Tíminn - 29.03.1946, Blaðsíða 2
2
TlMlNftí, föstttdaginn 29. marz 1946
58. blatS
Föstudagur 29. marz
Þjóðin vill vita
sannleikann
Það hafa farið fram talsverð-
ar umræður um herstöðvamál-
ið eða landvarnamálið svokall-
aða. Kommúnistar hafa látið
Þjóðviljann birta margar stór-
orðar greinar og gefið út sér-
stakt hefti af Tímariti máls og
menningar vegna þess. Vísir
hefir líka margt um það rætt
og Jónas Jónsson flutt fyrir-
lestur og látið hann birtast á
prenti með ýmsum hætti.
En þrátt fyrir þetta spyr þjóð-
in: Hvað er hér um aö ræða? Því
að raunverulega veit almenn-
ingur það alls ekki.
Það eru margar spurning-
ar, sem þýðingu hafa fyrir af-
greiðslu þessa máls og liggja
mönnum á vörum," þó aö öllum
þætti sennilega skemmtilegast
og bezt, að hér væri enginn her.
Ábyrgir menn geta ekkí rætt
þetta mál almennt fremur en
önnur, án þess að þekkja mála-
vöxtu. Kommúnistar geta það.
Þeim er nóg að hafa hugboð
um geðþótta Rússa, eða
kannske það sé vissa. Það eru
mennirnir, sem fjandsköpuðust
á margan hátt við her Banda-
manna hér, unz Rússar urðu
fyrir árás Þjóðverja, en eftir
þann tíma þóttu þeim það svik
við allt, sem gott var, að styðja
ekki það, sem þeir börðust áður
á móti. Sannir íslendingar geta
, ekki tekið þá menn alvarlega.
Þeir eiga of langa, fortíð til þess.
Stóryrði stjórnarbl., Þjóövilj-
ans, um það, að traðkað sé á
heilögum rétti íslands í þessu
máli, vekja furðu. Hvernig er
það gert? Og hvers vegna segir
ríkisstjórn blaðsins ekki neitt
við því, ef svo er?
Hættan af þessari þögn um
málið er niargvísleg. Kviksögur
og grunsemdir búa í hverjum
krók og ganga fjöllunum hærra.
Það eru jafnvel ýmsir farnir að
trúa því, að undir hulu þagnar-
innar hafi ríkisstjórnin verið
eftirlátari en hún lætur, og ef
til vill gefið meira eftir en þurft
hefði með •samningum, ef hún
hefði farið þá leiðina. Sé farið
’fram á eitthvað ógeðfellt á
þjóðin rétt á því, að fá að gera
upp við sig, hvort hún vill það
eða ekki. Ef erlendu stórveldi
er alvara með það að hafa hér
herstöðvar, þá á þjóðin heimt-
ingu á að fá að vita það, og get-
ur þá ráðið við sig, hvort það
er með þeim hætti, að hún geti
samið um það eða verði að mót-
mæla því. Sé verið að vinna ó-
hæfuverk, sem þjóðin fordæmir,
á hún að fá að mótmæla því.
Það versta og hættulegasta er
tvímælalaust það, að láta undarí
erlendum ríkjum, án þess að
semja eða mótmæla. — Bæði
samningar og mótmæli geta
orðið styrkur fyrir þjóðina og
rétt hennar síðar, en þegjandi
samþykki aldrei.
Þess vegna spyrja þjóðræknir
og ábyrgir íslendingar: Hvað er
hér að gerast * og hvað liggur
fyrir í þessu máli?
Þjóðin vill vita sannleikann
um þetta alvörumál, róleg og
öfgalaus, eins og farið er fram
á í þingsályktunartillögu Her-
manns Jónassonar. Upphróp-
anir Þjóðviljans um landráð eru
annars eðlis en þær umræður,
sem þjóðin krefst.
Herfinnur frá Herfelli:
Bréf frá verkamanni til bónda
Reykjavík, á þorra 1946.
Góði vin!
Ég ætla að gömlum vana að
senda þér kveðju mína og um
leiða að þakka þér fyrir bréfin,
sem þú hefir skrifað mér, og
minnast á ýmislegt, sem við hef'-
ir borið, aðallega á árinu sem
leið, þótt flest verði það eitt-
hvað, sem snertir mig sjálfan.
Árið 1945 var mér að mörgu
leyti hagstæðara en árið áður.
Ég var aldrei veikur, og ekki
settur i verkfall eins og árið
1944.
Verkfallið 1944 varð mér dýrt.
Ennþá sýp ég seyðið af því verk-
falli, því að vegna þess aö kaup
þeirra faglærðu varð aö hækka,
var vinnutíminn styttur, svo að
eftir það var ekki hjá okkur
nema 8 tíma vinna á dag, en
1944 vár unnið 9 tíma á dag.
Viðurkenna verður að mikið
hafa verkalýðssámtökin bætt
kjör verkafólks, en ef launa-
kröfur verkafólks fara i öfgar,
getur ólán þjóðarinnar orðið
engu minna en atvinnurekenda-
kúgun eða verzlunareinokun.
En hinn réttláti löggjafi á að
halda öllu þessu í skefjum og
réttu jafnvægi. En hvernig
finnst þér nú þetta ganga? Ég
tala nú seinna um það, eða i
næsta bréfi, ef . tíminn endist
mér ekki nú. —
Vegna góðrar heilsu minnar
urðu tekjur mínar meiri 1945
en 1944. Þær urðu kr. 15847,20,
auk orlofsfjár. Þetta urðu laun-
in fyrir 2325 klst. vinnu, þ. e.
8 stunda vinnu á dag, þá daga
sem unnið var í verksmiðjunni,
aðra en sumarleyfisdagana.
Ég sagði þér í fyrra,
að í marz árið áður, hefðu viku-
launin fyrir 56 stunda vinnu
orðið kr. 409.00 Með því áfram-
haldi hefði mátt búast við 19
þúsund króna árslaunum. Ég
endurtek ekki hugleiðingar mín-
ar um það, hvað gera mætti við
slíka fjárhæð. Ástæðurnar eru,
og hafa að undanförnu verið,
svo fljótar að breytast að líkja
má við snögg veðrabrigði. Hvern-
ig heldur þú, að fari með fisk-
verzlun okkar, ef Bretinn snýr
að okkur bakinu? Vonandi, að
allir aðilar, launþegar og fram-
leiðendur, sýni sanngirni og
glöggan skilning, ef breyta þarf
til um verð á vöru og vinnu
vegna veröfalls á útflutnings-
vöru okkar. En ýms atvik gera
mann efablandinn.
Ég sagði þér áðan, hvað ég
fékk í árslaun 1945. En þig lang-
ar líklega til að vita, hvað ég
hefi gert við þúsundirnar. Mat-
urinn kostar kr. 4493,00. Það er
að segja efni fæðunnar. Hér er
ekki með suða á mat né mat-
reiðsla, en auðvitað er þetta
matur sá allur, sem við hjónin
og gestir okkar höfum borðað.
Maturinn okkar hjónanna kost-
aði þá á dag til jafnaðar árið
sem leið kr. 12,33, þar frá dregst
kjötstyrkurinn frá 20. sept.
Það hefir oi’ðið í haust veru-
leg breyting á verðlagi matvöru,
einkum mjólkur og kjöts. Þú
mátt geta því nærri, að ég hefi
athugað, hvaða áhrif þetta hef-
ir á fæðiskostnað minn, og eðli-
lega er svipað að segja um aðra,
sem giftir eru og ómagalausir.
Dæmið lítur þá þannig út: —
Við kaupum 2 potta af mjólk
á dag. Áður kostaði mjólkur-
potturinn kr. 1,45, nú kr. 1,60.
Þetta gerir þá kr. 109,50 aura
aukin ársútgjöld í mjólk. Við
kaupum tvö kg. af kjöti á viku.
Áður en verðbreytingin varð
kostaði kjötið kr. 6,50 kg„ en
nú kostar það kr. 10,85, þetta
gerir kr. 452,20 aukin ársútgjöld,
en frá þessu má draga ríkis-
sjóðsstyrkinn, sem verður víst
fyrir okkur bæði kr. 330,00 eða
vel það. Raunverulega aukin
kjötútgjöld yfir árið verða því
tæpar kr. 130,00. Verða því auk-
in útgjöld vegna kjöts og mjólk-
ur kr. 240,00. Þetta er þá hin
raunverulega tekjurýrnun hjá
mér til móts við tekjurýrnun
bændanna við það að missa af
verðlagsuppbótum úr ríkissjóði
vegna óhagstæðs verðs á land-
búnaðarvörum. En þú sem
bóndi segir mér, hverju bóndinn
raunverulega tapar. En áætlun
mín um þetta lítur þannig út:
Ég áætla, að einyrkjabóndi
framleiði 90 kindur til slátrun-
ar, hver skrokkur 14 kg. til jafn-
aðar. Það gera 1260 kg. alls. Þótt
ég áætli, að verðfallið sé ekki
nema ein króna á kg„ er þó
kauplækkun bóndans kr. 1260.
En mín kauplækkun vegna kjöts
og mjólkur er kr. 240.00. Þótt
þessi áætlun reynist of há, sök-
um þess að svona stór bú hafa
ekki aðrir einyrkjar en þeir, sem
bæði eru duglegri en meðal-
menn og búa við góða aðstöðu,
er þó mjög augljóst, hvað verð-
fallið þjappar fastar að sauð-
fjárbændum en mér og mínum
líkum. Mér finnst líka megi líta
á það, að ég bý við margs konar
þægindi, sem bændur hafa ekki
almennt, og þessi laun mín eru
fyrir 8 stunda vinnu á dag, og
margt má gera í mínum langa
hvíldartíma, sem drýgir launin,
þótt ekki gefi samningsbundið
kaup. En einyrkjabændur reka
ekki nefndan búskap með 8
stunda vinnudegi, það fullyrði
ég af eigin raun. En ég kvíði
fyrir einu, sem bóndinn þarf
aldrei að kvíða fyrir: það er, ef
fyrir kemur verkfall. Þá geta
rýrnað tekjuliðir verkamanns-
ins svo, að við þjáningar má
likja. En maður verður að vona,
að vit, þekking og sanngirni
beggja aðila sé nú orðið það
þroskað, að framhjá slíkum
háska verði stýrt á komandi
tímum, og takist þetta hér, sýn-
um við meiri þroska en víða
þekkist.
Mér finnst óeðlileg og í ýmsu
ranglát tilhögun á styrkveitingu
til kjötneytenda, svo sem að
draga menn í dilka, þannig að
sumir eru þeir verðugu en aðrir
óverðugir. Ég sé ekki nógu skýr
takmörk á milli þeirra verðugu
og hinna óverðugu. Og svo
þetta: Það eru undur að fá
styrk fyrir að hafa étið 40 kg.
af kjöti, án þess að hafa nokkur
(Framhald á 3. síðuj.
f1 ðíiaðawyi
Vesaldómur Emils.
Emil Jónsson ráðherra hefir
lagt sig fram flestum fremur til
þess að reyna að láta svo líta
út, að hann væri vinur iðnað-
armanna. Er nú komið í ljós
að þessi hugur hans til iðnaðar-
manna hefir ekki staðið djúpt.
Þegar Emil bar fram frumvarp
sitt um útlendingahótelið, þar
sem ríkið á að leggja fram 5
ipiljónir til að kosta dvöl út-
lendinga í landinu, sagði hann
að amerískir húsameistarar
yrðu fengnir til þess að teikna
húsið og þá líklega sjá um verk-
ið. Svo fínt svo fínt — hugsaði
Emil.
Landsmenn skildu, að þar var
hn^ykslismál í uppsiglingu, sem
fína fólkið hafði togað Emil inn
í — eihs og oftar. Húsameistarar
l urðu nú vondir við Emil og hann
i varð hræddur, — það er nú gald-
i urinn við hann Emil. Þess vegna
!sver hann orðið fyrir það, sem
hann hefir sagt, og sýnast þó
svardagarnir að vera hálf bros-
legir, því Alþýðublaðið verður
að játa það, sem allir hér í bæ
vita, að amerískur húsameistari
— jafnvel tveir — hafa verið
ráðnir hingað í þessum erinda-
gerðum. En það á bara að kosta
„ofurlítið“, segir Emil, og það á
aðeins að hafa „samráð“ við þá
um, hvar útlendingahótelið á
að standa o. s. frv. — Hins
vegar hefir enn ekki verið ákveð-
ið, segir Emil, að erlendur húsa-
meistari jeikni húsið — og verð-
ur það ekki gert fyrr en það
hefir verið ákveðið!
Brynjólfur virðist meðganga
sittf hneykslismál um teikningu
útvarpsstöðvarinnar. Emil er
það lítilmótlegri, að hann reyn-
ir að breiða yfir sitt hneyksli —
án þess að geta þaö. Þetta er
eitthvað skylt flutningi Emils
hingað til' Reykjavíkur,. þegar
verst stóð í Hafnarfirði .Skjól
verður slíkur maður seint fyrir
iðnaðarstéttina eða nokkurn
annan. —
Bankaráðskosningin
og rökþrot Mbl.
Morgunblaðið forðast sem
mest að minnast á það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir nú sein-
ast orðið að ganga undir^ það
á málið, og þá reynt að afsaka
ingi kommúnista, að afhenda
þeim sæti Ólafs Thors í banka-
ráði Landsbankans. Aðeins
einu sinni hefir Mbl. minnst
á málið, og þá rent að afsaka
framkomu Sjálfstæðisflokksins
með því, að Framsóknarmenn
hafi þá venju í þinginu að stilla
ekki upp á móti kommúnistum,
þegar kosið sé í fimm manna
nefndir í þ'inginu! Þetta mun
rétt hjá Mbl„ en litið gagnar
því þessi samanburður, því að
ástæðan til þessa er sú, að
kommúnistar hafa einsamlir
þingfylgi til að fá mann kosinn,
þegar kosið er í fimm manna
nefndir. Þess vegna er það ekki
annað en óþörf fyrirhöfn að
stilla á móti þeim undir slíkum
kringumstæðum. Við bankaráðs-
kosninguna gegndi þetta allt
öðru máli, 'því að kommúnistar
höfðu ekki bolmagn í Lands-
bankanefndinni til að fá mann
kosinn, nema Sjálfstæðisflokk-
urinn kæmi þeim til hjálpar,
eins og þeir líka gerðu svo sem
eftirminnilegt er.
, Þessi samanburður Mbl. er
þannig fullkomlega út í hött og
sýnir bezt, hve gersamlega
blaðinu þrýtur öll rök til að
verja þennan undirlægjuskap
við kommúnista.
Siðfræði Morgunblaðsins.
Mbl. atyrðir Gunnar Gríms-
son á Skagaströnd á sinn
smekklega hátt fyrir það að
hann fylgi ekki Kolku héraðs-
lækni sínum í stjórnmálum, þó
hann hafi legið í sjúkrahúsi
hans. Hins vegar er þess aldrei
getið að Ingólfur á Hellu og aðr-
ir Sjálfstæðismenn í Rangár-
vallasýslu eigi að fylgja sínum
héraðslækni. Þetta er hin aum-
asta siðfræði, enda sjálfsagt
runnin úr penna Jóns Pálma-
sonar. Ef Sjálfstæðismenn gera
embættisskyldu sína, er ætlast
til þess, að menn gefi þeim sál
og sannfæringu fyrir það. Þann-
ig fléttast hroki og þrælslund
saman. En ekki mun Mbl. vinna
landið með svona siðfræði.
Ctbrelðið Tímann!
f
Gnðrúit Bjjörnsdóttir frá Kornsá:
Frú Björg Einarsdóttir
Frú Björg Einarsdóttir, ekkja séra Hjörleifs Einarssonar prófasts
á Undirfelli í Vatnsdal, lézt 16. þ. m. — Burtför hennar kom ekki
óvænt. Hún var komin nokkuð á 5. árið yfir nírætt og hafði verið
mikið veik síðustu þrjá mánuðina. Sjálf var hún löngu farin að þrá
að losna við hinn hrörlega líkama og komast inn á ókunna landið,
þar sem hún treysti svo öruggt, aö hún mundi hitta hina mörgu
ástvini sína, sem á undan henni voru farnir, og njóta samvist-
anna við þá. — Við vinir hennar óskuðum henni ekki lengri
hérvistar, og þó getum við ekki annað en horft á auða rúmið
hennar með söknuði, og minningarnar þyrpast fram í hugann
hver af annarri. Hún er til moldar borin í dag.
Vatnsdalur í Húnavatnssýslu
er einn hinn fegursti og bú-
sældarlegasti dalur landsins. Á
bernskuárum mínum var talið,
að þar væri einnig óvenjulegt
mannval og þóttu húsfreyjurnar
þar ekki síður skörulegar og
glæsilegar. Ekki get ég þó neit-
að því, að tvær þeirra höfðu
nokkra sérstöðu í barnshuga
mínum og voru þar einna skýr-
ast mótaðar, líklega af því að
þær voru einu „frúrnar“ í sveit-
inni: frúin á Kornsá, kona Lár-
usar Blöndal sýslumanns, og
frúin á Undirfelli, kona séra
Hjörleifs Einarssonar. Þó voru
hugmyndir mínar og áhrif
þeirra á mig með ólíkum hætti.
Af sýslumannsfrúnni fannst
mér alltaf standa dálítill gust-
ur, í umhverfi hennar hlyti að
vera gleði og glaumur. Hún
glettist við okkur börnin og
aldrei datt mér í hug að vera
neitt feimin við hana, þótt mér
þætti mikið til hennar koma.
— Um frúna á Undirfelli var
allt öðru máli að gegna. Hún
var jafnan í huga mínum um-
vafin rómantískri sorgarblæju.
Mér finnst meira að segja, að
ég hafi á fyrstu bernskuárum
mínum aldrei séð hana öðruvísi
en svartklædda. Þó er ég nú alls
ekki viss um, að svo hafi verið
í raun og veru. í návist hennar
hefði mér aldrei getað annað
til ' hugar komið en að vera
„kyrrlát og hljóð“. Ég hafði
Björg Einarsdóttir
heyrt fullorðna fólkið tala i
lágum alvöruþrungnum róm um
sorgir h'ennar —, um ungu
heimasætuna á Mælifelli í
Skagafirði, sem verið hafi trú-
lofuð bernskuvini sínum, Eggert
Jónssyni, prestssyninum glæsi-
lega frá Mælifelli, — um. til-
hugalif þeirra — svo fagurt og
hamingjusamt að fágætt var.
— Og svo slysið hræðilega, þeg-
ar unnustinn hvarf í öldur hafs-
ins og harmafregnin barst brúð-
inni. Ættingjar og vinir óttuð-
ust, að sorgin mundi ríða henni
að fullu. Lengi vel gat hún ekki
grátið, en þrútnaði svo, að
spretta varð af henni fötum.
Systir unnusta hennar yfirgaf
hana ekki vikum saman, og
smám saman dofnaði sárasti
harmurinn. Hún tók að nýju að
vinna kappsamlega að heimilis-
störfunum og hugðist nú að
helga sig því eingöngu að hjálpa
foreldrum sínum, sem tekin
voru að eldast og lýjast. En
minninguna um unnustann ást-
fólgna myndi hún jafnan geyma
í tryggu hjarta og aldrei geta
til þess hugsað að bindast
nokkrum öðrum manni. — Það
varð henni fyrst veruleg harma-
bót, þegar hún tók bróðurson
sinn nýfæddan til fósturs og gaf
honum nafn unnusta síns. Eng-
in móðir getur unnað barni
sínu heitar en hún unni Eggert
litla. Hann var henni sem fyrsti
bjarti sólargeislinn eftir langt
myrkur.
Árin liðu. Heimasætan á
Mælifellsá var nú komin nokk-
uð yfir þrítugt. Hana hafði ekki
skort biðla, en hún vísaði þeim
öllum á bug. — En þá var séra
Hjörleifur á Undirfelli orðinn
ekkjumaður. Hann hafði all-
stórt bú og var nauðsyn á góðri
og styrkri meðhjálp, og þar sem
hann hafði áður en hann fékk
Undirfellsbrauð verið prestur í
Skagafirði, var honum kunnugt
um, að Björg Einarsdóttir á
Mælifellsá í Skagafirði þótti
einn hinn bezti kvenkostur. Leið
þvi ekki á löngu áður en hann
bar upp bónorð sitt til hennar.
Tók hún því fjarri í fyrstu, en
hann sótti mál sitt fast og mun
líka hafa notið eindregins stuðn-
ings þeirra Mælifellshjóna, sem
að sjálfsögðu litu svo á, að við-
urhlutamikið væri fyrir dóttur
þeirra að neita svo góðúm ráða-
hag, og erfitt mundi verða fyrir
hana að korqast af með fóstur-
barn sitt, þegar þeirra missti
við eða gætu ekki búið lengur,
en þau voi;u þá tekin fast að eld-
ast.Var talið, að hún mundi hafa
látið undan við þessar fortölur,1
og ekki sízt til þess að eiga
hægrá með að aðstoða foreldra
sína i ellinni, enda fluttu þau
strax með henni að Undirfelli
og fleira af skylduliði hennar,
8 manns alls.
Staða frú Bjargar fyrstu ár
hennar á Undirfelli mun hafa
verið mjög vandasöm og erfið.
Þaö er aldrei létt að taka við
búi og setjast í sæti afbragðs-
konu að dugnaði og myndarskap,
en það var frú Guðlaug, fyrri
kona séra Hjörleifs, talin að
vera —, og gerast stjúpa full-
orðinna barna. Og ef til vill er
það enn vandasamara, þegar
hún hefir margt af sínu eigin
skylduliði á heimilinu. — Séra
Hjörleifur var að vísu vænn
maður og ágætlega ger um
4
l