Tíminn - 28.06.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1946, Blaðsíða 2
113. blað 2 Rcykjavík, föstMdagiim 28. .jtíní 1946 Tryggjum kosningu Pálma Aðal vopnaviðskiptunum fyrir þessar kosningar er lokið. Nú er aðeins eftir að fylgja þeim eftir. Framsóknarflokkurinn heitir á alla fylgismenn sína að ein- beita sér við það þessa tvo þrjá síðustu daga. Hann væntir þess, að enginn maður, hvorki karl né kona, láti sitt eftir liggja í lokasennu þessarar kosninga- hríðar. Og alveg sérstaklega heitir hann á alla Framsóknar- menn í Reykjavík að duga nú Pálma Hannessyni svo vel, að glæsilegasti f ramb j óðandinn, sem Reykvíkingar eiga völ á, verði að þessu sinni kosinn þingmaður. Andstæðingar Pálma Hannes- sonar halda uppi ofsafengnum og lítt rökstuddum áróðri um það; að Pálmi Hannesson geti ekki náð kosningu. Þetta sama var sagt við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur. Þá voru til menn, sem hefðu kosið helzt af öllu að styðja Pálma Hannesson, en lögðu eigi að síður eyru við þessum lymskulega áróðri. En allir vita, hvernig fór. Pálmi Hannesson náði eigi að síður kosningu í bæjarstjórn með glæsilegum hætti. Það fólk, sem lét andstæðing- ana blekkja sig í vetur, með fölskum áróðri, mun ekki láta blekkjast aftur. Það er ein tryggingin fyrir fylgisaukningu til handa Pálma Hannessyni. Úr ýmsum öðrum áttum mun hon- um koma sá liðsauki við þessar kosningar, er endist fullkom- lega til þess að tryggja honum þingsæti. Öll til einhuga starfs fyrir Pálma Hannesson þessa síðustu daga. Dýrt sleifarlag Forsætisráðherra landsins gaf nýlega fyrirheit um það, að út- fluttar síldarafurðir frá kom- andi sumri myndu nema um 100 miljónum króna, ef vel veiddist. Mörgum þóttu þessi orð allfögur, og fannst sem enn myndi gefast nokkur gálgafrest- ur, áður en verðbólgusnaran reyrðist að hálsi atvinnulífsins í landinu og þjóðarinnar allrar. En það eru því miður íitlar líkur til þess, að þjóðin geti selt síld fyrir 100 miljónir eftir sum- arið í sumar, hversu mikil síld- argengd sem verður. Og ástæð- an er þessi: Það eru ekki líkur á, að hipar nýju síldarverksmiðjur, sem áttu að verða tilbúnar í sumar, verði það fyrr en i lok síldveiði- tímans eða jafnvel síðar. Það liggur auðvitað í augum uppi, hversu brýn nauðsyn það hafði verið, að hinar fyrirhug- uðu verksmiðjur yrðu tilbúnar til starfrækslu strax og síld- veiði hófst, eins og stjórnarvöld- in höfðu þráfaldlega lofað. En efndirnar á þeim loforðum hafa ekki orðið aðrar af hálfu stjórn- arinnar en algert vanrækt eft- irlit með því, að smíði verk- smiðjanna yrði hraðað i sam- ræmi við það, sem í húfi var, ef út af bar. Það er þarna sömu söguna að segja um eftirlit og dugnað ríkisstjórnarinnar og með Svíþjóðarbátana. Það er sorgleg saga. íslenzkir sjómenn og útgerð- Hefjum menninguna, iðju- semina og heiðarleikann aftur til vegs Útvarpsræða Pálma Hannessonar 25. júní (Framhalcl af 1. síOu). ekki ríkisstjórninni að vernda hinn helga stað? Hefir hún gert það, eða ekki? Góð samskipti, en þola ekki yfirgang. Ég vil vissulega hafa góð skipti við hin engilsaxnesku stórveldi og játa fúslega, að mér hefir fallið hið bezta við marga þegna þeirra, sem ég hefi kynnzt hér, bæði hermenn og aðra, enda væni ég þau ekki að óreyndu um það, að þau vilji traðka á rétti vorum. Hitt er annað mál, að stjórnarvöld þeirra vita vafa- laust ekki, hvað hér fer fram, og herinn otar sínum tota. Það er hans máti. Hitt er vort, að vernda rétt- indi vor og sæmd með þeim vopnum, sem við viðurkennum ein, réttum rökum og heiðar- legum skiptum. Og vér megum ekki gleyma því fyrir gestrisni og vinarmálum, að erlendur her, þótt fámennur sé, er angi af herveldi og ósæmileg íhlutun um yfirráð vor. Garður er granna sættir. Það er fornt mál, að garður sé granna sættir, og ég hygg það víst, að hinn blái hringur, sem lykur um land vort, sé sá garð- ur, sem bezt verndi vináttu vora við aðra. Þess vegna vil ég engar herstöðvar í þessu landi, hvorki frá einstökum þjóðum né þjóða- samböndum. Þess vegna bíð ég þess með óþreyju, að síðasti her- maðurinn hverfi héðan á brott og þjóðin búi ein í landinu, eins og hún hefir lengstum gert. Þess vegna átel ég það, hve slæ- lega er að því unnið að hreinsa til eftir herinn. Stjórnin seldi ei^nir setuliðsins dýru verði. Um hitt virðist minna hugsað að jafna yfir ummerki herbúðanna og hernámsins, heldur blasa þau hvarvetna við. Og ég vildi óska, að flugvöllurinn í Reykjavík væri kominn á annan stað, — bæði vegna öryggis fólksins og armenn mega vera við því bún- ir, að til st'órfelldra löndunar- tafa komi í sumar vegna þessa seinagangs um aukningu síldar- verksmiðjanna, svo fremi sem nokkur síldarafli verður. Þetta dylst mönnum ekki, ef litið er til þess mikla fjölda skipa, sem nú verður gerður út á síld. Það er því hætt við, að eitt- hvert skarð komi í þær 100 mil- jónir, sem forsætisráðherra var að heita þjóðinni fyrir síldaraf- urðir, ef vel tækist til í sumar. Og á því eiga valdhafarnir sök. Það er fyrir þeirra skeytingar- leysi og ódugnað, að síldarverk- smiðjurnar nýju eru ekki þeg- ar fullgerðar. En tjónið bitnar á allri sjó- mannastéttinni. Tjónið bitnar á öllum útgerðarmönnum lands- ins, sem þurfa að eiga undir högg að sækja um að láta skip sín landa síld í sumar. Tjónið bitnar á þjóðinni allri. Væri ekki rétt að kvitta fyrir sinnuleysi ríkisstjórnarinnar nú þegar áður en síldveiðitíminn hefst? Væri ekki rétt að kvitta fyrir það með því að krossa fyrir framan B-ið. X B-listinn. þarfa æskunnar fyrir þennan reit. — Vonandi er aðeins ein skoðun um herstöðvamálið meðal íslendinga, enda má kalla, að Einar á Þverá hafi gefið úrskurð um það fyrir þjóð- arinnar hönd fyrir þúsund ár- um. Sá úrskurður stendur enn fastgreyptur í hvert íslenzkt brj óst. Æskulýður íslands. Það munu flestir játa, að minnsta kosti í orði, að fátt sé þjóðinni meira virði en hin uppvaxandi kynslóð. Hvernig á- vöxtum vér þetta dýrmæta pund? Kynstofn vor hefir lengstum alizt við litla kosti, en heilbrigðan aga og heiðarlega þjóðfélagshætti. Nú er þetta breytt. Börnin eiga betra atlæti en áður, að minnsta kosti um sumt. Þau brestur ekki til lík- amans,.og það er vissulega mik- ils vert. En aginn hefir slappazt, jafnt á heimilunum sjálfum sem út í frá, án þess að annað betra hafi komið í hans stað. Ungling- arnir fá að leika lausbeizlaðir langt um of. Óðar en þeir taka sér verk í hönd venjast þeir við þá hugsun, sem nú er ofarlega á baugi, að sá sé beztur, sem fær hæst laun fyrir minnsta vinnu. Þannig verður mat þeirra rangt á gildi starfs og verka- launa. Þeir fá mikið fé handa á milli, en kunna misjafnlega með að fara, eins og von er, enda er það ærinn vandi ýmsum hinna eldri. Þeir ganga í skóla, sem eru yfirleitt illa búnir að húsum og tækjum. Skemmtanalífið er fá- breytt og yfirleitt ekki með miklum menningarbrag, — og hvarvetna mætir þeim áfengið, hinn mikli manndóms- og menningarspillir. Háskaleg stefna. Það er bjargföst skoðun mín, að íslenzkir unglingar séu yfir- leitt mjög vel af guði gerðir og hafi hlotið drjúgan skerf af hinni kynbornu menningu þjóð- arinnar. En það þarf sterk bein til þess að þola það, sem þeirra bíður, þegar þeir leggja út í líf- ið, eins og nú er háttað, og ekki kyn þó að út af bregði, enda eru þess nú ærin dæmi og hryggileg. Lausungin hefir auk- izt, afbrotin færzt í vöxt, svo að til háska horfir, og tíðast er þar áfengið með í leiknum. Grísir gjalda, gömul svín valda. Það er ægileg staðreynd, að misgjörðir vorar og vanrækslusyndir koma niður á börnunum, því að þau eru næmari fyrir en hinir eldri og líta síður á afleiðingarnar. Fordæmi vort er illt, aginn laus í reipum, og stjórnarvöldin snúa blindum augum að meinsemd- unum. Áfengisnautn íslendinga er orðin þjóðarsmán og er að verða alþjóðarböl. Ríkissjóður græðir — þjóðinni blæðir. Formælendur Bakkusar hafa löngum haldið því fram, að því minni skorður sem hið opinbera reisti við sölu og neyzlu áfeng- is, því minna yrði drukkið. Rík- isstjórnin virðist vera sömu skoðunar. Hún hefir fellt burtu skorðurnar, fjölgað útsölustöð- um áfengis, — og árangurinn blasir við, sá árangur, sem aug- ljós var öllum þeim, sem litu hleypidómalaust á málið, sá árangur, að nú er drykkjuskap- urinn kominn í algleyming, einkum meðal ungra manna- og kvenna. Ríkissjóður græðir, en þjóðinni blæðir. Sárast er þó að sjá unglingana verða áfenginu að bráð. Veitum viðnám. Hér verður að spyrna fótum við. Hið opinbera verður að taka á sig meiri rögg um þessi mál en það hefir af sér sýnt nú um sinn. Ég segi ekki, að algert áfengisbann sé æskilegasta úr- ræðið í bráð, en hömlur verður að setja þegar í stað og halda síðan áfram að markinu. Alþingi og ríkisstjórn verða að taka upp nýja skipun á sviði menningar- málanna og sinna þeim miklu meira en gert hefir verið, því að menning þjóðarinnar og þegn- legur þroski, er það sverð og skjöldur, sem lengst og bezt mun duga oss í lífsstríði voru, — eða hvers virði er nýsköpun at- vinnuveganna, ef unga kynslóð- in og þar með þjóðin öll gleymir sjálfri sér í solli og munaði? Hávært kosningatríó. Já nýsköpun, hér er mikið rætt um nýsköpun. Þrír flokkar kyrja hér mikinn lofsöng um þetta allsherjarmeðal, sem allt eigi að bæta. En afsakið, hlust- endur góðir, þó að ég líti ekki á hana sem annað en það, sem mér virðist hún fyrst og fremst vera: eins konar Kínalífselixír, hávært kosningatríó um frem- ur lágreistar staðreyndir. Takið samt ekki orð mín svo sem sé ég á móti nývirkjum, því fer víðs fjarri, en mér þykir það, sem enn er fram komið af ný- sköpuninni, ekki stórkostlegra en svo, að blessaðir stjórnar- flokkarnir gætu þess vegna sparað í sér raddböndin ögn meira en þeir gera. Hér hafa verið keypt skip, mörg skip, og þótti raunar engum mikið, fyrst þjóðin fékk stórfé handa á milli. Um hitt er deilt, hvort þau hafi ekki, ef til vill, verið í dýr- ara lagi, eða hvort þau séu alls kostar hentug. Sagt er, að 3500 menn þurfi á hinn nýja flota. Hins er ekki getið, hvaðan þeir eigi að koma, sennilega helzt úr sveitum og sjávarþorpum, svo að takast megi nú að leggja þessar byggðir í auðn. Þess yrði þó síðar getið. Og ekki er um það fengizt, hverjir muni til frambúðar kaupa aflann fyrir það verð, sem vér þurfum að fá. Loks er lítið um Jpað spprt, hvort fiskistofninn við strendur landsins muni þola til langframa hina nýju ránsveiði. Það eru keyptar vélar, raunar eru nokkuð margar ókomnar enn, að minnsta kosti til land- búnaðarins. Það á að reisa síld- arverksmiðjur. Slíkt hefir áður verið gert, jafnvel á verstu kreppuárunum, og var þó minna af því státað þá, að minnsta kosti í Morgunblaðinu. Það eru reist hús, mjög mörg hús, eink- um í bæjunum. Vitanlega byggir fólkið yfir sig, þegar um hægist eftir stríðið. En húsin eru nokk- uð dýr, að því er virðist, að (Framhald á 3. slOu). 4 OíiaHaHqi Eiríkur „talinn af“. íhaldsmenn, sem komu til Reykjavíkur að austan í gær höfðu þær fréttir að færa, að Eiríkur væri nú „talinn af“ í kosningunum í Árnessýslu, þ. e. a. s., að engin von væri til, að hann næði kosningu. Sögðu að fylgið hefði dregizt af honum til ýmsra hliða. Sé þessi fregn rétt, ætti að vera góð von um kosn- ingu annars manns á lista Framsóknarflokksins, Helga Haraldssonar, þvi að talið er að utanflokka listinn hafi mjög lítið fylgi og hafi það reynzt mun minna en búizt var við. X B-listinn. Sæll í sinni trú. Tillögu þeirri, að Ólafur Thors verði gerður að framkvæmda- stjóra Þjóðleikhússins, þegar það verður tilbúið, mun heldur hafa vaxið fylgi við ræðu hans í útvarpinu (er þá gengið út frá, að leikhúsið hafi sérstaka fjár- málastjórn). Mikið af ræðunni minnti á frásagnaraðferð þá er „karlagrobb“ nefnist, t. d. um- mæli hans um sjálfstæðismál- ið, sjálfan sig og Sjálfstæðis- flokkinn. Sannleikurinn er sá, að árið 1942, kom Ólafur þann- ig fram í því máli að furðu sætti, þar sem hann þá gegndi forsæt- isráðherrastarfi, og munaði mjóu, að tjón hlytist af gapa- skap hans. Én ástæðan fyrir framhleypni þessari var ekki umhyggja fyrir lýðveldisstofn- uninni heldur hugðist hann geta notað málið í kosningaáróðúrs- skyni um haustið. í sambands- málinu voru margir Sjálfstæðis- menn mjög ramdrægir og því fjarstæða, að sá flokkur hafi haft neina forystu í málinu. En yfirleitt ættu menn nú að geta hætt illindum um þetta mál, og óþarfi að ala á óvild út af því gegn einstökum mönnum hér- lendum. Ættu menn líka að geta stillt sig um að státa af afrekum sínum, þegar ekki eru stærri skrautfjaðrirnar , en á Ó. Th. í þessu máli. Álfadans fyrir kosningar. „Ríkisstjórnin á að sönnu af- armiklum og vaxandi vinsæld- um að fagna“, sagði Ó. Th. í út- varpinu. Er þá nokkuð langt gengið í leikaraskapnum, þegar farið er að gera grín að sjálf- um sér frammi fyrir alþjóð, en öörum getur það sjálfsagt verið hin bezta skemmtun, því að fá- ir munu vera ánægðir með þessa stjórn nema ráðlierrarnir sjálf- ir, nokkrir Ylfingar og talsverð- ur hópur af kommúnistum. Því að meðal kommúnista virðist stjórnin helzt hafa fylgi, hvern- ig sem á því stendur. Gaman var líka að ráðherranum, þegar hann var að tala um hve snjall hann hefði verið að geta mynd- að stjórn með kommúnistum, þegar þeir voru komnir í vand- ræði og sjálfheldu út af verk- fallsflani sínu haustið 1942, sem þúsundir manna biðu tjón af. Þá var það, sem þeir tilkynntu Ó. Th. skyndilega, að þeir mundu styðja hann sem forsæt- isráðherra, og slíkan jólamat fékk spekingurinn ekki staðizt. Hitt þarf ekki að segja neinum, að Sjálfstæðisfiokknum hefði verið á nokkurn hátt misboðið með því að vera með í tveggja flokka stjórn undir forystu ut- anflokka sæmdarmanns eins og Björns Þórðarsonar. Langar til að vera „dús“ við Stalín! Forystumenn kommúnista og jafnvel Sigfús eru öðru hverju að klifa á því, að stjórn- málamaður nokkur, sem þeim er fremur illa við, sé „dús“ við einhverja stjórnmálamenn i Svíþjóð. Er þetta trúlega rétt, og mun -koma af því, að umræddur íslendingur var tengdur einum af forvígismönnum sænskra jafnaðarmanna. Mörgum hefir verið óskiljanlegt, hvers vegna kommúnistar teldu ástæðu til að setja þetta þrugl á prent. En líklega stafar það af niður- bældri gremju yfir því, að þess- ir kapteinar hinnar Sovét- rauðu. fimmtu herdeildar hér á landi skuli ekki njóta hliðstæðs kunningsskapar við Stalin, og íoringja þeirra jafnvel einu sinni vísað frá landamærum hins heilaga Rússlands. En menn, sem í téðri herdeild þjóna, verða að jafnaði að um- gangast undirtyllur, því að ekki munu marskálkar telja sér samboðið að hafa tal af slíkum mönnum, þó gð þjónustan sé þegin. Er það Grímur? — Effa Katrín? Eða bara Sigurður Guðnason? Fyrir nokkru birtist í Þjóð- viljanum grein þess efnis, að nauðsynlegt væri fyrir sjómenn að kjósa kommalistann til að koma Grími stýrimanni á Esju í uppbótarsætið (hann er i fimmta sæti listans). Nú er hætt að-nefna Grím en aðallega talað um að Katrín Th. (í fjórða sæti) muni fá uppbótina. Hverju trúa leiðtogarnir sjálfir? Því er auð- svarað. Þeir trúa hvorugu. Þeir álíta, að Sigurður Guðnason fái uppbótarsætið, enda vita þeir, að samkvæmt atkvæðatölunum í vetur, verða ekki nema tveir reglulega kosnir, og síðan er al- mennt talið að flokkurinn nafi tapað. — En ruglið um Grím og Katrínu minnir mjög mikið á spádóma sama blaös fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í vetur. Samkvæmt þeim átti Jónas Har- aldz, i sjötta sæti, að vera viss. En rétt undir kjördag var hitinn kominn svo hátt, að Katrin Thoroddsen, í 7. sæti, var viss, og Einar Olgeirsson, í áttunda- sæti, átti að hafa mikla von, og þar með var þá meiri hluti feng- inn. En neðsti maður, sem kosn- ingu hlaut, var í fjórða sæti. Þannig fór um mikilmennsk- una. Allir sammála. Eitt var það, sem allir stjórn- arfiokkarnir þrir voru sammála um í bæjarstjórnarkosningun- um: Að Pálmi Hannesson kæm- ist ekki í bæjarstjórnina. Þeir vissu, að hann þurfti að bæta við sig pokkurum hundruðum atkvæða frá því, sem Framsókn- arflokkurinn hafði fengið síðast, og það átti að vera alveg ómögu- legt, hreinasta fjarstæða. Smal- arnir hristu höfuðið og sögðu: Blessuð verið þið, ekki að kjósa hann Pálma. Þetta er bezti mað- ur, en alveg ómögulegt að koma honum að. Og þessu trúðu ýms- ir. En þegar úrslitin bárust, urðu margir langleitir, sem daginn áður höfðu verið spámannlegir, því að Pálmi komst að og vel það. Nú þarf enn nokkur hundr- uð atkvæði í viðbót, til þess að Pálmi verði þingmaður Reykvík- inga. Og einhvern veginn hafa hrakspámennirnir hægra um sig nú en í vetur. Þeim verður held- ur ekki trúað að þessu sinni. PALMI á þing!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.