Tíminn - 08.05.1946, Page 1

Tíminn - 08.05.1946, Page 1
RITSTJÓRI. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 30. árg. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lir.dargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AtlGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 Reykjavík, miðvikuda^imi 8. maí 1946 79. lilað Þingmál Framsóknarflokksins 11: Niðurfærsla dýrtíðarinnar með réttlátri þátttöku allra stétta Dýrtíðarmálin eru tvímælalaust eitt mikilvægasta mál þjóðar- innar. Framsóknarmenn hafa jafnan lagt kapp á, að dýrtíðin yrði stöðvuð og verðlags og kaupgjaldsmálunum komið í það horf, að hér yrði ekki meiri dýrtíð en hjá þeim þjóðum, sem við keppum við á heimsmarkaðinum. Allar slíkar tilraunir Fram- sóknarflokksins hafa strandað á hinum flokkunum og verðbólgan því haldið áfram að vaxa til tjóns fyrir sparifjáreigendur og framleiðendur og launþega, sem jafnharðan hafa misst allar hinar svokölluðu „kjarabætur“ aftur í gin verðbólgunnar. Þeir einu, sem hafa grætt, eru verðbólgubraskararnir. Á seinasta þingi lögðu Framsóknarmenn tvívegis til, að sér- stakri nefnd, skipuð hagstofustjóra og einum manni frá hverjum þingflokki, yrði falið að gera tillögur um „lækkun dýrtíðarinnar í iandinu með þátttöku allra þjóðfélagsstétta, meðal annars með lækkun á verði innlendra nryzluvara, lækkun kaupgjalds, verzl- unarálagningar, farmgjalda, oyggingarkostnaðar og iðnaðarvara“. Ennfremur skyldi nefndin gera tillögur um „sérstakt allsherjar framtal í landinu". Er það skoðun *Framsóknarflokksins, að eigi sé hægt að krefja bændur og launþega um niðurfærslu, nema verulegur hluti stórgróðans sé um leið þjóðnýttur, en til þess að slík ráðstöfun verði gerð með nokkru réttlæti, þarf nýtt og full- komið eignaframtal. Stjórnarliðið felldi þessa tillögu Framsóknarflokksins og hélt áfram á sömu verðbólgubrautinni og hingað til. Því var þó ljóst, að tillögur Framsóknarflokksins áttu mikinn hljómgrunn hjá þjóðinni, og reyndu því að ófrægja þær með því að túlka þær á þann veg, að þær fjölluðu aðeins um kauplækkun. Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki bent á önnur úrræði í dýr- tíðarmálunum en að auka verðbólguna. Framsóknarmenn hafa benti á réttláta allsherjar niðurfærslu, sem myndi auka verðgildi krónunnar og lækka framfærslukostnaðinn, án þess þó að rýra hlut launþega, því þótt kaupið lækkaði í krönutölu, myndi það vinnast upp þannig, að krónurnar yrðu verðmeiri. Stefna Fram- sóknarflokksins er því til hags fyrir alla nema verðbólgubrask- arana. Þess vegna eiga sparifjáreigendur, framleiðendur, laun- þegar og aðrir þeir, sem búa við versnandi kjör af völdum verð- bólgunnar, að skipa sér undir merki Framsóknarflokksins í kosn- ingunum í vor. Harðar deilur standa nú yfir innan allra stjórnarflokkanna Stjórnarblöðin reyna að draga athygli frá þessum deilum með söguburði um klofning í Framsóknarflokknum ERLENDAR FRETTIR I STUTTU MÁLI — Á fundi í brezka þinginu í gær lýsti Attlee forsætisráðherra yfir því, að brezka stjórnin væri fús til að flytja allan herafla sinn frá Egyptalandi, nú þegar. Churchill foringi stjórnarand- stöðunnar varð mjög harðorður vegna þessarar yfirlýsingar og hvað stjórnina eina bera alla ábyrgð á henni. Hann taldi það mestu fásinnu, að gefa slíka yfirlýsingu í upphafi þeirra samninga, sem nú eru að hefjast milli Bretlands og Egyptalands. — í gær hafði enginn vissa fengist fyrir því, að Rússar væru búnir að flytja allan her sinn burt úr Iran. Engin tilkynning hafði verið gefin út um það að brottflutningi hersins væri lok- ið, og frá Rússlandi hafði ekk- ert heyrzt um brottflutninginn, eða hvernig honum miðaði á- fram. Samkvæmt seinustu samningum Rússa við Irans- menn áttu þeir að vera búnir að ljúka brottflutningi hers síns úr landinu í fyrradag. Aflafréttir frá Keflavík Frá 'íréttar. Tímans í Keflavík. Bátar héðan róa ennþá allir, þegar gefur á sjó. Undanfarna daga hafa gæftir verið góðar, bátar voru ekki á sjó í fyrrad Um helgina var hæsti báturinn með um 24 skipp. Flestir línu- bátar munu róa fram eftir þess um mánuði, ef afli verður sæmilegur. Þó munu nokkrir hætta róðrum um vertíðarlokin og hefja undirbúning síldveið- anna. Vertíðin hjá Keflavíkur bátunum er orðinn í góðu með- allagi, þó ekki nærri eins góð og í fyrra. Aflahæsti báturinn, „Keflvíkingur", er búinn að afla um 1600 skipp. og hlutur háseta á honum getur orðið um 16 þús. kr. Annars er afli bátanna nokk- uð misjafn, flestir eru með 1000 skipp. og þar fyrir ofan. Nokkrir eru þó ekki með svo mikinn afla — í aprílmánuði komu hingað frá útlöndum 540 manns, en af landinu fóru 280 manns. — Björgunarstöð Slysavarnar- félags íslands í Örfirisey verður vígð á laugardaginn kemur. — Síðastl. sunnudag tefldi enski skákmeistarinn Wood fjöl- tefli við 20 íslenzka skákmenn í Reykjavík. Vann hann 8 skákir, tapaði 7, ,en 5 urðu jafntefli. Heiðursmerki Forseti íslands hefir nýlega sæmt eftirtalda menn íslenzkum heiðursmerkj um: Vigfús Einarsson skrifstofu- stjóra í atvinnumálaráðuneyt- inu, stjörnu stórriddara Fálka- orðunnar, Jóannes Patursson lög Norrænir utanríkLsmálarádherrar Flugfélagið undirbýr millilandaflug Um nokkurt skeið hafa staðið yfir samningar milli Flugfélags íslands- og skozka flugfélagsins „Scottish Aviation“ varðandi leigu á fjögurra hreyfla „Libera- tor“ flugvél, til flugferða milli íslands og Bretlands og Dan merkur. Þar eð samningum þessum er enn ekki að fullu lokið, telur Flugfélagið ekki fært, á þessu stigi málsins, að gefa upplýsingar um tilhögun flugsins, en mun gera það strax og samningar hafa tekizt, sem væntanlega verður innan skamms. Fyrir nokkru var haldinn fundur norrænna utanríkismálaráðherra. Tveir þeirra, Lange utanríkismálaráðherra Noregs (t. v.) og Gustav Rasmussen, utanríkismálaráSherra Dana, (t. h.) sjást hér á myndimú. Undirbúningur hafinn í Reykholti vegna Snorrahátíöar nk. sumar Innan allra stjórnarflokkanna — og þó einkum innan Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins — ber nú mikið á vaxandi sundrungu og óánægju vegna stjórnarsamvinnunnar. Eru fullar horfur á, að flokkar þessir gangi víða sundraðir til kosninganna eða að fjölmennir hópar innan þeirra verði óvirkir í kosninga- baráttunni. t Til þess að draga athyglina frá þessum átökum innan stjórnar- flokkanna, eru stjórnarblöðin nú byrjuð að gera mikið vcður út af starfsemi Jónasar Jónssonar og birta „rosafréttir“ um klofn- ing innan" Framsóknarflokksins. Má um þetta segja, að lítið hafi it'jórnarflokkarnir nú orðið til að gleðjast yfir í raunum sínum, >ví að yeynslan frá bæjarstjórnarkosningunum ætti að sýna þeim, ið Jónas Jónsson muni síður en svo verða þeim til raunaléttis. Undirbúningur er þegar að hefjast í Reykholti vegna I Snorrahátíðarinnar, sem haldin verður þar í ágúst næsta sumar, er hin fræga höggmynd Wigelands af Snorra Sturlusyni verður af- hjúpuð. Upphaflega var svo til ætlazt, að hátíðahöld þessi færu fram í Reykholti í júlí í sumar, en Norðmenn hafa nú tilkynnt, að af þeim geti ekki orðið fyrr en næsta sumar, og er þá i ráði að sérstök ferð verði gerð til ís- lands beint frá Noregi og margt norskra stórmenna heimsæki Reykholt við þetta tækifæri. Myndin sjálf verður sennilega flutt til landsins í sumar. Ýmsar lagfæringar og viðgerð- ir verða látnar fara fram i Reykholti í sumar til undirbún- ings hátíðahaldanna. Hraðað verður framkvæmdum í Snorra- i garði, skólinn málaður að utan og innan og auk þess gerðar ýmsar smávegis breytingar. I Þar sem þessar frámkvæmdir. munu ganga fram á sumar, er j óvíst hvort hægt verður að nota' skólann í sumar fyrir barna-1 heimili og ekki líklegt að þar verði gistihúsrekstur í sumar 110 nemendur í Reyk- í vetur Reykholtskóla var slitið á sumardaginn fyrsta. 110 nem- endur stunduðu nám í skólanum í vetur og er það nokkru fleira en undanfarin ár og það al- mesta, er skólinn getur rúmað. 33 nemendur luku prófi úr eldri deild, en 49 úr yngri deild. Tveir nemendur stunduðu nám í smiðadeild skólans og tóku því ekki próf. 5 nemendur hættu námi fyrir próf vegna veikinda og af öðrum ástæðum. Eftir eru 19 nemendur, sem allir eru í framhaldsdeiíd skólans og ætla 10 þeirra að ljúka gagnfræða- prófi, og verður það í fyrsta sinn sem gagnfræðingar útskrif- ast í Reykholti. Nemendur frá Reykholti þurfa því ekki fram- ar undir högg að sækja um gagnfræðapróf við aðra skóla. Heilsufar í skólanum hefir verið gott í vetur. Fæðis- kostnaður pilta varð kr. 8,70 á dag, en stúlkna kr. 7,75 á dag. Þrátt fyrir það að fæðið yrði ekki dýrar en þetta, var mjólk- urneyzla mjög mikil. þingsmann, Færeyjum, stór riddarakrossi Fálkaorðunnar og Guðjón Jónsson járnsmíða- meistara í Vestmannaeyjum stórriddarakrossi Fálkaorðunn- ar. Innflutningur Jeppa Tiðindamaður blaðsins hefir snúið sér til stjórnar Búnaðar- félags íslands, sem sér um út- hlutun jeppabifreiðanna og þeirra aðila, sem hafa umboð fyrir verksmiðjuna hér á landi, en það er Hjalti Björnsson & Co„ sem' hefir aðalumboðið og Páll Briem forstjóri Stillis h. f„ sem annast um samsetningu og viðgerðir bifreiðanna. Fyrir nokkru síðan komu til landsins um 40 bifreiðar af þessari gerð, og voru það fyrstu jeppabifreiðarnar af framleiðsl- unni eftir stríðið, sem komu Wngað til lands. Allar þessar bífreiðar fara að'heita má til landbúnaðarþarfa, enda eru bif- reiðarnar sérstaklega smíðaðar með það fyrir augum. Önnur sendingin af jepþabifreiðum kom hingað fyrir seinustu helgi og komu þá 120 bifreiðar, og í næsta mánuði er enn von á 110 bifreiðum, en óvíst er hvað leyfi fæst fyrir mörgum bifreiðum úr því. Hins vegar mun nokkurn veginn hægt að fá eins mikið af jeppum frá verksmiðj unum og óskað er eftir. Búnaðarfélagi íslands hafa nú borizt mikið á annað þúsund pantanir um jeppabifreiðir, og er það miklu meira en hægt verður að afgreiða á næstunni. Með þessum jeppum, sem nú koma, eru engin verkfæri til landbúnaðarþarfa, hins vegar er hægt að setja plóga og fleira aftan í bifreiðarnar, með sér- stöku tengiáhaldi. Ljái er ekki hægt að fá með bifreiðunum í sumar, en von er á þeim síðar. Verksmiðjan, sem framleiðir bif reiðarnar, er að gera tilraunir með framleiðslu nýrra ljáa, sem nota á I sambandi við jeppa- bifreiðarnar. Verð bifreiðanna er 9700 krónur. Klofningiiriim innau Sjálfstæðisflokksms. Klofninginn innan Sjálf stæðisflokksins má bezt marka á eítirfarandi ummælum í rit- stjórnargrein Vísis í fyrradag: „Nokkur ágreiningur hefir komið upp innan Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum, Eyjafirði og ef til vill víðar, en reynt verður að miðla þar mál- um eftir getu. Hins vegar verða aðalátökin hér í Reykjavík. Meirihluti flokksins hefir hing- að til borið minnihlutann ofur- liði, en með því að allur klofn- ingur innan flokksins hefði orðið öl á könnu kommúnista, hefir minnihlutinn stutt flokk- inn að málum og nú síðast við bæjarstjórnarkosningarnar. Hins vegar hefir þessi hluti flokksins, eftir því sem blaðið hefir fregnað, hafizt nú handa um virkari aðgerðir með því að undirbúin hefir verið stofnun félags óháðra sjálfstæðismanna, Nánari fregnir munu vafalaust berast af því næstu daga. Minni hluti flokksins mun að engu leyti rasa fyrir ráð fram. Hann hefir á allan hátt reynt að miðla málum og ef til vill tekst það enn. En hann mun halda fast á sínum málum, ef með þarf, og óhræddur berjast fyr- ir stefnu flokksins, sem að ýmsu leyti hefir verið slakað á um stund“. Það er vitað, að hinir óháðu Sjálfstæðismenn, sem Vísir tal- ar hér um, eru andstæðingar samvinnunnar við kommúnista og er takmark þeirra að fá stjórnarandstæðing tekinn í ör- uggt sæti á lista flokksins í Reykjavík, ellegar að bjóða fram sérstakan lista. Þá hafa forvígismenn Sjálf- stæðisflokkslns haft til athug- unar að bola þeim Pétri Ottesen, Jóni Sigurðssyni og Gísla Sveins- syni frá framboði og tefla fram stjórnarsinnum í þeirra stað. Frá því ráði hefir nú verið horf- ið, því að það hefir ekki þótt á- rennilegt. Ef til vill verður eins látið undan stjórnarandstæð- ingunum hér í Reykjavík. En slíkt verður aðeins gálgafrestur fram yfir kosningarnar, og Sjálfstæðisflokkurinn mun ganga til þeirra jafn sundur- þykkur og klofinn innbyrðis. Yf- irborðssamheldni í flokknum verður keypt því verði, að flokks stjórnin styrkir andstöðuna gegn sér. Stjórnarandstæðingar innan flokksins geta þó ekki treyst því, að þeir nái yfirráðum í flokknum, og sterkasti leikur þeirra í kosningunum til að vinna gegn stjórninni, er þvi að fylkja sér um stjórnarandstöðu- flokkinn. Klofiiiiiguriim innan Alþýðuflokksins. Klofningurinn innan Alþýðu- flokksins er sízt minni en innan Sjálfstæðisflokksins. Átökin standa einkum um framboðið hér i Reykjavík. Andstöðumenn flokksstjórnarmeirihiutans hafa þegar fengið því framgengt, að Stefán Jóhann Stefánsson verð- ur ekki boðinn aftur fram í Reykjavík, heldur mun hann verða boðinn fram í Eyjafirði og hafður efstur á landlista. Með þessu hefir málið þó ekki verið að fullu leyst og er nú deilt um, hvort SigUrjón Á. Ólafsson eða einhver ungur maður, sem sé andvígur stjórnarsamvinnunni, verði annar maður á lista flokks- ins. Þeir, sem vilja það síðar- nefnda, hafa safnað áskorunum fjölmargra flokksmanna, er ganga í þá átt, en Sigurjón er frambjóðandaefni flokksstjórn- ÍFramhald á 4. síðu >. AFLAFRÉTTIR FRÁ AKRANESI Frá íréttaritara Timans á Akranesi Afli hefir verið góður að und- anförnu og gæftir sæmilegar. Bátar voru ekki á sjó í fyrrad. Allir línubátar stunda enn veiðar, nema einn, sem hættur er veiðum, vegna lagfæringar fyrir 'síldveiðarnar. Líklegt er að flestir bátar hætti róðrum 14 maí, en nokkrir jnunu þó halda eitthvað áfram, ef afli verður góður. Vertíðin er yfir- leitt orðin góð og aflahlutir hærri en í fyrra. Aflahæsti bát- urinn er Égill Skallagrmsson og hefir hann aflað um 580 smál. miðað við hausaðan og slægðan fisk. Aflahlutir háseta á Agli munu verða 15—16 þús. kr. Hlutir verða yfirleitt ekki undir 10 þús. krónum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.