Tíminn - 25.07.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Edduhúsinu vib Lindargötu. Sími 6066
REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
Komib í skrifstofu Framsóknarflokksins
25. JÉLÍ 1946
132. blað
(J R B Æ N U
■ 'ML
SKURÐGROFUR
VÉLSKÓFLUR
frá PRIESTMA1\ RROTHERS, LT».
Einkaumboð:
Samband ísl. samvinnuf élaga
í dag:
Sólin kemur upp kl. 4.15. Sólarlag
kl. 22.11. Árdegisflóð kl. 3.40. Síðdeg-
isflóð kl. 16.10.
í nótt:
Næturakstur annast Litla bílastöð-
in, sími 1380. Næturvörður er í
Reykjavíkur Apóteki. Næturlæknir er
í læknavarðstofunni í Austurbæjar-
skólanum, sími 5030.
Útvarpið í kvöld:
Kl. 20.00 Préttir. 20.20 Útvarps-
hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds-
son stjórnar): a) Slavnesk rapsodia
eftir Friedmann, b) Rínar-hljómar —
vals eftir Strauss, c) Mars eftir Hein-
ecke. 20.50 Erindi: Heima eftir 12 ár
(Bjarni Gíslason rithöfundur). 21.15
Norðurlandasöngmenn (plötur). 21.25
Prá útlöndum (Jón Magnússon). 21.45
Tilbrigði eftir Mozart (plötur). 22.00
Préttir. Auglýsingar. Létt lög (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
Skipafréttir:
Brúarfoss fór frá Hólmavík í gær til
Patreksfjarðar. Hleður frystan físk. —
Lagarfoss kom til Reykjavíkur í gær-
kvöldi — Selfoss var á Akureyri í gær,
—Fjallfoss er í Reykjavík, fer 26/7.
vestur og norður. — Reykjafoss kom
til Reykjavíkur 21/7. frá Leith. —
Buntline Hitch fór frá Reykjavík 20/7.
til New York. Salmon Knot kom til
New York 17/7. True Knot fór frá
New York 18/7. til Reykjavíkur. —
Anne kom til Míddlesbrough 20/7. —
Lech væntanleg til Reykj%víkur í gær-
kvöldi frá Hull. Lublin hefir væntan-
lega farið frá Leith 23/7. til Reykja-
víkur. — Horsa fór frá Reykjavík
19/7. til Hull.
Frá útlöndum
komu með seinustu flugferðum: Með
SILA-flugvél frá Stokkhólmi til
Reykjavíkur Áslaug Ásmundsdóttir og
Þóra Ásmundsdóttir, báðar til heim-
ilis á Laufásvegi 75, Ingibjörg Magn-
úsdóttir, Fáskrúðsfirði. Þá voru með
sex Svíar. Frá Prestwick, með leigu-
vél Flugfélags íslands Agnar K.
Norðfjörð, Kjartansgötu 6, Þergþór
Þorvaldsson, Grettisgötu 4, Sverrir
Bernhöft, Garðastræti 44. Gunnar A.
Jónsson, Ránargötu 35 og frú hans.
Þá voru nokkrir útlendingar.
Ægir nær út strönd-
uðu skipi
Varðskipinu Ægi hefir nú
tekizt að ná út norska togaran-
um, sem strandaði við Sauðanes
í þoku aðfaranótt 21. þ. m. Hef-
ir skipið nú verið dregið til
Siglufjarðar og er það þar. Það
er lítið skemmt, en þó hefir
allmikill leki komizt að því.
Togari þessi var að koma hingað
til lands, er hann strandaði, og
ætlaði hann að stunda sildveið-
ar hér við land í sumar.
Nýtt hefti af
Skinfaxa
Skinfaxi, 1. hefti 37. árg. er
nýlega komið út. Af efni blaðs-
ins má nefna, „Höfum við geng-
ið til góðs?“ mjög athyglisverð
grein eftir Þorstein M. Jónsson
skólastjórá á Akureyri, skrifuð í
tilefni 40 ára afmælis ung-
mennafélaganna. En Þorsteinn
er einn af þekktustu mennta-
frömuðum þjóðar okkar og hef-
ir sjálfur tekið mikinn þátt í
uppeldismálum, bæði fyrr og
síðar. Þá er í ritinu framhald
greinar eftir Stefán Júlíusson
um skáldið Örn Arnarson, þýdd
grein er nefnist „Hermaður frá
Ástralíu hverfur heim,“ kvik-
myndir og menning, eftir Hall-
dór Kristjánsson, Tvö afmæli,
eftir Daníel Ágústínusson, ritara
U. M. F. í., Þjóðsöngurinn, eftir
Pál Þorsteinsson, greinar og
myndir um íþróttamál og margt
fleira.
Til útlanda:
Með SILA-flugvél til Stokkhólms:
Sveinn Ársælsson, útgm. Eyjum,
BenecUkt S. Bjarklind, Mímisveg 4,
Hilmar Garðars, Vesturgötu 19, Ewald
Bendsen og frú, Grettisgötu 71, Þór-
arinn Þórarinsson og kona hans,
Suðurgötu 14, Hjálmtýr Pétursson,
Grenimel 7, Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Stykkishól^i, Helgi Eiríksson, Tjarn-
argötu 11. Davíð Sch. Thorsteinsson,
Laufásveg 62, Friðrik Gunnarsson,
Hólatr/:g 6. — Til Prestwick og Kaup-
mannahafnar. Meðal farþega voru:
Gestur Þorgrímsson frá Laugarnesi,
frú Ásdís J. P. Thorgrímsson, Ragn-
heiður Jónsdóttir frú, Tjarnarbr. 5,
Sigrún Guðjónsdóttír, Tjarnarbr. 5,
Geír Konráðsson og frú, Laufásveg 10.
Hjónaband.
Síðastl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af sr. Jóni Thoraren-
sen ungfrú Jarþrúður G. Jónsdóttir,
Eyvík, Grímsstaðaholti og Jakob Jóns-
son, Varmalæk. — Heimili ungu hjón-
anna verður á Varmalæk í Borgar-
firði.
Hver verður skólastjóri
Austurbæjarskólans?
Um skólastjórastöðuna við Austur-
bæjarskólann hafa sótt eftirtaldir
kennarar: Arnfinnur Jónsson, Grund-
arstíg 4, Ársæll Sigurðsson Blönduhlíð
7, Gísli Jónasson, settur skólastjóri og
Hannes Þórðarson.
Síldarfréttir
(Framhald af 1. síðu).
að fá nógu marga verkamenn
til að star'fa að þeim endur-
bótum og eins til að starfa í
gömlu verksmiðjunni, þegar
hún verður tilbúin til starf-
rækslu. En ef unnt verður að
koma gömlu verksmiðjunni af
stað, er talið að hún og nýja
verksmiðjan til samans muni
geta afkastað um 7000 málum á
sólarhring.
Engin síld söltuð á Raufar-
höfn.
Engin sild hefir enn verið
söltuð á Raufarhöfn svo að telj-
andi sé, en í ráði mun að salta
þar eitthvað seinna meir. Lítið
hefir orðið vart erlendra skipa á
síldarsvæðinu enn sem komið er,
en þó hefir heyrst til þeirra í
talstöðvum. Mun þar aðallega
vera um að ræða norsk, finnsk
og sænsk skip.
Einmuna blíða' er nú á öllu
veiðisvæðinu austanverðu og
lítur því mjög vel út með áfram-
haldandi veiði eins og sakir
standa.
Tunnuskip til Siglufjarðar.
Lítil síld hefir borizt til Siglu-
fjarðar að undanförnu, þó hafa
fáein skip komið þangað með
síld til söltunar, þannig, að
söltun hefir alltaf haldið á-
fram. Síld sú, sem þangað hefir
borizt, hefir aðallega veiðst á
Skagafirði.
Tunnuskip kom til Siglufjarð-
ar frá Noregi í fyrradag og
hafa þá alls komið um 60 þús.
tómar tunnur, af 100 þús., sem
samið vr#- um, kaup á.
Kjjör sveitarkoiiunnar
(Framhald af 2. síðu)
konan, sem ég tók til dæmis, en
sá var þó munur á, að hún var
frísk. En börnin voru orðin fjög-
ur. Tvö þau eldri voru orðin
það stálpuð, að þau geta tví-
mennt á hesti, en tvö þau yngri
varð hún að reiða.
Þessi kona stóð líka við rakst-
ur á hverjum degi og hvernig
sem viðraði, einnig dugleg
kona. Þegar að kvöldi var komið,
hélt hún heim til búverka.
Þessar konur höfðu tjald á
engjunum handa börnunum til
þess að flýja í, þegar rigning eða
mjög vont veður var.
Ég átti oft tal við þær, bæði
á engjunum og heima fyrir, og
alltaf voru þær glaðar og reifar
við störf.
Svona og þessu lík hafa verið
og eru enn kjör margra sveita-
kvenna, meðan börnin eru í ó-
megð. Og margar sveitakonur
vinna að kalla nótt með degi,
þótt börnin séu upp komin. —
Sveitakonurnar eru ekki að gera
óp og háreysti í blöðum eða ann-
ars staðar. Þær vinna mikið og
vita, að það er nauðsynlegt. En
einhvern tíma mætti kannske
minnast á það, hvort ekki er
eitthvað hægt að gera til þess
að stuðla að bættum kjörum
þeirra. Þær biðja ekki um rólega
daga né hóglátt líf. Á það hefi
ég aldrei heyrt þær minnast og
engan fyrir þeirra hönd.'En þar
fyrir held ég, að þær ættu ekki
að gleymast, þegar rætt er um
kjör kvenþjóðarinnar í landinu.
Sveitakarl.
Herferð gegn í’ottimi
(Framhald af 1. síðu).
og úrslit hennar fékk ég í maí-
byrjun. Skýrslurnar reyndust
að geyma nákvæma athugun á
sérhverri eign innan Reykja-
vikur og Seltjarnarness, og með
þeim voru mjög nákvæmir upp-
drættir, sem reynast munu ó-
metanlegir, ef framkvæma á
verkiö.
4807 eignir voru athugaðar,
(þar af 376 braggar, sem ým-
ist eru notaðir til íbúðar eða
sem geymslur). 3519 eða 75%
þessara eigna, eru ásóttar af
rottum (og eða músum). Af á-
sóttu stöðunum eru 60.2% skráð-
ir með talsverðan eða mikinn
rottugang. Mikill rottugangur
reynist vera í öllum bröggum
herbúðanna, að Sólavörðuholts-
herbúðunum undanskildum.
Ástæðulaust er fyrir mig að
skilgreina nánar, hve alvarlegt
ástandið er. Tölurnar tala sínu
máli:
75.3% allra eigna í Reykja-
vík eru ásóttar af rottum, og
þar við bætast sorphaugarnir,
strandlengjan, höfnin og lækj-
arbakkar, og 60.2% alvarlega
ásóttar.
Þegar ráðist er á slíka mergð,
er nauðsynlegt að viðhafa að-
ferðir, sem skilyrðislaust lofa
góðum árangri, og með 20 ára
reynslu í meðferð Ratin-aðferð-
arinnar að baki mér, hika ég
ekki við að halda fram, að að-
ferð þessi muni gera okkur
kleift að ná til meginsins af
rottunum á tiltölulega stuttum
tíma.
Þrjár tegundir agns eru not-
aðar:
1. „The Bacteria Culture Ratin".
2. „The Squill extract Ratinin.“
3. „The Thallium sulphate de-
lution.“ Ratin-auki.
Þar sem Ratin er bakteríu-
gróðúr, sem orsakar banvæna
sýkingu meðal alls þorra rott-
anna og allra músa, án þess að
vekja grunsemdir þeirra, er
hægt að nota það á mjög stóru
svæði, án þess að eiga á hættu
?Jð tvístra rottu,TLum. Sérhver
móttækileg rotta, sem étur Ra-
tin, er dauðans matur, og um
80—90% brúnna rotta, (en hér er
aðallega um þá tegund að ræða),
eru móttækilegar fyrir Ratin-
sýkinni. Án þess að gruna hið
minnsta, éta rotturnar agn það,
sem þeim er ætlað í fyrstu um-
ferð, því það hefir ekki neinar
kvalir í för með sér, og það er
ekki fyrr en 10 dögum seinna,
sem áhrifa þess fer að gæta.
Þær rottur, sem ekki neyta eit-
ursins í fyrstu lotu, smitast ým-
ist með móðurmjólkinni eða
með því að leggjast á náinn, og
eftir um það bil fjórar vikur
hefir sóttin herjað allt byggð-
arlagið og tortímt milli 80—90%
rottanna, án þess að vekja hinn
minnsta grun meöal þeirra, sem
eftir lifa. Ratin er mönnum
venjulega skaðlaust, en þó verð-
ur að gæta sjálfsagðar varúð-
ar, til að forðast að börn og
ungar skepnur neyti þess, þar
sem dæmi eru til, að slík van-
ræksla hefir orsakað veikindi.
Þau 10—20%, sem eftir lifa,
eru ónæm fyrir Ratini, og neyta
verður því annarra bragða. Á
þessar rottur höfum við hugsað
okkur að nota Ratinin. Þrátt
fyrir það, að vera hættulítið
mönnum og lífi annarra dýra,
þá verkar það 100% á rottur, en
þó auðvitað aðeins á þær, sem
neyta þess. Það er notað að
liðnu því 4 vikna tímabili, sem
Ratini er ætlað að verka á.
(jatnla Síó
t leyulþjjónustu
Japaua
(Betroyal from the East)
Amerisk njósnarrpynd byggð á,
sönnum viðburðum.
Aðalhlutverk:
Lee Tracy
Nancy Kelly •
Richard Loo.
Bönnuð börnum innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TÍMINN
kemur á hvert ■veitahelmlll og
þúsundir kaupstað&heimila, énda
gefinn út i mjög stóru upplagt
Hann er því GOTT AUGLÝS-
INGABLAÐ. Þeir, sem ekki
hafa reynt það, ættu að spyrja
hina, er reynt hafa.
Výja Síó
(við ShúlaBÖtn)
Sannar iiel jur
(„The Purple Heart.“)
Mikilfengleg og afburðavel leik-
in stórmynd um hreystl og
hetjudáðir amerískra flugmanna
í Japan.
Aðalhlutverkin leika:
Dana Andrews
Richard Cante
Kevin O’Shea
Bönnuö börnum yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. .
7jatnat(>íó
Skal eða skal ekki
(I Love a Soldier)
Bráðfjörugur ameriskur gam-
anleikur.
Paulette Goddard,
Sonny Tufts,
Barry Fitzgeraid.
Sýning kl. 5—7—9.
TtMINN
Lindargötu 9A, simi 2323 og 2353
Að þessu loknu fer fram
svipuð yfirferð með Ratinin, og
er það aðeins notað, þar sem
enn verður vart við rottur, og
loks er þetta endurtekið með
Ratin-auka. Þegar þriðju um-
ferð er lokið, ættu að minnsta
kosti 90% allra fasteigna í
Reykjavík að vera lausar við
rottur (við höfum náð allt að
99% árangri í mörgum þeim
borgum, sem við höfum fengist
við). Félagið hefir hugsað sér
að senda hingað þrjá sína
reyndustu og færustu stjórnend-
ur frá Stóra-Bretlandi, en þeir
eru landshlutaforstjórarnir í
suðvestur-Englandi, Mr. S. P.
Gauntlett, í norður-Bretlandi,
Mr. A. Stanway og í Skotlandi
Mr. G. A. Willison. Auk þeirra
kæmu nokkrir af þeirra reynd-
ustu verkstjórum og umsjónar-
mönnum, sem allir hafa verið í
þjónustu fyrirtækisins í meir en
15 ár. Einnig er hugmyndin að
láta leiðangri þessum í.té 4 eða
5 af bílum félagsins, svo hægt
verði að framkvæma verkiö
fljótt, liðlega og skörulega.
Fyrirtækið mun ábyrgj'ast
90% allra fasteigna í borginni
rottulaus við lok leiðangursins.
En ef svo skyldi ekki reynast,
er bæjarfélaginu heimilt að
draga 10% af ofangreindum
kostnaði frá síðustu greiðslunni.
En mér er óhætt að fullyrða, að
M.s. Droining
Alexandrine
Næstu tvær ferðir frá Kaup-
mannahöfn verða sem hér seg-
ir: 27. júlí og 14. ágúst.
Flutningur tilkynnist skrif-
stofu félagsins í Kaupmanna-
höfn.
SKIPAAFGREIÐSLA
JES ZIMSEN.
(Erlendur Pétursson).
Haukadalsbikar
það eru mjög litlar líkur til, að
til frádráttar komi, því ég er
sannfærður um, að okkur muni
takast að ná settu marki.
Athugasemdir vegna sorphauga
bœjarins
1 Töluverðu æti er hent á haug-
ana, án þess að ráðstafanir séu
gerðar til eyðingar þess. Staður
1 þessi hefir því skilyrði til að
| vera klakstöð fyrir rottur og
hæna þær að sér.
j Við leggjum til, að kalki verði
: dreift yfir haugana nokkru áð-
Eins og sagt var frá hér i
blaðinu í gær, héldu nýlega
þrjú ungmennafélög úr upp-
sveitum Árnessýslu íþróttamót
við Geysi í Haukadal. — Var
í gær sagt frá úrslitum í ein-
stöklim íþróttagreinum, en
kappglíman var síðasti þáttur
íþróttakeppninnar.
Þá er glíman hafði farið fram,
kvaddi Þorsteinn Sigurðsson
bóndi að Vatnsleysu sér hljóðs
og afhenti sigurvegaranum í
glimunni fagran silfurbikar. Er
það farandbikar, sem bezti
glímumaðurinn fær til varð-
veizlu í hvert sinn á þessu móti.
Bikarnum hefir verið gefið
nafnið Ilaukadalsbikar og er
hann gefinn af nokkrum nem-
endum Sigurðar Greipssonar í
Haukadal, í þakklætis- og
viðurkenningarskyni við það
mikla og- ösérplægna starf, er
hann hefir unnið að viðhaldi og
framgangl íslenzku glímunnar.
En Sigurður Greipsson hefir eins
og kunnugt er unnið manna bezt
og ötulast að því að glæða áhuga
ur en eitrun fer fram, til að
eyðileggja sem allra mest æti,
og leggjum við eindregið til, að
úrgangi verði ráðstafað annars
staðar á meðan á hreinsun þess-
ara sorphauga stendur.
Þegar rotteyðingunni er lok-
ið, væri mjög ráðlegt að setja á
stofn sorpeyðingarstöð, sem þá
sérstaklega tæki við öllu því,
sem ætilegt reyndist.
íslenzkra æskumanna fyrir
þeirri íþrótt, sem íslenzkust er,
islenzku glímunni.
Er íþróttunum var lokið flutti
Daníel Ágústinusson, ritari U. M.
F. í., ræðu undir berum himni.
Mælti hann hvatningarorðum til
æskunnar og þá sérstaklega
ungmennafélaga, og var gerður
góður rómur að máli hans.
Er þessum atriðum var lokið
skemmti fólk sér við dans i
leikfimishúsi íþróttaskólans
fram undir miðnætti.
Geysir átti að gjósa um dag-
inn og var borin í hann sáþa
skömmu eftir hádegi, en hann
hreyfði sig lítið, nema hvað
smáskvettur komu úr honum
seint um daginn.