Tíminn - 25.07.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1946, Blaðsíða 2
TÍMIMN. fimmtmlaglnu 25. jálí 1946 132. Mað Lúðvík Kristjánsson: Nýsköpun og hafnarframkvæmdir Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri Ægis, birti í maíhefti rits síns grein, er hann nefnir „Nýsköpun og hafnarframkvæmdir.“ Er þar á það bent, að hafnarskilyrði séu ekki enn með þeim hætti að sómasamlega sé séð fyrir nauðsyn útgerðarinnar í þessu efni. Leyfir Tíminn sér að endurprenta þessa grein Lúðvíks. Listaverki haldið á lofti Fimmtudagur 25. jjúlí Vér viljum ganga í bandalagið, en engar herstöðvar Eftir hildarleik og hörmung- ar styrjaldar tengir nú þjáð mannkyn vonir sínar um frið og öryggi við Bandalag hinna sameinuðu þjóða. — Þær hug- sjónir sem bandalagið hefir sett sér eru háleitar, — líf og velferð þjóðanna er að framkvæmd þeirra lánist. Það horfir illa og uggvænlega um framkvæmdina. Oft virðist svo sem Bandalagið ætli að klofna í tvær fjandsam- legar ríkjaheildir. En byrjunar- erfiðleikar eru eðlilegir — og fráleitt er að gefast upp. — Vér íslendingar hljótum að fagna því, að tekin er upp þar- átta til verndar friði og öryggi. Engin þjóð hefir ríkari ástæðu til þess en vér — minnsta þjóðin og varnarlausasta þjóð, sem er andvíg vopnaburði og valdbeit- ingu. — Þess vegna viljum vér styðja framkvæmd og hugsjón Bandalagsins í verki. Vér viljum sýna vilja vorn með því að ger- ast meðlimir og leggja fram vorn skerf. Vér skynjum af fé- lagslegum þroska að það er hvorki réttmætt né heldur unnt að krefjast hlunninda þeirra, sem samtök veita, ef menn skor- ast undan því, að taka þátt í þeim og fórna einhverju fyrir samtökin. En jafn víst og það er, að þessi er vilji vor íslendinga, er hitt og augljóst, að vér krefjumst þess af fulltrúum vorum á Al- þingi, að þeir gæti þess, að þeir tryggi það, samtímis og vér ósk- um að gerast meðlimir Banda- lags hinna sameinuðu þjóða, að vér færum ekki í þágu þess stærri fórnir en sanngjarnt og réttlátt getur talizt. Þetta er ekki eigingirni, þetta er krafa um réttlæti, og það getur ekki verið og er heldur ekki samrým- anlegt hugsjón Bandalagsins að gera þær kröfur til neinnar bandalagsþjóðar, að hún fórni því sem er henni um megn — jafnvel tilveru sinni. Vér munum þola það, að leggja nokkurt fé af mörkum, beint og óbeint. Það, sem vér ekki viljum og ekki getum þol- að, er að taka þátt í hernaði, eða að hér verði herstöðvar og erlendur her einnar eða fleiri þjóða. Það eru engar líkur til þess, að hernaðarþátttöku yrði af okkur krafizt. Vegna fámennis mundi hennar ekki gæta og hún talin þýðingarlaus. Hættan er sú, að herstöðva verði krafizt vegna legu landsins. Af herstöðvum stafar oss hætta á tvennan hátt. Vegna fámennis mundu herstöðvar á stuttum tíma tortíma þjóðinni sem sérstakri þjóð, — dropinn hverfur í hafið. Vegna þess, að nær helming- ur þjóðarinnar er búsettur á litlum bletti í Reykjavik og ná- grenni, í nánd við herstöðvar ef til kæmi, mætti svo fara, að ekki aðeins mest af verðmætum þjóðarinnar, heldur og megin þjóðarinnar sjálfrar yrði þurrk- að út í hernaðaraðgerðum. Með athyglina á þessum sjón- armiðum, hnitmiðaði Pram- sóknarflokkurinn afstöðu sína þegar í upphafi í þessu máli. Fulltrúar hans í utanríkismála- nefnd lýstu því yfir, þegar á fyrsta fundi, er fjallaði um mál- Aukning sú á fiskiskipastóln- um, sem nú er unnið að, er það risaváxin að láta mun nærri að á næsta ári verði hann tvöfalt meiri, miðað við rúmlestamagn, en hann var 1944. Því ber að fagna, að sjómennirnir fái í hendur tæki, stærri og betur út- búin en þeir hafa áður átt að venjast. í sambandi við þessa miklu aukningu á flotanum heyrist oft spurt, hvar eigi að fá fólk á öll þessi skip og til þess að nýta allan þann afla, er þau koma til með að færa á land. Að þessu sinni verður eigi gerð hér tilraun til þess að svara þessari spurningu, en hins vegar vikið að annarri, sem einnig er þýð- ingarmikil í sambandi við aukn- ingu flotans. Eru til öruggar hafnir fyrir allan skipastólinn? Og ef svo er, liggja þær þá þannig við aðal fiskislóðunum, að hægt sé að nýta þær svo sem þörf væri á? Ég ætla að báðum þessum spurningum verði svarað neit- andi af öllum þeim, er eitthvað hafa kynnt sér-þesis mál. Gera má ráð fyrir, að flest nýju vél- skipin stundi línuveiði yfir vetrarvertíðina, og verði þau því að leita til þeirra verstöðva er liggja við helztu vetrarver- tíðarmiðin. í ýmsum þessum verstöðvum eru hafnarskilyrði léleg og rými lítið fyrir þann flota sem fyrir er, hvað þá er við bættist til muna. Þá ber og að hafa það í huga, að mörgum finnst nú of þröngt á miðunum er liggja í námunda við ver- stöðvarnar, og þarf því eigi að fara í grafgötur um það hver raunin verður, er tugir báta hafa bætzt við á þessi sömu mið. Það er ekki einhlítt að kaupa ný og vönduð skip, því að í kjöl- ið, að afstaða þeirra til málsins mundi verða undir því komin hvort tryggt yrði samtímis því að vér gengjum í Bandalagið, að hér yrðu ekki herstöðvar. Við fyrstu umræðu um málið á Alþingi lagði Hermann Jónas- son, annar fulltrúi flokksins í utanríkismálanefndinni, á- herzlu á þetta atriði að nýju. Eftir að máiinu var vísað til utanríkismálanefndar, gerðu fulltrúar flokkstns þá tillögu að í þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar yrðu tekin þau á- kvæði, að ef beðið yrði um inn- göngu í Bandalagið, væri það með því fororði, að vér íslend- ingar teldum oss ekki skylt að leyfa dvöl erlends herliðs í landi voru og ennfremur, að það væri stefna Alþingis að tryggja öryggi landsins án þess að hér dvelji erlent herlið. Þetta fékkst því miður ekki samþykkt í utanríkismálanefnd. En fallizt var á að taka svipuð ákvæði upp í greinargerð fyrir tillögunni. Framsóknarmenn lögðu þá til að greinargerðin yrði þýdd og send Bandalaginu, sem stefna Alþingis, og vor ís- lendinga, samtímis ósk um inn- töku. Ef neitað væri um inntöku fyrir þessa sök, yrði að skeika að sköpuðu. Þetta fékkst ekki sam- þykkt, en fallizt var á, að senda tillöguna ásamt greinargerð fulltrúum stórveldanna fjögra — er mestu ráða í Bandalaginu far þess þurfa óhjákvæmilega að koma ýmsar aðrar fram- kvæmdir, er tryggja það, að þjóðin geti haft sem bezt not af þessum framleiðslutækjum. Af þessum framkvæmdum hljóta hafnarmannvirki að vera í fremstu röð, því að lítið gagn verður að skipunum, ef þeir er ekki sköpuð sæmileg skilyrði til þess að athafna sig við land. Verkefnin, sem framundan eru á sviði hafnarframkvæmda eru því ekkert smásmíði, ef þær eiga að haldast í hendur við flotaaukninguna, og það þurfa þær nauðsynlega að gera. Aukn- ing hafnarmannvirkja í helztu vetrarveiðistöðvunum er því óhjákvæmileg og auk þess þurfa að rísa upp nýjar veiðistöðvar er tryggi það, að hægt verði að hafa full not af öllum aðalfiski- slóðunum yfir vetrarvertíðina. Nokkurs votts um skilning á þýðingu þessara verkefna var vart á síðasta alþingi, þar sem gerð var tilraun til þess að tryggja 20 miljónir til þessara framkvæmda, umfram það sem fjárlög ákveða. Tilraun þessi var þó árangurslaus og má slíkt furðulegt heita. Ég er þeirrar skoðunar, að hér sé um svo þýðingarmikið verk- efni að ræða, er snúast verði við svo skjótt og af svo miklu hai'ð- fylgi, að nauðsyn sé sérstakra aðgerða/ ef ekki á að baka sjáv- arútveginum og þar með þjóð- inni í heild geigvænlega mikið tjón. Óþarft er að eyöa orðum að því, að til þessara framkvæmda þarf mikið fé, mikið af nýtízku tækjum og síðast en ekki sízt mikinn mannafla. Það er því ekki ólíklegt, að óhjákvæmilegt verði að hvika í bili að verulegu og fulltrúum Norðurlandaþjóð- anna, er oss standa næst. — Framsóknarmenn vildu ekki kljúfa nefndina þrátt fyrir þennan ágreining, með því að þeir töldu það og miklu varða að koma stefnuyfirlýsingu vor íslendinga í þessu stóra máli þarinig á framfæri; — enda lof- aði rikisstjórnin — og forsætis- ráðherra lýsti því ýfir á Al- þingi, — að reynt mundi að verða við þeim kröfum fulltrúa Framsóknarflokksins, að senda stefnuyfirlýsinguna beint til Bandalagsins nú þegar. Með baráttu Framsóknar- flokksins í þessu máli hefir því mikið áunnizt og vonandi verð- ur það oss nægilegt til öryggis. En hitt er jafn víst, að heilla- drýgst hefði verið og er örugg- ast fyrir málstað vor íslend- inga, að farið hefði verið að til- lögum Framsóknarflokksins í þessu máli. Óskandi er, að gifta vor íslendinga verði svo drjúg, að fulltrúum þjóðarinnar skilj- ist, að sá er ótvíræður vilji vor íslendinga, að ganga í Banda- lag hinna sameinuðu þjóða — styðja hugsjónina, án þess að það verði oss um megn, án þess að setja tilveru þjóðarinnar í hættu — án þes að hér verði hernaðaraðgerðir og herstöðvar. — Þessa tryggingu viljum vér að fulltrúar vorir sjái um að vér fáum. — Og enn standa vonir til þess, að þessi málstaður sigri. leyti frá þeirri stefnu í hafnar- málum, sem nú er ráðandi. Nú er svo komið, að árlega er unn- ið að hafnargerðum og lending- arbótum á 40—50 stöðum. Ef sinpa á skjótt hinni aðkallandi og eðlilegu nauðsyn á hafnar- framkvæmdum, sem aukning fiskiflotans hefir- í för með sér, verður fyrst og fremst að miða framkvæmdirnar við lausn þessa vandamáls. Þótt ekki sé litið á annað en vinnuafl það, sem við höfum á að skipa, er sýnilegt að í bili verður að fresta fram- kvæmdum viö hafnargerðir og lendingarbætur, nema þar sem nauðsynin er brýnust, svo að aukning skipastólsins komi þjóðinni að þeim notum, sem til er ætlazt. Ég skal játa, að að- ferð þessi er allharkaleg, en því bendi ég á hana, að ég tel hana þjóðarnauðsyn. Séu önnur úr- ræði og betri fyrir hendi, er sjálfsagt að sinna þeim. Vel má vera, að sumir líti svo á, að stór stökk í þessum efnum séu óeðlileg, en því er til að svara, að aukning flotans hefir þegar verið ákveðin og fram- kvæmd að nokkru leyti, og verð- ur því ekki undan því komizt að auka hafnarframkvæmdir í fullu samræmi við þær aðgerðir. Það er því sýnilegt, að við þess- um verkefnum verður að snúast með öðrum hætti en nú er gert. L. K. Þessi grein Lúðviks Kristjáns- sonar er þörf og tímabær hug- vekja. Hér er reifað mál, er taka verður föstum tökum, og verður þess vonandi ekki langt að bíða, aö það verði gert. Framsóknar- flokkurinn hefir beitt sér fyrir því, að ríkissjóöur byggi lands- hafnir fyrir viðlegubáta, sem þurfa að færa sig milli lands- hluta eftir árstíðum. Milli- þinganefnd í sjávarútvegsmál- um, sem skipuð var eftir tillög- um Framsóknarflokksins, hafði þetta mál til meðferðar, en var að frumkvæði stjórnarinnar lát- in hætta, áður en hún lauk til- lögum í því. En jafnframt því, sem hafnar- skilyrðin eru bætt, þarf einnig að bæta viðleguskilyröin á landi. Það er haft eftirlit með því, aö iðnaðarpláss og verksmiðjur séu þannig úr garði gerðar að við- unandi sé, en vistarverur sjó- manna á vetrarvertið þurfa ekki að fullnægja neinum lágmarks- kröfum, enda aðbúnaðurinn oft hinn hraklegasti. Um þessi mál tvö, er hér hafa verið nefnd, flutti Eysteinn Jónsson svohljóðandi tillögu til þingsályktunar á síðasta þingi:. „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni í samráði við Fiski- félag íslands, að rannsaka, hvaða ráðstafana sé þörf til þess að tryggja bátaflotanum viðunandi aöstöðu til viðlegu um vertíðir og vermönnum við- unandi aðbúnað.“ Er þess að vænta að rannsókn þessi fari fram fljótt og greið- lega og nauðsynlegar ráðstaf- anir verði gerðar til þess að bæta úr því vandræðaástandi, er ríkir í þessu efni. Jafnhliða því, sem Eysteinn Jónsson flutti þessa tillögu, fékk hann því til leiðar komið, að inn í Mn almennu hafnarlög var bætt því ákvæði, að góðar verbúðir við viðleguhafnir geti talizt tilstofnkostnaðar við hafnargerðina og lögin um stofnlánadeildina nýju, að hún Morgunblaðið birti 17. þ. m. bréf um viðskipti ríkisstjórnar- innar og mötuneytisins Gimli. Mun bréf þetta eiga að vera eins konar svar við grein Guðjóns Teitssonar um þetta efni, en hún birtist hér í blaðinu 26. f. mánaðar. Með því að ritsmíðar, sem bréf þetta, eru mjög fágætar og ættu að teljast til listaverka á sínu sviði, leyfir Tíminn sér að birta bréfið hér orðrétt: „BRÉF. „Ofsókn gegn Samvinnumötuneyt- inu í Reykjavík", er nafn á langri og leiðinlegri grein í Tímanum 26. f. m. eftir mann sem segist heita Guðjón Teitsson, en sá ku vera starfsmaður í Skipaútgerð ríkisins. Er grein þessi samfelld raunasaga og kvartar höf- undurinn sáran undan illri meðferð á sér og sínum, og kennir núverandi ríkisstjórn um allar þær miklu hörm- ungar. Þannig er mál með vexti, að ríkisstjórnin hefir framið það fádæma ofbeldi að taka hús ríkisins, Gimli hér í bæ, þar sem Guðjón þessi hefir fengið að borða undanfarin ár, og hyggst að gera það að biskupssetri. Ó- sköp hlýtur hún að vera vond þessi ríkisstjórn, að hrekkja svona þennan aumingja einstæðing, sem hvergi virð- ilt eiga höfði sínu að að halla. En einu gleymir Guðjón þessi, að meðan Eysteinn var ráðherra og hafði með hús þetta aö gera, þá sagði hann matarfélagi Guðjóns upp húsnæðinu, þar sem hann taldi sig þurfa á því að halda fyrir ríkið, og að því er heyrst hefir, einmitt fyrir biskupsbú- stað. Það er einkennilegt hvað Pram- sóknarmenn eiga erfitt með að sætta sig við að hafa ekki forréttindi leng- ur, fram yfir aðra menn hér í höfuð- staðnum. Þeir halda að forréttindi séu þeim ásköpuð. Þeir telja það of- Ég hlýddi fyrir nokkru á út- varpserindi um kjör húsmæðra í Reykjavik. Ekki man ég hver það flutti, enda skiptir það ekki neinu máli. Megininntak þessa erindis var að lýsa erfiðum að- stæðum Reykj avíkurhúsmæðra. Það er sjálfsagt ekki ofsögum af því sagt, hve sumar Reykja- víkurkonur eiga við bág kjör að búa. Ég þekki það ekki, því að ég hefi aldrei í Reykjavík verið, og því ekki staðið í sporum hús- mæðra þar, enda er ég gamall sveitakarl. Ég skal því ekkert dæma um kjör kvenfólksins þar, en ég get fúslega undir það ífek- ið, að skylt sé að búa sem bezt í haginn fyrir þann fjölmenna hóp, og ég geri ráð fyrir því, að fyrirlesarinn hafi haft gott vit á því, sem hann talaði um. En mig hefði langað til þess, að það yrði minnst eitthvað á kjör sveitakvenna líka, því að þau eru víða þannig að það væri sannarlega þess vert, og ætla ég að'leyfa mér að víkja stuttlega að þeim síðar í þessari litlu grein. Þessi umræddi fyrirlesari taldi upp margt, sem gera þyrfti Reykjavíkurkonum til hagræðis. Ég man sennilega fæst af því, en fáein atriði festust samt i minni mér. Ég man til dæmis, að talað var um vöggustofur og dagheimili handa börnum, og að þær þyrftu að geta komizt austur að Laugarvatni til hvíld- ar og hressingar tíma að sumr- inu. Einnig vék fyrirlesarinn að megi veita ódýr lán til verbúða- bygginga. Væri vel, ef allir unnendur sjómannastéttarinnar íslenzku vildu- leggj ast á eitt um það, að fá þessum atriðum báðum, hafn- arskilyrðunum og viðleguskil- yrðunum á landi, komið í við- unandi horf. sóknir gegn sér þótt þeir af ofur eðlilegum ástæðum missi ríkisaðstoð við að sjá sér fyrir fæði. Eða eru þeir svo ílla séðir hér í þessum bæ, að þeir fái hvergi inni, ef ríkið hættir að skaffa þeim húsnæði til að borða í. Hvernig færi ef allir aðrir, sem líkt stendur á íyrir, heimtuðu líka hús- næði af ríkinu. Eða heldur Guðjón þessi, að íslenzka ríkinu beri skylda til að sjá ungum og einhleypum mönn- um fyrir húsnæði til að borða í, bara af því að þeir eru Framsóknarmenn, á meðan margir fjölskyldumenn, líka þeir, sem vinna hjá ríkinu, en það gera margir Framsóknarmenn hér í bæ, eru í megnustu vandræðum meö húsnæði. Guðjón þess* og hans félag- ar viröast hafa tapað einhverju af fyrri forréttindum og una þvi illa sínum hag. B. B.“ Undirskriftin er B. B. Margir menn geta átt þá skammstöfun, en það fer ekki á allra færi að semja slíkt ritverk. Þrír menn koma fyrst í hugann, sem mögu- legir höfundar. Eru það þeir Bjarni Benediktsson borgar- stjóri, Bogi Brynjólfsson fyrrv. sýslumaður og Brynjólfur Bjarnason menntamálaráð- herra. Að því er til rökfestu og hógværðar tekur, virðist bréfið einna helzt líkjast mennta- málaráðherranum. Verður hann þó að teljast fremur ólíklegur til að skrifa í Morgunbalðið. Það er sem sagt óupplýst, hver höfundur bréfsins er. Þeir, sem úthluta ríkisfé til orðlistar- manna á komanda vetri, ættu að athuga málið. Höfundur bréfsins virðist næsta efnilegur og nokkurrar viðurkenningar maklegur. því, að það þyrfti að búa matinn betur í hendurnar á konunum, svo að fyrirhöfn þeirra við mat- reiðsluna yröi minni en nú á sér stað. Víðar var komið við, en ég hleyp yfir það. Ég sný aftur að sveitakonun- um, því að þær og þeirra líf og kjör þekki ég. Ég ætla að nefna hér dæmi af tveimur sveitakon- um, sem eiga að sýna, við hvaða kjör sveitakonur eiga yfirleitt að búa meðan börn þeirra eru í ó- megð. Ég ætla að miða við slátt- inn. Önnur konan, sem ég tek hér til dæmis, átti þrjú börn. Hún fór fyrst á fætur á morgnanna og byrjaði þá að hita kaffi og taka til matarbita handa engja- fólkinu, áður en það færi á engjar. Siðan mjólkaði hún sjö kýr og kom mjólkinni í kælingu, bjó mjólkina frá kvöldinu áður á hest og hjálpaði elzta barninu að komast af stáð með hana á bílstöðina. Þessu næst þurfti hún að koma hinum börnunum úr rúminu, elda mat til dagsins, búa um hann til flutnings á engjarnar, hita kaffi og búa sjálfa sig og börnin til engja- ferðarinnar. Síðan er lagt af stað. Elzta barnið gengur. Yngsta barnið reiðir hún fyrir framan sig, hið þriðja fyrir aftan sig. Sjálf gengur hún með það fjórða — komin langt á leið, fæðir rétt eftir sláttinn. Svo rakaði hún á engjunum og dró ekki af sér, þar til mál var að sinna kvöldverkum, svo sem mjólka kýrnar, þvo börnun- um og hátta þau, reiða fram kvöldmat handa fólkinu, ásamt ótal öðrum snúningum, sem of langt yrði upp að telja. Hin konan átti fjögur börn, og hún varð að mjólka níu kýr. Að öðru leyti varð hún að sinna öllum sömu störfum og fyrri • (Framhald á 4. síðu). Kjör sveita.kon.LLnn.ar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.