Tíminn - 12.07.1946, Blaðsíða 3
123. blað
TtMlNN, föstudaginn 12. júlí 1946
3
Hjörtur G. Laxdal,
hárskeri, Sauðárkróki.
F. 21/12. 1908. D. 12/5. 1946.
Dugar ei lengur deyfð né hik
dáni' vinur, góði.
Aðeins nokkur augnablik
offra ég þér í ljóði.
Innst í sál mér samt ég finn
sorgarinnar húmið,
er ég bar þig andaðan
upp 1 grafarrúmið.
Þó fatlaðan líkams fenglr
skammt,
fagran barstu skjöldinn.
Þú varst höfði hærri samt
heldur en allur fjöldinn.
Á sjó og landi fær í flest,
fas þitt dugnað krýndi,
hver þín ytri athöfn bezt
innri manninn sýndi.
Hjá þér þekkti ei þjóðin tál,
þú varst æ til bjargar.
Með vinum sífellt sazt við skál,
samt voru þær of margar.
Sveik ei það sem Guð þér gaf,
göfugleiknas nauztu.
Föður- og móður- ættum af
allt það bezta hlauztu.
Yfir fjörðinn út frá þér
indæl minning stafar.
Áður fengu engir hér
aðra eins fylgd til grafar.
Sýndu orðin saknaðar,
að sakir fundust léttar.
Fegurst vottorð veitti þar
vörður laga og réttar.
Lifðu sæll í ljóssins höll,
laus við jarðar amann.
Hafðu þökk fyrir árin öll,
er við vorum saman.
Heit er móður minningin,
mig hún bað að færa
hjartans þakkir, síðsta sinn,
syninum hjartakæra.
Vinahópnum hér og þar
í hörmum launi drottinn,
- öllum, sem að samúðar
sýndu dýran vottlnn.
Vökull andi veit ég þinn
vorsins dýrð mun lofa.
Guð sé með þér, góði minn,
gott er að mega sofa.
Gísli Ólafsson.
Hjörtur G. Laxdal.
Ævi hans var ekki björt,
örlögin að skuggum hlóðu.
En allir þeir, sem þekktu Hjört,
þekktu hann að öllu góðu.
Hreystilega byrði bar
bernskunnar frá liðnum dögum.
En hversu þrauta þung hún var
þar um fór hann engum sögum.
Lundin hans var heit og ör,
hreinskilni og tryggð í geði.
Aldrei brast hann frækni og fjör
er íramtakið hans gerðum réði.
Vina sinna vinur hann
var svo langt af öðrum bæri.
Mörgum sagði sannleikann
svo, aö ei til kvaddur væri.
Dularbúinn hlátraham
hendi hann skop að meinum
sinum.
Ég þann lærdóm af því nam
að una betur högum mínum.
Hann var gæddur höfðingslund,
hreystina ei bar á vörum.
Hann fékk valdið, máttkri mund
meini blöndnum ævikjörum.
Endurborinn ég hann veit
íturvaxinn, hraustan, glaðan,
dvelja í góðra drengja sveit.
í draumi birtist hann mér
þaðan.
Sig. Sigurðsson frá Vigur.
nmr
í haust kemur út vönduð og' ódýr heildarútgáfa íslendingasagna. Sögurnar verða i 12 bindum, en auk þess fylgir nafnaskrá
yfir allt verkið í sérstöku bindi. — í þessum bindum eru 120 sögur og þættir. 28 þeirra eru ekki í fyrri heildarútgáfum og sex af
þeim hafa aldrei verið prentaðar áður. — Skraut-upphafsstafir verða fyrir hverri sögu og þætti, pappír vandaður, letrið skýrt,
og allt verður þetta svo ódýrt miðað við núverandi gildi peninga og bókaverð, að slíkt lcostaboð hefir íslendingum aldrei verið
boðið. Öll bindin, 13 að tölu, 120 sögur og þættir, kosta aðeins 300 krónur — þrjú hunduð krónur — og eru þetta þó um 5600
blaðsíður.
Tekizt hefir að útvega hérlendis (hjá Bókfell h.f.) band á bækurnar, sem er varla helmingur venjulegs bókbands og lik-
lega ódýrara, en hið erlenda tilboð er áður var auglýst. Skinnband á hverja bók kostar aðeins kr. 9.50 eða kr. 123.50 samtals
á 13 bindin. — Alit verkið í skinnbandi kostar því aðeins kr. 423.50, og er þetta verð líkara bókaverði fyrir stríð en bókaverði
arsins 1946.
'afnaóKrcun
Nafnaskrá verður i sérstöku bindi og er þaö bindi i rauninni KAUPBÆTIR fram yfir það, sem upphaflega var lofað. Hún
mun gera þessa útgáfu ómissandi fyrir alla, jafnvel fyrir fræðimenn, sem eiga allar eldri útgáfur. Er sagt frá Gunnari á
Hlíðarenda í fleiri sögum en Njálu? Líttu í nafnaskrána. Hvar er sagt frá ýmsum íslenzkum höfuðbólum, frá bænum þínum?
Gættu í nafnaskrána. Hún verður töfralykill að gullkistu fornsagnanna og næsta furðulegt, að hann skuli ekki hafa verið
smíðaður fyrir löngu.
Islenzka þjóðin stendur nú á miklum timamótum, með sitt nýstofnaða lýðveldi í heimi, sem er fullur af viðsjám og hættum.
Nú ríður á að efla íslenzka þjóðmenningu og sjáífstæðishug til sóknar og varnar, hvað sem yfir kann að dynja. — „Eggjar nú
móðir vor oss lögeggjan“ — er kjörorð þessara ára. Og það hefir komið í ljós með nýjum áhuga almennings, yngri sem eldri, að
þjóðin skilur, að dýrmætustu íornmenntir hennar og framar öllu íslendinga sögur eru vopn og verjur, sverð og skjöldur, sem
verður að neyta betur en nokkru sinni fyrr. Þær brýna til nýrra afreka, til öruggrar gæzlu frelsisins. íslendingar heimta hin
fornu handrit sín aftur heim. Sú krafa verður því öflugri, sem þeir sýna umheiminum betur hvers þeir meta þessar bókmennt-
ir. Það er fyrirætlun íslendingasagnaútgáfunnar, ef hún fær svo marga áskrifendur, að ágóði verði af, að verja honum meðal ann-
ars til þess að senda útgáfuna að gjöf til bókasafna og fræðimanna erlendis, sem nú geta ekki keypt íslenzkar bækur, til þess
að útbreiða þekkingu á íslenzkum inenntum og styrkja og styðja málstað íslendinga gagnvart umheiminum. Líka á þennan hátt
á útgáfan að verða íslenzk landvörn og landkynning út á við i þeim anda, sem menningarþjóð er samboðnastur og forn íslenzk
skáld og fræðimenn, sem báru ægishjálm yfir útlendum samtíðarmönnum sínum, eggja niðja sína að muna. Hver áskrifandi
þessarar útgáfu, eignast ekki aðeins dýrmæta eign fyrir sjálfan sig, heldur stuðlar að því að gera. þjóð sína öflugri inn á við og
meira metna út á við.
WlClPi
l/OPi
íslenzkt heimili
eða 523 Reykjavík
Gerist áskrif
Aliar islendingasogurnar
endur, sendið pantanir í
pósthólf 73
Ég undirrlt.....gerist hér með áskrifandl að íslend-
inga sögum íslendingasagnaútgáfunnar og óska að fá
hana bundna óbundna. (Yfir það, sem ekki óskast, sé
yfirstrikað).
ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN
Fteykjavík
Nafn
Heimili
Póststöð .........................................
Íslendingasagnaútgáían, Pósth. 73 eða 523 Rvik
Gúmmískór
Framleiði nú aftur hina við-
urkenndu gúmmiskó.
Sendl'gegn póstkröfu um land
allt.
Kristján Frfðflnnson,
Bergþórugötu 11 A.
Orðsendíng
til innlicimtumanna Tímans.
Innheimtumenn Timans eru vinsamlega beðnir að
senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta.
Gjalddagi var 1. júlí.
Verð blaðsins utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar, er
kr. 45,00.
Innheimta Tímans.
SABROE
— vandaöar vélar
í vönduö frystihús —
Samband ísl. samvinnuf elaga