Tíminn - 26.06.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1946, Blaðsíða 2
Aukablað TáMIW. miðvlkiidaglim 26. Jnní 1946 Ankahlað Sóknargögn á hendur frambjóðendum ríkisstjórnarinnar meira en tekjurnar námu fyrir einum áratug, þegar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar settist að völdum. Nú hefði mátt ætla, að ríkið safnaði gildum sjóðum eða greiddi að minnsta kosti skuldir sínar. En svo fór sarnt að hverj- um eyri af þessu fé var eytt á árinu í venjuleg rekstrargjöld ríkisins, og hrökk þó illa til, enda var kostnaðurinn við rík- isstjórnina orðinn sjöfalt meiri en síðasta árið, sem Framsókn- armaður fór með fjármála- stjórnina, og er ekki meðtalinn kostnaður við nýbyggingarráð, sem reyndar er aðeins stjórn- ardeildin, en kostnaður við það nemur helmingi meiru en allur stjórnarkostnaðurinn 1938. í samræmi við þetta er eyðslán á öllum sviðum daglegra út- gjalda. ^Fjárlagaafgreiðslan á síðasta alþingi bar enn hinn sama svip. Á þeim var gert ráð fyrir 17 miljón króna halla, en þó var gert ráð fyrir lántökum til allra meiri háttar framkvæmda, sem ráðgerðar eru. Þannig er búskapur ríkissjóðs um þessar mundir. Ríkisútgjöldin á þessu ári verða ekki undir 160 miljón- um króna og þó trúlega mun meiri, En allt til samans, rikis- útgjöld; ríkislántökur og ríkis- ábyrgðir, sem samþykktar voru á síðasta þingi nema á fimmta hundrað miljón króna eða nær hálfum miljarð, auk ábyrgðar- heimilda, sem ekki eru bundn- ar við neina ákveðna upphæð. Þær fjárgreiðslur, sem rikið inn- ir af höndum í ár, og ýmist eru sóttar beint í vasa skattþegn- anna eða teknar að láni á á- byrgð seinni timans, eða tekur ábyrgð á, nema þannig sem næst átján þúsund krónum á hvern heimilisföður í landinu. Ég skil ekki, hvernig, menn hugsa, ef þeim ægir ekki þessi óheyrilegi gapaskapur og þessi gengdarlausa sóun. Þetta eitt finnst mér næg ástæða núver- andi ríkisstjórn til dómsáfellis. En þó er þetta ekki annan en einn þáttur í langri ólánskeðju. Þetta syndaregistur ríkis- stjórnarinnar gæti verið miklu lengra, því að henni hafa verið undra-mislagðar hendur á mörg- um sviðum. En ég ætla hér að- eins að bæta við lítilli hugvekju um húsbyggingamálin. Húsnæð- isvandræðin eru svo almenn, að hver og einn skilur þau bezt með því að líta á aðstæður sjálfs eða þá nágrannanna og kunn- ingjanna. Skylda þjóðfélagsins til þess að liðsinna fólki við að losna úr prísund óhæfs og lé- legs húsnæðis var fyrst viður- kennt í verki eftir valdatöku Tryggva Þórhallssonar árið 1927, eins og ég hefi áður að vikið. íhaldsmenn á þingi spyrntu gegn þrví mefaan þeir máttu. Sumir sáu eftir þeim tíma, sem þingið eyddi til þess að ræða löggjöf um verkamannabústaði. Víðs vegar um sveitir landsins var það þrálátt árásarefni íhaldsforsprakka, að Framsókn- armenn skyldu fórna dálitlu af opinberu fé til þess að hjálpa verkamönnum að byggja. En góð málefni sigra jafnan að lokum, og nú þyrði enginn að ganga í berhögg við jslíka lög- gjöf. En enda þótt húsnæðis- vandræðin sverfi nú fastar að en nokkurn tíma áður og skapi aðstöðu til stórkostlegs okurs, einmitt í kaupstöðunum, þar sem stjórnarflokkarnir eiga sitt meginfylgi, verður ekki annað sagt en áhuginn á því að gera þessa löggjöf virka nú á verð- bólgutímunum sé ærið tvíbent- ur. Framsóknarmenn á þingi lögðu í vetur fram tillögur um breytingar á byggingalöggjöf- inni í samræmi við hið breytta ástand í landinu. — Stjórnar- flokkarnir hundsuðu þessar til- lögur og breyttu öllu eftir sínu höfði. Þeir vildu gjarna löggjöf um aðstoð í byggingamálunum. En þeir höfðu þá gloppu á lög- unum, sem gera þau óvirk, þeg- ar til kastanna kemur, Þegar byggingarsjóðir samvinnubygg- ingafélaga og verkamannabú- staði eru að leita fyrir sér um lán með viðráðanlegum kjörum samkvæmt löggjöfinni, er hvar- vetna vísað á dyr. Enginn er skyldugur að lána þeim fé. Það ákvæði fékk ekki að standa í lögunum. Félög auðmanna, sem byggja hús og íbúðir, er þeir selja við geipiverði í gróða- skyni'i ganga fyrir um lán. Sjálf- ur fjármálaráðherrann er einn af hluthöfunum í þessum gróðafélögum og ríkisstjórn- in heldur að sér höndunum. Það er í hæsta lagi, að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn tali um það fyrir kosningar, að byggingarsjóðirn- ir þyrftu að fá starfsfé. En það er ekkert gert til þess, að svo megi verða. Það er látið nægja að vitna til þess, að lög- in leggi ekki neinum þá skyldu á herðar. Ekki hefir ríkisstjórninni held- ur þótt hlýða, að eftirlit væri haft með því, að byggingar- efni, sem þó er af skornum skammti, væri notað til þeirra bygginga, sem mest liggur á að komið sé upp, og takmörkuðu vinnuafli faglærðra manna beint þangað. Einstakir ríkis- bubbar hafa því til dæmis get- að notað byggingarefnið og vinnukraftinn til þess að-byggja stórkostleg skrauthýsi yfir sig. Sjálfir ráðherrarnir hafa sumir gengið á undan í þessu, með því að byggja sér nýjar sumar- hallir í sumarfögrum sveitum til viðbótar öðrum, er þeir áttu áður, með slíkum íburði, að þeir kosta jafn mikið og þrjár til fjórar meðal íbúðir í Reykjavík eða í Hafnarfirði. Afleiðingin af þessu öllu er sú, að meðan koparþökin á kanslarahöllunum glóa í vesturbænum í Reykjavík hírast þúsundir manna í her- mannaskálum, myrkrakjöll- urum og á háaloftum, og og afbrot og drykkj uskapur magnast, meðal annars fyrir þá sök, að fólkið unir ekki á þess- um svokölluðu heimilum sínum í þessum vistarverum. V. En þótt aðal-verkalýðsflokk- arnir í landinu, kommúnistar og Alþýðuflokkurinn, hafi þann- ig svarizt í fóstbræðralag við meginhluta Sj álfstæðisflokksins um stjórnarhætti, sem gera allt annað en þjóna hagsmunum verkamanna eða alþýðustétta landsins yfirleitt, fljúga margar hnútur um borð fyrir kosningar. Á hverjum degi um þessar mundir ganga hvers konar brigzl og stóryrði á víxl. þar ber hver öðrum landráðasakir á brýn dags daglega, og komið hefir fyrir oftar en einu sinni, að minnsta kosti um kommúnista og Sjálfstæðismenn, að þeir hafa berum orðum hermt það hver upp á annan, að þeir biðu tækifæris að gera andstæðinga sína höf^inu styttri. Flestum mönnum blöskra slíkar sakar- giftir, þótt það sé á hinn bóg- inn alkunnugt, að kommúnist- ar hafa fram á þennan tíma aldrei haldið neinu fram í neinu máli, er brjóti í bága við hags- muni eða vilja eins af stór- veldum heimsins og Brynjólfur Bjarnason hafi á sinum tíma lýst því fjálglega, hvernig „heimsflokkurinn gripi i taum- ana“, ef kommúnistaflokkur einhvers lands gerði annað en það, sem linan frá Moskvu byði. Að sama brunni ber, ef Þjóð- viljinn er kannaður. Þriðjung- urinn af öllu því efni, sem þetta íslenzka stjórnarblað hefir flutt á þessu ári, er annað tveggja greinar um málefni Rússa eða varnar- og sóknargreinar í þeirra þágu, og enn þann dag í dag hafa rússnesk stjórnar- völd aldrei gert neitt, sem blöð kommúnistanna íslenzku hafa ekki varið með oddi og egg, og gildir það einu, hvort heldur þeir hafa ráðizt á Finna, gert vináttusáttmála við nazista, undirokað Eystrasaltsríkin, heimtað í sínar hendur yfirráð fjarlægra landshluta og þjóð- flokka eða hvað annað þeir hafa aðhafzt. Það kemur því harla ein- kennilega fyrir sjónir, að Sjálf- stæðisflokkurinn og raunar líka Alþýðuflokkurinn skuli hafa orðið til þess að fá flokki og mönnum, sem þeir lýsa eins og raun ber vitni, í hendur yfir- stjórn sumra þýðingarmestu mála landsins, þar á meðal flugmálanna og kennslumál anna. Það væri ekki að ólíkind- um, þótt allmargir Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn spyrðu sjálfa sig, hvort það hefði ekki verið allógætilegt og hvort það væri ekki rétt að hafa vit fyrir flokksforingjunum, sem þetta gerðu, með því að gefa atkvæði sitt að þessu sinni þeim frambjóðendum, sem ekki að- hyllast þetta stjórnarsamstarf, nefnilega Framsóknarmönnum. Hér er sem sé ekki nema tvennt til. Annað hvort eru þessar lýsingar réttar, og þá er það óverjandi léttúð af Sjálf- stæðismönnum og kommúnist- um að styðja hverja aðra til valda, eða þær eru blekkingar einar, gerðar til þess að villa um fólk. Slíkt framferði er einnig ó- verjandi af ábyrgum stjórn- málamönnum, og raunar beint tilræði við lýðræðisskipulagið í landinu. Það krefst þess, að heiðarlega sé á málum haldið. En hvort sem menn vilja álíta rétt, ber að sama brunni. Þessir menn hafa gert sig seka um al- varlegt stjórnmálalegt afbrot. Þeir hafa kastað rýrð og skugga á sjálfa sig. Eðlilegt svar kjós- andans er, að hann snúi baki við þeim, þótt hann hafi fylgt þeim hingað til, ef ekki fyrir fullt og allt, þá í bili, í mótmælaskyni við þessa framkomu. Þetta er prófsteinn á raunsæi og rétt- dæmi manna og stjórnmálalega og siðferðilega alvöru þeirra. VI. Nú teldi ég ekki ósanngjarnt, þótt þeir, sem þetta lesa, segðu sem svo: „Það er ekki nema að vonum, að maðurinn sé óánægð- ur með ríkisstjórnina, eins og hún fer að ráði sínu. En hvað er það, sem þið, Framsóknar- menn, oddvitar stjórnarand- stöðunnar, viljið láta gera?“ Mér virðist skylt að leitast við að svara þeirri spurningu í stór- um dráttum. Það viröist ein- sætt, að fyrst af öllu verði að skapa atvinnulífinu heilbrigðan grundvöll með raunhæfum að- gerðum í dýrtíðarmálunum. Það verður að eiga sér stað sann- gjörn niðurfærsla á afurðaverði og kaupgjaldi, stig af stigi, unz eðlilegt ástand væri komið á En það yrði að gera meira, því að ella væri einungis verið að níð- ast á framleiðslu- og launa- stéttunum. Stærstu fórnina verða þeir að færa, sem notið hafa gróðans á undanförnum misserum, og það yrði að gerast með eignauppgjöri, er tæki til þeirra, sem rakað hafa saman mörgum hundruðum þúsunda á stuttum tíma, og mikilli skerð- ingu gróðans. Afnám tolla á naunðsynjavörum væri enn einn liðurinn. Auk þess yrði nauð- synlegt að rétta þeim hjálpar- hönd, ,er hafa stofnað sér í miklar skuldir, áður en dýrtíðin er færð niður, bæði vegna at- vinnureksturs síns og til þess að komast yfir þær eignir, sem eðlilegt er, að menn eigi, svo sem þolanlegt húsnæði. Þegar þetta hefði verið gert, væri kominn grundvöllur fyrir blómlegt atvinnulíf. En til þess að starfsorkan nýttist sem bezt, og séð yrði, hverjar atvinnu- greinar skynsamlegast er að efla, þyrfti að gera nákvæmar rannsóknir á framleiðsluþörfum og markaðsmöguleikum og vinnuafli, og haga síðan lög- gjöf, umbótum og endurnýjun atvinnutækja í samræmi við það. Þetta hefir verið algerlega van- rækt af núverandi ríkisstjórn. Þetta er að mínu viti leiðin til alþýðlegrar velmegunar í land- inu — leiðin til að koma í veg fyrir hrun og atvinnuleysi á komandi tímum — leiðin til þess að endurbætur og framfarir í tækni og atvinnuháttum fái notið sín og haldi áfram að vaxa stig af stigi. Mér er ljóst, að miklu hefir þegar verið glat- að, og sóað fé kemur ekki sjálf- krafa aftur. En um það tjáir ekki að sakast. Það verður að taka því, sem orðið er, en það virðist jafn sjálfsagt að stinga við fótum við fyrsta tækifæri, sem gefst. Til þess verður að ætlast af öllum, sem ekki eru blindir í þessum leik. Þingkosningarnar leggja fólki tækifærið upp í hendurnar. Þau eru enn í fullu gildi, orð Ólafar á Skarði, þótt nær fimm aldir séu liðnar: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ í þeim birtist kraft- ur íslehzkrar þjóðarsálar — þrek þess, sem ekki leggst í víl yfir því, sem tapað er, þótt dýr- mætt sé, heldur vill rétta hlut sinn. Ólöf færði banamenn Bjarnar bónda heim að Skarði og þjáði þá. Það var í samræmi við hugs- unarhátt þeirrar tíðar. And- stæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ekki slíkt í huga. Þeir menn, sem nú hafa mis- séð sig á stjórn landsins, munu fá að fara heim og læra betur, þegar 'þeir velta úr valdastólum, hversu dýr sem þjóðinni verður vera þeirra þar, og viðreisnar- starfið verður hafið með öðrum starfsaðferðum, sem farsælli munu reynast í bráð og lengd. Hver maður og hver kona, sem greiðir Framsóknarmönnum at- kvæði við þessar kosningar, stuðlar að því, að það verði fyrr en ella hefði orðið. Það er um- bun og traust hvers manns í þeim kjördæmum, þar sem horf- ast verður í augu við þá stað- reynd, að ekki getur komið til greina, að frambjóðandi Fram- sókirarflokksins verði kosinn. Því má heldur enginn láta glepja sér sýn, þótt erindrekar annarra flokka tali fagurt og lokkandi í eyra hans um það, að réttast sé að tryggja kosningu þess næstbezta. Það eru falsrök, sem vísa á á bug. Hitt vil ég svo taka fram, að þótt hér taki ný stjórn við völd- um og hefji viðreisnarstarf, þá þarf enginn að búast við þvi, að hún verði alfullkomin, hversu vel sem hún verður skipuð og hverjir sem að henni standa. Hún mun gera sín glappaskot, því að ekkert er óskeikult í heimi hér. Foringjar Alþýðu- flokksmanna í Hafnarfirði muni til dæmis telja þeim bæ vel stjórnað, og venjulegt fólk, sem ekki er blindað af pólitísku of- stæki, mun telja honum þolan- lega stjórnað. En einnig þar má finna ýmsa vankanta. Það er til að mynda ein af frumþörfum manna að hafa nóg af vatni til daglegra nota, og það þykir mið- ur á haldið í stórum bæ, ef til- finnanlegur skortur er á því, í stórum og fjölmennum bæjar- hlutum, húsmæður fá kannske ekki vatn til þess að sjóða mat- inn, þvo upp, eða þrífa gólf og fatnað, nema á vissum tímum sólarhringsins. Það, sem aftur á móti mætti vænta, væri það, að hér tæki við stjórn, sem ekki léti allt reka á reiðanum, án tillits til framtíð- arinnar, heldur hæfist handa um þær meginaðgerðir, sem nauðsynlegar eru, ef vel á að fara, og miðaði stjórnarstefnu sína við það, að hin vinnandi al- þýða landsins, mennirnir, sem sjóinn stunda og landið rækta, fólkið í verksmiðjunum og í skrifstofunum, húsmæðurnar á heimilunum, þeir, sem vörunum dreifa til almennings og gegna störfum í opinberri þjónustu — allir þeir, sem mynda það kerfi, sem við nefnum þjóðfélag, fengju sína réttlátu hlutdeild í því, sem þjóðin aflar, og sam- stilltu krafta sína við það að afla meira og skapa hærri menningu og betra lif. Með öðrum orðum: Ræki raunhæfa pólitík, sem stefndi með forsjá að aukinni velmegun í framtíð- inni, en væri ekki háð þeirri draumsjón einni að sitja meðan sætt er og eyða meðan enn er eitthvað til að eyða, eins og nú virðist, því miður, vera um rík- isstjórnina. Þá þokaði áleiðis, þótt einhver víxlspor yrðu ó- hjákvæmilega stigin. Ég skal svo að endingu gjarna gera þá játningu, að mér er ljúf- ast að hugsa mér og teldi það af- farasælast, að hinar vinnandi stéttir landsins gætu tekið höndum saman um slíka um- bótastjórn, þótt nú horfi þung- lega um það, nema kjósendur sjálfir gefi núverandi stjórnar- flokkum svo ótvíræða vísbend- ingu um vilja sinn, að þeir geti ekki misskilið það. Það verður aðeins gert með því að kjósa nú frambjóðendur Framsóknar- manna. VII. Kosningabaráttan hefir náð hámarki sínu. Ýmsum ráðum er beitt, og til fleiri bragða veíður sjálfsagt gripið áður en lýkur. Ég heiti á alla frjálshuga menn að láta moldviðri og blekking- ar ekki verða þess valdandi, að þeir missi sjónar á kjarna mál- anna. Og kjarninn er þessi: Ert þú, kjósandi góður, ánægð- ur með þá ríkisstjórn, sem nú er við völd, stefnu hennar og að- gerðir, eða telur þú, að hún stjórni gálauslega og haldi lak- lega á nauðsynjamálum al- mennings? Þeir, sem ekki sjá neitt stórlega athugavert við landstjórnina og telja fram- tíðai’hag þjóðarinnar bezt borg- ið undir hennar handleiðslu, kjósa einhvern hinna þriggja flokka, sem að henni standa og bera sameiginlega fulla ábyrgð á aðgerðum hennar og aðgerða- leysi. Yfir því tjóar ekki að kvarta í lýðfrjálsu landi, ef þeir gera það eftir að hafa einnig kynnt sér, metið og vegið mál- flutning andstæðinganna. Ef illa fer, hafa þeir þá afsökun, að þeir sáu ekki betur en þetta. En hinum, sem virðist í óefni stefnt, ber skylda til þess að haga sér samkvæmt því. Þeir geta aðeins fylkt sér um fram- bjóðendur Framsóknarflokks- ins í þessum kosningum, hverja svo sem þeir hafa áður stutt í stjórnmálabaráttuixni. Nauðsyn larids og þjóðar krefst þess, að þeir greiði atkvæði samkvæmt grunduðu mati á málstaðnum. Nauðsyn lands og þjóðar krefst þess, að þeir visi öllum áróðri, sem miðast að því að ginna þá eða hræða frá því að greiða at- kvæði samkvæmt raunverulegri afstöðu sinni til ríkisstjórnar- innar og hennar stefnu, því að Þeir hafa ekki notiff réttarvei-ndar. Það hefir margan undrað af- staða ríkisstj órnarinnar til þeirra íslendinga, er setið hafa langa tíma í haldi erlendis, oft án þess, að þeir vissu, hvað þeim var að sök gefið eða mál þeirra væru rannsökuð. Það er ekki vitað, að neitt hafi verið gert til þess að gæta réttar þessara manna, nema hvað hvíslað er, að gerð hafi verið undantekning með einn mann — kannske þann, er sízt skyldi. — Vitaskuldi hafa verið í hópi þeirra einhverjir, sem gerzt hafa sekir við þær þjóðir, sem þeir hafa gist á meðal, og það er ekki nema sjálfsagt, að þeir þoli réttláta hegniixgu fyrir það, sem þeir hafa rangt gert. En meðal, þessara manna hafa einnig verið margir, sem ekkert hafa af sér gert, og það eru þeir, sem fyrst og fremst áttu sínar kröfur á heixdur islenzku ríkisvaldi. Og allir áttu heimt- ingu á því, að mál þeirra væru fljótt og réttlátlega rannsökuð. Mönnum er til dæmis enn í minni aðgei'ðarleysi ríkisstjórn- arinnar í fyrrasumar, þegar fimm farþegar á Esju voru handteknir og fluttir í fangelsi, þar sem þeir sátu síðan lengi, flestir eða allir alsaklausir. Lítilsigld framkoma. Þessi fui-ðulega afstaða íúkis- stjórnarinnar birtist eixn í við- það er það, sem kosið er um. Allir þessir menn eru nú kvaddir heilhuga og samtaka til starfs, hvar sem þeir búa og hvernig sem kosningahorfurnar annars eru. VIII. Að lokum vil ég segja þetta við Hafnfirðinga: Meðal ykkar senx amxars stað- ar eru ýmsir menn, sem hingað til hafa fylgt Sjálfstæðismönn- um eða Alþýðuflokknum að málum, eix eru íxú mjög óánægð- ir með stjónxarsamstarfið og stjórnarstefixuixa. Ég leyfi mér að vænta stuðniixgs þessara manna hinn 30. júixí. Ég leyfi mér að vænta þess, að þeir taki höndum samaxx við Framsókn- ai'mennina í bænum í markvissu starfi þá daga, senx eftir eru til kosninga. Það er ekki unx að vill- ast, hver kosinn verður þing- maður bæjarins. Bæjai’stjói’n- arkosixiixgarnar í vetur sýndu það. En einmitt vegna þess þarf eixgiixn, sem aixixars er aixdvígur stjórnarstefnunni, að kjósa eiix- hvern af frambjóðendum stjórxx- arflokkanna á þeim foi-sendum, að hann vilji þó frekast styrkja einhvern einn þeirra. Það er líka allt amxað, sem liggur til grund- vallar þessum kosningum held- ur en bæjarstjórnarkosningun- um. Það þarf engum að bægja frá því að láta í ljós andúð sina á stjórnarstefnunni, þótt ekki komi til grelna, að stjórnar- andstæðingur nái kosningu. Hvert atkvæði, sem mér verður greitt i Hafnarfirði í þessum kosningum, er hnefi, sem lagður er á borðið fyrir framan stjórn óráðdeildar og ábyrgðarleysis, áreytnislaust við einstaka menn, en af málefnalegri alvöru. Minnist þess — og starfið samkvæmt því. horfi hennar til allmargra þýzkra manna, kvæntum ís- lenzkum mönnum, sem ekkert hafa af sér brotið við íslenzku þjóðina og eiga einskis annars að gjalda en að þeir eru þýzkir. Kynþáttakúgun mun vera fjarri skapi íslendinga. Því síð- ur mun þjóðin í heild vilja níð- ast á þeim, sem lotið hefir í lægra haldi og liggur varnar- laus í svaðinu. En Finnur Jóixs- son, annar ráðherra Alþýðu- flokksins í ríkisstjórninni, hefir gert það að kappsmáli, að þess- um mönxxum væri meinuð land- vist hér, meinaö að koma til kvenna sinna og barna. Hér var þó aldrei talað um aðra en þá, sem ekki hafa að íxeinu leyti brotið af sér við íslendinga. Enn vegið í sama knérunn. En þetta er ekki nóg. Vanda- fólk þessara manna fær ekki að senda þeim smápakka til þess að létta þeim skortinn og gleðja þá í einstæðingsskap þeirra. Ríkisstjórnin horfir þegjandi á og hefst ekki að. Ótrúlegt er þó, að það stæði ekki i hennar valdi að greiða eitthvað úr þessu, ef hún sýndi til þess alvarlega viðleitni. En hvað sem veldur, þá er ekkei't til þess gert, svo kunnugt sé. Vandafólk þessara manna undr- ast og gremst. Aðrir mættu bera kinnroða fyrir þetta. J. H. Kjósið B-listann ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Prentsmiðjan Edda h. f. . 1946 Ömurleg afstaða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.