Tíminn - 03.04.1946, Blaðsíða 2
2
TÍMliW. miðvikwdaginn 3. aprii 1946
59. blað
Miðvikudagur 3. apríl
Dæmdur maður
Flótti Ólafs Thors í dýrtíðar-
málunum myndi vekja mikla
athygli, ef annar maður ætti í
hlut, en enginn virðist taka til
þess með hann. Nýlega flutti
Ólafur eina af sínum „alvöru-
þrungnu“ ræðum, þar sem hann
lýsti nauðsyn og blessun dýrtíð-
arinnar. Segist Morgunblaðinu
frá á þennan hátt: „Þessu næst
drap forsætisráðherrann á dýr-
tíðina og spurði: Hvað er þessi
ægilega dýrtíð, sem allir eru að
gaspra um? Hún er hækkun
kaupgjalds og afurðaverðs, auð-
miðlun milli atvinnurekenda, er
standa að framleiðslunni, og al-
mennings í landinu."
Áður en þessi ummæli ráð-
herrans verða rökrædd er rétt
að minnast nokkurra fyrri um-
mæla hans til að sýna, hversu
langt hann er nú leiddur og hve
mikill er flóttinn frá fyrri mál-
stað. Hinn 19. desember 1942
sagði hann:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefir
frá öndverðu skilið böl vaxandi
dýrtíðar. Hann hefir séð og sagt
fyrir hvert stefndi, ef ekki yrði
aðhafzt“.
í marz 1942 sagði þessi sami
maður:
„í öllum siðmenningarlönd-
um er nú háð hörð barátta gegn
dýrtíðinni. Sá, sem berst fyrir
dýrtíðinni, er ekki aðeins fjand-
maður sparifjáreigenda, gam-
almenna, ekkna og munaðar-
leysingja og annarra, er af-
komuvonir hafa byggt á pen-
ingaeign og peningakröfum. Nei.
Hann er einnig böðull framleið-
enda og launamanna og raunar
alþjóðar.
Við okkur íslendingum blasir
bölvun fra'mtiðarinnar óvenju
skýr og ótvíræð, sé verðbólgan
látin óhindruð".
Um likt leyti lýsti Ólafur
Thors ferli Alþýðufiokksins í
dýrtiðarmálunum með þessum
orðum:
„Hann lagðist á sveif með
kommúnistum í baráttu gegn
hagsmunum launastéttanna,
gegn hagsmunum gamalla og
munaðarlausra í baráttu fyrir
öngþveiti í þjóðfélaginu.
í örvinglan kastaði hann öllu
fyrir borð, eigin fortíð í mál-
inu, skoðun sinni, velferð um-
bjóðenda sinna og hagsmunum
alþjóðar, allt í því skyni að
reyna að afla sér kjörfylgis á
kostnað alþjóðar. Silfurpening-
ar urðu að vísu nokkrir. Júdas-
arlaunin einhver",
Tíminn hefir ekki rúm til að
birta meira af hreystiyrðum Ól-
afs Thors frá þeirri tíð, en af
nógu er að taka. Þegar Eysteinn
Jónsson vitnaði til þeirra í eld-
húsdagsumræðunum í vetur,
sagði Ólafur, að þau væru slitin
út úr samhengi. Eri það er kom-
inn tími til þess fyrir hann að
birta þessi ummæli sín í sam-
hengi, svo að út úr þeim fáist
önnur merking en þau benda til
hér að ofan.
Um dýrtiðina er svo það að
segja, að hún er engin auðjöfn-
un í sjálfu sér. Hún er verðfell-
ing peninga móti þeim nauð-
synjum, sem fyrir þá fást. Eig-
endur Kveldúlfs og aðrir stór-
gróðamenn standa ekki nær al-
þýðlegum lífskjörum en áður
var, vegna dýrtíðarinnar. Og það
voru til betri ráð en verðbólgu-
úrræðin, til þess að halda stór-
gróða þeirra í skefjum og bjarga
stríðsgróðanum til almanna
þarfa.
Hér er ekki hægt að ganga
Frækorn illskunnar
Gunnar Þórðarson, Grænumýrartungu:
Baráttan um búnaðarmálasjóðinn
legt, þegar löggjafar- og fjár-
veitingavaldið hefir árum sam-
an talið óhætt að fela stjórn
Búnaðarfélags íslands og bún-
aðarþingi óskorað vald yfir eklci
óverulegri fjárframlögum én
þeim, sem Búnaðarfélag íslands
og búnaðarþing hafa notið og
ekki hlotið neina gagnrýni fyrir
óskynsamlega ráðstöfun á til
þessa, að þá skyldi einn af hin-
um fá,u þingbændum verða til
þess að heimta, að Alþingi
skerði umráðaréttinn yfir fé
búnaðarmálasjóðs, með þeim að-
alröksemdum, að núverandi
landbúnaðarráðherra sé svo vel-
viljaður landbúnaði og yfirleitt
svo mikill heiðursmaður, að
ekki sæmi að vantreysta honum
í þessum málum.
En slík málsvörn sannar ein-
mitt, að ráðstöfunin er óheppi-
leg og óverjandi, því að þótt
mannkostir núverandi landbún-
aðarráðherra yrðu ekki véfengd-
ir, þá ríkir ekki í neinum störf-
um meiri óvissa um, hver með
þau fer, frá ári til árs, en um
ráðherrastörfin.
Þó tekur út yfir, þegar sami
þingmaður gengur í broddi
fylkingar með kommúnistum
um það, að Búnaðarfélag ís-
lands sé algerlega svipt ráðstöf-
urtarrétti sjóðsins og honum
skipt eftir föstum reglum milli
búnaðarsambandanna. Og auk
þess eiga þau að veröa strang-
lega skilyrðisbundin um notkun
hans. í þessu felst svo móðgandi
vantraust um notkun sjóðsins,
að furðu sætir, að nokkur mað-
ur í bændastétt skuli vera rið-
inn við slíkar tillögur. Hitt er
ekki síður áberandi, að þeir, sem
þessar tillögur geta aðhyllzt,
skortir algerlega skilning á gildi
félagsiegra samtaka og sam-
starfs.
Aðalþörf alira heiidarsamtaka
er sú, að þau hafi rúm fjárráð
og geti beitt þeim til framtaks
og framfara á þeim stöðum, sem
þörfin er mest og árangurinn
er hagkvæmastur á hverjum
tíma.
Það hefir verið reynt að færa
það fram til ámælis, að ráðgert
er að verja nokkrum hluta af
fé sjóðsins til að koma upp var-
anlegum húsakynnum handa
Búnaðarféiagi íslands og til
gististaðar handa bændum, er
koma til Reykjavíkur. Þetta lýs-
ir furðulegri skammsýni eða
blekkingarviðleitni gagnvart
þeim, sem minnst þekkja til
þessara mála. Sannleikurinn er
sá, að húsakynni Búnaðarfélags
íslands eru löngu alveg óviðun-
andi, auk þess sem þetta gamla
timburhús getur fuðrað upp á
svipstundu, ef eldsvoða ber að
höndum, og væri þá viðbúið, að
meira eða minna glataðist af
lítt bætanlegum gögnum við-
komandi búnaðarmálum okkar
og þeim störfum, sem þar hafa
verið unnin.
Þetta er þeim bezt ljóst, er
einhvern þátt hafa tekið í störf-
#
um Búnaðarfélags íslands og
búnaðarþings. Hafa og fulltrúar
á búnaðarþingi þegar hafizt
handa fyrir nokkrum árum um
að leggja fram fé úr eigin vasa
til stofnunar sjóðs, er varið skuli
til umbóta i þessu efni.
Að lokum verð ég að segja það,
að mér finnst það lýsa mikilli
óskammfeilni, þegar það er látið
í veðri vaka, að það sé eitthvert
óþarft tildur eða ráðleysi, að
möguleikar séu jafnan fyrir
gistingu 50—100 manns utan úr
sveitum landsins í höfuðborg-
inni. Og talað er um að rekstur
á slíku húsi mundi ekki bera
sig, þótt meiningin sé auövitað
að halda húsinu opnu fyrir al-
menning, en bændur og aðrir
sveitamenn hefðu forgang til
gistingar, sem að mestu mætti
tryggja með því að panta gist-
inguna nokkru áður en komið
væri til bæjarins.
Þegar á það er ennfremur lit-
ið, að slíkir gististaðir tíðkast
með nágrannaþjóðum okkar, og
hins vegar, að ekki er fengizt
Halldór Kristjánsson.
Fjórar merkar bækur
Svo ólíklega hefir til tekizt,
að allmikil átök hafa orðið út af
umráðarétti Búnaðarfélags ís-
lands yfir búnaðarmálasjóðnu.m.
Hafa jafnvel menn úr bænda-
stétt látið hafa sig til að ljá lið
sitt til að svipta Búnaðarfélag
íslands þeim umráðarétti enn
meir en þegar var orðið. Hefði
þó verið ástæða til að ætla, að
bændum þætti nú þegar nægi-
lega mikið að gert í þessu efni,
þar sem fjárveitingar úr sjóðn-
um eru háðar samþykki land-
búnaðarmálaráðherra. En það
ákvæði vildu flestir bændur að
vonum fá fellt úr lögunum.
Er illa farið, þegar til eru
menn innan bændastéttar. sem
ekki skirrast við að lítilsvirða
svo stétt sína og þá menn, sem
fyrir þeirra félagsmálurn standa,
eins og fram kemur í fyrrrætl-
unum um skiptingú búnaðar-
málasjóðsins.
Það er óneitanlega einkenni-
með öllu framhjá því, er Ólafur
Thors og Mbl. þvæla um, að
Framsóknarflokkurinn hafi fall-
izt á dýrtíðarstefnuna, þar sem
Eysteinn Jónsson hafi ekkert
látið bóka um nauðsyn á kaup-
lækkun einhverntíma þegar
rætt var um þingræðisstjórn
allra flokka, en hins vegar séð
það, að í launagreiðslum úti um
land væri ósamræmi, sem þyrfti
að laga.1
Þessar upplýsingar eru ef til
vill góðar fyrir þá, sem eru
farnir að trúa þeim ósannindum
Mbl. og kommúnista, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi viljað
minnka dýrtíðina með því einu
að koma á kauplækkun. Fyrir
hina, sem vita betri skil á mál-
unum, er þessi frásögn til ein-
skis.
Mbl. sagði annars svo frá
gangi mála við stjórnarsamn-
ingana 17. febrúar síðastliðinn:
„Ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar töldu málefna-
samninginn, sem samkomulag
náðist um svo þýðingarmikinn,
að ekki væri forsvaranlegt að
láta stjórnarmyndunina stranda
á dýrtíðarmálunum. En þetta
varð til þess,^ að Framsókn
skarst úr leik. Hún neitaði allri
samvinnu í ríkisstjórn ef ekki
yrði byrjað á því að leysa dýr-
tíðarmálin".
Þessi na.uðvörn Ólafs Thors er
frábærlega aum. Menn þurfa
ekki að hafa fylgzt með málum
eða að hafa lesið Tímann til að
sjá eymdina og blekkingarnar.
Það er nóg, að þeir hafi lesið
Mbl. Ef þeir hafa einhverja
greind til gagns, sjá þeir þá
mótsagnirnar og ósannindin.
Svo ^etur Mbl. og Ólafur
Thors talað um, að aðrir séu
reikulir í ráði og snúist. Þeim
ferst.
En það er staðreynd, að í öll-
um siðmenningarlöndum hefir
verið háð hörð'“barátta gegn
dýrtíðinni. Þar hefir ekki auð-
jöfnunarfræði Ólafs Thors verið
tekin upp.
Og orðin, sem Ólafur Thors
hafði um Alþýðuflokkinn,
eru fyllilega réttmætur dóm-
ur um hann sjálfan: „Hann
lagðist á sveif með kommúnist-
um í baráttu fyrir öngþveiti í
þjóðfélaginu. í örvinglun kast-
aði hann öllu fyrir borð, eigin
fortíð í málinu, skoðun sinni,
velferð umbjóðenda sinna og
hagsmunum alþjóðar".
Þetta er sjálfsásökun Ólafs
Thors.
Ódáðahraun.
Víða er kappsamlega unnið að-
því að semja og gefa út sögur
einstakra héraða landsins og er
það eðlilegt. Hitt er merkilegra,
röðin skuli vera komin að Ó-
dáðahrauni. Saga þess er komin
út í þremur bindum. Það er
sagan um myndun þess, könn-
unarsaga þess og glöggt og gott
yfirlit um þátt þess í þjóðlífinu.
Er þar öll tilbreytni frá hrein-
um þjóðsögum og ævintýrum
um tröli og útilegumenn að
sönnum hetjusögum úr hvers-
dagslegri lífsbaráttu nútíðar-
manna.
Ólafur Jónsson á Akureyri
hefir skriíað þetta merka rit í
tómstundum sínum frá jarð-
yrkju og tilraunum, og virðist
hafa gengið að því með sama
dugnaði og nákvæmni. Slíkum
tökum hefir Ódáðahraun náð á
honum. Svo heillandi hafa hon-
\
um orðið áhrif þess.
Þessi bók er ekki skrifuð til
að skrifa eitthvað, heldur af
ást á efninu og innri þörf.
Þannig á líka að skrifa.
Mér finnst, að við þann, sem á
þess kost að lesa Ódáðahraun,
megi segja það, sem í vísunni
stendur:
Þér er upp í lófann lögð
landið, þjóðin, sagan.
Þúsund og ein nótt.
Þriðja og síðasta bindi af Þús-
und og einni nótt kom út í vet-
ur. Þetta er endurprentun á
þýðingu Steingríms Thorsteins-
sonar, en aukið í hana myndum
úr þýzkri útgáfu.
Þúsund og ein nótt er merkis-
rit, sem skýlaus fengur er að.
Sumar sögurnar eru svo fræg-
ar og alkunnar, að það er baga-
leg gloppa í almenna menntun
að vita ekki skil á þeim, líkt og
goöafræði og hetjusögum
Grikkja, sögum Gamla-Testa-
mentisins og fornsögum okkar.
Aladdinslampinn, Sindbað, kon-
ungurinn á svörtu eyjunum og
margt fleira úr ævintýrunum
au.'i£rænu, mætir okkur víðs
vegar í bókmenntum okkar og
frændþjóðanna.
Þýðing Steingríms er á svo
hreinu og snjöllu máli, að unun
er að. Ég hygg, að þeir, sem nú
stunda þýðingar hér á landi,
hvort sem þeir fást við bækur
íslendingar eru löngu hættir
að vera herskáir vígamenn. Þeir
vilja að menn leysi mál sin og
deilur með friðsamlegum hætti
og kalla það eitt samboðið sið-
uðum mönnum. Þeim finnst það
vandræðaástand og neyðarúr-
ræði, er til mannvíga dregur.
Þeir vita, að slíkum atburðum
fylgir jafnan harmur og hörm-
ungar og kemur það alltaf við
ýmsa þá, sem ekki hafa til saka
unniö. Það er þannig virðing
fyrir mannslífinu og mannleg-
um tilfinningum yfirleitt, sem
veldur því, að íslendingar eru
friðsamir menn.
Vegna þessa hefir flestum ís-
lendingum verið harmur og hug-
arangur að heyra meginhluta
þeirra fregna, sem borizt hafa
frá útlöndum síðustu ár. Og
þó að meginþorri þjóðarinnar
fagni því, að nazisminn var
brotinn á bak aftur, breytir það
ekki því, að hörmungar styrj-
aldarinnar og afleiðingar henn-
ar eru þjóðarsorg á íslandi.
|
Lífsins kvöð og kjarni er það
að líða og kenna til í stormum
sinna tíða, segir Stephan G.,
enda mun flestum vera það
gleðiefni að íslenzk hjörtu
finna til með framandi þjóðum.
Og þó er ekki laust viö að
örli á ofstæki, sem sver sig í
ætt við Gyðingaofsóknir og kyn-
þáttahatur. Er sannarlega dap-
urlegt að verða þess var. En
þegar dómsmálaráðherrann
berst gegn því, að fáeinum
Þjóðverjum, sem eiga íslenzkar
konur og á engan hátt hafa
unnið fyrir nazista verði leyfö
landvist, vekur það athygli. Þá
er lítið eftir af „gestrisninni
hans Flosa“ og verður mörg-
um erfitt að skilja þann ,'dreng-
skap“. Hins vegar er vitanlegt
að meðal okkar eru ýmsir ís-
lenzkir menn, sem höfðu ríka
um, þótt ráðgert sé að verja tug-
um milljóna á næstu árum í
útvarpshöll, útlendingagistihús
og ýmis konar samkomustaði,
þá sýnir það glöggt, að þeir
menn, sem þessum árásum ráða,
ætla bændastéttinni ekki jafn-
an hlut og öðrum þegnum þjóð-
félagsins.
eða blaðagreinar, gætu margt af
því lært að lesa þessa þýðingu.
Svo getur lesandinn milli þess,
sem hann reikar sér til hress-
ingar og menntunar um ævin-
týraheima Austurlanda, hug-
leitt það, hvílíkt afrek sé fyrir
íslenzkan námsmann og stunda-
kennara að þýða slíkt rit í tóm-
stundum sínum, endurgjalds-
laust.
Dýrheimar.
Það væri skaði, ef þessi bók
sykki með öllu og gleymdist í
flaumi léttvægra og illa unn-
inna bóka, því að hún er gott
rit. Fer þar alt saman: Heill-
andi ævintýri og furðusögur,
frásagnarlist, drengilegur andi
og snjallar persónulýsingar.
Sögusviðið og efnið er óvenju-
legt, þar sem mannsbarn elzt
upp með úlfum í frumskógum
Indlands. En það sýnir þessi
saga, að auðið er að þjóna rétt-
lætisást og drengskap með
slíkri frásögn.
Þess skal getið, að þýðingin er
snjöll og vönduð og ein af þeim,
sem við getum vitpað til, svo að
okkar kynslóð haldi heiðri sín-
um gagnvart snillingum nítj-
ándu aldarinnar.
Það svíkur enginn drenginn
sinn á þvi að fá honum Dýr-
heima, hvort sem hugsað er um
skemmtun og dægradvöl, mál-
smekk, siðferðiskennd eða * í-
samúð með nazistum og enginn
vill nú mein gera, og mun það
sannast sagna, að dómsmála-
ráðherrann hafi notið sumra
þeirra við, er hann steig upp í
ráðherrastólinn. En almenningi
á íslandi fellur það illa að út-
hýsa nauðstöddum mönnum
saklausum, sem kvæntir eru ís-
lenzkum konum, þó að þeir séu
Þjóðverjar. íslenzkt almennings-
álit fordæmir það, að sækja
menn til saka fyrir þjóðerni sitt.
Sumir flokksbræður dómsmála-
ráðherrans segja líka, að vegna
framkomu hans í þessu máli
hafi f-lokkur hans tapað meiri-
hlutanum í bæjarstjórn ísa-
fjarðar.
En því miður eru aðrir mefin
einnig sýktir af kynþáttahatri
gagnvart Þjóðverjum. Ýmsir
kommúnistar hafa reynt að
rækta grimmd og miskunnar-
leysi í hugum íslendinga. Þykir
þeim það að vonum nauðsynlegt
vegna heimaslátrunar og hrein-
gerninga í ríki Stalins. En þar
að auki boða þeir þá trú, að
þýzka þjóðin öll sé sek og þurfi
að kveljast í hreinsunareldi um
ákveðinn tima og kasta hnút-
um að þeim, sem finna til meö
þýzku þjóðinni, börnum og
mæðrum.
Þessu til sönnunaf má m. a.
benda á ritdóm eftir Ólaf Jóh.
Sigurðsson skáld í Tímariti
Máls og menningar, 3. hefti
1945. Hann játar þar, að hann
skilji ekki sáiarástand þeirra
landa sinna, sem klökkni af
meðaumkvun með þýzku þjóð-
inni. Þannig er haldið áfram og
endað með því að segja, að vel
þurfi að gá að rótum nazismans
í samfélagsháttum og menn-
ingu, svo að hann fái ekki í
annað sinn að steypa bölvun
yfir mannkynið.
Þetta er rétt og þessar rætur
eru virðingarleysi fyrir tilfinn-
ingum og rétti annarra o. fl. þ h.
Slíkar rætur verða ekki drepn-
ar með grimmd og ofstæki. Að
boða grimmd og kynþáttahatur
er tilraun til að afsiða og nið-
urlægja íslenzku þjóðina og
opna dyrnar fyrir bölvun naz-
ismans og annarra ofbeldis-
flokka. H. Kr.
myndunaraflið. Þetta er ágæt
unglingabók.
Undur veraldar.
Þetta er þykk bók og prentuð
með smáu letri. Segir þar frá
margs konar efnum úr segju
jarðar og manna. Þetta er safn
ýmissa ritgerða um náttúruvís-
indi, og er þar meðal annars
bæði lýst myndun jarðarinnar og
andlegri og líkamlegri þróun
mannsins eftir því, sem fræði-
menn bera nú bezt skyn á.
Mikill fróðleikur er í þessari
bók, en ekki er hann allur
skemmtilega fluttur fyrir menn
eins og mig. En greinar eru líka,
sem gaman er að. Og flestir þeir,
sem á annað borð nenna nokkuð
að lesa sér ■ til gagns, munu
finna þar eitthvaö um hugðar-
efni sín og áhugamál og þykja
skemmtilegt. Menn ættu því
ekki að láta smáa letrið hræða
sig að óreyndu.
Hitt er svo annað, að þarna
eru til greinar, sem ég held að
séu óskpp lítils virði, en þeirra
gætir ekki í svo miklum mat.
Margt góðra manna hefir þýtt
efni bókarinnar, og er út af fyr-
ir sig fróðlegt að bera þá sam-
an, t. d. Pálma Hannesson og
Björn Éranzson.
Það er tvimælalaus fengur að
þessari bók og menningarstarf
að safna efni hennar og bera á
borð fyrir íslenzka lesendur