Tíminn - 08.03.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhusinu v/ð Lindarg&ki. Sími 6066 4 ! REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komic) í skrifstofu Framsóknarflokksins! 8. MARZ 1948 41. blað U.R B Æ N U í dag. Sólin rennur upp kl. 8,15. Sólarlag kl. 19,04. Árdegisflóð kl. 9,35. Síð- degisflóð kl4 22.00. son. í húsbyggingarnefnd voru kosnir þeir: Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Jóhannessen, Gunnar Einars- son, Magnús Þorgeirsson og Ingólfur B. Guðmundsson. Stjórn skíðadeildar- innar var kosin: Pormaður Gísli Krist- jánsson, sem einnig tekur sæti í aðal- stjórn, og meðstjórnendur: Gunnar I nótt. Næturakstur annast Hreýfill, sími 1633. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, ' Hjaltason, Guðmundur Samúelsson, sími 5030. Næturvörður er í Reykja- | Grétar Árnason og Grímur Sveinsson. víkur Apóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18,50 til kl. 6,25. í rekstrarnefnd Kolviðarhóls voru Leiðrétting. í auglýsingu frá skipaútgerð ríkisins í blaðinu gær hafði misritazt í nokkru af upplaginu nafn skipsins, sem fara á til Austurlandsins um helgina. Það er Súðin, sem fara á þessa ferð. Útvarpið í kvöld: Kl. 20,25 Útvarpssagan: „Stygge Krumpen" eftir Thit Jensen, XVIII (Andrés Björnsson). 21,00 Strokkvart- 'ett útvarpsins: Kvartett í C-dúr eftir Mozart. 21,15 Erindi: Bretton Woods (Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður). 21,40 Þættir um íslenzkt mál (dr. Björn Sigfússon). 22,00 Préttir. 22,05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Píanó- konsert nr. 3 eftir Prokoffieff. b) Sym- fónía nr. 1 eftir Szostakowicz. 23,00 Dagskrárlok. Fimleikamót á vegum íþróttafélags Reykjavíkur verður haldið hér í þessum mánuði. í sumar verður svo haldið landsmót í íþróttum. Westergaard Nielsen ritari Dansk-islandsk Samfund, kemur liingað í byrjun næsta mán- aðar. Hann er mikill íslandsvinur og hefir skrifað fjölda greina í dönsk blöð um íslenzkar bókmenntir. Aðalfundur í. R. var haldinn i fyrrakvöld. Stjórn fé- lagsins gaf skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári. Hagur félagsins er góð- ur. — Kosning í aðalstjórn fór þann- ig, að Sigurpáll Jónsson var endur- kjörinn formaður i einu hjóði, með- stjórnendur: Finnbjörn Þorvaldsson, Sigurður Sigurðsson, Ragnar Þor- steinsson, Ingólfur Steinsson, Priðjón Ástráðsson og Þorbjörn Guðmunds- kosnir: Þorvaldur Guðmundsson, Jó- hannes Kristjánsson, Sigurjón Þórðar- son, Guðm. Sveinsson og Priðrik Dan- íelsson. Endurskoðendur félagsins voru kosnir: Ben. G. Waage og Gunnar 1 Einarsson. Skipafréttir. Brúarfoss er í Reykjavík (kom 23/2). Fjallíoss fór frá Ingólfsfirði á hádegi í gær áleiðis til ísafjarðar. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöín 4/3 til Reykjavíkur. Selfoss er í Leith. Reykjavík frá frá ísafirði 1/3 áleiðis til Hull. Buntline Hitch er í New York. Empire Gallop fór frá New York 4/3 til Reykjavíkur. Anne er væntanlega komin til Kaupmannahafnar. Lech fór frá Leith 4/3 áleiðis til Reykjavíkur. /ð avang l (Framhald af 2. síðu) viðskiptaráði. í fyrsta lagi er þetta ósatt vegna þess, að stjórnarliðarnir Haukur Helga- son, Kjartan Ólafsson og Oddur Guðjónsson höfðu þar meiri- hluta, og í öðru lagi vegna þess, að viðskiptaráð hagar jafnan leyfisveitingum sínum eftir fyrirmælum ríkisstjórnarinnar. Verr gengur Þjóðviljanum þó að klóra í bakkann í gær, þegar hann er að afsaka jitjórn Áka og Lúðvíks á fiskflutningamál- unum. Hann segir t. d., að Tím- inn hafi verið mótfallinn leigu enskra skipa í fyrravetur og vilj - að að færeyska samningnum yrði strax sagt upp, og vegna þessarar framkomu Tímans þá, hafi Lúðvík og Áki ekki þorað að leigja skip nú. Mikil er nú karl- mennskan hjá þessum höfuð- kempum kommúnistanna! En ekki getur þetta þó bjargað þeim, því að Tíminn krafðist þess einmitt í fyrra, að ensk skip yrðu fengin til flutning- anna og hann bar ekki fram kröfu um uppsögn færeysku samninganna fyrr en komið var fram á vor, því að eftir þann tíma var engin þörf fyrir þá lengur. Margt fleira mætti nefna af þessu tagi, sem komið hefir í Þjóðviljanum seinustu daga. En þetta nægir til að sýna, að hálmstráin, sem Þjóðviljinn nær í, þegar hann reynir að klóra í bakkann, eru yfirleitt ekki nema blekkingar og ósann- indi. Bágt hlýtur það líf að vera, sem ekki hefir annað til að bjarga sér á! Frá bæjarstjórnarfundi (Framhald af 1. síöu) kaup, samanborið við aðra, svo að tryggt væri, að þetta ylli ekki röskun á launagreiðslum yfir- leitt. Þáttur kommúnista. Kommúnistum virðist aftur á j móti meira í mun í að vagn- jstjórarnir séu kyrrir í Hreyfli jen að þeir fái kjör sín tryggð og j bætt, enda kom þetta sjónar- I mið berlega fram á fundi, er * formaður Hreyfils hélt með ' vagnstjóradeild félagsins í fyrra- 'dag. Var það á þeim mönnum að heyra, er þar skipuðu forsæti, að launalögin, sem nýlega voru sett og kommúnistar hafa meðal : annars hrósað sér af, hefðu í för . með sér slíka réttarskerðingu, |að betra væri fyrir vagnstjór- jana að ganga að mun lakari launakjörum utan þeirra en gangast undir þau. Var ber- sýnilega ekki til þess ætlazt, að aðrar raddir kæmu þar fram. Fengu þar vart aðrir orðið, en Ólafur nokkur Björnsson, dygg- ur róðrarkarl á skútu kommún- ista, enda voru ræður hans lé- leg útþynning á ræðum for- manns Hreyfils. Leynileg at- kvæðagreiðsla fékkst ekki, en formaður og fundarstjóri lofuðu þó því, að fundarmenn skyldu „ekki ganga út merktir", þótt þeir greiddu atkvæði gegn vilja þeirra. Bréf Fæðiskaupendafélagsins. Annað veigamesta málið, sem bar á góma á bæjarstjórnar- fundinum, var bréf, sem Fæðis- kaupendafélagið hefir sent bæj- arráði, þar sem þess er farið á leit, að bærinn sjái því fyrir við- unandi húsnæði fyrir mötuneyti. Þetta bréf var sent bæjarráði 27. febrúar, en hefir ekki enn feng- ið afgreiðslu. Pálmi Hannesson flutti í sam- bandi við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar í vetur þá tillögu, að bærinn leggði 450 þúsund kr. til þess að byggja á þessu ári matsöluhús, sem síðan yrði leigt samtökum fæðiskaupenda. Sú tillaga var þá felld. Nú ítrekaði hann í sambandi við bréf Fæð- iskaupendafélagsins, að því yrði nauðsynlegur styrkur veittur til þess að koma upp viðunandi húsnæði til starfseminnar í grennd við miðbæinn, þar sem flestir vinna. Fæðissalan er orðið mikið vandamál, og hefir iðulega verið um það mál ritað „FRIGIDAIR’S” Kæliskápar Model MI—7. Framleiðsla á hinum heimsfrægu „Frigidairs“-kæli- skápum, sem hefir legið niðri á stríðsárunum, er nú hafin á ný. „Frigidairs“-kæliskápar eru búnir til af General Motors Corp., en umboð fyrir þá hefir. SAMBAND ÍSL. SAMVINNLFÉLAGA. Kaupfélags- j stjórastaðan við Kaupfélagið „Björk” á Eskifirði er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað til Samb. ísl. samvinnufélaga nmnnmnnnnnnnnnn hér í blaðið. Gæti það orðið veigamikill þáttur í því að gera ódýrara að lifa hér í bænum, ef þessum samtökum fæðiskaup- enda, er hyggjast að láta mönn- um í té gott fæði við sannvirði, væri veitt sú aðstoð, er þau þurfa á að halda til þess að koma málum sínum á rekspöl. Lagði Pálmi til, að bærinn léti reisa hús í þessu skyni, ef þess þyrfti með, og leigði síðan Fæð- iskaupendafélaginu gegn sann- gjarnri leigu, enda setti það tryggingar fyrir því, að hún yrði skilvíslega greidd. Deilt um hermannaskála. Þá var nokkurt orðaskak milli Sigfúsar Sigurhjartarsonar og Jóns Axels Péturssonar annars vegar og borgarstjóra hins veg- ar út af leyfi, sem bæjarráð hef- ir gerið Þórði Ólafssyni útgerð- armanni til þess að láta her- mannaskála, er hann hefir keypt, standa um þriggja ára skeið. Að undanförnu hefir í höfuðdráttum verið fylgt þeirri stefnu, að skálar þessir skuli rifnir sem fyrst. Er hér um að ræða bíóhús og fleiri skála inni við Skúlagötu, og hefir Þórður í hyggju að leigja Nýja Bíó bíó- húsið í sumar, en síðar Slysa- varnafélaginu og félaginu Ang- lía, að því er upplýst var. Víttu þessir tveir bæjarfulltrúar, aö einstökum manni væri veitt slík undanþága. Málinu var frestað. „Til meffferðar“. Bæjarráðið hefir verið nefnt „líkkkistan/, og á það nafn rót sína að rekja til þess, að þang- að hefir meiri hluta bæjar- stjórnar jafnan látið vísa öllum málum, sem ekki hefir þótt henta að fella beinlínis á bæj- arstj órnarf undum. Á bæjarstjórnarfundinum í gærkvöldi kom fyrir atvik, sem sýnir, að bæjarstjórnarmeiri- hlutinn er sér fyllilega meðvit- andi um þetta líkkistuhlutverk bæjarráðs. Forseti bæjarstjórn- ar hafði borið undir fundinn að vísa þangað máli einu, sem og var samþykkt. En þegar bæjar- fulltrúar höfðu rétt upp hend- urnar til samþykkis þessari til- lögu, sá borgarstjóri hér þá meinbugi á, að gleymzt hafði að taka það fram, að málinu var þangað vísað „til meðferðar“. Lét þá forseti bæjarstjórnar at- kvæðagreiðslu fara fram að nýju, bæjarráðinu til áminning- um það, að þetta væri þó ekki líkkistumatur. (jatnla Síc M. G. M. stjöriinrevyaii. (Thousands Cheer) Stórfengleg söngvamynd, tek- ln í eðlilegum litum. 30 frægir kvikmyndaleikarar leika. Sýning kl. 6 og 9. — Hækkað verð. — Vtjja Síó . , ' b Frelsissöngnr sigaimanna (Gypsy Wildcat) Skemmtileg og spennandi æv- intýramynd í eðlilegum litum. Maria Montez. Jon Hall, Peter Coe. Sýning ki. 5. 7 og 9. TIMINN Sendið Tímanum fréttir Gerist kaupendur. Útvegið kaupendur. Greiðið blaðið skilvíslega. Kvartið, verði vanskil. Auglýsið í Tímanum. Leiðið athygli manna að því, að allir þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verði að lesa Tímann. snannnnnna ~fjaNta?bíc k Havaii (Navy Blues) Amerísk gainan- og söngva- mynd. Ann Sheridan, Jack Oakie, Martha Raye. Sýning kl. 5, 7 og 9. Tikynning Vörubílastöðin Þróttur flytur í hið nýja hús sitt við Rauðarárstíg og Skúlagötu á morgun (laugardag) 9. þ. m. Sami síminn og áður, 1471, 3 línur. Vönibílastöðm Þróttnr. GÚMMÍKLÆDNADUR Gúmmíföt (sett) ...... kr. 110.50 Gúmmíföt (sett með rennilás og hettu) .. — 150.00 Gúmmíblússur með rennilás . — 68.00 Gúmmíjakkar (síðir) ... — 65.00 Gúmmíbuxur ................ — 57.50 Sent gegn póstkröfu. Gúmmífatagerðin Vopni Aðalstræti 16. Barnaboltar nýkomnir. K. Einarsson & Blörnsson h.f. Logsuðumenn, Járnsmiðir og Skipasmiðir geta fengið vinnu hjá oss nú þegar. Landsmiðjan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.