Tíminn - 08.03.1946, Side 2

Tíminn - 08.03.1946, Side 2
2 TtMINN, föstudagggm 8. marz 1946 41. blað Föstutlayur 8. tnarz Hví er ekki lands- verzlun í Bretlandi? Það er ekki ótítt að Alþýðu- flokk.smenn og kommúnistar reyni að verja óstjórnina og spillinguna, er skapazt hefir undir verndarvæng þeirra í verzluninni, með þeim röksemd- um, að ekki sé hægt að ráða bót á þessu, nema með landsverzlun. Landsverzlunin muni verða bót allra meina á þessu sviði. Vegna þessa þráláta áróðurs um ágæti landsverzlunarinnar ætti ekki að vera úr vegi að vekja athygli á því, að í einu nágrannalandi okkar, Bret- landi, vann sósíalistískur flokk- ur, Verkamannaflokkurinn, yf- irgnæfandi þingmeirihluta í kosningunum á síðastl. sumri. Þess hefði mátt vænta, að hann léti það verða eitt fyrsta verk- efni sitt að koma á landsverzl- un, ef hann áliti það jafnmikið sáluhjálparatriði og sósíalistísku flokkarnir hér. En það ber ekki neitt á framkvæmdum hjá hon- um í þá átt, hvorki nú eða í ná- inni framtíð. Hann ætlar hins vegar að framkvæma þjóðnýt- ingu á ýmsum öðrum sviðum, t. d. í raforkumálunum, sem sósíalistisku flokkarnir hér vilja helzt ekki heyra nefnda. En landsverzlun irhnnist hann ekki á einu orði, þótt á ýmsan hátt væri auðveldara nú en síðar að koma henni á í Bretlandi vegna ráðstafana, sem gerðar voru á stríðsárunum. í stað þess að notfæra sér þær til að koma á landsverzlun hefir stjórn flokks- ins í hyggju að afnema margar þeirra við fyrsta tækifæri. Hvað veldur þessari afstöðu hins sósíalistiska verkamanna- flokks í Bretlandi? í stuttu máli það, að flokkur- inn trúir á úrræði samvinnu- félagsskaparins í verzlunarmál- unum. Milli hans og flokks samvinnumanna þar í landi hefir alltaf verið náið samstarf og bandalag í undanförnum þingkosningum. í kosningunum i sumar var það eitt af stefnu- málum íhaldsflokksins að þrengja kost kaupfélaganna með ósanngjörnum skattaálög- um. Verkamannaflokkurinn tók ekki aðeins ákveðna afstöðu gegn þessum fyrirætlunum, heldur hélt því óspart fram, að samvinnufélagsskapurinn væri bezta leiðin til að tryggja al- menningi góða verzlun og þvi vildi flokkurinn hlynna að ho. ■ um á allan hátt. Reynsla verkamanna í Bret landi og víðast annars staðar í veröldinni hefir líka vissulega sannað þeim, að samvinnufé- lagsskapurinn er þeim ein bezta lyftistöngin og hagkvæmasta verzlunarskipulagið. Án kaup- félaga hefði barátta verkalýðs- félaganna yfirleitt orðið verka- mönnum einskis virði. Danski verkalýðsleiðtoginn Borgbjerg lýsti þessu réttilega, þegar hann sagði, að það væri sama vitleys- an að hækka kaupið og láta sand í tóma tunnu, ef verka- menn hefðu ekki kaupfélög til að afstýra því, að brask- og ok- urstarfsemi gerði hækkunina að engu. Margra áratuga reynsla hefir kennt brezka verkalýðnum að meta þessi sannindi. Vitanlega er það eitt framtíð- armark brezka Verkamanna- flokksins að koma á landsverzl- un þar í landi. En flest bendir til, að hann vilji láta það ger- i Magnússon, Eyhildarholti: Horft um öxl Fyrsti hluti. i. Vant er að vita, hver verða munu hér á landi, er stund- ir líða, eftirmæli ársins sem leið. Ef til vill verður það einhverntíma nefnt „nýsköpun- aráriff mikla“. Virðist sumt benda til, að svo megi verða. Að vísu er sjálft orðið nýsköp- un, sVo fagurt sem það er, eitt- hvað eldra. En það er þó fyrst á því herrans ári 1945, að þetta máttuga orð tekur heima í hvers manns munni. Allt til þess tíma höfðum við orðið að una við „nýsköpun“ þá hina gömlu, sem lýst er í upphafsorðum biblíu- sagnanna, er við eitt sinn lærð- um í æsku. Raunar vantar svo sem ekki, að við íslendingar, sem og aðrir, höfum verið að myndast við að betrumbæta og „nýskapa“ hið gamla sköpunar- verk drottins allsherjar. En allt hefir það verið föndur eitt — fram til ársins 1945, enda borið rislægra nafn. II. Nýsköpunin hófst með mynd- un nýrrar ríkisstjórnar, er Sfett- ist á laggir skömmu fyrir árs- byrjun 1945. Sá atburður var, út af fyrir sig, merkileg „nýsköp- un“. Þá var snúið í villu hinum eldfornu spádómsorðum: „Bræð- ur munu berjask", o. s. frv. Nú bundust hatrammir fjandmenn í fóstbræðralag — og gengu í eina sæng saman. Allar væring- ar skyldu niður falla. Töluð orð tekin aftur — eða gleymd. Hin þríeina forsjón friðheilög fyrir ast með þeim hætti, að sam- vinnufélagsskapurinn eflist svo, að hann verði eins konar lands- verzlun. Landsverzlun, sem byggist þannig á langri og far- sælli þróun sem undirstöðu, myndi geta orðið vel starfhæft og öruggt fyrirtæki. Þannig létu líka brautryðjendur ís- lenzku samvinnuhreyfingarinn- ar sig dreyma um, að lands- verzlun kæmist á hér á landi. En landsverzlun, sem lögboðin væri í skyndingu og nyti ó- reyndrar og misjafnrar stjórn- ar, hefði flest skilyrði til að misheppnast. Þótt benda megi á ýmsa góða kosti landsverzlunar, er ekki hægt að benda á neinn, sem ó- hlekkjuð samvinnuverzlun hefir ekki. En samvinnuverzlun hefir jafnframt þá yfirburði, að hún er í traustari tengslum við fólk- ið og hún útilokar ekki sam- keppni. Úr verzlunarólagi því, sem nú er, er áreiðanlega eng- in leið betri en að gefa verzl- unina eins frjálsa og kostur er, svo að samvinnuverzkmin geti notið sín til fulls, en að því leyti, sem verzlunin getur ekki verið frjáls, að tryggja sam- vinnuverzluninni rétta hlut- deild í innflutningnum. Þetta hefir ekki verið gert síðustu ár- in og samvinnuverzlunin því ekki notið sín til fulls, enda hefir mest ólagið skapazt á þeim tíma. Sósíalistisku flokk- arnir bera ábyrgð með heildsöl- unum á verzlunarskipulagi síð- ustu ára og eiga því sinn fulla þátt í verzlunarólaginu. Það rétta, sem þeir gætu gert, væri að hjálpa til að bæta >úr þessum mistökum sínum og láta for- dæmi enskra jafnaðarmanna verða sér meira til vísbendingar en skýjaborgir um landsverzlun. væntanlegum árásum vondra- manna. Og í rauninni var þetta ein- staklega auðveld „nýsköpun“. Galdurinn var ekki annar en sá, að skipta um skoðun — og sannfæringu. Og það var svo sem ekki lengi gert. Stjórnarforsetinn gekk á und- an, eins og vera bar. Hann lék á „plötu“, sem frægt er orðið. Fyrir ekki ýkja löngu hafði hann lýst bölvun dýrtíðarinnar — sem þá hét svo í hans munni — með sterkari róm og stærri orðum en nokkur annar ís- lenzkra manna. Hann lét svo ummælt í febrúarmánuði 1943, að „öll verðbólga og dýrtíð sé eítthvert hið ægilegasta þjóðar- böl, er yfir íslendinga hefir verið fært“. Hann jafnar dýrtíð- inni til „Svarta dauða eða Stóru bólu eða, svo mildara sé að kveðið, hallæris og hungurs”. Hann bannsöng verðbólguna, formaður Sjálfstæðisflokksins, hátt og í hljóði, mánuð eftir mánuð. Hann benti á afleiðing- ar hennar: eymd og volæði, — vegna óumflýjanlegs verðfalls á íslenzkri framleiðslu á erlendum markaði. Hann tjáði sig — og Sjálfstæðisflokkinn allan — til þess búinn æ og ævinlega, að vinna af öllu afli gegn þessari miklu meinvætt, verðbólgunni — systur Svarta dauða! Svona var nú sannfæringin þá. En þetta var líka áður en tilhugalífið hófst. Nú — þ. e. á ofanverðu ári 1944 — var þessi sannfæring úrelt orðin. A. m. k. þurfti hún gagngerðra breyt- inga við — og bóta. Og það var ofur eðlilegt: Verðbólgan varð ekki minnkuð án lækkunar á launagreiðslum og kaupgjaldi, meðal margs annars. Nú var það vitað, bæði um „komma“ og „krata“, að þeir mundu verða slíkum lækkunum andvígir með öllu — vegna ótta við kjós- endatap. Hvað var þá annað að gera, en skipta um sannfæringu, — grýta þeirri gömlu út í horn, eins og aflóga flík, og fá sér aðra, nýja af nálinni? Það tók skamma hríð. Bjarni borgarstjóri skýrði frá þessu á skemmtilegan hátt í iítvarpsumræðum , í fyrra: Samningaþóf um fjögurra flokka stjórn stóð meir en ÖO daga. Og allt strandaði á end- anum. Framsókn var svo treg 1 taumi. Hins vegar tók það Sjálfstæðisflokkinn ekki nema örfáa daga — 4 eða 5 — að semja um stjórnarmyndun við Alþýðuflokkinn og kommúnista. Hann var svo sannfæringarlip- ur. Og sjá! Hið nýja evangelíum þessarar þríeinu forsjónar hins unga, íslenzka lýðveldis, var svo sem ekkert óhræsi: Verðbólgan hefir orðið okkur til mikillar blessunar. Hún hefir fært okkur auð og allsnægtir. Að ráðast gegn verðbólgunni væri ranglæti gagnvart landsins börnum. Og þess utan þarfleysa ein. Við getum séð atvinnuveg- um þjóðarinnar borgið með öðr- um hætti og hyggilegri. Við hefjum nýsköpun — stórfellda nýsköpun á öllum sviðum. Öll eru tæki okkar úrelt og af sér gengin. Við kaupum ný tæki, ó- grynni nýrra framleiðslutækja, — hinna fullkomnustu, er mannlegur andi hefir upp fundið. Og þá skulum við sjá, hvort okkur verður skotaskuld úr að skjóta öðrum þjóðum ref fyrir rass — þrátt fyrir verð- bólgu hér en verðfall þar! Og platan snerist .... III. En það var svo sem ekki Sjálfstæðisflokkurinn einn, eða forsætisráðherrann, er leggja varö fyrir róða sína gömlu sann- færingu, — hafi hún þá einhver verið. Einhver smágöt munu einnig hafa dottið á hinn pólit- íska hlífðarfatnað kommúnista og Alþýðuflokksins. Og þó að þeir hafi reynt að sletta allavega litum bótum á þessi göt, til skjóls og hlífðar, hefir sauma- skapurinn enzt illa og út úr viljað rifna. Mig minnir, að eigi sjaldan yrði foringjum þessara flokka, sem kalla sig verkamanna- flokka, tilrætt um það, hvílíkt afhroð fátækur almenningur yrði að gjalda vegna svonefnds heildsalaokurs. Mig minnir, að stundum færu þeir mörgum og óvægum orðum um þann reg- inmun, sem er á efnum og kjör- um einstaklinga, og kæmust í því sambandi að þeirri niður- stöðu, að meginhlutinn af eign- um og tekjum þjóðarinnar félli í hlut aðeins örfárra manna að tiltölu. Mig minnir, að ósjaldan hefðu þeir á orði, aö neyta bæri allrar orku til þess að jafna lífskjör einstaklinganna. Hækk- aðir skyldu skattar á miklum eignum, stórtekjum og stríðs- gróða, en lækkaðir á litlum eignum og lágum tekjum. Mig minnir, að stundum töluðu þeir um stórfelld skattsvik sem hverja aðra staðreynd, og mundi slík spilling eigi lengi líðast, ef þeir mættu ráða. Mig minnir, að æ ofan i æ töluðu þeir af heil- agri vandlæting um óguðlega féfletting launa- og verka- (Framhald á 3. síðu). /t ðíiatianqi Verkamenn og „nýsköp- unin“. í nýkomnu hefti tímaritsins Vinnan, sem Alþýðusamband íslands gefur út, lýsir forseti þess, Hermann Guðmundsson, kjörum verkamanna eftir fyrsta stjórnarár „nýsköpunarstjórn- arinnar“ á þessa leið: „Fyrir vanmátt og úrræffa- leysi valdhafanna hefir ó- samræmiff milli verfflags og kaupgjalds vaxiff svo laun- þegunum í óhag vegna falskr- ar vísitölu og svikins verff- lagseftirlits, aff kauphækkan- ir þær, sem verkalýffurinn náffi 1942 og síffan 1944, eru aff engu orffnar, og er svo komiff, aff verkamaöúrinn getur ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni á launum þeim, sem hann fær fyrir vinnu sína, þó aff hann vinni hvern einasta virkan dag, hinn venjulega vinnutíma. ‘ Svona hefir þá „nýsköpunin“ reynzt verkamönnum. En ætla að lýsingin yrði á þessa leið, ef heildsalarnir og húsabraskar- arnir lýstu réttilega sínum kjör- um undir verndarvæng „ný- sköpunar“stjórnarinnar? Tilbúnar hreyfingar. Fyrir nokkrum áratugum var mikið talað um smið einn í Reykjavík, sem væri að finna upp vél, sem þyrfti ekkert afl til þess að ganga fyrir annað en það, sem hún fengi í sjálfri sér með því að hreyfast. Kemur mér þetta stundum í hug nú á síðari árum, þegar verið er að reyna að búa til „hreyfingar" i þjóðfélagsmálum, án þess að aflið sé fyrir hendi, sem slíkum hreyfingum veldur. Eina slíka hreyfingu var reynt að búa til fyrir nokkrum árum, og var nefnd „vökumannahreyfing." Átti þegar í byrjun að „vekja“ hana með styrkjum úr ríkis- sjóði. En áhuginn og verkefnin voru lítt fyrir hendi, hema ef helzt var það að vinna bug á gamalli og góðri félagaheild, sem til var í landinu þar sem ýmsir nýtir „vökumenn“ höfðu einu sinni staðið í fylkingar- brjósti. En ungmennafélögin lifðu af aðförina og „hreyfing- in“ fékk sér brátt sætan blund, sem hún hefir ekki vaknað af síðan. Aðra svipaða hreyfingu virð- ist hafa verið reynt að búa til nú á allra síðustu árum og gengur hún oft undir nafninu „Selfosshreyfingin". Helzta mál hennar virðist vera það að reyna að vinna Framsóknarflokknum tjón. Eru fremstir í henni gamlir og góðir Framsóknar- menn, alveg eins og í vöku- hreyfingunni voru það gamlir og góðir ungmennafélagar. Og enn virðist hreyfiaflið vanta. Helzta baráttumálið er það, að bændur hafi haustíð 1944 sýnt sjálfir í verki, að þeir vildu leggja fram sinn skerf tíl að vinna á móti dýrtíðinni, sem allir sjá, að er þjóðarvoði. Og nú hefir hinum vísu feðr- um hreyfingarinnar lánazt að fá hið fina nafn bóndans B. Thor- arensen (í Kirkjubæ, þar sem Otkell bjó), til sóknar og hlífð- ar í hreyfingunni móti „Tíma- liðinu“. Og báðar þessar fyrr- nefndu „hreyfingar" hefir að- al bændakvislingur landsins stutt. Er það góðs viti frá sjón- armiði okkar Framsóknar- manna, því allar þær hreyfingar, sem eiga að hreyfast fyrir engu eða ónothæfu afli, verða líkt og vélin, sem Reykvíkingurinn ætl- aði að búa til, en komst aldrei lengra en í huga hans. Kári. , Þjóðviljinn klórar í bakkann. Þjóðviljinn er að reyna að klóra í bakkann í fyrradag og afsaka dollaraeyðsluna á síðastl. ári með því, að Framsóknar- menn hafi haft meirihluta i (Framhald á 4. síðu). Hatldór Kristjánsson: '%®|V Tveir kennimenn Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli skrifar hér um tvær bækur, er út hafa komið í íslenzkri þýðingu, og höfunda þeirra, kennimennina Kaj Munk og Martin Niemöller. Um nöfn þess- ara tveggja spámannlegu höfðingja í heimi kirkjunnar er sá ljómi, er seint mun fyrnast. Bókageröin Lilja lét frá sér fara núna fyrir jólin tvö ræðu- söfn eftir merkilega kennimenn. Þær bækur eru „Fylg þú mér,“ eftir Martin Niemöller og „Með orðsins brandi,“ eftir Kaj Munk. Það hefir sannazt á nazism- anum, að valt er veraldargengið. Við munum þá daga, að mörgum iöndum okkar þótti stáss og upphefð í því að bera merki hans, hakakrossinn, á brjóstinu. Ýmsir þeir íslendingar, sem voru og eru kokhraustastar sjálf- stæðiskempur, lutu þá höfði og krupu á kné frammi fyrir þeim Ijóma, sem þeir sáu þaðan stafa. Nú þykist hver sá mestur, sem gífurlegast getur svívirt hinn sigraða og fallna. Það mun þó síðar sjást og verða viðurkennt, að nazisminn átti sér orsakir og sumt í ríki hans bar af þeirri skapgerð, er tignar hinn sterka meðan vel gengur, en níðir hann fallinn. Þegar ofríki og uppgangur nazismans var sem mestur, var það kirkjan, sem fastast stóð gegn honum innan Þýzkalands. Þá varð Martin Niemöller, prest- ur í Berlín, foringi kirkjunnar manna sakir karlmannlegra yf- irburða. Þessi árekstur var eðli- legur. Hjá honum varð ekki komizt. Kristin kirkja og naz- isminn gátu ekki átt samleið. Þar hlaut að verða stríð á milli. Það er augljóst, þegar þess er gætt, hvað nazisminn var og hvernig hann var til kominn. Aldagamalt hernaðarstolt er rótgróið meðal Þjóðverja. Fyrir slíka þjóð er það erfitt hlut- skipti að tapa stríði. Það er ekki einungis sú raun, sem fylgir því, að aðrir eiga fyrir griðum að ráða og taka herfang og ýmis legar skaðabætur. Hitt er e. t. v. sárara, að hafa misst það, sem er í hug þeirra mesta stolt og prýði í þessum heimi, — hern- aðarfrægðina. Því fylgir nagandi vanmáttarkennd. Sjálfsvirðing þeirra er orðin háð því, að stríðs gæfan fylgi þeim. Ef hún bregzt þeim, er gleði þeirra horfin. Brotinn metnaður bugaðrar þjóðar fékk næringu sína í naz- ismanum. Hitler lagði hnefann á borðið og náði með hörku og hótunum því, sem góðgjörnum samningamönnum var neitað um á undan honum. Jafnframt var þjóðinni talin trú um það, að hún hefði aldrei verið sigruð. Hún hefði verið svikin á vald óvina sinna. Svo var haldið áfram og sagt, að þýzka þjóðin væri ósigrandi.Hún væri hraust- asta og bezta þjóð í heimi og ætti að vera yfirþjóö annarra þjóða. Þarna fékk prússneski hernaöarhrokinn og drambið uppreisn.Þetta var boðskapur, er féll í góðan jarðveg hjá þeim, sem dáðu og dreymdi um hern- aðarfrægð, en voru friðlausir af nagandi minnimáttarkennd vegna ósigra sinna. Útbreiðsla nazismans í Þýzkalandi byggðist á einhverjum stórkostlegustu sj álf sblekkingum, sem mann- kynssagan greinir. Þjáningar þjóðarinnar, líkamlegar og þó einkum andlegar, voru henni ofraun. Hún missti vitið og allt i einu hafði nazisminn náð völd- um. Til þess að fullkomna verkið voru búin til sérstök trúarbrögð og tengd nazismanum. Stefn- unni var gefinn dulrænn og trú- arlegur blær. Foringinn var gerður að guði og játuð trú á hann. í honum birtist hinn dul- ræni og guðdómlegi kraftur, er kynstofninn. bjó yfir. Hér skal engum getum að því leitt, af hvaða sökum þessi trú- arbrögð komu upp. Ef til vill hafa þau verið eðlilegur ávöxt- ur þess þjóðlífs, sem tapað hefði andlegri heilbrigði. Ef til vill hafa þau í fyrstu verið gervi- trú, tilbúin handa andlega veiklaðri þjóð, til þess að gera hana sterka og brjála hana til

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.