Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 1
30. árg. Reykjavík, suimudagiim 5. maí 1946 77. felað ; RITSTJÓBI: > | ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON í : ÚTGEFANDI: J FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4378 ! PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. ,Stjórnarstefnan sam- einar alla galla st jórn- arflokkanna’ Nýja siðfræðin í utanríkisþjónustunni Ræða BSjarna Ásgeirssonar Bjarni Ásgeirsson í dag fylgir Tímanum sér- stakt aukablað, þar sem birt er ræða Bjarna Ásgeirssonar í um- ræð'unum um vantrauststillögu Framsóknarmanna. Þótt þessi snjalla ræða sé mörgum enn í fersku minni, mun lestur henn- ar áreiðanlega glöggva menn enn betur á þeim málum, sem hún fjallar um. Tveir Svíþjóðarbátar komnir til Norðurl í fyrradag komu tveir nýir bátar til Norðurlands frá Sví- þjóð. Kom annar þeirra til Ak- ureyrar og er hann fyrsti bátur- inn af stærri gerðinni, sem kem- ur til landsins. En þeir eru rúm- lega 80 lestir að stærð. Eigend- ur þessa báts eru Hr,einn Pálsson og Haraldur Thorlacius í Hrísey. Hinn báturinn, sem er 50 lest- ir að stærð, kom til Aðalvíkur I fyrradag. Báðir bátarnir eru búnir öll- um nýtízku tækjum og reynd- úst prýðilega á leiðinni til ís- lands. Nýtt tónlistarfélag Tónlistarfélag hefir nýlega verið stofnað í Hafnarfirði. Geta Hafnfirðingar gerzt styrkt- armeðlimir gegn 170 króna árs- gjaldi og fá í staðinn aðgang að 7 tónleikuiíi á ári, er félagið ætl- ar að gangast fyrir. Á næstunni verður skýrt ítarlegar frá stofn- un félagsins hér í blaðinu og birt ávarp frá því. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Útanríkismálafundurinn í París hefir enn ekki náð sam- komulagi um ýms atriði friðar- samningsins við Ítalíu, en hann hefir undanfarið nær eingöngu rætt um það mál. — Óeirðir eru stöðugt miklar í Palestínu síðan kunnugt varð um tillögur brezk-amerísku Palestínunefndarinnar. — Samkomulag hefir náðst milli stjórnar Irans og lepp- stjórnarinnar í Asserbejdjan. Enn hefir ekki frézt greinilega af því. 1. Utanríkisþjónustan virðist vera að fá á sig sérstakan nýjan blæ, sem er aðallega þess eðlis, að enginn veit, hverju hann má trúa. — Þetta er áberandi í um- ræðum um herstöðvamálið. í út- varpsumræðunum gaf forsætis- ráðherrann þá yfirlýsingu, að sagt hefði verið afdráttarlaust nei við málaleitan Bandaríkj- j anna um herstöðvar — og að Bandaríkin hefðu látið mála- leitan sína falla niður að minnsta kosti í bili. — En hljóðnemanum er ekki fyrr lokað en tekið er að ræða her- stöðvamálið á Alþingi í öðrum dúr. — Þar halda kommúnistar því fram, alveg gagnstætt því, sem þjóðinni var sagt í útvarpið, að neiið hafi ekki verið afdrátt- arlaust, heldur aðeins nei við herstöðvum urú langan tíma; öllum öðrum leiðum hafi verið haldið opnum. í annan stað var og látið í veðri vaka, að beiðni Bandaríkjanna væri ekki úr sögunni — svo sem gefið hafði verið í skyn tveim dögum áður. Opinber tilkynning stjórnar Bandaríkjanna um gang máls- ins, nú birt þjóðinni í útvarpi og blöðum, sýnir, að frásögn utan- ríkisráðherrans um að málið sé niður fallið að minnsta kosti í bili, er orðum aukin. — Er leitt til þess að vita, að þjóðin skuli þannig á vegi stödd, að hún get- ur ekki fengið örugga vitneskju um það hvað satt er og rétt í vandamestu utanríkismálum hennar. — II. Það eru aðallega þrjár leiðir, sem farnar eru til þess að birta fyrir þjóð það, sem gerist í mik- ilsverðum utanríkismálum hennar, 1. Að birta öll þau skjöl, er máli skipta um einstök stór- mál, eftir að hlutaðeigandi an um slíka birtingu. — Að leggja skjölin fyrir þing- menn, sem talið er sjálfsagt. Að ríkisstjórnin gefi út op- inbera tilkynningu um mál- ið — á opnum þingfundi eða á annan hátt. Þessar leið má fara hverja fyrir sig og einnig allar sam- tímis. Þegar tillaga mín um að rjúfa leyndina í herstöðvamálinu kom fram á Alþingi, — auk fjölda fundarsamþykkta víðs vegar að um sama efni, — átti ríkis- stjórninni að vera það skiljan- legt, án frekari vísbendinga, hvaða vinnubrögð henni bar að hafa í herstöðvamálinu. — Ríkisstjórninni bar að gefa út glögga tilkynningu í samráði við stjórn Bandaríkjanna, þar sem tekin væri af öll tvímæli um gang málsins. — En í stað þess er gefin út tilkynning ósamhljóða tilkynningunni frá Bandaríkja- stjórn. Ríkisstjórninni bar að leggja öll skjöl máisins fyrir þingmenn. Þar með var öryggi fyrir því, að tilkynning ríkisstjórnarinnar væri efnislega rétt. Ríkisstjórninni bar að ná sam- komulagi um það við stjórn Bandaríkjanna að birta skjöl málsins, og. ef talið var, að ekki mætti birta þau öll, þá sam- komulag um það, hver þeirra skyldu birt. Með þessum vinnubrögðum var þegar eitt allri tortryggni og söguburði um gang málsins. Þetta voru hin einu sæmandi vinnubrögð. III. Ég bar fram þingsályktun mína um herstöðvamálið, ef það mætti verða til þess að leysa það úr þeim viðjum ófremdar, sem það var komið í og beina vinnu- aðferðum stjórnarinnar inn á sæmilegar brautir. Þingsályktunin hljóðar þann- á sannsögli, læt ég mig engu skipta. Þessi þvættingur ráð- herrans er samur, hvort sem er. í þingsályktuninni er orðalagið ótvírætt. „Á opnum þingfundi“ skai birta skýrsluna, sem hefir verið gert að nokkru. En það er lagt á vald ríkisstjórnarinnar hvernig hún leggur símskeyti og bréf fyrir þingið. Milli þessa tvenns er þannig dregin skýr markalína. Ráðherrann sá líka fljótt, er á þetta var bent af Ey- steini Jónssyni, að ekki var stætt á því, að byggja rangfærsluna á orðalagi .þingsályktunarinnar. Hann flúði því til greinargerð- arinnar fyrir ályktuninni. — Hann las upp þessa setningu: „í þingsályktuninni er gert ráð fyrir því að öll símskeyti og bréf snertandi herstöðvamálið verði birt“. Hér stendur „er gert ráð fyr- ir“ (ekki að lagt sé fyrir) að skjölin verði birt og vitanlega er það bezta leiðin í málinu og líklegt, að það fengist sam- þykkt af Bandaríkjunum að birta þau öll eða flest, ef að því væri gengið. En ég hafði vissulega hina ýtrustu varfærni í huga. Ég vildi ekki, hvorki í ályktuninni sjálfri né greinargerðinni láta þingið binda hendur ríkisstjórn- arinnar framar því, sem málinu hentaði bezt. — Það sem hinn heiðarlegi og sannsögli ráðherra ekki las úr greinargerðinni, stendur þar næst á eftir setningu sem hann las. — Málsgreinin ósundur- slitin og ófölsuð er þannig: „í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir því, að öll símskeyti og bréf snertandi herstöðvamálið verði birt. — Ég fæ ekki séð, að þetta feli í sér neina hættu, enda virð- ist það eitt géta, afstýrt því, sem er enn alvarlegra og Hermann Jónasson hættulegra, að því fari fram sem nú er. Sennilega verða og tvær umræður um tillögu þessa, og getur þá ríkis- stjórnin skýrt málið fyrir nefnd þeirri, er um málið fjallar. Verður að sjálfsögðu tekið fullt tillit til allrar rök- studdrar varfærni um af- greiðslu þess.“ Hér er svo ljóst talað, að eftir að menn lesa þetta og bera sam- an við orðalag þingsályktunar- tillögunnar, þýðir engum að reyna að bera á borð þær fals- anir og þann þvætting, að í samþykkt tillögunnar hafi falizt hætta fyrir utanríkismálin! En það hlýtur að vakna önn- ur spurning í sambandi við mál- flutning af þessu tagi: Hvernig er sannleikanum um herstöðva- málið sjálft háttað, — meðal annars þeim þætti forsætisráð- herrans, sem í myrkrum er hul- inn — þegar þingsályktun, op- inbert skjal, er tekin og skrökv- NÝ FRAMBOÐ Nýlega. hafa verið ákveðin framboð fyrir Framsóknarflokk- inn við Alþingiskosningarnar í vor í þessum kjördæmum: f Barðastrandasýslu: Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubólir í Önundarfirði. Á Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. Samsöngvar ntanfar- arkórsins Utanfarakór Samb, íslenzkra karlakóra hefir haldið tvær söngskemmtanir fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyr- enda. Söngstjórar kórsins eru Ingimundur Árnason og Jón Halldórsson. Söngskráin er hin sama og kórinn fer með til Norð- urlanda og er hún að sjálf- sögðu miðuð við Norðurlöndin og þá sérstaklega íslands. Rögn- valdur Sigurjónssoh píanósnill- ingur annast undirleik í förinni, en auk þess mun hann. leika ein- leik á píanó, sem hann gerði og á söngskemmtunum kórsins hér. Lék hann verk eftir Prokofieff, Chopin og Liszt með miklum ágætum og við mikla hrifningu áheyrenda. Kórinn fór utan með Drottningunni í gærkvöldi. GULLBRÚÐKAUP Ingvar Pálmason alþingismað- ur og kona hans, Margrét Finns- dóttir, eiga gullbrúðkaup á morgun. Þau hjónin eru bæði stödd í Reykjavík um þessar mundir og búa í Garðastræti 39. Tíminn biður þeim alls árn- aðar af tilefni þessa dags. (Framhald á 4. sió'i). Nýjiuig í bókaútgáfaiini: Bók eftir 24 íslenzka blaðamenn kemur út næstu daga Eftir Hermann Jónasson 2. 3. þjóðir hafa komið sér sam- NÝ TEGUND AF DRENGSKAP Það hafa myndazt ýms óskrif- uð lög í útvarpsumræðum. Ein voru þau og í samræmi við al- mennar drengskaparreglur, að þegar talað var í síðustu um- ferð var ekki beint nýjum árás- um gegn þeim andstæðingum, sem ekki áttu þess kost að svara oftar. — í vantraustsumræðunum, sem fóru fram nýlega, var það á- berandi, að Ólafur Thors notaði sér tímann alveg sérstaklega í seinustu umferð til þess að hlaða saman staðleysum og nýjum á- rásum og fullyrðingum um þann andstæðing, sem er úr Ieik við umræðurnar. — Þetta er ný tegund dreng- skapar, — sem vert er að veita athygli. — ig: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjórnina að gefa nú þegar nákvæma skýrslu á OPNUM • ÞINGFUNDI um hvað líður hinu svonefnda herstöðvamáli. Skal ríkis- stjórnin jafnframt leggja fyrir Alþingi öll símskeyti og bréf, sem farið hafa milli hennar og fulltrúa erlendra ríkja um mál þetta, og einn- ig þau símskeyti og bréf um sama mál, sem farið hafa milli hennar og fulltrúa fs- lands erlendis“. í stað þess að taka leiðbein- ingum mínum þakksamlega, rýkur forsætisráðherra upp og býr til í útvarpið heila skáld- sögu um það, hvað í þingsálykt- uninni felist. Það eigi að leggja fyrir ríkisstjórnina að birta öll skjöl málsins, án þess að fá samþykki Bandaríkjastjórnar! Hvort þessi skáldskapargerð stafar af fljótfærni og þá mis- skilningi á tillögunni eða skorti Nú í vikunni mun koma út á vegum Bókfellsútgáfunnar bók, sem er skrifuð af 24 blaðamönn- um og fjallar um hin margvís- legustu efni. Tildrög og tilhögun þessarar útgáfu eru þau, sem hér segir: Bókfellsútgáfan hefir lengi haft hug á útgáfu slíkrar bókar, en þar sem svipuð .hugmynd hafði verið uppi á teningnum í Blaðamannafélaginu, réðst hún ekki í framkvæmdir fyrr en á síðastl. hausti, er formaður Blaðamannafélagsins skýrði for- stjóra Bókfells frá því, að félag- ið hefði ekkert á móti slíkri út- gáfu. Eftir seinustu áramót sneri útgáfan sér til Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, og bað hann að taka að sér ritstjórn slíkrar bók- ar og tók hann starfið að sér. Var þá þegar hafinn undirbún- ingur útgáfunnar. Var um 28 blaðamönnum skrifað bréf og þeim gefinn kostur á að leggja til efni í bókina. Var ákveðið að takmarka rúm hvers þeirra við eina örk, en þeim sett alveg í sjálfsvald um hvað þeir skrif- uðu. Alls bárust á, tilsettum tíma ritgerðir frá 24 blaðamönn- um, en í bókinni eru alls 25 rit- gerðir og eitt kvæði að auki, sem tekið var vegna sérstaks efnis þess. Til frefeári glöggvunar skal hér nú skýrt frá efni bókarinn- ar, en það er á þessa leið: Inn- gangsorð um blaðamennsku ís- lendinga og almennt, eftir rit- stjórann, „Einn komst lífs af“, eftir Árna Óla. „Baráttan við dyraverði,“ eftir Þorstein Jós- efsson, „Fráfall Skapta Stefáns- sonar,“ eftir Þórarinn Þórarinsson, „Viðtal með vísitölu,“ eftir Karl ísfeld. „Fyrsta hnattflugið,“ eftir Axel Thorsteinsson, „Prentari talar um prentlist og blaðamenn,“ eftir Vilhj. S. Vilhjálmss. „Upp- lýsingamálaráðuneyti Breta,“ eftir Bjarna Guðmundsson, „Minningar úr Englandsför,“ eftir Ólaf við Faxafen, „Þing- fundurinn 16. jún'í 1944,“ eftir Jón Kjartansson, „Sumarnóttin fyrsta á Fljótsdalsheiði," eftir Jón Bjarnason, „Nýskipun í Höfðakaupstað,“ eftir Jens Benediktsson, „Þrjár mannlýs- ingar,“ eftir Jónas Jónsson, „Saga um sögur,“ eftir Jón H. Guðmundsson, „íslenzk menn- ing Sigurðar Nordal,“ eftir Pál Steingrímsson, „Heimsókn í Hvíta húsið,“ eftir Ivar Guð- mundsson, „Bannför 1908,“ eft- ir Ingimar Eydal, „Hvert á að senda líkið?“, eftir Herstein Pálsson, „Ættartaugar,“ eftir Jónas Þorbergsson, „Þegar Guð- rún á Björgum dó,“ eftir Valtý Stefánsson, „Okkar Pétur,“ eft- ir Árna Jþnsson frá Múla, „Þeg- ar ég kom aftur til Berlínar,“ eftir Einar Olgeirsson, „Eyjar í Álögum,“ eftir Thorólf Smith „Svaðrlför á Grímseyjarsundi," eftir Jón Helgason, „Á Picca- dilly,“ eftir Sigurð Benedikts- son, „Segðu tætingsliðinu að stoppa dansinn," oftir Hannes á Horninu, „Skipafréttir,“ kvæði eftir Karl ísfeld. — Og loks höf- undatal, með myndum af öllum höfundum og æviatriðum þeirra. Flestum greinuhum fylgja margar myndir og er því mikill fjöldi mynda í bókinni. — Alls er Blaðamannabókin 20 arkir að stærð og hefir ekkert verið til þess sparað að gei’a hana sem bezt úr garði. Bókfellsútgáfan hefir í hyggju að halda þessari útgáfu áfrarn, ef vel tekst til með þessa fyrstu tilraun, svo að eitt slíkt safnrit komi út á ári._.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.