Tíminn - 12.07.1946, Síða 4
Skrifstofa FramsóknarflokksLns er í
4
Eddukúsina w'ð Lindargötu. Sími 6066
REY KJAVÍK
______________________
FRAMSÓKNARMENN!
Komið í skrifstofu Framsóknarflokksins
12. JÍJLÍ 1946
123, blað
ÚR BÆNUM
í dag:
Sólin kemur upp kl. 3.38. Sólarlag
kl. 23.26. Árdeglsflóð kl. 6.05. Siðdeg-
isflóð kl. 17.26.
í nótt.
Næturakstur annast bifreiðastöðin
Hreyfill, sími 1633. Nætuflæknir er í
læknavarðstofunni í Austurbæjarskól-
anum, sími 5030. Næturvörður er í
Ingólfs Apóteki, sími 1911.
Útvarpið i kvöld:
20.00 Préttir. 20.30 Útvarpssagan.
21.00 Tónleikar: Kvartett í Es-dúr op.
33 nr. 2 eftir Haydn (plötur). 21.15
Erindi: Húsnæðisþörf og auknar bygg-
ingaframkvæmdir (Guðjón Benedikts-
son múrarameistari). 21.40 Gigli syng-
ur (plötur). 22.00 Préttir. 22.05 Sym-
fóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukon-
sert í g-moll eftir Vivaldi. b) Cello-
konsert eftir Boccerini. s) Harpsikort-
konsert eftir Mozart. 23.00 Dagskrár-
lok.
Skipafréttir.
Brúarfoss er í Reykjavík. Lagarfoss
fór til Leith 8. júlí til Kaupmanna-
hafnar. Selfoss kom til Reykjavíkur
kl. 19.00 í gærkvöld frá Borgarnesi.
Fjallfoss var væntanlegur til Akureyr-
ar í gærkvöld. Reykjafoss fór frá Ant-
werpen 8. júlí til Leith. Buntline Hitch
kom til Reykjavíkur 8. júlí frá Halifax.
Salmon Knot fór frá ReykjaVík 4. júlí
tíl New . York. True Knot hleður í
New York í byrjun júlí. Anne kom til
Reykjavíkur 5. júlí. Lublin er í Leith,
kom þangað 7 júlí. Horsa fór frá Hull
6. júlí til Reykjavíkur.
Bygging Iðnskólans,
sem verður i Skólavörðuholtinu,
vestanvert við Austurbæjarskólann,
er hafin fyrir nokkru. Það er h.f. Stoð,
sem annast framkvæmd verksins, en
það var boðið út fyrir nokkru.
Sjóréttur Reykjavíkur
hefir skipað nefnd sérfróðra manna
til að rannsaka slysið á Skallagrími.
Mun hún skila áliti fljótlega.
Ný ritfangaverslun.
Nýlega hefir. bókaverzlun ísafoldar
opnað ritfangaverzlun í Bankastræti
8, þar sem áður var verzlun Jóns Þórð-
arsonar. Hinum gömlu húsakynnum
hefir verið breytt mikið og ný inn-
rétting sett í búðina, sem er nú mjög
snotur og viðkunnanleg. í verzluninni
er skrifborð fyrir þá sem vilja skrifa
stutt bréf, eða senda kort og geta þeir
einnig keypt frímerki í verzluninni.
Áherzla verður lögð á að hafa þarna á
boðstólum mikið úrval af alls konar
rltföngum og pappírsvörum og enn-
fremur tækifærisgjafir. Verzlunarstjóri
við þessa nýju verzlún hefir verið ráð-
inn ötull og ábyggilegur maður, Sig-
urður Jenssen, en hann hefir um langt
skeið unnið í bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
Laudsllð Daua
(Framhald af 1. síðu).
miðframherji. Er hættuleg
skytta og mjög laginn á að
skora með skalla. Hendir sér
flötum til að skalla, ef með
þarf. Hann hefir skorað allmörg
mörk á landslejkjum.
Aage Rou Jensen er upprenn-
andi leikmaður. Hann hefir áð-
ur leikið í landsliði gegn Norð-
mönnum og stóð sig vel. Skor-
aði ágætt mark- Lengi vel gat
hann lítið sparkað með hægra
fæti, en er nú jafnvígur á báða.
HaralcL Lyngsaa er reyndur
og gróinn útherji. Hann er ákaf-
lega fljótur ok kemst oft inn-
fyrir bakverði. Frammistaða
hans gegn Norðmönnum og
Svíum þótti góð, þótt hann gerði
minna að því að skjóta en áð-
ur, en sleip skytta hefir hann
alltaf þótt.
Þar með er liðið upptalið, en
varamennirnir eru sumir hverj-
ir ekki síðri í knattspyrnu. Þar
er þeir Egon Sörensen, lands-
liðsmarkmaður í mörg ár. Knud
Bastrup-Birk, sem leikið hefir
5 landsleiki, ákaflega duglegur
bakvörður og auk þess eldfljót-
ur.Holger Seeback ágætur knatt-
spyrnumaður og oft hættuleg-
ur við markið, mjög snarpur
framherji. Vilhelm Andersen er
dugandi framvörður. Jörgen W.
Hansen er snjall innherji. bygg-
ir upphlaupið sérlega vel. Paul
Frá sambandsþiii^i
U. M. F. f.
(Framhald af 1. slðu).
U. M. F. í. og jafnvel að stuðla
að hópferð ungmennafélaga
þangað.
Því var beint til stjórnarinnar
að athuga möguleika á, að
reist verði eitt eða fleiri íþrótta-
heimili í hverjum landsfjórð-
ungi eftir því, sem þörf væri
fyrir og samkomulag næðist um
við stjórnir héraðssamband-
anna. Einnig væri ráðinn hér-
aðsíþróttakennari, sem hefði að-
setur sitt á téðum íþróttaheim-
ilum.
Til stjórnar Umf. og héraðs-
sambands var því beint, að Umf.
Reykjavíkur væri reiðubúið að
taka á móti mönnum utan af
landi, sem dvelja í Reykjavík og
vilja æfa íþróttir , lengri eða
skemmri tíma og mun láta þeim
í té íþróttakennslu endurgjalds-
laust við góð skilyrði, án þess
að þeir verði félagsbundnir í
Reykjavík.
Þingið lýsti ánægju sinni yfir
samstarfi U. M. F. í. og í. S. í.
varðandi framkvæmd íþrótta-
málanna og taldi nauðsynlegt
að það héldist áfram, en gat
ekki á þessu stigi málsins mælt
með sameiningu þessara sam-
banda.
Samþykkt að kjósa þriggja
manna milliþinganefnd, sem
vinni að því að finna öruggan
grundvöll Jyrir framkvæmd og
stjórn allrar íþróttastarfsemi í
framtíðinni. Nefndin ljúki
störfum fyrir vorið 1947.
Kveðjuskeyti
var sent til hátíðahalda Nor-
egs Ungdomslag að Þrándheimi
og Stiklastöðum í tilefni af 50
ára afmæli norsku ungmenna-
félaganna. Einnig var Stór-
stúkuþinginu send strax álykt-
un þingsins um bindindismáliö
og óskað samvinnu þess um það
mál.
Sambandsþingið kaus Björn
Jakobsson skólastjóra að Laug-
arvatni heiðursfélaga U. M. F. í.
Stjórn Ungmennafélags ís-
lands var endurkosin, nema
Halldór Sigurðsson Borgarnesi,
sem baðst undan endurkosn-
ingu. Stjórn þess skipa nú:
Sr. Éiríkur J. Eiríksson Núþi,
sambandsstjóri, Daníel Ágúst-
ínusson Reykjavík, ritari. Daníel
Einarsson Reykjavík, gjaldkeri,
Gísli Andrésson, Hálsi, vara-
sambandsstjóri og Grímur Norð-
dahl, Reykjavík, meðstjórnandi.
Varamenn: Björn Jónsson
Deildartungu og Eyþór Einars-
son Gröf. Endurskoðendur
Gestur Andráésson Hálsi og
Stefán Runólfsson, Reykjavík.
Forsetar þingsins voru: Þór-
arinn Þórarinsson skólastjóri,
Eiðum, Þorgils Guðmundsson
kennari Reykholti og Björn
Guðmundsson kennar, Núpi.
Ritarar: Sigurður P. Björns-
son Húsavík, Þorsteinn Eiríks-
son Brautarholti og Ármann
Helgason, Þórustöðum.
Auk fulltrúanna mættu á
þinginu, Þorsteinn - Einarsson
íþróttafulltrúi, er flutti erindi
um íþróttamái og Daníel Ágúst-
ínusson ritari U. M. F. L, sem
gaf ítarlega skýrslu um starf-
semi U. M. F. í. frá síðasta
sambandsþingi. Félög þess er1»
nú 180 með rúmlega 10 þús. fé-
lagsmönnum.
Nielsen hefir leikið einn lands-
leik. Loks er Svend Hardes, sem
líka hefir verið í landsliðinu og
getur leikið hvar sem er í fram-
línunni.
Fararstjóri er Leo Frederiksen,
formaður Dansk Boldspil Union.
Skipnlag
(Framhald af i. tiðu)
Lesendur eru beðnir að athuga, að
þar sem neðanmálsgreininni lýkur á
2. síðu stendur í nokkrum hluta upp-
lagsins, Pramhald., en á að vera fram-
hald á 4. síðu.
sína og þroska í arf; skipulagið
neyðir hann til að taka við
þeim arfi, hvort sem hann vill
eða ekki. Jafnvel hinn allra
sjálfstæðasti og sérstæðasti
maður, sem meira en nokkur
annar á þroska sinn sjálfum sér
að þakka, á þó þjóðfélagi sínu
mörgum þúsund sinnum meira
að þakka en sjálfúm sér. í
París fæðist hver maður til
2000 ára menningararfs, sem
milljónir einstaklinga hafa
hafnað öld eftir öld. Hann er
Nýtt hefti af
ts»cl
Frá Hollandi og Belgíu
E.S. ZAMSTROM
fer frá Amsterdam 29. júlí, frá
Antwerpen 3. ágúst.
Flutningur tilkynnist til
Holland Steamship Company
Amsterdam.
Gustave E. van den Broeck,
Antwerpen.
ÉINARSSON, ZOÉGA & CO.,
H.F.
Hafnarhúsinu. Sími: 8097.
andlega ríkur erfingi, hversu
fátækur sem hann er. Blámað-
urinn er afkvæmi andlegra ör-
eiga, því ekkert skipulag hefir
geymt honum arfinn. Frh.
er komið á markaðinn. Flytur það að vanda margvislegt
efni til fróðleiks og skemmtunar: þýddar úrvalssmásögur,
frumsamdar sögur, ljóð, þýddar greinar, þátturinn Skráð
og skrafað, o. m. fl.
Ennfremur eru birt í þessu hefti úrslitin í verðlauna-
samkeppni Dvalar um ferðasögur og önnur þeirra tveggja
ferðasagna, sem verðlaunaðar voru, birtist í heftinu. Nú
efnir Dvöl til samkeppni um verkefnið endurminning úr
síldinni, og er nánar sagt frá tilhögun hennar í þessu nýja
hefti.
Af efni heftisins skal, auk ferðasögunnar, sérstaklega
bent á hina kunnu sögu Dorothy Parker, Ljóshærð' kona,
smásöguna Félagar, eftir Remarque, og grein eftir sænsk-
an blaðamann, er nefnist Vandamál ungrar stúlku. —
Mikill fjöldi mynda er í heftinu og mjög vel til þess vand-
að á allan hátt.
DVÖL er langvandaðasta og skemmtilegasta tíma-
ritið, sem þér eigið kost á.
Utfyllið þennan seðil og sendið hann til DVALAR.
Ég undririt........ gerist hér með áskrifandi að
tímaritinu DVÖL.
Nafn .............................................
Heimili ........................*.................
Póststöð .............................-...........
TÍMARITIÐ 19 V Ö L ,
Pósthólf 561, Reykjavík.
Innilegt þakklœti fœri ég sveitungum og öllum öðrum
vinum, fyrir þær gjufir og alla þá hjály, sem heimili
mínu voru veittar i veikindum að undanförnu.
Góður guö launi ykkur öllum.
Staddur á Vifilsstöðum.
SVEINN SVEINSSON,
Húsagarði.
Biðjið verzlun
yðar um
Svefnpoka
Tjöld
Bakpoka
og aðrar sport-
kz vörur frá
AGNA H. F.
Cjamla Síc
Dulbúna
ástmærlu
(Den Maskerede Elskerinde)
Tékknesk kvikmynd með dönsk-
um texta, gerð eftir skáldsögu
•
Honoré De Balzac
Aöalhlutverkin leika:
Lida Barova,
Gustav Nezval.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
%>jja Síí
(við Shúiagötu)
t Skugg'ahverfum
Kaupmannahafnar
Aðalhlutverk:
Paul Reumert
Illona Wieselmann
Ebba Rode
Sýnd kl. 9.
Böpnuð börnum yngri
en' 16 ára.
Gög og Gokke
I nautaatl
Stan Laurel og
Oliver Hardy.
Sýnd kl. 5 og 7.
----------
TlMINN
kemur á hvert sveitaheimlU og
þúsundir kaupstaðaheimila, enda
gefinn út i mjög stóru upplagi.
Hann er því GOTT AUGLÝS-
INGABLAÐ. Þeir, sem ekki
hafa reynt það, ættu að spyrja
hina, er reynt bafa.
TÍ MINN
Lindargötu 9A, simi 2323 og 2353
7fjMHé'Aíc
Ilngt og leikur sér
(Our Hearts Were Young
and Gay)
Amerisk gamanmynd
Gail Russell
Diana Lynn
Charles Ruggles
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Kaupfélög - Kaupmenn
Byggingarfélög
Við erum eiukaumboðsmenn
á íslandi
fyrir
The Czechoslovak National Metalturgical Board,
sem sjá um framleiðslu og sölu á öllum saum og vír
í Tékkóslóvakíu.
Útvegum ferstrendan og sívalan saum með stuttum
fyrirvara.
Sendlð okkur pantanir og fyrirspurnir yðar
sem fyrst.
R. Jóhannesson h.f.
Sími 3712. — Óðinsgötu 2.
ALCOSA
lausasmiðjurnar
eru nú komnar aftur.
Verð kr. 170,00.
Útvegum stærri smiðjur
og allskonar smiðjuverk-
færi frá umbjóðendum
vorúm:
William Allday & Co., Ltd.
— Aleosa Works —
Stourport on-Severn, Englandi.
Verzl. Vald. Poulsen
Klapparstíg 29.
X
auóctr
ótöÉt
ur
Ríkisstofnun óskar eftir tveimur mönnum til skrifstofu-
starfa. Bókhaldsþekking nauösynleg. Umsóknir, merktar
„Ríkisstofnun“, sendist Timanum fyrir 20. þ. m.