Tíminn - 08.03.1946, Blaðsíða 3
41. blað
3
BÓNDI ÚR STRANDASÝSLU hefir
beðið mig að benda á það, að þing-
fréttatímar útvarpsins komi ekki að
fullum notum fyrir sveitafólk. Þeir
hefjast klukkan 19,25 á kvöldin, en þá
eru menn yfirleitt ekki komnir inn frá
gegningum. Að vísu er þessum frétta-
flutningi talsvert ábótavant, einkum
að því er snertir það, hvað þingskjöl
eru oft gömul orðin, þegar þau eru
lesin. Hins vegar eru þingfréttir út-
varpsins sú eina heildarfræðsla um það
sem gerist í þingsölunum, er almenn-
ingur á völ á, og marga fýsir einmitt
að fylgjast með þeim málum, sem þar
eru á döfinni, eins og vonlegt er. Hitt
er líklegt, að það sé nokkrum erfiðleik-
um bundið fyrir útvarpið að flytja
þingfréttir á öðrum hentugri tíma. En
vel væri það þegið af mörgum sveita-
manninum, ef það mætti takast.
MIG LANGAR til þess að vekja hér
nokkra athygli á einu af okkar mörgu
tímaritum. Það er tímaritið Heilbrigt
líf, sem Rauði kross íslands gefur út
— éina ritið, sem út kemur hér á landi,
er helgað er heilbrigðismálum og
heilsuvernd. í þvi birtast margar hinar
nytsömustu greinar, sem þyrftu að
komast fyrir augu sem flestra. Og þar
eru einnig greinar um ýms umbótamál
á sviði heilbrigðismálanna. í nýút-
komnu hefti Heilbrigðs lífs skrifar
Páll Sigurðsson læknir þannig ræki-
léga gréin Um sjúkrahúsmál Reykja-
vfkur. Sýnir hann fram á, að hér í
bænum vanti hvorki meira né minna
en 180 almenn sjúkrarúm, til þess að
viðunandi væri fyrir þessum málum
séð. Mun sú niðurstaða engum koma
á óvart.
UM AFSKIPTI REYKJAVÍKUR-
BÆJAR af þessum málum kemst Páll
meðai annars svo að orði: „Af því, sem
ég hefi þegar sagt, má sjá, að Reykja-
víkurbær hefir til þessa furðulítið lagt
að mörkum til sjúkrahússbygginga. Að
eins einu sinni, eftir því sem ég bezt
veit, hefir hann boðið fram allríflega
fjárhæð til þess að reisa sjúkrahús í
Reykjavík. Það var um aldamótin síð-
ustu. En þá strandaði málið hjá Al-
þíngi. Til skamms tíma hefir bærinn
því ekki haft yfir að ráða öðru sjúkra-
húsárúmi en ófullnægjandi farsótta-
húsi. Nýlega eignaðist hann þó, að
miklu leyti fyrir gjöf, sjúkrahús, er
líknarfélag hér hafði komið upp og
rekið með mikilli ósérplægni um nokk-
urra ára skeið.“
ÞETTA OG MARGT FLEIRA segir
Páll Sigurðsson um sjúkrahúsmál
Reykjavíkur. í þessu sama hefti eru
margar fleiri greinar mjög athyglis-
verðar. Þar skrifar Júlíus prófessor
Sigurjónsson til dæmis um ungbarna-
dauða á íslandi, Vilmundur landlæknir
um farsóttir og sóttvarnir og Jóhann
Sæmundsson læknir um almanna-
tryggingar. Allt eru þetta merkar grein
ar, sem þó er ekki rúm til að geta
nánar í þessum dálkum. Þó má benda
á það, sem kemur fram í grein Júlí-
usar Sigurjónssonar, að fyrir réttum
hundrað árum dóu hér á fyrsta ári 654
börn af hverju þúsundi barna, sem
fæddust lifandi. En þá var barnadauð-
inn líka óvenjumikill. Þrjú fyrstu árin,
sem skýrslur eru um ungbarnadauð-
ann, dóu 367 af hverju þúsundi, en
þrjú síðustu árin, sem skýrslur eru til
um, dóu 36,7. Ungbarnadauðinn er sem
sagt tífalt minni en fyrir hundrað
árum, enda er ísland meðal þeirra
landa heims, þar sem ungbarnadauð-
inn er minnstur.
HEILSUVERND OG HEILSUSAM-
LEGT líferni er ekki neitt hégómamál.
Við stöndum þar líklega allvel að vígi
samanborið við aðrar þjóðir. En betur
má vafalaust gera, og það er ætið
bezta læknishjálpin að koma í veg
fyrir sjúkdómana. En það er því miður
svo, þrátt fyrir nokkurn viljavott, að
fólk er yfirleitt harla tómlátt um
verndun heilsu sinnar og gerir sér
iðulega fremur lítið far um að ástunda
það, sem getur eflt heilbrigði þess, en
forðast hitt, sem skaðsamlegt er, fyrr
en þá í óefni er komið. Þetta stafar
áreiðanlega að nokkru leyti af því, að
það er ekki brýnt nógu rækilega fyrir
fólki, hversu mikils virði heilsusamlegt
líferni er, bæði í mataræði og öUum
daglegum háttum, auk þess sem sjald-
séðar eru öruggar leiðbeiningar í þeim
efnum. Þannig má það teljast undan-
tekning, ef slíkar greinar sjást í blöð-
unum, sem þó eru tvímælalaust áhrifa-
mestu áróðurstækin nú á tímum. Og
sennilega væri það ekki lakasta heil-
brigðisráðstöfunin, að heilbrigðis-
stjórnin hlutaðist til um það, að hinir
færustu læknar okkar á' þessu sviði
skrifuðu rækilega um heilsuvernd og
leituðu til blaðanna um samvinnu í
því efni. Ég hygg, að það myndi vel
gefast. En þar fyrir ætti HeUbrigt lif
að vera sem útbreiddast. ,
Grlmur í Göröunum.
fulls. Vildu máske foringjar
nazismans líkja eftir því, sem
þeir sáu fyrir sér í austri, þar
sem kommúnisminn var trúar-
brögð fólksins og gaf mikinn
styrk? Hakakrossinn var ekki
verra trúartákn en hamarinn og
sigöin. Hitler hafði skrifað bók
um baráttu sína og hún gat ver-
ið trúarbók eins og rit Lenins.
Paradís var alltaf hægt að boða,
og það var auðvelt að gera sér
helvíti úr nágrannalöndunum
eða eigin fortíð. Öll ytri trúar-
tákn voru tekin í notkun sam-
fara hinu nýja trúfræðikerfi og
trúarbrögðum.
Þannig var skipulega unnið að
múgsefjun og lýðæsingu. Árang-
urinn var stórkostlegur. Villi-
mennskan og grimmdin var
ræktuð með skipulegum aðgerð-
um. Hrokinn og drambið var lát-
ið þjópa hinni miklu nýsköpun
andans og ríkisins.
II.
Kirkjan í Þýzkalandi reis gegn
þessari andlegu nýsköpun. Ræð-
ur Martins Niemöllers eru lif-
andi orð úr þeirri baráttu. Ef
menn þreytast á gífuryrðum
þeirra, sem töldu það aðeins
smekksatriði, þegar hættan var
mest, hvort menn væru nazistar
eða ekki, en nú þykjast hafa
ráðið niðurlögum nazismans, þá
er gott að taka ræður þessa
þýzka prests og lesa þær. Þær
eru fluttar á stund hættunnar.
Þær eru rödd hrópandans, sem
rís gegn straumnum og ríkjandi
valdi. Hann gengur fram með
biblíu sina og krossinn gegn
gestapó Hitlers og öllu þeirra
valdi. Hann skipar þeim Rosen-
berg og Ludendorff i sveit með
Heródesi og Pílatusi. Hann vitn-
ar oft í rit og ræður nazista.
Hann mi:#nist þeirra félaga
sinna, sem teknir hafa verið
höndum og hnepptir i varðhald.
Hann talar sem opinber og á-
kveðinn andstæðingur stjórnar-
valdanna, æðrulaus, þó að frelsi
hans og fjör sé í hættu.
Kirkjan var alltaf i varnar-
stöðu. Foringjar nazismans
skildu hvert djúp var á milli
hennar og þeirra. Þeir vissu að
þar gátu aldrei tekizt sættir. Því
hófu þeir árásir á kirkjuna. En
það var tekið mannlega á móti.
Niemöller tekur af skarið.
Hann minnir söfnuð sinn á að
gjalda guði það, sem guös sé.
Veraldleg yfirvöld geti ekki
heimtað af mönnum sál þeirra
og samvizku. Hatrið beinist ekki
gegn kirkjunni, meðlimum
hennar né hirðingjum, smæl-
ingjum samtíðarinnar, heldur
gegn mönnum, — enda þótt um
líf og dauða sé að tefla, — nei,
hér berst djöfullinn við endur-
lausnarann.
Hann talar um glapræði hálf-
velgjunnar og synd vantrúar-
innar. Heimurinn vill, að vér sé-
um þrælar. Hann ógnar og lokk-
ar með lögmálinu. „Þér megið
trúa því, sem þér viljið, en þér
verðið að gera það, sem ég vil.
Ég er sá drottinn, sem Guð hefir
yfir þig settan. Ef þú fullnægir
mínum kröfum, dýrkar þú Guð.“
Hann ræðir um rödd freistar-
ans, sem segir: Borgar það sig?
TlHlEVIV, föstodaglim 8. marz 1946
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
á undan og opnar dyrnar. Svo hleyp ég út — hjólið mitt er við1
bifreiðaskýlið. Ég kemst áreiðanlega út úr garðinum, án þess
að það sjái mig .. En komdu nú bara hérna upp að mér
Renée .... þú ert svo helvíti falleg. Ég hefi vetið sá auli að stein-
sofa. Við hefðum þó svei mér getað látið gamminn geysa í nótt
— elskast eins og villidýr í skógi!“
„Hættu þessu þvaðri, Karel — í guðs bænum. Flýttu þér á
fætur og reyndu að komast út. Þegar pabbi er kominn niður .... “
„Vertu ekki að þessum látalátum. Reyndu ekki að telja mér
trú um, að þetta sé í fyrsta skipti, sem þú hýsir velkominn gest
....“ segir hann, í senn gremjulega og háðslega.
„Hvað áttu við?“ segir hún. Fölbleikar kinnar hennar verða
allt í einu dökkrauðar.
„Ekki annað en það, að einhver hafi komið í Hólakot á undan
mér.“
„Þetta er ekki satt .... þú lýgur þessu.“
„Jæja, geri ég það? Þú lékst þó þetta gamla sakleysishlutverk
kvenfólksins fjandi illa, Renée. En það gerði ekkert til — þln
gerð var söm. Allar eruð þið jafn gestrisnar inn við beinið.“
Hún bítur á vörina. Augun fyllast tárum .... „Þú ert kvikindls-
lega svivirðilegur .... og dónalegur.“
„Ég er ekkert dónalegur — en þú skalt ekki reyna að telja mér
trú um, að ég sé neinn brautryðjandi í þínum heimahögum."
Hún svarar honum ekki — tannar aðeins klútinn sinn.
Karel tínir á sig spjarir — fer sér hægt að öllu, rétt eins og
hann væri heima hjá sér. Stúlkan nagar klútinn á meðan.
„Þér hefir vonandi ekki verið alvara með að sannfæra mig
um, að þú hafir aldrei fyrr komið í sæng hjá karlmanni?" held-
ur hann áfram í ertnislegum tón.
„Þú ættir að skammast þín.“
„Jæja! Hvers vegna varstu þá að segja þetta? Eða kannske
þið Kalli hafið ekki fengið neitt smjör úr strokknum hérna i
vor — fyrir tveimur þremur mánuðum eða þar um bil — eftir
þjórið í hallarveizlunni? Og hvernig var það með Polla — þið
hafið ekkert kynnzt hvort öðru innan klæða?“
Hún svarar ekki.
„Þögn er sama og samþykki.“
„Ég vildi bara óska, að þú kæmist einhvern tíma í leppana og
hypjaðir þig burt .... Bindið fer orðið þolanlega .... kveldu
mig ekki meira ....“
„Lofaðu mér bara að stríða þér dálítíð, Renée .... Hver
skrattinn — er ég nú ekki með neina peninga á mér, og ég verð
að fara beina leið til Haag. Átt þú peninga, Renée?“
Hún þrífur töskuna sína, finnur þar tvo seðla — tuttugu og
fimm gyllini og tíu gyllini. „Hérna .... og flýttu þér af stað —
í guðs bænum."
„Já-já — nú fer ég.“
Þau læðast niður stigann — ryksugan urrar .... Karel flýtir
sér út úr dyrunum .... Hún sér, að hann tekur reiðhjólið sitt
og þrammar út um garðshliðið. Svo læðist hún á tánum upp
aftur — læsir hurðinni, fleygir sér á grúfu upp í rúmið og grætur
niður í koddann sinn. Eitt orð er meitlað í huga hennar: Hóru-
hús — hóruhús.
★
„Svona, Janni minn— farðu nú með asnann og Sóma út á
engið. Ég ætla að tala við bóndann.“
Drengurinn leggur handlegginn um hálsinn á þessu litla, loðna
og skrítna dýri. Ennið á þvi er svo ávalt og skritið, eyrun og aug-
un stór og belgurinn líkastur tunnu. Hárið á því minnir hann
Horft um öx/
(Framhald af 2. síðu)
manna með falsaðri vísitölu
framfærslukostnaðar. Nú var á
árinu sem leið gerð ein hin
stórfelldasta tilraun til vísitölu-
fölsunar er hugsazt getur. Enda
er það haft eftir Jóni Blöndal,
hagfræðingi, að fölsunin nemi
nú mörgum tugum stiga. — Og
enn þykist ég muna eftir ýmsu
fleira, sem þessir fræknu for-
ingjar töldu, að aflaga færi i
ok’kar litla þjóðfélagi, — sem
og var víst og satt. Og ekki skorti
þá fórnfýsi né átakamátt. Þarna
stóðu þeir kófsveittir af áð
strita fyrir verkamenn — og þó,
ef til vill, einkum og sér 1 lagi
af þvl að tala fyrir verkamenn.
En þetta var nú á þeim árum,
þegar hinir framagjörnu menn
verkamannaflokkanna höfðu
! ekki aðstöðu til mikilla áhrifa á
Menn hugleiði hvað sé fært og
framkvæmanlegt og setji það
sjónarmið ofar því, hvað sé satt
og rétt. Slíkan verzlunarbrag
fordæmir Martin Niemöller.
Mér virðist ýmislegt merkilegt
við þetta ræðusafn Niemöllers.
Það sýnir, hvernig kirkjan í
Þýzkalandi tók afstöðu með dýr-
ustu og helgustu réttindum
mannsins og gekk í vörn fyrir
þau. Málmurinn skýrist í eldi
reynslunnar. Hættan sýnir gildi
manna og stofnana.
í öðru lagi eru þessar ræður
sönnun þess, hvernig kristin trú
hefir á öllum öldum gefið mönn-
um styrk og hugrekki til að
fylgja því fram, sem þeir trúðu,
að væri gott og rétt. Þannig er
þessi bók merkileg heimild um
menningarlegt og siðferðilegt
gildi kristindómsins á tvennan
hátt. Framhald.
stjórn landsins. Nú er sköpum
skipt. Nú hafa þeir ríkisstjórn-
ina á valdi sinu, íhaldið i vasa
sínum. En þá bregður svo ein-
kennilega við, að síðan er þeir
atburðir gerðust, hefir naumast
verið á þessa „smámuni"
minnzt. Það er eins og þeir hafi
með öllu gleymzt. Og þetta er
ekki nema eðlilegur hlutur:
Skipta þurfti um skrúfur I sann-
færingunni. Þær voru flestar
orðnar forskrúfaðar.
Nú gengu allar ræður og rit-
smíðar forkólfa þríggja ólíkra
og andstæðra stjórnmálaflokka,
— allar sannfæringar, eldri og
yngri, — öll loforð, allar vonir,
öll fyrirheit, — allt þetta og
meira til gekk nú upp i einu
allsherjar hugtakl, sem táknað
var með hihu yndisiega orði:
„Nýsköpun". Nýsköpun skyldi
verða kína-lifs-elixír islenzkrar
þjóðar. Framhald.
í fyrra bókfærsluflokkl
Bréfaskóla S. Í.S.
eru samtals sjö kennslubréf. Flokkurinn er fyrir byrj-
endur. Höfundurinn tekur þar til meðferðar undirstöðu-
atriði tvöfaldrar bókfærslu og uppgjör efnahags- og
rekstursreikninga fyrirtækja.
Umsóknir um bókfærslukennslu sendist til
Bréfaskóla S. Í.S.
SteyUjjavíh.
Margar Nvjar Bækur
Sí'öustu dagana hafa komið út margar nýjar
bækur frá Isafoldarprentsmiöju og aiörar komið úr
bókbandi, sem þrutu dagana fyrir jól.
1. Jörðin græn.
1 þeirri bók eru öll síðustu Ijóð Jóns Magnússonar, sem ekki
voru áður birt í bókum. Þeir, sem eiga eldri bækur Jóns, geta,
með því að kaupa þessa litlu ljóðabók, eignazt öll ljóð hans.
Kostar aðeins kr. 12.50.
2. Hitt og þetta
er nýjasta bók Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarholti. 1 bók-
inni eru ljóð, sögur og þulur, en ungur listamaður, Kjartan
Guðjónsson, hefur teiknað nokkrar ljómandi fallegar myndir,
sem skreyta bókina. Kr. 10.00
3. Rauðskinna VI.
Nýtt hefti af hinu vinsæla þjóðsagnasafni séra Jóns Thorarensen.
Er með því lokið öðru bindi, og fylgir efnisskrá yfir aUt bindið.
Kr. 8.00.
4. Isienzkir sagnaþættir og þjóðsögur VI.
Þetta er 6. hefti og lok annars bindis af þjóðsagnasafni Guðna
Jónssonar skólastjóra, og fylgir efnisskrá. Heftið er allstórt
(röskar 180 blaðsíður) og kostar kr. 15.00.
5. Forskriftir eftir Benedikt Gröndal.
Forskriftabók Gröndals var á stnum tíma vinsæl og gagnleg. Nú
hefur hún verið ljósprentuð, aðallega til þess að mönnum gæfist
kostur á að sjá rithönd hans og læra af henni. Kostar 4 krónur.
6. Sköp og skyidur.
Sjónleikur í 5 þáttum, eftir Axel Thorsteinsson. Þetta er 12.
frumsamda bók þessa vinsæla höfundar, og fyrsta leikrit hans,
sem birt er á prentL
7. Manneldisfræði handa húsmæðraskólum.
Eftir Kristínu Ólafsdóttur lækni. Frú Kristín hefur samið bók
þessa sérstaklega sem kennslubók fyrir húsmæðraskóla. En hún
segir í formálanum: „Eftir að húsraæður hafa tileinkað sér
fróðleik kversins, ætti það að geta orðið þeim til áframhaldandi
stuSnings við matseld á heimilum þeirra“. Má því hiklaust
hvetja hverja hyggna húsmóður, sem vill kynna sér næringar-
gildi góðs inatar, til þess að kaupa bókina og lesa hana. Kostar
i góðu bandi kr. 22.50.
Eftirtaldar bækur þrutu í bókaverzlunum fyrir
jól, en eru nú komnar aftur til bóksala:
1. Heilsufræði handa húsmæðrum,
eftir Kristínu Ólafsdóttur lækni. Húsmæður hafa sýnt, að þær
meta þessa bók, og ungar stúlkur þurfa að kynnast efni hennar.
2. Islenzkir þjóðhættir Jónasar Jónassonar
Úrvals ljóða útgáfa lsafoldarprentsmiðju er svo vinsæl, að bæk-
urnar seljast upp, jafnóðum og þær koma úr bandi. Á þessn ári
verður reynt að hafa tU öll þau ljóð, sem áður eru útkomin, og
bæta við einu eða tveimur nýjum heftum. Þó er réttara fyrir þá,
sem vilja tryggja sér bækumar, að vera á verði. Nú eru komin
i bókaverzlanir úrvalsljóð Bjarna Thorarensen.
4. lslenzk úrvalsljóð: Bjarni Thorarensen.
frá Hrafnagili.
Fáar bækur eru betur til þess
fallnar að vera hentug gjöf
fuUorðnu fólki en Þjóðhættir
Jónasar. Bókin er bæði
skemintileg að lesa, og í
henni er ótæmandi fróðleik-
ur. Þar rekst gamla fólkið
á inargar ánægjulegar endur-
minningar, en nnga fólkið
kynnist lífi, sein því er nauð-
synlegt að vita nokkur skil á.
3. SnóL
Dagana fyrir jólin kom út
gömul ljóðabók, sem áður
hafði verið prentuð nokkrum
sinnum. Hún var yndi og
gleðigjafi íslendinga um tugi
ára. Þess voru dæmi, að
gamlar konur heilsuðu henni með tárum, þegar hún kom nú á ný.
En aðeins lítið af bókinni komst í band fyrir jól. Nú er Snót
komin í bókaverzlanir aftur, bæði í alskinni og skinnliki. En
upplag bókarinnar er ekki stórt.
5. Raula ég við rokkinn minn.
Þulur og þjóðkvæði. —
Ófeigur Ófeigsson læknir
bjó undir prcntun. Fáar
bækur vöktu jafn óskipta
athygli í bókaflóðinu fyr
ir jólin, eins og þessi
fallega bók ófeigs lækn-
is, cnda þraut hún í flest-
um bókavcrzlunum. Nú
er hún komin aftur. Not-
ið tækifærið, það er ekki
víst að hún verði hand-
bær, þegar yður dettur
það í hug næst.
6. Sáhnabókin.
Nú er Sálmabókin komin
til allra bóksala.
Nýkomin er í bókaverzlanir mynd af forseta Is-
lands, Sveini Björnssyni. Myndin er í þremur stærð-
um, prentuð á þykkan og vandaðan myndakarton,
og kostar aðeins 2, 5 og 10 krónur.
Bókaverslun Isafoldar
og útibúiö Laugaveg 12.