Tíminn - 01.06.1946, Blaðsíða 2
2
TÍMI\.\, laugardaginn 1. júní 1946
96. blað
Lauyardugur 1. jjání
Liðinu fylkt
Framboðsfrestur er runninn
út. Stjórnmálaflokkarnir hafa
fylkt liði sínu til þeirrar baráttu,
sem framundan er, og kjósendur
landsins líta yfir raðirnar.
Það vekur fljótt athygli, að
stjórnarflokkarnir tveir bjóða
fram jöfnum höndum menn,
sem eru með og móti ríkisstjórn-
inni.
Ja^fnframt því, sem þessir
flokkar níða Framsóknarflokk-
inn fyrir stjórnarandstöðu,
bjóða þeir sjá‘lfir fram fyrir sig
vopnabræður Framsóknar-
manna á þessu sviði, Ólafur
Thors og Emil Jónsson, munu
sjálfsagt brýna fyrir þjóðinni
blessun samstarfs síns og kom-
múnista og nauðsyn þess, að það
haldist lengur. Þó geta flokks-
menn þeirra ekki vitað, hvort
atkvæði þeirra verður til að
framlengja það samstarf eða
rifta því, Alþýðuflokksmenn t.
d. geta aldrei vitað, hvort at-
kvæði þeirra leiða heldur Ás-
geir Ásgeirson eða Hannibal
Valdimarsson inn i þingsalinn,
og sýnist það þó skipta tölu-
verðu máli fyrir valdaaðstöðu
Ólafs Thors og kommúnista. Og
Sjálfstæðismenn búa við, sams
konar óvissu.
Þetta er sennilega dæma-
laust, að kjósendur eigi að greiða
atkvæði blindandi, svo að þeir
geta ekki vitað, hvort þeir eru
styðja ríkisstjórnina eða fella
hana.
Þeir, sem eru á móti fjármála-
spillingu þeirri, sem .þrífst svo
vel undir núverandi stjórn, og
jafnvel er kappkostað að vernda,
eins og heildsalamálin og fleirá
sýna, verða því að skipa sér ein-
huga um þann flokkinn, sem
hreint og ákveðið berst gegn
þessu, Framsóknarflokkinn.
Hvert einasta atkvæði, sem
Framsóknarmanni er greitt í
þessum kosningum, notast til
fulls gegn fjármálasukkinu og
svindlinu, — stjórnarsamstarfi
heildsalaflokksins og Moskvu-
mannanna.
Menn mega ekki láta það
blekkja sig í þessumVleik, þó að
þokkalegir menn séu boðnir
fram, þar sem þeir eru með öllu
móti vonlausir um að ná nokk-
urri aðstöðu til áhrifa á þing-
málin. Fáein f atkvæði, sem
þessir menn kynnu að fá, gætu
orðið til þess að fella mæta
menn frá þingsetu og koma á
þing einhverjum óhappamanni,
sem fram er boðinn á allt öðr-
um stað.
Framsóknarflokkurinn er eini
lýðræðisflokkurinn, sem nú
gengur hreint til verks og lætur
kjósendurna vita, að hverju þeir
ganga. Þeir, sem vilja byggja
framför þjóðarinnar á öruggum
fjárhagsgrundvelli og, heiðarleg-
um jöfnuði, munu því skipa sér
fast og myndarlega um stefnu
hans gegn upplausn og ó-
jöfnuði.
Stjórnarliðið hefir stundrazt
og veit, að ekki er hægt að halda
flokkum þ'ess saman undir for-
ustu Ólafs Thors.
Það er vonlaust verk.
Greindari og myndarlegri
menn þess vita hver nauðsyn er
að treysta grundvöll fjármála-
lífsins og atvinnulífsins, og þeir
rísa eins og klettur úr hafi há-
vaðans, sem gerður .er utan um
Ólaf Thors, þar sem hann hefir
sjálfur mesta rödd.
Það þýðir ekki að hafa hátt
og hrópa um nýsköpun og ein-
Konráð Gíslason, Eyhildarholti:
Lengi býr að fyrstu
tiíiaianqi
Nýlega var þess getið í frétta-
flutningi útvarpsins frá útlönd-
um, að fyrsta tilraun eftir
stríðslok til að endurreisa
nazismann í Þýzkalandi, hafi
fyrir skömmu orðið uppvís.
Handteknir voru nokkrir tugir
manna úr fylkingu þeirri, ér
Hitlér sál. hafði þjálfað rækilega
til að sá frækornum uppreisnar
og yfirgangs í hjörtu saklausrar
æsku. Þess var jafnframt getið,
að undirrót þessarar endurreisn-
arhreyfingar væri æskulýður
landsins, studdur af fornkunn-
ingjum Hitlers.
Þetta fyrirbrigði er vissulega
eitt gleggsta dæmi þess, hve
örðugt mun reynast viðfangs
fyrir varðmenn lýðræðisins í
heiminum, að fyrirbyggja og
halda í skefjum þeim neista,
sem einu sinni hefir verið blásið
r. Sú glóð, sem neistann geymir
lengst, er æska hins lamaða rík-
is, Þýzkalands. Það var hún
fyrst og fremst, sem átti þá trú
og von að verða síðar meir, þeg-
ar heimsveldi Hitlers var alskap-
að, alls ráðandi um yfirstjórn
heimsmálanna. Hlutverki Hitl-
ers var lokið með ósigri hans í
ófriðnum. Nauðsynlegasta ráð-
stöfun til að tapa því ekki úr
greipum sér, sem einu sinni var
búið að vinna, var sú, að þjálfa
þá, sem ungir voru og upprenn-
andi, þá, sem áttu að erfa hinn
nýskapaða heim. Og ráðið til að
gera þá framtíðarhlutverkinu
vaxna, var að styrkja æskuna í
trúnni á yfirburði og ofurmátt
nazismans. Þetta var Hitler full-
komlega ljóst og þetta mun hon-
um, ásamt uppeldis og æsku-
lýðsfrömuðum nazista hafa tek-
izt. Að minnsta kosti er þessi
fyrsta endurvakning leifar af
furðuverki hans og skipulagn-
ingu þeirri, sem leiðtogar naz-
ista voru búnir að framkvæma,
áður en þeir sáu fyrir endalok
sín. Og e. t. v. ekki $íðasta til-
raunin.
En forlögin sáu fyrir því, að
réttlætið sigraði og Hitler rann
skeið sitt ekki á enda. Draumur
hans varð ekki að veruleika. En
máske leitar eldur æskunnar á
hefndir fyrir örlög þau, sem
henni eru nú búin. Tíminn
leiðir það í ljós. —
Ýmsa spámenn uggir um frið
á jörðu hér, enda þótt Hitler sé
horfinn af leikboi’ðinu. Og jafn-
vel þó einnig takist að deyfa
eða svæfa þá glóð, sem enn þá
leynist í hjarta unga manns-
ins suður í Þýzkalandi, þá
þykjast menn eygja blikur á
lofti.
Pólitískir ismar birtast
í ýmsum myndum. Drottnunar-
og yfirgangsstefna kommúnist-
annr* í Rússlandi mun t. d. nú
um þessar mundir vera einhver
örðugasti þröskuldur á vegi
þeirra þjóða, er nú sitja við
friðarsamningaborðið. Fulltrúar
þeir, sem leita að hinu falda
fjöreggi frelsis, réttlætis og ör-
yggis, eiga nú, sem fyrr, við of-
stækisfulla einstaklinga og jafn-
vel heilar þjóðir að glíma. Og
það er reynslan ein, sem sannar,
hvort undanlátsstefnan verður í
þetta sinn ofan á.
„Lengi býr að fyrst gerð“,
ingu eða bölsýni og afturhald.
Þjóðin vill framfarir og reisa
þær á öruggum grunni, og því
snýr hún baki við fjárglæfra-
mennsku og loddaraleik Thórs-
stjórnarinnar. Krafa fólksins er
traustar, verklegar framfarir og
félagslegar umbætur, sem koma
almenningi að notum.
segir málshátturinn. Hitler blés
anda hernaðar, mannhaturs,
miskunnarleysis og grimmdar
inn í skilningarvit æskulýðs
þýzku þjóðarinnar. Börnin 1
skólunum méðtóku það eitt, sem
öðrum gat orðið til bölvunar.
Uppeldinu og fræðslu allri var
hagað í samræmi við framtíðar-
spursmálið. Og stjarnan virtist
á tímabili eigi allfjari — svo
nærri, að fullyrt hefir verið, að
fullkominn hernaðarandi hafi
verið orðinn skapaður í nær
hverri einustu barnssál.
Arthúr Koestler, kunnur rit-
höfundur og á timabili aðdáandi
Rússa, skrifar fyrir eigi alllöngu
bók um stjórnarfar kommún-
ista í Rússlandi. Rit þetta
birtist i Lesbók Morgunblaðsins
í vetur. M. a. segir Arthur
um kennslumál „ .... Hið sama
er að segja um kennsluaðferð-
irnar, það, sem kennt er í skól-
unum og þann anda, er svífur
þar yfir vötnunum. Allar nýj-
ungar í kennslu, allar tilraunir
og aðferðir, er vænlegar voru til
nytsemda ,hafa verið lagðar nið-
ur í Rússlandi". Og síðar:
„Ameríska kennsluaðferðin, hin
svokallaða pedologi, er tekin var
upp 1 Rússlandi á fyrstu árum
byltingarinnar og miðar að því
að hagnýta sem mest athafna-
þrá og forvitni barnsins, hefir
einnig verið lögð niður með
þeim forsendum, að hún sé reist
á „fölskum vísindum“, sem séu
skaðleg og andstæð marxista-
stefnunni. En í stað hennar hef-
ir ráðstjórnin endurvakið hina
ómenguðu marxistastefnu, o. s.
frv.“ ,
Hver er nú munurinn á stefnu
Hitlers og Stalins í uppeldismál-
unum? Og í hverju er svo kenn-
ingin fólgin? í því, að básúna
æskunni yfirburði ismans á sviði
mannfélagshreyfinga. í því að
sanna henni ofurmátt vopna-
valdsins og kenna henni að beita
því gegn réttlætinu.
Hér norður á íslandi hefir
bæði nasisma og kommúnisma
tekizt að festa rætur. Hinn fyrr-
taldi ismi er í orði en e. t. v. ekki
á borði útdautt hugtak meðal
íslendinga. Leifar þeirrar stefnu
hurfu að síðustu í föðurhús
heim. Kommúnisminn hefir aft-
ur á móti, fyrir rás heimsvið-
burðanna einkum, dafnað til
þessa. Ávöxtur þeirrar merki-
legu þróunar er sá, að kommún-
istar hafa nú um stund náð und-
irtökum á fræðslu og uppeldis-
málum þjóðarinnar. Árangurinn
af þeirri ráðstöfun valdhafanna,
er þegar farinn að sjá dagsins
ljós.
Á því hefir viljað bera nú upp
á síðkastið, að gömlum og reynd-
um skólanefndarformönnum er
vikið frá starfi eftir dygga þjón-
ustu, en aðrir sanntrúaðir
Rússadýrkendur dubbaðir upp.
Sagt er m. a., að kvenpersóna
ein á Akureyri, sem. einna harð-
ast barðist i orrustunni á Siglu-
firði forðum, sé meðal þeirra, er
hækka í tign uppeldisfræðing-
anna á íslandi. Ríkisnámsbæk-
ur barna og unglinga eru undir
skörpu eftirliti áðurnefndra
dýrkenda. Hvað verður næst?
Verkefnið, sem þessum yfir-
mönnum kommúnista er fengið
í hendur, er fyrst og fremst það
að leggja grundvöllinn að skipu-
lagðri áróðursstarfsemi meðal
æskunnar í skólunum í þágu
rússnesku hreyfingarinnar.Byrj-
unin er hafin.
Unglingarnir eru að jafnaði
næmari fyrir illkynjuðum á-
hrifum utanfrá en þeir, sem að
árum eru farnir að eldast. Þetta
er kommúnistum ljóst. Þess
vegna hafa þeir öðrum málefn-
um fremur kosið yfirstjórn
fræðslu- og uppeldismálanna.
í því er fólginn vísasta vegur-
inn til þess að gera æskuna að
pólitísku rekaldi við fótskör
meistaranna. Ekkert nema
skapandi máttur og trúin á að
það sé starfið, sem gefur lífinu
Varanlegt gildi, fær hrundið á-
róðursstarfsemi uppreisnar-
mannanna. Ef trúin á þjóðina,
íslenzku tunguna og landið fær
að þróast. í brjósti æskunnar, er
henni foröað frá þvi að meðtaka
andatrúarjátningu Rússadýrk-
endanna.
Við, sem ekki getum viður-
kennt yfirburði stefnu kom-
múnista á þjóðmálasviðinu og
trúum heldur ekki að henni
verði það vel til vina meðal æsk-
unnar, að fjöldinn láti glepjast,
verðum þó að viðurkenna þann
beizka sannleika, að nokkurt
brot íslenzkrar kaupstaðaræsku
hefir kastað akkerum sínum við
fjörur kommúnistastefnunnar.
Það brot hefir blindandi látið sig
berast að fjöruborði auðnuleysis
og upplausnar.
Kommúnistar á íslandi, ekki
síður en í Rússlandi, taka glaðir
við hverjum þeim, er þeirra trú
meðtekur. Einn er alltaf einn
steinn í útvirki helstefnunnar.
En þegar svo er komið, er æskan
farin að troða braut miskunn-
arlausra fangabúða og frelsis-
óvina. Og það er ekki hennar
hlutverk. Hennar hlutverk er
annað og æðra. —
Tveir á sömu plötu!
Ólafur Thors og Jónas Jóns-
son hafa lagt sig mjög fram til
að fá fólk til að trúa því, að
Hermann Jónasson og Eystein
Jónsson langi til að verða ráð-
herrar. En öll vitni virðast
ganga á móti Ó. Th. og J. J. i
þessu máli. Hermann og Ey-
steinn voru ráðherrar samtals
nærri átta ár samfleytt, og hafa
aðrir menn ekki svo lengi gegnt
þeim störfum hér á landi, enda
kysu áreiðanlega margir, einn-
ig utan Framsöknarflokksins, að
þeir væru komnir í stjórnar-
ráðið í stað sumra þeirra kum-
pána, er þar ráða nú málum.
Þessir menn hafa aldrei boðið
fram sannfæringu sína fyrir
í’áðherrastóla, ginið yfir tálbeit-
um né urðað drengskaparloforð
í sama skyni ,og eigi hafa þeir
heldur haldið sex tíma þraut-
leiðinlegar ræður í flokki sínum
til að gera grein fyrir því, að
þeim gæti ekki skjátlazt í neinu
máli. Ólafi og Jónasi mun fara
ýmislegt betur en að tala um of-
metnað annarra. . Og „platan“
þeii-ra er orðin útslitin eins og
nýsköpunarplatan frá 1944.
„Hegnihgarlögin.“
Orðheppinn ' maður í Árnes-
sýslu gaf bráðabirgðalögum rík-
isstjórnarinnar um búnaðari’áð
nýtt nafn og kallaði þau „hegn-
ingarlögin“. Tilgangur laganna
var að hegna bændum með því
að skipa þeim forráðamenn, er
heita skyldu bslndafulltrúar, en
voru ekki af þeim kosnir. Bænd-
ur fá tækifæri til að þakka fyrir
hegningarlögin 30. júpí.
Austur og vestur.
Eitt af frumvörpum þeim, er
lögð voru fyrir Alþingi í vetur,
hét: „Frumvarp um Austurveg“.
FYLGIST MEÐ Stjórnarliðið gaf því nafnið.
| Hvaða vegur halda menn, að
j þetta sé? Jú, það er vegur yfir
(Hellisheiði milli Suðurláglendis-
ins og Faxaflóaundirlendisins,
þar á meðal Reykjavíkur. Það
er að vísu rétt, að frá Reykjavík
að sjá liggur vegurinn í austur.
En úr Ölfusi að sjá liggur hann
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verðað lesa
TÍMANN.
Þið, sem I strjálbýlinu búið,
hvort heldur er við sjó eða í
sveit Minnist þess, að Tíminn
er ykkar málgagn og málsvari.
í vestur, og mæ.tti því alveg eins
heita Vesturvegur. En Reykja-
víkursjónarmiðin ráða, þó að í
litlu sé.
Maðurinn, sem gisti í
tugthúsinu.
Eitt af dagblöðum stjórnar-
innar sagði frá þvi í fyrrasum-
ar, að maður nokkur „utan af
landi“ hefði komið til höfuð-
staðarins, en hvergi fengið næt-
ui’gistingu. Leit út fyrir, að gest-
urinn yrði að liggja úti um nótt-
ina, en kunningi hans í lög-
í’eglustöðinni leyfði honum að
hafast við til morguns í fanga-
klefa, þó með því skilyrði, að
hann yrði að hypja sig þegar í
stað, ef einhver, sem rétt ætti til
húsnæðisins, birtist síðar. Ekki
varð vart við, að atburður þessi
raskaði svefnró háttvirtrar rík-
isstjórnar, enda hefir hún sjálf-
sagt haft um annað að hugsa en
að sjá óvöldum „útkjálkamanni“
með „mosa í skegginu", fyrir
næturstað.
En nokkru síðar hrökk stjórn-
arliðið á Alþingi upp við illan
draum; samkundu þessari hafði
þá borizt það til eyi-na, að Bún-
aðarfélag íslands hefði í hyggju
að beita sér fyrir því, að komið
yrði upp nokkrum gestaher-
bergjum fyrir sveitafólk og
fleiri, sem dvelja þurfa i höfuð-
staðnum stuttan tíma. Vildi fé-
lagið leggja fram talsvert fé í
þessu skyni, ef fleiri stofnanir
yrðu með, og leyfa að gististað-
urinn yrði byggður við fyrirhug-
að Búnaðarfélagshús, sem á að
koma í stað gamla timburhúss-
ins við Tjörnina í Reykjavík. Til *
þess að koma í veg fyrir, að slík
óhæfa gæti átt sér stað, hamraði
hið fríða stjórnarlið ný lagaá-
kvæði gegnum þingið, og varði
til þess talsverðri fyrirhöfn og
fé fjr ríkissjóði. Minna mátti
ekki gagn gera.
En málið er í þrem þáttum, og
sá síðasti ótalinn. Rétt um sama
leytið, sem stjórnarliðið með Jón *
á Akri og einn kommúnista í
broddi fylkingar, en Jónas Jóns-
son sem lestíeka, barðist rösk-
(Framhald á 4. síöu).
Sigurður Þorsteinsson:
Á sjó
(Niðurlag).
Sumarið 1916 var ég einnig
þar á sama stað, og gerðist ekk-
ert sögulegt annað en það, að
verksmiðja þessi var þá víst
komin á „svartan list“ hjá Bret-
um, svo að þeir komu ekki út
nema litlu af afurðunum um
haustið og urðu að hætta rekstr-
inum áfið eftir. Sæther verk-
stjóri var þar til umsjónar, og
Brobakke kom einnig til Siglu-
fjarðar næsta ár. Ég var það
sumar og nokkur þau næstu á
Siglufirði við síldarmat, og
kynntist mörgum þar, útlendum
og innlendum, en engum, er mér
félli betur við en þá Brobakke og
Sæther.
Nóttiná milli 11. og 12. apríl
1919 skeði sá sorglegi atburður,
að áfarmikið snjóflóð féll úr
fjallinu fyrir ofan Evangershús-
in, og tók allt dautt og lifandi;
sem þar var, verksmiðjuna, öll
geymslu- og íbúðarhús og önn-
ur mannvirki, og varð að bana
10 eða 11 manns, eldri og yngri.
Þar fórst Sæther verkstjóri og
kona hans og 8 eða 9 aðrir, og
þekkti ég, auk þeirra Sæthers-
hjóna, sumt af þessu fólki.
Nóttina, sem þessi sorglegi at-
burður skeði, dreymdi mig
og landi
draum þann, er, hér fer á eftir:
Ég var staddur á sjávarströnd
nokkurri, en gat ekki áttað mig
á, hvar það var. í flæðarmálinu
tók ég eftir stórum hafísjaka,
er var þannig í lögun, að neðst
var hann allstór ummáls, en
mjókkaði svo mjög er ofar dró,
en efst á honum var allstór flöt-
ur, og uppi á honum sá ég standa
fólk í þéttum hnapp, allt svart-
klætt, og virtist mér það vera
8—10 talsins, — en engaix sá ég
svo glöggt, að ég þekkti hann,
og töluna sá ég heldur ekki
greinilega, enda var jakinn all-
hár, svo að ég varð að horfa
mjög upp fyrir mig, til að sjá
það. Mér kom fljótlega til hug-
ar, að fólk þetta væri í hættu
statt þarna, og byrjaði ég að
klifra upp eftir jakanum, og var
kominn, svo hátt upp, að ég gat
næstum því náð yfir hann.
þótt hann mjókkaði mjög eftir
því, sem ofar kom, en þá var
flötur sá, sem fólkið stóð á langt
fyrir utan mig og ofan. Ég sá
þá að með þessu móti gæti ég
ekkert hjálpað og fór niður aft-
ur, með það í huga að leita ein-
hverra annarra úrræða. Ég leit
í allar áttir eftir mannhjálp, og
sá aðeins einn mann, sem ég
þekkti, ganga framhjá, kallaði
til hans, en hann aðeins leit til
mín, með alleinkennilegum svip,
en svaraði engu og fór leiðar
sinnar. í sama taili heyrði ég
brothljóð allmikið frá jakanum,
og leit þangað. Var hann þá
brotinn sundur, og fólkið, sem
upp á honum var, hafði allt fall-
ið í sjóinn.
Ég hrökk upp af svefni, og
draumurinn varð ekki lengri, en
ég kveikti ljós, er ég vaknaði, því
að mér leið hálfilla eftir þennan
draum, og leit á klukkuna, og
var hún þá rúmlega 3y2. .
Daginn eftir var ég staddur
hér á hafnarbakkanum og mætti
þar manni, er ég var kunnugur
frá Siglufirði, og sagði hann mér
þessar slysafréttir þaðan, sem
gerzt höfðu um nóttina, og með-
an við vorum að tala saman um
það, gekk sami maðurinn fram-
hjá, er ég sá og kallaði til í
draumnum, og leit til mín ná-
kvæmlega með sama svip, og
hann gerði, þegar mig dreymdi
hann um nóttina.
Þegar ég kom til Siglufjarðar
um sumarið, spurði'ég marga um
aðdraganda og atvik að slysi
þessu, og um það á hvaða tíma
næturinnar það hefði skeð og
bar öllum samaix ‘ um að það.
hefði verið milli kl. 3 og 4, og að
klukkur, er fundust, sem verið
höfðu í húsunum, hefðu allar
staðið á tímanum 3 y2. Til við-
bótar þessu, vil ég aðeins segja,