Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 3
77. blað TÍMINN, snmmdaginn 5. maí 1946 3 Jifrit-mueli um litarmerkingar á sautffé veg'na sauðfjársjúkdómanna 1946. Allt sauðfé og geitfé á eftirtöldum svæð- um skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, sem hér segir: 1. gr. í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu skal merkja féð með ljósbláum lit á hægra horn. 2. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangár og Þjórsár- skal merkja féð með rauðum lit á hægra horn, nema þar' sem vitað er um mæðiveiki eða garnaveiki, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. Þó skal sama litarmerklng gilda innan girðingahólfanna 'frá 1941 og i Hvammi á Landi, sem notað hefir verið undnafarin ár. 3. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár, ofan Skeiðagirðingar, skal allt féð á bæjum þar, sem garnaveiki hefir orðið vart, merkt með ljósbláum lit á bæði horn, en fé á öðrum bæjum á þessu svæði, skal merkt með dökkbláum lit á bæði 'horn. 4. gr. í Flóa skal merkja allt fé með hvítum lit á bæði horn, nema á bæjum, þar sem garnaveiki hefir orðið vart*, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. Féð í Eg- ilsstaða- og Egilsstaðakotshólfinu skal merkja með hvítum lit á vinstra horn. 5. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 6. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 7. gr. í Árnessýslu, vestan Ölfusár, Sogs, Þing- vallavatns ■ og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. 8. gr. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, norðan Reykjanesgirðingar, skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 9. gr. í Reykjavík skál merkja féð með dökk- bláum lit á bæði horn, nema það, sem kynni að verga haft í einangrunarhólfum, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. 10. gr. Féð 1 einangrunarhólfunum á Keldum, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 11. gr. Á Snæfellsnesi, vestan girðingarinnar úr Álftafirði í Skógarnes, skal merkja með grænum lit á bæði horn. 12. gr. Á Vestfjörðum, norðan girðingarinnar úr Þorskafirði í Steingrímsfjörð, vestur að girðingunnl úr Kollafirði í ísafjörð og norður að Kaldalóni og Þaralátursfirðí, skal merkja með rauðum lit á bæði horn, nema fé 1 hólfinu austan girðingarinnar úr Reykjarfirði i Ófeigsfjörð, er skal merkja með hvítum lit á bæði horn. 13. gr. Á Reykjanesi i Reykhólahreppi, sunnan girðingarinnar úr Þorskafirði í Berufjörð, skal merkja með krómgulum lit á bæði horn, en á bæjunum Skógum og Kinnar- stöðum skal merkja með krómgulum lit á hægra horn. 14. gr. ■ Á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna skal merkja féð þannig: a) Norðan Vatnsskarðsgirðingar, með rauðum lit á bæði horn, nema á bæjum, þar sem garnaveiki hefir orðið vart, skal merkja féð með ljósbláum lit á hægra horn, og fé sem kynni að vera haft þar í einangrtmargirðingum, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. b) Sunnan Vatnsskarðsgirðingar, með hvítum lit á bæði horn. 15. gr. Á svæðinu milli Héraðsvatna og Eyja- fjarðargirðinga norður að Siglufjarðar- girðingu, skal merkja féð á bæjum þar, sem vitað er um garnaveiki eða sérstakur grunur um þá veiki hvílir á> með króm- gulum lit á bæði horn. Annað fé á svæðinu skal vera ómerkt, „ nema norðan Síglufjarðargirðingar. 16. gr. Allt fé norðan Siglufjarðargirðingar, skai merkt með ljósbláum lit á bæði horn. 17. gr. Allt fé í Eyjafjarðarsýslu austan varnar- girðinganna, á Akureyri og í Þingeyjar- sýslu, austur að Skjálfandafljóti, skal merkt með rauðum lit á hægra horn. “ 18. gr. Á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jök- ulsár á Fjöllum, sunnan Gæsafiallagirð- ingar, skal merkja féð með hvítum lit á hægra horn. Þar sem fjárskiptin fóru franj haustið 1941, skal merkja með dökkbláum lit á bæði horn. / 19. gr. Á Hólsfjöllum, Axarfirði og Núpasveit, sunnan Sléttugirðingar, skal merkja með grænum lit á hægra horn. 20. gr. í Presthólahreppi, og Svalbarðshreppi norðan girðingaripnar frá Kópaskeri í Loka, skal merkt með krómgulum lit á bæði horn. 21. gr. í Múlasýslum báðum skal merkja féð á bæjum þar, sem garnaveiki hefir orðið vart, með ljósbláum lit á bæði horn. 22. gr. Kollótt fé skal merkt á hnakka, hægri eða vinstri kjamma, eftir þvi sem við á. 23. gr. Fyrirmæli þessi gildi jafnt um geitfé og sauðfé. 24. gr. Merkja skal greinilega þannig að mála hornin bæði aftan og framan, en forðast þó að mála yfir brennimörk. 25. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bann- að að litarmerkja fé á haus eða hornum öðruvísi en að framan greinir. Framkvæmdafstjóri getur þó leyft litar- merkingar þar, sem sérstaklega stendur á. 26. gr. Gamlar litarmerkingar, ^ sem brjóta I bága við framanskráð fyrirmæli, skal af- má. 27. gr. Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum þessum verði framfylgt. 28. gr. Undanbrögð eða brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum samkvæmt lögum nr. 75 frá 27. júní 1941, I Reykjavík, 10. apríl 1946. Sauðf jársjúkdómanefnd. Ef Loftur getur það ehM — þá hver? „Allt frá Lofti” IHver getur Ufað án Lofts? Þetta eru mínar skárstu auglýsingar, en þó taka fáir mark á mér fyrir þær, en aðalatriðið er að reyna að láta viðskiptamenn muna með góðu eða illu nafnið LOFTUR Á mánudaginn 6. maí, opn ég mínar nýju 1 jósmyndastofur á Bárugötu 5 Verða þær opnar affeins Irá kl. 1,30 til 4,30 (afgreiðslan opin frá kl. 9—6). Tvær Ijósmyndastofur verða á þessum stað, svo væntanlegir vKnfeiptomenn aottu ekki að þurfa að bíða lengi. Fyrir utan mig verða 3 Ijósmynda- tökumenn, þ*r á meðal o«m frá hinuxi FRÆGA BARNAMYNDASMBD í DANMÖRKU, hr. R. Kehlet. Allur Ijósaúthúnnðnr V&ÉHPEv BETM en sá bezti, sem ég kynntist í Bandaríkjunum, og er þá mikið sagt, en það eirfe tr, 8ó eftir Nýja BÍÓ, því BÁRUGATAN er lítið þekkt, en við sjáum nú til. Ég þakka öll viðskjjgti í SJfö* býð alla velkomna á BÁRUGÖTU 5. LOFTUR iVjfj« Ijósmyndastofan, Bárugötu 5. Ullarverksmiðjan „GEFJUN” | Akureyri. a ■ ♦« Ú DIJKAGERÐ - KEMBEVG - BAIVDSPINI [Frá Landsbðkasafninu Landsbókasafnið verður lokað dagana 6.—8. maí, mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag n. k., vegna hreingerninga og breytinga. Innköllun bóka fer fram 9.—21. mal, og eiga þá allir að skila þeim bókum, sem þeir hafa að láni úr safninu. Bækur verða ekki lánaðar út meðan á innköllun stendur. V Landsbókavörður. „Vestfiröir” ritsafn Vestfirðingafélagsins kemur út í mörgum bindum á næstu árum, og fjallar það um náttúru, sögu og menningarlíf Vestfjarða. Ritstjórn annast Árni Friðriksson, fiskifræð- ingur og Ólafur Lárusson prófessor. — „Gróður“, fyrsta bindið, eftir Steindór Steindórsson, menntaskólakennara, kemur út bráðlega. Er það 100 blaðsíðna bók, prýdd fall- egum myndum og teikningum. Vestfirðíngar og aðrir þeir, sem elgnast vilja þetta rit- safn, útfylli eftirfarandi eyðublað, og sendi það til GUÐM. J. KRISTJÁNSSONAR, box 673, Reykjavík. | Nafn: Heimili: Póststöð: - Verzlun Ingþórs Sími 27. Til að auka ánægjuna Ingþór hefur flest. Selfossi. Þar að koma þú skalt muna að þér er sjálfum bezt. Jörö til sölu og ábúðar Jörðin Víkurgerði í Fáskrúðsfjarðarhreppi er tll sölu og ábúðar nú þegar. — Húsakostur er góður, öll hiís steypt. Vindrafstöðvar, miðstöð. — Ágæt aðstaða að stunda út- |ræði. — Til sölu ennfremur 2 kýr og 10 ær. Semja ber við undirritaðan. Fáskrúðsfirði, 30. apríl 1946. Jón Reykjalín, Víkurgerði. Starfsstúlkur vantar I Kleppsspítalann 14. maí. Lpplýsingar í síma 3319.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.