Tíminn - 04.04.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 04.04.1946, Qupperneq 2
2 TÍMEVN, flimntndaglim 4. aprfl 1046 60. bla ð FUnmtudufiur 4. apríl Vill ríkisstjórnin að haldið sé áfram æs- ingunum gegn Banda- ríkjunum? Málgagn íslenzku stjórnar- innar, annað í röðinni, heldur uppi látlausum æsingaskrifum ge'gn Bandríkjunum í skjóli þeirrar leyndar, sem ríkisstjórn- in hefir um herstöðvamálið. Það er ekki nema gott um það að segja, að landsréttindi íslend- inga séu skörulega rædd og menn rifji upp og leggi sér á hjarta gömul ættjarðarljóð og gullaldarbókmenntir. En þau skrif, sem Þjóðviljinn birtir nú dagsdaglega um Bandaríkin eru annars eðlis. Hvað hafa Bandaríkin afbrot- ið við íslendinga? Forsætisráðherra íslands lýsti því yfir á Alþingi skömmu fyrir síðustu jól, að hann sæi ekki neitt athugavert við það, þó að Bandaríkin hefðu hér ennþá fámennt lið og það yrði enn um sinn, svo mjög sem þau þyrftu að sinna herflutningum. Það væri því ekki hægt að saka þau um nein brot á samningum við okkur, þó að flestir kysu að her- inn gæti verið farinn. Meðan ríkisstjórnin lítur þannig á mál- ið, verða Bandaríkin ekki sökuð um brot á herverndarsáttmál- anum, þótt þau hafi herinn hér. Þess má geta, að báðir ráðherrar kommúnista voru við- staddir, þegar Ólafur gaf þessa yfirlýsingu, og virtust ekkert hafa við hana að athuga. Þó að Bandaríkin kunni að hafa farið fram á að semja um leigu á herstöðvum hér, er það ekkert æruleysi, ef ekki er nein- um þvingunum beitt. Byrnes ut- anríkisráðherra þeirra hefir lýst því yfir, að þau muni hvergi hafa herstöðvar, nema þar sem fáist um það frjálst samkomu- lag. Er ástæða til að tortryggja þau orð? Hefir nokkuð komið fram, sem bendir til þess, að Bandaríkjamenn ætli að beita þvingun við íslendinga, til þess að geta haldið hér herstöðvum? Getsakir eins og þessar kunna að vakna, þegar látlausum æs- ingum er haldið uppi gegn Bandaríkjunum og hrúgað sam- an stórum orðum og illum. Undirrót þeirra skrifa er senni- lega löngun til að gera öðru framandi ríki greiða, en hins vegar ekki hirt um það, að með þessu sé verið að vekja tor- tryggni, úlfúð og ríg milli ís- lendinga og Bandaríkjamanna. Að því miða þessi skrif, vitandi eða óafvitandi. Þess vegna eru þau hættuleg. Þau miða að því að spilla sambúð íslendinga við þjóð, sem þeir vilja eiga gott eitt við, og er ekki þar með átt við, að játast öllu, sem hún kynni að mælast til. Vegna þessarar hættu getur ríkisstjórn íslands ekki lengur látið þögnina og leyndina hald- ast. í skúmaskotum leyndarinn- ar hafast þeir við, sem halda uppi rógnum gegn Bandarikj- unum. Ríkisstjórnin ber öll og óskipt ábyrgð á þeirri leynd, sem gerir æsingarnar mögulegar. Morgun- blaðið getur leyft sér að kalla framkomu Þjóðviljans siðlausa, en það er samt staðreynd, að rikisstjórn Ólafs Thors ber á- byrgð á þögninni, sem gerir þessi skrif möguleg. Mbl. ætti Margháttaðar umbætur í undirbún- ingi og framkvæmd í Húsavík Viðtal við Karl Kristjjánsson ocldvita Karl Kristjánsson, oddviti á Húsavík, hefir dvalið hér í Reykja- vík að undanförnu. Tíðindamaður Tímans hitti hann að máli og spurðist frétta úr Suður-Þingeyjarsýslu. Hafa þar meðal annars farið fram fjárskipti í nokkrum sveitum og gefist að vonum, enn sem komið er að minnsta kosti. í Húsavík eru ýmsar framkvæmdir á döfinni, svo sem bygging hafnargarðs, rafveita frá Laxárvirkj- uninni og endurbætur á vatnsveitu bæjarins. Aðrar eru í undir- búningi. Fer samtalið hér á eftir. Hvernig hefir veturinn verið í Þingeyjarsýslu? Hann hefir verið léttur, - einn af beztu vetrum. Hefir aflazt úr sjó? Lítill afli, enda lítil sjósókn þar um háveturinn. í Húsavík má segja að hafi aflazt til matar. Hvernig gekk hafnargarðs- byggingin í Húsavík s. 1. sumar? Hún gekk vel. Það var byggður 128 metra langur garður. Næstu sumur verður byggingunni hald- ið áfram. Þá verður mannvirki þessu að miklu leyti lokið, ef að óskum gengur. Hvað líður rafmagnsmálum ykkar í Húsavík? Ríkið leggur háspennulínu frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur næsta sumar. Efni til þeirrar línu er þegar byrjað að koma til Húsavíkur. Húsavíkurhreppur mun kaupa rafmagnið af ríkinu í heildsölu. Hann annast smá- söluna og endurbætur á gamla raftaugakerfinu í kauptúninu. Að þeim endurbótum er nú verið að vinna. , Hafið þið góða vatnsveitu í Húsavík? Við höfum ágætt og mikið uppsprettuvatn. En vatnsveitu- kerfið er að verða of lítið. Það flytur ekki nægilegt vatn í jaðra kauptúnsins, þegar mikið þarf að nota vatn við höfnina. Aukning kerfisins liggur fyrir í vor, ef efni fæst. Eru ekki volgar laugar þarna hjá Húsavík? Jú, volgar laugar eru í fjör- unni, — koma fram undan sjáv- arbakkanum, — norðan við kauptúnið. Síðastliðið haust vann íþróttafélagið „Völsungur" að því að kanna þessa laug og sprengja úr klöppum, til þess að víkka vatnsrásirnar. Rannsak- aði félagið þannig þrjá staði. Virtist vatnið á þessum slóðum vera frá 29—-42 stiga heitt (C.), og mæidist það samtals um 30 sekúndulítrar. Það er að vonum mikill áhugi fyrir því að nota þetta vatn í sundlaug. Dæla því upp úr fjör- unni — ca. 15 metra hæð — og leiða það síðan á hentugan sundlaugarstað í kauptúninu. Verður þetta efalaust gert ekki síðar en á næsta ári. Er mikið um húsabyggingar? Allmikið. Árið sem leið voru þar 14 hús í smíðum. Næsta sumar eru fyrirhugaðar byggingar á allmörgum íbúðar- húsum og hreppurinn ætlar þá að hefja byggingu barnaskóla- húss. Kaupfélag Þingeyinga ráðger- ir einnig að reisa í sumar mikla mjólkurstöð í Húsavík fyrir verzlunarsvæði sitt. Er ekki gamla barnaskólahús- ið í Húsavík allgott hús? Jú, en af því fólkinu fjölgar, fer það hús að verða þröngt fyrir því, fyrst það sér hættuna og siðleysið, að beita sér fyrir því, að myrkrið, sem hættafi leynist í, verði að víkja fyrir upplýs- ingum ríkisstjórnarinnar. barnaskólann. Við ætlum að hafa það handa gagnfræðaskól- anum, en hann er nú í bráða- birgðaleigubústað. Hvað eru íbúarnir margir? Um 1130 við síðustu áramót. Er mikill kraftur í útgerð Hús- víkinga? Ekki verður það sagt. Smá- bátaútgerðin á þar erfitt upp- dráttar. Margir leita frá sjó- sókninni í landvinnuna eins og stendur. Þykir hún • öruggari. Bátar eru seldir brott. Hins veg- ar er verið að fá stærri báta, en áður hafa verið þar, 40—60 smálesta. Eiga Húsvíkingar nokkra þannig báta í pöntun. Mikill áhugi er fyrir að koma upp með félagssamtökum all- stóru hraðfrystihúsi. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa skuldbundið sig til þess að reisa þar 9—10 þús. mála síldar- verksmiðju, er taki til starfa, þegar hafnargarðurinn er upp- kominn. Allmargir síldarsaltendur hafa sótt um aðstöðu til þess að salta síld í Húsavik næsta sumar. Hvernig gengur landbúnaður- inn i Húsavík? Túnræktina má telja i góðu lagi. Garðræktina sæmilega. Kýr eru um 140, hross um 30. Sauðkindur um 900. Sauðfé var miklu fleirá fyrir nokkrum árum. En svo kom mæðiveikin og því fækkaði. Haustið 1944 fóru fram fjár- skipti til útrýmingar veikinni. Hinn nýi stofn er hraustur og vilja. En skiptar eru skoðanir um það, hvort rétt sé að hafa þar margt sauðfé. Er mikill iðnaður í Húsavík? Ekki er það. Skortur á raf- magni hefir staðið honum fyrir þrifum. Þó eru þar þrjú tré- smíðaverkstæði, járnsmíðaverk- stæði, ullarkembivélar, stein- steypuverkstæði o. fl. Heimilis- iðnaður er þar 'allmikill. — Hvernig una þingeyskir bænd- ur, sem búnir eru að hafa fjár- skipti, þeirri framkvæmd? Ég leyfi mér að segja ágæt- lega. Ástandið með fjárstofn- inn var orðið vonlaust, þó ein- staka maður ættí bágt með að viöurkenna það, af því mæði- veikin kom misjafnlega fljótt í hjarðir manna. Hið aðkeypta fé tekur góðum þroska. Bændur hafa sagt við mig, að þeim finn- ist líkast því að með fjárskipt- unum hafi þeir losnað úr illum álögum. Er verið að undirbúa stækkun húsmæðraskólans á Laugum? Já, það á að stækka hann um helming. Hafin verður við- bótarbygging í vor, ef efni fæst. Er ætlunin að gefa hratt út „Ritsafn Þingeyinga?“ Ætlunin er að gefa út eitt bindi á ári fyrst um sinn, þó að engu hafi verið slegið föstu um það. Fyrsta bindið — ritað af dr. Birni Sigfússyni, — eins og þú auðvitað veizt. Næsta bindi kemur væntánlega út næsta haust eða fyrri hluta næsta vetrar. Það bindi verður margs konar sagnaþættir úr Þingeyj- arsýslum eftir Indriða sál. Þor- kelsson skáld og fræðimann á Ytra-Fjalli. Hvernig leið kommúnistum í Húsavík eftir úrslit sveit- arstjórnarkosninganna þar vetur? Þeir urðu þá fyrir miklum vonbrigðum um sjálfa sig, og getur ört vaxið, ef Húsvíkingar | það veldur alltaf slæmri líðan. Brimar v/ð Bölklett Vilhjálmur S. Vilhjálmsson er einn kunnasti blaðamaður landsins, enda fengizt við blaða- mennsku í fjórðung aldar. Störf blaðamannanna eru erilsöm, ekki sízt þeirra, sem frétta- mennsku sinna, krefjast sífeld- ar árvekni seint og snemma. Það kom því mörgum óvart, er það vitnast, að væri von skáldsögu eftir Vilhjálm. Þóttu það all- mikil tíðindi, og var þess beðið af talsverðri óþreyju, að hún kæmi fyrir sjónir almennings, því að eðlilega lék mönnum hug- ur á að sjá, hversu þessum at- hafnasama blaðamanni hefði tekist að venda kvæði sínu í kross og skrifa skáldsögu í hjá- verkum sínum, þegar hann kom heim úr ys blaðaheimsins á síð- kvöldum, ekki sízt þar eð hann var orðinn fertugur maður og hafði eigi fyrr fengizt við slík ritstörf, svo að kunnugt væri. Þessi umtalaða skáldsaga, Brimar við Bölklett, kom út nokkru fyrir áramótin síðustu. Menn fengu forvitni sína sadda. Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Það mun álit flestra, að þessi saga sé hin bezta byrj- andabók í skáldsöguformi, er hér hefir komið út um langt skeið — ef þá hægt er að kalla hana byrjandabók. En þótt litið sé á þessa skáldsögu frá öðru sjónarmiði og hún borin saman við sögur þeirra, sem fullmótað- ir teljast á þessu sviði og langa reynslu hafa hlotið við skáld- sagnagerð, mun Vilhjálmur eigi að heldur þurfa að glúpna. Hún stenzt þann samanburð. Það er því að vonum, að Vilhjálmur hefir að miklu leyti lagt blaða- mennskuna á hilluna og hyggst framvegis að helga skáldsagna- gerð meira af tíma sínum en áður. Hefi ég það fyrir satt, að áður en langir tímar líða sé von nýrrar skáldsögu eftir hann. Hér er ekki unnt að rita langt mál um bók Vilhjálms. Það verður að nægja að segja í stuttu máli, hver er aðalkveikurinn. Hún gerist í sjávarþorpi við brimströnd. Fólkið í þessu þorpi hefir lengi verið þrúgað undir fargi erlends verzlunarvalds. Það er snautt að getu og úrræðum, enda kjósa þeir, sem helzt mega sín einhvers, að standa í skjóli hins allsráðandi kaupmanns staðarins. En þetta vald er samt orðið fúið við rótina og riðar til falls. Ný öld er að hefja innreið sína, og nýir vindar leika við kofadyrnar í Skerjafirði, en svo nefnir skáldið þorpið, þar 4 ðíiaHanyi Auðþekktur höfundur. Það þekkist, sem Jón Pálma- son skrifar í Mbl. Þó að hann neiti sér stundum um spýjustíl- inn, sem er annað einkenni hans og eðli, getur hann sjaldan látlð það á móti sér að bæla niður hitt höfuðeinkennið, en það er barnaleg aðdáun og hrifning af persónu Jóris Pálmasonar. Því tekur hann upp og gleiðletrar þau ummæli Timans, að Þor- steinn Þorsteinsson hafi kropið að fótskör Jóns Pálmasonar. Svo bætir hann því við, að bændur séu ekki hræddir „við djarfa menn og hugrakka, hvort sem þeir heiti Jón Pálmason eða eitthvað annað.“! (Hvað segir Pétur Ottesen hér um?) Það bendir margt til þess, að sjálfsánægja þessa rithöfundar sé ennþá meiri skemmtun fyrir andstæðinga hans en samherja. Hvernig skyldi standa á því? Er óheiðarlegt að vera í minnihluta? Jón Pálmason hamast enn í Mbl. gegn Framsóknarmönnum og finnur þeim eínkum til saka, að þeir séu minnihlutamenn. Lætur hann sem hann finni engan mun á því, að standa og falla með sannfæringu sinni og málstað eða láta kúga sig til þjónkunar við málefnalega and- stæðinga. Vonandi eiga bændur í Húnavatnssýslu eftir að koma vitinu fyrir aumingja Jón, og láta honum skiljast, að það er bæði heiðarlegra og karlmann- legra að fylgja góðum málstað með drengskap, þótt í minni- hluta sé, en að svíkja málstað stéttar sinnar og selja sig meiri- hlutanum. Þeir þorðu að vera menn. Flest góð mál hafa verið í minnihluta á vissu tímabili. En minnihlutinn hefir oft vaxið og orðið að meirihluta. Þannig hafa mörg góð mál sigrað. Það er vegna þess að til voru menn, sem hugsuðu öðrsuvísi en Jón Pálmason. Þeir þorðu að vera 1 minnihluta þegar sannfæring- in bauð. Þeir voru menn. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. sem sagan gerist. Örfáir menn eru að hefja merkið á loft fálmandi höndum, sumir sveim- huga draumóramenn, aðrir við- bragðsseinir vinnuþjarkar, sem aðeins skynja óljóst, hvað fyrir þeim vakir. Alþýða manna- er að sækja í sig veðrið til samtaka og samvinnu um bætt lífskjör og bjartari tilveru. Það er eins og þetta liggi í loftinu. Verka- mannafélag er stofnað, en fær kaldar kveðjur frá hinum ráð- andi mönnum. Það vlrðist sem það hafi verið kæft í fæðing- unni, en einhvern veginn finnur maður þó, að neistinn lifir og á eftir að tendrast að nýju. Það er einnig hafinn undirbúningur að stofnun kaupfélags, sem þó á ekki að ná nema til takmark- aðs hóps. En þó er rótin sú sama. Jafnhliða þessu er ný tækni að koma til sögunnar.Menn vita, Hann vill verða trúður._ Forseti Alþingis vill verða trúður. Hann læzt ekki skilja það, að stjórnarandstaða geti verið og sé málefnaleg. Hann þykist bara sjá, að Tíminn sé á móti Ólafi Thors og Jónl Pálma- syni, en virðist ekki bera neitt skyn á verðbólgumál, réttleysi bænda eða fjárglæfrapólitík. Því segir hann, að Tíminn hafi snúið við blaðinu af þvi hann talar öðruvísi um það tiltæki Þorsteins sýslumanns að bjóða sig fram fyrir flokk Ólafs Thors heldur en áður um neitun hans, að styðja ríkisstjórn Ólafs. Jón þykist vera sá glópur að skilja ekki, að það er Þorsteinn, sem hefir snúið við blaðinu. En hvað segja Húnve.tningar um þingmann, sem kann ekki að taka afstöðu eftir málefnum? Það er hætt við því að forsetinn sé heldur illa að sér í sjónhverf- ingalistinni. Hann vill vera trúð- ur, en getur það ekki. Úr ruglupoka Mbl. Mbl. á sér ruglupoka einn ómerkilegan, sem látinn er hafa yfirskriftina Af sjónarhóli sveitamanns. Þessir pistlar eru stundum svo ólíkir því, sem menn með venjulega greind og sómatilfinningu láta frá sér fara, að því er líkast, sem ein- hverjir grályndir óvildarmenn sveitanna setji þetta saman, til þess að láta hlæja að fáfræði fólksins í sveitunum og ein- strengingslegum öfgum þess. í Mbl. í gær er sveitamönnum gerð sú svívirðing i þessum pistli, að vitnað er í afmælis- grein sem birtist í Degi sl. vor og það kallað ummæli Dags, þó að greinin væri undirskrifuð og samin af manni, sem öll þjóðin veit, að ekki hefir átt samleið með Frsfl. nú um sinn. Slíkur málflutningur er skýlaus fölsun og enginn heiðarlegur maður, sem ann menningu fslenzks sveita getur fengið sig til þess að bendla þær við slík blekk-' ingaskrif. aö „sá grái er utar“ en þeir geta sótt á árabátum sínum, og nú er brotizt í að smíða fyrstu vél- bátana. í sögulok bíður ein ■ aðalsögu- hetjan, mesti hugsjónamaður þorpsins, en þollítill til lang- drægra framkvæmda, bana á þann hátt, að hann verður und- ir öðrum vélbátnum, sem smíð- aður hefir verið í þorpinu, þegar verið er að setja hann fram. Hér fellur sá, er fyrstur kveikti eldana. En það er ein raunabót- in í hinum hrjáða heimi okkar mannanna, að „merkið stendur, þótt maðurinn falli“, eins og skáldið Sivle komst að orði — svo fremi sem bak við það býr lífsandi. Það hefir hent suma rithöf- unda okkar að skrifa langar bækur um fólk og líf, sem þeir bera takmarkað skyn á. Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson hefir ekki valið sér það hlutskipti. Hann gín ekki heldur yfir neinni höddu þrælbundinna kennisetn- inga. Hann lýsir lífinu eins og hann hefir sjálfur kynnzt því og lifað þvi. Þessi saga er því sönn baráttusaga íslenzks fólks — hófleg en eftirminnileg lýsing á umbrotunum, þegar fólkið sprengir af sér álagahaminn í dögun nýs tíma. Hann er sjálf- ur drengurinn, sem lék sér í fjörunni og sat hlustandi i eld- hússkotinu. J. H.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.