Tíminn - 14.06.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1946, Blaðsíða 3
104. blað TÍMircrc, föstiidagiim 14. jáni 1940 3 Frá sjónarhóll hindindisvinar Ég veit ekki, hvort margir eru eins og ég, hundleiðir á hinum margendurteknu kjósendaveið- um flokkanna í útvarpinu, einkum kommúnista og Sjálf- stæðisflokksins. Ég er farinn að skrúfa fyrir tækið, til varnar móti þeim ósóma. En ég vildi heyra síðast liðið föstudags- kvöld, hvað frú Sigríður Eiríks- dóttir hefði að segja fyrir hönd kvenna, um áfengisósómann, sem óðum fer vaxandi og lítur út fyrir að geta orðið þjóðinni — jafnvel hœttulegri, en svarti dauði hinn eldri. Frúin flutti eins og vænta mátti gott og skörulegt erindi, og kom víða við, og vænti ég þess, að þær konur og menn, sem á það hafa hlustað, með óbrjálaðri dómgreind, hafi getað sann- færzt um, að svo búið má ekki lengur standa. í lok erindisins skoraði hún á kjósendur lands- ins að hefjast nú þegar handa og skapa sterkt almenningsálit móti þeim ófögnuði, er áfengis- salan, sem virðist vera lífakkeri núverandi stjórnar, hefir í för með sér, og hún brýndi enn- fremur fyrir þeim að athuga rækilega þessi mál, nú fyrir og um kosningarnar 30. júní n. k. Ég er frúnni þakklátur fyrir erindið, og hinar heilbrigðu skoðánir, sem þar voru fram settar, og óska þess, að sem flestir hefðu heyrt það, og vildu gera þetta vandræðamál, að stóru spursmáli við næstu kosn- ingar. En — það hefir verið svo oft að undanförnu, að flokksfylgið hefir ráðið mestu hjá of mörgum, og þeir menn hafa, af bindindisvinum verið kosnir á þing, hvað eftir ann- að, sem ýmist hafa lofað öllu fögru og svikið svo jafnharðan eða þeir hafa sumir hverjir ver- ið kosnir, sem berir hafa verið, að fjandskap við alla bindindis- starfsemi, og hafa talið áfengis- nautn til gildis sér og öðrum. Hvað er nú bindindisvinunum boðið í næstu kosningum? Hér verður aðeins bent á örfáar staðreyndir. Stj órnarf lokkarnir eru eins og allir vita ósammála um marga hluti, hafa jafnvel borið hver á annan landráð, en um eitt virðast þeir allir sam- mála, og það er að, selja svo mikið áfengi að gróðinn af þvi skipti miljóna tugum, og kann sumum að virðast það afsakan- legt, því mikið þarf í hina botnlausu eyðsluhít, sem stjórn- in hefir með höndum á fleiri sviðum en upp verði talið, og allir virðast þeir þrátt fyrir landráðabrigzlin,' vera sammála um að halda uppi til skaða og skammar fyrir þjóðina, stjórn- arsamvinnunni undir forustu Ólafs Thors. Fyrir nokkuð mörgum árum, en eftir að bann- lög voru gengin í gildi, lýsti þessi herra því yfir með allmiklu yfirlæti, eins og honum er lagið — í Barnaskólaportinu í heyr- anda hljóði, að hann, sú há- göfuga persóna, væri nýkominn heim úr kosningaleiðangri og hefði verið lagztur upp í sófa með sinn „whisky-sjúss“ á borðinu, en hefði mátt til að rísa á fætur og koma í portið, til þess meðal annars að and- mæla þeim ágæta manni, Jóni heitnum Baldvinssyni og ýms- um Sjálfstæðismönnum, þar á meðal Jakobi Möller, því þeir hefðu misboðið mjög íhalds- 'stefnunni, sem þá var honum hjartansmál, þó hann nú nefni sig „Sjálfstæðismenn“, en sé í framkvœmd aðeins valdaspekú- lant undir áhrifum kommún- ista. Ég hefi lengi haft sterkan grun, sem studdur er af tals- verðum rökum — um að þessi maður hafi átt mikinn þátt í, að steypa kúlurnar, sem skotið var á bannlögin sunnan frá Spáni 1921 og ónýtti þau að fullu og öllu. EfstPmaður á lista Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, er Pétur Magnússon, fjármálaráðherra, og má óhætt segja það um hann, að hann hefir allra ráð- herra mest stuðlað að auknum innílutningi og sölu á Svarta dauða hinum nýja og öðrum tegundum áfengis, og hann hef- ir i opinberum umræðum, ekki verið neitt feiminn að lýsa þeim stóra lið af ríkistekjunum, á- fengisgróðanum, sem væntan- legum framtiðar — ágætum — tekjustofni. Þriðji maður á þeim lista heitir Sigurður Kristjánsson, og það er kunnugra manna mál, að hann sé einn af hjúum Bakkusar, og myndi jafnvel geta tekið inn áfengi, ef það væri á boðstólum, hjá mönnum með „mosa í skegginu", þótt þeir hafi ekki verið háttskrifað- ir í hans kokkabók. Gísli Jónsson, frambjóðandi flokksins í Barðastrandarsýslu, var um eitt skeið talsmaður bindindis, og flutti um það efni all gott erindi, en nú hefir þess verið getið opinberlega, og ekki mótmælt, svo ég viti, að hann sé með bréfaskriftum til kjós- enda, að telja þeim trú um, að áfengisgróðinn muni verða enn meiri en ácetlað sé, svo ekki þurfi að óttast svo mjög, þótt tekjuhalli sé á fjárlögunum. Hann virðist því vera einn af valdabröskurum þeim, sem fljót- ir eru að hafa skoðanaskipti og ekki geta bindindisvinir vænzt neins góðs af honum fraíhar. Um Kommúnistaflokkinn, og „séra Sigfús“ ekki undanskil- inn: þeir eru allir meira og minna undir áhrifum hins „austræna lýðræðis", og ef Rússum dytti einhvern tíma í hug að krefjast þess að íslenzka ríkið keypti af þeim ,,vodka“, eða aðra áfenga drykki, þá tel ég alveg víst, að þeim öllum með tölu, þætti sjálfsagt að verða við þeirri kröfu. ' Frambjóðendur Alþýðuflokks- ins munu margir í orði vera bindindisvinir, þó með ýmsum undantekningum. Frambjóðandi þeirra á ísafirði, Finnur Jónsson núverandi dómsmálaráðherra, þótti skeleggur bannmaður, og nú er hann í þeirri aðstöðu, sem dómsmálaráðherra, að hann œtti ekki að láta viðgangast nein áfengislögörot í nokkurri mynd, en frú Sigríður Eiríksd. fór í erindi sínu hörðum og á- kveðnum orðum um áfengishol- ur, sem vaxið hafa upp í skjóli áfengissölu ríkisins, þar sem alls konar „svínarí" færi fram sömuleiðis um, að það væri al kunnugt, að bílstjórar stunduðu sumir aðallega keyrslu um næt- ur með drukkna karla og konur frá og til þessara siðleysis- og óþverrastöðva. Það er ekkert leyndarmál, að sumar bílstöðv- arnar og bílstjórar gera mikið að því að selja áfengi þessum ræflum, sem þeir flytja víðs vegar, þegar heiðarlegt fólk er í svefni, og bíða eftir þeim meðan þeir gera ónæði, og usla með framferði sínu á friðsöm- um heimilum. Allt þetta þróast ört, án þess að vitanlegt sé, að HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Vertu ekki svona ímyndunarveikur. Það þarf meira en meðal- högg til þess að rota mann .... Segðu mér heldur sannleikann. Eða burt með þig að öðrum kosti.“ „Pieps ber það á mig, að ég hafi stolið þúsund gyllinum frá honum,“ segir Karel kindarlega. „Nú fer sannleikurinn að koma í ljós .... Þetta er auðvitað att?“ „Nei — raunar ekki. En það er margt, sem vitnar gegn mér .... Ef þú vissir bara, í hvaða fjandans klípu ég er.“ Karel andvarpar. „Þú ert kannske líka að hugsa um þessi fjörutiu þúsund, sem )ú sveikst út úr föður þínum?“ „Það er ekki satt — það er haugalygi .... Hver hefir logið þessu í þig?“ „Faðir þinn sagði mér það sjálfur. Þú falsaðir tvær undir- skriftir — náðir út tveimur ávísunum — tuttugu þúsund gyllini hvor. Og svo kemur þú til min og berð þig upp við mig. K a s - s i a n !1) Og þessi þúsund gyllini í kvöld — auðvitað hefirðu stolið þeim.“ „Já — já,“ öskrar Karel. „Ég stal- þeim, þvi að ég átti ekki annars úrkostar. Það vill ekki neinn rétta mér hjálparhönd — allir reyna að spilla fyrir mér. Og hvað ætli þennan fugl hafi munað um þúsund gyllini. Hann tapar mörgum þúsundum í hvert skipti sem hann snertir á spilum. Segjum svo, að hann hefði unnið, og ég ekki getað borgað?“ „Þá held ég, að það sé skárst að spila ekki.“ „Já — fyrir engla eins og þig.“ Karel hlær kuldahlátur. „Þú rasar ekki um ráð fram. Þú veizt ekki, hvað er að lifa .... En um mig hugsar ekki neinn. Jafnvel Marianna er orðin svo sið- lát, að hún vill ekki við mig kannast — hún nýr mér um nasir jessu með Renée . ...“ „Með Renée?“ Allt í einu rifjast það upp fyrir Sjoerd, er hann hefir heyrt um afdrif Renée. „Áttir þú líka sök á því?“ „Já — það var ég .... Bölvaður stelpuasninn — og pabbi ætl- aði að kúga mig til þess að eiga hana .... Hugsaðu þér: ég átti Okkur vííiiiar nokkra menn í byggingarvinnu við -miðbæinn. Löng vinna. Upplýsingar gefur verkfræðingurinn. Sími 5099. Samband ísl. samvinnuf é!aga Kassian = auviröilegt (malajíska). dómsmálaráðhei-rann æðsti vörður laganna í þessu landi, geri eða láti gera nokkrar rót- tækar ráðstafanir þessu til úr- bóta. Hvers má vænta af slík- um hræsnurum? Allir stjórnarráðherrarnir eru samsekir um að. halda uppi þessu þjóðarböli og stórhneyksli, sem áfengissala ríkisins veldur, og stuðningsmenn þeirra eru það auðvitað einnig, þar á með- al þeir, sem látast vera bindind- isvinir, og það eins fyrir því, þótt þeir Kaldi ræður á fundum og skrifi meðmæli með reglu- semi og mótmæli áfengisfarg- ani stjórnarherranna í blöðun- um. Ef þeir með atkvœðum sín- um á kjördegi veita stjórn þeirri, er nú situr brautargengi, þá virðist bindindisáhugi þeirra vera hræsni og yfirdrepsskapur og ekkert annað. Framsóknarflokkurinn er og hefir verið í stjórnarandstöðu, og ber því ekki ábyrgð á þessu ófremdarástandi, sem hefir ver- ið í stórum dráttum lýst hér að framan, og það má með sanni segja, að hann hefir yfirleitt verið bann- og bindindismálinu, hliðhollur alla tíð. Til dæmis má óhikað telj a honum til gildis, að 1930, þegar hann hafði einn valdaaðstöðu, var áfengisútsöl- unni fyrirvaralaust lokað nokkru fyrir Alþingishátiðina, og varð það áreiðanlega til þess, að hún fór 'fram með miklu meiri menn- ingarbrag en ella hefði oröið. Ekkert hliðstætt því hefir verið gert við opinber hátiðahöld, er nú hafa verið haldin í tíð þeirr- ar brennivínsstjórnar, sem nú situr að völdum, sem ekki er heldur að vænta, eins og allt er í pottinn búið. Um frambjóðendur Fram- sóknarflokksins nú við þessar kosningar, skal ekki annað sagt en það, að frambjóðandinn í Barðastrandarsýslu, Halldór Kristjánsson, er áreiðanlega líklegri til að vinna bindindis málinu gagn, en frambjóðandi sá, sem áður er getið^ er telur áfengistekjur ríkisins nú rétt- lœtanlegan tekjustofn, þó hann áður hafi haft aðra skoðun. Ég þekki lítið frambj óðendur Framsóknarflokksins, en ég veit ekki af nokkrum þeirra, sem ég geti mælt á móti sem fjand- samlegum bindindi, eða telji áfengistekjurnar óhjákvæmilegt lífakkeri þjóðarinnar, eins og margir meðal frambjóðenda stjórnarflokkanna virðast gera. í Reykjavík hefir flokkurinn boðið fram lista með efstum Pálma Hannessyni rektor. Ég held ég fari ekki með neinar öfgar, þótt ég segi, að Pálmi sé mjög álitlegt þingmannsefni, og líklegur til að vinna öllum menningarmálum gagn á þingi, þar á meðal að hann sjái allra manna bezt, að áfengisfarganið er stórskaðlegt fyrir þjóðina, ekki sízt hina uppvaxandi, kyn- slóð, sem hann hefir náin kynni af, og hefir sýnt í verki að hann vill gera að hraustum og heil- brigðum mönnum. Stj órnarsmalarnir hérna 1 Reykjavík segja, að sá listi komi ekki til greina, en enginn frjálshuga bindindisvinur skyldi láta þœr meinakindur í þjóð- félaginu blekkja sig. Atkvæði þau, sem hann fær, verða vænt- anlega næg til að gera þá hrak- spá þeirra að engu, eins o,g komið hefir fyrir áður, síðast í bœjarstjórnarkosningunum vetur. Þótt þau yrðu ekki nægi leg til þess, sem líklegt má þó telja að verði, þá getur hvert bindindisvinaatkvœði sem hann fœr frá hinum flokkunum, gert stórgagn, bœði til .að sýria brennivínsstjórninni verðskuld- að vantraust, og friða með því sína eigin samvizku, það er að segja, ef hún er hrein, en ekki haldin af yfirdrepskap og hræsni flokksmennskunnar. Og ef bindindisvinir sýndu það á kjördaginn, að þeir ekki greiddu stjórnarflokkunum atkvæði, þá myndu þeir herrar kannske fara að lita til veðurs fremur en áð- ur, og ekki storka bindindis og bannvinum með sífellt aukinni áfengissölu, og hlífð við svínarí og afbrot, sem henni eru sam- fara. En Pálmi Hannesson fer á þing með aðstoð heilhuga bannvina. Ég veit að, sem betur fer eru þeir til svo margir að það mun duga. r. Skattskrá Reykjavíkur um tekjuskatt og tekjuskattsviðauka, eignarskatt með við- auka, stríðsgróðaskatt, lífeyrissjóðsgjald og námsbókagjald liggur framrni í skattstofmuii í Rvík frá fimmtudegi 13. júní til miðvikudags 26. júní, að báð- um dögum meðtöldum, kl. 9—16 yz daglega. Jafnframt er til sýnis yfir sama tíma skrá um þá menn í Reykjavík, sem réttindi hafa til niðurgreiðslu á kjötveröi, samkvæmt lögum frá 17. apríl 1946. Kærufréstur er til þess dags, er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24, miðvikudaginn 26. júní n. k. Skattstjórinn í Reykjavík Malldór Sig'ftasson. 11 ♦♦ :1 :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ fi | I 8 iwnœsaœ ^íSS'i■«S'ísniefntl IlöfðakanpstaSar: Tilkynning 1 Með lögum frá 23. apríl 1946, eru allar byggingarfram- kvæmdir í Höfðakaupstað á Skagaströnd í A.-Húnavatns- .sýslu, settar undir eftirlit Nýbyggingarnefndar. Auk þess mun nefndin annast ýmsar framkvæmdir í sambandi við iðnað og atvinnumöguleika, sem ætlunin er að rísi upp i Höfðakaupstað á næstu árum. Þegar á þessu sumri munu Síldarverksmiðjur rikisins væntanlega taka þar til starfa. Ennfremur hafa ýmsir einstaklingar og fyrirtæki óskað lóða undir íbúðarhús, iðnað og verzlun, í sambandi við þau atvinnuskilyrði, sem útvegur og landbúnaður á þéssum stað getur skapað. Verið er að fullgéra~ skipulagsuppdrátt af Höfðakaup- stað, miðað við að þar rísi talsverö byggð á næstu árum. Eru það tilmæli Nýbyggingarnefndar, að allir þeir, sem áhuga kunna að háfa á því, að skapa sér atvinnu, setja upp atvinnufyrirtæki og koma sér upp húsum í Ilöfðakaup- stað, setji sig í samband við nefndina hið fyrsta, og munu þeim í té látnar allar nauðsynlegar upplýsingar um hina væntanlegu byggð, og þær framkvæmdir, sem þar eru ráðgerðar. Fyrirspurnum verður fyrst um sinn svarað á skrifstofu Skipulagsstjóra, Lindargötu 4 Reykjavík, en í Höfðakaup- stað hjá Ólafi Lárussyni símstjóra. Reykjavík i júní 1946 Höi*Öur RJarnason, forinaðnr Jóliaimes Zoega, ritari, Gisli IlalMórsson, Ólafur Lárussoii, Gunnar Grímsson. Stúlku vantar s eldhsisið á Eleppi. Uppl. hjá ráðskonuimi. — Sísni 3099.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.