Tíminn - 08.05.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 08.05.1946, Qupperneq 2
2 TlMlM, mtðvikiidagiim 8. maí 1946 79. blað Er hægt að stjórna án kommúnista? Þa8 kemur alltaf greini- legar fram í skrifum Mbl. og ummælum ýmsra höfuðleiðtoga Sjálfstæðisflokksins, . að fyrir forustu flokksins vakir eitt stefnumið framar öllum öðrum. Það er að halda áfram þeirri stjórnarsamvinnu við kommún- ista, sem nú er, og gera sitt ítr- asta til að þóknast kommúnist- um, svo að þeir hlaupi ekki frá samstarfinu. Stjórnarfar landsins síðan núv. stjórn kom til valda hefir alveg mótazt af þessu sjónar- miði forustumanna Sjálfstæðis- flokksins. Vegna þess er nú fylgt fjár- málastefnu, sem leiðir til sí- felldrar rýrnunar á verðgildi peninganna og aukins fram- leiðslukostnaðar og ekki getur endað með öðru en hruni, þegar hungursneyðin í heiminum hættir að halda afurðaverðinu uppi. Það hefir verið ófrávíkj- anlegt skilyrði kommúnista, að slíkri fjármálastefnu væri fylgt, því að þeir telja hrunið bezta jarðveginn fyrir bylting- una. Vegna þess hefir stjórnin keypt sér frest i herstöðvamál- inu vfram yfir kosningar, og goldið hann því dýra verði, að hefð er sköpuð fyrir því, að er- iendur her dvelji í landinu, án nokkurs opinbers samnings eða mótmæla af hálfu stjórnarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki þorað að taka afstöðu i þessu máli af ótta við, að kom- múnistar hlypu þá úr stjórninni, og því valið- þessa háskalegu bráðabirgðalausn. Vegna þess hefir Sjálfstæðis- flokkurinn afhent kommúnist- um yfirráð yfir skólamálum landsins, ríkisútvarpinu og þýðingarmesta þætti utanríkis- málanna, flugmálunum. Vegna þess hefir hann afhent þeim eitt af sætum sínum í bankaráði Landsbankans, þótt það kostaði sjálfan formann flokksins að víkja þaðan og jafnframt þyrfti að víkja þeim Gísla Sveinssyni og Pétri Ottesen úr Lands- bankanefndinni. Fullkomnari undirlægjuháttur verður ekki sýndur öðrum flokki en Sjálf- stæðismenn sýndu kommúnist- um í því máli. En forkólfum Sjálfstæðis- flokksins er hvergi nærri nóg boðið enn og þeir eru reiðubúnir til að sýna enn meiri undir- lægjuhátt og aumingjaskap, ef kommúnistar vilja nota þá á- fram til lags við sig. Seinast á laugardaginn var hrópaði Bjarni Benediktsson í angist sinni í Mbl., að landið verði stjórnlaust, ef núv. stjórn falli og kommún- istar verða ekki lengur í stjórn- inni. En landið þarf vissulega ekki að verða stjórnlaust, þótt Moskvukommúnistarnir , fari úr stjórninni. En það er á vissan hátt fyrirgefanlegt, þótt Ólafi Thors og nánustu kumpánum hans finnist það, því að þá myndi jafnframt ljúka valda- ferli Ólafs, og stórgróðamenn- irnir ekki aftur fá samstarfs- menn, sem væru jafn hlífisamir stórgróðanum og heildsalaokr- inu og kommúnistar hafa reynzt. Það, sem myndi gerast, ef kommúnistar og Ólafur hrökkl- uðust úr stjórninni, myndi Vini og velunnara stjórnar- innar hefir sýnilega sviðið und- an hinum óhrekjandi ádeilum, er ræðumenn Framsóknarflokks- ins fluttu á hendur henni og stjórnarliðinu við eldhúsdags- umræðunum á dögunum. Það sýnir emjan þeirra og óp að þeim. Morgunblaðið réðist síðast- liðinn föstudag að tveimur ræðumönnum flokksins, þeim Hermanni Jónassyni og Bjarna Ásgeirssyni, með illkvittni og brigzlyrðum. Þykist það ætla að kenna Hermanni Jónassyni stafrófið í meðferð utansíkis- mála — þeim manninum, er hef- ir getið sér allra íslenzkra ráð- herra bezt orð fyrir hvort tveggja, lagni og skörungsskap, í skiptum sínum við erlend ríki. Blaðið stagast í þessu sam- bandi á sömu falsrökum og Ólaf- ur Thors í útvarpsumræðunum um háttleysi Hermanns gagn- vart Bandaríkjunum varðandi birtingu skeyta og skjala um herstöðvamálið. En þessi dánu- maður, forsætisráðherrann, lét sér það sæma að slíta úr sam- hengi og sleppa við lestur grein- argerðarinnar því, sem máli skipti, til þess að geta komið þessum blekkingum sínum við. Þá verður blaðinu eins og venja er til í þeim herbúðum mjög skrafdrjúgt um það, hve Hermann sé mikill kraftamaður — eins og það sé hin mesta sví- virða. Það þóttu á sínum tíma engir arlakar í stjórnmálum, er sóttu að Hannesi Hafstein, þeg- ar styrinn stóð mestur um hann. En svo fundvísir voru þeir ekki á svívirðingar að brigzla honum um það, að hann var, eins og Hermann Jónasson nú, eitt hið mesta karlmenni þjóðarinnar. Eða halda þau skítseyði, sem standa fyrir þessu öfundarnuddi, að þeir komi mönnum til að trúa því, að fyrsta skilyrði þess að vera stjórnmálamaður sé að vera amlóði að burðum? Þá verður blaðinu sem oftar tíðrætt um valdagræðgi Her- manns Jónassonar. Ritstjórar þess eru nú í meira en ár búnir að heimska sig á því að birta annan hvern dag svæsnar ádeil- verða aukin hvatning fyrir um- bótasinnaða menn úr lýðræðis- flokkunum að skapa nægilega öfiug samtök, án forskrifta frá kommúnistum eða stórgróða- mönnunum. Slik samtök eru líka það eina, sem getur bjarg- að þjóðinni frá hruninu og öngþveitinu, sem hlýzt af stjórn kommúnista og Ólafs, og því fyrr sem þau koma til sögunar, því meira fá þau áorkað. í stjórnarflokkunum eru fjölmargir menn, sem þrá slík samtök. Þeir eru andvígir nú- verandi stjórnarsamvinnu, en eru ofurliði bornir í flokks- stjórnunum. Með því að kjósa með flokkum sínum nú, efla >eir raunverulega flokksstjórn- irnar, sem vinna þannig gegn sannfæringu þeirra. Vilji þess- ir menn því fylgja þeirri sann- færingu sinni, að samstarfið við Moskvukommúnista sé þjóðinni óheilbrigt og hættulegt og skapa jurfi samstarf hinna lýðræðis- legu umbótaafla landsins, þá eiga þeir að fylkja sér um Fram- sóknarílokkinn í kosningunum í vor. Markmið hans er að vinna að slíku samstarfi, en for- sprákkar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa trúna á samstarfið við kommúnista fyr- ir sitt leiðarljós. ur á Hermann Jónasson og Ey- stein Jónsson fyrir það, að flokk- ur þeirra „hafi skorizt úr leik“ um að standa að stjórnarmynd- un með hinum flokkunum. Hina dagana eru svo þessir sömu menn svívirtir fyrir það, hve ó- stjórnleg sé löngun þeirra til þess að komast í ráðherrastól- ana. Með öðrum orðum: Her- mann og Eystein langaði svo mikið til þess að gerast ráðherr- ar, að þeir neituðu að taka þátt í stjórnarmyndun. Þetta eru rök í lagi. Sjá ekki þessi flón, að með svona mála- færslu gera þau það eitt að leiða athyglina að manninum, sem ekki sveifst þess að éta ofan í sig yfirlýsingar, orð og eiða, úr því að það' gat .orðið honum trappa upp í v'áldastólinn? Þá eru brigzlyrði blaðsins um Bjarna Ásgeirsson ekki miklu gáfulegri. Blaðið tekur líkingu, um afskorið blóm, sem Bjarni notaði í útvarpsumræðunum og reynir að yfirfæra hana á hann og afstöðu hans til landbúnað- arins. Og því ferst það eins og öðrum axarskaptasmiðum. Það vill sem sé svo vel til, að allir, sem fylgzt hafa með íslenzkum stjórnmálum undanfarna ára- tugi, vita, að Bjarni Ásgeirsson er meðal þeirra alþingismanna, sem föstustum rótum er bund- inn íslenzkum landbúnaði. Hann hefir nú um tvo áratugi verið fulltrúi bændastéttarinnar, bæði á Alþingi og í Búnaðarfélagi ís- lands, og auk þess fleiri grein- um félagsmála. Samhliða þessu hefir hann svo jafnan rekið og rekur enn fjölbreyttari landbún- aðarframleiðslu en flestir aðrir bændur og ætíð vakað yfir öll- um framförum og nýjungum i starfsgrein sinni. Þannig hefir hann í einni grein landbúnaðar- ins — þeirri, sem hvað mest grózka hefir verið í um skeið, gróðurhúsaræktinni — verið al- ger brautryðjandi. Hann hefir því með eigin reynslu þreifað á erfiðleikum og áhyggjum, um- bótum og framförum, sem verið hafa einkennandi fyrir land- búnaðinn á undanförnum um- hleypingsárum. Og svo heldur Morgunblaðið sig hafa ráð á að benda sér- staklega á hann sem óhæfan fulltrúa fyrir bændastéttina, samtímis því sem það er að senda reynslulitla kaupstaðar- pilta með nesti og nýja skó út um sveitir landsins til þess að bjóða bændum forsjá sina — pilta, sem í landbúnaðarmálum myndi vera alveg nægileg próf- raun að þekkja í sundur hest og kú. Þá þykir blaðinu við eiga að rifja upp tíu ára gamalt rógs- efni sitt um efnahag Bjarna Ásgeirssonar á kreppuárunum og samninga þá,' er hann varð að gera til þess að fá lán úr kreppulánasjóði. Um hitt er ekki getið, að menn, sem fylgjast jafn vel með hag og háttum Bjarna, ættu að vita, að á þeim tíu árum, sem síðan eru liðin, hefir hann samhliða stórfelld- um umbótum á ábýlisjörð sinni sífellt verið að greiða niður skuldir kreppuáranna — og engu síður þær, er hann þá löglega var ieystur undan. En hvað er Morgunblaðið ann- ars að fara? Er það einnig hér að mirína á átrúnaðargoð sitt, for- sætisráðherrann, sem í lok síð- ustu styrjaldar settist í auðug- asta bú landsins og lék það svo á nokkrum árum, að fyrirtæki hans varð um skeið eitt út af fyrir sig meira þjóðfélagsvanda- mál en fjárhagsörðugleikar allr- ar bændastéttarinnar saman- lagt? „Lagni“ Ólafs Thors. Bjarni Ben. skrifar grein i Mbl. í gær, þar sem hann hrósar Ólafi Thors fyrir „þá miklu lagni,“ er hann hafi sýnt í stjórnarsamstarfinu Kunnugir telja, að þetta sé ekki græsku- laust hjá Bjarna, því að hann sjái sjálfan sig orðið sem vænt- anlegan formann Sjálfstæðis- flokksins. Hafi Bjarni líka vilja hitta snöggan blett á Ólafi, gat hann ekki gert það betur en með því að hæla honum fyrir „lagni“ í stjórnarsamstarfinu. „Lagni“ Ólafs hefir nefnilega verið fólg- in í því að afneita öllu því, sem hann hélt eindregnast fram áð- ur, og leika hlutverk þess, sem hann nefndi böðul alþjóðar fyr- ir fáum misserum. „Róttækni" kommúnista. Þjóðviljinn segir í gær, að ný alda róttækni fari nú um allan heiminn. Þetta er rétt og það jafnframt, að hún hefir ekki náð til íslenzku kommúnistanna. í skjóli samstarfs þeirra við íhald- ið fá heildsalarnir 50 milj. jrr. árlega í álagningu, ef marka má útreikninga Þjóðviljans. í skjóli þessa samstarfs fá skattsvikar- arnir að halda áfram iðju sinni. íslenzki kommúnistaflokkurinn er jafn laus við það að vera rót- tækur flokkur og hann er þæg- ur Rússum. Ósamhljóða vitni. Alþýðublaðið gumar mjög af því, hve mikið hafi verið gert fyrir alþýðuna á seinasta þingi. í þinglokin lýstu þó allir þing- menn Alþýðuflokksins því yfir að stjórnin hefði ekkert gert í „verzlunar-, viðskipta-, verð- lags- og gjaldeyrismálum“ og svikið allt það, sem lofað var í stjórnarsáttmálanum, að gert yrði til umbóta á því sviði. Eigi Alþýðublaðið að standa við skrum sitt um verk þingsins, verður það að lýsa þingmenn flokks sins ósannindamenn að því, að stjórnin og þingið hafi alveg vanrækt þau mál, er skipta alþýðuna mestu. Alþýðublaðið hrósar fölsun vísitölunnar. * Alþýðublaðið lætur mjög af því, hve vel núv. stjórn hafi reynzt launþegum. Samkvæmt yfirlýsingu helzta hagfræðings Alþýðuflokksins og fulltrúa hans í vísitölunefndinni, hefir ríkis- stjórnin falsað dýrtíðarvísitöl- una um 37 stig. Eigi hól Alþýðu- flokksins um stjórnina að geta staðizt, hlýtur það að telja föls- un vísitölunnar gott verk. Fonnmúnistar og Jónas. í frásögn Þjóðviljans af við- skiptum Jónasar Jónssonar við Framsóknarflokkinn kemur það jafnan fram, að samúð kom- múnista er með Jónasi. Þetta er skiljanlegt. Kommúnistar eiga Jónasi þakkir að gjalda fyrir stuðning við ýms mál, t. d. bún- aðarmálasjóðinn. Kommúnistar vita líka, að það yrði í þeirra þágu, ef Jónasi tækist að skaða Framsóknarflokkinn, því að frjálslynd umbótastefna, eins og Framsóknarflokkurinn berst fyrir, vinnur bezt gegn kom- múnistum. Samúð kommúnista með Jónasi sýnir bezt, að vilj- andi eða óviljandi hefir hann lent i því ólánssama hlutverki að verða bandamaður þeirra niður- rifsafla, sem hann vann áður manna bezt á móti með verkum sínum. Vinir hans gera honum bezt með því að láta hann vera sem fáliðaðastan við þau störf. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Sjálfstæðismál Færeyinga (Framhald). Athugasemdir jafnaöarmanna. 13. marz báru fulltrúar jafn- aðarmanna fram athugasemdir við uppkast Dana. Lýstu þeir því yfir í upphafi þessara at- hugasemda, að þeir vildu við- halda sambandinu við danska ríkið, en þó með þeim skilyrðum, að Færeyingum væri ákveðin heimastjórn í stjórnarskrá rík- isins og lögþinginu löggjafar- vald í færeyskum sérmálum. Þeir töldu þá einnig tormerki á framkvæmd þess, að skipstjórar gætu eftir ástæðum valið á milli danska og færeyska fánans í siglingum. Enn gerðu þeir at- hugasemd um þær takmarkanir á notkun færeyskrar tungu, sem fram kom í uppkasti Dana, og létu í Ijós þá skoðun, að öll eyðu- blöð, er notuð væru í Færeyjum, skyldu vera á færeyskri tungu. Þeir kröfðust þess, að lögþing Færeyinga hefði löggjafarvald um öll færeysk sérmál, svo fremi sem hin færeysku lög yllu ekki ríkissjóði útgjöldum, auk þess sem þeir vildu, að það tæki á sig hina fjárhagslegu og stjórn- arfarslegu ábyrgð. Ekki sízt væri mikilvægt, að lö'gþinginu væri heimilt að afla sveitarfélögun- um og sjálfu sér tekna, ekki að- eins með beinum sköttum, held- ur einnig tollum, stimpilgjöld- um og færeysku happdrætti og hefðu vald til þess að koma á ýmis konar nýskipan í atvinnu- márum. Ennfremur vildu þeir fá nán- ar skýringar á því, hvers vegna fjárlög, stjórnarskrárákvæði og fleiri lög skyldu ekki hljóta sam- þykki lögþingsins, að því leyti sem þau snertu Færeyinga. Jafnframt spurðu þeir, hvað væri haft í huga, þegar talað væri „önnur lög“. Þá töldu þeir rétt, að þjóðerni Færeyinga yrði á vegabréfum einkennt með orð- inu „Föroyingur", en danskur ríkisborgari stæði síðan innan sviga. Enn vildu þeir, að fær- eyskum sérmálum yrði stjórn- að af sérstakri færeyskri land- stjórn, en um sameiginleg mál yrði fjallað af sameiginlegu ráði, og sambandið við landstjórnina fengið með þeim hætti, að Fær- eyingarnir í ráðinu væru úr henni. En formanninn vildu þeir, að ráðið kysi sjálft. Þeir féllust á, að Færeyingar hefðu lögreglu- og réttarmál sameig- inleg Dönum, en töldu eðlilegt, að færeyskir aðilar hefðu á- bendingarrétt, þegar skipaður væri dómari og lögreglustjóri í eyjunum. En hins vegar ætti lögþingið að eiga rétt til þess að taka í sínar hendur póstmál, vitamál og kirkjumál og þar með fjárhagslega og siðferði- lega ábyrgð á þeim. Hitt féllust þeir á, að núverandi skipan gæti haldizt, þar til lögþingið hefði tekið þá ákvörðun. Loks settu þeir ýms skilyrði um afskipti Færeyinga af utanríkismálum — til dæmis að færeyskur ráð- gjafi skyldi starfa í utanríkis- málaráðuneytinu danska, menn, sem kunnugir væru færeyskum málum skyldu starfa í ræðis- mannsskrifstofum Dana, Fær- eyingar fengju rétt til þess að hafa verzlunarfulltrúa í ýmsum löndum, senda samninganefnd- ir til útlanda, gera viðskipta- samninga og afla sér gjaldeyris- leyfa, enda samþykkti danska utanríkisráðuneytið þessar ráð- stafanir. Breytingartillögur \ FólJcaflofcksins. Fulltrúar Fólkaflokksins lögðu sama dag einnig fram breyting- artillögur og athugasemdir við uppástungur Dana. Gerðu þeir á flestum eða öllum sviðum mun harðari kröfur um réttindi til handa Færeyingum heldur en fulltrúar jafnaðarmanna, enda þótt þeim og dönsku nefnd- inni bæri sitthvað á milli, að því er séð verður. í upphafi tillagna sinna gátu þeir þess, að danska 'nefndin hefði í undirbúningsumræðun- um hinn 25. febrúar leyft bók- un þessara orða: „Samninganefnd stjórnarinn- ar hefir látið í Ijós, að óski Fœr- eyingar fulls sjálfstæðis og upp- hafníngar hins sögulega sam- bands við Danmörku, muni sú ósk verða virt að öllu leyti.“ Síðan komu breytingartillög- urnar. Sögulegur réttur færeysku þjóðarinnar til þess að lýsa yfir fullu sjálfstæði sínu, þegar henni þykir henta, sé viður- kenndur. Samband Færeyja við danska ríkið sé ákveðið með samningagerð. Lögþing Færey- inga hafi löggjafar- og fjárveit- ingavald í færeyskum málum, er nánar verði ákveðið í sér- stökum, færeyskum stjórnskip- unarlögum. Ábyrg landsstjórn, sem kosin sé af lögþinginu á þingræðislegan hátt, hafi á hendi umboðsstjórn fær- eyskra mála, samkvæmt nánari ákvæðum í stjórnskipunarlögun- um. Hæstiréttur Dana sé æðsti dómstóll í færeyskum réttar- málum, en nánari reglur um dómsvald í Færeyjum séu sett- ár með lögum. Konungsfulltrúi gæti hagsmuna danska ríkisins í Færeyjum, og eigi hann sæti á þingi og njóti málfrelsis, en hafi eigi atkvæðisrétt. Embættissvið hans sé ákveðið með lögum. Lögþingsfulltrúi gæti hagsmuna Færeyinga í Danmörku, og eigi hann sæti á þingi og málfrelsi í málum, er varða Færeyjar, en eigi atkvæðisrétt. Embættissvið hans sé ákveðið með lögum. Ráð, sem í á sæti konungsfulltrúinn, lögþingsfulltrúinn og einn eða tveir fulltrúar frá hvorum, fær- eysku landstjórninni og dönsku ríkisstjórninni, komi saman til viðræðu um sameiginleg mál, helzt til skiptis í Þórshöfn og Kaupmannahöfn, geri tillögur um lagasetningu varðandi þau o. s. frv. Mynt skal vera eins og verið hefir hingað til. Lögþing- ið getur þegar í stað sett á stofn færeyskan landsbanka, sem fær einkarétt til útgáfu færeyskra peningaseðla og getur í samstarfi við gjaldeyrisráð, ef stofnað verður, verzlað með erlendan gjaldeyri. Utanríkismálum verði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.