Tíminn - 29.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ \ Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hi. ( RITSTJÓRASKRIFCTOFUR: EDDUHÚSI. Llr.dargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTÁ OG AUGLÝSINGASKREFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 30. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. marz 1946 56. blað Erlent yfirlit Hrun kommúnista í Danmörku íhaldsmenn |iar hafa stórtapað á makki sínu við kommánista. Öryggisráðið ræðir íranmálið, þrátt fyrir f jarveru Rússa Skýrt frá kröfum Rássa á hendur íran- mönnum. Þau tíðindi gerðust á fundi Öryggisráðsins í fyrrakvöld, að samþykkt var tillaga undir- nefndarinnar að taka íranmálið þegar fyrir. Tillagan var sam- þykkfr með 9:2 atkv. Voru full- trúar Rússa og Pólverja á móti henni. Þegar tillagan hafði verið samþykkt, gekk fulltrúi Rússa af fundi, en hann hafði áður lýst yfir því, að Rússar myndu ekki taka þátt í meðferð máls- ins, nema því yrði frestað til 10. apríl næstk. Byrnes, utanríkismálaráð- herra ílutti ræðu rétt fyrir at- kvæðagreiðsluna og kvaðst ekki geta fallizt á frestun. Rússar gætu gert kröfu um nýja frest- un, þegar ráðið kæmi saman 10. april og þannig gæti það geng- ið koll af kolli. Það myndi stofna áliti ráðsins í hættu, ef það færi að fresta afgreiðslu slíkra mála í stað þess að afgreiða þau strax. Eftir að ákveðið hafði verið að taka málið fyrir, flutti full- trúi írans ræðu. Hann sagði, að ekki hefðu náðst samningar milli stjórnar írans og Rúss- lands, því að stjórn írans hefði ekki getað fallizt á kröfur Rússa. Helztu kröfur Rússa voru þær, að rússnesk setulið yrði í-nokkr- um héruðum írans, Asserbeid- jan fengi sjálfstjórn og stofn- að yrði rússneskt-íranskt olíu- félag. Hann kvað Rússa ekki hafa gert neinn sérsamning við írönsku stjórnina um brott- flutning rússneska hersins og gæti hún því engar upplýsingar gefið um, hvernig honum yrði háttað eða hvort hann yrði íramkvæmdur. MAÐUR HVERFUR í FLEETWOOD ^elgi Einarsson frá Borgar- nesi, háseti á mótorskipinu „Eldborg“, hvarf í Fleetwood miðvikudaginn 20. marz og hafði ekki komið fram, er síð- ast fréttist. „Eldborgin" var að landa í Fleetwood, er Helgi, ásamt nokkrum félögum sínum af skipinu, fór í land. Varð hann viðskila við þá og kom ekki um borð um kvöldið. Morguninn eftir, fimmtudag, fóru félagar hans að leita*hans, en er sú íeit bar ekki árangur, tilkynnti skipstjórinn lögreglustöðvum borgarinnar og umboðsmanni skipsins hvarfið. „Eldborgin“ lagði af stað heim aðfaranótt föstudags, en þá hafði ekkert heyrzt af Helga. Síðan hefir ekkert frétzt um hann. Þann 12. þ. m. fóru fram bæjarstjórnar- og amtráðs- kosningar í Danmörku. Kosn- inga þessara var beðið með allmikilli eftirvæntingu. Einkum lék mörgum forvitni á að sjá, hvort fylgi kommún- ista héldi áfram að eflast, en þeir unnu mikið á í þingkosn- ingunum í haust. Úrslitin urðu mikil vonbrigði fyrir þá, sem höfðu búizt við vexti kommúnista, því að þeir misstu þriðjung fylgis síns í þessum kosningum, miðað við þingkosningarnar í október. Yfirleitt var þátttaka í þess- um kosningum heldur verri en í þingkosningunum. Þrátt fyrir það héldu jafnaðarmenn og radikalir yfirleitt svipaðri at- kvæðatölu og þá, en Vinstri- menn hækkuðu atkvæðatölu sína. Atkvæðatala kommúnista og íhaldsmanna lækkaði hins vegar stórlega. Yfirleitt gefa úr- slitin í Kaupmannahöfn góða hugmynd um þróunina, en þau voru þessi (fyrst úrslit þing- kosninganna í október 1945, en síðan úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna í marz 1946): Jafnaðarm. 158.841 153.470 Radikalir 21.604 20.824 Vinstrimenn 14.714 16.588 íhaldsmenn 94.171 62.885 Kommúnistar 105.133 62.808 Dansk Samling 14.737 5.728 Eins og tölur þessar sýna, hafa kommúnistar tapað rúmlega 42 þús. atkvæðum og íhaldsmenn 32 þús. atkvæðum. Víðast utan Kaupmannahafnar svaraði tap þessara flokka einnig til þriðj- (Framhald á 4. síðu). BIFREIÐASLYS VIÐ ELLIÐAÁR Síðdegis í gær varð alvarlegt bifreiðaslys inn hjá Elliðaám. Tvær bifreiðar fóru út af vegin- um. Önnur bifreiðin, sem var flutningabifreið með fólkshúsi, valt út af veginum í hæðinni fyrir austan Elliðaárnar, þar sem allhá uppfyling er. f þess- ari bifreið voru átta menn, sem meiddust nokkuð. Tveir þeirra meiddust mikið, annar lærbrotnaði og handleggsbrotn- aði, hinn rifbrotnaði. Ástæðan til þess, að bifreiðin fór út af þarna í hallanum mun hafa verið sú, að stór flutninga- bifreið 10 hjóla, ók utan í hana, þannig, að hún valt út af veg- inum. En þessi sami flutninga- bíll, sem auðsýnilega hefir ekið lieldur ógætilega, fór sjálfur út af veginum og valt á hliðina, eftir að hafa farið yfir Elliðaár- brýrnar og ekið 400—500 metra leið frá því hánn ók á fólks- flutningabifreiðina. Stóra flutn- ingabifreiðin valt á hliðina. Hún var með fullfermi af möl. ' * ■ Geta útlendingar flutt héðan gjald- eyri eins og þeim þóknast? Fnrðnleg vörn stjórnarliðsins á sambandf við j gjaldeyrisleyfi til dóttur formanns Nýbygg« ingarráðs. Morgunbl. hefir nú loksins farið á stúfana og reynt að verja þann verknað ríkisstjórnarinnar að Ieyfa dóttur Jóhanns Þ. Jós- efssonar, formanns Nýbyggingarráðs, að hafa með-sér úr landinu 400 þús kr. í dollurum. Eru það aðalrök þess, að dóttir Jóhanns hafi verið orðinn amerískur borgari og þess vegna hafi eignir hennar hér verið orðnar einhvers konar skuld, sem bar að láta greiða. Blaðið bætir því síðan við, að það sé aðeins ofsókn á hendur Jóhanni að vera að minnast á þetta mál. Margrethe prinsessa Það ætti raunar ekki að þurfa að taka fram, að það tíðkast hvergi,s þar sem hörgull er á gjaldeyri, að konur, sem verða útlendir ríkisborgarar, fái að yf- irfæra eignir sínar í einu lagi, ef þær nema einhverju verulegu, og það í þeim gjaldeyrinum, sem mestur hörgull er á. Sama gildir vitanlega um' karlmenn, sem verða útlendir ríkisborgarar. Væri farið inn á þessa braut, gæti opnast þar slik flóðgátt, að hún sogaði burt allan handbær- an gjaldeyri þjóðarinnar, svo að hún stæði slipp og snauð eftir. Alveg sérstaklega er sú hætta mikil, þegar eins hefir verið á- statt og hér, að óeðlilega margt kvenfólk giftist úr landinu. Yf- irfærslur á slíkum eignum verða því að vera háðar einhverjum takmörkunum, sem tryggi það, að þær gangi ekki á hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefir þannig brotið alveg sjálfsagða og nauð- synlega varúðarreglu, þegar hún veitti leyfi til þess, að dóttir Jóhanns mætti yfirfæra þessa stóru upphæð í dollurum í einu lagi. Með þvi hefir hún skapað hið háskalegasta fordæmi, sein vafalaust mun draga margan dilk á eftir sér, því að vitanlega er ekki hægt að neita öðrum íslenzkum kgnum, sem giftast útlendingum, um það, sem dótt- ir Jóhanns hefir verið leyft. Þessi framkoma ríkisstjórnar- innar er enn vítaverðari, þegar þess er gætt, að tilfinnanlegur skortur er nú orðinn á dollur- um og þjóðin verður þegar að fara margs á mis af þeirri á- stæðu. Þessi hætta stafar ekki held- ur eingöngu frá konum, sem giftast útlendingum, heldur og erlendum ríkisborgurum, sem hér dvelja. Hvernig færi t. d., ef allir þeir Danir, sem hér dvelja, heimtuðu að fá eignir sínar yfirfærðar? Tíminn vill svo bæta því við | og lætur sér það í léttu rúmi liggja, þótt Morgunblaðið kunni að kalla það ofsókn, að hann telur það með öllu óafsakanlegt af formanni Nýbyggingarráðs, að eiga þátt í þessari stórfeldu yfirfærslu og því hættulega fordæmi, sem með henni er skapað, og það á sama tíma og honum er manna bezt kunnugt um að stöðva verður ýmsan nauðsynlegan innflutning vegna gjaldeyrisskorts. Frh. á 4. s. Furðulegur málflutning- ur Morgunblaðsins Það segir, að mlklar deilur hafl orðið um at- riði, sem allir hafa veriö sammála um. Það er næsta ótrúlegt, hvað Mbl. getur dottið í hug, þegar það er að reyna að sanna einhvern óhróður á Framsóknarmenn. Seinasta dæmið um þetta er forustugrein blaðsins í gíer. Þar er því haldið fram, að Framsóknarmenn hafi barizt gegn frumvárpi, sem stjórnin hafi flutt til að greiða fyrir sumarslátrun. Sann- leikurinn var, að aðalefni þessa frv. var um allt annað, og um það var deilt, en ekki sumarslátrunarákvæðið, sem skotið hafði -verið inn í frv. sem aukaatriði. Er þessi einstæði málflutningur Mbl. vel skýrður í eftirfarandi athugasemd frá Skúla Guð- mundssyni. — í þe&sari viku hefir Alþingi haft til umræðu stjórnarfrum- varp um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að halda niðri dýrtíðarvísitölu með fjárgreiðsl- um úr ríkissjóði og um áhrif nokkurra landbúnaðarafurða á vísitöluna. Samkvæmt 1 . gr. þessa frv. er stjórninni heimilt að verja fé úr ríkissjóði til þess að halda niðri vísitölunni fram til 15. sept. næstk., en slík heim- ild hefir verið í lögum síðustu I árin og munu útgjöld ríkissjóðs af þessu hafa numið nálægt 25 (Framhald á 4. síðu). Guðfinna frá Hömrum látin Guðfinna Jónsdóttir frá V. , Hömrum lézt í fyrrinótt að Kristneshæli, en þar hafði hún legið sjúk um nokkurt skeið. Hún var aðeins um fertugt, en hafði þo áunnið sér miklar vin- sældir og viðurkenningu sem ljóðskáld, og tvær ljóðabækur hafa komið út eftir hana. Mynd þessi var nýlega tekin af eldri dóttur dönsku krónprinshjónanna, Margrethe prinscssu. Var hún þá stödd með fóstru sinni á vetrarskemmtlstað í Svíþjóð. Tónlistarskólinn hefir 240 nemenðnr Skóliim liefir of þröng Imsakyimi. Stjórn Tónlistarskólans bauð í gær ýmsum velunnur- um skólans, að skoða húsa- kynni hans í Þjóðleikhúsinu og í kaffidrykkju að Hótei Borg á eftir. Formaður skól- ans, Ólafur Þorgrímsson, bauð gestina velkomna og þakkaði þeim fyrir stuðning þeirra við skólann og Tónlis/arfélagið. Skólastjóri Tónlistarskólans, dr. Páll ísólfsson, rakti því næst í stuttu máli sögu skólans frá því hann var stofnaður af nokk- urum áhugamönnum um tónlist 1930, nokkru eftir Alþingishá- tíðina. Skólinn átti við mikla byrjunarörðugleika að stríða, einkum þó húsnæðisvandræði. Hann fékk þó húsnæði undir starfsemi sína í Hljómskálanum og var þar til húsa fyrstu 9 árin, þó húsnæði þetta væri hið ófullkomnasta fyrir starfsemi skólans. Skömmu fyrir styrjöld- ina fékk skólinn húsnæöi í hinu nýja Þjóðleikhúsi, en varð að hverfa þaðan aftur í Hljómskál- ann, er landið var hernumið. Nú er skólinn loks aftur kominn í húsakynni í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann hefir til umráða þrjár vistlegar kennslustofur og einn samkomusal, auk tveggja herbergja fyrir skrifstofu skóla- stjóra og Tónlistarfélagsins. Starfsemi skólans hefir aukizt mjög á seinustu árum og það hefir greinilega komið í ljós, að þö('fin fyrir tónlistarskóla er fyrir hendi. í skólanum stunda nú nám um 240 nemendur. — (.Framhald á 4. síðu). Samgönguieysið norðanlands Ekkert flutiiingaskip koiiiið til Akureyrar í ntánaið. Á Akureyri og í nærhéruð- um ríkir nú mikil óánægja vegna strjálla skipaferða. Þangað hefir nú ekki komið flutpingaskip í heilan mán- uð. Á sama tíma ræður Eim- skipafélagið yfir 18 skipum, en ekkert þeirra er látið í strandferðasiglingar. Hins vegar er skip sent til Ant- werpen i nokkurs konar reynzluferð, að því er bezt verður skilið, til að sjá hvort ekki fáist flutningur þaðan hingað til lands. Eins og áður segir, er meira en heill mánuður nú liðinn, siðan flutningáskip hefir komið til Akureyrar með vörur. Má til samanburðar geta þess, að á sama tíma og ekkert skip hefir farið milli Akureyrar og Reykja-’ víkur, hefir skipið Dronning Alexandrine farið margar ferð- ir milli Danmerkur og íslands. Mikill skortur er nú orðinn á flestum aðfluttum nauðsynjum á Akureyri. Verzlanir skortir margar vörutegundir og iðnað- arfyrirtæki fá ekki hráefni til framleiðslu sinnar. í Reykjavík liggja hins vegar vörur frá út- löndum, sem eiga að fara til Akureyrar, svo þúsundum smál, skiptir. Það má með sanni segja, að ástand það, sem nú ríkir í sam- (Framhald á 4. síðu). 1 v Fiskaflinn keldur minni en í fyrra Fiskaflinn á öllu landinu var í febrúar orðinn samtals 31.981 smál., af því hafði afl- azt í febrúarmánuði 24.400 smál., en aðeins 7.576 smál. í janúar. Á sama tíma í fyrra var aflinn á öllu landinu orð- inn 37.060 smál., eða um 6.000 smál. meiri en hann er nú. Af aflanum í lebrúar voru 7.187 smál. fluttar út með fisk- flutningaskipum ísað, en 4.103 smál. fluttu skip, sem seldu sinn eigin afla. Samtals hefir því verið fluttar út 11.290 smál af ísuðum fiski í febrúar, og í jan. og febr. samanlagt 16.360 smál. Á sama tíma í fyrra höfðu verið fluttar út 26.370 smál. af ísuðum fiski. í febrúarmánuði voru 9.972 smál. af fiski frystar, en 2.384 smál. í janúar. Alls er því búið að frysta á öllu landinu í febrú- arlok 12.351 smál. og er það nokkru meira en í fyrra, .en þá var búið að frysta á sama tíma 9.561 smál. í fyrra var enginn fiskur hertur en i janúarmán- (Framháld á 4. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.