Tíminn - 05.05.1946, Síða 1

Tíminn - 05.05.1946, Síða 1
AuAcablaS TÍMBVN, simnndagÆim 5. maí 1946 Aukablað Stjórnarstefnan sameinar alla galla stjórnarflokkanna 0 RæÖa Bjarna Asgeirssonar við vantraustsumræðurnar 26. f. m. Herra forseti! ÞaÖ hefir lengst af veriö tal- iö hafið yfir allar deilur, að undirstaða að lífi og afkomu ís- lenzku þjóðarinnar væri fram- leiðsla hennar á landi og sjó — þ. e. landbúnaður og sjávarút- vegur. Gengi þessara höfuðat- vínnuvega þjóðarinnar ætti því að vera öruggt vitni þess hverju sinni, hvort atvinnulíf þjóðar- ' innar er heilbrigt eða sjúkt, og vitneskjan um það, hvert horfir um afkomu þeirra að vera ó- brigðult leiðarmerki um það, hvort rétt er stefnt i atvinnu- málunum. Ef framleiðsla til lands og sjávar tekur að lamast fyrir hallarekstur og fjárþröng, þá er þjóðarafkoman í voða, jafnvel þótt blómlegt athafnalíf á öðr- um sviðum þjóðfélagsins geti um stund bent til velmegunar og uppgangs með þjóðinni. En slík starfsémi verður endaslepp, þeg ar málum er þannig komið. Hún er þá eins og afskorin jurt, sem getur lifað og blómstrað í vatns- glasi um stund, en hlýtur að visna og falla áður en varir, af því að hún vex ekki af þeirri rót, sem ein er fær um að gefa henni varanlega næringu. Hvernig er nú ástatt með þjóðinni í þessum efnum? II vonii<i er Iiagur iítvegsms? Athugum fyrst sjávarútveg- inn, sem er undirstaða að þjóð araðdráttum og utanríkisvið- skiptum, og talin hið græna tré ríkisstjórnarinnat. Praman af styrjöldinni var sú starfsemi í miklum uppgangi. Hið erlenda markaðsverð varð brátt mjög hagkvæmt. Útvegurinn færðist í aukana, þrátt fyrir margvís- lega aðra örðugleika. Hver fleyta var mönnuð og nýjar smíðaðar. Fjárhagsafkoma útvegsins um- skapaðist á skömmum tíma til hins betra, og fiskimannastétt- in varð tekjuhæsta stétt lands ins, sem og máklegt var. Þannig gekk um skeið. Hvernig-horfir svo þessum málum við nú? Allt til þessa hafði fiskverðið verið svipað, og fór lengi fremur hækkandi. Er þá ekki uppgang- ur sjávarútvegsins enri hinn sami og i upphafi styrjaldarinn ar? Það er bezt að láta staðréynd irnar tala. Fiskiþingið í vetur samþykkti og lét frá sér fara svohljóðandi boðskap: „Fiskiþingið telur fjárhags- grundvöll vanta til þess, að hægt verði, að óbreyttum ástæðúm að gera vélbátaflotann út á þorskveiðar. í vetur. Telur þingið að útgerðin geti því aðeins haf izt, að útgerðarkostnaður verði með opinberum ráðstöfunum færður niður til verulegra muna eða afurðaverðið hækkað.‘* Um líkt leyti skrifaði Lands samband útvegsmanna stjórn- málaflokkunum bréf, þar' sem svo segir m. a.: „Eins og yður mun vera kunnugt hefir hagur smáútgerðar í landinu sífellt farið hnignandi síðan 1942. Nú er svo komið að smáútvegsmenn almennt munu eiga erfitt með að halda áfram rekstri, við þá aðstöðu, sem þeim nú er búin, og út í þá óvissu er ríkir, hvað afkomumöguleika smáútvegs- ins snertir.“ Þarna tala þeir menn, er sjálf- ir hafa skóinn á fætinum og vita hvar hann kreppir að. En það er » fleira, sem hér talar sinu máli. Ríkisstjórnin hefir með miklu brauki og bramli samið um smíði fjölda nýrra skipa —. togara og vélbáta. Þrátt fyrir miklar aug- lýsingar og eftirgangsmuni og óvenju hagkvæm lán, hefir gengið mjög treglega að fá þá, sem að eðlilegum hætti ættu að vilja eignast og reka þessar fleytur — sjómenn, útgerðar- menn og útgerðarfélög —, til að ganga inn í kaupin. Hvers vegna? Vegna þess, að þeir hafa annað tveggja ekki getu til að eignast þá, eða trú á atvinnu- rekstrinum eins og nú horfir. Framan af styrjöldinni voru engin yandkvæði á að fá menn á skip og báta, jafnvel þó hér rigndi eldi og brennisteini. Nú er það vitað mál, að oft gengur mjög treglega að manna allar fleytur til sjósóknar. Vegna hvers? Vegna þess, að það er undir hælinn lagt, að þeir fái störf sín á sjónum eins vel borg- uð og það, sem þeim stendur til boða við önnur störf, og vilja því eðlilega losna við þá marg- víslegu áhættu, er sjómennsku og útgerð fylgir — en hlutasjó- mennirnir eru líka útgerðar- menn. — IJrræði stjórnar- valdanna. Síðastliðið sumar brást, sem kunnugt er, sildveiðin norðan- lands, sem er engan veginn ný saga í þeim annars mikla upp- gripaatvinnuvegi. — Nú mætti ætla, að útvegurinn hefði staðið sæmilega uppréttur, þrátt fyrir það áfall, eftir mörg óvenjuleg góðæri. En hvernig fór? Alþingi varð að gera sér- stakar hallærisráðstafanir til bjargar síldarflotanum vegna aflabrests þessa einu vertíð. Hvers vegna? Vegna þess, að það ófafé, sem síldarútvegurinn hefir á undanförnum árum aus- ið upp af miðunum, hefir verið tappað af honum jafnóðum, gegnum hina sívinnandi sogpipu dýrtíðarinnar, sem undanfarið hefir eflzt og víkkað, með hverju árinu, sem hefir liðið. Og stjórn arliðið hefir lagt blessun sína yfir það, að þetta ófremdará- stand færðist í aukana með sí- auknum byrðum á framleiðsl- una, og hrópað hástöfum um, að hún þyldi þetta vel. Hér væri aðeins verið að „dreifa“ stríðs- gróðanum. Þó veit hvert manns- barn það, að á undanförnum ár- um hafa verið greiddir tugir miljóna króna úr ríkissjóði, til þess að létta á dýrtíðinni í land- inu. Hvers vegna? Vegna þess, að annars lá við að meira eða minna af framleiðslustarfsem- inni stöðvaðist. Þó að ,það hafi verið svo, og sé sem betur fer enn, að þau skipin, sem bezta hafa aðstöð- una og bezt er stjórnað, hafi verið rekin með hagnaði, þá'er það enginn almennur mæli kvarði. Eða er það ætlunin að halda þessari helstefnu atvinnu- lífsins óbreyttri, þar til síðasta togaranum verður lagt við land festát — vegna hallareksturs? Menn skyldu nú ætla, að atburð ir þeir, sem ég hefi rakið hér að framan, hefðu opnað augu stjórnarliðsins, fyrir því hvert stefnir. Jú, því er ekki að neita — Ég hefi áður miryist á hall- ærisráðstafanir vegpa síldar- flotans. En það hafa einnig verið samþykkt önnur lög, „til ráð- stöfunar vegna bátaútvegsins. Mundi það nú ekki vera til lækkunar á útgerðarkostnaðin- um, eins og fiskiþingið benti á í fremstu röð? Og sei sei nei. Útgerðarkostnaðurinn heldur á- fram að aukast. En það var ann- að, sem gert var, sem í sjálfu sér er miklu einfaldara —•, fisk- verðið var bara hækkað — a. m. k. á pappírnum. Og. svo voru samþykkt lög um það að ríkið tæki á sig ábyrgð á verði því, sem útgerðin þarfnaðist á fryst- um og söltuðum fiski, tæki á leigu flutningaskip til fiskkaupa o. s. frv. Það er nú meiri hundaheppn- in fyrir þá, sem eru að fikta við framleiðslu, að vera búsettir í Djóðfélagi, sem hefir þá hjarta- lag til þess að reka svona hjálp- arstarfsemi. Ég veit ekki, hvar framleiðendur væru annars komnir. Hinn nýi spámaður. Ýmsir rithöfundar ríkisstjórn arinnar eru nú búnir að fræða þjóðina allrækilega um það, að landbúnaður borgi sig ekki á ís- landi. Hann sé ekki annað en sport fyrir „ídióta", og að það væri mesti búhnykkur fyrir þjóðina, að taka þessar bænda- hræður upp og mata þær á hóteli, í stað þess að láta þær mergsjúa þjóðina með landbún- aðarframleiðslunni. — Það er máske þess yegna, sem ríkis stjóynin ætlar a? láta byggja hótel fyrir 15 miljónir króna. En ætla þær raunir nú að bætast ofan á þær fyrri, að útgerðin verði líka ómagi á ríkinu? Ég er alltaf að biða eftir því, að einnhver spámaður rísi upp á meðal vor — spámaður, sém kemur þjóðinni í skilning um það, að ekki borgi sig að reka sjávarútgerð á íslandi. — það sé aðeins sport fyrir stórlega geggjaða menn. — Er nú ranghverfan á þessum hlutum ekki komin nægilega skýrt ‘ fram, þegar ástandið er orðið þannig, að sú starfsemi, er þjóðin byggir líf sitt og afkomu á, framleiðslan til lands og sjáv- ar, er sýnd sem áðalbónbjargar starfsemin í landinu? Og svo er ríkið af miskunn sinni að halda lífinu í þessarri starfsemi með náðarmolum úr ríkissjóði. En hvað þettá minnir á sög una af karlinum, sem lengi var að balsla við að draga rolluna sína upp úr feni — á þann hátt, að hann stóð á skrokknum henni og togaði i hornin. Vitari- lega hélt hvort tveggja áfram að sökkva, þar til breytt var ym vinnubrögð. Og eins verður vit- anlega nú. — Nei, þessar ráðstafanir eru ekki nema á yfirborðinu vegna sjávarútvegsips. þetta eru í raun og veru ráðstafanir vegna stjórnarútvegsins, ráðstafanir til þess að halda stjórnarskútunni á floti enn um stund á þessari feigðarsiglingu með átrúnaðar- goð stjórnarinnar, verðbólguna, eins og lík í lestinni. . Aðalatvinnuvegir íslendinga lifa ekki lengi á náðarmolum úr ríkissjóði. Þeir þarfnast þeirra ráðstafana einna saman, að þéim séu sköpuð starfsskilyrði er sambærileg séu við það, er gerist meðal þeirra þjóða, er þeir eiga að keppa við. Þá munu þeir sjálfir sjá sér farborða sem fyrr — og þjóðinni með. Eiga bændurmr sökina? Ég veit nú svo sem, hvernig forsvarsmenn stjórnarstefnunn- ar svara þessum staðreyndum. Við þekkjum orðið þann söng. Hann er þetta: Hinar rándýru landbúnaðarafurðir eru búnar að sprengja svo upp allt verðlag í þessu landi, að hér er ekki hægt að reka neina starfsemi, er staðizt getur samkeppni ann- arra þjóða. Ég vil því þegar gera þessum fullyrðingum nokkur skil. Víst er landbúnaðarvöruverðið hátt. Því skal ekki neitað. En mundi aað nú ríða hér baggamuninn. í óvenjulega glöggri greinar- gerð, er nýskeð birtist í blaðinu Degi — eftir Gunnar Jónsson sjúkrahúsgjaldkera —, er hefir tveggja áratuga reynslu um fæð- issölu, er lagður fram sundur- liðaður reikningur yfir það, hvað karlmannsfæði kostar. samsetningur fæðunnar er m. a. byggður á skýrslum úr bókinni Mataræði og heilsufar á íslandi, eftir dr. Júlíus Sigurjónsson, er sýna raunverulega matvæla- notkun í fæði karlmanna í 6 kaupstöðum og kauptúnum. Matsöluhús selja nú karl- mannsfæði um 480 kr. á mánuði eða 5760 kr. yfir árið. Af þessu kostar allt efnið í ársfæðið, þar. með talið kaffi og krydd nú 1631,85 kr., en húsnæði, eldivið- ur og vinna við matseldina yfir 4000 kr. Kjarninn í fæðunni, landbúnaðarvörurnar, kosta, með vinnslukostnaði mjólkurbúa og sláturhúsa og verzlunarálagn- ingu, um 1100 kr. yfir árið. Af þessum 1100 kr. er svo hið eig inlega framfærsluverð — það sem rennur í bú bóndans, tæpar 800 kr. — Og svo er því haldiö fram, aö þessar 800 kr. í ársfæði, sem kostar 5760 kr. ráði niður- lögum þjóðfélagsins. Þá mun láta nærri, að vönduð ullarföt á karlmann og frakki kosti um 1100 kr. Ullin í þessar flíkur kostar tæpar 70 kr. Svo eiga náttúrulega þessar 70 kr. sem fara til bóndans, að valda því, að menn hafa ekki efni á að klæða sig sómasamlega. Þanhig er einnig hér hlutun- um gersamlega snúið við. Og svo eru menn sitt á hvað að reyna að bera róg á milli land búnaðarins, og sjávarútvegsins, að þeir séu að eyðileggja hver annan, eins og krabbinn og berklarnir, er drápu hvor ahnan í sögunni hjá Halldóri Kiljan. Hið sanna í niálinu- er hitt, að það er einn og sami níðhöggur inn, þ. e. verðbólgan, sem nagar rætur beggja þessara stofna. ur rikjum, að kjötverðið var sett í landbúnaðinum. En undirstaða Baráttan fyrir jafn réttinu. í sexmannanefndarsáttmál- anum alkunna og löggjöfinni uip hann, var það ákveðið sem grundvöllur undir verðlagningu landbúnaðarafurðanna, að bæridur fengju það verð fyrir framleiðslu sína, að meðalbónd- inn hefði tekjur í samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta þjóðfélagsins. Það hefir nú sannazt eftir á að þegar verðlag landbúnaðar vara er mælt á þennan mæli kvarða, þá hefir tekizt svo til um verðákvörðunina, að nær engu hefir skeikað, að þessu hafi verið fylgt öll striðsárin fram til þess tíma, að þessi lög- gjöf var sett, nema aðeins í eitt siim. Það var haustið 1942, er 2 þingm. Rangæinga, * Ingólfur Jónsson, réði því, í skjóli sömu stjórnarsamsteypu og nú ræð- það hátt, að í algerlegu ósam- ræmi varð við þáveraridi kaup- gjald. En þá voru lika kosning- ar i hönd og stjórnarflokkun- um var mjög áríðandi að geta fengið sem flesta bændur til að gjalda jákvæði stjórnlagabreyt- ingu, sem m. a. hafði það í för með sér, að áhrif þeirra á Al- 3ingi yrðu hæfilega máttvana — ‘til þess að óhætt væri á eftir að bjóða bændastéttinni ýmis- legt af því, sem síðar hefir fram komið. Það má því telja sannað mál, að verðhækkun laridbúnaðar- varanna undanfarin ár, hefir að jafnaði aldrei gert betur en að halda í horfinu við hækkun kaupgjaldsins, til að tryggjk það að tekjur bændanna yrðu nokk- urn veginn hliðstæðar tekjum annarra svokallaðra láglauna- stétta. Og þetta hefir kostað harða og þráláta baráttu, sem innan þingsins hefir verið háð undir forystu Framsóknar- flokksins. Og fyrir það hefir hann verið rægður og svívirtur ótæpt í kaupstöðum og kaup- túnum landsins. En það er óhætt að fullyrða það, að hefði þessi barátta ekki' verið háð eða ekki ijprið þann árangur, sem hún bar, þá hefði fólkið sópazt frá landbúnaðinum miklu stórkost- legar en raun hefir á orðið, og landbúnaðarframleiðslan ger- samlega fallið í rúst. Það var og er útilokað, þegaf að hvar- vetna. er atvinnu að fá í land- inu, gegn áður óheyröum kaup- gjaldsgreiðslum, að halda nokkr um hluta þjóðarinnar á klafa sem matvinnungum og tæpast það. Hvar værum við stödd siit búnaðar? Það hefir gengið nógu Örð- uglega að halda fólkinu við landbúnaðarstörfin, þrátt fyrir það, sem gert hefir verið til að bæta kjör þess. Þó hefir tekizt að halda landbúnaðarfram- leiðslunni það í horfinu, að ís- lenzka þjóðin býr nú við ríku- legri vistaföng — hefir meiri og betri matvæli á borðum — en flestar aörar þjóðir heims. Ætli hún væri betur sett, ef hún ofan á allt annað yrði nú einnig að sækja meginið af landbúnaðar vörum til annarra þjóða — og hvar fengjust þær, þar sem hálfur heimurinn sveltur? Eða hvernig halda menn, að ástand- ið væri í húsnæðismálunum, ef nokkur þúsund af bændabýlum stæðu nú auð og ónotuð, en all ur hópurinn þaðan væri kominn í atvinnuleit á mölina? Nei, baráttan fyrir viðhaldi og viðgángi landbúnaðarins- var, er og verður þjóðarnauðsyn, þótt ýmsir angurgapar reyni að stimpla þá, sem fyrir henni standa, sem þjóðfélagsféndur. Þó að sjávarútvegurinn sé stór kostlega miklu meiri gjaldeyr- isuppsprettá fyrir þjóðina, þá myndi í þann gjaldeyri höggv- ást ærið skarð og torfyllt, ef fyr- ir hann ætti einnig að kaupa öll þau margvíslegu gæði, sem landbúnaðurinn er fær um að veita og veitir þjóðinni. Hitt er svo annað mál, aö það er svo mikil nauðsyn landbúriaðinum og þjóðfélaginu, að landbúnað- arframleiðslan verði sem ódýr ust og fullkomnust að völ er á Allir vita nú, að grundvallar- skilyrði þess — auk heilbrigðs verðlagsástands, er aukin tækni þess er, að unnt sé að koma við fullkominni tækni, er ræktun landsins. Hvernig hefir svo núverandi stjórnarsamsteypa staðið að þessum málum? Um verðlags- öngþveitið er áður rætt. — í ræktunarmálunum er sagan ekki fallegri. Baráttan I ræktunar málimum. Á þinginu 1943 báru Fram- sóknarmenn fram frv. um skipulagða félagsræktun, og stóraukinn stuðning við rækt- unarframkvæmdir að vissu lág- marki, með það fyrir augum, að innan tíu ára væri unnt að fá sem mest af heyfeng — bænda ræktuðu landi. Hinn aukni ræktunarstyrkur byggðist á þvi, að frumræktun landsins væri alþjóðanauðsyn, og ekkert viðlit væri að ætla sér að leggja slíka risaframkvæmd fjárhagslega á herðar einnar bændakynslóðar. Máli þessu var visað frá af Dingmeirihluta til Búnaðarþings. Búnaðarþing kom síðan til liðs 0 við málið bg samdi um það työ frumvörp, annað um félags- ræktun og hitt um hækkun jarðræktarstyrksins. — Frum- varpið um ræktunarsamþykkt- ir varð svo að lögum — en frv. um hækkun jarðræktarstyrksins hefir stjórnarliðið flækt á milli deilda þing eftir þing, — er nú einu sinni enn að stinga því svefnþorn. Lánakjör landbiiu- aðarins. Þá má minnast á lánakjör landbúnaðarins. Það er nú orð- ið auðsætt mál, að dýrtíðin í landinu er orðin þess valdandi, að þeir bændur, sem hyggja til framkvæmda, nokkurra að ráði, geta sig ekki hreyft nema með stórfelldum lántökum, enda þótt taldirvhafi verið bjargálria. Á öndverðu þessu þingi báru Framsóknarmenn fram frum- vörp í þinginu um aukna og bætta lánastarfsemi í landbún- aðinum bæði til jarðræktar og húsagerðar. Frumvörp þessi fóru til landbúnaðarnefndar neðri deilcíar. — En þar beitti form. nefndarinnar . þingmaður AustuEr-Húnvetninga, formanns-,, valdi til að hefta afgreiðslu þeirra frá n. d. Bar hann fyrir sig, að von væri fullkominna frumvarpa um sama efni frá stjórnarliðinu, og sjálfsagt að bíða eftir þeim. Og mikið rétt. Þegar komið var fram á útmán- uði, koma tvö frumvörp til þingsins, annað breyting á ný- býlalögunum og um bætt lána- kjör til húsagerða, hitt endur- bætur á ræktunarsjóðslögunum í svipaða átt og í hinu frv fólst. Annað þeirra frv., um landnám og nýbyggðir, varð að lögum — en hitt frv., um endurbætur á jarðræktarlánum og lánum til annarra framkvæmda landbún- aðar, er nú, eftir öllum sólar- merkjum, verið að svæfa, og mun því aldrei hafa verið til þess ætlazt af stjórninni, að það næði fram að ganga,. þó að hyggilegt þætti að sýna framan í það á meðan verið var að sam- þykkja sams konar lánskjara- bætur fyrir sjávarútveginn, sem nú eru orðin að lögum. Það er svo sem ekki vandséð á vinnu- brögðunum, hver er olnboga- barnið. Það er satt að segja engu líkara en það sé stefnumál

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.