Tíminn - 14.03.1946, Síða 1

Tíminn - 14.03.1946, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓR ASKRIFETOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Sími 2323 30. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 14. marz 1946 45. blað ÞETTA ÆTTU ÞEIR AÐ GERA HÉR! Eitt dæmið um dollaraeyðsluna: Dóttir formanns Nýbyggingaráðs fær að flytja út 400 þúsund krönur í dollurum Það þykir kannske ótrúlegt, en samt er það satt, að þessi mynd er af sænskum þingmönnum, sem stunda leikfhni milli þingfunda. Ekki virð- ist þó myndin gefa tii kynna, að þeir séu neinir meistarar í íþróttinni. En væri það annars ekki hollt fyrir þingmennina okkar að taka sér til fyrirmyndar þá sænsku? Nógan hafa þeir tímann til þess, eins og vinnu- brögðum þingsins er nú háttað. ErLent yfirLit IRANDEILAN HARÐNAR ENN Hafa Rússar aukið lið sitt í Iran und- anfarið? Yiðsjár i alþjóða- málum í tilefni af ír- anmálunum fara emt harðnandi. Samkv. seinustu frcttum bendir flest til, að Rússar hafi ekki að- eins aukið setulið sitt í norðurhluta landsins, heldur liafi og í undirbiiningi að senda her til höfuð- borgarinnar Teher- an. Iranski forsætisráSherrann gaf skýrslu um viðræðurnar í Moskvu á blaðamannafundi í gær. Hann kvað ekki hafa náðst þar neitt samkomulag — og að Rússar væru í landinu í full- kominni óþökk írörjsku stjórnar innar. Hann kvaðst enga hug- mynd hafa um hvað Rússar ætluðu að vera lengi í landinu. Rússneska stjórnin hefir enn ekki svarað neinu fyrirspurn- um þeim, sem stjórnír Bretlands og Bandaríkjanna sendu til hennar á dögunum, í tilefni af því, að rússnesku hersveitirnar voru ekki farnar úr Iran 1. marz, eins og lofað hafði verið. Stjórn Bandaríkjanna hefur nú sent rússnesku stjórninni nýja orð- sendingu og gengið eftir svari. í þessari orðsendingu er enn- fremur spurt um, hvað hæft sé í þeim orðrómi, að Rússar séu að auka herlið sit í landinu. Fregnir frá Teheran virðast ERLENDAR FRETTIR I STUTTU MÁLI — Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar fóru fram í Dan- mörk í fyrradag. Ófrétt er enn- þá um úrslit þeirra. — Bæjar- ogfcveitarstjórnar- kosningar fóru fram á Suður- Ítalíu sl. sunnudag. Kristilegi lýðræðisflokkurinn hafði mest fylgi. hins vegar staðfesta, að þessi orðrómur sé réttur og Rússar hafi bæði aukið her sinn og fært út yfirráðasvæði sitt I Norður-Iran síðan um mánað-: armótin. Jafnvel benda fréttir til þess, að Rússar fyrirhugi að senda herlið til Teheran. Reynist þessar fréttir réttar, hafa Rússar bætt gráu ofan á svart 1 viðskiptum sínum við Iran, þar sem þeir hafa verið að flytja herlið til landsins á sama tíma og forsætisráðherra þess sat á fundum með Stalin og Molotoff og var að semja um brottflutning á her Rússa þaðan og um lausn á deilumál- unum! Hér hefir jafnvel verið gengið enn lengra í falsi og svik- um en Japanir gerðu 1941, þeg- ar þeir voru að semja við Banda- ríkin á sama tíma og þeir und- irbjuggu árisina á Pearl Har- bour. Af öðrum sviðum alþjóðamál- anna eru fregnir uggvænlegar. Bandaríkj ameni^ hafa nú loks fengið svar við orðsendingu sinni til Rússa um Mansjúríu- herliðið, og telja það ófullnægj- andi. Og Pravda, aðalblað rúss- nesku stjórnarinnar, líkir Chur- chill orðið við Göbbels eftir hina miklu ræðu hans á dögunum. Orðsending til Framsóknarfé- laga iiin land allt! Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst í Reykjavík 2. apríl næst- komandi. Þess er sérstaklega ósk- að, að Framsóknarfélög í sem flestum hreppum sendi fulltrúa á fundinn |j og tilkynni skrifstofu flokksins, Lindargötu 9 (sími 6066) þátttöku sína fyrir 30. marz næstkom andi. Tíminn hefir nokkrum sinnum vikið að hinni gífurlegu eyðslu á dollarainneigninni á síðastl. ári, er nam hvorki meira né minna en 123 millj. kr. Eyðsla þessi stafaði fyrst og fremst af því, að ríkisstjórnin, sem réði stefnunni í innflutningsmálunum, var al- ger undirlægja heildsalanna og þeir gátu því eytt dollurunum eins og þeir vildu. Þess vegna er nú svo komið, að dollara skortir til kaupa á allra brýnustu nauðsynjum og tækjum. Til viðbótar þessu getur Tíminn skýrt frá einu sérstöku til- felli, er varpar allgóðu ljósi yfir þessi mál. Meðal þeirra íslenzkra kvenna, er giftust amerískum hermönn- um og fóru af landi burt á síð- astl. ári, var dóttir Jóhanns Jósefssonar, formanns Nýbygg- ingarráðs. Um það leyti, sem hún fór af landi burt, var sótt um leyfi til Viðskiptaráðs þess efnis, að hún fengi að hafa með sér upphæð í dollurum, er svar- aði til 400 þús. íslenzkra króna. Viðskiptaráð taldi sér vitanlega ekki fært að verða við þessu. Jóhann mun þá hafa gert sér lítið fyrir og fengið samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir því, að fjárhæð þessi yrði flutt úr landinu í dollurunum. Það þarf ekki að taka fram, að þetta er algert brot á öllum fyrri reglum, enda sjá allir, hvernig það' myndi enda, ef menn fengju að flytja eignir sínar eða heimanmund úr landi í þeim gjaldeyri, sem verðmest- ur er. Ef allar þær konur, sem hafa gifzt Ameríkumönnum. hefðu fengið að flytja með sér svipaða fjárupphæð úr landinu í dollurum, væri dollaraeignin nú búin. En vitanlega eiga aðrar konur heimtingu á að njóta sama réttar og dóttir formanns Nýbyggingarráðs. Það má líka óhætt segja, að slíkur útflutningur á gjaldeyri er hvergi leyfður í löndum, sem telja sé:r nauðsynlegt að hafa einhverjar hömlur á gjaldeyri. Ef menn fá undir sérstökum kringumstæðum að flytja eitthvað af eignum sínum til útlanda, er það helzt með því móti, að þeir fái útfluttan ár- lega vissan hundraðshluta af eigninni. Það lýsir vissulega einstæðu tillitsleysi, að maður, sem er sérstaklega settur til að ráðstafa gjaldeyri til kaupa á nauðsyn- legum framleiðslutækjum, skuli eiga hlut að því, að dýrmætasta gjaldeyrinum sé ' ráðstafað á svona hóflausan og óforsvara- legan hátt. Það gerir líka að- stöðu hans sízt betri, að skyld- menni skuli eiga hlut að máli. Fyrir þessa upphæð, sem þann- ig hefir verið flutt úr landi, hefði mátt fá nokkur hundruð heyvinnuvéla, sem bændur þarfnast stórlega, eða nokkur hundruð þvottavéla, sem hús- mæður þurfa að fá, svo að'að- eins tvö dæmi séu nefnd. Þegar sá maður, sem stjórnar- liðið hefir sýnt mestan trúnað í þessum efnum, fer þannig að, er ekki undarlegt þó óbreyttir heildsalar hafi reynt að fara, sem þeir komust. Þetta dæmi, sem hér er nefnt, sýnir vel, hvernig stórgróða- mennirnir fá ekki aðeins að fara sínu fram undir verndarvæng núv. Ríkisstjórnar, heldur njóta beinlínis til þess aðstoðar henn- ar. Skorturinn á dollurum, sem þegar er að verða tilfinnanlegur, mun ekki verða þungbærasta reynsla alþýðunnar af því áður en lýkur. Veröur þurrmjólk framleidd í mjólkurbúinu á Blönduosi? Hið fyrirhujíaða mjólkurbú Sláturfélags Austur-Húnvetninga verður sennilega tUbúið næsta sumar. Mikill áhugi fyrir aukinni mjólkurframleiðslu er ríkjandi í þeim sauðfjárhéruðum, þar sem pestirnar hafa gert mestan usla. Skilyrði til aukinnar nautgriparæktar hafa hins vegar verið slæm í þessum héruðum norðanlands, þar sem engin mjólkurbú hafa verið fyrir hendi til að vinna úr mjólkinni og enginn markaður nærtækur til að selja mjólkina óunna. Seyðfirzkir verka- menn krefjast stefnubreytingar A fundi í verkamannafélagr- inu Fram á Seyðisfirði, er hald- inn var 22. f. m., var samþykkt svohljóðandi tillaga varðandi kaupgjaldsmálin: „Verkamannafélagið „Fram“ á Seyðisfirði samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að vinna af alefli að því að auka kaupmátt krónunnar til þess að ekki þurfi að koma til sífelldra grunnkaupshækkana sem nauð- varnar gegn sívaxandi dýrtið hjá launþegum í landinu, en sem hljóta að hafa lamandi á- hrif á heilbrigðan atvinnurekst- ur til Iands og sjávar, auk þess sem aukin verðbólga hlýtur, þegar til lengdar lætur, að stuðla að öryggisleysi hinna vinnandi stétta Iandsins“. Hér er vissulega borin fram ré^t krafa af hálfu seyðfirzkra verkamanna og þessi stefna þeirra mun áreiðanlega eiga yf- irgnæfandi fylgi að fagna með- al verkalýðsstéttarinnar. En hitt er eftir að sjá, hvort full- trúar hennar í ríkisstjórninni meta það meira að fylgja frain óskum hennar en að vinna það til samstarfs við braskarana að fylgja áfram verðbólgustefn- unni, sem er eingöngu til hags fyrir þá. Saltlaust í Ólafsvík í Ólafsvík hefir aflazt vel, aS undanförnu. Bátar þaðan hafa fengið 9—11 smál. í róðri. Þar hafa eins og í öðrum verstöðv- um verið sérstaklega góðar gæftir nú um langt skeið, erf örðugleikar við að koma aflan- um frá, hafa orðið þess valdandi, að bátar hafa ekki alltaf getað róið og munu hafa fallið niður milli 10 og 20 róðrar að undan- förnu af þeim sökum. Frysti- húsið getur ekki tekið stanz- laust á móti öllum þeim afla er á land berst, en hins vegar hefir Ólafsvíkingum reynzt ó- kleift að fá fisktökuskip þang- að. Saltlaust er og hvergi hefir verið hægt að fá salt. Innbrot í sprengi efnageymslur Nýlega var framiff innbrot í sprengiefnageymslu Vega- gerffar ríkisins, sem er inni í Kleppsholti. Oeymsluhús þetta er úr steinsteypu og ramlega gert, aff hálfu leyti grafið í jörff. En dyraumbún- affur er úr tré og var hurffin brotin upp. Stoliff var 150 raf- magnshvellhettum, sem not- affar eru til aff kveikja í sprengiejfni, en ekki er vitaff aff neinu sprengiefni hafi veriff stoliff. Þess sjást merki, að þjófarnir hafa farið mjög óvarlega með eld inni í geymsluhúsinu og má merkilegt teljast, að ekki skyldi hljótast stórkostlegt slys af veru þeirra þar. Geymslan er hólfuð í fjóra geymsluklefa, og var sprengiefni geymt í tveim- ur þeirra. Þjófarnir hafa leikið þann leik að kveikja á eldspýt- um í einum geymsluklefanum, sem ekki var sprengiefni í að vísu, en það var í klefanum við hliðina. Hafa þeir meira að segja kveikt þarna I heilum eld- spýtnastokkum, og sáust þess merki, að þeyr hafa brennt upp úr ekki færri en sjö eldspýtna- stokkum þarna í sprengiefna- geymslunni. — Mál þetta er nú í rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunnl. ofu l\ 9 A | Til þess að bæta úr þessu er nú verið að vinna að undirbún- ingi tveggja mjólkurbúa Norðan lands, annars á Blönduósi, og er undirbúningi þess þegar langt á veg komið, en hitt verður senni- lega á Húsavík, en ennþá er ekki að fullu gengið frá stofn- un þess. Mjólkurbúið á Blönduósi verð- ur reist af Sláturfélagi Austur- Húnvetninga, sem er sjálfstæð- ur félagsskapur bænda, en er þó í vissum tengslum við kaup- félagið. Hafizt verður handa um byggingarframkvæmdir strax í vor og ætti mjólkurbú þetta að geta tekið til starfa sumarið eða haustið 1947. Sveinn Tryggvason mjólkur- fræðingur fer sennilega til út- (Framhald ú 4. slðu). Víkja Sóiheimar? Á þingi í gær var upplýst, að helst væri í ráði að byggja hið fyrirhugaða útlendingagistihús, sem stjórnin vill láta reisa, á þríhyrningnum, sem er á milli Tjarnargötu, Skothúsvegar og Tjarnarinnar. Þarna er nú spít- ali og barnaheimili auk annarra bygginga, en allt verður þetta að víkja fyrir gistihúsinu, ef það verður byggt þarna. Verði hafist handa um gisti- húsbygginguna strax í sumar, eins og stjórnin vill, verða vit- anlega spítalinn og barnaheim- ilið að fara þaðan, en óvíst er um, hvort þau fá önnur húsa- kynni-fyrst um sinn. Væri það í góðu samræmi við annað hjá ríkisstjórninni að fækka spítöl- unum og barnaheimilunum í bænum til að geta byggt yfir útlendinga! Strætisvagnadeil- an leyst Verkfalli strætisvagnabíl- stjóri lauk í gær. Bæjarráð sam- þykkti einróma að ganga að miðlunartillögu þeirri, er sátta- semjari Torfi Hjartarson hafði lagt fram. Bifreiðastjórarnir samþykktu að ganga að tillög- unni á fundi í fyrrakvöld. Stræt- isvagnarnir fóru því aftur af stað um hádegi í gær. Samkvæmt hinum nýja kaup- samningi hækkar kaup vagn- stjóra úr 525 kr. grunnlaun á mánuði, upp í 612.50 kr. á mán- uði, eftir tveggja ára starf. Bætt úr saltleysi Allir bátar, sem gerðir eru út frá Keflavík, voru á sjó í gær. Afli var nokkuð misjafn, eins og hann hefir verið undan- farna daga. Bátar hafa aflað frá 16—30 skippund í róðri. Saltskip var komiff til Kefla- víkur í gær, en þar hefir verið tilfinnanlegur saltskortur nú í þessari einu aflahrotu, sem kom- ið hefir á vertíðinni. Um nokk- urt skeið að undanförnu má heita, að saltlaust hafi verið. V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.