinn meðan afurðasalan er ekki tryggð. Fyrir þessu lokar stjórnarliðið hins vegar augunum og vísar því frumvarpi þeirra Eysteins og Björns frá. Forsendurnar eru þær, að fyrirhuguð sé endur- skoðun á starfsemi fiskimála- sjóðs og fiskimálanefndar og fyrirhugaðar breytingar á Fiski- veiðasjóði íslands fullnægi líka tilgangi þess. Slíkt mun þó meira en ofsagt, því ekki er ósennilegt, að farið verði að koma tóma- (Framhald á 4. síðu). Stór lántaka til síraaframkvæmda Frv. um lántökuna lag’t fram í n. d. í gær í gær var lagt fram í Al- þingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka 12 milj. kr. Ián til ýmsra símaframkvæmda, sem ekki er veitt til fé á fjárlögum. Er frumvarp þetta flutt af fjár- hagsnefnd n. d. eftir beiðni atvinnumálaráðherra. í greinargerð frumvarpsins segir m. a. á þessa leið: — Mikil þörf er á þvl, áö hraðað verði, svo sem unnt er, ýmsum símaframkvæmdum, einkum þó jarðsímalagningum á aðalsímaleiðum og húsabygg- ingum í sambandi við það. Helztu framkvæmdir, sem hafð- ar eru í huga í sambandi við framangreinda lántökuheimild, eru þessar: Jarðsími frá Hval- firði til Hrútafjarðar, ný tæki 1 stuttbylgjustööina við Reykja- vík, umsamin kaup á línum og jarðsímum frá setuliðinu og væntanleg frekari kaup á efni og tækjum frá setuliðinu, póst- og símahús í Hrútafirði, Borgar- nesi og Vestmannaeyjum, stækkun sjálfvirku miðstöðvar- innar í Reykjavík og jarðsími frá Hrútafirði til Akureyrar. Málið hefir verið rætt í fjár- veitinganefnd, og er nefndin þeirrar skoðunar, að nauðsyn- legt sé, að tekið verði lán til svo stórra símaframkvæmda, sem hér er um að ræða og sett um það sérstök lög. — Lagt er til í frumvarpinu, að Landssíminn verði látinn standa undir vöxtum og aíborgunum af lánum þessum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.