Tíminn - 14.06.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1946, Blaðsíða 1
 RITSTJÓRl: ÞÓRA UNN ÞÓRARINSSí >N \ ÚTQEFAMDI: PRAMSÓJINARPLOICKTTR tnn Símai' 23S3 og 437) PRENTSMIÐJ AN EDDA h.í 30. árg. RITST JÓRASKRIPETOFUR: EDDUHÚSI. Ur.dareötTi 9 A Símar 2353 og 4378 APGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRrPSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu B A Slml 2323 Reykjavík, föstudaginu 14. júní 1946 104. Mað Fjölbreytt hátíðahöld! Framsóknarmenn í Reykjavík 17. juní > Reykjavík! ÞjóShátíðanefnd Reykjavík- urbæjar hefir skýrt blaðamönn- um frá fyrirhuguðum hátíða- höldum hér í bænum- 17. júní. Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin 10—10 daglega. Sími: 6599. Framsóknarmenn í Reykjavík, Herferð íhaldsins gegn Hermanni Jónassyni: Hátíðahöldin eru með svipuðu komið í kosningaskrifstofuna og sniði og í fyrra. Þau hefjast með takið virkan þátt í kosningabar- skrúðgöngu frá Háskóla íslands áttunni undir kjörorðinu: Pálmi kl. 1.15. Guðsþjónusta verður Hannesson skal á þing. haldin í Dómkirkjunni kl. 1.30 j og predikar þar biskupinn yfir J---------------------:--------- íslandi, herra Sigurgeir Sigurðs- j son. Guðsþjónustunni lýkur kl. j 2 og leggur þá forseti íslands, Sveinn Björnsson, blómsveig að fótum líkneskis Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli. Að lokinni þeirri athöfn mun L,úðrasveit Reykjavíkur leika þjóðsönginn. Því næst mun forsætisráðherra flytja ræðu af svölum Alþingis- hússins. En að ræðu hans lokinni munu íþróttamenn ganga skrúð- göngu frá Austurvelli til íþrótta- vallarins, og fer þar fram keppni í írjálsum íþróttum. Verður 17. júní-mót Í.S.Í. sett þar kl. 3.15. Um kvöldið hefjast hátíða- höldin aftur kl. 8.15 og verða þá í hljómskálagarðinum. Þar verð- ur fjölbreytt skemmtiskrá, ræðuhöld, upplestur og söngur. Að lokum verður dansað á sól- eyjargötunni til kl. 2 um nótt- ina. Afturhaldið ofsækir þá mest, sem eru astir forustumenn umbótanna traust- SUMARTIZKAN I PARIS Framsóknarmenn nm land allt! Framsóknarmenn, sem farið að heiman fyrir kjördag, 30. júní, munið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hrepp- stjóra eða sýslumanni. Framsóknarmenn, sem eruð fjarverandi og verðið það fram yfir kjördag, 30. júní, munið að kjósa strax hjá næsta hrepp- stjóra, sýslumanni eða' skip- stjóra ykkar, svo að atkvæðið komist heim sem allra fyrst. Framsóknarmenn! Takið allir j virkan þátt f kosningabarátt- j unni. Látið ekki dragast að gera aðvart um fjarstadda kjós- endur, sérstaklega þá, er dvelja erlendis. Munið að ekkert at- kvæði má glatast. Lcitið allra upplýsinga og að- stoðar hjá kosningáfulltrúum flokksins, kosningamiðstöðvum kjördæmanna og KOSNINGASKRIFSTOFUNNI í REYKJAVÍK, Edduhúsinu, Lindargötu 9 A Sími: 6066. Þessar myndir eru af tízkuklæönaSi kvenna í París nú í sumar. En París er nú aftur oröin tízkumiðstöð heims- ins. Myndirnar cru af þremur tegundum af léttum sumarklæðnaði. Það má nota sömu blússuna við síðbuxur, stuttbuxur og pils. Slíkt kemur sér vel, þar sem vefnaðarvörur eru nú af skornum skammti víða um heim. Stjórnarflokkarnir óttast kosn- ingu Pálma Hannessonar Kosning Irnns er líka tryggffl, ef stuðnings- mesin lians vinna ötullega í kosninga- baráttunni Gömlu bæjarflokkarnir þrír eru vel samtaka um lævíslegan áróður, sem rekinn er leynt og ljóst gegn Framsóknarmönnum í Reykjavík. Þeir og þeirra útsendarar nauða á því sýknt og heii- agt við alla þá, sem líklegir eru til stuðnings við Pálma Ilannes- son, í þessum kosningum, að það sé að fleygja atkvæði sínu að kjósa lista Framsóknarmanna. Hann sé vonlaus með öllu. Hvað fá Reykvíkingar fyrir þær 40 mifjónir sem þeir greiða í útsvör ? Ranglátar liækkanir á lágtekjjumönnum Útsvarsskráin kom fyrir almenningssjónir í gær — bók, sem gjaldendum í Reykjavík mun verða tíðflett næstu daga. Útsvörin eru nú hærri stórum en þau hafa nokkurn tíma áður verið, og mun þó mörgum hafa fundizt nóg um þær byrðar, er á þá hafa veríð lagðar hingað til, ekki sízt ef við það er miðað, hverju bæjaryfirvöldin fá áorkað til hagsbóta og nytsemdar fyrir það fé, sem þeir heimta af bæjarbúum. Útsvörin nema nú alls um 40 milj. króna. í fyrra námu þau 33 miljónum og hafa þau því hækkað um 7 miljónir. Aðeins útsvörin í Reykjavík nema því orðið meira en tvö- földum öllum tekjum ríkisins fyrir stríð, en þar við bæt- ast svo tugir miljóna, sem almenningur greiðir fyrir afnot hitaveitu, rafmagns, gass, vatns, hafnarmannvirkja, lóða og þess háttar, því að þetta stendur allt undir sér sjálft, og gjöldin til séreignastofnana bæjarins meira að segja svo há, að þær skila sumar miklum arði. Útsvarsskráin og þær gífurlegu tölur, sem þar blasa við, hljóta fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um það, hvað það fái fyrir þær miklu fjárhæðir, sem því er gert að greiða, og hvort ekki muni vera eitthvað meira en lítið bogið við stjórn bæjarins og meðferð fjármunanna. Sjálfur útsvarsstiginn, sem álögurnar eru miðaðar við, er að vísu ekki mikið breyttur gjaldendum í óhag, en ofan á öll útsvörin var að niðurjöfnun lokinni bætt 10%, Kemur sú tilhögun harðar niður á lágtekjumönnum og þeim, sem miðlungstekjur hafa, heldur en stórgróðamönnunum. Mætti útsvarsskráin verða mörgum kjósendum í Reykjavík lær- dómsrík og minnisstæð bók að þessu sinni. Framsóknarmenn í Reykja- vík þekkja þennan tón frá fornu fari, meðal annars frá bæjar- stjórnarkosningunum í vetur. Þá var þessu herbragði óspart beitt. Þessir áróðursmeistarar urðu sér þá til skammar. Það lögðu ekki svo margir eyrun við þessum lævíslega són sem þeir ætluðu. Pálmi Hannesson situr nú með sæmd í bæjarstjórn Reykjavíkur og ber þar af öðrum fulltrúum um áhuga og vitur- legar tillögur. Það er því farið að sljóvgast bitið í þessu vopni andstæðinganna. Það mun að- eins verða til þess að brýna á- huga allra þeirra, er styðja vilja kosningu Pálma Hannessonar. Framsóknarmönnum mun við þessar kosningar koma liðveizla úr ýmsum áttum, í Reykjavík ekki síður en annars staðar. Innan stjórnarflokkanna sjálfra er mögnuð óánægja með ríkis- stjórnina og hennar aðgerðir og aðgerðalassi, og margir af göml- um fylgismönnum stjórnar- flokkanna taka nú höndum saman við Framsóknarmenn, hvað sem taumlausum áróðiú allra þeirra kosningasmala líður. Þessir menn sjá, að með mark- vissu starfi má vel takast að koma Pálma Hannessyni á þing, og enda þótt það misheppnað- ist munar um hvert atkvæði, sem B-listinn hlýtur umfram atkvæðatöluna frá bæjarstjórn- arkosningunum, því að það eru kröftug andmæli gegn ríkis- stjórninni og öllu hennar sukki og ráðleysi. Stuðningsmenn B-listans munu þvi greiða stjórnarflokk- unum og óviðurkvæmilegur á- róðri þeirra atkvæði á hinn eina rétta hátt. Þeir munu hasla sér völl og fylkja liði til úrslita- sóknar. Herðið kosningavinnuna öll þið, sem viljið stuðla að fylg- isaukningu B-listans að þessu sinni. Gefið ykkur fram við kosningaskrifstofu B-listans og veitið henni þær upplýsingar all- ar, er að haldi mega koma, og hvetjið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sýnið kunningj- um og samstarfsfólki ykkar fram á, hvað gera beri í þessum kosningum. Með samstilltu átaki allra' næst góður árangur. Til starfa og giftudrjúgra átaka, B-listamenn. Hátíðahöld Mennta- skólanemenda Dagskrá hátíðahalda Mennta- skólans þ. 16. júní n. k. í til- efni af 100 ára afmæli hans hefir nú verið endanlega ákveð- in. Hátíðahöldin hefjast kl. 1,30 með athöfn í hátíðasal skólans. Þar á eftir verður skrúðganga allra stúdenta og annarra gam- alla nemenda skólans suður í kirkjugarð. Lagðir verða blóm- sveigar á leiði þeirra rektora skólans, sem þar hvíla. Skrúð- gangan endar við Menntaskól- ann og veröur þar flutt ræða og kór syng.ur, Kl. 6.30 um kvöldið hefst borð- ha,ld í stærstu samkomuhús- um bæjarins. í hverju húsi verða ræðuhöld, en stúdentakórinn og aðrir söngkraftar munu ganga milli staðanna. Ætlast er til að borðhaldinu ljúki kl. kl. 9.30 og munu síð- (Framhald á 4. síðu). ^Ofsókn þcss gegn lícrmaiini Jónassyni sýiiir, að hann er sá stjórnmálamaður sem alþýðan getur treyst bezt Síðan Hermann Jónasson lagði af stað til fundarhalda í kjör- öæmi sínu, virðast „vitsmunaverurnar“ á Mbl.-skrifsrtofunum hafá orðið hans mikið varar í draumum sínum. í svefnrofunum sjá þær hann brugga alls konar vélabrögð gegn íhaldinu og ,,máttarstólpum“ þess, jafnvel stofna til sundrungar meðal hús- karla á stjórnarheimilinu. Það er vondur maður, Hermann Jón- asson, samkvæmt vitnisburði allra, sem Ylfingum þjóna. 1—2 stríðsgróðamiljónum væri vel fórnandi til að gera slíkan mann pólitískt óskaðlegan. Á meðan sá maður geng;ur ekki til hlýðni við „máttarstólpana,“ getur verið ónæðissamt að vera lítill karl, sem slysast hefir í stjórnarráð með svartan blett á tungu. Það mun nú vera enn nálega|aður með lögum. Vorið 1939 var tuttugu ár síðan íhaldsforystan í Reykjavík veitti Hermanni Jónassyni fyrst athygli. H. J. hafði þá fyrir skömmu lokið háskólaprófi og tekið til starfa sem lögfræðingur. Glöggir menn í íhaldinu þóttust sjá, að þarna væri efni í mikinn stjórnmála- mann. Þeir fóru þess á leit við H. J., að hann tæki að sér fram- boð fyrir íhaldið í Reykjavík. En H. J. neitaði boðinu. Það var ekki ætlun hans að ganga íhaldsflokknum á hönd, þó að hann væri langsterkasti flokk- ur lands og réði lögum og lof- um í Reykjavík. Þeim, sem þetta ritar, er ekki kunnugt, hvort H. J. hefir þá verið búinn að taka afstöðu til stjórnmálaflokka að öðru leyti. En um áramót 1929—’30 kom hann opinberlega fram í stjórn- málum, sem efti maður á lista Framsóknarflokksins, við bæj - arstjórnarkosningar í Reykjavík, en þar háfði flokkurinn eigi átt fulltrúa fyrr. Tveir efstu menn listans hlutu kosningu, H. J. og dr. Páll Ólason. Á því kjörtíma- bili lá við að íhaldið missti borgarstjórann sakir tregðu þess til framkvæmda í Sogs- málinu. En kynni íhaldsins af Her- manni Jónassyni héldu áfram Sama árið og Strandamenn kusu hann á þing varð hann forsætisráðherra landsins. Af hálfu stj órnárinnar kom í hans hlut að undirbúa og fram- kvæma afurðasölulöggjöfina, sem rétti fjárhag bændastétt- arinnar eftir kreppuna. En á löggjöf þessari og framkvæmd hennar, hamaðist íhaldsforystan í Reykjavík með næstum óskilj- anlegum fitonsanda (margir íhaldsmenn vildu pappírslög og annað ekki). Á fjölmennum fundi á Akureyri æpti Ólafur Thors út yfir fundarsalinn: „Framsóknarflokkurinn er dauð- ur“. Síðan eru tæp ellefu ár, og hrakspáin reyndist ekki merk ari en annað, sem fram gengur af munni þessa manns. Við kosningarnar 1937, þegar ráðu- neyti H. J. hafði verið þrjú ár í stjórn vann Framsóknarflokk- urinn fjögur þingsæti og mundi hafa haldið þeirri tölu hingað til, ef réttur sveitakjördæm- anna hefði ekki verið minnk- traust H. J. orðið það mikið, að Sj álf stæðisf lokkurinn taldi réttast að ganga í þriggja flolcka landstjórn undir forystu H. J., meðal annars til að leysa vandræði útgerðarinnar. Hafa sumir Sjálfstæðismenn síðar grobbað af að hafa sýnt stærsta atvinnuvegi landsins þennan þegnskap. En það mun mál flestra, er til þekkja, að H. J. hafi reynzt giftudrjúgur for- ystumaður samstjórnar þessar- ar þau þrjú ár, sem hún var starfandi, en mörg stór og vandasöm mál bar þá að hönd- um, bæði innanlands og einnig í sambúð við aðrar þjóðir. Það hefir löngum verið við- kvæði Sj álfstæöisforsprakkanna og vina þeirra, að H. J. hafi harmað mjög brottför sína úr ráðherrastóli. Slikt er ótrúleg saga, þegar málavextir eru athugaðir. Þeir sem slíku ljá eyra, muna víst ekki, að H. J. sagði af sér i nóvember 1941 og óskaði, að flokkar þeir sem þá drápu dýrtíðarlögin, tækju að sér að stjórna eftir því, sem þeir teldu heppilegast. En þegar flokkar þessir brugðust þing- ræðislegri skyldu sinni, lét H. J. til leiðast að veita ráðunevtinu forystuna í bráðina, til þess eins að afstýra kosningu um hávet- ur. Ef hann og Eysteinn Jónsson hefðu viljað lítillækka sig til að þola brigðmæli samstarfs- manna sinna í stjórnarskrar- málinu og dýrtíðarmálin^ á útmánuðum 1942, og. ásamt flokki sínum brugðist kjósend- um sínum og „makkað“ við andstæðingana, hefði stj órnin sjálf^agt getað haldið áfram undir forystu H. J. Afstaða H. J. sem stjórnarforseta á þessum tíma er einmitt glöggt dæmi um heiðarlegan og traustan stjórn- málaforingja, sem ekki vinnur það til valda að bregðast því, er hann hyggur rétt verá. Hið sama kom í ljós haustið 1944, er núverandl stjórn varð til H. J. og Framsóknarflokkur- inn kusu þá fremur að vera ut- an ríkisstjórnar, en að leggja blessun sína yfir ranglæti verð- bólgunnar. Framsóknarmenn bera mik- ið traust til formanns sins, og það með réttu. Þeir eiga þar (Framhald á 4. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.