Tíminn - 03.04.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 03.04.1946, Qupperneq 3
59. blað TÍMIIVIV, miðvikMdagiim 3. apríl 1946 3 RITSTJÓRI: SIQRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR UPPELDI BARNA í sænska blaðinu Femina, sem oft hefir fengizt í bókabúðum hér í bæ síðan stríðinu lauk, eru iðulega ágætar greinar um uppeldismál, ritaðar ýmist af læl^num eða uppeldisfræðing- um. Eftirfarandi grein er laus- lega þýdd úr því blaði. „Hugsið þið ykkur, hvað mað- ur skammast sín, þegar maður fer með krakkana í hús og þau þakka ekki kurteislega fyrir sig.“ Þetta segja mæðurnar einatt, þegar þær eru nýkomnar úr „kaffiboði“ og börnin hafa ekki hagað sér eftir settum reglum. „Hneigðu þig nú fallega, og réttu konunni hægri hendina", segja þær, rétt eins og sálarheill •barnsins sé undir því komin, að það geti heilsað almennilega. „Segðu henni, hvað þú ert gamall og hvað þú heitir". Snáðinn einblínir á gólfið og kreistir saman varirnar. Móðir- in fyllist örvæntingu. „Ég skil ekki, hvað gengur að barninu í dag, hann sem er vanalega svo duglegur að tala“, segir hún af- sakajidi. Ekki þarf barnið samt að vera heimskt, þó að það fáist ekki til að svara öllum þeim fá- ránlegu spurningum, sem mæð- ur og frænkiy: leggja fyrir það! Mönnum verður þess vegna oft á að velta því fyrir sér, hvort foreldrarnir ali börnin eingöngu upp sem sýningargripi fyrir ná- granna og vini. í daglegu lífi okkar úir og grúir af hefð- bundnum venjum, sem eru á- litnar merki um gáfur og gott uppeldi. Sé þessum venjum fylgt út í æsar, verður uppeldið ekk- ert annað en tamning, sem stuðlar lítt að þroska barnsins. Óttinn við almenningsálitið ræður gerðum mæðranna, þó að heilbrigð skynsemi hvísli að þeim, að drengsnáðinn geti allt að einu orðið mætur maður, þó að hann heilsi með Vinstri hend- ini. Oft hefir það komið í ljós við nánari kynni, að þörnin, sem bezt eru tamin, þ. e. a. s. þau, sem eru algerlega lýtalaus í framkomu, hneigja sig óaðfinn- anlega og haga sér yfir höfúð eins og leikbrúður, dylja ýmsa lesti undir hinu fágaða yfir- borði. Þau eru oft frek og ósið- lát, ef þau fá tækifæri til. Þau eru lygin, og er það engin furða, ef menn gefa því gaum, að hefð- bundnar umgengisvenjur hafa oft lygar í för með sér. Móðirin, sem segist hafa ánægju af heimsókn Önnu frænku, þó að hún bíði með óþreyju eftir að hún fari, gefur barni sinu ekki gott fordæmi. Barnið hlýtur að fá þá hugmynd, að aldrei fylgi hugur máli. En mæðurnar láta ekki ein- göngu óttann við almennings- álitið ráða uppeldisaðferðum sínum. Þær eru oft til með að kenn.a barninu ýmsar listir, sem það er síðar látið leika í sam- kvæmum til þess að vekja að- dáun gestanna. T. d.: „Syngdu nú vísuna, sem þú lærðir á dag- heimilinu," eða „teldu nú upp að 25 fyrir frænku.“ Oft er þetta gert í þeim tilgangi að vekja öfundsýki annarra mæðra. Árangurinn verður sá, að þær halda heimleiðis og reyna að temja sín eigin börn enn þá bet- ur. — Er þetta rétt? Eiga mæð- urnar að láta börnin líða fyrir hégómagirnd sína? Er ekki skiljanlegt, að barnið finni til minnimáttarkenndar, þegar móðir þess segir: „Hugsaðu þér bara! Hún Maja litla, sem er miklu yngri en þú, er bráðum orðin læs. Þú ert ekki einu sinni farin að þekkja stafina.“ Það er óhætt að segja, að allt uppeldi, sem miðar að því að láta börnin haga sér eins og fullorðið fólk, misheppnast. — Þegar foreldrarnir láta börnin sýna listir sínar, ætlast þau óaf- vitandi til þess, að menn taki ekki síður eftir því, hvað þau sjálf eru snjallir kennarar í þessum listum. Auk þess er það allt annað en hollt fyrir skap- gerðarþroska barnsins, að stöð- ugt sé litið á það eins og eitt- hvert furðuverk. Barnið hlýtur að fá afar háar hugmyndir um sjálft sig og komast að raun um, hver áhrif það hefir á fullorðna fólkið. Oft verða þessi börn fyr- ir vonbrigðum síðar, þegar þau koma í annað umhverfi, þar sem þeim er ekki veitt nein sérstök athygli. Margir hafa andúð á hljóð- færaslætti, vegna þess að þeir voru í æsku neyddir til að sýna leikni sína í píanóleik. Ef til vill hafa þeir hinir sömu haldið, að í þeim byggju undraverðir hæfi- leikar. Þegar þeir síðar komast að raun um, að svo er ekki, leggja þeir árar í bát, argir og vonsviknir. Þeir gleyma þvi al- veg eða uppgötva aldrei, að menn geta spilað eingöngu sér sjálfum til ánægju.Margir eru bersýnilega þeirrar skoðunar, að álitið, S6m aðrir hafa á börnum þeirra, sé mikilvægara en inn- ræti þeirra. Afleiðingin verður sú, að börnin venjast á að haga sér öðru vísi en þeim er eigin- legt. Þau hafa það á tilfinning- unni, að þau séu stöðugt neydd til að sýnast annað og meira en þau eru. Alltaf þurfa þau að vera reiðubúin að keppa við jafnaldra sína og skara fram úr þeim. Þetta hefir gert mörgum lífið óbærilegt. Þau mega aldrei um frjálst höfuð strjúka og líta því sjaldan glaðan dag. Ef þau komast ekki eins langt og af þeim er krafizt, þjást þau af vanmáttar- og minnimáttar- kennd og reyna þá oft að særa þá, sem eru þeim fremri og gera litið úr þeim. Foreldrarnir leggja grundvöll- inn að öllu þessu með því að taka ranga afstöðu til barnsins þegar í æsku þess. Þau koma þeirri hugsun inn hjá barninu, að það verði stöðugt að taka til- lit til ytra útlitsins, til umhverf- isins. En sé ekki gert mikið veður að barninu venst það á að vinna störf sín í kyrrþey og hjálpa sér sjálft, án þess að nokkuð sé rek- ið á eftir. Þá er það ánægt — og það er aðalatriðið. Sama er að segja um ofan- greindar umgengnisvenj ur. Sé lögð of mikil áherzla á þær, er hætt við, að barnið glati hinu rétta eðli sínu. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um þessa „barnatamningu“. Ég tek aðeins eitt af mýmörgum, af því það er eitt af þeim algeng- (Framhald á 4. síöu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Ég var að ympra á því, að þú þyrftir að hvíla þig um tíma, Jóhann.“ „Já, ég ætla líka að gera það. Ég lýk þessu á morgun — og þá get ég hvílt mig, þar til munnlegu prófin hefjast.“ „Ættum við ekki að bregða okkur í smáferðalag?“ Þessa uppástungu hefir hún borið fram á hverju ári — og þetta er spurning, sem alltaf er fleinn í holdi hans. „Þú veizt það, góða mín, að ferðalög eru útdráttarsöm. Við höfum ekki efni á slíku. Hans verður að fara til Englands vegna náms síns, og okkur veitist fullerfitt að standa straum af því. Ég verð líka að kaupa námsbækur handa Occo, og að ári á Loet að fara í gagnfræðaskólann.“ „Já — en það er nú ekki fyrr en næsta ár.“ „Ep við verðum að leggja til hliðar til þess að standa straum af því.“ Hann kveikir á eldspítu og tottar pípuna. „Mér finnst, Jóhann, að þú ættir stöku sinnum að hugsa um sjálfan þig, þótt þér sé annt um börnin og menntun þeirra. Þú þolir þetta ekki — og ég' raunar ekki heldur.“ „Og þú ekki heldur?" „Nei, ég ekki heldur. Mér líður auðvitað vel hjá þér, því að þú ert góður eiginmaður, heimilið er vistlegt og börnin indæl. En mig langar samt til þess að komast stuttan tíma í annað um- hverfi, sjá nýtt fólk og losna við baslið hér heima. Við skulum brégða okkur til Gelderlands eða Belgíu. Við skulum fórna sjálfum otífcur svo sem tíu gyllinum á dag í nokkrar vikur — og skilja börnin eftir í umsjá vinnukonunnar. Við getum leyft okkur þetta — við getum tekið nokkur hundruð gyllini út úr bankanum . ... “ „Nokkur hundruð gyllini,“ hrópar hann. „Við eigum varla nokkur hundruð gyllini, þrátt fyrir allt mitt amstur. Nokkur hundruð gyllini — það er ekki neitt smáræði.“ „Það er ekki mikið, þegar heilsa þín er annars vegar — og mín líka .... Við erum að verða gömul, Jóhann — samansaumaðir nurlarar. Og þó ert þú ekki nema fjörutíu og átta ára og ég fjörutíu og sex.“ „Þetta er ekki hægt, Kóra,“ segir hann lágt. „Gerðu það fyrir mig að tala ekki meira um þetta. Það þreytir mig — og ég hefi slæman höfuðverk fyrir.“ Hann heyrir, að hurðin gengur að stöfum....Hún er farin — jafn hljóðlega og hún kom. * Hún staðnæmdist stundarkorn úti á dyrapallinum. Hendur hennar læsast utan um handriðið...Hún heyir harða baráttu við sjálfa sig .... berst við grát og skammaryrði og illar hug- renningar. Tilbreytingarleysið er að gera út af við hana — hún er að slitna sundur í togvindu hins daglega strits...Jú, hjónabandið hefir verið farsælt, hún á ekki við neinar áhyggjur að stríða, og börnin og heimilið þykir henni vænt um .... En hún þráir tilbreytingu, þráir að rétta sig upp frá þvottabalan- um og matarpottinum og sjá ýmislegt, sem hún hefir ekki átt kost á að kynnast.' Hún er að bugast undir fargi daglegra anna og bollalegginga og skyldna. í áratugi hefir ekki gerzt neinn ó- væntur atburður í lífi hennar. Svo ambrar hún upp stigann. Hún veitir því athygli, að enn l^gar ljós í herbergi Occos. Hún opnar hurðina hljóðlega — Occo ✓ Frá barnaskólum Reykjavíkur Fullnaðarpróf (þ. e. próf barna fæddra 1932) og enn- fremur árspróf 10—12 ára deilda (þ. e. barna fæddra 1935, 1934 og 1933) fara fram í barnaskólum Reykjavik- ur dagana 9.—^13. apríl n. k. — Prófskyld börn á þessum aldri, sem ekki stunda nám' í skólum, er hafa prófrétt- indi, skulu koma til viðtals í barnaskóla þess skólahverfis, þar sem þau eiga heima, mánudaginn 8. apríl n. k. kl. 4 e. hád. Skólastjórarnir Vélsmiðjan Oddi h.f. I Strandgötu 49, Akureyri, sími 189 póstliólf 121, símnefni oddi. Starfrækjum sérstaka deild til viðgerðar á alls konar landbúnaðarvélum. Bændúr, skiptið við eina verk- stæðið, sem hefir sérstaka deild fyrir vélar yðar. Vélsmiðjan Oddi h.f. ALLEN WALES ADDING MACHINE CORPORATION geta nú aftur afgreitt hinar vel þekktu ALLEN WALES KEIKNIVÉLAR. Einkaumboð: Samband ísl. samvinnnfélaga. -----------—-------------—--------—-------- FIMUR JO.WSSOA: málverkasVning í Sýningarskála myndlistarmanna. Opin dagiega kl. 10—10. ••••«»♦•«•••••••< M álverkasýning Mikil og sérstæð málverkasýning, þar sem eru meðal annars nokkur af frægustu verkum hinna gömlu heims- kunnu málara, verður haldin í Oddfellowhöllinni. Málverkin seljast: Miðvikudaginn 3. apríl kl. 10—22 Fimmtudaginn 4. apríl kl. 10—22 Föstudaginn 5. apríl kl. 10—22 Á sölusýningunni eru aðeins 1. fiokks málverk, mjög ::merkileg og athyglisverð. í (Egil Nielsen, Mylin Petersen). » TILKYNNING Langferðataxtar eftirgreindra félaga eru sem hér segir: Kr. 1,60 fyrir ekinn kílómeter með flutning aðra leið að 2500 kg. Kr. 1,92 sé hlassið 3000 kg. — Ef flutningur er báðar leiðir bætist 50% við. Vörubílastööln Þróttur. Félíig' vörubílaeigcnda í Hafnarfirði. Bílstjjóradeild Verkalýðsfél. Akraness. Bílstjjórafélagið Mjjölnir, Árnessýslu. Bílstjórafél. Bangæinga, Rangárvallas. Útgerðarmenn j og skipstjórar \ Aukið öryggi í siglingum fæst- með því að nota RADAR- | I; tæki i skip yðar. Radar-uppfinningin er ekki lengur jj:j hernaðarleyndarmál, og býðst verksmiðjan Metropolitan. ji; Vickers til að setja Radartæki í skip yðar i brezkri höfn, jjjj Nánari upplýsingar gefur jj:j ELECTRIC h.f. Túngötu 6, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.