Tíminn - 11.04.1946, Blaðsíða 3
65. blað
TÍMEViy, fimiwtudagiim 11. apríl 1946
3
Miimingar or ð:
Kristín Einarsdóttir og
Skúli Bergsveinsson
í Skáleyjuni.
Mig langar til þess aS- minn-
ast hér fósturforeldra minna,
Kristinar Einarsdóttur og Skúla
Bergsveinssonar í Skáleyjum.
Verður þó að fara fljótt yfir
þeirra merku sögu.
Laust fyrir aldamótin síðustu
byrjuðu ung hjón búskap á
hálfum Skáleyjum í Flateyjar-
hreppi á Breiðafirði. Bjuggy þau
þar síðan í rösk fjörutíu ár
Þegar þau hættu búskap, voru
börnin löngu farin ^ð heiman,
fósturbörnin, átta að tölu, sem
ólust þar upp að meira og minna
leyti, komin út og suður, vinnu-
hjúaöldin sezt á Sökkvabekk og
húsbóndinn farinn að orku og
árum. Fluttu þau þá til Berg-
sveins sonar síns í Ögri,
skammt frá Stykkishólmi.
Margt var það, sem hvíldi á
hertSum húsfreyjunnar þar, er
tuttugu manns voru í héimili,
sem bjó að miklu leyti að sínu,
sem kallað er. Mestallur fatnað-
ur var unninn heima, ofinn og
prjónaður. Allt saumaði hús-
móðirin, nema á vinnukonurn-
ar, en leit þó eftir, hvernig þeim
færi það úr hendi og leiðbeindi,
ef þurfa þótti. Hún kunni og
fjölþættar hannyrðir, h^ort
heldur var saumur, hekl eða
prjón. Gat og tekið á smíðum,
ef henni lá á, því að hún var
hög á allt. Sérstaklega var hún
rómuð fyrir að leggja á skæri
svo vel, að karlmenn léku það
tx-autt eftir. Grannkonurnar
vissu vel af þessu og komu með
skærin sín, þegar þau fóru að
sljóvgást. Læknir heimilisins
var hún á kvilla og meiðsli.
Græddi til dæmis bónda sinn af
fótbroti, án þess að leita aðstoð-
ar héraðslæknis, sem þó var í
nágrenni. Lækningin tókst fljótt
og vel. Hún sá um og starfaði
að garðræktinni, sem var mik-
il. Hafði umsjón með dúnhreins-
uninni, og var oft með að hirða
varpið. Skáleyjar eru mesta dún-
ver á Breiðafirði. Hún sagði
vinnukonunum skorinort fyrir
verkum og lét þær hispurslausli
heyra það, ef henni líkaði ekki
verk þeiiTa. En nóg var jafnan
að starfa. Verkhyggni og reglu-
semi var með ágætum. Hún va,r
stormur heimilisins, sem hélt
hreyflinum gangandi. í öllum
önnum heimilisins átti hún þó
stundir til lesturs, því að hún
er gáfuð og bókelsk og jafnvíg
á dönsku og móðurmálið. Guðs-
þjónustur heimilisins, sem voru
stundaðar með reglu eins- og
annað, annaðist hún — var þar
bæði forsöngvari og prestur.
Auk alls þessa hélt hún dagbók.
Þar skrifaði hún alla viðburði,
jafnvel störf og gestkomur.
. Húsbóndinn var ljós heimilis-
ins, sem ekki aðeins lýsti, held-
.ur vermdi. Öllum var hlýtt í ná-
vist hans. Fundum við það ekki
,sízt, fósturbörnin. Hann gekk að
öllum verkum með vinnumönn-
um sinum, sém sjaldan voru
færri en þrír, auk kaupamanna
og unglinga. Oft var komið til
hans strákum, sem aðrir gátu
ekki tætt um, og fórst honum
vel að manna þá, svo að flestir
urðu til einhvers nýtir. Þó minn-
ist ég' ekki, að ég heyrði hann
nokkurn tíma segja styggðar-
yrði. Iðjuleysi þekktist ekki á
heimilinu, þótt um hávetur væri.
Gert var að reipum, netum og
fjölmargt annað, sem færa
þurfti í lag, því að á engu var
óregla. Lítils háttar fóru vinnu-
menn til sjávar, einn og stund-
um tveir, einkum á haustin.
Þótt hjón þessi væru mjög
óskaplík, var hjónabandið hið
elskulegasta. Aldrei réði hann
ráð né tók meiri háttar ákvarð-
anir án þess að bera það fyrst
undir konu sína. Þó var hann
frjáls allra gerða sinna, fyrir
henni. Ég minnist þess sérstak-
lega, að hann var staddur úti
í Flatay sem oftar i verzlunar-
erindum. Var hann þá beðinn
að taka barn til fósturs, sem
mikið lá á að koma fyrir. Hann
vildi bera það undir konu sína
áður en hann gæfi ákveðið svar.
Fór hann svo heim um kvöldið
að vanda, en um nóttina var
sendur bátur eftir barninu. Þeg-
ar barn var einu sinni komið
inn á Skáleyjaheimilið, fór það
ekki þaðan aftur fyrr en það
var komið til manns.
Kiástín ér Einarsdóttir, Gísla-
sonar í Skáleyjum. Kona hans
en móður Kristínar var Þór-
hildur Hafliðadóttir, Eyjólfsson-
ar í Svefneyjum.
Skúli var Bergsveinsson, bónda
í Bjarnareyjum, Ólafssonar,
bónda í Sviðnum, Teitssonar.
Kona Bergsveins, en móðir
Skúla var Ingveldur Skúladóttir
frá Fagurey. Kona Ólafs Teits-
sonar og amma Skúla var Björg
Eyjólfsdóttir i Svefneyjum.
Þegar Kristín var barn að
aldri, fluttix foreldrar hennar til
Amei’íku með börn sín. Kristín
néitaði að fara með þeim og
varð eftir hjá afa sínum, Gísla.
Ég efast ekki um, að kveðið
hefði að henni hvar sem hún
hefði lifað' og starfað. En hún
unni föðurlandinu og móður-
máliixu, fannst það inógu gott
fyrir sig. Hér þroskaðist hún
og bar sitt blóm, sem megnust
varð þess að skýla veikum ný-
græðingi, sem annars h'efði, ef
til vill, kólnað út á öræfum ör-
laganna.
Enn er Kristin á frískum fót-
um' Það stormar enn af henni
á götu, ef hún bregður sér ofan
í Hólm til þess að létta sér upp.
Það er engin þokuslæða á ferð,
þar sem hún fer.
Kristín varð sjötug 1. des.
1945. Sá mánaðardagur er sér-
staklega helgaður sjálfstæði
þjóðarinnar. Ætti þjóðin yfir-
leitt eins sjálfstæðan hug og
haga og vinnudjarfa hönd eins
og þessa gagnmerka kona, þá
yrði ekki svo hætt við, að hún
félli á eigin vítum.
Skúli var nokkrum árum eldri
en Kristin og er fallinn í valinn
fyrir skömmu (fæddur 26. júlí
— dáinn 10 febr. 1944).
Þau eignuðust þrjú börn og
lifa af þeim tveir synir, Berg-
sveinn bóndi og rithöfundur í
Ögri, og Gísli húsgagnameist-
ari i Reykjavik.
Hjartkœra þökk fyrir upp-
eldið.
Ingigerður Sigurbrandsd.
Svart klæði
þykkt (23 unsu)
liltíma
Bergstaðastr. 28. - Síini 6465.
. .--------------------8.
Unglingar!
Ennþá vantar unglinga til þess að
bera Tímann til kawpenda i Norður-
mýrina. Talið við áfgreiðsluna sem
fyrst, sími 2323.
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
*
ekki komizt, að hann lesi sjálfur bréfin á morgnana, orði svar-
bréfin, lesi þau síðan yfir að kvöldinu og skrifi undir þau. Hann
sér nú, hve slaklega hefir verið á haldið oft og tíðum, bókstaflega
vegna þess, að sá, sem ábyrgðina bar, hafði ekki fjallað um það
sjálfur. Hann varð að taka hörðum höndum á ýmsum meinum,
er grafið höfðu um sig, pg hann finnur, að starfsfólkið, sem
alltaf hefir rómað mildi hans og góðsemi, er farið að hafa beyg
af honum. Hann tekur þetta sárt, en hann verður að kippa í
liðinn, skera í kýlin. Hann má aldrei fara heim að kvöldi, fyrr
en öllum störfum dagsins er lokið á þann hátt, sem hann getur
fyllilega fellt sig við.
Einu sinni kom hann síðla dags inn í innri skrifstofurnar, þar
sem er svo lítil birta, að ljós verður að loga allan daginn. Fólkið
er að drekka te og borða smurt brauð, sem það hafði haft með
sér að heiman.
„Ég á ekki auðvelt með að setja ofan í við ykkur,“ segir hann,
„því að ég veit, að þið viljið öll leysa störf ykkar sem bezt af
hendi. En þið verðið að leggja ykkur fram. Útgerðin verður að
komast úr þessari kreppu, og hún skal líka gera það. Hún skal
aftur verða það, sem hún einu sinni var. Um það skulum við
öll sameinast“.
Seinna varð honum ljóst, að þessi skrifstofa, sem fólkið varð
að sætta sig við, var sízt af öllu til þess fallin, að glæða elju
þess og starfsgleði. Hann sannfærðist um það, að þessu varð að
breyta. Ég verð að flytja brott héðan, hugsaði hann — ég verð
að skapa þeim betri starfsskilyrði. Ég nýt mín ékki einu sinni
sjálfur, þó að ég geti á hverju kvöldi horfið heim til Wassenaar,
þar sem öll hugsanleg þægindi bíða mín. Hvað þá um fólkið, sem
ekki á að slíku að hverfa? Ég verð að fá nýjar skrifstofur —
betri skrifstofur á betri stað. Og ég verð að láta gera svefn-
herbergi handa mér við hliðina á einkaskrifstofu minni, svo að
ég þurfi ekki að fara heim, ef nauðsyn ber til, að ég sé á vett-
vangi allan sólarhringinn ....
Þarna niðri er síkið — laufið á trjánum er tekið að sölna,
enda komið fram í októbermánuð. Og fyrir eyrum hans hljómar
rödd föður hans v-7 ein hinna gömlu ráðlegginga hans ....
„Heildarkostnaðui’inn má aldrei verða of mikill. íbúðarmiklar
skrifstofur er heimska. Sá, sem vinnur af alúð og skyldurækni,
gæti alveg eins gert það á fjósbás. Allt, sem að óþörfu er lagt
í skrifstofur og skrifstofubúnað — það er fé, sem engan arð gef-
ur. Þess vegna á fyrst og fremst að gæta sparnaðar ... .“
Jú-jú, gamli maðurinn sagði þetta — brýndi þetta fýrir mönn-
um. En nú eri^ 'komnir aðrir tímar. Nú koma hlutirnií ekki
lengur upp í hendurnar á mönnum. Nú er þitizt og barizt um
viðskiptin, og sá, sem hænir að aðra mest að sér, ber sigur úr
býtum. Nú þurfa fyrirtæki margt, árvakurt fólk, sem er bjart
i kringum — fólk, sem hugs* og er ánægt með kjör sín.
Nei — við verðum að yfirgefa þetta hús, enda þótt ég sakni
þess að sjá ekki síkið framar — enda þótt ég sé tengdur þess-
um skuggalegum herbergjum, sterkum böndum ....
„Kom inn“. Það er drepið á dyr. „Sæl, Hettý mín. Það var
gótt, að þú komst.
Hún smeygir sér hikandi inn fyrir, staðnéemist við hurðina
og litast um. Wijdeveld verður forviða yfir því, sem honum
flýgur i hug. Telpan hefir aldrei komið hingað. Hann hefir ekki
leitt hugann að því fyrr.
„Er þetta eþikaskrifstofan þín, pabbi?“ spyr hún. Þegar hann
kinkar kolli, heldur hún áfram: „Hér er skuggalegt. Hvernig
getur þú unnið ljérna?“
Svo þagnar hún, eins og hún þori tæpast að segja meira. Hann
virðir hana fyrir sér..Hún er svo björt og blómleg, álgerð and-
stæða þessa gamla og hrörnandi húss.
„Ja, svona fannst nú honum afa 'þínum, að skrifstofur ættu
að vera,“ segir hann með afsökunarhreim í röddinni.
„Ég villtist inn í stóru skrifstofuna,“ hélt hún 'áfram hálf-
íeimnislega. „Verður aumingja fólkið að hírast þar við vinnu
sína alla?“ ,,
Wijdeveld skynjar strax, hve þung ákæra felst i þessum orð-
um dóttur hans. Hann sér nú ekki aðeins dóttur sína, sem á-
vallt hefir lifað við hin beztu kjör, heldur skýtur einnig upp í
huga hans öðrum myndum. Hann sér í anda einkaritarann sinn,
föla og tekna stúlku, og yngstu vélritunarstúlkuna, áleitið augna-
í’áð hennar og málaðar varir ....
„Þetta stendur allt til bóta, Hettý. Nú skulum við fara að
skoða nýju skrifstofurnar."
Þar blasir líka við bryggja, og þar standa einnig tré með
haustsölnuðu laufskrúði. Og á bryggjunni eru hlaðar af kössum
og pokum, og yfir þá breiddur segldúkur. En hér er ekkert siki.
Hér streymir Maasfljótið til hafs — gluggarnir vita út að því.
Vélbátar özla fram og aftur, dráttarbátar með stóra pramma í
togi baksa gegn straumnum, og stórt, grátt vöruflutningaskip
brunar framhjá og skilur eftir langan varsíma.
Já, hér er miðstöð siglinganna. Hér er líf og hræring. Héðan
sér hann inn í hafnarkvína, þar sem skipin hans liggja við
bryggju — Lúsía, Karel, og Willem Wijdeveld. Innan
skamms bætist Marianna í hópinn, stærsta og nýjasta skip-
ið. Hann getur skotizt þangað yfir á fimmtán mínútum. Hann
getur farið þangað daglega til eftirlits. Áður liðu svo stundum
margir mánuðir, að hann kom aldrei á vettvang sjálfur. Hann
vissi varla, við hvaða bryggjur skipin lágu. Þetta var svo löng og
tafsöm leið — yfir ótal brýr að fara, og við hverja einustu brú
þurfti kannske að bíða tímunum saman.
En hér hlaut að vera gott að vinna, í björtum og rúmgóðum
salarkynnum, sem auk þess voru á miklu hentugri stað en
gömlu skrifstofurnar.
„Ég veit alveg, hvernig við eigum að haga öllu í skrifstofunni
þinni, pabbi. Má ég segja þér, hvernig ég hefi hugsað mér það?“
Þjóðrækiiisfélag íslendinga.
Skemmtifundur
í Tjarnarcafé í kvöld, fimmtudaginn 11.
diskir hermenn á íslandi).
DAGSKRÁ:
1. Ávarp (Ófeigur Ófeigsson læknir).
2. Kvikmyndasýning (íslendingar í Berkeley, Kali-
forníu. — Lýðveldishátíð íslendingafélagsins í New-
York 1945. — Forseti íslands í New-York. — Kana-
ajsríl kl. 8,30 síðdcgis.
3. ? ? ?
4. Dansað til kl. 1.
Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
i dag. — Nýir félagar geta innritað sig í félagið um leið
og þeir kaupa aðgöngumiða, eða við innganginn.
STJÓÍIMN.
Aburðardreífarar
H
H
::
H
♦ ♦
♦ ♦
♦♦ , *■ ' ' 1
H Höfum fyrirliggjandi og smíðum-áburðardreifara, fyrir
H útlendan áburð, eftir bandaríkskri teikningu. Tilgerða að
|j setja á hestvagn. Tempra má eftir vild áburðargjöfina.
Dreifir vel. Breiddin er 8 fet. Verðið er helmingi lægra en
H á jafngildum útlendum áburðardreifurum.
1
Upplýsingar gefur símstöðin í Villingaholti.
Gestur Jónsson, Kristján Jónsson,
Villingaholti.
Skemmtifund heldur
HUNVETNINGAFÉLAGIÐ
að Tjarnar-café, föstudagiim 12. þ. m.
/
SKEMMTIATRIÐI:
Upplestur, söngur, ræða og dans. Spilað^o. fl.
Félagsblaðið kemur út.
Fundurinn hefst kl. 8,30 e. h.
Skemmtinefndin.
mxxttxtmmttmxiitmtxmutttiiutixsxtœttm;
Tilkynning
frá dómsmáiaráðuneytinu
Þar sem i’áðuneytið hefir úi’skurðað, að bifhjól með vél-
♦♦
|| um frá 0,90—1 hestafls, skuli háð ákvæðum bifreiðalag-
; anna, tilkynnist hét með eigendum og umráðamönnum :f
|* slíkra hjóla, að notkun þeirra er óheimil nema þau séu
tryggð og skrásett og ökumenn þeirra uppfylli skilyrði þau,
f! sem sett eru til að stýra bifhjóli.
Dómsmáiaráðuneytið
1 i
TÍMANN
varitar unglinga
eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda við KJARTANS-
GÖTU og í MIÐBÆINN.
Talið strax við afgreiðsluna. Sími 2323. \
Hátt kaup! Hæg' vinna!
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN