Tíminn - 07.06.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1946, Blaðsíða 3
100. blað TtmiVTV, föstMdaginn 7. júní 1946 3 Heitið á Morgunblaðið í Morgunblaðinu í gær er framleiðslu þeirra, aðdrætti, op- grein, sem heitir „Kostaboð Framsóknar". Ég get ekki skilið þá, grein öðru vísi en svo, að blaðið vilji telja smábændum trú um það, að þeir græði á verðbólgu þeirri, sem nú er, og hlytu að tapa á niðurfærslu hennar. Hér er um mikið mál að ræða, sem að sjálfsögðu verður þraut- rætt frá öllum hliðum betur en orðið er. En til þess, að auðvelda og greiða fyrir frekari athugun málsins heiti ég á Morgunblaðið að svara þessum spurningum ákveðið og refjalaust: 1. Mun ekki verðbólgan hafa áhrif á afkomu bænda gegnum fleira en afurðaverð og kaup- gjald, t. d. kostnað við að selja inber gjöld o. fl.? 2. Eru líkur til að núverandi verðlag haldist framvegis? 3. Hvaða ráðstafanir hugsar Mbl. sér að gera til þess að tryggja sparifé manna og kaup- mátt þess, ef verðlag er ekki fært niður? 4. Álítur Mbl., að bændur fái nú svo hátt afurðaverð, að það sé í samræmi við verðbólguna að öðru leyti? Ég geri ráð fyrir því, að bænd- ur vilji almennt hafa þessi sjón- armið til hliðsjónar, þegar þeir greiða atkvæði 30. júní og Mbl. sé því ljúft að svara strax á morgun. Annað verður því virt til undanbragða og afsláttar. Halldór Kristjánsson. Fyrirlestrar um dulræn fræði Árin 1931—’38 kom á hverju sumri Englendingur að nafni Edvin Bolt hingað til lands. — Hann kom á vegum Guðspeki- félagsins til að flytja fyrir- lestra um dulræn efni. Þeir, sem á hann vildu hlusta, söfnuðust þá saman og dvöldu, ásamt honum, í einhverju sum- argistihúsi í sveit í eina viku. Þar flutti herra Bolt tvo fyrir- lestra á dag, annan á morgn- ana, en hinn á kvöldin, þess á milli skemmtu menn sér eftir föngum, eins og gengur í sum- arleyfum upp í sveit. — Þetta var nefnt „cumarskólinn". Þannig lagaður „sumarskóli", með sama kennara, var þá einnig haldínn í hinum Norð- urlöndunum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á stríðsárunum lagðist þessi starfsemi niður. Þau árin var herra Bolt starfs- maður enska ríkisins, ferðaðist milli ensku hermannadeildanna og flutti fyrirlestra, oft marga á dag. Nú er von um að fá herra Bolt hingað í sumar. Ráðgert er, að hann komi fyrstu daga n. m. — Og svo að þeir, sem á hann vilja hlusta, fái enn eitt tækifæri til að vera í „sumar- skóla“ hjá honum, hefir verið samið við skólastjóra, Guðmund Gíslason, Reykjum í Hrútafirði, um vikudvöl þar fyrir hóp manna. — Dagana frá 14.—11 júlí verður dvalið þar. Allir eru velkomnir, sem kynna vilja sér hin dulrænu fræði.. Herra Bolt mun flytja tvo fyrirlestra á dag eins og áður. Mun hann ræða um dulræna lífeðlisfræði, ó- sýnilega hjálpendur o. fl. Er indin verða þýdd á íslenzku. Eftir miðjan júlí mun herra Bolt flytja nokkra fyrirlestra hér í bænum, svo þeir, sem ekki geta komizt norður að Reykjum, fái tækifæri til að hlusta á hann. Nánari upplýsingar um „sum- arskólann“ veitir nefnd sú, er kosin var á aðalfundi íslands deildar Guðspekifélagsins til að annast framkvæmdir í þessu máli, en hana skipa: Axel Kaab- er, sími 3389, Guðrún Indriðad., sími 4600, Ólína Þorsteinsdóttir, sími 5689 og Zóphónías Péturs- son, sími 1724. Þeir, sem vilja taka þátt ferðinni norður eða hlusta á fyrirlestra hér, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það ein hverjum nefndarmanna sem fyrst — og eigi síðar en 15. þ. m. St. B. Reynslan sannar þó hins veg- ar, að almenningur er yfirleitt svo skynsamur að spara sér út- gjöld með því að skipta við sam- vinnufélögin. Skýrslur norsku samvinnufélaganna um mörg herrans ár sýna það ljóslega, að samvinnumenn hafa þannig sparað margar tugi milljóna króna. Kaupmenn og heildsal- ar ættu því sízt að undrast yfir útbreiðslu samvinnustefnunnar. Hún hefir sínar heilbrigðu og djúpstæðu orsakir. Það er víst rétt að taka það fram, að norskir samvinnumenn hafa enga löngun til að angra kaupmannastéttina. En hitt verður henni að skiljast, að það er alger miskilningur, að hún hafi nokkru sinni, eða muni nokkurn tíma öðlast ævarandi einkarétt til að kaupa vörur og selja til neytendanna. Einnig er það misskilningur að segja með miklum fjálgleik,, að stefna, sem óumdeilanlega hef- ir mjög mörgum umbótum komið til leiðar í landinu, sé réttlaus og skuli útstrikast. Frjáls verzl- un er, sem kunnugt er, ekki eldri en hundrað ára um þessar mundir í Noregi og í kjölfar hennar kom samvinnuhreyfing- in. Og hver sú stefna, sem þann- ig hefir unnið og starfað í þágu almennings, til hagsbóta fyrir hann, svo að ekki sé meira sagt, á að minnsta kosti heimtingu á, að rætt sé um gildi hennar af fullri sanngirni og dómar séu ekki uppkveðnir af þröngsýni og rakalaust. Heildsalar og milli- liðir gætu gjarna gengið um dyrnar dálítið hljóðlegar og hæg ar. Og hinir „nýtízku“ viðskipta- sérfræðingar þeirra gætu gjarna verið lítið eitt raunhæfari og sannari í orðum sínum og dóm- um. En fólkið hefir, sem betur fer, heilbrigða dómgreind og hefir einnig hlotið margs kon ar reynslu í friði og stríði. Er sú hin síðari vissulega ekki lít- ilvægari. Þess vegna fylkir það sér líka um samvinnustefnuna, einhuga og samtaka, og dyrn- ar standa því opnar. Þannig farast hinu norska samvinnublaði orð. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Hann horfir á eftir dóttur sinni og spyr sjálfan sig, hvað hafi gerzt. Hann ætlar að síma til Lúsíu, þegar hann kemur til Rotterdam .... Maríanna reikar fram og aftur um húsið og garðinn. Hún getur ekkert tekið sér fyrir hendur. Hún leggur leið sína jafnvel út í básinn til asnans og klappar honum og klórar. Og hún kallar á Sóma, sem að vísu dinglar rófunni, en heldur sig samt í hæfilegri fjarlægð. Hún veit ekki, hvað hún á til bragðs að taka. Auðvitað gæti hún hringt til gömlu kunningjanna, því að þeir tækju henni tveim höndum. Teboð, spilamennska, búðargöngur, samkvæmi, dans- leikir .... nóg af slíku. En hún getur ekki fengið sig til þess — og hún vill það ekki heldur. Hún er búin að fá sig fullsadda af þessu þróttlausa lífi — öllu þessu slaðri um trúlofanir, grammó- fónplötur, kjóla, bifreiðategundir og hljómsveitir — allri þessari takmarkalausu yfirborðsmennsku. En ef hún hafnar 'þessu — hvað getur hún gert í staðinn? Það er byrjað að rigna .... Maríanna sækir regnkápuna sína og heldur af stað út í rigninguna — gengur eins hratt og hún getur. Regnið lemur andlitið á henni. En hún heldur eigi að síður beint af augum. Hún ætlar að ganga sig þreytta í dynjandi rign- ingunni .... „Komdu sæl, Maríanna. Ert þú ein á ferli í þessu óveðri?“ er allt í einu sagt rétt hjá henni. „Ne-ei — Hans van Aalsten .... Það eru orðin ein fjögur ár s.íðan við sáumst síðast.“ „Við höfum varla sézt síðan við vorum saman I skóla. En þá urðum við líka oft samferða með lestinni." „Og nú ert þú orðinn enskukennari?“ „Já — ég er orðinn kennari við lýðmenntaskólann í Gouda. En nú er ég í páskaleyfi . :.. Við skulum annars forða okkur í skjól — þó að þú virðist ekki kippa þér upp við úrkomuna.“ , „Ég gat ekki haldizt við heima — af því fór ég út í þetta veður.“ „Satt að segja fór ég líka út í hálfgerðum leiðindum. Eigum við ekki annars að skjótast þarna inn í veitingahúsið og fá okkur tesopa?" „Nei, þakka þér fyrir. En ef þú vllt koma með mér, þó að rigni, þá er ég þér þakklát?* Það er stytt upp, þegar þau snúa heim á leið. „Ertu íþróttamaður, Hans?“ spyr hún. „Við róum oft og siglum á vötnunum við Rewijk.“ „Já, einmitt .... Ertu hættur að leika tennis?" „Ekki alveg. En mér hefir samt farið aftur. Áður fyrr vorum við Sjoerd saman í tennis — þú manst auðvitað eftir honum? Nú er hann kominn til Batavíu ....“ „Heyrðu, Hans — komdu til mín í dag, ef þú nennir. Við skulum reyna, hvort okkar er seigara í tennis.“ „Já, þakka þér fyrir.“ Svo kveðjast þau. Á heimleiðinni verður henni hugsað til lið- inna ára .... ÁTTUNDI KAFLI. Hættir mannanna eru öðru vísi austur i Bataviu lieldur en heima í Hollandi. Sjoerd á erfitt með að fella sig við þá. Hið ytra form er hér i hávegum haft. Hann verður sífellt að gæta þess að sýna yfirmönnunum og mönnunum, sem fá hærra kaup en þorrinn, sérstaka virðingu. Hann kann þessu illa. Honum finnst þetta heimskulegt, stundum beinlínis ranglátt. í skrifstofunum ríkir þessi andi einnig í almætti sínu .... For- stjórinn segir .... með öðrum orðum skipun. Og ef Sjoerd segir að hann hafi þegar gert það, sem nú er verið að leggja fyrir hann, þá hljóðar svarið eitthvað á þessa leið: „Kemur ekki mál- inu við — gerið það þá aftur. Við þolum enga framhleypni hér Hér skal allt vera eins og forstjórinn segir.“ Og svo er hurð skellt að stöfum, og Sjoerd er einn eftir í hvít málaðri skrifstofu sinni. Það er sterkjuhiti — svitinn rennur niður enni, kinnar og háls .... Jæja — bezt að skrifa í herrans nafni annað bréf um hið sama og í gær .... Morguninn eftir hringir síminn. „Inn til forstjórans.“ Og hann er ekki fyrr kominn inn fyrir dyr forstjórans en hann fær þaö framan í sig: „Hvernig 1 ósköpunum stendur á því, að yður dettur í hug að skrifa dag eftir dag bréf um hið sama? Hvaða gagn Frá Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurbæjar Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurbæjar hefir ákveðið að þeir, sem kynnu að óska eftir að hafa veitingar við útir hátíðahöldin í Hljómskálagarðinum að kvöldi hins 17. júní n. k„ verði að sækja um leyfi þar að lútandi til nefnd- arinnar og fá samþykki hennar um fyrirkomulag og stað veitinganna. — Öðrum en þeim, sem hafa slíkt leyfi nefnd- arinnar, verður ekki leyft að hafa veitingar við hátíða- höldin. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verðað' lesa TÍMANN. Þið, sem í strjálbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Móðir mín, Valgerður Bárðardóttir, Vík í Mýrdal, sem andaðist föstudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá heimili sínu laugardaginn 8. júní, kl. 1 e. h. Fyrir mína hönd, ættingja og vina. GUÐLAUGUR JÓNSSON, Vík í Výrdal. Byggingaráöstefnan 1946 verður sett í Sjómannaskólanum laugardaginn 8. þ. m. kl. 2 e. h. Fulltrúar vitji aðgöngumiða sinna og dagskrár ráðstefnunnar á skrifstofu Landssambands iðnað- armanna í Kirkjuhvoli á morgun kl. 9—12 f. h. L. C. Smith & Corona Typewriters, Inc. geta nú aftur af- greitt hinar vel þekktu L. C. SMITH UITVÉLAR. Einkaumboð: Sambaud ísl. samvmnnfélaga. Formaður Þjóðhátíðaniefndar Reykjavíknrbæjar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Bygginga- meistarar Tekið verður á móti moldarfyllingu á öskuhaugana við Grandaveg. Menn verða á staðnum að taka á móti henni. « Fyrir fyllingu, er þeir telja hæfa, verður greitt 5,00 kr. fyrir hvern bíl, miðað við 5 tunnu hlass. Tipp- menn fylgjast með því, hvað hver bíll kemur með og tilkynna skrifstofu minni. — Greiðsla fer fram vikulega. Bæjraverkfræðingur. Áfengisverzlun ríkisins. Vegna sumarleyfa verður aðalskrifstofa Áfengisverzlunar ríkis- ins Skólavörðustíg 12, ásamt iðnaðar og lyfja- deild, lokað frá mánudegi 8. júlí til mánudags 22. júli næstkomandi. Sérstaklega er vakin athygli á lokun iðnaðar- og lyfjadeildar hina tilgreindu daga, 8.—22. júlí. AÐALFUNDUR Kaupfélags Hafnfirðinga verður haldinn sunnudaginn 16. júní kl. 2,30 e. h. í Bæjar- bíó. Dagskrá: 1. Samkvæmt félagslögum. 2. Önnur mál. 3. Erindi um samvinnumál, 4. Kvikmynd. Sjjóraln.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.