Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.02.1946, Blaðsíða 3
31. blað föstudaglnn 22. febr. 1946 ÉG SKILAÐI KJÖTSKÝRSLU MINNI hérna á dögunum, en ekki var ég neitt sérstaklega hrifinn af þeirri skriffinnsku, sem yfirvöldunum þókn- ast að viðhafa í sambandi við þennan kjötstyrk, er nú á að greiða okkur neyt- endunum — eftir hæfilegar málaleng- ingar og drátt og vangaveltur. Fyrst var okkur vísað í kjötbúðirnar að sækja voldug eyðublöð í mörgum lið- um, og síðan áttum við að fara með þau niður í tollskrifstofur — og þar var okkur tjáð, að einhvern tíma í framtíðinni yrði okkur tilkynnt, hvar og hvenær þessir aurar yrðu greiddir, og þá mættum við enn einu sinni oln- bogast að skrifborði einhvers starfs- mannsins til þess að sækja þá. Ég bætt því við, að ég hefi aldrei séð aðra eins for í húsum inni og í for- dyrinu og stigunum í Hafnarstræti 5, þegar ég fór með skýrslu mína til af- hendingar — ja, nema þá í grinda- lausu f járhúsi, þar sem fjörubeitarfé er hýst. EKKI VAR ÞAÐ ÞÓ ÞETTA, sem ég ætlaði að gera að aðalumræðuefni í þessum pistli. Það var enn annað, sem stakk mig verr í sambandi við þessa skýrslugerð — ósiður, sem nú veður uppi, hvenær sem einhver þarf að gera einhverja skýrslu, þar sem ríkisvaldið er annars vegar — og það þurfa venjulegir starfandi menn ærið oft að gera í þjóðfélagi okkar. Það er nefnilega segin saga, að menn verða jafnframt að undirrita drengskapar- yfirlýsingu um það, að skýrslan sé í alla staði rétt. Þetta gildir um framtöl og ótal margt annað. Nú er auðvitað æskilegt, að allar þessar mörgu skýrsl- ur séu sem réttastar og ekki er ég að draga í efa, að kjötskýrslurnar séu yfirleitt réttar, því að þeir munu fáir, sem ekki neyta tíu kílógramma af kjöti á þrem mánuðum. Það væru þá helzt sjúklingar og menn sem leggja stund á sérstakt mataræði. EN UM SUMAR AÐRAR SKÝRSL- UR, sem þessar eilífu drengskaparyf- irlýsingar fylgja, gegnir öðru máli — þar á meðal framtölin. Það er á allra vitorði, yfirvaldanna og löggjafanna ekki síður en annarra, að mjög oft fer því fjarri, að þær séu réttar, þótt þeim þyki viðeigandi að láta hvern og einn undirrita drengskaparyfirlýsingu þess efnis, að þær séu gerðar sam- kvæmt „beztu vitund." Og það virðist enginn kippa sér upp við þetta — að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa heyrt eða séð neinn fetta fingur út í það. Að mínu viti er þó hér bók- staflega verið að murka siðgæðistil- finninguna úr þegnunum með beinum aðgerðum ríkisvaldsins — verið að vinna svo víðtæk mannspell, að þau ná á ári hverju til meiri hluta þjóðar- innar. í SNORRAEDDU standa þessi orð: „Drengur heitir vaskur maður og batn- andi.“ Til þeirra er oft vitnað. Enn í dag þykir okkur gott að minnast þess, hversu miklir drengskaparmenn for- feður okkar voru. En þrátt fyrir öll þau fögru orð, sem um þetta eru höfð, verður ekki séð, að okkur sé sérlega sárt um þennan fornhelga eðlisþátt — drengskapartilfinninguna, sem enginn blettur mátti á falla. Hann er geröur að fótþurrku — að gagnslausu. Og síð- an er sí og æ kvartað um lausung, spillingu og óráðvendni. — Segir ekki máltækið: Á mjóum þvengjum læra hvolparnir að stela? BRETAR SENDA ÞRJÁ RÁÐ- HERRA til þess að semja um Ind- landsmálin. íslendingar senda hins vegar sjö fulltrúa á flugmálaráðstefn- una í Dublin í byrjun næsta mán- aðar. Þar af eru fimm beinir fulltrú- ar ríkisstjórnarinnar. Það er ekki neinn förukarlabragur á íslendingum um þessar mundir. ÞAÐ BIRTIST Á DÖGUNUM í einn dagblaði bæjarins auglýsing, sem vert er að vekja athygli á. Hún var svo- hljóðandi: „Gott býli á fögrum stað, rétt við bæinn, er til sölu. Á landinu er íbúð- arhús 4 h. og eldhús, hænsnabú, fjós, hlaða og fl. hús. Tilboö leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 25. þ. m., merkt „100% sveitasæla — 160“.“ Þessi ^ auglýsing talar sjálf fyrir sér. Verkið lofar meistarann — 100%. Grímur í Görðunum. Á víðavang i (Framhald af 2. síðu) ingur, þegar stjórnin var mynduö, að þessu máli, sem var líklegt til að skerða hagsmuni margra stórgróðamanna, yrði stungið undir stól? Eða hefir flokkur ráðherrans, Alþýðu- flokkurinn, snúist í málinu, og er nú orðinn verndari lóða- braskaranna og lóðaokraranna? Sýslumannaævir 3ja bindis 1. og 3. hefti og 4ða bindis 2. hefti, óskast til kaups. Einnig 4. hefti Dýravinarins. — Hátt verð. Skrifið til H. Helgasonar, Pósthólf 665, Reykjavík. nokkurs konar truflun á eðli- legu lífi mannsins, raunaleg ó- gæfa. Að því er snertir mark- mið og dyggðir hélzt öryggis- kenndin að mestu. Seinni þróun er skarplega mörkuð í pólitískum atburðum, sem ekki eiga sér jafnlanga sögu og hið ver skilgreinanlega félags-sálfræðilega baksvið. Fyrst kemur stutt örvandi skref fram á veg, sem einkenn- ist af stofnun þjóðabandalagsins með hinni stórkostlegu leiðsögn Wilsons og sameiginlegu öryggi þjóðanna. Þá kemur myndun hinna fasistisku ríkja, og í kjöl- far þess runa af samningsrofum og ógrímuklæddu ofbeldi gegn öllu mannlegu. Hið sameigin- lega öryggi þjóðanna hrundi eins og spilaborg, og afleiðingar þess hruns verða ekki séðar í dag. Það er staðfesting á veikri skapgerð og skorti á ábyrgðar- tilfinningu af hálfu hinna opin- beru leiðtoga hjá hinum sjúku þjóðum og skammsýnni eigin- girni lýðræðisríkjanna, sem virt- ust ósnortin áf þessu hið ytra, sem hindraði öfluga gagnárás. Ástandið var verra heldur en jafnvel hinn mesta bölsýnis- mann hafði dreymt um. í allri Evrópu, vestur að Rín, átti frjáls hugsun sér engan samastað. íbúunum var þjakað af þorpurum, er gripið höfðu völdin, og ungviðinu blönduð ó- lyfjan af kerfisbundinni lygi. Hið falska gengi pólitískra stigamanna blindaði aðrar þjóðir. Það er augljóst, að þessa kyn- slóð skorti það afl, sem gerði fyrri kynslóð fært að heyja sér einstaklings- og stjórnmála- frelsi í sársaukafulri baráttu. Það var vegna þessara atburða, sem mér verður bilt við, er ég les það-yfir, sem ég hafði áður skrifað. Þessir atburðir skyggja nú á hverja líðandi stund ævi minnar, þó að mér dytti þeir alls« ekki í hug fyrir tíu árum. Samt veit ég, að í eðli sínu hefir maðurinn lítið breyzt, þó að ríkjandi hugmyndir varpi yfir hann mismunandi ljósi á mismunandi tíma. Jafnvel þó að hughvörf, lík þeim, sem nú standa yfir, geri hann ósegjan- lega miður sín. Ekkert af öllu þessu mun vara. Þetta verða aðeins fáeinar öm- urlegar síður í sögunni, stuttleg lýsing á kjánaskap forfeðranna handa komandi kynslóðum. Ásgeir Jakobsson þýddi. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR sumt bættist við einkaeign hans. Og þá hafði þetta allt komið hvað af öðru — þetta stóra og íburðarmikla hús, veizlurnar, bif- reiðirnar, þjónaliðið, allt bramboltið, kvöldboðin, dansleikirnir, slúðrið, hávaðinn og yfirlætið — alt þetta, sem veitti honum svo litla fró, en var Lúsíu að skapi. Hún þráði prjál og upphefð — þetta var hennar heimur. Þetta gat haldizt, ef farið var ofurlítið' skynsamlegar með peningana' Hann gæti verið meira heima, sifint yngri börnun- um betur, talið Karel á það að sjá nú að sér og ljúka prófi í Leiden, reynt að fá Maríönnu til þess að breyta um háttalag. Og Hettý? — Hún var kyrrlátt og skynsamt barn — hann þurfti ekki að. vera áhyggjufullur hennar vegna. Og Janni? — Janni var ekki nema ellefu ára, óspilltur og ósnortinn af veizluglaumn- um í Wassenaar. Það var bara Lúsía — Lúsia og eldri börnin, sém þurftu skynsamlegrar og föðurlegrar handleiðslu við. ★ Wijdeveld snýr sér frá glugganum .... Það er skuggalegt um- horfs í þessari gömlu skrifstofu. Hafði Bosman rétt fyrir sér? Eru nýir viðskiptavinir hættir að koma hingað? Hann hringir. „Ég fer heim, ungfrú Franse. Viljið þér láta bifreiðarstjórann vita um það?‘‘ „Bifreiðin er þegar komin að dyrunum." Nú er að muna eftir minnisblaðinu: Tólf flöskur af Canter- merle frá 1914. Þega| hann stingur blaðinu í vasann, verður hann þess var, að þar er annað blað fyrir. Ó-já — bréf. Hvað er nú þetta? Honum verður litið á utanáskriftina — stóra og klunnalega stafi: „Herra Willem Wijdeveld, — Einka- mál — trúnaðarmál — berist fljót t.“ BLfreiðarstjórinn stendur við hurðina og heldur henni opinni. Hnnn ber höndina upp að húfuderinu. „Við i:omum við í vínbúðinni í Haag, Jakob.“ Biíreiðin rennur af stað yfir hin steinlögðu stræti Rotterdam- borgar. Wijdeveld tekur af sér hattinn .... Það er heitt í dag .... það væri gaman að bregða sér út í garðinn í kvöld .... en það koma sjálisagt margir gestir rétt einu sinni — þar á með- an van Me"ger: .... Hvað skyldi Janna litla hafa legið svona á hjarta .... „Eir.kamál — trúnaðarmál — berist fljótt.“ „Pabbi! Hðrna scrðu, hvers ég óska mér á afmælisdaginn — þegar ég vcrð ellcíu ára. Þú mátt ekki hlæja að þessu, pabbi — en mig langar svo mikið til þess að eignast asna — lítinn asna, asnatryppi, skilurðu — sem ég get látið elta mig? Þá þarftu ekki að gefa mér neina jólagjöf og ekki heldur afmælisgjöf næst. Gerðu þetta, pabbi minn. — Janni.“ Bréfið og klunnalegir stafirnir renna í móðu fyrir augum hans — honum liggur við gráti, og hann finnur einhvern und- arlegan sting í brjóstiuu. Ég er orðinn taugaveiklaður, hugsar hann, en samt lokar har.n augunum og opnar þuu ekki aftur, AUGLÝSING um kjörskrá og kosningar í Reykjavíkurdeild KR ON Kjörskrá, sem gildir við kosningu fulltrúa og varafull- trúa í Reykjavíkurdeild Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis á aðalfund félagsins, svo og kosningu aðal- og varamanna í deildarstjórn, liggur frammi deildarfélögum til athugupar í skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 12 (III. hæð), næstkomandi föstudag og laugardag kl. 1— 7 síðdegis og á mánudag 25. þ. m. kl. 1—10 síðdegis. « . Kærum sé skiiað á skrifstofu félagsins á sama tíma og í síðasta lagi kl. 12 á hádegi n. k. þriðjudag. í deildarstjórn á að kjósa 5 aðalmenn og 5 varamenn til eins árs. Ennfremur á að kjósa 200 aðalfulltrúa og 100 varafulltrúa til- eins árs. Uppástungum um stjórn og varastjórn, aðalfulltrúa og varafulltrúa sé skilað til kjörstjórnar Reykjavíkurdeildar á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi 28. þ. m. ** Kjörstjórn verður til viðtals 26. og 27. þ. m. í skrifstofu félagsins kl. 5—6 siðd. og 28. þ. m. kl. 11—12 á hádegi. Allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi uppstillingu stjórnar og fulltrúa, kjörgengi og fleira, eru gefnar dag- lega á skrifstofu félagsins. Reykjavík, 20. febrúar 1946, Kjörstjóm Reykjavíkurdeildar KROIN. 3 Minnmgar or ð: Guðrún Pálsdóttir Svínafelli. Guðrún Pálsdótir á Svína- felli í Öræfum andaðist að heim- ili sínu 22. nóv. síðastl. Hún var dóttir hjónanna Páls Jónssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem bjuggu lengi í Svín^felli. Jón, afi Guðrúnar í föðurætt, var frá Arnardrangi í Vestur- Skaf.tafellssýslu, bróðir Ólafs læknis og þeirra systkina. En afi hennar í móðurætt, Sigurð- ur Ingimundarson hreppstjóri á Kvískerjum, var kominn af Jóni Einarssyni í Skaftafelli, hinum nafntogaða hagleiksmanni. Guðrún var fædd í Svínafelli 2. marz 1880. Var hún bundin við þann stað alla ævi, þótt hún dveldi að vísu annars staðar um stund. Hún ólst upp á harðinda- árunum, en hlaut þó gott upp- eldi. Heimili hennar var upp- eldisstofnun, eins og bezt gerð- ist í sveitum, allt í senn vinnu- stöð, leikvangur og skóli. Það var fjölmennt^ en alltaf bjargálna. Og barnahópurinn, sem var ó- venjulega stór, naut líka til fullorðinsára fyrirhyggju og framtaks föðursins og hand- leiðslu móður, sem- var mikilhæf. Guðrún hlaut mikla hæfileika í vöggugjöf og náði góðum þroska. En þegar hún var í blóma aldurs síns, fékk hún á- fall, sem hún bjó að til æviloka. Er hún var tæplega hálfþritug að aldri, veiktist hún svo alvar- lega af mænuveiki,að henni var varla hugað líf. Sú varð þó raun- in, að lífsþrótturinn vann bug á veikindunum. Hún náði smám saman heilsu og nokkru vinnu- þreki að nýju. Um fertugsaldur veiktist hún aftur alvarlega, og varð þá að leggja niður öll störf um skeið, en sigraðist einnig á þeim veikindum og safnaði nýj- um þrótti hin síðari ár. Eftir það hélt hún fullri heilsu, þang- að til síðastliðið sumar. Þó kð Guðrún yrði lengst af að vægja til við áreynslu vegna heilsunnar^ og sniðganga hin erfiðari verk, vann hún margt og mikið, einkum í þarfir heim- ilins, enda geymir það margar minjar þess. Hún var gædd ríkri hneigð til að fegra heimilið, hlúa að fjölbreyttum gróðri í hinum fagra og skjólsæla stað og vildi meira að segja styrkja þann vísi, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa. Þótt Guðrún yrði fyrir áföll- um af langvarandi veikindum, eins og fyrr er sagt, hélt hún þeim andlegu hæfileikum, er hún öðlaðist, óskertum til ævi- loka. Hún var bókhneigð, minn- ug og fróð um margt, enda þótti ættingjum hennar og öðrum jafnan ánægjulegt að dvelja samvistum við hana. Trú hennar og sálarþrek var eihs og góð- málmur, sem skírist í eldraun- inni. Sveitungum Guðrúnar og öðrum vinum þykir skarð fyrir skildi, þegar sæti hennar er autt orðið með þeim hætti, að hún hefir fyrr en varði náð þeim á- fanga, er allra leiðir liggja að, og hnigið í skaut ættbyggðarinn i ar, sem hún unni mjög, þótt sú móðir reyndist henni bæði mild og hörð. En í hugum þeirra lifir minningin um mæta konu, sem gekk til hvíldar eftir gott ævi- starf. p. Þ. Stjórnarflokkarnir og dýrtíðin (Framhald af 2. slðu) Á sviði stjórnmála er brýn þörf á því, að skýrari línur verði dregnar en enn er orðið. Úrbóta í dýrtíðarmálum, er ekki að vænta fyrr en kjósendur hafa opnað augun fyrir því, hvert dýrtíðarflóðið ber menn. Að- eins skal bent hér á þær stað- reyndir, sem_ekki verður deilt um. Ríkisauðvaldið fer hrað- vaxandi: 1. Fjárlögin hækka áí frá ári. Mestur hluti þess fjár gengur dl a& launa starfsmönnum af ýmsu tagi. Það er ósk og stefna sósíalistaflokkanna, að svo sé. 2. Stórfúlgur, t. d. 60 millj. kr. togaralánið, eru teknar að láni til ráðstöfunar á tiltölulega fá- ar hendur. Hér virðist ríkis- reksturinn eiga að þjóna einka- auðvaldinu. 3. Framleiðendur geta ekki selt neina framleiðslu nema eft- ir fyrirmælum ríkisins. Einkaauðnum er erfiðara að gera sér grein fyrir, en allt bendir í þá átt, að auður hinna ríku vaxi stórkostlega að tiltölu við eignir alþýðu manna. Að minnsta kosti benda hinar stóru gjafir, sem auglýstar eru í fréttum útvarpsins, til þess, að svo sé. En framleiðslustarfsem- ih um byggðir landsins berst í bökkum og hrakar. Bændur hætta búskap vegna fólksleys- is, og útvegsmenn verða að hætta rekstri sínum af sömu ái- stæðu eða sækja sjómenn til Færeyja. Ef þjóðin óskar, að svo haldi fram, veitir hún fylgi sitt sósí- alistaflokkunum eða Sjálfstæð- isflokknum. En ef kjósendum þykir nóg komið, verða þeir að taka til annarra ráða. Þá verða þeir að fylkja sér gegn stjórn- arflokkunum. Við, sém búum víðs vegar um landið og nytjum auðlindir þess eftir föngum. verðum að vinna af alefli gegn fjársamdrætti sósialismans og kapítalismans og vinna af alefli fyrir því, að við fáum notið til fulls erfiðis okkar og aukið not- in af náttúrugæðum landsins. Hin nýja stjórnarskrá lýð- veldisins, sem nú er væntanleg, verður að fela í sér þá stjórn- skipan, að tryggt sé, að engar . erlendar stefnur geti lagt á þjóðina nýja fjötra. i Ég hefi hér í undangengnum köflum bent á hættur þær, sem felast í ofþjónkun við sósíal- isma og kapítalisma. Þar með er þó ekki sagt, að ekki megi hagnýta sitthvað úr þessum stefnum, þegar sérstaklega stendur á. En að þessar stefnur eigi að taka yfirráðin meðal ís- lendinga nær engri átt. Þing- ræðið er það tæki, sem þjóðin hefir til sóknar og varnar. Al- þingi íslendinga verður að hefja sig yfir alla „isma“ og þvinga þá til hollustu við þjóðina. Þú, íslendingur, sem á annað borð ert hugsandi maður — karl eða kona — verður að gera þér fulla grein fyrir því, að blind þjónkun við flokksklíkur er sið- leysi, sem frjálsum mönnum er með öllu ósamboðið. Hins vegar eru samtök til að hrinda vissum málum áleiðis nauðsynleg. Þannig er það og nauðsynlegt og sjálfsagt, að stjórnmálasam- tök séu gerð til þess að koma fram umbótum á sviði löggjaf- ar. — Vinnið ötullega ftjrir Tímann. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.