Tíminn - 06.06.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1946, Blaðsíða 3
99. blað TlMIM, flmmtndaginn 6. júni 1919 3 HVER, SEM EITTHVAÐ FERÐ- AST um sveitlr landsins um þessar mundir, talar viS íólk og horfir kring- um sig opnum augum, hlýtur að verða þess var, hversu mikill fram- farahugur er þar ríkjandi. Þrátt fyrir mannfæð og þær þungu byrðar, sem dýrtíðin leggur fólki á herðar, er nú víða unnið-af meira kappi að jarð- rækt > enn nokkurn tíma áður. Stór- ar dökkar spildur nýbrotins lands blasa við augum vegfarandans. Þýfðu blettirnir í túnunum hafa verið lagð- ir undir plóginn, og óræktarmóar tættir niður til landnáms handa kjarngóðum lífgrösum. OG BÆNDURNIR VITA, að það þarf fleira að gera en plægja og sá. Það þarf einnig fljótvirk tæki til þess að uppskera það, er sáð hefir verið til. Þeir eru einnig vakandi í því efni. Þrátt fyrir takmörkuð fjárráð íslenzkra bænda, myndi nú vera keypt margfalt meira af hvers konar búnaðarvélum og vinnutækjum en áður hefir verið gert á mörgum árum, ef eftirspurninni væri fullnægt. Bændurnir ætla sýnilega að klífa þrítugan hamarinn til þess að verða aðnjótandi þeirrar tækni, sem nútím- inn á yfir að ráða. En það eru þrösk- uldar í vegi þess, að bændurnir geti fullnægt óskum sínum í þessu efni. Vélarnar og tækin, sem þeir bíða eftir fást ekki bæði sökum þess, að enn er framleiðsla og viðskipti í heimin- um ekki komin á eðlilegan gröndvöll og eins vegna hins, að ríkisstjórn sú, sem nú situr að völdum á íslandi, virðist trúa því, að það endist sér bezt til langlífis að reka sérstakan fjandskap við aðra helztu framleiðslu- stétt þjóðfélagsins og ætla henni ann- an og lægri rétt en annað fólk. Vegna þessarar afstöðu valdhafanna hefir bændastéttin notið miklu minni og lélegri fyrirgreiðslu en rétt og skylt hefði verið við útvegun nauðsyn- legra vinnuvéla. Það er einn þátt- urinn í hefndarpólitíkinni, sem rekin er gegn þeim, sem úti á landi búa. SAMT SEM ÁÐUR hafa bændur fengið dálítið af tækjum, sem þegar í sumar munu létta þeim störf þeirra og lífsbaráttu. Þar hafa þeir bæði notið samtaka sinna og framtaks einstakra manna, og svo almennrar fordæmingar, er framkoma stjórn- arliðsins í garð bændanna hefir sætt, jafnvel meðal þeirra, er hingað til hafa fylgt að málum þeim flokkum þremur, sem nú stritast við að sitja í stjórnarstólunum. En sú fordæm- ing verður að taka á sig enn skarp- ari mynd en orðið er — hún verður að koma fram á því máii, sem stjórn- arliðiö skilur bezt og • tekur helzt tillit til. Og nú er líka tækifæri. Það er mál atkvæðaseðlanna, sem það skilur og óttast. Nú eru kosningar framundan og öllum frjálst að segja sína skoðun við herrana á áhrifa- ríkan hátt. BÆNDUR MUNU EINHUGA um að keppa að því takmarki og ná því nú á næstu árum, að alls heyfengs verði aflað á ræktuðu landi með sæmi- lega afkastamiklum vinnutækjum. Þjóðfélagið verður að leggja fram eðlilegan stuðning við frumræktun landsins, því að það er fj-áleitt, að slíku sé að öllu leyti velt yfir á bak einnar kynslóðar í sveitum landsins. Það er þjóðnytjastarf, sem margar kynslóðir munu njóta. Síðan kemur og tll kasta þjóðfélagsins að greiða fyrir útvegun æskilegra vinnutækja, er einsýnt virðist _frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að gangi fyrir innflutn- ingi brennivíns, ósmekklegs gler- skrauts og gamalla greifastóla úr út- lendum höllum, sem hafa lifað sitt fegursta — og ekki má heldur vænta það byggingarefni, er þarf til þess að byggja mannsæmandi húsakynni í sveitum landsins. Skilyrði þess, að ræktunin og nýju vinnutækin komi að fullum notum eru svo aftur vlð- hlítandi samgöngur, nægt rafmagn, sem selt er því verði, er menn fá risið undir, og jafnrétti fólks í dreif- býlinu við aðra þegna þjóðfélagsins um laun fyrir vinnu sína og stjórn mála sinna. AÐ LOKUM VIL ÉG SVO koma hér á framfæri tilmælum frá bónda einum, sem skrifaði mér nýlega, til stéttarbræðra hans. Hann bað mig inna orðum að því, að bændur ættu eftir fremstu getu að gera híbýli sín sem þokkalegust og smekklegust út- list. Hann telur talsverðan misbrest á því, að menn hirði um að mála hús sín, þótt þau séu annars falleg hús, er gætu sómt sér vel, komi upp blóma- og trjágörðum og þrífi sem bezt til kringum híbýli sín. Undir þessi ummæli get ég tekið. Þetta er mikið menningarmál — ef til vill miklu stórvægilegra mál en sumir gera sér ljóst í fljótu bragði. Og vorið er rétti tíminn til þess að hugsa um slíkt. Auðvitað vitum við báðir, ég og þessi bóndi, sem skrifaði mér, að fólksekla bannar bændum lands ins að gera svo margt, sem þeir þrá að gera. Sveitafólkið vinnur lengri vinnudag en nokkur önnur stétt, nema þá sjómenn og fólk við fisk- iðnað í aflahrotum á vertíðt eða síldveiðum. En sé sannur og einlæg' ur áhugi til staðar, hefir löngum tekizt að inna stórvirki af höndum — flytja fjöll næstum því, svo að táknmál prestanna sé notað. Því er þessi brýning bóndans eijki að ó- fyrirsynju, þrátt fyrir alla hina margháttuðu önn i sveitum landsins Grímur í Görðunum. A víðavang l (Framhald af 2. síðu) taldi sig hæfan til að semja vísindalega orðabók yfir íslenzkt mál, hefir nýlega vitnað í Þjóð- viljanum um endurprentun á ritgerðum eftir Halldór frá Lax- nesi. Þar segir meðal annars: „Merkustu ádeilugreinarnar er flokkurinn um landbúnaðarmál, og ber hann vinnubrögðum höf- undarins glæsílegan vitnisburð. Þar fer saman fullgild þekking kunnasta listamannsins og kapp bardagamannsins." — Orðabókarmaður þessi, sem á þó til skynugra manna að telja, virðist því miður með einhverj- um hætti hafa glatað dómgreind sinni. Satt er það að vísu, að Halldór er stílfær maður og kappsfullur, þegar hann vill við hafa, en að hann hafi „full- gilda þekkingu“ á landbúnaði hefir enginn, sem vit hefir á, látið sér detta í hug, svo að kunnugt sé, hvorki bændur eða vísindalega búfróðir. Hinir gætnari menn i Sósíalista- flokknum (því að þeir eru til) hafa meira að segja verið í öng- um sínum út af fíflskap Hall- dórs í landbúnaðarmálum, og þeir, sem hafa mætur á honum sem skáldsagnahöfundi, harma, að hann skyldi láta slíka vit- leysu frá sér fara. Hins vegar munu ýmsir reykviskir kunn- ingjar hans hafa hælt honum fyrir það eins og annað, en Hall- dóri þótt lofið gott og látið æsa sig upp í ósómanum. Mætti hann nú segja sem fleiri: „Guð varð veití mig fyrir vinum mínum.“ Þokum okkur saman. (Framhald af 2. síðu) er skipt á þessu landi. Þeir, sem erfiðustu og nauðsynlegustu störfin inna af hendi, hafa allir laun neðan við meðallag. Þó þeir leggi til kraftinn handa þjóð- félagsvélinni, þá er starf þeirra minnai virt en fínu hjólanna, sem ekki eiga að ganga nema rúmar fimm stundir á dag, ganga þó oft skémur og hafa fjöldamarga frídaga á hverju ári. Mikið er um það rætt, hvílikt óheillafyrirbæri flóttinn frá framleiðslunni er, og hvað valda muni. Hérna liggur hundurinn grafinn. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verðað lesa TÍMANN. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Hún þegir — tárin streyma fram i augu hennar. Hann ypptir öxlum gremjulega. „Þið eruð allar svo hátíðlegar, þessar stúlkur norðan að .... Alltaf svo þungar og tregar — og þykist vera í senn sakleysingjar og ástnfeyjar." „Þykir þér þá ekki vænt um mig, Gaston?“ spyr hún ótta- slegin. „Jú, vissulega. Þú ert eins hrífandi og nokkur stúlka getur verið. Ég er viti mínu fjær af ást,“ segir hann. „Ég — ég hélt .... “ segir hún stamandi, en þagnar svo. Tárin streyma niður kinnar hennar. Hann horfir út yfir sjóinn. Reiðin sýður niðri í honum. „Jæja svo þú hélzt það,“ segir hann, þegar hún þagnar í miðju kafi. Háðshreimurinn leynir sér ekki í rödd hans. „Sennilega hefði ég íyrst snúið mér til móður þinnar, ef ég hefði haft hjónaband í huga, eins og þú ert að gefa í skyn. En þú lofaðir mér að kyssa þig skilmálalaust. Og hver sem segir a, verður að jafnaði líka ^ð segja b.“ „Svo það er þá ég, sem hefi hagað mér öðruvísi en vera bar?“ segir hún og hvessir á hann augun. Hann ypptir öxlum. „Ég ætlast að minnsta kosti til annarrar framkomu af stúlku, sem ég hugsaði til eiginorðs við.“ „Þú ert með öðrum orðum of dyggðugur til þess að eiga stúlku, sem lætur kyssa sig skilmálalaust eins og ég hefi gert?“ Hann svarar ekki. „Mér þykir leitt, ef ég hefi valdið þér vonbrigðum, Gaston. En þú verður að leita annars staðar fyrir þér, ef þig vantar ástmey.“ „Sem ég skal ekki heldur láta dragast úr hömlu,“ svarar hann, réttir henni kurteislega höndina og hjálpar henni upp á bryggj- una. „Ég vil fara burt héðan, mamma. Ég hefi orðið viðbjóð á öllu þessu líferni hér.“ „Hefir ykkur Gaston orðið sundurorða?“ „Það er ekki orð á því gerandi. En hann hélt, að ég vildi vera frilla hans. Við áttum að leika Renée og Karel ....“ „Hvernig geturðu fengið þig til þess að segja annað eins og þetta?“ „Þú verður að afsaka það, mamma — en ég get ekki lengur tekið þátt í þessum leik. Ég er orðin þreytt á þessari eilífu leit að manni handa mér.“ „Hvaða f-jarstæða er þetta, senj þú segir?“ „Taktu því eins og þér lízt. Gaston er sjálfsagt einn af þessum draumahetjum þínum .... Henk var það líka .... En það er satt, sem pabbi sagði einu sinni við mig: Það á ekki að stofna hjónaband eins og verið sé að gera verzlunarsamninga." Móðir hennar þegir. Það er komið fram á varir hennar, að gifting hennar hafi, þó verið verzlunarsamningur — nánast kaup- samningar. En hún þorir samt ekki að segja það. Maríanna situr í einu horni járnbrautarklefans. Það er tekið að rökkva. Þjónninn í matvagninum hringir klukku sinni frammi ? ganginum .... „Le premier diner sera servi dans quelques minute s.“ Hún situr kyrr .... Hana langar mest til þess að flýja á náðir einhvers, sem hún treysti, og gráta í örmum hans .... En hún getur það ekki. Hún getur ekkert annað en setið auðum höndum, þar sem hún er komin. Hin mikla hamingja, sem hún hélt sig vera að höndla, snerist í sorg og gremju áður en hún vissi af. En þrátt fyrir allt finnur hún, að nú myndi hún af fúsum vilja hverfa í faðm. Gastons, ef hann væri kominn hér, og gleyma öllu, sem hann hefir sagt og gert — öllum vonbrigð- unum, sem hann hefir valdið henni. Því að hún elskar hann, þrátt fyrir allt. Fótatak þjónsins fjarlægist .... Axlir Maríönnu nötra af ekka........ * Wijdeveld er að lesa bréf frá Hettýju. Henni gengur vel nám sitt, en viðskiptavinirnir eru margir erfiðir. Kona hertogans af Budford er í þeirra hópi. Faðir hennar var fátækur veitinga- maður. En hún var lagleg á yngri árum og náði ástum hertogans. Hún hefir verið kona hans í fjörutíu ár, og nú er hún orðin skorpin og ljót. En hún krefst þess mjög stranglega, ,að fólk segi „yðar hátign“ í hverri setningu, og verði einhverjum á að segja þér, kaupir hún ekki neitt. En Hettý er ánægð, þótt hún kunni þessum siðum illa. Og hana langar ákaflega mikið til þess, að faðir hennar skreppi til Lundúna innan skamms. Wijdeveld er að lesa bréfið í annað sinn, þegar Maríanna kemur inn til hans. Hún staönæmist hjá honum, þegir um stund — segir síðan „Ég vil ekki lengur vera aðgerðalaus. Mig langar til þess að taka mér eitthvað fyrir hendur. Ég hefi ekki snert á neinu verki í mörg ár. En nú langar mig til þess að breyta til. Hvað á ég að gera?“ Faðir hennar virðir hana fyrir sér um stund. „Hefir eitthvað hent þig?“ segir hann loks. Hann vill skilja hana, vita ástæðuna til hinnar skyndilegu breytingar, sem virðist orðin á henni. Hún ypptir öxlum — hreyfingarnar minna hann óþægilega á Karel .... „Ég hefi bara séð, hvað þetta er allt heimskulegt," svarar hún „Ég skal hugleiða þetta. Þú ert alveg óvön að vinna, og ég imynda mér, að þér myndi veitast erfitt að fella þig við fasta og reglubundna vinnu.“ „Því býst ég líka við. En ég þakka þér fyrir pabbi.“ BUICK 1946 Einkaumboð: Samband ísl. samvinnuf élaga Auglýsing um skoðun liifrelöa og bifhjjóla í Gull- brlngu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarð- N arkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: í Keflavík: Þriðjudaginn 11., miðvikudaginn 12., fimmtudaginn 13., föstudaginn 14. og þriðjudaginn 18. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis. Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna-, Grindavíkur-, Miðnes- og Gerða- hreppum, koma til skoðunar að húsi Einars G. Sigurðs- sonar, skipstjóra, Tjarnargötu 3, Keflavík. I Ifafnarfirði: Miðvikudaginn 19., fimmtudaginn 20., föstudaginn 21., mánudaginn 24., þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis. Fer skoðun fram við vörubílastöð Hafnarfjarðar, og skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði og ennfremur úr Vatnsleysustrandar-, Garða-, Bessastaða- og Seltjarnarneshreppum. Á fSróarlandi: Fimmtudaginn 27. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis. Skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar úr Mos- fells-, Kjalarness- og Kjósarhreppum. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiða leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild öku- skírteini, verða þeir látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (umráða- maður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bif- reið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma á skoðunarstað og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, sem féll gjalddaga þann 1. apríl s. 1. (skattárið 1. apríl 1945 til 31. marz 1946), skoð- unargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns, verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Séu,gjöld þessi ekki greidd við skoðun eða áður, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. . Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að end- urnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum að gera það taf- arlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Bæjarfógetinn í Hafnarfírði, sýslumaðurinn í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, 1. júní 1946. Guöm. I. Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.