Tíminn - 24.02.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1946, Blaðsíða 3
32. blað TÍMIM, sunnudaginn 24. febr. 1946 Ollum þeim mörgu ncer og fjcer, sem heiðruðu mig með heimsóknum, margvíslegum gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli minu, votta ég mitt innilegasta þakklœti. JÓHANNA V. JÓNSDÓTTIR, Efra-Langholti. Auglýsing til útvegsmanna Fiskimálanefnd hefir. að undanförnu aflað tilboða í hjallaefni til fiskherzlu. Þeir útvegsmenn, Sem hafa hug á slíku, geta snúið sér til nefndarinnar um upplýsingar í þessu efni. Fiskimálanefnd. Kaupmenn og Kaupfétög! Höfum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af dönsku, ensku og amerísku veggfóðri. HElLDVFRZLm SIGLRDAR AR’VALDS, Reykjavík. Skrifstofustúlka Ábyggileg stúlka getur fengið stöðu í teiknistofu húsa- meistara ríkisins sem gjaldkeri, bókari og vélritari. Byrjun- arlaun 6000 kr., hækkandi upp í 8400 kr., auk verðlagsupp- bótar. Umsóknir ásamt meðmælum sendist í teiknistofu húsa- méistara ríkisins í Arnarhvoli, fyrir 5. marz n. k. ' Húsameistar! ríklslns. Títós marskálks, en þar voru mynduð tvö herfylki Austurrík- ismanna. Aðrir börðust í eigin skærusveitum i fjöllunum í Carinthíu og Styriu. Flokkar þessir stóðu í nánu sambandi við j slóvenska skæruflokka, sem I veittu þeim brautargengi og að- stoð í hvivetna. Sigrar Bandamanna á fjar- lægum vígstöðvum urðu mjög til þess að ýta undir Austurríkis- ! menn og efla kjark þeirra. Sama má segja um stjórnmálalega samninga þeirra og alveg sér- ^ staklega þá ákvörðun Moskvu- ráðstefnunnar, í nóvember 1943, að lýsa því yfir, að frelsun Aust- ‘urríkis væri eitt af stríðsmark- miðum Bandamanna. Samt sem áður verður að játa, að framlag Austurríkismanna jtil frelsunar landsins var ekki jafn mikið og það hefði getað verið. Austurrískir hermenn börðust í þýzka hernum, ófúsir og undir harðstjórn, en þeir börðust samt. Austurrískir verkamenn framleiddu skrið- dreka og flugvélar fyrir Þjóð- verja, mögulandi og við „hæga- gan,g“ að vísu, en þeir héldu þó áfram að framleiða. Austurríki öðlaðist frelsi sitt á ný að mestu fyrir baráttu Bandamanna, einkum Rauða hersins, en að litlu leyti fyrir tilverknað Aust- urríkismanna sjálfrá. f kjölfar frelsunarinnar fylgdu mörg ný og erfið viðfangsefni, bæði stjórnmálalegs-, efnalegs-, . og menningarlegs eðlis. Þjóð- verjar höfðu lagt sig fram við að eyðileggja sem mest af verð- mætum, áður en þeir urðu að hverfa á brott. Þeir höfðu flutt á burt öll þau matvæli, sem þeir komust yfir, og þeir höfðu sprengt í loft upp verksmiðjur og aflstöðvar. Hvatleg og harð- snúin barátta verkamanna kom þó í veg fyrir marga slíka verkn- aði. Að lokum komu Þjóðverjar aftur, til sinna síðustu skemmd- arverka, eftir að þeir höfðu ver- ið hraktir burtu, og vörpuðu sprengjum á nokkrar af nafn- frægustu byggingum Vínarborg- ar, svo sem sönghöllina, Burg- leikhúsið, stærsta leikhús borg- arinnar, og St. Stefánskirkjuna. Landinu var i fyrstu skipt í fjögur hemámssvæði: brezkt, amerískt, rússneskt og franskt. Voru þau algerlega einangruð hvert frá öðru. Skömmu eftir að frelsið var endurheimt tókst að mynda sameiginlega stjórn þjóðlegrar einingar, undir for- ustu dr. Renners. í stjórn þess- ari tóku flokkarnir þrir jafnan þátt, sósíalistar, kommúnistar og kaþólski þjóðflokkurinn. En það var ekki fyrr en 21. október að sú stjórn öðlaðist viðurkenn- ingn allra hernámsveldanna, og völd hennar náðu til alls lands- ins. Á þann hátt fór til spillis mikill tími, sem hefði mátt nota til að endurreisa ýmsar mikil- vægustu iðn- og framleiðslu- greinarnar, og koma á matvæla- sendingum frá landbúnaðar- (Framhald á 4. síöu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR því að hann sér í anda það, sem gerðist í morgun: Janni stend- ur við bifreiöina hans, sótrauður í framan, stóru, bláu augun geislandi, dökk bráhárin á sífelldu kviki....,Pabbi minn — þú mátt ekki fleygja því — þú veröur að lesa það, heyrirðu það?“ „Já, vinur minn.“ Og svo hafði hann stungið bréfinu hirðu- leysislega í vasann — hugurinn var allur við annað: Hvernig skyldi rekstrarreikningurinn verða? — En hvað sem öllu tapi líður, þá getur hann ekki gleymt yngsta syni sinum, þegar hann stóð þarna við vagninn. „Jakob.“ „Já, herra,“ svarar bifreiðarstjórinn. „Hvar get ég keypt lítinn asna?“ „Ja, nú veit ég ekki,“ segir Jakob og hlær hátt — „nú veit ég sannarlega ekki, herra Wijdeveld. Það kvað þó vera til heilmikið af ösnum.“ „Ég var að tala um fjórfættan asna.“ „Jú-jú — það liggur 1 augum uppi. Ætii þeir viti þetta ekki hjá Hestamannafélaginu?“ „Viljið þér spyrjast fyrir um þetta á morgun? En þetta verð- ur að vera tryppi eða folald.“ Og svo halda þeir þegjandi áfram ferðinni. Þeir aka meðfram Schie .... Kvöldsólin hellir geislum sínum yfir landið .... við skurði og síki eru kýr á beit .... allt í einu flýgur upp andahóp- ur. — ^anna langar til þess að eignast asna — hvers vegna snert- ir það mig svona djúpt? Jú — það er sjálfsagt af því, að mig langaði alltaf sjálfan til þess að eignast asna, þegar ég var lít- ill drengur .... En það var ekki hægt að hafa asna í Rotterdam — við Hunangssiki í I^otterdam. Hund og tamda kráku og kött — en ekki asna. „En þú verður að hirða þessi kvikindi þín sjálf- ur“, hafði faðir hans sagt. Og einu sinni, þegar móðlr hans var að amast við þessu dýraeldi, hafði hann heyrt föður sinn segja: „Lofaðu honum að vera óáreittum með þessi kvikindi sin — hann hefir bara gott af þessu. Hann er dálítið einmana. Það er hollt fyrir hann að venjast því að ala önn fyrir lifandi verum — það eykur ábyrgðartilfinninguna.“ Það er einkennilegt, að hann skuli nú, eftir hér um bil fjöru- tíu ár, allt í einu skilja sanngildi þessara orða. Faðh- hans var vitur maður — en hann sjálfur — hann er næsta sljór. Hann hefði átt að vera búinn að sjá það fyrir löngu, að Janni var allt of einmana og þráði eitthvað, sem hann gæti veitt barnslega umönnun. Drengnum var lítil fróun að öllum þessum samkvæm- um og boðum, þar sem hann fékk heldur alls ekki að vera — mátti í hæsta lagi koma inn og heilsa gestunum og hneigja sig kurteislega. „Hvað ertu gamall, Janni?“ spurði kannske einhver gestanna. „Ég verð bráðum ellefu ára, frú,“ svaraði hann. Fast- mótuð kurteisi — og alltaf sömu spurningarnar og svörin. Hann á enga móður — og engan föður — sem hann geti talað við um hugðarmál sín og áhyggjur. Og Hettý? í seinni tíð hafði hún á hverju kvöldi sezt steinþegjandi út á svalirnar fyrir framan herbergið hans — haldið þar kyrru fyrir, ekki mælt orð frá vörum. Hún er líka einmana, hún þráir að nálgast föður sinn, tala við hann eins og félaga — já, ef til vill hefir hún beyg af móðuf1 sinni .... „Þá erum við komnir að vínbúðinni, herra* Wijdeveld." Hann hrekkur við. Svo fer hann út úr vagninum og gengur inn í búðina — biður um það, sem hann vill fá. Um leið og Jakob tekur körfuna, sem flöskurnar hafa verið- látnar í, snýr kaup- maðurinn sér að Wijdeveld. „Má ég gerast svo djarfur, herra Wijdeveld, að minna yður á bréfið, sem ég sendi yður.“ „Hvaða bréf?“ „Ég sendi yður reikningsuppgjör hérna á dögunum og spurðist fyrir um það, hvenær yður hentaði, að ég kæmi með reikninginn." „Það bréf hefi ég alls ekki séð.“ > „Þá bið ég yður mikillega afsökunar. En þér skiljið mína aðstöðu — þetta var orðin allhá upphæð — og rekstursfé mitt er af skorn- um skammti.“ „Hvað skulda ég yður mikið?“ „Það eru hér um bil fjögur þúsund gyllini, herra Wijdeveld." „Ég skal hlutast til um, að það verði greitt þegar í stað. Ég vissi ekki um þessa skuld.“ Jakob ekur eins og leið liggur. ... Fjögur þúsund gyllina skuld við einn vínsala.... Þetta er svívirða. Hvers vegna stingur kona hans svona bréfum undir stól? Skyldi hann skulda fleiri kaup- mönnum viðlíka upphæðir? Er hann kannske sokkinn í skuldir, án þess að vita af því? Hann hreiðrar um sig í horninu og er í illu skapi. Nú skulu öll kurl koma til grafar.... öll kurl.... Snæfellingaf élagiö heldur ÁRSHÁTÍÐ sína að Hótel Borg laugardaginn 2. marz n. k., er hefst með borðhaldi kl. 19. Ræður, söngur, gamanvísur, dans. Félagsmenn vitji aðgöngumiða í Skóbúð Reykjavíkur eða Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Bankastræti, fyrir 27. febrúar. Skemmtmcfiidin. I greinaflokkunum „Kjarnar og kaflar“ birtist að þessu sinni (þ. e. janúarheftinu) skemmtileg grein eftir ameríska landfræðinginn og sagnfræðinginn Ellis- worth Huntington, þar sem gerður er samanburður á eyríkjunum, Nýfundnalandi og íslandi. Kynnið yður þekkingu hins erlenda manns á íslenzkum högum og háttum og lífsskilyrðum þjóðanna ásamt niðurstöðum metaskálanna. Tímantib „SAMVINNAN' Byggingarsamvmnufélag Reykjavíkur: Hús til sölu Húsið nr. 210 við Hringbraut er til sölu. Forkaups- rétt hafa félagsmenn Byggingarsamvinnufélags Reykja- vikur, samkv. 9. gr. félagslaganna. Þeir félagsmenn, sem óska að kaupa húsið, sendi skriflega umsókn til stjórnar félagsins fyrir 1. marz n. k. Húsið er til sýnis mánudag og þriðjudag, kl. 4—6 báða dagana. STJÓRNIN. H Hugmyndasamkeppni ura staðsetningu ráðhúss fyrir Reykjavík Þeir, sem taka vildu þátt í keppni þessari, gcta fengið uppdrætti oj»’ lýsing’u á skrifstofu bæjarverk- fræðing’s, gcgn greiðslu 150.00 kr. skilatryggingar. Borgarstjórinn í Reykjavík GREIFINN AF MQNTE CHRISTO eftir Alexandre Dumas, er óumdeilt frægasta skemmtisaga heims. Hún er í þýðingu minni yfir 900- blaðsíður, átta bindi, öll í sama broti. Þrátt fyrir dýra endurprentun, er verð bókarinnar enn 35 krónur. Send burðargjalds- frítt, ef peningar fylgja pöntun. Pantendur eru beðnir að útfylja meðf. pöntunarseðil. Axel Thorsteinsson, pósthólf 596, Rvík. Gerið svo vel að senda mér bókina Greifinn af Monte Christo, burðargjald^frítt fyrir meðf. 35 krónur, gegn póst- kröfu fyrir kr. 40.00 (strikið út eftir því sem við á). Nafn Heimilisfang Póststöð SÍMAVERKFRÆÐINGUR Staða símaverkfræðings flugmálastjóra, er laus til umsóknar. I Umsóknarfrestur til 26. þ. m. Nánari upplýsingar í skrifstofu flugmálastjóra. Reykjavík, 22. febrúar 1946. Flugmálastjórinn Erling Ellingsen. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.