Tíminn - 04.07.1946, Síða 2

Tíminn - 04.07.1946, Síða 2
2 TÍMBfflí, fimmtiidagiim 4. julí 1946 117. blað Fimmtudayur 4. jjúlí Kosningaúrslitin Kosningaúrslitin eru nú orðin kunn. Þau hafa orðið talsvert.á aðra leið en vænta mátti. Fram- sóknarflokkurinn er eini flokk- urinn, sem orðið hefir fyrir tapi, þar sem hann hefir misst tvö þingsæti og nokkur hundruð at- kvæða. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar ýmist staðið í stað eða unnið á. Ástæðurnar til þessara óeðli- legu úrslita eru vafalaust marg- ar. Sú er þó tvímælalaust veiga- mest, að þjóðin veður enn í vímu stríðsgróðans, sér því ekki háskann, er henni stafar af dýr- tíðinni, og skeytir því ekki um varnaðarorð. Dýrtíðarstefna stjórnarflokkanna á því enn allmikið fylgi, og barátta Fram- sóknarflokksins gegn dýrtíðinni er enn ranglega metin. Fram- sóknarflokknum var það alltaf ljóst, að barátta hans gegn dýr- tíðinni myndi verða óvinsæl meðan stríðsgróðavíman héld- ist. Hann kaus samt heldur að rísa gegn straumnum og reyna að bjarga því, sem bjargað yrði, þótt það kostaði hann pólitískar óvinsældir, en að fara í slóð Jiinna flokkanna að yfirgefa. rétta stefnu vegna þess, að það væri álitlegra til kjörfylgis. Það verður Jþví ekki fyrr en stríðs- gróðavímunni lýkur og kaldur veruleikinn kemur til sögunnar, sem Framsóknarflokkurinn mun uppskera laun sín. Önnur veigamikil ástæða fyr- ir fylgisrýrnun Framsóknar- flokksins er sá harðvítugi og þrautskipulagði áróður, sem stjórnarflokkarnir hafa sam- einazt um gegn honum og hefir verið fólginn í því að reyna að stimpla hann sem afturhalds- flokk, er væri andvígur fram- förum og endursköpun atvinnu- lífsins. Þeir hafa haldið því fram, að stefna stjórnarflokk- anna væri hin eina sanna ný- sköpunarstefna, þótt hún miði hins vegar fyrst og fremst að því að draga úr rhöguleikunum til stórfelldrar nýsköpunar, og allir andstæðingar hennar væru því kolsvartir afturhaldsmemr. Upp- skeran af þessum áróðri hefir ekki orðið nema að takmörkuðu leyti sú, sem verkalýðsflokkarnir gerðu sér vonir um, því að hann hefir komið framfarastimpli á Sj álfstæðisflokkinn og ýmsir virðast því hafa glæpzt til að líta á hann sem hinn eina sanna umbótaflokk í landinu. Það hefir ekki heldur átt lít- inn þátt í þessum kosningaúr- slitum, að heildsalar og aþrir braskarar eru fyrir tilverknað verkalýðsflokkanna orðnir margfalt fjársterkari en þeir hafa nokkru sinni áður verið. Þessir menn lögðu gífurleg framlög í kosningasjóð Sjálf- stæðisflokksins og' flokkurinn lét því ekkert ógert í kosningun- i\m, sem hægt er að gera fyrir peninga. Megnið af fylgisaukn- ingu Sjálfstæðteflokksins má rekja til þessarar uppsprettu, sem verkalýðsflokkarnir hafa raunverulega afhent honum. Það er rangt, sem komið hefir fram í andstæðingablöðunum, að Framsóknarflokkurinn hafi yfirleitt tapað í sveitunum. Þeg- ar' þess er ’gætt, að kjósendum mun hafa fækkað í sveit- unum um 2—3 þiisund, og Framsóknarflokkurinn hefir átt um % af atkvæðamagninu þar, er ljóst, að flokkurinn hefir frekar unnið á en tapað þar. Það Sitt Áhorfandi: úr hverju Orður og titlar horni Langt er síðan svonefndir I þar oft fyrir að fara, en hinir þeim. — Það má heita óvinnandi þjóöhöfðingjar mundu upp á því að sæma menn „heiðursmerkj- um,“ útdeila kroSsum og nafn- bótum, er vera skyldu viðurkenn- ingarvottur fyrir vel unnin störf í þágu þjóðfélagsins. — Danne- brogsorðan var stofnuð af Kristjáni 5. Danakonungi 12. okt 1671. — Voru þá í fyrsta skipti 19 menn sæmdir orðunni. Ekki leið þó á löngu þar til þessum, að ýmsu góða tilgangi var í villu snúið. — Þjóðhöfð- ingjar og hirðgæðingar þirra út- býttu þá oft krossum og nafn- bótum til vildarvina sinna, sem sóttust eftir teiknunum. — En þó mun oftast hafa verið gætt þess, að láta nokkra veröleika- menn fljóta með, til þess að ekki yrði með öllu sýnt tilgangsleysi þeirra. Fyrst.voru nafnbæturnar mest notaðar hér á landi, og voru þær nefndar etazráð, justisráð, kammerráð, og konferenzráðs- nafnbætur. Þessar nafnbætur voru nær eingöngu veittar æðri embættismönnum landsins.. Síðar komu krossarnir, og þó fáir fyrst í stað, en fjölgar eftir því sem árin liðu, og náðu víst hámarki við konungskomuna 1907. Talið var að konungur útbýtti krossum og nafnbótum, en vit- anlega áttu þar ýmsir uppá- stungu. Hér. á landi mun það hafa tíðkazt að embættismenn bentu á verðúga „brossbera," sýslumenn oft á bændur, en lík- lega bændahöfðingi á embættis- menn og biskup á prestana. Einkennilega óhöndugleg þótti krossaúthlutunin oft og tíðum. — Má sjá þess merki í blöðunum fyrr og síðar. — Einkum vakti það athygli að hinir æðri em- bættismenn voru jafnan kross- aðir, án sýnilegrar ástæðu ann- arar en þeirrar, að þeir höfðu hlotið embættin. — Þetta mun hafa verið venja á þeim tímum. — Þá er líka víst að hinir stjórn- hollu embættismenn (konung- kjörna liðið o. fl.) voru krossað- ir, þótt litlum verðleikum væri er vjð sjávarsíðuna, sem tap flokksins er. Hins vegar verður það að viðurkennast, að flokkur- inn hefir ekki unnið eins mikiö á í sveitunum og vænta mátti og afleiðingar þess munu bænd- ur fljótlega finna í verkum stjórnarflokkanna. Rógskrif Jónasar Jónssonar um flokkinn eiga vafalaust nokkurn þátt í þessu og hefir hann því fu.ll- launað íhaldinu stuðninginn í Suður-Þingeyj arsýslu. Þótt kosningaúrslitin séu ó- hagstæð fyrir Framsóknar- flokkinn, munu þau verða hon- um gagnleg. Það má margt af þeim læra. Framundan pru hörð átök í íslenzkum /stjórnmálum, því að þótt þjóðin þoli okurvald braskaranna meðan stríðsgróða- víman er ríkjandi, mun hún rumska við og heimta meira réttlæti og jafnræði þegnanna. í þeim átökum mun það sjást, hvort Framsóknarflokkurinn verðskuldar þann afturhalds- stimpil, sem ranglega hefir verið reynt að koma á hann, og hvort ekki muni þá frekar liggja eftir hlutur þeirra, sem undanfarið hafa látizt vera mestir umbóta menn og beztir vinir smáfram- leiðenda og launamanna í land- inu. harðsvíruðustu stjórnarand- stæðingar urðu þarna með öllu afskiptir krossunum, svo sem t. d. Benedikt sýslumaður Sveins- son. Þegar samhandslögin tóku gildi, og landið var viðurkennt fullvalda ríki, gerðist þáverandi ríkisstjórn og ýmsir þingmenn óðfúsir þess að stofna til ís- lenzkrar orðu. — Varð Fálka- orðan til úr því. Til þess að gefa útdeilingu krossanna lýðræðis- legri blæ var kosin sérstök orðu- nefnd, er útbýta skyldi djásn- inu meðal hinna verðugu. Hefir staðið svo síðan, en þó mun ís- landsforseti hafa rétt til að sæma menn krossum. Sagt er að í upphafi væri gert ráð fyrir því meðal þingmanna, er að stofnun orðunnar stóðu, að orðan yrði einkum notuð til að sæma með erlenda menn, er gert hefðu landinu stórgreiða eða aukið sæmd þess á erlendum vettvangi. En þetta hefir farið á annan veg. — Krossar hafa ílotið í stríðum straumum árlega, og við hvert þénanlegt tækifæri. — Fregnir ganga af því, að agent- ar hafi verið úti til að herja á nefndina um kross handa hé- gómagjörnum kunningjum sín- um. Það mun eiga að hafa verið til að verja nefndina ásökunum um handahófsútdeilingu „sakra- mentisins," að nú er tekið að birta í útvarpinu greinargerð fyrir „krossfestingunum," hlust- endum til mikillar skemmtunar á sinn hátt. Þar eru tíndir fram einhverjir verðleikar viðkomandi manna, rétt eins og verið væri að brýna nefndina með því að hún hefði sæmt algerlega verðleikalausa menn krossi. — (Innan sviga mætti þó geta þess, að nálægt hefir legið að þetta hafi hent). — Þetta minnir á einkunnir þær, sem hin fræga bók „Hver er maðurinn?“ gefur sumum sínum mönnum. — Þar er sagt að þessi og hinn hafi verið „atorkumað- ur“, frábær dugnaðarmaður, annar málfylgjumaður o. fl o. fl. Þetta getur máske staðizt um s’uma þeirra, en er þó alltof þykkt smurt og fjarstæða um nokkra. En það sem máli skiptir í því sambandi er, að um'fjöl- marga landsmenn aðra mætti viðþafa svipuð ummæli, svona í óbeinum orðum. Sama er að segja um „greinargerð“ orðu- nefndarinnar. —• Það má finna fjölda af landsmönnum af öllum stéttum, er segja má að unnið hafi landi sínu og þjóð gagn eða sæmd, hver í sínum verkahring, — svo þetta tæki sig vel út í út- varpi, og ekki unnt að mótmæla slíkri lýsingu. — En hverju eru menn bættari við svona al- menna lýsingu? Sannast hér ennþá að full- orðnir menn eru oft mestu börnin. Á þá að leggja niður krossana, hætta að útdeila djásninu? — Líklega er það alls ekki vert. Hugmyndin, sem á bak við krossana cg, nafnfcæti.rnar ligg- ur, er ao trym ’usilbrigð. — En hér hefir r .; ; j i mörgum efn- um öðrum a sæmilegri hugmynd verið traðkað. — Ekki er það allt úthlutunarnefndinni, né öðrum veilindum krossanna að kenna. Úthlutunarreglurnar hafa víst verið allt of ónákvæmar og rúm- ar til þess að unnt væri að fylgja vegur að gera upp á milli margra manna í þessum efnum sem mörg/im öðrum. — Kunnings- skaparsamband, frændsemi og sjálfsagt að einhverju leyti flokkapólitík, gera niðurstöður nefndarinnar vafasamar, jafn- vel ámælisverðar — ef menn leggja sig á annað borð niður við að veita þessum málum at- hygli. — Venzlamenn og kurin- ingjar hinna og þessára kross- menna (oft .raunar að hinum krossuðu óafvitandi) hafa verið á stjái, og fengið oft ólíklegustu menn sér til liðveizlu. — Þegar svo vesalings orðunefndin hefir átt aö gera upp á milli hinna mörgu, sem kunningjarnir hafá borið á bænarörmum hefir krossatalan, sem fyrirhuguð hafði verið, ekki hrokkið til — því mun hafa verið tekinn upp sá háttur að hafa aukaúthlutun oftar á árinu, en annars var 1. desember áður úthlutunardag- urinn, og láta þá nokkra náunga fljóta með. Mundi þetta hafa verið nefnt „svindl“ á venjulegu slarkmáli, en það er hvoru tveggja að sá kvilli er nú svo útbreiddur á landi voru, að menn eru hættir að verjast þeirri sýki, líkt og kvef- sóttinni, og hitt, að fjárhagslega skiptir þetta ekki miklu. Það, sem ge'ra ber í þessu efni, er að útbýta einungis einum krossi árlega af tegund hverri. — Þessi sami háttur eða svipað- ur er hafður t. d. um verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX., og úr ýmsum fleiri sjóðum og gefst vel.' Ef úthlutendur fyndú enga sérlega hæfa til að öðlast djásn- ið, eitt eða fleiri, ætti að sjálf- sögðu að láta úthlutunina falla niður. Þegar svona væri komið mundi orðan fyrst öðlast verulegt gildi. Erlenda menn á hins vegar að (FramTiald d 4. síOu). 4 ðíiaðanai Svar sveitakonunnar. Athyglisverður atburöur gerð- ist á einum framboðsfúndinum í Mýrasýslu. Á fundinum var stödd kona, sem áður hafði unn- ið allmikið í alþýðusamtökunum í Reykjavík og fylgt Alþýðu- flokknum að málum, an var nú búin að vera í sveit í nokkur ár. Þegar frambjóðandi Alþýðu- flokksins hafði lokið frumræðu sinni á fundinum með þeim orðum, að allir sem fylgdu fram- förum og jafnrétti, kysu Al- þýðuflokkinn, kallaði kona þessi hátt og skýrt, svo að heyrðist um allan salinn: Allt það sveita- fólk, sem ekki vill láta traðka á sér, kýs Framsóknarflokkinn í þessum kosningum. Hefði sveita- fólkið yfirleitt sýnt slíka sjálf- sagða stéttartilfinningu og stétt- armetnað, hefðu úrslitin orðið önnur í þessum kpsningum, og þá myndi líka hafa verið íekið öðruvísi á hagsmunamálum bænda á hausti komanda en nú er útlit fyrir. Skrum Mbl. um sigur stjórnarstefnunnar. Eins og vænta mátti, reynir Mbl. að hamra á því, að kosn- ingaúrslitin séu sigur fyrir stjórnarstefnuna. Það mátti alltaf búast við því, að þessar yrðu þakkirnar, sem stjórnar- andstæðingar í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum fengju fyrir að safna fylgi á þessa flokka. Eða heldur Mbl. að það hafi verið sigur fyrir stjórnarstefnuna, að Alþýðu- flokkurinn jók fylgi sitt í Reykjayík vegna þess, að hann hafði Gylfa Þ. Gíslason í kjöri, en hann lýsti sig eindreginn andstæðing stjórnarinnar í verzlunar- og skattamálum? Eða heldur Mbl., aö fylgisaukn- ing Guðmundar I. Guðmunds- sonar í Gullbringu- og Kjósar- sýslu hafi verið sigur fyrir stjórnarstefnuna, en Ólafur Thors sannaði á hann á öllum framboðsfundum að hann hefði verið andvígur myndun ríkis- stjórnarinnar? Eða er sigur Gísla Sveinssonar sigur fyrir stjórnarstefnuna, en hann lýsti sig andvígan henni á öllum framboðsfundunum? Og siöast, en ekki sízt: Er það sigur fyrir stjórnarstefnuna, að Björn Ól- afsson dró mikið fylgi að lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, þótt Ólafur Thors og Bjarni Ben. launuðu það með þeim drengskap, sem af þeim mátti vænta? Nei, Moggi sæll, kosningaúr- slitin eru ekki sigur fyrir stjórnarstefnuna. En með þeim blekkingum sínum, að bjóða fram stjórnarandstæðinga, tókst stjórnarflokkunum að villa kjós- endunum sýn og komast hjá fylgistapi af völdum stjórnar- stefnunnar. Kosningaúrslitin .sýna því ekki áð neinu leyti, að stjórnarstefnan eigi fylgi að fagna heldur hitt, að stjórnar- flokkunum heppnist þessi blekk- ing. Sagnvísindi Mbl. um kosningaúrslit fyr og- nú. Morgunblaðið hefir undanfar- ið reynt að hampa því, aö það sé óþekkt fyrirbrigði hér á landi, að stjórnarandstæðingar tapi i kosningum. Ritstjórarnir ættu að kynna sér sögu Sjálfstæöis- flokksins áður en þeir gerðu sig bera að slíkri þekingarvillu. Eða hver var t. d. sigur Sjálfstæðis- flokksins eftir að h^fa verið í andstöðu við stjórri Tryggva Þórhallssonar í kosningunum 1931? Og hver var sigur Sjálf- stæöisflokksins eftir að hafa verið í andstöðu við stjórn Her- manns Jónassonar í kosningun- um 1937? Mbl. ætti að segja frá þessu áður en það heldur því oftar fram, að það væri alveg ó- þekkt, að stjórnarandstæðingar töpuðu í kosningum. Alltaf þegar Framsóknar- flokkurinn hefir farið með stjórn, hefir stjórn hans reynst þaö vinsæl, að hann hefir ekki að- eins aukið atkvæðamagn sitt í þingkosningum, heldur einnig þingmannatölu. En hver verður fjölgun þingmanna Sjálfstæð- isflokksins eftir þessar kosning- (FramJiald á 4. síOu). S. K. Steindórs: Hugvekja um handlritamáBið Innan skamms á að hefja samningagerð milli Dana og íslend- inga um endurheimt og heimsendingu ýmsra íslenzkra h andrita og heimildarskjala, er flutt voru héðan á sínum tíma með ýmsum hætti og síðan hafa verið geymd í dönskum söfnum. Þetta er mál, sem mjög mikilvæjjt er fyrir okkur, og íslenzkar sögurann- „sóknir, en Danir á hinn bóginn tregir til þess að láta verðmæt og merkileg skjöl og handrit af höndum. — S. K. Steindórs skrifar hér um þessi mál. I. Það er væntanlega ástæðu- laus uggur, að þjóðrækni og ættjarðarást fari þverrandi vor á'meðal; enda næsta ólíklegt að svo væri, á þeim tímum sem íslenzka þjóðin á við betri kjör aö búa, og getur að ýmsu leyti litið bjartari augum á framtíð- ina en nokkurru sinni fyrr í allri sögu sinni. — Þó er það svo, að þeim er þetta ritar, virðist almennt gæta alveg ó- trúlega mikils sinnu- og áhuga- leysis í sambandi við væntan- lega samninga, um heimflutn- ing íslenzkra handrita og ann- arra menningarverðmæta, sem á undangengnum öldum, hafa fyrir ófarsæla rás viðburðanna og með misjafnlega heiðarleg- um hætti verið flutt héðan af landi burt, og að vefulégu leyti eru ennþá geymd í söfnum í Danmörku. Svo djúpstætt er sinnuleysiö í sambandi við þessi atriði, að ýmsir góðir íslendingar, og það menn, sem telja sér fátt eitt ó- viðkomandi, telja handritamál- ið algert'hégómamál. sem varla sé ómaksins vert að ræða um. — Er það þó háskalegur mis- skilningur, nema annað verra sé. Hér er um svo mikilvægt menningar-, og þjóðræknismál að ræða, að sannarlega er þörf á einhuga samstillingu allrar ís- lenzku þjóöarinnar, um endur- heimtingu allra þeirra íslenzkra menningarverðmæta, sem vitað er um og finnast kunna í söfn- um í Danmörku. Ef íslenzka þjóðin væri ein- huga um þetta atriði, myndi þaö styrkja mjög og auðvelda aðstöðu íslenzku samninga- mannanna, hverjir sem þeir kunna að verða, þegar sámning- arnir um þessi og fleiri mál hefjast, einhvsrn af næstu mánuðum. — Þýðingarmikið væri það einnig gagnvart dönsku samningamönnunum, að þeir yrðu þess varir, að almenn- ur áhugi og eindrægni ríkti vor á meðal um þessi mál. Endurheimt handritanna, er svo mikilsvert atriði, að mér virðist , það yfirskyggja allt annað, frá þjóðræknislegu sjón- armiði, nú í svipinn. — Þaö er blátt áfram mál málanna, þar til það hefir verið leyst á þann eina hátt, sem við getum sætt okkur við. — En það er, að full og refjalaus skil séu gerð á þeim menningarverömætum sem viö eigum í Danmörku og við megum með engu móti missa. Það hefir verið óeðlilega hljótt um handritamálið að undanförnu, og ekki annað um það ritað, en greinar, sem birzt hafa af gefnu tilefni, sem svar við grein frú Lis Jakobsen, og á hún þannig þakkir skiliö, fyrir að hafa komiö af stað nokkurri hreyfingu um þetta efni, og sérstaklega á hún þakk- ir skildar, fyrir hiná fjandsam- legu hreinskilni sína, í garð okkar íslendinga, sem líklegt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.