Tíminn - 02.07.1946, Side 2

Tíminn - 02.07.1946, Side 2
2 TÓaiMN. þriðjudagmu 2. jjáll 1946 116. blað Þriðjjudaigur 2. jjúlí Fyrstu úrslitin Enn er ekki svo kunnugt um kosningaúrslitin, að unnt sé að fella um þau endanlegan dóm. Það, sem kunnugt er, gefur þó til kynna, að stjórnarflokkun- um hafi heppnast sá leikur að láta kosningarnar ekki snúast um stjórnarstefnuna fyrst og fremsc. Með því að hafa víða í * kjöri menn, sem voru andvígir stjórnarstefnunni að meira eða að halda atkvæðamagni sínu minna leyti, hefir þéimf tekizt nokkurn veginn og auka það. Þetta kemur einna greinileg- ast fram hjá Alþýðuflokknum. Hér í Reykjavík jók flokkurinn fylgi sitt verulega og stafaði það fyrst og fremst af því, að hann hafði í efsta sætinu á lista sín- -um ákveðinn andstæðing þeirr- ar stefnu, sem ríkisstjórnin hef- ir fylgt í verzlunar- og skatta- málum. í Gullbringu- og Kjósarsýslu bætti flokkurinn einnig fylgi sitt mjög verulega, sem stafaði ekki sízt af því, að Ólafur Thors lagði allt kapp á að auglýsa, að þessi frambjóðandi Alþýðu- flokksins væri einn af þéim 10 miðstjórnarmönnum Alþýðu- flokksins, sem hefði greitt at- kvæði gegn stjórnarsamvinn- unni. Sigrar Alþýðuflokksins eru þannig fyrst og fremst að þakka stjórnarandstöðunni í flokknum. Það sama má líka segja um hin furðanlegu góðu kosninga- úrslit, sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut í Reykjavík. Þau byggðust fyrst og fremst á því, að stjórn- arandstæðingar í flokknum gengu til kosninga með honum, þótt þeim hafi svo verið launað það með þeim hætti, er vænta mátti af kaldrifjuðum æfin- týramönnum, eins og Ólafi Thors og Bjarna Ben. Útstrik- anirnar á lista Sjálfstæðis- flokksins að þessu sinni munu verða varanlegt minnismerki um drengskap og stjórnmála- þroska þessara aðalleiðtoga íhaldsins- • Meðan kosningaúrslitin liggja ekki greinilegar fyrir, er það sem sagt þetta sem mesta at- hygli vekur: Stjórnarflokkun- um tókst að forðast dóm kjós- endanna um sjálfa stjórnar- stefnuna með því að ganga klofnir til kosninganna og hafa allmarga stjórnarandstæðinga í kjöri. Eftir kosningarnar verða þeir nú að fara að gera upp þessar sakir sínar innbyrðis og hvernig þeim deilum lyktar, verður erfitt að spá neinu um fyrirfram. En erfitt er að sjá, hvernig Alþýðuflokkurinn ætlar að samræma kosningaloforð sín um nýskipan verzlunarmál- anna og skattamálanna, áfram- haldandi stjórnarsamvinnu á þeim grundvelli, sem hún er nú. Það hefir vitanlega dregið úr því, að Pramsóknarflokkurinn ynni eins glæsilegan sigur og ella, að stjórnarflokkunum tókst þannig að hindra, að kosningarnar snerust um stjórn- arstefnuna fyrst og fremst. Framsóknarmenn geta þó unað fiestum þeim úrslitum sæmi- lega, sem kunn eru, þegar þess er jafnframt gætt, að þeir urðu að mæta sameinuðum lygaá- róðri stjórnarfl. um, að hann væri andstæðingur nýsköpunar og- umóta. Sú vitneskja er líka stóraukinn styrkur fyrir baráttu flokksins gegn stjórnarstefn- unni, að stjórnarflokkunum hef- Fimmtugur Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík Hinn 17. júní s. 1. varð Friðrik A. Friðriksson prófastur í Húsa- vík fimmtugur. Þar er svo merkur maður á ferð, að skyldugt er við þennan áfanga ævi hans að' kynna hann með nokkrum orðum, og flytja honum þakkir fyrir störf hans í almennings þágu. Reyndar hefir hann kynnt sig sjálfur fyrir landslýð með einni eða tveimur athyglisverðum út- varpsræðum, fáeinum snjöllum greinum í tímaritum og nokkr- um eftirsóttum söngvum, sem borizt hafa með söngflokkum um landið. En — eins og eðlilegt er — vita þó varla aðrir en þeir, sem hafa verið í návist hans og notið samfylgdar hans, hvílíkur ágætismaður hann er, fjölgáf- aður og mikilhæfur. íslendingar eiga annríkt í sólmánuðinum júní, en svo ann- ríkt á þó enginn, að ekki borgi sig fyrir hann að gefa gaum að fréttum af úrvalsmanni. Friðrik A. Friðriksson pró- fastur er fæddur í Lágholti í Reykjavík (hús, sem stendur enn í vesturbænum), 17. júní 1896. Faðir hans, Friðrik Ólafs- son borgfirzkur, lengi áraskips- formaður, síðar næturvörður og bankahússvörður í Reykjavík, dáinn 1932. Móðir: Ketilriður Friðgeirsdótir, norðlenzk, ennþá á lífi, stórbrotin kona og mann- dómsmikil. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík til 7 ára ald- urs, en var síðan í 10 ár með móður sinni og þrem systkinum á Snæfellsnesi, lengst af í Ól- afsvík. Las hjá séra Guðmundi Ein- arssyni í Ólafsvík (nú að Mos- felli í Grímsnesi) undir gagn- fræðapróf við Menntaskólann í Reykjavík. Tók þar próf vorið 1913. Lauk stúdentsprófi 1916. Varð kandidat í guðfræði 1921. Gerðist þá prestur íslenzku ný- guðfræðisafnaðanna í Vatna- byggð, Saskatchewan, Kanada, og þjónaði þeim til vorsins 1930. Átti hlutdeild að stofnun hins Sameinaða kirkjufélags íslend- inga í Norður-Ameríku árið 1923. Fékk sex mánaða orlof vetur- inn 1928—1929 til náms við Meadville-guðfræðiskólann, sem þá var orðinn deild í Chicago- háskóla. Var prestur frjálslynda safnaðarins í Blaine, Washing- ton, U. S. A., 1930—1933. Hefir verið prestur í Húsavík síðan 1933 og próÁastur Suður-Þing- eyjarprófastsdæmis síðan 1936. Séra Friðrik A. Friðriksson er trúmaður en frjálslyndur, laus við alla helgislepju og víðsýnn. Allar kirkjulegar athafnir fram- kvæmir hann með virðuleik og smekkvísi. Hann er ræðumaður ágætur: orðfimur, hugkvæmur og list- fengur. Hann er svo vinsæll sem prest- ur, að mér er næst að halda, að lengra í þá átt gæti enginn prestur komizt í Húsavík. En hann er líka miklu meira en prestur, eða réttara sagt: við- fangsefni hans eru bæði mörg og mikil utan kirkjunnar. Hann tekur mikinn og góðan ir tekizt að hindra fylgishrun með því að láta allmarga af frambjóðendum sínum vera andstæða henni og að einmitt þessir frambjóðendur reyndust þeim sigursælastir. þátt í félags- og menningarlífi Húsavíkur sem borgari kaup- túnsins. Harin hefir veitt for- stöðu bindindisstarfsemi og komið á skátafélagsskap meðal pilta. Er skólastjóri iðnskóla, og kennir jafnan meira og minna í barnaskólanum. Hefir stofnað Rotary-félag. Er söngstjóri karlakórsins „Þrymur.“ í söng- stjórastarfið hefir hann lagt mikla vinnu og frábæra. Þann söngflokk vantar aldrei lj'óð eða lag stundu lengur. Þurfi á ljóði eða ljóðaþýðingu að halda, yrkir söngstjórinn. Skorti lag við ljóð, yrkir hann lagið. Vanti bæði 1 jóð og lag, vegna tækifæris, og tækifæri eru oft gripin í þeim hópi, — þá semur hann hvort tveggja í skyndi. Dæmi um ljóð og lag eftir séra Friðrik, sem farið hafa að heim- an og karlakórar sungið, eru: „Hver gengur þar og byrði ber?“ „Gulur, fagur fiskur í sjó.“ „í frónskra firða sveit“. „Fák- ar.“ Ljóð, sem hann hefir samið, eða snúið til íslenzkra viðhorfa, til þess að syngja við erlend lög, eru t. d. „Vakna Dísa.“ „Heiðar- býlið.“ „Hallast að brjósti blárra hlíða.“ Þá hefir Kirkjukór Húsavíkur sungið eftir hann nokkra sálma og sálmalög. Hann lætur lítið yfir sér sem skáldi og hefir ekki lært að leika á hljóðfæri né kynnt sér tón- fræði. Ljóð og lög semur hann yfirleitt, eins og hann kemst að orði: „til heimilisþarfa." En reynslan er sú, að eftirspurnir frá öðrum heimilum er mikil eftir þessum iðnaði hans, enda hafa dómbærir menn sagt, að sjálf listagáfan sé að verki með honum og samhæfi ljóð og lag á óvenjulega töfrandi hátt, hvaö sem „lærdómi“ og ,,fræðum“ líður. Að því er ég bezt veit, hefir séra Friðrik orðið fyrstur manna til þess að flytja hingað til lands og taka upp í söng í allstórum stíl úrvalslög frá Vesturheimi. Geta þau orðið nýr og góður þáttur í söngmenningu landsins, ef þau útbreiðast meðal lands- manna. Geri ég ráð fyrir að svo verði. Níunda fulltrúaþing íslenzkra barnakennara Friðrik A. Friðriksson. Séra Friðrik A. Friðriksson giftist árið 1925 danskri konu, Gertrud Nielsen cand. phil. Foreldrar hennar eru: Holger Nielsen skjalavörður og kona hans Dagmar Nielsen, — um eitt skeið formaður Kvenfélagasam- bands Kaupmannahafnar. Frú Gertrud er kona mikil- hæf og manni sínum samvirk í söngstörfum og félagsmálum. Hún er organisti i Húsavíkur- kirkju. Foringi kvenskáta í Húsavík. Góður íslendingur, þótt hún sé erlend að ættum. Þau eiga 4 mannvænleg börn. í æsku mun séra Friðrik hafa kynnzt þrekraunum fátæktar. Hann mun á vegum móður sinn- ar hafa alizt upp við mikla vinnusemi og strangan trúleik í öllu starfi, en jafnframt virð- ingu fyrir andlegri mennt og háum hugsjónum. Hann gekk — eins og áður er frá sagt — venjulegan skólaveg þeirra, sem læra til prests. Stytti sér að vísu leið með heimalestri fyrsta áfangann. (Framhald á 3. síðu). Níunda fulltrúaþing sam- bands íslenzkra barnakennara var haldið 21.—26. júní 1946. Á því voru meðal annars gerðar þessar samþykktir: I. Níunda fulltrúaþing S. í. B. leyfir sér að skora á fræðslu- málastjóra að beita sér fyrir því, að athugun og endurskoðun fari fram á námsbókum barnaskól- anna, nýjar séu gerðar eftir þörfum og aðrar endurskoðaðar og lagfærðar, m. a. í samræmi við þau viðhorf, er hin nýju fræðslulög skapa. Vill þingið benda á það sem höfuðmarkmið, að sjálfar náms- bækurnar séu stuttar, en auk þess séu gerðar lestrarbækur til viðbótar við námsefnið. II. Þingið fagnar setningu hinna nýju fræðslulaga, en vill jafnframt leggja ríka áherzlu á, að vel verði vandað til fram- kvæmdanna, ef þær eiga að ná tilgangi sínum. Má þar nefna t. d.: 1. Mjög bættan og aukinn húsakost. 2. Kennslutæki og að- búnað allan við kennslu. 3. Setn- ingu reglugerða. 4. Útgáfu ræki- legra leiðbeininga fyrir skólana. III. Þingið telur athyglisverða þá hugmynd, að taka skóg- græðsluna í þágu uppeldisins og gera hana að föstum lið í skóla- starfsemi þjóðarinnar. IV. Níunda fulltrúaþing S. í. B. leyfir sér að skora á fræðslu- málastjórn að fylgja þeiri reglu, að skólar úti um land starfi ekki skemur en 8 mánuði, en keppa beri að 9 mánaða starfstíma, þar sem mögulegt er að koma því við. V. Níunda fulltrúaþing S. í. B. lýsir sig algerlega mótfallið, að nokkru herveldi verði leyft að hafa herstöðvar hér á landi um lengri eða skemmri tíma. Skorar þingið á ríkisstjórnina og al- þingi að svara öllum umleitun- um erlendra ríkja um landvist- arleyri til hernaðaraðgerða hik- laust og afdráttarlaust neitandi. Þá skorar fulltrúaþingið á stjórnarvöld landsins að bera nú þegar fram ákveðna og ein- arða kröfu um það, að þær leifar erlends herafla, sem enn dvelja í landinu, verði fluttar á brott. VI. Níúnda fulltrúaþing S. í. B., haldið í Reykjavík dagana 21.—26. júní 1946, telur ástand það, sem nú ríkir í áfengismál- um þjóðarinnar hið háskaleg- asta. Daglegir viðburðir af völd- um þess eru slys, glæpir og alls konar afbrot, upplausn heimila, hvers konar lausung, siðspilling og gengdarlaus fjársóun. Telur þingið, að heilsu, siðferðisþreki og sjálfstæði þjóðarinnar sé stefnt í beinan voða, ef þessu heldur áfram. Þingið vítir harð- lega þá stjórnarstefnu að byggja f j árhagsaf komu ríkisins að verulegu leyti á þeim blóðpen- ingum, sem áfengisgróðinn er, og telur að afla eigi þeirra tekna með beinum sköttum eða á ann- an hátt. Einnig átelur þingið þá fram- komu Alþingis og ríkisstjórnar að hafa að engu háværar raddir og eindregnar ályktanir og á- skoranir fjölmennra félagasam- taka og funda, hvaðanæva af landinu til umbóta á umrædd- um málum. Þingið skorar á hæstvirt stjórnarvöld ríkisins að hefja nú þegar framkvæmdir á grund- velli nefndra ályktana og að öðru leyti eftir eigin leiðum. Jafnframt skorar þingið á alla foreldra og kennara við alla skóla landsins, frá barna- skólum að háskóla meðtöldum, að hefja þegar alhliða sókn gegn áfengisbölinu með því m. a.: 1) að sveigja hugi æskulýðsins til hófsemi og bindindis og vera honum til fyrirmyndar í þeim efnum. 2) að taka höndum saman við alla þá, sem vilja vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og viðleitni þeirra eftir mætti. 3) að vinna markvisst að því að skapa í landinu það almenn- ingsálit, er telur drykkjuskap ósiðlegan, hættulegan og ekki sæmandi menningarþjóð. 4) að stuðla að því eftir mætti, að löggjafarþing þjóðarinnar verði eingöngu skipað bindindis- sinnuðum mönnum. (Framhalá á 3. siðu). §éi*a Pétui* Magmísson, Vallancsi: „Vér erum komnir hingað til að þroskast” Itæ5a flutt á fiillveldishátið Iléraéshúa ah Egihstöiium, 17. júní síðastl, Vér íslendingar hljótum að játa það, að mikil náð hvílir yfir þjóð vorri, að hún skuli, svo smá og kraftalítil sem hún er, vera þess umkomin að halda í dag hátíðlegan minningardag fullveldis síns. Þegar vér hugs- um til ýmissa þjóða á megin- landi álfu vorrar, þjóða, sem eru langt um máttarmeiri en vér og sem hafa fært stórum meiri fórnir á altari frelsisbarátt- unnar, en vér höfum nokkru sinni gert — þegar vér hugsum til þess, í hvílíkum viðjum þær eru nú margar staddar, eftir hin voðalegu átök heimsófriðarins, getum vér ekki annað en undr- ast og þakkað hinni mildríku forsjón, sem hefir hagað rás viðburðanna þannig, að vér hinir smæstu meðal hinna smáu, skulum í dag geta glaðst yfir því, að vér erum ennþá frjálsir að því að lifa og starfa í þessu landí á hvern þann hátt, sem okkur þóknast, án allra banda eöa íhlutunar af hálfu erlends valds. Það er að sjálfsögðu bæði eðlilegt og viðeigandi, að á slík- um degi, sem þessum, sé minnst þeirrar frelsisbaráttu, sem hefir veriö háð í þessu landi og helztu forvígismanna hennaar. Það á sömuleiðis við, að á þessum degi sé minnst sérstaklega ýmissa helztu framkvæmda í, menning- arátt, sem hafa dafnað hér síð- ustu áratugina í skjóli frelsis og fullveldis. — En 17. júní ætti þó fyrst og fremst að verða oss dagur íhugunar um það, hvort vér erum á vegi með að ávaxta vel það pund, sem for- sjónin hefir gefið oss í hendur — sem sjálfstæðri þjóð — íhug- unar um það, hvort vér vökum trúlega yfir frelsi voru og hvort vér hagnýtum það til ná þeim þjóðfélagslegu þrifum og þeim þroska og hamingju til handa sonum og dætrum þessa lands, sem hinar sérstæðu aðstæður vorar leyfa. Því að oss ber jafnan að hafa vel hugfast, að höfuð markmið sérhvers þjóðfélags á fyrst og fremst að vera það, að gefa ein- staklingum sínum eins mikið svigrúm til persónulegs sjálf- stæðis og persónulegs þroska og verða má. — Þegar undir- okuð þjóð heyir baráttu fyr- ir fullveldi sínu, er það vegna þess, að einstaklingar henn- ar vilja vera frjálsir að því að lifa og starfa samkvæmt eöli sínu, frjálsir að því að haga starfsháttum og félagslífi þjóð- arinriar þannig, að hver ein- staklingur fái sem bezt þroskað og notið persónuleika síns. — Þegar dæma skal um, hvort ein- hver þjóð hafi náð til fulls til- ganginum með sjálfstæðisbar- áttu . sinni, ber því fyrst og fremst að líta á það, hvort full- veldi hennaar hefir leitt til þess, að einstaklingar hennar lifi frjálsu og sterku lífi og hvort hún er á leið með að fóstra sjálfstæða og merkilega menn- ingu. Hin afskekkta íslenzka þjóð ætti að búa yfir miklum mögu- leikum til sérkennilegrar og á- gætrar menningar. Landið, sem hún býr í veitir hvað þetta snertir hin ákjósanlegustu ytri skilyrði og höfuð atvinnuvegir landsmanna eru þeir, sem hafa löngum reynst drýgstir til að viðhalda líkamlegu og andlegu atgerfi þeirra einstaklinga sem stunda þá. — Þess er líka að minnast, að á þeim þrem öld- um, sem þessi þjóð naut endur fyrir löngu fulls sjálfstæðis, tóks henni að skapa menningu, sem er og verður einsdæmi í sögunni. — Að þessu öllu at- huguðu, hefði nú mátt mikils vænta af íslenzku þjóðinni, þá er hún væri búin að endur- heimta sjálfstæði sitt. Það hefði mátt búast við, að eftir rúman aldurfjórðung frá fyrsta full- veldisdeginum, yrðu tekin að vaxa í menningarakri hennar einhver sérkennileg og angandi blóm, sem gerðu ekki einasta andrúmsloftið í landinu sjálfu heilnæmt og unaðslegt, hefdur megnuðu jafnvel að senda ilm sinn yfir höfin til fjarlægra þjóða. Það eru nú liðin tuttugu og níu ár frá þvi er þjóðln endur- heimti fullveldi sitt; og ég fæ þó ekki ennþá komið auga á mikið af slíkum blómum. Það skortir að vísu ekki að þessi ár hafi verið miklll vöxtur 1 þjóð-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.