Tíminn - 06.06.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1946, Blaðsíða 2
2 rÍMDiK, jfiinmtndaglnii 6. juni 1946 99. blað Finnntudayur 6. jjúní Tilveruréttur kjör- dæmanua Eitt af því, sem fyrir liggur að gera á næstu árum, er að ákveða kjördæmaskipun lands- ins. Vitanlegt er, að um það mál verða mikil átök og hörð, svo andstæð sjónarmið, sem menn hafa í þeim efnum. Því hefir verið haldið fram, að litlu kjördæmin væru hættu- leg fyrir þjóðfélagið. Einstakir þingmenn gætu keypt þau upp með fjárframlögum úr ríkissjóði og einkafjármagni sínu. Má að sjálfsögðu finna einhver dæmi þess, að fésterkir menn hafi jafnað metin milli flokka og málefna með því að hampa fé sínu og gefa ýmsar glæsivonir um væntanlegar framkvæmdir. Eins mun hitt líka hafa komið fyrir, að þingmenn hafa neytt samstarfsmenn sína í stjórnar- meirihluta til ýmsra ■ fjárveit- inga til að tryggja vafasaman mann og vafasamt kjördæmi. Það er dýrmætt, að héruð landsins eigi sérstaka fulltrúa á Alþingi til að túlka þarfir sínar og verja málstað sinn. Ep sú aðstaða, sem kjördæmaskipunin tryggir þannig héruðunum, er misnotuð, ef fésterkir menn kaupa upp fylgi, svo að pening- um þeirra eru greidd atkvæði án tillits til málefnanna. Menn eru mismunandi víð- sýnir. Sumir miSa viö sinn efna- hag, aðrir við hagsmuni héraðs- ins, en sumir við þjóðarhag. Það er misjafnt í hvaða röð menn skipa þessú, en þeir, sem stöð- ugt miða við einkahagsmuni, eru hættulegir menn fyrir lýðræðið. Lýðræðið þarf manna, sem miða við þjóðarhag og greiða atkvæði eftir málefnum, og láta ekki kaupa sig út úr fylkingu þeirra, sem eru skoðanabræður og and- legir samferðamenn. Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú miklu meira fé en nokkru sinni fyrr í kosningabaráttuna, þó að oft hafi vel verið. Menn eru yfirkeyptir til að fara í fram- boð og hafðir á háum launum meðan á kosningabaráttunni stendur. Farartæki og ríflegt risnufé leggur flokkurinn til. Auk þess eru sumir f>ambjóð- endurnir fésterkir menn eins og vænta má 1 þeim flokki. Nota þeir það óspart sér til gildis og framdráttar. Þá er því enn haldið mjög á lofti í kosningabaráttunni, að , Framsóknarflokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og þeim kjördæmum, sem kjósa fram- f bjóðendur hans, muni verða refsað. Er allt annað en glæsilegt að verða að tala um slíkan kosn- ingaáróður, en hann er nú not- aður og tjáir þá ekki að þegja. Það er reynt að hræða lítilsigld- asta fólkið frá að kjósa stjórnar- andstæðinga, enda þótt það sé sannfært um, að málstaður þeirra sé betri og þjóðhollari. Þær kosningar, sem nú fara í hönd, verða á margan hátt ör- lagaríkar fyrir þjóðina. Alveg sérstaklega reynir nú á það, hvort fólkið í litlu kjördæmun- um hefir nægan þroska til þess að vernda rökin fyrir >tilveru kjördæma sinna. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan trúað og treyst á dóm- greind og þroska fólksins. Hann væntir þess því enn að menn gangi að kjörborði og greiði at- kvæði' eftir málefnalegri sann- Björn Haraldsson, Austurgörðum: / Þokum okkur saman Fyrsta grein. Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera athugavert við hagkerfi þess þjóðfélags, sem lætur þá af þegnunum, er nauðsynleg- ustu og erfiðustu störfin vinna, búa við rýrastar tekjur og erf- iðust lífskjör. Hér á landi er þessu þannig farið. Þjóðarbúskapur íslend- inga byggist eingöngu á land- búnaði og sjávarveiði. Án þeirra grundvallaratvinnugreina væri engri mannveru líft á þessu landi. Ekki aðeins fæði og klæði allra landsins barna eru til orð- in eða keypt fyrir framleiðslu og aflaföng þessara atvinnu- greina, heldur einnig húsin, sem þau búa í, öll þægindi, sem þau búa við, öll ifiannvirki á land- inu að fornu og nýju, öll menn- ing andleg og verkleg, að því leyti, sem hún verður við gjaldi keypt. Tekjur borgaranna allra og þjóðarinnar í heild eru fram- leiðsla og aflaföng þeirra, er að þessum atvinnugreinum vinna. Bændum, sjómönnum og verka- mönnum þeim, er að framleiðsl- unni starfa, á hver einstakur borgari og þjóðin í heild tilvist sína að þakká á þessu landi. í skjóli höfuðatvinnugreinanna, landbúnaðar og sjávarveiði, lifa og hrærast allar aðrar atvinnu- greinir og stéttir. Iðnaðurinn lifir eingöngu ýmist fyrir þá kaupgetu, sem framleiðslan til lands og sjávar myndar, eða þá fyrir þjónustu við þá fram- leiðslu. Sama gildir um alla verzlun og allar siglingar. Og ekki hefir starfslið ríkisins og aðrir launþegar hins opinbera annað að bíta eða brenna en það, sem framleiðslan gefur í aðra hönd. Sama máli gegnir um veitingamanna- og þjóna- stétt landsins, svo og hvers kon- ar sölufólk og braskara. Og síð- ast en ekki sízt má' telja þá, sem andlega vinnu stunda. Allir lifa 1 sama skjóli, því skjóli, sem framleiðendurnir búa þjóðinni. Öllum störfum, sem borgarar þjóðfélagsins vinna, má með réttu skipti í fyrsta, annars og þriðja flokks störf. í fyrsta flokki eru framleiðslustörf til lands og sjávar, af því framleiðslan er hér á landi móðir allra mögu- ^eika. Þeir, sem þau störf vinna, eru útimenn þjóðfélagsins og framverðir þess. í öðrum flokki eru svo þau störf og þær stéttir, sem eiga tilveru sína útimönn- unum að þakka en hafa sjálf já- kvæða þýðingu fyrir þjóðfélag- ið, m. ö. o. gagnleg störf og nauð- synleg. í þriðja lagi eru svo þau störf, sem hafa þann eina til- gang að framfleyta þeim, er þau stunda, en eru fyrir aðra borg- ara þjóðfélagsins og þjóðfélag- ið í heild ýmist óþörf en þó oftar skaðvænleg. Meðal þeirra, er þau störf stunda, eru allir, sem að óþörfu hafa þrengt sér á milli vinnu og arðs í atvinnulíf- inu eða í viðskiptalífinu milli seljanda og neytanda, hafa náð að handfjalla verðmæti, sem aðrir raunverulega eiga og orð- ið fjáðir af. Þessir óþörfu milli- menn eru víða til, jafnvel í færingu, en ekki af matarpóli- tík einni saman. Hann treystir því, að ein- menningskjördæmin komi sterk- ari út úr kosningahríðinni vegna þess, að það sýni sig, aíT þar býy hugsandi fólk með pólitíska menntun. sjálfu starfsliði rikisins. Og þeim fjölgar óðum og þeir færa sig lengra og lengra upp á skapt- ið. Þeim, sem með völdin fara hjá þessari þjóð, ferst óhyggi- lega. Þeir spyrja ekki um magn afuröa og afla-þeirra, sem draga björg í bú þjóðarinnar, heldur spyrja þeir um lífskröfur hinna, sem inni sitja, og þá helzt þriðja flokks mannanna. Og þeir gera hlut innimannanna góðan og öruggan en hlut útimannanna rýran og ótryggan. Af þessu leiðir að útimennirnir sæta lagi að hætta að starfa úti, þeim fækkar jafnt og þétt. Þeir, sem með völdin fara, skilja ekki, að útistörfin eru lífsnauðsyn þjóðarinnar. Þeir virðast ekki sjá, að falli þau niður, verður ekki lengur lifað á þessu landi, hvorki í skrauthýsum auðkýf- ingsins né kjallaraholu ösku- karlsins. Þetta skilja þeir ekki. Þeir eru sjálfir innimenn og sömuleiðis þeirra nánustu vinir. Meirihlutinn, sem nú fer með völdin, skilur ekki að afurðir og aflaföng útimannanna eru eini réttmæti mælikvarðinn til að ákveða eftir laun og lífskjör þjóðarinnar og væri þó þannig skipt, að störf útimannanna væru meira virt en annarra. Þá mundi stöðvast flóttinn frá framleiðslustörfunum. Arðrán innimannanna verður að stöðva. Útimennirnar verða að fá þann rétt og þá virðingu, sem þeim ber. Þó það líti svo út á pappírn- um, að þessar atvinnugreinar inni af hendi litlar eða engar beinar greiðslur til sameigin- legra þarfa þjóöarinnar, þiggi meira að segja styrki af sameig- inlegu fé til þess að líða ekki undir lok, þá eru þetta aðeins sjónhverfingar. Hvaðan gæti ríkissjóði komið fé til þess að styrkja hinar lífrænu auðlindir þjóðarinnar? Jú, í þessu landi eru margir ríkir karlar, menn í eins konar skollabuxum. Vissu- lega er litið til þessara manna li^eð virðingu og aðdáun af mörgum eins og í gamla daga, en við skollabuxurnar þeirra er ekkert dularfullt, fremur en áð- ur var, þegar raktir eru allir leynistígar. Þessir menn hafa ekkert skapað, þeir hafa aðeins komizt yfir drjúgan hluta af þeim auði, sem útimennirnir hafa aflað. Það eru útimennirn- ir, sem leggja fram allar tékjur þjóðarbúsins og allar tekjur rík- issjóðsins. Það er raunveruleik- inn. Allt annað um þessa hluti eru sjónhverfingar. Með þessu er á engan hátt sagt, að litlu máli skipti um aðrar stéttir og störf en þær, sem að framleiðsl- unni vinna. Þjóðfélafeinu er oft líkt við vél. Stéttum þjóðfélags- ins er líkt við hjól vélarinnar eða aðra hluta hennar. Og þá er á það bent, hvernig eitt lítið hjól, ef það er í ólagi, getur stöðvað allan gang vélarinnar. Þannig er á það bent, hvílíka, þýðingu jafnvel hin minnstu hlutverk borgaranna hafa. Sam- líking þessi er rétt, það sem hún nær, en hún er aldrei útfærð til hlítar. Hvað er það, sem gfetur til fullnustu stöðvað gang vél- arinnar og starf, þó öll hjól séu í.fínasta lagi? Nokkuð er það, sem enn meiri þýðingu hef- ir en sjálf vélin og öll hennar dauðu hjól. Það er krafturinn, sem lætur vélina ganga. Og það leikur ekki á tveim tungum hverjir það eru, sem leggja til kraftinn handa hinni íslenzku þjóðfélagsvél. Það eru hinir vinnandi framleiðendur, bænd- ur, sjómenn óg verkamenn, þeir, sem að framleiðslu vinna. Fram- leiðslan er brennsluefni vélar- innar, án hennar mundi vélin ekki hreyfast. Því meira og betra sem þetta brennsluefni er, því betur og hraðar gengur vélin og því meir má auka álagið. En stjórnendur þessa þjóðfé- lags hafa farið öfugt að. Álagið hafa þeir aukið jafnt og þétt, en kraftinn ekki að sama skapi. Það er bætt við nýjum og nýjum hjólasamstæðum. Vélin er farin að vinna lítið, því olíugjöfin er orðin treg. Og þannig er komið fyrir það, Hvernig. gæðum lífsins (Framhald á 3. síöu). Mennin.garsjóbur Færeyinga \ Lögþing Færeyinga ákvað hinn 6. maí síðastliðinn, á áttatíu ára afmælisdegi Jóhannesar kóngsbónda Paturssonar, að stofna sjóð til stuðnings færeyskri menningu og færeyskum listum. Skyldi þessi sjóðstofnun jafnframt vera til minningar um hið mikla og margþætta menningarstarf, sem Jóannes hefir innt af höndum síðan hann hóf viðreisnarbaráttu sína í eyjunum fyrir meira en hálfri öld. Upphaf þessarar sjóðstofnun- ar var það, að allmörg færeysk menningar- og listamannafélög, þar á meðal Lýðháskólafélagið, Leikfélagið, Fornleifafélagið, Ungmennafélag Færeyja, Kenn- arafélagið, íTiróttasamband Færeyja, Tónlistarskólinn, Coll- egium academicum faeroense, Listafélagið, auk fjögurra fær- eyskra félaga í Danmörku, Blaðafélagsins, Bókadeildar Færeyingafélagsins, Stúdenta- félagsins og Kristilega ung- mennafélagsins, sendu lögþing- inu áskorun um stofnun fær- eysks menningarsjóðs. í áskor- un félaganna segir á þessa leið: „Við undirritaðir leyfum okk- ur að heita á færeyska lögþingið að stofna sjóð til viðgangs fær- eyskri tungu og færeyskri menn- ingu til heiðurs Jóannesi Pat- urssyni á 80 ára afmælisdegi hans 6. maí.“ Forgöngumennirnir lögðu til, að vöxtunum af fé því, sem lög- þingið veitti í þessu skyni, skyldi varið til styrktar starfi „í þágu færeyskrar tungu, bókmennta, lista, vísinda og annarra menn- ingarmála eftir þeim reglum, sem lögþirig Færeyinga eða nefnd, skipuð af því, sjóðnum til forráða, setti.“ í áskorun þessari var á það minnt, að nú væru 100 ár síðan færeyskt ritmál kom fram í sinni núverandi mynd, og væri vel viðeigandi að min-nast þess nú einnig með því að tryggja framtíð færeyskrar tungu með þessari sjóðstofnun. Um Jóannes Patursson og /t ðíiaOaHqi Maðksmogin fúadugga. Blöð Sjálfstæðisflokksins og sumir frambjóðendur hans láta mikið yfir því, að stjórnarskút- an muni reynast hið öruggasta sjóskip eftir kosningar og færa fylgismönnum sínum ríflegan hlut, en þeir, sem ekki hylla stjórnina nú, muni þá verða báglega staddir og lítils meg- andi. Eru slík svigurmæli sem þessi ekki sem bezt viðeigandi í lýðfrjálsu landi, þó að þegnar einræðisríkja verði að gera sér þau að góðu. Hitt er sVo annað mál, að sumir eru þeirrar skoðunar, að skútu þessari beri ■ fremur að líkja við maðksmogna fúaduggu og óvíst, að sú fleyta verði lengi ofansjávar eftir að kosningum lýkur, nema því að eins, að rækileg „klössun“ verði látin fram fara. Þykir margt benda til þess, að duggan verði fyrir áföllum áður en lýkur. Þar má fyrst nefna það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir neyðst til að bjóða fram þrjá þingmenn, sem verið hafa and- stæðingar stjórnarinnar frá öndverðu, og í Reykjavík voru stjórnarmenn í flokknum kúg- aðir til að bjóða fram einn stjórnarandstæðing í viðbót, sem telja má sennilegt, að verði uppbótarmaður, ef hann verður ekki'brögðum beittur. Sumir ný- ir frambjóðendur flokksins reyna nú að reyta sér fylgi með þeim rökum, að þeir séu stjórn- arandstæðingar og vafalaust verði breytt um stjórnarstefnu eftir kosningar. Svo óvinsæl er •stjórnin víða um land. Margt bendir til, að meirihluti frambjóðenda Alþýðuflokksins, sem á þing komast, reynist stjórnarandstæðingar, enda mun flokknum örðugt að semja við Sjálfstæðisforustuna um upp- gjör stríðsgróðans, sem hann tók á stefnuskrá sína í vor á Alþingi. Þá þykir og líklegt, miðað við bæjar- stjórnarkosningarnar í vetur, að kommúnistar tapi a. m. k. einu þingsæti í Reykjavík, og margir telja, að þeir séu nú yfir- leitt hrörnandi flokkur, en þeirra helzta von, að Rússa- timbrið fleyti þeim yfir mestu örðugleikana. Hitt er svo öllum kunnugt, að allur Framsóknarflokkurinn á hinu nýkjörna AlþiTigi verður stjórninni andstæður, og einn til tveir klofningsframbjóðendur, sem stjórnin gerir sér vonir um, munu ekki á þing komast. Eru og miklar líkur til að Framsókn- arflokkurinn verði eftir kosn- ingar fjölmennari en fyrr. Er því engin ástæða fyrir almenning að glúpna fyrir sjónum skútu- karla stjórnarinnar við kosning- ar þær, er í hönd fara. Munu og sumir þeirra þingmanna, er enn styðja stjórnina, digna í fylgi sínu, er straumar breytast. Reikningsmennt Morgun- blaðsins. Mbl. heldur því fram, að flokk- ur sinn muni fá 23 eða 24 menn kjörna á þing ella eigi hann víst að fá uppbótarmenn. Við síð- ustu kosningar fékk flokkurinn 23001 atkvæði af 60576, sem greidd voru, eða tæplega 38%. Mbl. reiknast því, að með 38% atkvæða geti það fengið uppbót- arsæti, unz það hefir 47% þing- manna. Má mikið vera ef höfuð Jóns Pálmasonar hefir ekki komið til hjálpar við þessa töl- vlsi. Það væri óðs manns æði að hjálpa svona reikningsmönn- um til gagns, en hins vegar er rétt að vekja athygli almenn- ings á því, á hvaða menntunar- stigi þeir eru staddir. Tilboð til Morgunblaðsins. Mbl. segist halda að það styrki sitt mál, að menn lesi Tímann. Hérmeð er því gefinn kostur á að verja nokkru af því fé, sem flokkur þess notar til kosninga- þarfa, til þess að fá Tímann til uppbótarlesturs fyrir kjósendur sína. Er mjög líklegt að nú þurfi að gera sérstakar varúðarráð- stafanir til þess að tryggja suma liðsmennina í sæti og því ástæðulaúst fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að kasta frá sér þessu tækifæri. Einn sérfræðingurinn lofar annan. Verkfræðinemi nokkur, sem (Framhald á 3. síðu). starf hans var svo að orði kcm- izt: „Fáir hafa helgað hinum þjóð- legu og menningarlegu hreyf- ingum, sem hefjast fyrir alvöru í færeysku þjóðlífi fyrir um það bil einni öld, lífsstarf sitt á slík- an hátt sem Jóannes Patursson. Færeyskri tungu hefir hann ver- ið hinn hollasti vinur. Hann hefir meðal annars gefið út þjóðkvæðasöfn, ljóðabækur og þætti úr sögu þjóðarinnar, og hann hefir verið í hópi þeirra, sem bezt hafa unnið að því að halda færeyskum dansi og dans- kvæðum lifandi í Færeyjum. Nú á elliárunum' vinnur hann að þvi að ljúka sögu Kirkjubæjar — riti, sem eflaust mun hafa mikla menningarlega þýðingu. Það er því skoðun okkar, að sjóðinn eigi að stofna til heiðurs Jóannesi Paturssyni og skuli þess getið í reglugerð sjóðsins." Málið var þegar tekið til með- ferðar á þinginu og kosin nefnd til þess að fjalla um það. Skip- uðu hana þingmennirnir A. Sör- ensen, R. Rasmussen og Thor- stein Petersen, J. E. Jacobsen P. Dam, A. Samuelsen og H. Iversen. Tveir hinir síðast t^ldu eru úr Sambandsflokknum — þeir vildu ekki sinna þessu máli. Hefir þar vafalaust komið til það tvennt, að þeim er litið ,á- hugamál að hlynna að færeyskri tungu og menningu, og svo hitt, að þeir hafa sízt af öllu viljað tengja það við afmælisdag Jó- annesar Paturssonar, enda þótt hann væri þá i þann veginn að láta af beinni þátttöku i fær- eyskum stjórnmálum. Hinir nefndarmennirnir fimm urðu á eitt sáttir um það að leggja til: 1. Lögþing Færeyinga sam- þykkir að stofna 6. maí Menn- ingarsjóð lögþings Færeyinga. 2. Þingið samþykkir að veita 200 þúsund krónur úr viðlaga- sjóði til þessarar sjóðstofnunar. Ennfremur ákveður þingið aö til sjóðsins skuli veittar 10 þús. krónur úr amtssjóði árið 1946. 3. Forsetum þingsins sé falið að gera uppkast að reglugerð fyrir sjóðinn, enda verði hún lögð fyrir þingið til endanlegr- ^r samþykktar. • Þessar tillögur meirihluta liefndarinnar voru síðan sam- þykktar af lögþinginu hinn 6. maí. Með þessari samþykkt hafa Færeyingar stigið merkilegt spor til eflingar færeyskri menningu og fséreyskri tungu — spor, sem vonandi reynist þeim farsælt á kom^ndi árum. Efnaleg af- koma og þjóðleg menning verða jafna að haldast í hendur. ef vel á að fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.