Tíminn - 14.03.1946, Side 3

Tíminn - 14.03.1946, Side 3
45. falað Minningarorð: Þorsteinn Guðmundsson frá Skaftafelli. Nýlega var jarðsettur að Krossi í Austur-Landeyjum Skaftfellingurinn Þorsteinn Guðmundsson, bóndi að Gular- ási þar i sveit, áttræður að aldri. Þorsteinn var fæddur á Mar- íubakka í Fljótshverfi, austustu byggð Vestur-Skaftafellssýslu, og mun ætt hans hafa lengi búið þar áður en hann gerðist þar ráðsmaður móður sinnar, að föður sínum látnum. Mun sú ætt sums staðar hafa verið nefnd Sverrissensætt. Fljótshverfi er vatnabyggð mikil og er kennd við Hverfis- fljót, en um miðja sveitina fell- ur Djúpá, allmikið vatn og ill- vígt nokkuð, og milli Fljóts- hverfis og næstu sveitar fyrir austan það, Öræfa, liggur Skeið- arársandur með Núpsvötnum og Skeiðará. Auk þess falla margar ár saman fram á söndum suður af Skeiðarársandi, Fljótshverfi og Austur-Síðu og mynda hin stórkostlegustu og viðsj álustu fallvötn, sem til eru hér á landi. Við þessi vötn og þessa sanda ólst Þorsteinn upp, sem aðrir menn á þeim slóðum, og jafn- framt við það, að beita hestum í viðureigninni við allt þetta, en hann varð flestum samtíma- mönnum sínum fremri sem vatnamaður og ferðamaður yf- irleitt. Var jafnan svo talið um daga Þorsteins, að hann hefði vit á vötnunum jafnvel öllum öðrum fremur, og þó umfram allt í því að sjá út. sandbleytu. Þegar Þorsteinn kvæntist og reisti bú að Skaftafelli í Öræf- Um, kom það sér vel, að hann var svo vitur og ötull vatnamað- ur, því að á engum mæðir meir viðureign við hin mestu og við- sjálustu vötn, en bændunum í Skaftafelli, næsta nágranna Skeiðarár, fyrsta bæ í Öræfum, sem komið er að af Skeiðarár- sandi. Jón í Svínafelli og Þor- steinn í Skaftafelli voru þá á hvers manns vörum í Skafta- fellssýslu og mörgum kunnir í öðrum héruðum og i Reykjavík. Og Þorsteinn varð fylgdarmað- ur Kochs, hin danska landmæl- ingamanns og rithöfundar í æv- intýralegri Vatnajökulsferð, og þar hinn öruggasti til ráða jafnt sem rauna eins og ávallt. Svo missti Þorsteinn konuna og gerðist þá ráðsmaður ekkj- unnar Jóhönnu Jónsdóttur á Mýrum i Álftaveri, en tók brátt jörðina á leigu og bjó þar sjálf- ur. Á Mýrum var Þorsteinn um hálfan annan tug ára og bún- aðist mjög vel, enda eru Mýrar líklega bezta jörðin í Álftaveri, en ráðskonan, Þuríður Odds- dóttir, búkona mikil og börn Þorsteins hinn ágætasti vinnu- kraftur. Átti það og vel við Þor- stein að söðla hest sinn undir morgun og ríða á fjöru, bisa við rekadrumba og aðgæta, hvort eitthvað nýrra hefði við borið. Mátti Þorsteinn heita öndvegiáf- höldur Álftveringa, þó vel væri þar í sveit skipað. Svo var og risna hans og þeirra Þuríðar frá- bær, bæði um veitingar, viðræð- ur og annað atlæti. Mörgum fylgdi Þorsteinn á þeim árum yfir Kúðafljót, og þarf ekki að ætla, að hann hafi tekið fé fyrir. Vorið 1933 flutti Þorsteinn að Leiðvelli í Meðallandi. Er sú jörð við Kúðafljót, sem Mýrar, norð- ar en Álftaver og sunnar en Skaftártunga, nokkurs konar tengiliður Meðallands við þá sveit, og vegurinn sveitanna í milli þar um, enda gestanauð mikil. Leiðvöllur var einhver hin fegursta jö,rð að landslagi og út- sýn, gamalt hraun uppgróið og beitarjörð, en lahgt mjög á engj- ar. Og því er nú verr, að um þær mundir, sem Þorsteinn flutti þangað, versnaði sandágangur um allan helming, og er þetta merka býli nú lítt eða ekki byggilegt. Var það og ekki von- um fyrr, að Þorsteinn flutti enn búferlum og nú alla leit út í Landeyjar. Þar vegnaði búi hans vel, en heilsan var þrotin. Hún hafði lengi verið biluð, þó að ekki sæi það á hans kempulega yfirbragði. Þorsteinn var einn hinn bezti «r drengur, hreinn og beinn, á- kveðinn í skoðunum og trúræk- inn. Hans verður lengi minnzt sem eins hinna ágætustu Skaft- fellinga „í fornum sið.“ Björn O. Björnsson. í dráttarvél. Hann hreinsaði allan snjóinn úr ranghalanum á nokkrum sekúndum. Ég horfði á hann hreinsa þannig hvern einasta stíg á að minnsta kosti hálfrar mílu svæði frá húsi hans sjálfs. Hann vildi alls ekki taka á móti neinni borg- un fyrir þessa greiðvikni. „Þetta er engin ný bóla“, sagði einn af nágrönnunum. „Bert Moseley hefir ánægju af að gera fólki smágreiða“. Sumt fólk flytur frá smábæj- unum vegna þess, að því finnst, að það sé skylda þess gagnvart börnunum að gefa þeim tækifæri til að stunda nám i skólum stór- borganna, sem hafa á að skipa mörgum sérfræðingum í ýmsum greinum og alls konar tæknileg- um kennsluájhöldum. Ég var alls ekki laus við misskilning í þessa átt sjálfur fyrst í stað. En einn daginn kom dóttir mín heim úr skólanum og sagði: „Hvílík aðferð við að kenna sögu! Við erum látin læra sögu b^ejarins hérna.“ Ég varð strax ánægður, er ég heyrði þetta. Sögukenparinn, frú Clarke, hvit fyrir hærum, hefir kennt hverjum bekknum eftir annan söguna um myndun fyrstu byggðarlaganna, sögu smáborgarinnar. Hún hefir kennt unglingunum hverjir mennirnir voru, sem áttu frum- kvæðið að myndun byggðarlags- ins, hver helztu áhugamál þeirra voru og hverja erfiðleika þeir áttu við að etja. Unglingarnir lærðu einnig að upp með aðal- götunni bjuggu einu sinni Smith-systurnar, sem börðust eins og hetjur fyrir kosninga- rétti kvenna — ef til vill hinar fyrstu, sem börðust fyrir þessu mannréttindamáli í Bandaríkj- unum. Nemandinn fær ekki að byrja á að læra um undirstöðuaðriði stjórnarfarsins og skipulag rík- isins, fyrr en hann hefir fengið næga þekkingu á myndun byggð- arlaganna. Og þfessari sögu- kennslu er stöðugt haldið áfram, eftir að nemandinn er farinn að læra um sjálft sjórnarfarið. Nemendur frú Clarke hafa þeg- ar í byrjun fengið undirstöðu- þekkingu í sögu Bandaríkjanna, er seinna nfeir á lífsleiðinni gerir þeim mun hægra með að ruglast ekki í öllum þeim hræri- graut af stefnum og „ismum“, sem stöðugt eru að koma fram í dagsljósið. Sjálf þurfa börnin ekki annað en að líta út um gluggánn á kennslustofunni meðan þau eru í sögutímanum til að geta litið með eigin aug- um kirkjugarðinn, sem geymir bein þeirra, sem lögðu grund- flmmtndaginm 14. marz 1946 3 HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR ast i tengsli við hið iðandi líf, kynnast þessum dásamlega hnetti, sem hann lifði á, tala við Araba með vefjarhetti, blökku- menn með hringi í nefinu, lifa meðal ókunnra þjóða .... sjá svo ótal margt, sem hann átti ekki kost á að sjá og njóta hér heima. Ja, ef karlinn grunaði bara, hvað gerzt hafði! Hann yrði senni- lega nokkuð langleitur, ef hann kæmist að því, að Renée lá alls nakin í faðmi hans tæpum stundarfjórðungi eftir að hann hafði slitið hana frá honum og ekið með hana heim. Hvers konar hátta- lag var þetta líka að koma þjótandi og opna hurðina fyrirvara- laust — og haga sér svo eins og hann gerði? Einhvern tíma hefir hann þó verið ungur sjálfur .... Karel klórar sér bak við eyrað .. Ég var annars auli að láta skapið hlaupa með mig í gönur — mig minnir helzt, að ég hótaði honum flengingu — ha-ha! Ég var líka talsvert kenndur — drakk fullmikið af kampavíninu. Það er líklega skynsamlegra fyrir mig að hafa taumhald á tung- unni, þegar hann kallar mig til sín. Annars má maður eiga von á þrumum og eldingum. Og hver veit, hvaða afleiðingar það gæti haft — maður verður að hliðra til fyrir foreldrum sínum vegna peninganna. Það er segin sagan, að það bitnar fyrst á buddunni, ef illskan hleypur í gamla fólkið .... Hver skrattinn — hann er að koma ... < Karl dregur sængina upp fyrir höfuð og læzt sofa. „Karel.“ Wijdeveld kemur inn i svefnherbergi sonar síns. „Komdu niður til mín eftir hálftíma. Ég ætla að tala við þig. En mundu þetta: Komdu inn til mín, þegar klukkan er ná- kvæmlega fimmtán mínútur gengin í tíu“. „Já, pabbi.“ „Láttu mig ekki bíða.“ Hurðin lokast. Karel sezt upp .... ekki er nú veðurútlitið gott. Karlinn var eins og hann ætlaði að reka sleggju í hausinn á mér .... Jæja, fjandinn hafi það allt .... við fellum stórseglið og beitum upp í vindinn .... maður talar í líkingum í dag. „Setztu. Þú veizt auðvitað, hvers vegna ég sagði þér að koma. Hvað hefirðu að segja um þetta, sem gerðist í gær?“ „Mig .... mig tekur það sárt — að —- að ég skyldi í reiði minni segja ýmislegt, sem betur hefði verið ósagt.“ „Er þér ljóst,að ég tel svona atferli hneyksli? Ég krefst þess, að þú sýnir gestum okkar fulla virðingu. Gerðu þér til dæmis í hug- arlund, að Maríönnu hefði verið boðið í samkvæmi — og svo hefði sonur húsráðenda komið svona fram við hana. Hvernig geðjaðist þér að því?“ „Hún hefði aldrei látið bjóða sér slíkt.“ „Nei, vonandi ekki.“ „En það er einmitt kjarni málsins." „Hvað áttu við?“ f „Að Renée lét bjóða sér þetta.“ — Wijdeveld sprettur á fætur. „Lét bjóða sér þetta, segir þú! Ég bjóst við, að þú reyndir að minnsta kosti að bera í bætifláka fyrir Renée — ég vonaði, að þú segðir mér, að þú værir ástfanginn af henni og þið hefðuð gleymt ykkur í ástarvímu .... En í þess stað segir þú blátt á- fram, að þetta hafi hún látið bjóða sér — rétt eins og hún sé allragagn.“ „Én hvað ....?“ segir Karel stamandi. „En hvað — hvað áttu við? Hefði þér í raun og veru þótt vænt um stúlkuna, gat ég skilið það og fyrirgefið, þótt þið létuð undan ástríðum ykkar — meira að segja afsakað það, þótt þú hótaðir að berja mig, föður þinn. En þessi framkoma finnst mér lítil mannleg og and£tyggileg.“ „Æ, pabbi — vertu nú ekki að blása þetta út. Það tekur því ekki að gera sér neina rellu út af þessari stelpu. Hún er bú- in að vera með mörgum áður .... “ „Hvernig veizt þú það? Kjaftasögur — auðvitað.“ „Hvernig veit ég það? Strákarnir hafa sagt mér það sjálfir • bæði Kalli og Polli.“ „Og slikar sögur segið þið hver öðrum?“ Wijdeveld ógnar syni sínum með krepptum hnefanum. „Já, auðvitað — hvers vegna ættum við ekki að gera það? — Un amant averti en vaut deaux.“ „Þið eruð dónar — og það slordónar af verstu tegund . . skilurðu það? Ég veit ekkert, hvernig stúlkan kann að vera .. en sé hún skækja, þá finnst mér, að þið ættuð þess fremur að reyna að leyna mökum ykkar við hana.“ „Og kvænast henni svo, af því að maður hefir glæpzt á henni?“ spyr Karel hæðnislega. Krepptur hnefi föður hans ríður á vinstri kinn hans. Hann sér föður sinn standa náfölan fyrir framan sig .. hann bendir á dyrnar .... hann stamar: „Burt .... burt .. burt með þig héðan.“ Karel stendur upp. Honum finnst þetta svo ótrúlegt, að hann segir aðeins rólega: „Fyrst þú snýst svona við þessu ....“ „Burt héðan. Þú ferð ekki spor út úr herberginu þínu. Ég sendi eftir þér, þegar ég þarf meira við þig að tala. Og gættu þín vel — annars skalt þú komast að því keyptu. Burt héðan tafarlaust.“ * Hann klappar hundinum, en er mjög skjálfhentur. Hnén nötra — það fer hrollur um hann. Hamingjan góða! Hvað hafði völlinn að hinu fyrsta þjóðlífi í Bandaríkjunum. Við slík skil- yrði er námið lifandi, og það fer varla hjá því, að nemandinn finni sjálfan sig sem mikilvæg an hlekk í þeirri keðju, er teng ir saman 'fortíð og framtið. Framh. Samband ísl. samvinnufélaga 4 Samvinna í verzlun skapar sann- virði. Þess vegna sjjá aliir hagsmun- um sínum bezt borgið með því að veru félagsmenn í kaupfélögum og skipta eingöngu við þau. UPPDRÆTTIR AD HÚSUM Athygli hlutaðeigandi er vakin á 8. mgr. 4. gr. hlnnar nýju byggingarsamþykktar bæjarins, er hljóðar svo: • „Uppdrættir og útreikningar skulu gerðir af sér- menntuðum mönnum — húsameisturum, verkfræð- ingum, iðnfræðingum eða þeim öðrum, sem bygg- ingarnefnd telur hafa nauðsynlega kunnáttu til þess að uppfylla þær kröfur, sem gera verður til „tekn- iskra“ uppdrátta. Sá, er uppdrátt gerir eða útreikning, skal undirrita hann með eigin hendi, enda beri hann ábyrgð á, að á- rituð mál séu rétt og að uppdráttur og útreikningar séu í samræmi við settar reglur“. Byggingarnefndin mun framfylgja þessu ákvæði frá 28. þ. m., og er því nauðsynlegt, að umsóknir og skilríki um þessi réttindi séu komin til nefndarinnar fyrir þann tima. BorgarstjórirLn Tiikynning um vátryggingu bátanna, sem íslendingav hafa í smlöum á Norðurlöndum. Bátaábyrgðarfélögum er heimilt að vátryggja báta þessa frá því að þeir láta úr erlendri höfn fyrir væntanlegri matsfjárhæð og sömu iðgjöld og gilda í hverju félagi. Einnig mega þau striðs- tryggja bátana fyrir þeirri fjárhæð, sem sam- komulag verður um. Bátaeigendur geta snúið sér hvort sem þeir heldur vilja beint til félags sins eða til Samáábyrgðarinnar. Samábyrgð islartds á fiskiskipum Tilkynning 1/1 skr.................... 9,80 pr. kg. Súpukjöt .................. 10,85 — — Læri .................... 12.00 — — r 4,35 pr. kg. endurgretðsla 1/1 skr..................... 5,45 pr. kg. Súpukjöt ................. 6,50 — — Læri ........................ 7,65----- ♦ Kaupið meira dilkakjöt, því það eru góð matarkaup. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Jóns Thorlacius Ólafur Thorlacius

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.