Tíminn - 22.06.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 22.06.1946, Qupperneq 3
109. bla» TtMlNBí, laagardaginn 22. jjiiní 1946 „Hræddir voru í fyrra, og hræddir eru þeir enn” HANS MARTIN: „Hrœddir voru i fyrra, og hræddli- eru þeir enn. Betur stæðu í andófi útnesja- menn.“ þetta visubrot var mér sent fyrir fáum dögum, og líktist raunar öðru gömlu. Stefinu fylgdi sendibréf, og hefir bréf- snuddi þessi ásamt nýlegrl greinarþvælu í Morgunblaðinu komið mér til að bleyta penn- ann. Sú tíðindi gerðust hér í önd- verðum gormánuði 1944, að landsstjórn setti sig á laggirn- ar hér á landi. Taldl hún sig með því afreki hafa drýgt á- líka dáð og þjóðhetjur fyrr á öldum, er þeir réðu niðurlögum óvígra herja, Húna, Kyrjála, Blámanna og berserkja, er að löndum þeirra sóttu. En mein- vætturin, sem þeir sexmenn- ingar (öðru nafni tólffótungur) ruddu á flótta og forðu þannig tímanlegri heill ættjarðarinnar, voru tveir embættismenn í lög- um, aldraðir, og aðrir tveir, er löngum höfðu fengizt við verzl- un, en eigi byltingu í landinu. Þessi fyrverandi stjórn, utan- þingsstjórn kölluð, fór í öllu að vilja þingsins (ef til var) og mun í öndverðu hafa haft fylgi allra þingmanna nema Ólafs Thors, sem settur var af sam- tímis því, er hin tók við völdum. Rétt er að geta þess að á full- trúafundi þingflokkanna fjögra varð Einar Olgeirsson fyrstur manna til að stinga upp á því, að ríkisstjóri yrði beðinn um að tilnefna slíka stjórn. Tóku Framsóknarmenn því einnig vel. Skal það hér með vottað, að þetta er satt hjá Morgunblaðinu, og ber að halda því á lofti, er sjaldan skeður. En tregir hafa kommar verið að kannast við króann nú upp á síðkastið. Er slíkt ómenna háttur og þeim líkt. Þegar Björn Þórðarson mynd aði ráðuneyti sitt, lýsti hann yfir því að ráðuneytið myndi segja af sér undir eins og meiri hluti þingmanna kæmi sér sam- an um aðra stjórn. Og svo gerð- ist þetta eftir' eitt ár og ellefu mánuði eða nálægt því. Hinn *fyrverandi afsetti íorsætisráð- herra Ólafur Thors birtist á þröskuldinum hjá ríkisstjóra og tilkynnti: Hér em ek. Og hér eru mínir menn. Nú Htur helzt út fyrir, að hin nýskapaða stjórn*) hafi litið á sjálfa sig eins og Gamla Testa- mentið á hrútinn i runninum. Ekki að vísu sem fórnardýr, heldur sem heilagan þjóðar- grip eða jafnvel landvætt, er stlgið hafi fram úr skauti fjall- konunnar á fyrsta ári hins end- urreista lýðveldis. En smalarnir áttu ekki sjö daga sqela á Reykjavíkurgötum, þegar þessi stórmerki dundu á. Þeim hafði aðeins verið sagt, að stjórnin væri afskaplega góð, og að stjórnir sem yrðu til á svona tímum, yrðu að lokinni jarðvist geymdar I glerhúsi eins og Lenin sálugi austur í Moskvu og til stóð með Hitler, ef öðruvísi hefði gengið. Svona var það í Reykja- vík og kannske víðar. Það var eins og hinni nýju stjórn hefði dottið í hug sú aðferð að gera sig að helgum dómi, sem ekki mætti blaka við vegna fósturjarðarinn- ar og hins hásæla lýðveldis, sem Gísli Sveinsson (raunar stjórn- arandstæðingur) lýsti yfir á Lög- bergi 17. júní. *) Taka skal fram, að ekki mun hún hafa stofnað neitt að fullu nema sjálfa sig. En nú vildi svo til, að margir vissu, hvernig unnið hafði verið að þessari stjórnarmyndun. Að t. d. ein stærsta stétt landsins og sanngjarnasta hafði verið svikin í tryggðum af hinum nýju forsætis- og landbúnaðarráð- herrum og öll þjóðin leit með forundrun á samsetningu stjórn- arinnar eins og hún blasti við augum þegar hinn fyrsta dag. Mönnum hefir að visu verið inn- rætt siðan að kristni kom hér á landi, að Heródes og Pílatus hafi gerzt vinir til að breiða á þann hátt yfir óvinsældir sínar í Palestínu, og víst hefir það á þeim tíma verið talið undur svo mikið, að sagnaritarar hafa fært það í letur, þótt sparir væru á pergamentið. En hvað mundi al- múginn á landi hér hafa sagt um vitsmuni manns, sem fyrir 5—10 árum hefði sagt það fyrir í alvöru, að Ólafur Thors, Finn- ur Jónss. og Bryríjólfur Bjarna- son myndu leiðast upp stjórn- arráðsstiginn sem friðarins og ættjarðarinnar menn og taka þar sameiginlega vörzlu lands og þjóðar í hendi sér. Maður, sem slíkt hefði sagt fyrir, myndi hafa þótt einkennilegur ná- ungi í þá daga, og sennilega reynt, að spyrjast fyrir um dval- arstað hans í sjúkrahúsum bæjaríns. Hvað á stjórnarandstöðuflokk- ur að gera, þegar svona undur ber að höndum? Þegar öll lands- byggðin spyr: Hvernig hefir þetta getað átt sér stað? Er ekki ruglaður maður orðinn þulur í útvarpinu? Þegar stjórn arandstöðunni þar að auki er kunnugt um margt af því, sem ekki hefir verið gert opinbert og getur auk þess sjálf átt á hættu að verða í laumi tor- tryggð fyrir sína afstöðu? Framsóknarflokkurinn kærði sig ekki um að eiga neina Leitis- Gróu að baki sér í þessu máli. Hann gerði það, sem sjálfsagt var. Jörð var enn auð víða um land og á fáum dögum reynd- ist flokknum kleift að halda fundi allvíða um land og rjúfa leynd þá, er hin nýja stjórn taldi sér mikla nauðsyn. Ef ég man rétt, fór í ferðalög þessi ekki mikið meira en ein helgi, því eins og kunnugt er hafa hinir ágætu stjórnmálamenn vorir á síðustu árum, komið á fímm daga vinnuviku á Alþingi. Og þó að fleirl dagar hefðu þetta farið, voru fundarhöldin jafn sjálfsögð fyrir því og bein- línis eftir kröfu þjóðarinnar. Var það furðu djarft og fá kænskulegt, er stjórnarliðar á lösuðu Framsóknarmönnum fyr ir að uppfylla þessa skyldu sina en hafa sjálfir á síðasta vetri eytt mánuðum af tíma þingsins í að deila innbyrðis um skipt- ingu bitlinga milli flokka sinna og tefla kosningabrögð hver við annan, sem flest eru hin ógeðs legustu og sýna tólffótungsinn- rætið betur en margt anna. Raunin varð sú haustið 1944 að flestir ráðherrarnir og mál gögn þeirra báru sig hið aum legasta yfir fundarboðum stjórnarandstæðinga og töldu sig eiga að búa við eins konar hvítvoðungsvernd á meðan þeir væru saklausir í reifum. Um sakleysi þessara peyja mun þó flestum hafa þótt hlálegt að tala. Ennþá mun það vera flest um mönnum óskiljanlegt, hvern ig ríkisstjórn af þremur flokk- um kunni að auvirða sig svo, að vera líkari kornbörnum en fullorðnu fólki. Nema að hitt SKIN OG SKÚRIR Já — Maríanna — hún hafði breytzt talsvert við þessi vonbrigði, er hún varð fyrir í Cannes. Gaston hét hann víst. Og einu sinni Degar hún kom heim úr skemmtisiglingu, rauk hún til og lét niður allar föggur sínar, kvaddi kóng og prest og fór heim. Þetta hefir hann smátt og smátt komizt að raun um af bréfum Lúsíu. Og nú stundar Marianna íþróttir af undraverðum áhuga, hér um bil ískyggilegu kappi — siglir og leikur tennis og þess háttar. Skyldi hún á þann hátt vera að endurlifa stutta hamingjustund, er snerist í sárustu vonbrigði fyrr en varði? Og Karel? Wijdeveld starir út um gluggann .... Fleet Street mannhaf og mergð farartækja — sólskin á gráum stöfnum húsanna .... Karel er í Síam — það sagði Sjoerd honum í einu bréfinu. Hvað skyldi hann hafa þar fyrir stafni? Hvers vegna ætli hann hafi ekki staðnæmst í Indíum — hann hefði þó kannske getað séð sér farborða þar? Sjoerd gat þess ekki. En Wijdeveld grunar, hvernig í öllu liggur. Hann er á flótta — svikari á flótta. Karel er líklega ekki viðbjargandi — hann á sífellt von á því versta. Máske kemur einhvern daginn frétt um það, að hann hafi verið tekinn fastur, dæmdur til þungrar refsingar fyrir sviksam- legt athæfi, ef til vill svívirðilegan glæp. „Ætt mín á sér sterkar rætur. Van Aeften van der Haer er gamalt nafn og virðulegt," hafði Lúsía einu sinni sagt við hann: „En það er einkennilegt, að öruggar heimildir vantar um það, hvað orðið hefir um suma einstaklinga hennar á seinni öldum, einkum nítjándu öldinni. Ungir menn virðast bókstaflega hafa horfið — farið til Vestur- heims, Kína eða gengið í útlendingahersveitir og ekki til þeirra spurzt þaðan af.“ Hann skilur nú, hvernig ástatt hefir verið um ressa menn. Skyldi Karel feta þá slóð? En það var samt ekki rað versta, þótt hann hyrfi .... Oft hefir Wijdeveld orðið hugs- að um það, hvað hann ætti að gera, ef Karel birtist ailt í einu kæmi á fund hans einn góðan veðurdag. Ætti hann þá að taka hann í sátt? Það var erfitt — ekki sízt vegna Maríönnu — og raunar margra annarra, er vissu, hvað hann hafði af. sér gert. En það var líka hart að reka glataðan son á dyr, ef hann leitaði aftur heim til föðurhúsanna .... Wijdeveld lokar augunum. Hann hefir ekki getað fundlð réttlátt svar við þessari þrálátu spurningu .... * „Ég er kominn til þess að sækja dóttur mína.“ „Já — gerið svo vel að biða stundarkorn, herra Wijdeveld.“ Hann tekur sér sæti í biðstofunni .... Speglar — þung og viðamikil húsgögn í gömlum stíl, gylltir stjakar, rautt áklæði, fölgrænir rararaar með gylltum rákum. Hann kann ekki við and- rúmsloftið. — Hettýju geðjast tæplega að þessu .... Svo kemur hún, heilsar honum, kyssir hann á báðar kinnar. Og svo kemur forstöðukonan — gráhærð, prúðbúin, móðurleg. „Dóttir yðar hefir oft talað við mig um yður, kæri herra Wijdeveld. Það gleður mig að sjá yður. Og það gleður mig líka að geta sagt yður, að ég hefi ekki haft nemanda, sem mér líki betur við í alla staði: Áhugasöm, eljumikil, háttvís, þolinmóð, íramúrskarandi smekkgóð. Fús til þess að taka upp hið nýja og þó íastheldin á það bezta í gamalli tízku — einmitt eins og bezt á við hér í Englandi. En hleypur aldrei eftir neinni æsitízku hér vill fólk líka forðast að vekja of mikla athygli. Já — einmitt eins og bezt á við í Englandi. Hún er óvenjuleg stúlka. Ég vildi gjarna ræða það við yður, hvaða kjör ég get boðið henni, ef hún vill setjast hér að, þegar námstíminn rennur út.“ „Mér þætti nú heldur snemmt að afráða það,“ segir Wijdeveld rólega. Og Hettý tekur undir arm hans. Svo kveðja þau og fara. * Hún sýnir honum vistarveru sína: Herbergi, sem er í senn dagstofa og svefnherbergi, baðklefa og lítið eldhús. Allt er ó venjulega smekklegt inni hjá henni, hvergi misræmi — sönn unun og hvíld að dvelja í þessari stofu. Hún hefir sjálf valið hvað eina. „Vantar þig ekki peninga?“: segir faðir hennar. „Langaði þig ekki til þess að búa í stærri íbúð, þar sem þú gætir haft rýmra um þig. Þú. getur fengið eins mikla peninga og þú vilt.“ Hún.svarar með hægð: „Ég þakka þér fyrir það, pabbi. En ég hefi nóga peninga. Ég legg meira að segja fyrir hér um bil helm inginn af þvi, sem ég fæ. Ég kæri mig ekki um að berast á, meðan ég hefi ekki einu sinni lokið námi. Ég veit þú skilur það.“ Wijdeveld brosir. „Ég sé núna, hvað þú ert lík honum afa þín- um,“ segir hann. * Maríanna hefir fengið bréf bréf frá Hans van Aalsten. „Ég hefi ráðizt í það stórræði," skrifar hann,“ að kaupa seglbát - lítinn, fallegan bát. Hann var fremur ódýr, en ég varð að endur t hafi verið, að hinum rauðkynj- uðu í stjórnarliðinu hafi þótt sá siður fárlegur að láta um 15 til 20 stjórnarandstæðinga ganga lausa og liðuga, hvert á land sem var og jafnvel fyrir hástólinn sjálfan. Nú i vor sé ég, að jarmur stjórnarmálgagnar.na írá 1944 er enn upp tekinn í einu þeirra þ. e. Morgunblaðinu. Trúlegt er að blaðið sé í hálfgerðri stjórn- málasveltu þessa dagana (þrátt fyrir borgarstjórann, sem nú er farinn að letjast og aldrei hefir snjall verið) og þvi farið að leita fyrir sér á gömlum hnjótum. Er árgangurinn blaðs- ins sjálfs frá 1944 þá skammt undan. Engar sönnur eru fyrir þessu og eins víst að blaðamenn þeir, sem nú streitast við að sitja á Morgunblalðsstólunum við Austurstræti, séu enn haldnir þeirri ofsahræðslu við fundar höld, sem gagntók húsbændur þeirra haustið 1944 og gerir sjálfsagt enn, eft^r því, sfem fréttir herma, er af framboðs fundum berast. En kjósendur landsins hafa nú ráð á að leysa þá af ótta þeirra um þingsæti og stjórnarstóla. Lýðrœðismaður. Öllum þeim mörgu, sem heimsóttu mig og heiðruðu á áttrœðisafmœli mínu með stórmannlegum gjöfum, heillaskeytum og vinakveðjum, þakka ég af alhug. Eggert O. Norðdahl, Hólmi. TÚMAR FLðSKUR Kaupum tómar flöskur alla virka daga, ncma laugardaga. Móttaka í Nýborg. * Afengisverzlun ríkisins Bann Laxveiðitímann, til 1. sept., er öll umferð á bátum um Elliðaárvog fyrir mynni Elliðaánna, stranglega bönnuð. Rafmagnsveita Reykjvíkur. & Staða matvælaeftirlitsfulltrúa kéraðslæknisiiis í Reykjavík, er laus til umsóknar. Byrjunarlaun eru samkvæmt launalögum kr. 5400.00 hækkandi um 300.00 kr. á ári í 6 ár upp í kr. 7200.00. Auk þess greiðist verðlagsvisitala á launin. Staðan veitist sennilega frá 1. sept. næstk. og er um- sóknarfrestur til 11. ág. Umsóknunum fylgi upplýsingar um menntun umsækj enda, svo og vottorð frá fyrri húsbændum, ef unnt er. Umsóknirnar sendist skrifstofu héraðslæknisins, sem gefur allar frekari upplýsingar, eftir því sem óskað verður. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 21. júní 1946. Magnús Pétursson. VVV/V/VVVVVVVVVVV'/VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV'/VVVVVVVVV'/VVVVVV/V'/VVVVVVVVVVVV'l Skipaútgerb ríkisLns Tilkynning FERÐASKRIFSTOFAN hefir hafið starfsemi sína. Eins og áður hefir verið tilkynnt, gefur skrifstofan upplýsingar um ferðaskilyrði. Ennfremur efnir hún til orlofsferða víðs vegar um lapd. Skrifstofan hefir aðsetur við KALKOFNSVEG. (fyrst um sinn) 6719. Sími gilll^VW^TTTI „Fagranes” Tekið á móti vörum til Þing- eyrar, Flateyrar og Súganda- fjarðar árdegis á mánudag og vörum til ísafjarðar eftir há- degið, ef rúm leyfir. .b. „Nonni” verður í förúm um Berufjörð í sumar í sambandi við bifreiða- ferðir. Áætlunarferðir á föstu- dögum og laugardögum, en aukaferðir þess á milli eftir nánara samkomulagi við um- boðsmenn vora á Djúpavogi. Blússur úr prjónasilki, netsokkar og hosur. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. (4 IRICO er óeldfimt hrelnsunarefni, sem fjarlægir fitubletti og allskonar óhreinindi úr fatnaðl yðar. — Jafnvel fíngerðustu silkiefni þola hreinsun úr því, án þess að upplitast. — Hreinsar elnn- ig bletti úr húsgögnum og gólf- teppum. Selt í 4ra oz. glösum á kr. 2.25. — Fæst í næstu búð. — Heild- sölubirgðir hjá cwznm

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.