Tíminn - 14.03.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í 4 EdduhúsLnu við LindargötU. Sími 6066 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Kom'ið í skrifstofu Framsóknarflokksins! 15. MARZ 1946 45. blali U R B Æ N U IVS f dag. Sólin kemur upp kl. 7.54. Sólarlag kl. 4.15. Síðdegisílóð kl. 1640. Árdegis- flóð ki. 19.22. f nótt. I. Næturakstur annast, bifreiðastöð íslands sími 1540. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunn. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- ‘ anum sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 19.30 til kl. 7.50. Útvarpið í kvöld. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a. Lög úr „Meyjarskemmunni" eftir Schubert. b. Vals eftir Priml. c. Marz eftir Grít. 20.45 Lestur fornrita: Þættir úr Sturl- ungu Helgi Hjörvar). 21.15 Dagskrá kyenna (Kvennréttindafélag íslands): Störf og kjör sveitakonunnar. — Er- indi (frú Sigríður Björnsdóttir frá Hesti). 21.40 Prá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 22.00 Fréttir. Auglýs- ingar. Létt lög (plötur). 2230 Dagskrá- lok. Samkoma. Vegna mjög margra fyrirspurna hef- ir Tíminn verið beðinn að geta þess að næsta skemmtun Framsóknar- manna í Reykjavík verði ekki fyrri en síðari hluta næstu viku. Mun þá verða síðast spiluð Pramsóknarvist á vetrinum, því að Listamannaskálinn verður úr því tekinn í notkun undir sýningar, sem standa langt fram eftir sumri. , Gestir í bænum. / Sigurður Jónsson skáld Arnarvatni, Guðmundur Bernharðsson bóndi Ás- túni Ingjaldssandi, Kristján Guð- mundsson bóndi Brekku Ingjaldssandi, Guðmundur Guðmundsson bóndi Sæ- béli Ingjaldssandi, Jónas Valdimarsson bóndi Alviðru og kona hans Krist- björg Þóroddsdóttir, Kristján Þórodds- son bóndi Alviðru, Kristján Jensson Ólafsvík, Prú Guðrún Jónsdóttir Mýr- um Dýrafirði,, Björn Lárusson Ósi Skilmannahreppi. Skipafréttir. Brúarfoss fór í gærkvöldi áleiðis til New York. Pjallfoss er í Reykjavík. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss er í Leith. Reykjarfoss er í Hull. Bunt- line Hitch er í New York. Acron Knot hleður í Halifax síðast í marz. Salmon Knot hleður í New York í byrjun apríl. Sinnet hleður í New York um miðjan marz. Embire Gallop er á leið tii Reykjavíkur frá New York. Anne er í Kaupmannahöfn. Lech er í Reykjavík. Lublin hleður í Leith um miðjan marz. Farþegar með e. s. Brúarfossi til New York i gærkvöldi voru þessir: Margrét Sig- urðardóttir. Guðrún Johnson, Helga Johnson„ Auður Jónsdóttir. Erla G. Vilhelmsdóttir, Petrína Kristjánsrótt- ir, Kristín Petersen, Kristjana Elías- dóttir. Knattspyrnufélagið Fram hefir ráðið til sín skozkan knatt- spyrnuþjálfara, Jam McCrae að nafni og kom hann hingað til lands fyrir nokkrum dögum. Jam McCrae er ráðinn hjá Pram að minnsta kosti til næsta haust og eru æfingar félagsins þegar að hefj- ast undir hans stjórn. I Skíðamót Reykjavíkur hélt áfram s 1. sunnudag. Vegna veðurs varð að fresta keppni síðara hluta dagsins. en þá átti svigkeppni karla að fara fram. Úrslit urðu þau, að í svigi kvenna A- og B-flokkum varð Jónína Nieljohníusardóttir fyrst. í c-flokki varð Inga Ólafsdóttir í. R. fyrst. Fyrstur í svigi karla í D-flokki varð Ólafur Þorsteinsson Á., en í C-flokki varð fyrstur Valdimar Björns- son K. R. Vanskil. Þeir kaupendur Tímans, sem verða fyrir vanskilum á blaðinu eru vinsam- lega beðnir að snúa sér beint til afgreiðslunnar með kvartanir sínar og þá einkum til Torfa Torfasonar. Garðyrkiustöðin kostar 400 þús. kr. Á seinasta bæjarráðsfundi var lagt fram bréf frá Jóhanni Kr. Jónassyni hugaða garðyrkjustöð bæjarins við Lambhaga. Höfðu þeir Sigurður Sveinsson garðyrkjufræðingur og Jóh. Kr. Jónasson gert lauslega áætlun og ' komizt að þeirri niðurstöðu _að(stofn- kostnaður stöðvarinnar yrði um 400 þús. kr. að meðtöldum íbúðarhúsi fyrir starfsfólk. Ræktunarráðunautur bæjarins segir upp. Á seinasta bæjarráðsfunli var lagt fram bréf frá Jóhanni kr Jónassyni þar sem hann tilkynnir að hann segi lausu starfi sínu sem ræktunarráðu- nautur bæjarins. Bæjarráð samþykkti að auglýsa stöðuna lausa, með um- sóknarfresti til 1. apríl n. k. — Jóh. Kr. Jónasson mun verða ráðsmaður á Bessastöðum. Kolin lækka. Kolaverðið í Reykjavík hefir verið lækkað um 20 kr. smál. Vörubílastöðin Þróttur .flutti s. 1. laugardag í ný húsakynni á horni Rauðarárstígs og skúlagötu. Stjórn félagsins bauð þá blaða- mönnum að skoða hin nýju húsakynni. sem á allan hátt eru hin vistlegustu, í nýju húsi sem félagið hefir byggt þarna. Einar Ögmundsson, formað félagsins gerði grein fyrir byggingu hússins og sagði nokkuð frá starfsemi vörubílstjórafélagsins almennt. Bygg- ing hússins var hafin í fyrravor og er henni nú nýlega lokið. Húsið er 160 m- en í því eru tvö skrifstofu- herbergi, afgreiðsluherbergi og einn stór salur. Framkv.stj. Þróttar er Vil- mundur Vilhjálmsson, en afgreiðslu- maður er Kjartan Árnason. Tillaga ura eftirgjöf á tollum Pétur Ottesen hefir nýlega lagt fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um að endurgreiða tolla, sem hafa ver- ið greiddir af skipum eða verða greiddir á árunum 1945—47, og ennfremur aðflutningsgjöld af efni til skipabygginga og vél- um og tækjum í skip, sem hafa verið keypt á sama tíma. í greinargérð áætlar Pétur að tekjumissir ríkisins af þessari ráðstöfun geti orðið ein milj. kr. Geta má þess, að engir tollar eru nú greiddir af skip- um, sem eru yfir 150 smál. að stærð. ÞurmjólkurframleLÓsla (Framhald a) 1. síðu) landa í maí til að festa kaup á vélum og öðru, sem til mjólk- urbúsins þarf. Vélarnar verða að líkindum að mestu leyti frá Danmörku. Komið hefir til tals, að fá tæki til þurrmjólkur- vinnslu í þetta mjólkurbú og er það. alger nýung í íslenzkum iðnaði, ef af verður. Þó hefir alltaf verið flutt til landsins all- mikið af þurrmjólk til iðnaðar, en hún er notuð til súkkulaði- gerð, kexgerð og í sérstaka teg- und brauða. Á seinasta ári voru t. d. fluttar til landsins frá út- löndum um 40 smál. af þurr- mjólk. Annars verður mjólkurbú þetta að öllu leyti búið beztu og fullkomnustu vélum til mjólkurvinnslu og mun búið aðallega framleiða smjör, skyr og osta. í Mjólkursvæði það, sem kem- ur til með að láta mjólk til þessa nýja mjólkurbús er öll Austur- Húnavatnssýsla. Kostnaður við byggingu mjólkurbúsins er áætl- aður 500—600 þús. kr. og hefir rikissjóður ábyrgst 300 þús. kr. af stofnkostnaðinum. Stofnun þessa nýja mjólkurbús er til mikilla bóta fyrir íbúa Austur- Húnavatnssýslu og opnar bænd- um þar mikla möguleika til auk- ' innar nautgriparæktar. ff FARMALL" DRÁTTARVÉLAR „A4t SLÁTTIJVÉLAR, PLÓGAR, HERFI. „Farmall“-landbúnaðarvélar eiga eftir að efla íslenzkan landbúnað. Umboð: Samband ísl. samvinnuf álaga TILKYNNING £rá skrifstofii iollstjóra um greiðsln á kjötnppbótnm. Reykvíkingar, sem gert hafa kröfu um endurgreiðslu úr ríkissjóði á hluta af kjötverði, og heita nöfnum (eða bera |ættarnöfn), sem byrja á J, skulu vitja endurgreiðslunnar í skrifstofu tollstjóra í dag, fimmtudaginn 14. marz, kl. iy2 —7 e. h. Á morgun, föstudaginn 15. marz, skulu þeir, sem heita nöfnum, sem byrja á K, L og M, vitja uppbóta sinna á sama tíma. Þeir, sem undirritað hafa kröfurnar, verða sjálfir að mæta til að kvitta fyrir greiðslunni, annars verður hún ekki greidd af hendi. Auglýst verður næstu daga hvenær þeir, sem aftar eru í stafrófinu, skulu vitja greiðslna sinni. Reykjavík, 14. marz 1946. TOLLST J ÓR ASKRIFSTOFAA, HAFIVARSTRÆTI 5. Búnaðarmálasjóður... tFramhald af 2. síðu) 2. Að ekki væri ráðist í slíka byggingu nema næg þátttaka fengist annars staðar frá, og var þá miðað við að önnur fé- lagssamtök bænda leggðu fram sem næst % kostnaðar en bún- aðarmálasjóður y4. Stjórn búnaðarfélags íslands og stjórn búnaðarmálasjóðs tóku við þessum tillögum með þeim sérstöku skýringum, sem hér hafa verið nefndar. Engum af búnaðarþingsfulltrúum, né stjórn félagsins, datt í hug, að félagið réðist eitt í þessa gisti- húsbyggingu, heldur að það hefði forgöngu meðal stofnana, er vinna fyrir landbúnaðinn um fjárframlög í þessu skyni. Á þeim grundvelli hefir stjórn Búnaðarfélagsins starfað síðan. Þeir, sem mest hafa reynt að lítilsvirða búnaðarþing og notað þetta gistihúsmál í því skyni, hafa látið í veðri vaka, að verja ætti úr búnaðarmálasjóði allt að fjórum miljónum til gisti- húsbyggingar, eða hirða allar tekjur sjóðsins i 10 ár eða ef til vill meira. Samkvæmt samþykkt búna/ðarþings og þeim skýring- um, sem henni fylgdu og starfað hefir verið eftir síðan, myndi framlag frá búnaðarmálasjóði aldrei geta orðið meira en einn tíundi þeirrar upphæðar, eða allt að 400 þús. krónur. Hér hefir verið skýrt frá afskiptum búnaðarþings af þessu máli og hvernig það hugs- aði, að unnið væri að fram- kvæmd þess. Allar hugsmíðar um miljónaframlög úr búnaðar- málasjóði eru út í hött. Gátu þær að vísu verið frambornar af ókunnugleika í fyrstu, en nú getur því ekki verið til að dreifa lengur, eftir að málið hefir ver- ið skýrt í ræðw og riti. Framhald. (jatnla Síc KOIVAN I GLLGGANLM. (Woman in the Window) Spennandi sakamálamynd. Edward G. Robinson, Joan Bennett, Raymond Masscy. Sýnd kl. 9. BönnuS yngri en 14 ára. ÓKUNNI MAÐURINN. (A Stranger In Town) Frank Morgan, Richard Carlson, Jean Rogers. Aukamynd: Ný fréttamynd. . Sýnd kl. 5 og 7. • >»• Výja SiS V ORÐIÐ / Mikilfengleg sænsk stórmynd eftir leikriti Kaj Munks. Aðalhlutverk: Victor Sjöström, Vanda Rothgarth, Rune Lindström. Sýnd kl. 9. UNDIR FÁNUM TVEGGJA ÞJÓÐA. („Under Two Flags“) Stórmyndin fræga með Ciaudette Colbert, Ronald Colman, Rosalind Russell. Sýndkl. 5 og 7. >4> LM ÓKLNNA STIGL. Þrjátíu bráðskemmtilegar og spennandi ferðasögur og ævin- týri frá ýmsum löndum, eftir þrjátíu höfunda. Þýðendur: Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson. Bókin er á fjórða hundrað síður, prýdd mörgum gullfalleg- um myndum. Kostar kr. 52.50 í góðu bandi. Aðeins fá eintök eftir. Suælandsútgáfaii, Lindargötu 9 A, Reykjavík LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik Yjaf'narbíó Kvennaást ítölsk músikmynd með dönsk- um texta um tónskáldið Paoli Tosti. Claudio Gora, Laura Adani, Mercedes Brignor. Sýning kl. 5—7—9. SKÁLHOLT (Jómfrú Ragnheiðnr) eftir Guðmund Kamban Sýning annað kvöld kl. 8. # Aðgöngumiðar seldir á morgun kl. 4—7. :::«::::n:un Útgerðarmenn! Fyrirliggjandi: Dragnótartog, fiskilínur, önglar öngultaumar. Jónsson & Júlíusson, Garðastræti 2. — Sími 5430. :::::::::::u:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::u::u:::::::::u Kaupfélags- stjórasfaða || Kaupfélagsstjórastaðan viö Kaupfélag ♦♦ j| Hallgeirseyjar að Stórólfshvoli er laus til || umsóknar. / II Umsóknir sendist Sambandi ísl. Sam- H vinnufélaga. ♦t ♦♦ :: , ( Samband ísl. samvinnufélaga uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu: Sumarbústaður Eyðibýli með nothæfum húsa- kynnum, æða annað húsnæði í sveit, óskast keypt, eða á leigu fyrir sumarbústað. Sigurvin Einarsson, Símar 2085 og 4800. Pósthólf 26. crfiq i i:ia . „Ármann” Aukaferð til Sands, Ólafsvík- ur, Grundarfjarðar og Stykkis- hólms. — Vörumóttaka á morg- un (föstudag).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.