Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 2
2 TlML\.\, föstudagiim 22. febr. 1946 31. bletð Sjö menn íslendingar eru vissulega orðnir því vanir í seinni tíð, að mikið sé borizt á og ekki horft í kostnaðinn, hvort heldur sem er hjá hinum nýríku gróðamönn- um eða hinu opinbera. Þó hefir það farið svo, að það hefir vakiö talsverða athygli og umtal, að ekki hefir þótt hlýða að senda færri en sjö menn á flugmála- ráðstefnu þá, sem bráðlega á að halda í írlandi. Það hefir meira að segja rifjað það upp fyrir ýmsum, að fyrir stríðið var oft talið nægja að láta núverandi fórseta íslands, sem þá var sendiherra í Kaupmannahöfn, mæta einan fyrir landsins hönd á ýmsum alþjóðaráðstefnum og bar samt ekki á því að hlutur íslands væri neitt fyrir borð bor- inn. í hinni ágætu áramótagrein eftir Hermann Jónasson, sem birt var hér í blaðinu, var m. a. vikið að því, að þótt íslendingar hefðu notið velgengni undan- farið, mættu þeir ekki sleppa á sér öllu taumhaldi og vekja á sér sérstaklega athygli með í- burði og óhófi. Slíkt myndi á- reiöanlega ekki bæta neitt fyrir þeim meðal annarra þjóða, nema síður væri. Forsjá og ráðdeild væri líklegri til að vinna þjóð- inni traust en óhóf og eyðslu- semi. Þess mætti líka gæta, að þótt kljúfa mætti kostnaðinn um stund, gæti hann reynzt þjóðinni um megn, þegar aftur harðnaði i ári. Það er áreiðanlega kominn tími til þess, að þjóðin fari að gera sér grein fyrir því, hvern- ig ástatt er með kostnaðarhlið utanríkismá^anna. Það er hafð- ur sendiherra í landi, þar sem ekkert er að gera og vel mætti komast af með ræðismann. Ný-.. lega hefir einn sendiherrann verið skipaður sendiherra til við- bótar í þremur löndum öðrum, þar sem líka mætti komast af með ræðismenn, og getur því ekkert annað leitt af þessu fyr- irkomulagi en óþarfan ferða- kostnað. Þó eru þetta ekki nema smámunir hjá öllu sendinefnda- farganinu. Það eru sendar margar nefndir utan til að ann- ast ýmsar útréttingar, sem einn sendimaður gæti vel gert, og sé um einhverja alþjóðaráð- stefnu að ræða, þykir ekki orðið hlýða að hafa minna en sjö menn í nefndinni! Flestar eru þessar nefndir meira og minna gagnslausar, en dýrar eru þær allar. Ef slíku heldur áfram, megum við vissulega biðja fyrir >okkur, ef við ættum einhvern tima eftir að komast í bandalag hinna sameinuðu þjóða, því að þá þyrftu nú margir að komast að og sendinefndirnar að vera stórar! En rfkissjóðnum fengi að blæða. En eitt verkefni eru allar þessar sendinefndir yfirleitt látnar sniðganga rækilega. Það er að reyna að afla nýrra mark- aða fyrir útflutningsafurðirnar. Af öllum nefndunum, sem fóru úr landi á síðastl. ári, mun að- eins ein hafa komið nærri slíku verkefni. Það var nefndin, sem gerði fisksamninginn við Breta. En þó er markaðsöflun sá þátt- ur utanríkismálanna, er sízt má vanrækja. Þegar hafizt verður handa um viðreisn eftir óstjórn núver- andi stjórnarbræðings, verður sendinefndafarganið eitt af því, sem einna fyrst þarf að hverfa Sigurður Vilhjálmsson, Hánefsstöðum: Stjórnarflokkarnir og dýrtíðin — Fyrri Inngangur. Mönnum verður ákrafdrjúgt um dýrtíðina um þessar mund- ir eins og fyrr. Framfærsluvísi- talan vill upp, við aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnarvaldanna. Á sama tíma eru gerðar ýms- ar ráðstafanir til þess að taka upp framleiðslusamkeppni við aðrar þjóðir og halda í þau lífskjör, sem skapazt hafa hér í landinu á stríðsárunum. Tækn- in á að verða til þess að þetta sé hægt. En hvernig er það? Hefir rikisstjórnin gert nokkuð til að útvega íslendingum einka- rétt á tækni? Flestir hugsandi menn munu vera á einu máli um það, að dýrtíðin á íslandi stefni fram- leiðslustarfi þjóðarinnar í voða og skaði siðgæðishugmyndir þjóðarinnár. Að í dýrtíðinni fel- ist rætur að hnignun þjóðstofns- ins. Fyrir mörgum árum kom út bók á íslenzku, sem bar titil- inn. „Einfalt líf“. Ég held.að rétt væri fyrir menn að kynna sér nú efni þessarar bókar og fleiri hliðstæðra frá endurreisnar- tímabili þjóðarinnar. ' Sé það rétt, að dýrtíðin og fylgifiskar hennar séu- þjóðar- böl, ættu menn að sameinast um að taka upp jákvæða bar- áttu gegn henni. Ékki með því að unga út lögum utan þings og á Alþingi, sem ekki eru ann- að en auvirðilegt klastur til bráðabirgða og kemur að engu haldi. Það þarf raunhæfra að- gerða með, sem fólkið sjálft tekur virkan þátt í að 'fram- kvæma. Sósíalismi. Það verðúr ekki komizt hjá því að minnast á þessa stefnu, er gera á skil þessu viðfangsefni. Kapítalismi eða auðvaldsstefna eru orð, sem oft hafa heyrzt nefnd fremur óvingjarnlega af sósíalistum, bæði fyrr og síðar. Sósíalistar hafa fram á þessa síðustu og verstu tíma álitið einkaauðsöfnun glæpsamlegt at- hæfi gagnvart fátæku fóki. En athugum nú stuttlega, hvað það er sem þeir boða. Ríkiskapítal- ismi er aðalinntakið i boðskap þeirra. Ríkisrekstur og rekstur bæjar- og sveitarfélaga vilja þeir hafa. Hinir austrænu gjarnan samyrkjubú o. s. frv. Hver er svo munurinn? í stað einkareksturs og einkaeignar,- sem eru arfgengar í heimi kapí- talismans, komi opinber rekstur og opinber eign, sem niðjarnir erfa sameiginlega, en handhaf- ar rekstursi'ns og eignarinnar eru ekki erfingjarnir, heldur raunverulega þeir menn, sem á hverjum tíma eru valdir til þess að fara með þetta. Þeir verða því í raun og veru þeir, sem auðnum ráða. Og hverjir verða svo valdir? í 99 dæmum af hundraði verða valdir þeir menn, sem mest trana sér fram eða er tranað fram af áróðursklíkum þeim, sem slíkt skipulag skapar, og í 99 dæmum af hundraði úr sögunni. Meðan núv. stjórn situr að völdum mun það hins vegar halda áfram að hraðvaxa. Sérhver sá, sem veitir stjórnar- flokkunum atkvæði sitt í næstu kosningum, er að stuðla að því að þessi og mörg önnur spilling haldi áfram að aukast þjóðinni til fjárhagslegs tjóns og álits- hnelikis erlendis. g i* e i n — verður það gert í eiginhags^ munaskyni. Það er sama hvaða nafn þessu skipulagi er gefið — hvort mennirnir heita nazist- ar, fasistar eða kommúnistar — alls staðar leynist hættan á því, að auðurinn lendi í höndum fárra óhlutvandra manna, sem nota hann til þess að koma fram áformum sínum, sínum persónu- legu fyrirmælum og gæðinga sinna. Auk alls þessa liggur svo í leyni einn óvinur enn, sem manhkjjnið hefir lengi barizt við, en það er ófrelsið og kúg- unin. Ef til vill þykir þetta mik- ið sagt, en taki menn kerfið og beri það saman við staðreyndir og beiti rökréttri hugsun — hver verður niðurstaðan? Ég hygg, að þegar íslendingar gengu að kjörborðinu og greiddu atkvæði með stofnun lýðveldis, hafi þeir ekki haft í huga að skapa sér ófrelsi, heldur þvert á móti flestir alið þær vonir, að það mundi verða til aukins frelsis þjóðarinnar sem heildar og borgaranna jafnframt hvers um sig. Þegar sósíalistarnir ávarpa þjóðina, ávarpa þeir stærstu stéttirnar: AlþýBa íslands til sjávar og sveita, segja þeir — komið til mín, fáið mér völdin. Sérstaklega gera þeir gælur við verkamenn og aðrar launastétt- ir, en af því þær eru enn ekki nógu fjölmennar hérlendis, hef- ir stundum einnig verið talað í gæluróm við bændur fyrir kosningar, þótt hversdagslega séu þeir smánaðir eftir því sem andinn blæs þeim í brjóst. Alþýðuflokkur og „Sósíalista- flokkurinn — sameiningar- flokkur alþýðu“ heita þeir, ís- lenzku sósíalistaflokkarnir. Eldri bróðirinn, Alþýðuflokkurinn, hefir þegar komið flestum leið- togum sínum i höfn, þ. e. i feit- ar ríkisrekstrarstöður. Yngri bróðirinn er skemmra kominn, en er þó á bezta vegi í seinni tíð. Lesendurnir geta athugað, hvort þetta er ekki rétt. Sé það rétt, að einkaauðvald- ið, sem svo er kallað, sé óþol- andi og fjötur um fót þroska- möguleikum mannkynsins, á nákvæmlega það sama við um ríkisauðvaldið, því að það er dulbúið einkaauðvald, sem ekki síöur en einkaauðvaldið kúg- ar almenning. Dreifing auðs og valds. Sósíalismi og kapítalismi verka þannig, að auöúr og völd dragast í hendur fárra manna. Sé sósíalismi í framkvæmd, verður þungamiðjan umhverfis stjórnarsetrið. Raunar á það sama við um kapítalismann í stórum dráttum, því að hann leitar ósjálfrátt undir verndar- vænd ríkisvaldsins. Hér á ís- landi er þeta mjög greinilegt. Sjálfstæöisflokkurinn hefir á sér öll einkenni kapítalisks flokks, enda þó hann leitist við að sýnast alþýðlegur, hvað honum mistekst hrapallega. Þungamiðja þess flokks eru menn og samsteypur, sem sækja fast á um auðsöfnun einstakl- inga. Það er því bein afleiðing af einkennum þeim, sem áður er lýst, að allir þessir flokkar mÞ hafa einbeitt sér að því að fá breytt þungamiðjunni í stjórn- málalífi þjóðarinnar til hags- muna sínum stefnum. Kjör- dæmabreytingarnar eru gleggsti vottur þess. Það er einnig alveg bein afleíðing af þessu, að þessir flokkar gátu myndað rík- isstjórn þá, sem nú situr. Við- hald dýrtíðarinnar er sameig- inlegt hagsmunamál þessara flokka. Fljótt á litið getur þessi þró- un, sem leiöir af áhrifum þess- ara stefna, sem hér hefir verið gerð tilraun til að lýsa í sem styztu máli, virzt vera vott- ur um talsverðar framfarir. En sé litið nánar eftir, kemur fleira í ljós. Ýms siðspilling er fylgifiskur þessa, auk hættunn- ar á vaxandi ófrelsi almennings. Skal hér aðeins bent á áfeng- isneyzluna hér í landinu. En að- algallinn og hættulegasta fyrir- brigðið, er þó lömun atvinnu- lífsins og hnignun, því fjær sem dregur miðstöð þeirri, sem þessar stefnur hafa helgað sér. Það verður því höfuðviðfangs- efni þeirra manna, sem þykjast sjá hættuna, að einbeita sér að því að draga úr ágéngni þess- ara stefna og reyna að sveigja þær til hlýðni við eðlilega þróun allrar þjóðarinnar og lífsins sjálfs. Kaupfélagsstarfsemin í land- inu, með Samband' íslenzkra samvinnufélaga að bakhjarli, er á sviði viðskipta og fjármála aðalstarfið gegn þessari þróun. Með þeirri starfsemi, svo og starfi ýmsra fleiri stofnana á samvinnugrundvelli, var hafin sókn gegn auðsöfnun einstakl- inga, sem leitast við að auka sífellt auð sinn og halda honum kyrrum í höndum þeirra manna, sem náð hafa tangar- haldi á honum. Mikil nauðsyn er á því, að samvinnustarfsemin verði efld frá því, sem nú er, og starfinu sé markvisst beint að því, að hinir fjölmörgu fram- leiðendur, sem eru innan þess vébanda, geti orðið sem traustastir í baráttunni við ó- blíðu náttúrunnar íslenzku og aðsteðjandi utanaðkomandi erf- iðleika. Það er bezta trygging þess, að hér skapist varanleg velmegun og allir hafi .nóg að starfa. * ' (Framhald á 3. síðu). A ðíiaúahýi Háðfugl í Þjóðviljanum. Þeir hafa orðið fyrir því ó- happi, ritstjórar og útgefendur Þjóðviljans, að einhver gaman- samur náungi hefir komið grein í blað þeirra 14. þ. m., sem er naprasta háð um Sameiningar- flokk alþýðu — sósíalistaflokk- inn. Grein þessi fjallar um væntanlegar alþingiskosningar á komandi vori og þýðingu þeirra. Segir greinarhöfundur, að með þeim kosningum verði ákveðið, „hvort löggjafarvaldinu verð- ur beitt til þess að hindra hvers konar brask og okur á næstu 4 árum, eða hvort haldið verður áfram sem nú horfir, að bröskurunum verði gefinn laus taumur.“ Síðar í greinnini segir, að al- menningur verði að skilja og gera sér ljóst, að „aðeins stóraukin áhrif sósíal- ista á þingi geta létt skatti okraranna af þjóðinni.“ Þetta lætur háðfuglinn þá hafa, Þjóðviljamenn, og er ó- sköp sakleysislegur á svipinn. Sennilegt er, að þetta sé einn af þeim mönnum, sem kusu Sósíalistaflokkinn 'við síðustu alþingiskosningar, í þeirri trú, að frambjóðendur hans væru •umbótasinnaðii menn, eins og þeir sögðust vera. Þá hefir hann ekki búizt við þvi, sem nú er komið á daginn, að hvers konar brask og okur í þjóðfélaginu þrifist bezt undir verndarvæng þingmanna og ráðherra Sósíal- istaflokksins. Þessi fyrrverandi stuðningsmaður sósíalista er þeim gramur, sem eðlilegt er, vegna þeirra vonbrigða, er þeir hafa valdið honum, og nú er hann að koma fram hefndum, með því að skrifa háðgreinar um Sósíalistaflokkinn og fá Jþær birtar í hans eigin blaði. S. Afnotagjöld útvarpsins. Þegar kunnugt varð um þá ákvörðun Brynjólfs Bjarnason- ar að hækka ^fnotagjöld út- varpsins, mæltist það víða illa fyrir. Þótt hækkunin væri að sönnu ekki mikil, miðað við peningaveltuna nú, munar þó ýmsa láglaunamenn um út- gjaldaaukningu, þótt hún sé ekki hærri en þetta. Situr það vissulega illa á ráðherra, sem sérstaklega telur sig fulltrúa láglaunamanna, að vera að hækka álögurnar á þeim og það í sambandi við menningarstarf- semi, er sem allra flestir þurfa að hafa not. Þessi hækkun Brynjólfs Bjarnasonar var þeim mun vafasamari, að hennar var eng- in þörf, vegna rekstrarkostnað- ar útvarpsins. Útvarpið mun bersýnilega skila drjúgum rekstrarafgangi, þótt það fái ekki þessa hækkun. Henni er ætlað að renna til mjög íburð- armikillar útvarpsbyggingar, sem ætlunin hefir verið að ráð- ast í .nú þegar. Bygging þessi virtist þó sannarlega eiga^ að bíða, þar sem bæði skortir nú byggingarefni og vinnuafl til nauðsynlegustu íbúðabygginga. Sú bið gæti líka orðið til þess gagns, að endurskoðun verði gerð á byggingaráætluninni og hún meira færð til samræmis við raunh^ef sjónarmið og getu þjóðfélagsins. Það mun því áreiðanlega þykja vel farið, að meirihluti fjárveitinganefndar hefir nú mælt gegnv hækkuninni. Von- andi fylgir Alþingi á eftir. Og þetta ætti svo að verða upphaf, en ekki endir, á þeirri viðleitni að hindra allt það, sem leiðir til aukinnar dýrtíðar. Hvað tefur frumvarpið um lóðirnar? Eins og nokkrum sinnum áð- ur hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, áttu Framsóknarmenn forgöngu um það, að skipuð var milliþinganefnd á þinginu 1943 til að gera tillögur um, hvern- ig bezt yrði komið í veg fyrir lóðabrask og lóðaokur í kaup- túnum. Nefndin skilaði ræki- legu frumvarpi um þetta mál um það leyti, sem núverandi ríkisstjórn kom til valda, og fékk félagsmálaráðherra hennar það strax til athugunar. Síðan er nú komið nokkuð á annað ár, og enn hefir frumvarpið þó ekki séð dagsins ljós. Það er þvheðli- legt, að menn séu orðnir undr- andi yfir þessum drætti félags- málaráðherrans. Var kannske gerður ' um það leynisamn- (Framhald á 3. síðu). EINSTEIN TALAR Nú á stríðsárunum skrifaöi Einstein eftirpiála við grein þá, sem birtist í þýðingu í síðasta blaði Tímans og skrifuð var, áður en styrjöldin skall yfir. Sá eftirmáli birtist í þessu blaði. Gerir hann þar grein fyrir hinum breyttu viðhorfum. » Þegar ég, eftir nokkurn tíma, les þessar línur yfir aftur, þá verð ég fyrir tvenns konar and- stæðum áhrifum. Það, sem ég skrifaði, sýnist i höfuðatriðum vera jafn satt og áður, og þó virðist mér það einkennilega fjarlægt og skrítið. Hvernig stendur á þessu? Hefir veröldin breyzt svona, eða er það einfald- lega það, að ég er nokkrum ár- um eldri og þess vegna böl- sýnni? Hvað eru þessi ár af allri sögu mannsins? Mega ekki þau öfl, sem ákveða líf manns- ins skoðast sem óbreytileg, sé miðað við svo stuttan tíma? Er dómgreind minni svo hætt við brjálun, að hrörnun líkamans þessi ár hafi nægt til að hafd svo djúp áhrif á lífsskoðanir mínar? Ekkert af þessu virðist mér geta varpað ljósi yfir breyt- ingar á afstöðu minni til við- fangsefna lífsins. Ekki er ástæðuna heldur að finna í breyttum ytri aðstæöum ’hjá mér, því að þær hafa alltaf lítil áhrif haft á hugsanalíf mitt. Nei, einhver mikil breyting hefir átt sér stað. Á þessum tíma hefir trú manna á það öruggasta horfið — já, jafnvel höfuðskilyrði fyrir mannlegum félagsskap þurrkast burt. Ekki a'ðeins í þeim skiln- ingi, að hinum menningarlega arfi mannsins sé ógnað, heldur hefir fangamarki niðurlæging- arinnar verið þrýst á allt það, sem hverjum ætti að vera skylt að verja til seinasta blóðdropa. Vitsmunaverunni 'hefir á- byggilega á öllum tímum verið ljóst, að lífið er ævintýr, borgað með dauðanum á óivtaðri stundu. Hin snögga burtkvaðning gat ofh stafað af ytri ástæðum, menn gátu oltið niður stiga og hálsbrotnað, misst aleigu sína, verið dæmdir saklausir eða sviptir öllu vegna rógburðar. Mannlegt líf átti sér allskyns hættur, en þær voru eins konar snurður í náttúrunni, tækifær- iskenndar. Mannfélagsskapur virtist yfirleitt standa föstum fótum. Frá bæjardyrum vandaðrar hugsunar og siðgæðis var hann auðvitað mjög ófullkominn, en þrátt fyrir allt, þá fundu menn, að þeir áttu heima í þessum fé- laugsskap, og voru, að undan- skildum hinum margvíslegu slysum, tiltölulega öruggir. Menn tóku þetta eins og það var. Sígildar dyggðir, framfara- þrá og nytsamur sannleikur var talinn sjálfsagður og óumbreyt- anlegur arfur, sameiginlegur öllum menningarþjóðfélögum. Vissulega lamaði heimsstyrj- öldin fyrri öryggistilfinninguna, véböndin brustu, og einstakling- urinn var ekki lengur frjáls ferða sinna eða gerða. Lyginni var híaðið öndvegi og hún tekin í pólitíska þágu. Samt sem áður var heims- styrjöldin skoðuð sem nokkurs konar náttúrufyrirbæri — ekki afleiðing af heilastarfsemi mannsins, þ. e. ekki háð að yf- irlögðu ráði, heldur væri hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.