Tíminn - 02.07.1946, Blaðsíða 3
116. blaS
TtMINN, þriðjadaglim 3. Júli 1946
S
Miimingarorð:
Ólöf á Ásbrekku
Ólöf á Ásbrekku er horfin!
Þannig barst fregnin frá manni
til manns, sunnudaginn hinn 30.
marz s.l. Það var sem þungt
dómsorð og sveitin varð öll lost-
in sárum harmi. — Loks fannst
hún i Vatnsdalsá eftir langa leit
af fjölda manns svo sem kunn-
ugt er af blaðafregnum og út-
varpi.
Ólöf heitin mun hafa verið
fædd í Dölum vestra — Vill-
ingadal í Miðdölum og rúmlega
hálffertug, er hún lézt. Hún kom
ung í Vatnsdal, lagleg og aðlað-
andi, enda komin af mætu fólki
og myndarlegu. Vakti það brátt
eftirtekt hve hún var rík af fjöri
og krafti, þótt ekki væri hún
mikil að vallarsýn, og kom orka
sú í ljós, hvort heldur var við
nám í kvennaskólanum á
Blönduósi, við störf, sem hjú
annarra, eða í húsmóðurstöð-
unni nú hin síðari árin.
Hún var frábær að afköstum
að hverju sem hún gekk og sást
lítt fyrir um heilsu og þrek. Fór
þar saman skjótleikur, mynd-
arbragur og verklagni.
Ólöf giftist Ásgrími Kristins-
syni, fóstursyni hinna merku
hjóna, Sigurlaugar Guðmunds-
dóttur og Guðmundar Ólafs-
sonar alþm. í Ási, er var ömmu-
bróðir Ásgríms.
Þau Ólöf og Ásgrímur höfðu
skamma stund verið í hjóna-
bandi, er þau byggðu sér nýbýli
súnnanvert 1 Áslandi í Vatns-
dal og nefndu Ásbrekku. Reistu
þau öll hús af grunni og geröu
tún. Er býlið hið myndarlegasta
og snyrtimennskan lýsir sér þar,
bæði úti og inni, enda hafa þau
verið einkar samhuga um það
að gera býlið vistlegt.
Þar að Ásbrekku er endastöö
mikilla flutninga í framdalinn.
Þar er og samkomuhús ung-
mennafélagsins. Þangað er því
tíðum mannaferð mikil og oft
hefir verið leitað til þeirra Ás-
brekkuhjóna um margháttaða
fyrirgreiðslu, því að alúð, gest-
risni og glaðværð þeirra hjóna
beggja var ávallt slik, að þar
þótti öllum gott að koma.
Ólöf heitin ól barn, er var
rúmlega þriggja mánaða gam-
alt, er hún lézt. Gekk fæðingin
vel. Þrjú mannvænleg börn áttu
þau hjón fyrir, hið elzta á 11.
ári. Lét hún þau orð falla eftir
að börnin þrjú komu nokkuð til
léttis, og eftir að efnahagurinn
tók að blómgast, að hún sæi í
hvorutveggju gleðilegan ávöxt
samstarfsins og lífið hefði fært
þeim dýrmætar gjafir.
En Ólöf gekk ekki heil til
skógar. Hafði hún síðari árin
þjáðzt • af taugasjúkleik, því
lengra sem leið. En hún var öll
í fórninni til barna sinna og
eiginmannsinss og að gera þeim
heimilið að björtum reit og hlýj-
um. Mér, sem rita línur þessar,
var kunnugt um þá vakandi þrá
hennar. Og fann ég gerla, hve
uppeldi bárnanna var henni
hugfólgið málefni.
En tíminn þokast áfram og
jafnframt tók að bera á vaxandi
ugg hjá Ólöfu sál. um andlega
heilsu sína. Og eftir síðasta
barnsburð sótti að henni aukiö
svefnleysi. En mörg íslenzk hús-
móðir hefir engan tíma til þess
að hlífa sér, þótt nauðsyn beri
til, og áfram er haldið við að-
kallandi störf og vonina að úr
kunni að rætast.
En þó situr kvíðinn í leyni, fer
vaxandi og má sín betur, að
senn geti svo farið, að hið and-
lega þrek bili með öllu. Og hvað
gat vinunum verið þyngra og
sárara en horfast þá í augu við
það hrun?
Ef til vill hefir slík bilun
skyndilega átt sér stað í sömu
andrá og það hvarflar að hug-
anum, að hverfa til elfinnar í
foráttunni — örskammt frá
bænum — hún hafi §em kallað
á hana.
Kristján Sigurðsson.
lífi voru, en það eru ekki hin
kjarnmiklu ilmgrös, er eiga
heima í íslenzkri mold, sem
mest ber á, heldur aðfenginn
stórvaxinn en ilmlítill gróður
annarra landa. Þjóðin hefir
þennan aldarfjórðung fetað eins
fljótt og trúlega í fótspor um-
heimsins um alla menningar-
háttu og og nokkur tök hafa
verið á, án þess oft og tíðum
að gefa sér tíma til að hug-
leiða, hvort þeir menningar-
hættir væru líklegir til að verða
gæfu- og þroskavegur fyrir
hana — hvort þeir myndu
stuðla að því að auka líkamlegt
og andlegt atgervi einstaklinga
hennar.
Meðal sumra stjórþjóða álfu
vorrar hefir, á síðustu áratug-
um, sú meinlega hugsunarvilla
náð að ryðja sér til rúms, að
einstaklingnum beri að sætta sig
að vera réttlítill þjónn ríkis-
heildarinnar — þjónn, sem
handhafar rikisins geti eftir
geðþótta sínum flutt úr einum
staðnum í annan, svift hann
málferlsi, ritfrelsi, eignafresli og
■ athafnafrelsi, ef þeim þyki það
henta hagsmunum ríkisins. —
Svo virðist, sem þessar þjóðir
séu að blindast fyrir þeim
sögulegu sannindum, að ríkin
urðu til vegna einstakling-
anna, en ekki einstakling-
arnir vegna ríkjanna. Ríki
voru upphaflega stofnuð til
að verja einstaklinginn fyrir of-
beldisfullri frelsisskerðingu af
hálfu annarra — til að tryggja
honum eins mikinn rétt til
sjálfstæðra athafna og per-
sónulegs þroska og unnt væri.
— Það liggur í augum uppi,
hversu afkáraleg sú ályktun er,
að ríkið eigi rétt á að taka af
einstaklingnum það frelsi, sem
það var þó upprunalega stofn-
sett til að tryggja honum. —
Svo virðist þó, sem þessi háska-
lega hugsanavilla sé, fyrir er-
lend áhrif, tekin að ryðja sér
til rúms í þessu landi. — Hér
eru á ýmsum sviðum teknar að
heyrast hinar sömu raddir og í
löndum ofstjórnarinnar. Menn
eru farnir að tala um, að það
þurfi að færa fólkið til — úr
dreifbýlinu í þéttbýlið. Það sé
auðveldara fyrir ríkið að -sjá
þegnum sínum farborða með
því móti. — Það er talað um
að þjóðfélagslega séð sé mikil
óhagsýni í því, að hver ein
staklingur sé að hokra og
hugsa fyrir sér. Það sé heppi-
legra fyrir þjóðfélagið, að at-
vinnulífið sé á sem flestum
sviðum kerfisbundið, þannig, að
einn geti hugsað fyrir marga
Með því móti eigi ríkið hægara
með að tryggja þegnum sínum
ríkulegt viðurværi. — En skyld-
um við vera fædd inn í þenn-
an heim bara til þess að setjast
að góðum snæðingi Skyldi hitt
ekki fremur vera erindi okkar
hingað, að okkur sé ætlað að
læra að hugsa? — Þess er að
minnast í dag, að þetta land
byggðist ekki í öndverðu vegna
þess, að hér væri von á meiri
og betri mat heldur en annars
staðar. Hinir gömlu forfeður
vorir úr Noregi komu ekki
hingað vegna þess, að þeir
F immtug ur
(Framhald af -■ aíðuj
En úr prestaskólanum fer
hann strax til Vesturheims og
starfar þar í hópi hinna frjáls-
lyndu kennimanna, heldur
áfram námi og kynnist ýmsum
helztu enskumælandi leiðtogum
frjálslyndrar kirkju vestan hafs,
hámenntuðum mönnum og víð-
sýnum.
Förin vestur um haf hefir orð-
ið honum mikil námsför, — á
því er enginn eíi.
Sú för dró ekki úr áhuga hans
fyrir landi sínu og þjóð. Hann
hefir miklar mætur á Vestur-
íslendingum og telur að kynnin
við þá hafi glætt skilning sinn
og traust á íslenzku þjóðerni.
Heim kom hann víðsýnn
prestur og bjartsýnn maður á
íslenzkt þjóðerni og íslenzka
menningu.
Hann hafði ekki vaxið frá
uppeldisáhrifum móður sinnar,
— heldur vaxið af þeim og fyrir
þau undir góðum skilyrðum.
Áhrifatengslin eru auðfundin
í þessari fallegu visu, sem hann
hefir ort:
Skynjun helg og hugsjón góð,
heim og líf sem fegrar,
viðlag sé í unaðsóð
iðju hversdagslegrar.
Sú kenning, sem þessi vísa
flytur, er úr gleðiboðskap hins
raunmenntaða kennimanns.
Annríku menn! Unaðsóður
sólmánaðariðjunnar er fagur og
dýrðlegt viðlag hans, ef menn
yrkja það eins og vera ber. —
Við Húsvíkingar vorum
heppnir, að séra Friðrik Á. Frið-
riksson skyldi beina för sinni til
okkar, þegar hann fór heimleið
is að vestan.
Hann heilsaði okkur, hverj-
um og einum, svo glaðlega, þegar
hann kom, að við áttuðum okk-
ur varla á því strax, að þetta
væri prestur, heldur félagi, góð-
ur og skemmtilegur.
Nú er hann búinn að vera hér
í 13 ár, bæði ágætur kennimað-
ur og æskilegur félagi. Megi það
ekki á okkur sjá, er það ekkl
honum að kenna, heldur okkur.
Hann hefir viljað vera — og
verið — fulltrúi fyrir það, „sem
heim og líf fegrar.“
Ég leyfi mér fyrir hönd Húsa-
víkur að þakka honum störf
hans. Óska honum allrar ham-
ingju með framtíðina, — og lýsi
gleði minni yfir því, að hann
skuli ekki vera nema fimm-
tugur.
Húsavík, 12. júní 1946.
Karl Kristjánsson.
hefðu ekki nóg að bita og
brenna í sínum gömlu átthög-
um. Þeir komu hingað vegna
þess, aö þeir vildu, hver og einn,
vera frjálsir að þvi að hokra og
hugsa fyrir sér. — Þessir menn
stofnsettu hér þjóðveldi, sem
um persónufresli átti sér ekki
neina hliðstæðu á heimsbyggð-
inni. í skjóli þessa persónu-
frelsis dafnaði hér menning
sem átti sér um ágæti naum-
ast heldur neina hliðstæðu.
Látum oss í dag minnast þess.
að ef þessir frægu forfeður vor-
ir hefðu látið sér nægja að hafa
magann fyrir sinn guð, þá
hefði sú blómlega menning
aldrei orðið til.
Við höfum í dag valið okkur
samkomustað hérna úti í guðs
grænni náttúrunni. Bjarkirnar
haf slegið hring umhverfis pkk-
ur, til bekkja handa standa
fjöllin, þögulan og trúan vörð
og þarna niðri í gljúfrinu syng-
ur Eyvindaráin sama lagið, sem
hún söng á landnámstíð, þá er
hingað „komu feðurnir frægu
frjálsræðishetjurnar góðu, aust
(FramhaUl d 4. tUJuJ.
tiUfndatfréttii-
Sendimenn frá Gyöinglandi viö aigurhátíöina í Lundúnum. Á myndinni sjást Arabar, Gyðingar og Bretar
þarna austan að.
Eldhús
kollar
19.75
Aluminium-
Flautukatlar,
Skaftpottar,
Rifjárn,
Ostaskerar,
Steinktappar,
Kranaslöngur,
Rjómaþeytarar,
fyrir hótel.
HUSMÆBUB!
Chemía-vanlllutöflur eru ó-
viðjafnanlegur bragðbætlr í
súpur, grauta, búðlnga og alls
konar kaffibrauð. Ein vanillu-
tafla Jafngildir hálfri vanillu-
stöng. — Fást í öllum matvöru-
verzlunum.
cumm
Hollendingar rœkta mikið af blómum. Hér getur að líta yfir hollenzka
túlípanaekru.
FYLGIST MEÐ
Þið, sem 1 strjálbýlinu búið,
hvort heldur er við sjó eða 1
svelt Minnist þess, að Tlminn
er ykkar málgagn og málsvari.
Allir, sem fylgjast vllja með
almennum málum, verðað lesa
TÍMANN.
Viiiiilð ötulleya ft/rir
Tímann.
9. fulltrúaþiug'
ísl. barnakennara.
(Framhald af 2. siðuj
í stjórn sambandsins voru
kosnir: Ingimar Jóhannesson,
formaður, Pálmi Jósefsson, Arn-
grímur Kristjánsson, Guðjón
Guðjónsson, Guðmundur I. Guð-
jónsson, Jónas B. Jónsson, Árni
Þórðarson.
í varastjórn voru kosnir: Ár-
mann Halldórsson, Gunnar M.
Magnúss, Gunnar Guðmunds-
son, Stefán Jónsson, Arnfinnur
Jónsson.
Hafin er á nýjan leik starfrœksla í kolanámunum í Ruhr, en langt
verður þar til námurekstrinum verður komið i sama horf og hann var
fyrir stríðið. Hér sjást tveir þeirra, er þessum málum stjórna af liálfu
Bandamanna, vera að leggja á ráðin um aukningu kolanámsins þar. —
Verzlun Ingþórs
Slmi 27.
Selfoul.
Til að auka án«pe:.1uiia
Ingþói1 hefur ílest.
Þar að koma þð skalt muna
að þér er gjáU’um bezt.
$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$Í$$$Í$ÍÍ$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$S«5
UTBREIÐIÐ TIMANN