Tíminn - 04.07.1946, Side 1
RITSTJÓRI: i
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKN ARPLOKKURINN \
\
Símar 2353 og 4373 '
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \
30. árg.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A
Sími 2323
117. blað
óhagstæð úrslit í kjördæmunum utan bæjanna:
Framsóknarflokkurinn hefir tapaö tveimur
þingsætum og nokkur hundruð atkvæðum
Hann er þó áfram langstærsti flokkurinn
utan kaupstaðanna
Úrslit kosninganna eru nú kunn orðin í öllum kjördæmum,
nema í Norður-Múlasýslu. Samkvæmt úrslitum, sem Jtegar eru
kunn orðin, hefir Framsóknarflokkurinn fengið 14.257 atkvæði
cða 843 atkv. minna en í haustkosningunum 1942, Alþýðuflokk-
urinn hefir fengið 12.130 atkvæði eða 3689 atkv. fleira, Sósíal-
istaflokkurinn hefir fengið 12.949 atkv. eða 1958 atkv. fleira en
1942, ög Sjálfstæðisflokkurinn 26.083 eða( 3.330 atkvæðum fleira
en þá. Þess ber að gæta, að ekki eru talin í heildartölu Fram-
sóknarflokksins þau 357 atkvæði, sem óháðir Framsóknarmenn
fengu í Árnessýslu, því að listi þeirra var, vegna formgalla, úr-
skurðaður utanflokka, og um 150 atkv. hafa tapazt, miðað við
seinustu kosningar, vegna þess, að ekki var boðið fram að þessu
sinni í Norður-ísafjarðarsýslu og á Seyðisfirði, en frambjóðend-
ur Alþýðuflokksins studdir þar. Raunverulega er atkvæðatap
Framsóknarflokksins því ekki nema 300—400 atkv.
Flokkarnir hafa nú fengið þingsæti, eins og hér segir: SjálÍT
stæðisflokkurinn 19, unnið eitt (Gísli Sveinsson), Framsóknar-
flokkurinn 11, tapað 2, Kommúnistar 5, unnið 1, Alþýðuflokk-
urinn 4, óbreytt. Ekki er fullséð enn, hvernig uppbótarsætin
munu skiptast.
Hér fara á eftir úrslitin í þeim kjördæmum, sem ekki hefir áð-
ur verið sagt frá:
Danska lands-
liðið keppir hér
þrjá leiki
Ákveðið hefir verið, að danska
landsliðið, sem kemur hingað
til lands þ. 15. þ. m., keppi hér
þrjá leiki. Keppir það hinn 17.
júlí milliríkjaleikinn við ís-
lenzka landsliðið. Hinn 19. kepp-
ir það við íslandsmeistarana,
Fram, og hinn 21. verður síðasti
leikur við úrvarlslið úr Reykja-
víkurfélögunum.
í fyrradag skýrði nefnd sú,
sem annazt hefir allan undir-
búning undir móttöku liðsins,
blaðamönnum frá störfum sín-
um. Gat hún þess, að tekið yrði
á móti knattspyrnumönnunum
með mikilli viðhöfn og,að þeim
mundi verða sýndur margvís-
legur sómi, meðan þeir dveldu
hér. Hefði þeim verið útveguð
gisting í Stúdentagarðinum
gamla. Koma knattspyrnu-
mennirnir með Dro.ttningunni
og fara héðan flugleiðis til
Stokkhólms hinn 24. júlí.
Fararstjóri dönsku knatt-
spyrnumannanna verður Leo
Frederiksen, forseti danska
knattspyrnusamb. — Þá hef-
ir alþjóðasamband knattspyrnu-
manna skipað dómara til að
dæma milliríkjaleikinn. Er það
norskur maður, Th. Christen-
sen, að nafni. Þá verður einnig
með í förinni Gunnar Hansen,
en hann er einn kunnasti í-
þróttaútvarpsþulur Dana. Kem-
ur hann hingað á vegum danska
útvarpsins. Ennfremur fimm
blaðamenn frá stórblööunum í
Danmörku.
Sökum mikillar eftirspurnar
eftir aðgöngumiðum á leikina
hefir verið ákveðið að selja þá
sérstaklega og verður sölustað-
urinn auglýstur síðar. Verðið
er: 15 kr. stæði, 20 kr. stólsæti
og 25 kr. stúkusæti, og verða
sætin i hepni númeruð til þess
að koma í veg fyrir, að of mik-
ið verði selt í hana. Hið háa
verð miðanna stafar af því, að
K. R- R. og aðrir, sem sjá um
móttöku flokksins, kosta að öllu
leyti uppihald hans hér og ferð-
ir fram og til baka.
Þá hefir verið endanlega
gengið frá vali þeirra knatt-
spyrnumanna, • er æfa á fyrir
kappleikina við Dani. (
Voru 22 menn valdir og verða
þeir æfðir í nokkra daga, en
síðart velur Knattspyrnuráði, í
samráði við þjálfarann, 11 menn
í landsliðið. Þjálfari liðsins
verður Freddie Steele, þjálfari
K. Ry .
Hinir útvöldu eru: Albert
Guðmundsson V., Anton Sig-
urðsson Vík., Birgir Guðjónsson
K.R., Brandur Brynjólfsson Vík.,
Ellert Sölvason V., Frímann
Helgason V., Hafliði Jónsson K.
R., Hafsteinn Jónsson V., Hauk-
ur Óskarsson Vík., Hermann
Hermannsson V-, Hörður Óskars-
son K.R., Jón Jónsson K.R., Karl
Guðmundsson Fram, Kristján
Ólafsson Fram, Magnúg Guð-
mundsson Fram, Óli B. Jóns-
son K. R., Ríkharður Jónsson
Akranesi, Sigurður Ólafsson V.,
Sveinn Helgason V., Sæmundur
Gíslason Fram, Valtýr Guð-
mundsson Fram og Þórhallur
Einarsson Fram.
Eyðing tundurdufla
Samkv. skýrslu, sem Skipaút-
gerð ríkisins hefir nýlega bor-
izt frá Skarphéðni Gíslasyni í
Hornafirði, hefir hann dagana
19.—20. júní s. 1. gert óvirkt eitt
takkadufl og sprengt annað í
loft upp á Viðborðsfjöru vestan
Hornafjarðar.
Snæfellsnessýsla.
Þar var kjörinn Gunnar
Thóroddsen (S.) með 693 at-
kvæðum. Óiaíur Jóhannesson
(F.) fékk 512 atkvæði, Ólafur
Ólafsson (A.) 324 og Ólafur H.
Guðmundsson (Sós.) 64. — Á
kjörskrá voru 1803 ep atkvæði
greiddu 1618. Auðir seðlar voru
13 og 12 ógildir.
Við seinustu kosningar fékk
Gunnar Th. (S.) <762 atkvæði,
Bjarni Bjarnason (F.) 726 at-
kvæði Ólafur Friðriksson (A.)
81 og Guðmundur Vigfússon
(Sós.) 86.
Barðastrandarsýsla.
Kjörinn var Gísli Jónsson
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins með 608 atkvæðum, Halldór
Kristjánsson (F.) fékk 410 at-
kvæði, Guðmundur Hagalín (A.)
fékk 128 atkvæði og Albert Guð-
mundsson (Sós.) fékk "177 at-
kvæði. Á kjörskrá voru 1657, en
1348 kusu. Auðir seðlar og ó-
gildir voru 25.
Við seinustu kosningar fékk
Gísli Jónsson (S.) 695 atkvæði,
Bergur Jónsson (F.) fékk 565 at-
kvæði, Helgi Hannesson (A.) 109
og Albert Guðmundsson (Sós.)
97 atkv.
Vestur ísaf jarðarsýsla.
Þar var kjörinn Ásgeir Ás-
geirsson (A.) með 406 atkvæð-
um, Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, (F.) fékk 337 atkvæði, Ingi-
■ mar Júlíusson (Sós.) 28 og Axel
Túlinius (S.) 264. Á kjörskrá
voru 1170, atkvæði greiddu 1043.
Auðir seðlar voru 5 og 3 ógildir.
Við seinustu kosningar fékk
Ásgeir Ásgeirsson (A.) 384, Hall-
dór Kristjánsson(F.) 351, Gunn-
ar Össurarson (Sós.) 20 og Torfi
Hjartarson (S.) 350 aycvæði.
Norður-ísafjarðarsýsla.
Þar var kjörinn Sigurður
Bjarnason (S.) með 621 atkvæði,
Hannibal Valdimarsson (A.)
fékk 488 atkvæði og Jón Tímó-
teusson (Sós.) 60 atkvæði.
Landlisti Framsóknarflokksins
hlaut 28 atkvæði. Á kjörskrá
voru 1379, en ackvæði greiddu
1207. Auðir seölar voru 3 og 7
ógildir.
Við seinustu þingkosningar
hlaut Sigurður Bjarnason (S.)
672 atkvæði, Kristján Jónsson
(F.) 127, Barði Guðmundsson
(A.) 392, Aðalbjörn Pétursson
(Sós.) 41 ^tkvæði.
Strandasýsla.
Kosinn var Hermann Jónas-
son frambjóðandi Framsóknar-
flokksins og hlaut hann 461 at-
kvæði. Jón Sigurðsson (A.) fékk
39 atkvæði, Haukur Helgason
(Sós.) fékk 139 og Kristján Ein-
arsson (S.) 339 atkvæði. Auðir
seðlar og ógildir voru samtals
16. Á kjörskrá voru 1095, at-
kvæði greiddu 994.
Við seinustu kosningar hlaut
Hermann Jónasson (F.) 568 at-
kvæði, landlisti Alþýðuflokksins
13, Björn Kristmundsson (Sós.)
92 og Pétur Guðmundsson (S.)
185.
Vestur-Húnavatnssýsla.
Kosningu hlaut frambjóðandi
Framsóknarflokksins, Skúli
Guðmundsson kaupfélagsstjóri
Hvammstanga. Hlaut hann 314
atkvæði. Björn Guðmundsson
(A.) fékk 28 atkvæði, Guðbrand-
ur ísberg (S.) fékk 202 atkvæði,
Skúli Magnússon (Sós.) fékk 81
atkvæði, Hannes Jónsson utanfl.
fékk 93 atkvæði. Á kjörskrá
voru 849, en atkvæði greiddu
727. Auðir seðlar voru 8 og 1 ó-
gildur.
Við seinustu alþingiskosning-
ar voru úrslit þau, að Skúli Guð-
mundsson (F.) fékk 348 atkvæði,
Guðbr. ísberg (S.) 215, Skúli
Magnússon (Sós.) 69 og landlisti
Alþýðuflokksins 20.
Skagafjarðarsýsla.
Þar voru kjörnir Steingrímur
Steinþórsson efsti maður á lista
Framsóknarfiokksins og Jón
Sigurðsson efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins. Listi Fram
sóknarflokksins fékk 865 atkv.,
listi Sjálfstæðisfl. 651, listi Al-
þýðuflokksins 194 og listi Sós.
112. Á kjörskrá voru 2236, en
atkvæði greiddu 1856. Auðir
seðlar voru 14 og 20 ógildir.
Við seinustu kosningar fékk
listi Framsóknarflokksins 1050
atkvæði, listi Alþýðufl. 89, listi
Sós. 84 og listi Sjálfstæðisfl. 713
atkvæði.
Eyjafjarðarsýsla.
Þar voru kjörnir Bernharð
Stefánsson efsti maður á lista
Framsóknarflokksins og Garðar
Þorsteinsson, efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins. Listi Fram-
sóknarflokksins fékk 1295 atkv.,
listi Alþ.flokksins 213, listi Sós.
366 og listi Sjálfstæðisflokksins
810 atkvæði. Á kjörskrá voru
3146, en atkvæði greiddu 2719.
Auðir seðlar voru 25 og óg. 10.
Við seinustu kosningar fékk
listi Framsóknarflokksins 1373
atkvæði, listi Alþýðufl. 73, listi
Sós. 294 og listi Sjálfstæðisfl.
j 796 atkvæði.
Suður-Þingeyjarsýsla.
Þar var kjörinn Jónas Jóns-
son, sem taldi sig Framsóknar-
mann. Fékk hann 834 atkvæði,
Björn Sigtryggsson, frambjóð-
andi Framsóknarflokksins, fékk
541 atkvæði, Bragi Sigurjónsson
(A.) fékk 116 atkvæði, Jónas
Haralz (Sós.) fékk 332 atkvæði
og Leifur Auðunsson (S.) 107.
Landlisti Framsóknarflokksins
fékk 32 atkv. Á kjörskrá voru
2395, en atkvæði greiddu 1984.
Auðir og ógildir seðlar voru 22.
Við seinustu þingkosningar
fékk Framsóknarflokkurinn
1157 atkv., Sósíalistafl. 336,
Sjálfstæðisflokkurinn 218 og Al-
þýðufl. 74. í vorkosningunum
sama ár fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn 348 atkvæði, en þá var
betri kjörsókn en um haustið.
Björn Sigtryggsson og landlisti
Framsóknarfl. fá því nú um
helming af því fylgi, sem J. J.
fékk 1942, og hefir J. J. því kom-
izt inn með tilstyrk íhalds-
manna.
Norður-Þingeyjarsýsla.
Þar var kjörinn Björn Krist-
jánsson frambjóðandi Fram-
sóknarflokksins með 558 at-
kvæðum. Jón P. Emils (A) fékk
71 atkvæði, Klemens Þorleifs-
son (Sós) 59 og Óli Hertervig
(S) 148 atkvæði. Á kjörskrá
voru 1010 en atkvæði greiddu
840.'\Auðir seðlar voru 3 og 1
ógildur.
Við seinustu þingkosningar
fékk Gisli Guðmundsson (F)
590 atkvæði, Landslisti Alþýðu-
flokksins 18, Kristjján Júlíusson
Úrslit þing-
kosninganna
í blaðinu á morgun mun
birtast grein eftir Her-
mann Jónasson, formann
Framsóknarfl. um úrslit
þingkosninganna.
(Sós) 61 og Benedikt Gíslason
(S) 106 atkvæði.
Suður-Múlasýsla.
Þar voru kosnir efsti maður á
lista Framsóknarflokksins Ing-
var Pálmason og efsti maður á
lista Sós. Lúðvík Jósefsson.
Listi FramsóknaVflokksins
hlaut 1296 atkvæði, listi Al-
þýðufl. 231 atkvæði, listi sós. 714
og listi Sjálfstæðisfl. 505. Á
kjörskrá voru 3125 en 2779
greiddu átkvæði. Auðir seðlar
voru 18 og 15 ógildir.
Við seinustu kosningar fékk
listi Framsóknarflokksins 1257
atkvæði, listi Alþýðufl. 245, listi
Sós. 548 og listi Sjálfstæðisfl.
543 atkvæði.
Austur-Skaftafellssýsla.
Þar var kjörinn Páll Þor-
steinsson frambjóðandi Fram-
sóknarflokksins með 288 atkv.
Landslisti Alþýðufl- fékk 4 at-
kvæði, Ásmundur Sigurðsson
(Sós.) fékk 133 atkvæði, Gunn-
ar Bjarnason (S) fékk 234 at-
kvæði. Á kjörskrá voru 745 en
atkvæði greiddu 673. Auðir
seðlar voru 7 og 7 ógildir.
Við seinustu þingkosningar
fékk Páll Þorsteinsson (F) 294
atkvæði, Landslisti (A) 4. Ás-
mundur Sigurðsson (Sós.) 102
og Helgi Hermann Eiríksson (S)
211 atkvæði.
T undur spillarnir
á ytri höfninni
í fyrradag komu hingað á
ytri höfnina tveir brezkir tund-
urspillar og munu þeir hafa hér
viðdvöl í eina til tvær vikur.
Þessif tundurspillar eru hér á
vegum Skipaútgeröar ríkisins og
hafa þeir að undanförnu verið
fyrir Austurlandi við tundur-
duflaeyðingar- Hafa þeir nú
lo'kið þessu starfi sínu þar í
bráð, en að viku liðinni munu
þeir halda til Grænlandshafs og
hefja tundurduflaeyðingar á
þeim slóðum.
í gær komu enn nokkrir tund-
urspillar til viðbótar og eru þeir
á sömu leið og hinir.
Varðbátunum skilað
aftur til Bretlands
Samkomulag hefir náðst við
brezka flotamálaráðuneytið um
að það gefi kost á að hinum
Stjórnarliðið fagnar
stundarsigri
Eysteinn Jónsson•
Þau úrslit, sem stjórnarliðar
fagna mest yfir I þessum kosn-
ingum, eru fall Eysteins Jóns-
sonar í Suður-Múlasýslu.
Eysteinn Jónsson var þar í
sæti, sem stjórnarflokkarnir
ætluðu að taka af Framsóknar-
flokknum með stjórnarskrár-
breytingunni 1944, en heppnað-
ist það þá ekki vegna hinna
miklu vinsælda Eysteins í sýsl-
unni. Þegar framboðin voru á-
kveðin í vor, þóttu litlar líkur
til, að E. J. myndi geta haldið
sætinu, þar sem veruleg fækk-
un hafði orðið í sveitunum og
vitað var, að Sósíalistum hafði
aukizt fylgi. Margir vildu því
hafa E. J. í fyrsta sæti, en hon-
um var það fjarri skapi að víkja
úr baráttusætinu.
f engu kjördæmi var háð
haröari barátta í þessum kosn-
ingum en í Suður-Múlasýslu,
því að stjórnarliðum þótti ekk-
ert eftirsóknarverðara en að
fella þennan glæsilegasta bar-
áttumann Framsóknarflokksins.
Þrátt fyrir þessa hörðu aðsókn
stjórnarliðsins, tókst E. J. að
hækka atkvæðatölu flokksins í
Suður-Múlasýslu verulega, og
Framsóknarflokkurinn fékk þar
raunverulega hagstæðustu úr-
slitin í þessum kosningum,
þótt það nægði ekki til að bjarga
þingsætinu.
Stjórnarliðið er að vonum
kampakátt yfir þessum úrslit-
unji, og þó alveg sérstaklega
Morgunblaðið, er lét enn meiri
fögnuð í ljós en sjálfur Þjóð-
viljinn. En þessi fögnuður
stjórnarliðsins mun ekki verða
langær, því að það mun fljótt
fá að finna, að Framsóknar-
flokkurinn nýtur enn starfs-
krafta E. J. óskertra og undir
öruggri og framsækinni forustu
hans mun flokkurinn rétta hlut
sinn aftur og bæta það meira
en til fulls, er tapazt hefir að
þessu sinni.
þrem hraðbátum verði skilað og
kaupverðið endurgreitt, enda
verði því varið til kaupa eða
smíði á nýjum skipum í Bret-
landi, ef viðunandi verðtilboð og
samningar názt. Nefnd sú, er
dómsmálaráðuneytið skipaði til
þess að athuga varðskipamálið,
taldi að eigi væri völ á hentug-
um skipum í skiptum fyrir hin
og mun leggja til að sérstök
varðskip verði smíðuð til strand-
gæzlunnar, og nú þegar er vitað
að unnt er að fá slík skip smlð-
uð í Bretlandi.