Tíminn - 25.04.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.04.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 437S PRENTSMIÐJAN EDDA h.I RITST JORASKRIP'CTO r UR . EDDUHÚSI. Lh.darcötu 9A Símar 2353 og 4378 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINCiASKRIPSTOPA: ■ EDDUHÚSl, Undargötu 8 A SírrJ 2328 30. árg. Reykjavík, finuntndagiim 25. apríl 1946 72. hlað Framsóknarmenn reyna aö bæta tryggingafrumvarpið Stjórnarflokkarnir lirigzla hvorir öðrmn um svik. Almannatryggingafrumvarpið, sem stjórnarliðið hafði ætlað sér að láta neðri deild afgreiða á einum degi í sama formi og efri deild gekk frá því, hefir nú stöðvazt í deildinni og getur farið svo, að nokkur dráttur verði á afgreiðslu þess. Munu ýms- ir stjórnarsinnar hafa farið að athuga það í páskahléinu og komizt að raun um, að á því væru meira en litlir smíðisgallar. Jafnframt hefir risið deila milli stjórnarflokkanna í sambandi við frv., sem er á margan hátt hin sögulegasta. Framsóknarmenn hafa reynt að nota þennan drátt á málinu til aS koma fram á því ýmsum veigamiklum breytingum og eru þessar helztar: 1. Samjcvæmt frv. á að skipta landinu í tvö verðlagssvæði. Á fyrra svæðinu eru kaupstaðir með fleiri en 2000 íbúa, en á því siðara minni kaupstaðir, kaup- tún og sveitir. Flestir styrkir verða 25% hærri á fyrra verð- lagssvæðinu. Framsóknarmenn telja þetta ranglátt, þar sem ekkert sé ódýrara að lifaxá síð- arnefnda verðlagssvæðinu, og muni þetta aðeins ýta undir ó- heilbrigða fólksflutninga. Þeir leggja því til, að landið verði eitt verðlagssvæði. 2. Samkvæmt frv. skulu að- eins launþegar fá slysabætur. Slíkt er vitanlega herfilegasta óréttlæti, þar sem fjölmargir aðrir hefðu þeirra sízt minni þörf. Framsóknarmenn leggja því til, að slysabætur nái jafnt til allra. 3. Frumvárpið gerii’ ráð fyrir að launþegar fái sjúkrastyrk eftir 10 daga veikindi, en aðrir ekki fyrr en eftir 35 daga veik- indi. Þetta er vitanlega herfileg- asta ranglæti. Framsóknar- menn leggja til, að allir fái sjúkrastyrk eftir 10 daga veik- indi. 4. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að konur sem vinna úti, fái stórum hærri fæðingarstyrk en konur, sem vinna heima. Fram- sóknarmenn leggja til, að fæð- ingarstyrkurinn verði jafn. 5. Frv. gerir ráð fyrir, að ið- gjöldin leggist jafnt á menn, án tillits til efnahags. Fram- sóknarmenn leggja til, að að- eins nokkur hluti iðngjaldanna leggist jafnt á alla, en hinn hlutinn greiðist í hlutfalli við tekj urnar. Eins og þessar breytingartill- lögur benda til, er frumvarpið fullt af herfilegasta misrétti og fjölmennar stéttir sviptar rétt- indum, án nokkurra réttlætan- legra ástæðna. Því aðeins, að liðið hefur ákveðið að sam- þykkja það nú, hafa þeir reynt að koma fram þessum endur- bótum. Við umræðurnar um frv. í neðri deild hafq, stjórnarflokk- arnir boriö hvorir öðrum svik á brýn, einkum þó Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar. Eru þau þannig tilkomin, að Sjálf- stæðismenn reyndu að fá á- kvæðin um atvinnuleysistrygg- ingar felld úr frv., en hinir flokkarnir vildu ekki fallast á það fyrst í stað, enda ekki tal- ið sig þurfa þess, þar sem lof- að var hinum allra fuilkomn- ustu tryggingum i stjórnarsátt- málanum. — Alþýðuflokkurinn mun þó að lokum háfa fallist á þetta gegn því, að Trygginga- stofnunin fengi umráð yfir öll- um tryggingaskrifstofum úti um Jand, er starfað hafa á vegum bæjar- og sveitarfélaganna. Skýringin á þessum samningi er talin sú, að forstjóri Trygginga- stofnunarinnar er Alþýðuflokks- maður. Kommúnistar munu einnig hafa fallist á tilmæli Sjálfstæðisflokksins, en svo séð sig um hönd, þegar þeir sáu hvað Alþýðuflokkurinn fékk fyrir snúð- sjnn. Þeir hafa því aldrei þessu vant tekið upp bar- áttú fyrir ^réttu máli, þ. e. að bæjar- og sveitarfélögin annist þessa starfsemi áfram og allt vald í þessum málum verði ekk1' dregið úr héruðunum. En vitan- legt er, að ekki hefðu þeir haf ið þessa baráttu, ef forstjóri Tryggingastofnunarinnar hefði verið kommúnisti. Grálegar atffarir stjómarliðsliis við efnalitla meim, sem laafa yfir 7 |aús. kr. árstekjjur! Alþing^ hefir nú afgreitt frumvarp það um byggingamálin, sem stjórnin neyddist til að flytja eftir að Framsóknarflokkur- inn hafði lagt fram byggingafrv. sitt. Mun óhætt að fullyrða, að þessi nýja löggjöf muni valda mörgum miklum vonbrigðum, og þó sérstaklega þeim, sem liafa miðlungstekjur, en aðstaða jeirra til að eignast húsnæði hefir sama og ekkert verið bætt. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁL! — Fundur utanríkismálaráð- herra stórveldanna hefst i París kl. kl. 10 f. h. í dag. — Öryggisráðið hefir fellt þá tillögu Rússa að taka íranmál ið af dagskrá. Talið er, að það muni einnig fella þá tillögu pólska fulltrúans, að ræða þessar tillögur verði samþykkt- ; Spánarmálin og Francostjórnina ar, verður hægt að kenna lögin ; í ráðinu. En úr því vérður end- við almannatryggingar. Fram- anlega skorið á fundi ráðsins sóknarmenn hefðu þó kosið, að , frv. hefði getað fengið enn betri athugun, en þar sem stjórnar- LAUGASKÓLI Héraðsskólanum að Laugum var slitið nýlega. Nemendur voru alls 93 þar af 38 stúlkur en 55 piltar. 10 þeirra voru í smíðadeild. -- Fæðiskostnaður pilta varð 9,95 kr. á dag, en stúlkna 8,00 kr. Heilsufar var gott í skólanuip í vetur. Byggingafrv. stjóruariimar sam|iykkt: Hlunnindi byggingasamvinnufélaga sama og ekkerf aukin Aðalefni hinna nýju laga er einkum tvennskonar. í fyrsta lagi er ríkinu heimilað að lána ieim syeitarfélögum, sem byggja yfir þá allra fátækustu, allt að 75% af andvirði íbúð- anna. Það er þó ekki tryggt að neinu leyti í frv., að ríkið geti veitt þessi lán og má því búast við, að þetta fyrirheit verði aldrei mikið meira en pappírs- gagn. í öðru lagi er stuðning- urinn við verkamannabústaðina aukinn, en ekki njóta aðrir jeirra hlunninda en þeir, sem hafa lægri en 7000 kr. árstekj- ur og eiga ekki meira en 10 þús. kr. Þeir, sem hafa hærri.tekjur eða eiga meiri eignir, fá ekki aðra aðstoð en þá, sem bygg- ingasamvinnufélögin geta veitt. En einu auknu hlunnindin, sem þeim er veitt i lögunum, eru þau, að ríkið ábyrgist lán, sem nemur 75% af andvirði íbúð- anna í stað* 60% áður. Með þessu er félögunum ekki að neinu leyti tryggð hagkvæmari Það er hér, sem meginmun- urinn á byggingafrv. Fram- sóknarflokksins og bygginga- lögum stjórnarinnar kemur fram. í frv. Framsóknarfl. var lagt til að byggingasam- vinnufélögunum yrði veitt ríkisábyrgð á 85% af"andvirði íbúðanna og jafnframt tryggt, að árlegar afborganir og vextir yrðu ekki hærri en 5%. Hefði þessi tillaga Framsókn- arflokksins verið samþykkt, hefðu tjyggingasamvinnufélög- in getað hafið stórkostlega aukna byggingastarfsemi., eh að sá áhugi sé fyrir hendi, má njarka á því, að 10 bygginga- samvinnufélög eru nú starfandi hér í bænum og fjölmörg úti um land. En í stað þess að taka í þessa framréttu hönd, hafa stjórnarflokkarnir slegið á hana og brugðið fæti fyrir það, að efnalitlir menn, sem hafa yfir 7000 kr. árstekjur, gætu komið sér upp húsnæði. Réttlæti stj órnarliðsins má eða eitthvað meira, eru sama og engin hlunnindi veitt. Flestir opinberir starfsmenn, verzlun- armenn og’ iðnaðarmenn eru þannig”“að mestu gerðir rétt- íausir í þessum efnum. Þótt Framsóknarmönnum tæk- ist ekki að koma fram endur- oótum á þessu atriði, tókst þeim að koma tveimur mikilsverðum atriðum inn í frv. í neðri deild var samþykkt tillaga frá Páli Zóphóníassyni þess efnis, að byggingarfélög hefðu rétt til innflutningsleyfa á byggingar- efni, en þennan rétt hafa þau ekki nú. Flestir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, þar á meðal Finnur Jónsson félagsmálaráðherra, beittu sér gegn þessu réttlætis- máli, og er vissulega erfitt að skilja þá afstöðu Alþýðuflokks- manna. Þá var einnig samþykkt til- laga frá Páli Zóphóníassyni um að ekki verði greiddur hærri tollur á tilbúnum húsum árið 1946 en af óunnu bygging- arefni. Flestir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins voru einnig andvígir bessari tillögu og' sýnir það vel fjandskap þeirra til sænsku húsanna. lánskjör en hingað til og því; vel marka á því, að mönnum, ekki að neinu leyti greitt fyrir sem hafa 7000 kr. árstekjur, eru því, að hinir efnaminni félags- 1 veitt mikil hlunnindi, en mönn- menn þeirra geti byggt. ' um, sem hafa 7100 kr. árstekjur Ragnar Stefánsson segir frá viötal við dr. Gerlach 1160 ainerískir licrmenn cru á íslamli. Ragnar Stefánsson majór hefir verið gerður að blaðafulltrúa méríska hersins hér á landi. Átjj hann í gær tal við blaðamenn, isamt fyrirrennara sínum í starfinu, Howell V. Williams, sem nú r á förum til Bandaríkjanna. M. a. skýrði hann frá samtali, sem iann hefir nýlega. áít við dr. Gerlach, fyrrv. sendiherra Þjóð verja hér. NÝ FRAMBÖO Framboð Framsóknarflokks- ins í alþingiskosningunum í vor hafa nýlega verið ákveðin í þessum sýslum: í Snæf tllsnessýslu: Ólafur Jóhannesson framkvæmdastjóri útbreiðsludeildar S. f. S. í Dala^ýslu: Séra Jón Guðna- son prófastur á Prestsbakka. Bæði þessi framboð voru á-- kveðin af flokksfélögum hlutað- eigandi kjördæma. — Verkfall hófst í Danmörk gærmorgun. Er verkfallið mjög víðtéekt og náði það strax til rúmlega 40 þús. manna. Verkfall þetta stöðvar útflutning danskra vara til Bretlands. — Stjórnin reynir nú að leysa verkfallið með aðstoð formanna stjórnmálaflokkanna. •*- Forsætisráðherra sam- veldislandanna brezku sitja nú fund í London til að ræða um landvarna- og viðskiptamál. -— Bretar hafa ákveðið að lána 200 þús. smál. af hveitiforða sínum til að bæta úr matvæla- skortinum í heiminum. Fyrir skömmu síðan fór Ragn- ar í ferðalag til Evrópu og kom til Þýzkalands. Er hann nýlega kominn aftur úr þvi ferðalagi. Þar hitti hann m. a. dr. Gerlach, sem var hér sendifulltrúi Þjóð- verja fyrir styrjöldina og talið er að hafi haft njósnir um hönd fyrir Þjóöverja hér á landi. Sagði hann Ragnari ýmislegt af veru sinni hér. Hann neitaði því afdráttarlaust, að um fimmtu herdeild Þjóðverja hefði verið að ræða hér á landi, en hins vegar játaði hann, að hafa aflað þýzkum skipum, er hingað komu, upplýsinga um ferðir brezkra skipa hér við land. Hann kveðst hafa gefið lög- reglustjóranum í'Reykjavík vís- vitandi rangar upplýsingar, er hann leitaði hjá honum að senditækjum, sem hann hafði og notaði í húsi sínu. Gerlach segist hafa haft skip- anir um það frá stjórn sinni að reyna að hafa áhrif á íslenzka stjórnmálamenn til að koma í veg fyrir sambandsslit við Dani, en ef af þeim yrði, að hvetja þá til þess, að sambandi við danska kónginn yrði ekki slitið. Hann viðurkennir, að hafa verið ákveðinn nazisti og hafa trúað á þá stjórnmálastefnu. Ragnar Stefánsson lét blaða- mönnum í té þær upplýsingar, að nú dveldu ekki fleiri ame- rískir hermenn hér á landi en nauðsynlega þyr'fti til að reka flugvöllinn í Keflavík með þeim hætti, sem nú er hafður á rekstrinum. En þar eru rúmlega 1000 hermenn, og um 100 her- menn ’éru í Reykjavík. Vöruhandbókin Hermann Jónsson, fullferúi tollstjóra, og Jón E. Vestdal, Dr. Ing., skýrðu blaðamönnum í gær frá útkomu nýrrar bókar, sem er mikið verk í þremur indum og nefnist VÖRU- TANDBÓK. Bók þessi er ætluð almenningi og veitir geysi mikla 'ræðslu um hvers konar vöru- egundir, upprur.a þeirra, eigin- eika og notkun. * » Það var ákveðið 1939, er nýja ollskráin gekk í gildi, að semja líka handbók. Síðan hefir ver ið unnið að þessu verki, sem nú er svo vel á veg komið, að fyrsta tindi bókarinnar kemur út næstu daga, 2. bindið er kömið í prentun og hið þriðja tilbúið til prentunar. Þar eð upplagið er takmark- f að verður bókin seld með þeim ; hætti, að leitað verður áskrifta ! að öllu verkinu, og verður það ekki selt með öðrum hætti. Verður 1. «indið haft til sýnis á tilteknum stöðum, sem verða auglýstir síðar, og verða á- slcriftarlistar látnir liggja frammi á sömu stöðum. Verður verkið selt með kostnaðarverði. Verkalýðsfélag mótmælir Spánarbanninu Sunnudaginn 31. marz 1946 var haldinn stjórnarnefndar- fundur Verkalýðsfélags Þórs- hafnar og þar samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Stjórn Verkalýðsfélags Þórs- hafnar leyfir sér að mótmæla yfirlýsingu Alþýðusambands ís- lands um afgreiðslubann á spönskum vörum til íslands. Telur stj órnin a3 slíkar yfirlýs- ingar skaði aðeins íslenzku þjóðina i heild, en hafi ekki nokkur áhrif á stjórnmál ann- arra þjóða“. Almennur fundur haldinn um málið 14. þ. m. samþykkti fram- anskráða tillögu með 40 at- kvæöum gegn 1. Brezki flugherinn á förum héðan Ákveðið er nú„ að Bretar af- hendi íslendingum Revkjavik- urflugvölíinn um mánaðamót- ín. Fyrst um sinn munu þó ^starfa þar um 40 brezkir aðstoð- armenn undir ísienzkri stjórn. í tilefni af því, að brezki flug- herinn er að fara alfarinn héð- an, hafði yfirmaður hans boð inni i fyrradag. Flutti hann ræðu við það tækifæri, þar sem hann lýsti þýðingu íslands í styrjöldinni og lauk lofsorði á sambúðina við íslendinga. Söngförin til Norður- landa Rögnvaldur Sigurjónsson, pi- einleik á öllum sJngskemmtun- um kórsins og auk þess annast undirleik fyrir kórinn. Áður en kórinn fer mun hann halda tvær söngskemmtanir i Gamla Bíó 2. og 3. maí n. k. Ingimundur Árnason, söng- anóleikari, fen með Utanfarar- stjóri, og söngmennirnir frá kór S. I. K. „í söngförina til Akureyri eru nýkomnir tii bæj- Norðurlanda. Hann mun leika arins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.