Tíminn - 04.04.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 04.04.1946, Qupperneq 3
60. blað TÍMEViy, fimmíudaginn 4. apríl 1946 Samsöngur Karlakórs R.eykjavíkur Karlakór Reykjavíkur efndi til samsöngs í Gamla Bíó síð- astliðið mánudagskvöld, og var húsið þvi nær fullskipað. Söng kórinn lög eftir Sigfús Einars- sön, Hallgrím Helgason, Karl Ó. Runólfsson og Björgvin Guð- mundsson af innlendum höf- undum, en útlend lög voru eftir Reger, Andersen, Foster, Strauss, Rachlew og Lumby. Söngurinn tókst yfirleitt á- gætlega, og virðist kórinn vera í góðri æíingu. Mesta ánægju vöktu þó Söngvaramars eftir A. W. Andersen, Dóná svo blá eftir Strauss og Kampavínskviða eftir H. C. Lumby, enda voru þessi lög öll endurtekin. ísland eftir Sigfús Einarsson var einn- ig- mjög vel með farið. Einsöngvarar kórsins voru fremur þróttlitlir, enda munu þeir nýir af nálinni. Nutu þeir sín ekki sem skyldi í svo stórum sal sem þarna. Öll söngstjórn hjá Sigurði Þórðarsyni var með ágætum, og er auðfundið, að þar er maður, sem kann skil á því verki, sem hann vinnur. Það er aðdáunar- vert, hversu gott vald hann hefir á kórnum og hve mikil til- finning og nákvæmni fylgir stjórn hans. Fritz Weisshappel annaðist undirleik, og innti hann hlut- verk sitt af hendi með ágætum. Hann er tvímælalaust einn okk- ar bezti píanóleikari. Um val laganna er það að segja, að það var vel við hæfi. En þó virðist kórnum yfirleitt Sigurður Þórðarson söngstjórl, takast betur með fjörug lög og þróttmikil, en þau sem hægari eru og þyngri í vöfum. Hann nýtur sín langbezt, þegar hann getur beitt styrkleika sínum, enda þótt hinir mildari tónar séu einnig oft prýðisvel túlk- aðir. Söngstjóra og söngvurum bár- ust blómvendir, en áheyrendur hafa oft látið meiri hrifningu í ljós á samsöngvum Karlakórs Reykjavíkur en í þetta sklpti. Annan samsöng sinn hélt kór- inn í gærkvöldi. Næsti samsöng- ur verður í kvöld, en hinn fjórði og síðasti á föstudagskvöld. Miimingarorð: Þuríður og Högni Þann 7. okt. s. 1. andaðist, í sjúkrahúsi í Reykjavík, Þuríður Þorvaldsdóttir frá Melstað í Mið- firði, húsfreyja á Bessastöðum við Hrútafjörð. Hún var fædd á Melstað 25. maí 1892, dóttir hjónanna Sigríðar Jónasdóttur og Þorvalds prests Bjarnarsonar. Þuríður ólst upp í föðurgarði með nokkrum systkinum. 14 ára gömul missti hún föður sinn, vorið 1906, og var hún eftir það með móður sinni og bræðrum, er þá fluttust að Barði, næsta bæ við Melstað, og bjuggu þar. Snemma kom í ljós, að Þuríður var miklum gáfum og góðum kostum búin. Sextán ára að aldri fór hún til náms í gagn- fræðaskólann á Akureyri, haust- ið 1908. Stundaði hún nám þar næstu tvo vetur og útskrifaðist þaðan vorið 1910. Næsta haust fór hún í kennaraskólann í Reykjavík og lauk þar burtfar- arprófi eftir, tveggja vetra nám, með mjög hárri einkunn, vorið 1912. Veturinn 1912—’13 var hún kennari á ísafirði, en næsta vetur í Húnavatnssýslu. Árið 1914 giftist Þuriður, Þorsteini bónda í Öxl í Þingi, Björrissyni, Eysteinssonar. Þau fluttust suður í Rangárþing og bjuggu þar í nokkur ár, en skildu eftir 6 ára hjúskap. Eftir það var Þuríður um all mörg ár heima 1 átthögum sínum við barnakennslu og hjúkrunarstörf, en árið 1930 giftist hún Bjarna Björnssyni á Bessastöðum og bjuggu þau þar síðan meðan bæði lifðu. Börn Þuríðar og fyrra manns hennar voru fjögur. Einn son- ur þeirra, Högni, lézt á unga aldri, en þessi þrjú eru á lífi: Helga, húsfreyja á Bessastöð- um gift Einari bónda Björns- syni. Gyðríður, búsett 1 Hafnarflrði, gift Ingvari sjómanni ívarssyni. Björn, stúdent, nú í Háskól- anum. Þá er vel, þegar saman fara vitsmunir og góðmennska. En það var þetta tvent, sem sér- staklega einkenndi Þuríði Þor- Þuríður og Högni. valdsdóttur. Vegna meðfæddra hæfileika og góðrar menntunar var hún mjög vel að sér, eink- um í bókmenntum og sögu. Hún unni mjög fögrum ljóðum og kunni margt af þeim. Hún var hispurslaus í allri framkomu, drenglynd og hreinskilin, og fylgdi hiklaust fram hverju því, er hún taldi rétt vera, við hvern sem var að skipta. • Yngri sonur Þuríðar, Högni, fæddist á Barði 25. jan. 1920. Ársgamall för hann að Bessa- stöðum til hjónanna Kristínar Bjarnadóttur og Björns Jóns- sonar bónda þar, sem tóku hann í fóstur. Síðar fluttist móður hans þangað, þá gift Bjarna, syni þeirra Björns og Kristínar. Hcgnl var mjög bráðger and- lega og námshneigður. Hugur hans stefndi að bókum og lestri, framar öllu öðru. Éngin gjöf var honum kærari en góð bók, og alla þá aura, sem hann eign- aðist, notaði hann til bóka- kaupa. Bækur um íslenzka mál- fræði og þjóðfræði voru honum 3 HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR hrekkur við og flýtir að skella aftur bók, er hann grúfði sig yfir. Hann roðnar og lítur forviða á móður sína. „Láttu þér ekki verða bilt við, Occo minn. Ég veit, að þú ert stundum að yrkja,“ segir móðir hans brosandi. „Þú þarft ekki að skammast þín fyrir það.....Þetta gerði ég líka í gamla daga.“ „Hefir þú ort, mamma?“ Augu drengsins ljóma af gleði. „O-já. Fyllti hailar bækur af kvæðum — og baslaði líka við að semja leikrit ....“ „Áttu þetta enn?“ „Nei. Ég brenndi það allt, þegar ég giftist. Það var í ágúst- mánuði — ég kveikti upp í ofninum, rauðkynnti hann og brenndi það allt. Það voru heitar kveðjur.“ „Fannst þér það ekki nógu gott?“ „Mér fannst það ekki þá. Nú myndi ég ef til vill hafa gaman af ýmsu, sem ég páraði. En þá ætlaði ég að hefja nýtt líf með föður þínum — ég ætlaði að brjóta allar brýr að baki mér. Ég ætlaði ekki að sitja yfir ljóðagerð, þegar ég væri orðin húsfreyja og móðir, og mér hefði ekki heldur unnizt tínii til þess. Giftar konur sitja aðeins yfir heimilisreikningunum og vöggunni." „Þess háttar mun aldrei verða mér fjötur um fót,“ segir Occo. Móðir hans lítur forviða á hann. Drengurinn er alt I einu orð- inn svo festulegur á svipinn. „Hvernig getur þú fullyrt það, að þú verðir ekki orðinn heim- ilisfaðir fyrr en varir? Framtíð fólks verður oftast öðru vísi en það gerir sér í hugarlund í æsku.“ „Hver og einn skapar sjálfur framtíð sína,“ segir Occo. „Karlmenn ef til vill,“ svarar hún — „en ekki konur.“ Hún mlnnist æskuvona sinna — gamall draumaheimur opn- ast: Hvítt hús, sólskin, pálmaskógar, blátt haf — ungur maður með hitabeltishjálm. í tuttugu ár hefir hún ekki séð þessa mynd jafn greinilega í huga sínum sem nú .... Hún fyllist sárum trega .... „Mamma,“ segir sonur hennar hikandi — „ég vil hætta skólanámi, þegar ég hefi lokið prófinu — það eru tvö ár þangað til. Ég vil fá að fara að heiman. Ég ætla að vinna fyrir mér sjálf- ur — og helzt vildi ég verða blaðamaður. Hans á langt nám fyrir höndum, og mér finnst það fjarstæða, að ég verði ykkur einnig byrði í mörg, mörg ár. Pabbi þrælar dag út og dag inn — hann vinnur allt sumarið, þegar hann ætti að hvíla sig. Og langvinnt nám er mér ekki að skapi.“ „Og hvert hefirðu hugsað þér að fara?“ spyr móðir hans. Henni finnst hálsinn herpast saman — hún veit fyrirfram, hvernig svarið muni hljóða. „Eitthvað burt,“ segir Occo, „til fjarlægra landa. Mig langar til þess að dvelja meðal brúnna þjóða — hvít hús, pálmalundir, vefjarhettir .... allt gerólíkt því, sem er hér ....“ Nú verður stundarþögn. „Lízt þér illa á það, manna?" . „Ég skil þig mjög vel, Occo .... og ég vona, að þér megi auðn- ast að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd. Og vera má, að fólk geti einnig svaðal þrá sinni að lokum, ef það þráir eitthvað nógu innilega .... En nú skulum við fara að sofa. Þú skalt halda áfram við kvæðin þin á morgun .... Það er margt mjög láglega ort hjá þér ....“ „Hefir þtj lesið það?“ „Já, ég hefi rænzt til þess. Þú lætur þetta liggja fyrir allra augum. Þú ættir að geyma daghókina þína betur," segir hún brosandi. „Hefir þú líka lesið hana?“ spyr Occo og sótroðnar. „Já, ég fann hana einu sinni i geymslunni. Ég hafði gaman af henni. Og einu sinni lá hún niðri í stiga. Ég tyllti mér niður og las. Það var aðeins eitt,- sem mér mislíkaði stórlega." „Hvað var þaö?“ „Það var um stúlku, sem þú varst ástfanginn af. Þú varst að lýsa því, hvað þig langaöi mikið til þess að kyssa hana.“ „Finnst þér það ljótt, þó að mig langaði til þess?“ kærastar. Þegar hann var um * fermingaraldur átti hann svo margt góðra bóka, að sennilega er eins dæmi um svo ungan mann. _____ Það duldist engum, sem kynntist þessum sveini, að þar var gott mannsefni, og miklar framtíðarvonir voru við hann tengdar. En þær vonir áttu ekki að rætast nema að litlu leyti í þessum heimi. Högni Þorsteins- son var í sveit þeirra ungu, sem guðirnlr elska. Hann andaðist 3. okt. 1935, aðeins 15 ára gamall. Högni arfleiddi héraðsskólann á Reykjum að bókasafni sínu, en þar hafði hann stundað nám síðasta veturinn sem hann lifði. Skipulagsskrá fýrir bókasafns- sjóð hans var staðfest 6. maí 1936. Stofnfé sjóðsins var bóka- safnið og 1000 króna peninga- gjöf frá Þuríði móður Högna og Kristínu fósturmóður hans. Næstu árin styrkti Þuríður sjóð- inn með fégjöfum til viðbótar. Sjóður þessi var fenginn Reykja- skóla til eignar, og skal honum varið til viðhalds og eflingar bókasafnlnu. | Með þessari góðu gjöf hafa | þau Högnij, móðir hans og {fóstra, lagt drjúgan skerf til eflingar Reykjaskóla og menn- ingar því unga fólki, sem þang- að sækir þroska og fræðslu. En bókasafnið er um leið minnis- varði þessa unga gáfumanns og velgerðamanns skólans. Og mynd af honum prýðir þar eitt stofuþil. Það var engin tilviljun að Þuríður Þorvaldsdóttir eyddi mörgum árum ævi sinnar við uppfræðingu ungmenna og hjúkrun sjúkra. Hún hafði ætíð það markmið fyrst og fremst, að verða öðrum að liði. Það var i góðu samræmi við fórnarvilja hennar, að segja þeim ungu til vegar og hjálpa þeim veíku. Þannig var lif og starf prests- dótturinnar á Melstað. Og hinn ungi sonur hennar eyddi líka sínum fáu árum til heilla sam- tíðarmönnunum og þeim, sem á eftir koma. Þess vegna fylgir birta og ylur minningunum um þau í hugum okkar Miðfirðinga. Skúli Guðmundsson. L. C. Smith & Corona Typewriters, Inc. geta nú aftur af- greitt hinar vel þekktu L. C. SMITM RITVÉLAR. Einkaumboð: Samband ísl. sasnvinnufélaga. M álverkasýning Mikil og sérstæð málverkasýning, þar sem eru meðal annars nokkur af frægustu verkum hinna gömlu heims- p kunnu málara, verður haldin í Oddfellowhöllinni. Málverkin seljast: Fimmtudaginn 4. apríl kl. 10—22 Föstudaginn 5. apríl kl. 10—22 :! Á sölusýningunni eru aðeins 1. fiokks málverk, mjög Ijmerkileg og athyglisverð. (Egil Nielseh, Mylin Petersen). FI.\M'R JóxVSSOA: MÁLVERKASÝNING í Sýningarskála myudlisiarinanna. Opin daglega kl. 10-10. Verzlun Ingþórs Til að auka ánægjuna Ingþór hefur flest. Simi 27. Selfossi. Þar að koma þú skalt muna að þér er sjálfum bezt. Vélsmiðjan Oddi h.f. Strandgötu 49, Akureyri, sími 189 pósthólf 121, simnefni Oddi. Starfrækjum sérstaka deild til viðgerffar á alls konar landbúnaffarvélum. Bændur, skiptið viff eina verk- stæffiff, sem hefir sérstaka deild fyrir vélar yffar. Vélsmiðjan Oddi h.f. Fragtskip í smíðum Nokkur fra^tskip fra 600—3500 tn., 1 smíðum, tilbúin á árinu 1947 og fyr, eru til sölu, ef samið er strax. Einnig 100 tn. línuveiðari byggður í Þýzkalandi 1937, nýklassaður, með 412 ha. gufuvél, með olíukyndingu. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Gísli Indriðason Sími 6530. Lækjargötu 10 R.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.