Tíminn - 11.04.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1946, Blaðsíða 2
TtMINN, fimmtndagiim 11. aprfli 1946 65. blað Fimtuflufiur 11. aríl Hrun eða viðreisn Þúsundir manna hafa safn- aS fé á undanförnum árum, þó að yfirleitt séu það ekki miklar upphæðir. Mikill þorri þessara manna hefir jafnframt slegið á frest ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum, bæði vegna þess, að þeim hefir ofboðið verð- iag og tilkostnaður, og þó frek ar af hinu, að þeir hafa alls ekki getað fengið nauðsynlegt efni til þeirra hluta. Öllu þessu fólki finnst það miklu skipta, hvað um sparifé þess verður. Hverfur það mátt- laust og einskisnýtt í gap geng- ishrunsins og nýrrar verðbólgu eða fær það að halda gildi sínu og ka^upmætti? Þetta er eitt af því, sem ræð- ur flokkaskipun í landinu og af- stöðu manna við væntanlegar alþingiskosningar. Stjórnar- stefnan miðar að því að gera spariféð verðlaust. Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna, Ásgeir Ásgeirsson, hefir blátt áfram boðað gengislækkun, sem úrræði, sem nota verði, þegar ekki fæst lengur hæsta stríðs- verð fyrir útflutningsvörurnar. Og fjármálastjórnin miðar öll að þessu. Um það þarf svo ekki að fjöl- yrða^ að .dýrtíð, sem gerir allt atvinnulíf í landinu allsherjar taprekstur og leiðir þannig til gengislækkunar, er hrunstefna. Framsóknarflokkurinn hefir viljað fara að dæmi annarra siðaðra þjóða og standa gegn verðbólgunni, en verið borinn ráðum. Það hefir orðið þjóðinni dýrt. Og nú eru augu almenn- ings að opnast fyrir því. Ýmsir af forustumönnum verkalýðsins sjá það nú, að stefna ríkisstjórn- arinnar færir þeim enga bless- un. Víðs .vegar að koma fram yfirlýsingar þeirra þess efnis. Fulltrúaráð Dagsbrúnar lýsti því nýlega yfir að þannig hQfði verið haldið á verðlagsmálum þjóðarinnar að kauphækkanir síðustu ára væru að engu orðn- ar og fólki í lægri launaflokk- um væri ekki unnt að lifa af tekjum sinum. Verkalýðsfélagið Baldur á ísa- fyrði lýsti því yfir fyrir fáum vikum að verkafólk yrði að tryggja verðgildi fjármuna sinna en ekki dygði að leggja einhliða kapp á kauphækkanir, sem óðar væru að engu gerðar. Verkalýðsfélag Seyðfirðinga hefir heitið á Alþingi að hætta þeirri fjármálastjórn, sem neyð- ir verkamenn til að gera síaukn- ar kaupkröfur, án þess að þeim fylgi nokkrar hagsbætur þegar til kemur. Þannig er nú vitnisburður verkalýðsins. Það er alls staðar eins, fyrir austan, vestan og sunnan. Launastétt- irnar finna það, að sú hag- fræði stjórnarfl., að aukin verð- bólga og dýrtíð skipti stríðs- gróðanum og geri alþýðuna að striðsgróðamönnum er blekk- mg. Sú blekking hefir verið notuð til þess, að vernda stór- gróðastéttirnar. Það er þvi margj, sem bendir til þess, að nú sé þeim mjög að fjölga, sem skilja það, að leiðin til viðreisnar er ekki leið verð- bólgunnar. Þeir munu því allir hlusta á ávarp Framsóknar- flokksins um að sameinast til baráttu þeirrar sem framundan er: Gegn verðbólgu og gengis- hruni. VIGFÚS GUÐMUNDSSON: Eigum land vort einir „Til framandi landa ég bróðurhug ber.“ Hiö svokallaða herstöðvamál er mikið á dagskrá þessa dagana. Ráðamenn þjóðarinnar virðast þó reyna að varpa yfir það sem mestri huliðsblæju: Ýmsir reyna að „slá sér upp“ á því að toga í hólmann okkar í austur eða vestur. En þeir, sem vilja hafa hann á sama stað, láta sér fátt um finnast og þegja að mestu Og er þó timi kominn til fyrir okkur að leggja orð í belg. Það mun vera til 'talsvert af mönnum hér á landi, sem vilja sem allra nánast samstarf eða jafnvel innlimun í stórveldin, aðrir í Rússland, hinir í Banda- ríkin. Það er hálfgerð raun að heyra þá menn, er stjórnast algerlega frá Mosícvu, vera að þeyta lúð- urinn alla daga um sjálfstæði íslands — mennifta, sem alltaf eru tilbúnir að láta ættland sitt fyrir baunaspón, vegna undir- lægjuskapar síns við hið aust- ræna stórveldi. Má þar varla á milli sjá og hinna, sem vilja leigja (eða selja) hluta af landi okkar til herstöðva Bandaríkja- anna. Hitt er allt annað mál að hafa samhug með þessum stórveldum í austri og vestri: Rússum |yrir margháttaðar umbótatilraunir og verk til þess að hefja þá stóru þjóð úr niðurlægingu fyrri tíma og Bandaríkjamönnum fyrir þeirra mikla frjálsræði og og dugnað. Við, sem dvalið höfum nokkur ár af ævi okkar í Bandaríkjun- um, munum flestir sammála um það, að ef við vildum gera annað land en ísland að fósturlandi okkar, þá væru það Bandaríkin. En þau eru erlend og fram- andi ríki, og þótt við vildum allra landa helzt hafa samband við þau, með öllu því frelsi, auð- æfum og manndómi„ sem þar er ríkjandi, þá viljum við ekki semja um einn fermetra af landi okkar til þeirra, hvorki til leigu né sölu. Hitt er annað mál, þótt vest- anmenn séu hér með fámennt lið við flugvellina sem áfram- hald af hernáminu þar til frið- ur hefir verið saminn milli flestra ríkja, sem vonandi verð- ur á þessu ári. Við kölluðum áreiðanlega vo?ia yfir þjóð okkar með því að bjóða heim til langdvalar erlendu herliði, sem nokkuð verulega mætti treysta til varna. Það myndi tæra okkar íslenzku þjóð upp. Nú þegar eru mörg hundr- uð islenzkra kvenija á bezta æskuskeiði tapaðar íslenzkri þjóð um aldur og ævi fyrir kynningu þeirra við herliðið, þótt þær geti reynst góðir borg- arar annars staðar. Og ennþá fleiri máske verra en tapaðar. Eftir þessu er furðanlega (lítið tekið. Færist skip hérna úti í Til þess að auka kaupmátt launa og framleiðslutekna. Gegn verðbólgubraskinu. Fyrir því að gera upp þann mikla stríðsgróða, sem safnazt hefir á fárra hendur og tryggja réttláta skiptingu hans. Fyrir því að verzlunarsamtök almennings fái notið sín. Þetta er hin jákvæða viðreisn- arstefna, sem Framsóknarflokk- urinn berst fyrir og vill sameina þjóÓina um gegn verðbólgu og upplausn. Vilja menn hrun eða viðreisn? Þarf að spyrja? flóanum með 500 íslenzkum stúlkum og limlestust í bifreiða- slysi 1000 stúikur, þá myndi verða þjóðarsorg og öll blöð með stórum og feitum fyrirsögnum. En hið þögula smátærandi tjón, sem erlent setulið hlýtur að valda þjóðinni, eftir því er tæpast tekið. Við, sem hvorki viljum gerast undirlægjur Rússa né Band- ríkjanna, en eiga land okkar sjálfir, viljum hafa vinsamleg samskipti við erlendar þjóðir, og þó einkum lýðræðisþjóðirnar. Lögreglu og starfslið þurfum við að hafa við þá flugvelli, sem búið er að gera og er ekkert að því að semja við Bandaríkja- menn um eitthvert starfslið til bráðabirgða meðan íslendingar eru að venjast störfunum, allt undir íslenzkum yfirráðum. Auðvitað er ískyggilegt aö stjórnarliðið hefir skipað ein- hvern mesta Moskvukommúnist- ann sem yfirmann flugmál- anna hér á landi, en þessi ó- stjórn, sem nú er, ríkir vonandi ekki lengi úr þessu. Er það eitt af verri verkum þessar ógæfustjórnar og óverð- skulduð storkun til Bandaríkj- anna, sem fyrst allra þjóða við- urkenndu sjálfstæði okkar. Þessi trúi Moskvuþjónn, sem skipar flugmálastjóraembættið, hefir m. a. forsómað að kenna íslendingum og æfa þá til þess að gæta flugvallanna og er það samkvæmt annarri samkvæmni Moskvumanna, er leika hér sinn „landvarnaleik“ — sem þeir glotta að bak við tjöldin. Það munaði mjóu að stjórn- arliðið væri í fyrra búið að láta íslendinga segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Þá báru Framsóknarmenn svo á- kveðna móttillögu fram á Al- þingi að stjórnarliðið gugnaði. Þó að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei gert annað en það, sem hann gerði þá, myndi ís- • landssagan geyma minningu hans með þakklæti. Nú er það Framsóknarflokks- ins að berjast í fylkingarbrjósti fyrir því, að engin erlend ríki fái neitt af landi okkar til yfirráða í framj;íðinni með ís- lendinga eigin vilja. . En bróðurlegt samstarf við aðrar þjóðir er sjálfsagt og þó einkum við Engilsaxa og Norð- urlandaþjóðirnar, ' sem íslepd- ingum hafa reynst beztir há- grannar. ' / 27./3.-—’'49. Hví fá ekki allir að njóta hinna sömu kjara? Ég sendi Tímanum þennan greinarstúf sem eftirfara grein- arstúfs, sem birtist í blaðinu í gær. Vona ég og einnig, að hann fái rúm í blaðinu. Gunnlaugur Pétursson kvartr ar í greinarstúf' sínum um það misrétti, ,sem launþegar verði fyrir með því að fá ekki greidd- an mismun á vísitöluverði og útsöluverði hangikjöts, og „bein- ir þeim tilmælum til Alþ.sam- bands íslands alveg sérstaklega, að það beiti sér fyrir rétti laun- þeganna í kjötniðurgreiðslu- málinu. É| geri ráð fyrir, að Gunn- laugi og hans- fólki þyki hangi- kjöt gott, en mér og mörgu fólki, sem við sveitabúskap vinn- ur, þykir- nýtt kjöt gott líka. En kjötlögin búa yfir þeim rang- indum, að það er frádæmt þvi að fá niðurgreiðslur, hliöstætt við aðra neytendur í landinu. Á meðan fyrra niðurgreiðslu- fyrirkomulagið réði, þá keypti sveitafólk nokkuð almennt frystihúsakjöt með útsöluverði. Af sumum illsýnum mönnum’ voru þetta talin lymskukaup, jafnvel þjóðmálaoddviti úr bændastétt heyrðist hátala, að bændur hef'ðu þar reynst „aura- gleggri" en hann hefði ráð fyrir gert — sá vel hugsandi maður. En gagnsvör lágu nærri. Sam- kvæmt áliti vísitölunefndar árið 1943, er bóndanum, á pappírn- um, ætlað, 'árskaup í samræmi við meðaltekjur sjómanna, verkamanna og iðnaðarmanna í Reykjavik og kauptúnum sam- kvæmt skattframtölum. Sama myndi enn vera árið 1946, ef vísitöluverö landbúnaðarafurða væri ósneitt. Raunverulega þýð- ir þetta það, að ráðamenn á þjóðarbúinu hafa þá ætlað þess- um verkamönnum búsins sama kaup í peningum mælt, svo sem ef bóndi hefði tvo verkamenn, annar ynni að húsabyggingum, en hinn að fjárgæzlu, greiddi þeim jafnt kaup, en segði ekki síðan við þann, sem fjárgæzl- una anhaðist: Ég reikna þér hvert kíló, sem þú étur af nýju kjöti kr. 4.35 hærra verði af því að þú vannst við fjárgæzluna — reykurinn er nokkuð þungur af réttunum. En samt er nú þannig komið, að ráðampnn þjóðarbúsins segja sem svo við verkamann í kaup- stað: Þér nægir þitt kaup, því ég ætla að greiða allverulega <Framhald á 4 slfíu). A ðííaVangi Dómur sérfræðinga. Mbl. skýrir nýlega frá áliti tveggja amerískra ráðunauta á gistihúsi ríkis, bæjar og Eim- skips. Þar segir svo: „Báðir létu þessir Banda- ríkjamenn í ljós hrifningu á umhverfi Reykjavíkur og töldu að óvíða hefðu þeir séð jafn- mikinn áhuga fyrir skipulags- málum bæja og hér á landi. Ættu þeir menn, sem áð þeim málum hafa unnið mikið hrós skilið og væri það trú þeirra, að Reykjavík gæti með sama á- framhaldi orðið hinn fegursti bær.“ Það er von að Mbl. hafi áhuga á. því, að koma- upp útlendinga- gistihúsinu, því að eflaust munu skipulagssérfræðingar bæja og borga sækja hingað austur um haf til þess að kynna sér fyrir- myndarskipulag bæja. En þeSsu hefðu fáir spáð hér að skipulag bæjarins fengi þetta hrós, þó að margt sé vel um okkur. Það er ekki ónýtt að fá svona sérfræðjnga. En hyorir ættu að borga, við eða þeir? • Mbl. lýsir Jóni Pálmasyni. „Það er alkunnugt fyrirbrigði að þeir menn, sem hafa ein- hverja vöntun, reyna að bæta það upp með sjálfhælni. Þetta sannast stundum á litlum mönnum, vitgrönnum, oða máttlitlum til líkamlegra af- reka. Almennt er á þennan eig- inleika litið, sem háð um sjálf an hlutaðeiganda og oft.reynt að ýta undir aðgerðir til að auka á þá lítiLsvirðingu brosgjarnra manna, sem gortaramennskan veldur." • / Það er nú samt grátt gaman og alvörulaust um of að hreykja slíkri manntegund í forsetastól Alþingis. En fyrirbrigðið hlýtur að vera alþekkt meðal lesenda Mbl. Sviður í kaunin. Mbl. ber sig aumlega undan stjórnmálaávarpi Framsóknar- flokksins. Fátt verður því þö um várnir. Röksemdir kemur það engar með. Hins vegar ber talsvert á grobbi. Og nokkuð er þar af fullyrð- ingum.. Ileilaspuni Mbl. Mbl. segir að Framsóknar- flokkurinn hafi viljað stofna til allsherjarverkfalla fyrir hálfu öðru ári síðan. Það er ótrúlegt að það hefði leitt til verkfalla, þó að eitthvað hefði verið gert til þess, að tryggja það að stríðs- gróðinn rynni til almennirigs- þarfa og tryggja verðgildi og kaupmátt atvinnutekna og launa. En það. var þetta, sem Framsóknarmenn vfldu og vilja enn. Síðasta huggunin. Síðast huggar Mbl. sig við það, að Framsóknarmenn hafi beðið þessa menn að bjarga málum þjóðarinnar fyrir 8 árum. Þá hafi allt verið komið í strand. Bendir þetta til þess að ríkis- stjórnin sé haldin mikil- mennskubrjálæði eða þá að hún ætlar að hafa vinnubrögð Hitl- ers, sem kenndi þjóð sinni sög- una eftir því, sem honum hent- aði, en ekki því hvað við hafði borið. Mbl. ætti að reyna að benda á þau bjargráð, sem þessir menn komu með, þegar þeir komust í stjórn. Geti það ekki nefnt það munu fáir taka mark á fleipri þess og fullyrðingum. FYLGIST MEÐ Þið, sem í strjálbýlinu búið, hvort heídur er við s1ó eða í sveit! Minnist þess. að Tlminn er ykkar málgagn og málsvari. Leiðið athygli manna að því, að allir þeir, sem fylgjast vilja- með almennum málum, verði að lesa Tímann Sýnið kunningjum ykkar blaðlð og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur Halldór Kristjánsson: Áfengið og ibjóðin Vísir birti um daginn grein, sem hét Áfengið og þjóðin. Þar er a það bent, að nálega fimmti hluti af tekjum ríkissjóðs, 122 mil- jónum króna, verði heimtur inn sem hagnaður af áfengissölu. Þykir Vísi þetta allt annað en glæsilegt, sem von er. En um sumt er ég ekki sammála þessum góðviljaða höfundi og vil því Iítils- háttar ræða áfengismálin. Fjárhagsleg glópska. Það er fjármálaleg glópska að afla ríkissjóði tekna með á- ^ngisverzlun. Við skulum geyma okkur að tala um siðferði- og menningu, en halda okkur fyrst um sinn við fjárhags- hliðina eingöngu. Áfengiskaupin skilja ekkert verðmæti eftif hjá neytendunum. Fjáröflunarleið, sem tekur tugi miljóna króna árlega, opnar einhvers staðar skarð, sem ósköp gott væri að hafa fullt vegna atvinnulífs, hollustuhátta og fleira. Auk þess verður fjöldi manna óverkfær af drykkjuskap lengur eða skemur. Þar með er sóað sjálfu vinnuafl- inu, en það er verðmæti, sem þjóðin má ekki skerða. Engar tölur eru til um það, hve mikil brögð eru að slíku tjóni. Hitt er þó víst, að þau eru mikil. Þeir íslendingar, sem eru orðnir auðnulausir aumingjar vegna drykkjuskapar, skipta sjálfsagt hundruðum. Auk þess er mikill fjöldi, sem er horfinn fyrir aldur og örlög fram. Heilsuspillir. Áfengisnautn hefir áhrif á heilsu manna og þau næsta ill. Margs konar slark og vos fylgir henni. Fjöldi manna fer á mis við gott húsnæði og hollustu- hætti aðra, margs konar geðs- hræringar, áhyggjur og þungir harmar leggjast á menn og þar fram eftir götunum. Þetta allt hefir slæm áhrif á heilsufar þjóðarinnar, bæði andlega og líkamlega. Auk þess veldur áfengisnautn mörgum umferðaslysum og glat- ast mikið verðmæti í þeim. Afbrot og áfengi. Annars vegar eru svo lögbrot og sakamál. Það er staðreynd, að árin 1915 og 1916 var enginn íslenzkur maður dæmdur fyrir þær sakir, sem kallaðar eru glæpir og grófari afbrot. Þessi tvö ár voru hér bannlög í fram- kvæmd, en aðeins þessi tvö, svo að vel væri. Með þessu er ekki sagt, að öll glæpamál stapdi í sambandi við áfengisnautn, en athyglisverð staðreynd er þetta og ekki eingöngu tilviljun. Ég taldi saman dóma fyrir af- brot, sem ölvaðir menn frömdu á einum mánuði síðasta árs. Þar voru allmörg innbrot, þjófnaðir og rán, meiðingar, nauðgun og manndráp auk nokkurra um- ferðaslysa. Þetta hefir líka fjárhagslega hlið, sem ekki er neitt hégómamál. Fjárhagsleg áhrif áfengis- verzlunar og áfengisneyzlu eru þau, að fjárhagsleg geta og gjaldþol þegnanna minnkar stórum, starfshæfni og afköst minnka, löggæzla og heilsu- vernd verður kostnaðarsamari. Það er allt á einn veg, eyðandi og lamandi. Áfengí og ómenning. Svo er þá menningarlega hliðin. Hundruð eða þúsundir af mannsefnum verða að siðferði- legum aumingjum vegna áfeng- isins. Lauslæti og skækjulífn- aður stafar einkum af því, og verður ef til vill tækifæri til að gera síðar grein fyrir því. Það er líka fullvíst, að langflest af- brot unglinga, eins og raunar annara, stafa beint og óbeint af áfengisnautn. Siðferðilegur aumingjaskapur og vandræði fylgja hvarvetna í slóð áfengis- ins. (’framh. næst). I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.