Tíminn - 27.07.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.07.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginii 27. Júli 194« 134. blað Höfum Þorsteinn M. Jónsson: viö gengið til góðs? Það, sem á vannst Þingfundum er að þessu sinni lokið. Þingið kemur ekki aftur saman fyrr en 28. september. Eina málið, sem fjallað var um, var heimildin til handa rík- isstjórninni til þess að sækja fyrir hönd íslenzku þjóðarinn- ar um inntöku I Bandalag hinna sameinuðu . þjóða. Öllum er kunnugt, hver varð niðurstaða þessara umræðna. — Sam- þykkt hefir verið, að ísland sæki um inntöku í bandalagið. Framsóknarmenn eru ekki alls kostar ánægðir með niður- stöðuna. Þó tók málið breyting- um til bóta í meðferð þingsins, og fulltrúar flokksins í utanrík- ismálanefnd töldu sig geta unnið meira gagn i þessu mikil- væga máli með því að fá fulltrúa hinna flokkannatilþess að ganga eins langt og þeir vildu lengst ganga, til tryggingar málstað landsmanna, heldur en þótt þeir hefðu sett fram'strangari skil- yrði og klofið með því nefndina. Það var mikill ávinningur, að inn í greinargerðina, sem þings- ályktuninni fylgir, var sett ský- laus stefnuyfirlýsing alþingis um það, að íslendingar geti ekki veitt erlendum herjum bækistöðvar á landi sínu né taki á sig aðrar kvaðir vegna bandalagsins heldur en þær, sem íslendingar sjálfir sam- þykki. Framsóknarmenn vildu, að þessi yfirlýsing yrði send Bandalagi hinna sameinuðu þjóða ásamt inntökubeiðninni, en sættu sig þó við það til sam- komulags, að hún yrði þýdd og send fulltrúum stórveldanna fjögurra og fulltrúum Norður- landaþjóðanna, enda lýsti for- sætisráðherra því yfir á þing- inu, að þetta yrði gert. Annan ávinning í mikilvægu máii hafa þessir þingfundir haft í för með sér. í sambandi við þær umræður, sem urðu um breytingartillögur Hannibals Valdimarssonar, flutti forsætis- ráðherra svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Ríkisstjórnin mun, svo fljótt sem auðið er, hefja viðræður við stjðrn Bandaríkjanna um fullnægingu og niðurfellingu . herverndarsamningsins frá 1941 og öll atriði, sem máli varða í þvi sambandi, og gefa alþingi skýrslu um málið strax og það kemur saman." Hingað til hefir ríkisstjórnin algerlega látið reka á reiðanum um þetta mál, enda þótt samn- ingar þeir, 'sem á sínum tíma voru gerðir við Bandamenn um herstöðvar meðan ófriðurinn stæði yfir, væru úr gildi fallnir. Menn hafa undrazt þetta að- gerðaleysi, því að með þrásetu hersins hér á landi, þvert ofan í gerða samninga um brottflutn- ing að styrjaldarástandinu af- iéttu, var verið að skapa háska- legt fordæmi. Það vekur því á- nægju, að ríkisstjórnin ætlar nú loks að hreyfa þessu máli við Bandaríkjastjórn, og er þá þess að vænta, að líún gangi rögg- samlega fram i því. Hlutverki hins erlenda hers á islenzkri grund er lokið. En því meiri furðu vakti það, að þegar forsætisráðherra hafði gefíð þessa yfirlýsingu sína, er hér er birt að ofan, sameinuð- ust Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn á þingi, með tveim- ur undantekningum, um það að Framh. Ungmennafélagarnir munu hafa unnið meir að því en nokk- ur annar félagsskapur i landinu að vekja áhuga þjóðarinnar á því að eignast eigin fána, og sá þáttur í starfsemi þeirra að magna sjálfstæðisþrá og sjálf- stæðiskröfur þjóðarinnar mun hafa verið sterkari en almennt hefir verið gefið gætur. Ung- mennafélagar unnu margir vel að því að reyna að fella sam- bandslagauppkastið 1908, en ef það frumvarp hefði verið sam- þykkt, mundi það hafa stórum tálmað því, að þjóðin hefði leyst sig undan erlendri yfirdrottnun eins fljótt og raun hefir á orð- ið. Þá hefði hún sennilega ekki íengið fullveldisviðurkenningu 1918. Ungmennafélögin vöktu áhuga á íslenzku glímunni, sundi og öðrum íþróttum. Ungmennafélögin eiga stór- an þátt í sköpun hins nýja tíma á íslandi, hinnar nýju aldar í sögu þjóðarinnar. Við þessi 40 ár síðan Ungmennafélag Akur- eyrar var stofnað eiga þessi orð Jónasar Hallgrímssonar: „Það er svo bágt að standa í stað“, því að á þessum 40 árum hafa orðið meiri breytingar á kjör- um íslenzku þjóðarinnar en breytingar þær, sem urðu á lífi hennar allt frá landnámi til 1900. Ýmsar hugsjónir hinna fyrstu ungmennafélaga hafa rætzt. ís- land er nú fullvalda ríki með innlendum forseta. „Danska mamma“ heyrir til sögunni. Fram til 1900 og jafnvel fram yfir aldamót mátti heyra á öll- um þingmálafundum setning- una: „Við erum svo fátækir og smáir“. Þessi orð spegluðu van- máttarkennd þjóðarinnar. Um 1900 fluttu dönsk og norsk skip allar vörur til og frá landinu. Strandferðaskipin voru dönsk með danskri skipshöfn, og þeim farþega, sem ekki gat talað dönsku, var sýnd fyrirlitning. Nú heyrist aldrei í blöðum eða á þingmálafundum: „Við erum svo fátækir og smáir“. Og nú eins og á fyrra lýðveldistíma vorum, fljóta íslenzk skip fyrir landi „færandi varninginn heim“. Árið 1913 hertóku dansk- fella þann hluta tillögu Hanní- bals Valdimarssonar, sem ein- mitt fjallaði um það að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um tafarlausan brottflutning hins erlenda herliðs. Hefði þó mörg- um sýnst, að ríkisstjórninni myndi að þvi nokkur styrkur að hafa í hendi einróma kröfu al- þingis um efndir á herverndar- samningnum og brottför hersins, í stað þess að það veikir aðstöðu hennar, að tillagan var felld. Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins er því í meira lagi varhugaverð, þótt forsætisráðherra sæi sig á hinn bóginn knúinn til þess að lofa aðgerðum í málinu, eftir að Hannibal Valdimarsson hafði flutt tillögu sína. En eigi að síður er þetta tvennt, senyað hefir verið vik- ið, stefnuyfirlýsing alþingis um afstöðuna til kvaða af hálfu þjóðabandalagsins og yfirlýsing forsætisráðherra um, að leitað verði eftir efndum á hervernd- arsamningum frá 1941, mikil- vægur ávinningur. Og þetta tvennt hefir verið knúið fram með afstöðu Framsóknarmanna og Hannibals Valdimarssonar í þessum málum. ir hermenn ungmennafélags- fána, er einn ungmennafélagi í Reykjavík hafði uppi á bát sín- um, er hann reri á höfninni þar. En nú er fáni íslands dreginn við hún, hvar sem ís- lenzk skip sigla. íþróttir skipa nú veglegan sess á íslandi. En því miður virðist sem hin þjóðlega íþrótt, glíman, er hin fyrstu ungmennafélög börðust fyrir að endurvekja, sé að deyja út að raestu sem þjóð- ar-íþrótt. En nú er sund skyldu- námsgrein á íslandi. Sú hug- sjón U. M. F. í. hefir því sigrað, að allir íslendingar yrðu syndir. En ungmennafélögin hafa beðið skipbrot með sumar hug- sjónir hinna fyrstu ungmenna- félaga, og má þá fyrst og fremst nefna hina síauknu áfengis- neyzlu þjóðarinnar, og alls kon- ar glæpafaraldur unglinga, sem að mestu mun afleiðing drykkju- skaparins. Hinir fyrstu ungmennafélag- ar vildu vekja „lifandi og starf- andi ættjarðarást í brjóstum ís- lenzkra ungmenna og eyða flokkshatri og pólitískum flokka- drætti“, eins og þeir komust að orði í útskýringu hinna fyrstu laga sinna. Þeim tókst nokkuð að vekja starfandi ættjarðarást, en flokkadrættirnir hafa magn- azt. Og því miður er nú mikið reynt af stjórnmálaflokkum landsins að vekjá flokkstrú æskumanna, og nú virðist bera meira á flokksást en ættjarðar- ást, en lítt hirt um að sannleik- urinn og réttlætið skipi öndvegi. En þótt ungmennafélögin á þessu 40 ára aldursskeiði sínu í sumu hafi beðið ósigur, þá hafa þau samt unnið marga sigra. „En sefur logn að boða baki“. Ósigur þarf ekki að vera ævar- andi. Ósigrar ungmennafélag- anna eiga að magna þau til nýrrasr sóknar. Nú er ekki síður þörf á vakningu æskulýðsins en 1906. Og þegar ég nú, einn þess- ara fyrstu ungmennafélaga, hugsa um þessi mál, þá finnst mér, að ég myndi feginn vilja kasta ellibelgnum, og þá fyrst og fremst til þess að geta tekið þátt í nýrri þjóðlegri menning- arsókn. íslandi og íslendingum landsins kveiki hugsjónaeld í er það nú lífsnauðsyn, að æska brjóstum _ sínum, hugsjónaeld, sem logi enn betur en hug- sjónaeldur sá logaði, er hinir fyrstu ungmennafélagar kveiktu. íslenzk æska þarf að fela guðs- neistann í brjósti sér, til þess að berjast á móti alls konar spilltri tízku. Hún þarf að berj- ast gegn víndrykkjuósómanum, hún þarf að temja sér heiðar- leik í viðskiptum, sannsögli og drengskap í orðum og athöfn- um. Hún þarf að vekja fornar dyggðir, svo sem iðjusemi og hóf- semi í meðferð fjármuna. En um fram alla muni þaarf hún að temja sér að vera sjálfstæð í hugsun og þar með forðast múghugsun þá, sem sýnist vera hættulegur faraldur bæði hér á landi og víða annars staðar. Þessi faraldur hefir oft áður valdið mannkyninu óbætanlegu tjóni og gerir enn. Múghugsunin er nú aðalhjálparlyf flokkstrú- arbragðanna eins og hún var áð- ur trúarbraðaofsókna og galdra- brennuæðis. Ég þori að fullyrða, að flokkstrú og múghugsun sviftir marga nútíma íslendinga andlegu frelsi sínu. Stjórnarfarslegt fullveldi þjóð- arinnar er fengið, en það er ekki minni vandi að halda því en að ná því. En til þess að vera viss um að halda því, þá þurfum vér fyrst og fremst að gæta fjárhags vor svo vel, að vér veröum ekki fjárhagslega háðir öðrum þjóðum. Og í við- skiptum vorum og framferði gagnvart öðrum þjóðum, verð- um vér að leitast við að haga oss þaannig, að vér öflum oss virðingar þeirra og álits. Ef þjóðin temdi sér hóflega spar- semi, þá myndi hún aldrei verða fátæk aftur, og þá gætu íslend- ingar allir í framtíð búið í góð- um, vel útbúnum, hlýjum og björtum húsum og haft nóg af öllum öðrum lífsnauðsynjum. Sú hugsjón, sem islenzkir æskumenn þyrftu nú að setja (Framhald á 4. slöu). LAN GFERÐABÍLSTJ ÓRARNIR vinna erfitt verk, sem. þeir, er ekki þekkja sjálfir til, meta ef til vill ekki að verðleikum. Þeim hvílir á herðum mikil ábyrgð, og þeir eiga oft við ó- trúlega erfiðleika að stríða í starfi sínu. En þeir hafa langflestir reynzt vandanum vaxnir, og meðal ferða- manna og fólksins, sem býr við veg- ina, hafa þeir eignazt býsna marga vini. Og það er ekki heldur að ólík- indum, því að þeir eru þessu fólki oft sönn hjálparhella. Nú hefir mér bor- izt eins konar þakkarávarp frá öldr- uðum Skagfirðingi, Hjörleifi Sigfús- syni í Álftagerði, til eins af langferða- bílstjórunum, Páls Sigurössonar, og birti ég það hér, þótt sumt í því sé allpersónulegt. „PYRIR 60—70 ÁRUM, þegar ég var að alast upp norður í Skagafirði, voru samgöngur ekki góðar hér á landi. Ár voru óbrúaðar og' vegleysur um byggðir og óbyggðir. Á vetrum fóru flestir gangandi. Aðdrættir að heimilum á klyfjahestum. Þó átti það sér ekki allsjaldan stað, að menn voru sendir í kaupstað fótgangandi og báru heim varninginn. Á þeim ár- um var mikið tíðkað, að menn fóru úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl- um til sjósóknar suður á Suðurnes. Voru þær ferðir farnar seint í janú- armánuði, og gengu menn þá cg báru farangur sinn. Voru þetta oft og tíðum miklar svaðilfarir og erfi'ðar. Var svo gengið heim á vorin og bá,ru menn enn pjönkur sínar. Þær ferðir voru oft og tíðum lítið betri, æði erf- itt að vaða aurinn og árnar. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Bílar ganga daglega á sumrin á milli Norður- og Suðurlands og tvisvar til þrisvar í viku á vetrum. Fótganganöi menn sjást nú ekki nema á skemmti- göngum eða fjallaleitum. Og mjög lítið er um menn á ferð á hestum, nema þá helzt gamlir skrjóðar, eins og eg, þá í erindum með hross á mllli hér- aða, sem af einhverjum ástæðum þurfa að komast suður eða noi’ður, o s. frv. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON bila- útgerðarmaður á Akureyri hélt fyrst- ur manna uppi föstum ferðum sum- ar og vetur á milli Norður- og Suður- lands. Páll Sigurðsson bílstjóri stoð fyrir þeim ferðum, og mun sl. vetur vera ellefti veturinn, sem að hann sá um vetrarflutning á Holtavörðuheiði. Eins og að líkindum lætur, hefir ekki alltaf verið létt verk að annast þess- ar ferðir á lélegum vegum í misjaínri tíð. Hefir þá oft reynt á karlmennskn- úrræði og þrek bílstjórans. Er mér ó- hætt að fullyrða, að Páll hefir leyst vandann af hendi með mestu prýöí Hefir hann áunníð sér hylli og traust fjölda manna, sem með honurn haía starfað og ferðazt, fyrir dugnað sinn og árvekni og drengskap. Mér hefir Páll oft rétt hjálparhönd á ferðum mínum og látið sér svo annt um rnig, að engan þekki ég slíkan. Næstliðið vor var ég á ferð frá Reykjavik með hross til Skagafjarðar. Þetta vav í maímánuði. Páll átti þá hesta sína í Fornahvammi og dvaldi þar þegar hann var ekki í bílferðum. Páli er mikill hestamaður og hefir yndí af því að hjúkrá þeim og fá sér sprett á vel öldum folum, þegar hann hefir tæki- færi til þess eða tíma. SÍÐLA DAGS 12. MAÍ kem ég til kunningjafólks míns ofarlega í Norð- urárdal, fæ þar hressingp fyrir mig og hesta mína, en ég á marga kunn- ingja á leiðinni frá Skagafirði til Reykjavíkur. Þegar inn er komið, segir bóndi mér, að Páll Sigurðsson hafi hringt frá Fornahvammi og spurt, hvort mín hafi orðið vart. Þegar ég kem til Fornahvamms, tekur Páll á móti mér, hjálpar mér til þess að hýsa hesta mína og gefa þeim. Dreg- ur svo upp fleyg og fær mér til þess að hressa mig við og „lífga sálaryl ‘. Þegar kemur til stofu, er mér þar bú- in veizla og fleira fólki og spyr Páll þá, hvort að þetta sé ekki 73. afmælis- dagur minn. Kvað ég já við því, en hvernig vissi hann það? Hélt Páll nú af mikilli rausn upp á afmæli mitt og færði mér gjafir, alklæðnað innst og yzt, skinnvesti og fleira. SÍÐASTLIÐIÐ HAUST í nóvember- mánuði var ég enn á ferð með hross til Reykjavíkur. Gisti í Fornahvammi og er Páll þá þar fyrir. Ég var með íslenzka ieðurskó á fótum, haglega gerða af skagfirzkri blómarós. Þegar ég fer um morguninn, segir Páll: „Þú getur ekki farið svona búinn til fót- anna til Reykjavíkur. Þú verður tek- inn fastur, ef þú lætur sjá þig með leðurskó á fótunum í Reykjavlk". Kemur Páll svo með ný gúmmístíg- vél og fær mér til ferðarinnar. Svona er Páll. Páll er engum manni líkur.“ Tímann vantar tílfinnanlega börn tll að bera blaðið út til kaupenda víðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna að aðstoða eftir megni við að útvega unglinga til þessa starfs. Vinnið ötullega fyrir T ímann. Stefán Jónsson námsstjóri: Einn dagur í Finnlandi Framh. Nú get ég mér til að margur vildi spyrja: Hvernig lítur nú þetta fólk út, sem þolað hefir allar þjáningar stríðsáranna, og sem ennþá býr við harðrétti og þröngan kost? Ég hefi áður sagt frá því, að börnin í skólanum, sem ég sá, voru hraustleg og glöð, en þau sem ég athugaði sérstaklega voru aðeins 7—8 ára. Ég sá líka um kvöldið unga pilta og ungar stúlkur á reið- hjólum og gangandi á leið okk- ar uin sveitina, og virtust þessi ungmenni glöð og áhyggjulaus eins og ungmenni annarra landa, era það sama get ég ekki sagt um eldra fólkið. Kennslukonan, sem við ræddum fyrst við — var þreytuleg og þjáningar stríðsins spegluðust í andlitsdráttum h'ennar. Hún hefir fráleitt verið meira en 36—38 ára, en gat eftir útliti sínu vel verið 50—60 ára. (Hún söng vel og :>pilaði á hljóð- færi, en þegar hún söng falleg- an sálm með börnunum, viknaði hún og varð að hætta að syngja. Lyfsalahjónin voru mjög að- laðandi, en þau báru þess merki að þau höfðu þjáðst. Þau töluðu lítið um stríðið. Reynsla stríðs- áranna kenndi mönnum það, að fá orð hafa minnsta ábyrgð, en mikið ræddu þau um það, að Finnland væri fátækt nú, eins og oft áður, og nú yrðu allir að leggja hart að sér og bjarga þjóðinni úr því skuldafeni sem stríðsárin og friðarsamningar hefðu skapað. Dagurinn leið að kvöldi. Við höfðum lofað að fara aftur ýfir á sama stað fyrir kl. 8. Við hringdum því á bifreið og ókum með miklum hraða þessa 12—15 km. leið að ánni. Við hringdum líka á tollstöðina og báðum þá að hafa bátinn til. — Klukkan 10 mínútur yfir sjö vorum við komnir á okkar stað við ána, en tollstöðin er í lítilli eyju út í ánni. Enn máttum við bíða. Kvöld- ið var fagurt. Sól var enn hátt á lofti, þar sem við vorum hér um 120 km. fyrir norðan pólar- baug. — Ekki hreyfðist hár á höfði og hin mikla elfa leið straumlygn og hljóðlaust fram á leið til hafs. Enn hafði hún vaxið mikið og enn var óslitin röð af trjávið sem þokaðist nið- ur ána — þúsundir þúsunda af trjám flytur þessi mikla elfa niður að sögunarverksmiðjun- um. Kl. er nú langt gengin í átta, en ennþá eru margir menn að vinna við trjáviðinn í ánni á litlum kænum. — Þeir tengja stærstu trén saman með köðl- um og keðjum og mynda í vík- um og vogum eins og rétt eða girðingar og stýra svo smærri trjánum þarna inn í. Þessir menn eru þreytulegir og í slitn- um flíkum en þeir virðast hafa krafta í kögglum og kunna vel til verka. Enn megum við lengi bíða, en hvað gerir það til, hér er fríðsælt og fagurt. — Við getum þó ekki setið alveg aðgerðalausir og för- um nú að athuga umhverfið. Hér eru bæirnir hver hjá öðrum og fólk að sinna kvöldverkum, láta inn kýr gefa þeim og brynna. Sumir aka vatninu heim á hestvögnum frá ánni en aðrir sækja vatnið í brunna. Rétt hjá okkur er ung stúlka að ná vatni úr brunni. En hér er notuð sér- kennileg aðferð við að draga fötu upp úr djúpum bruipi. — Stórt tré 6—10 metra langt er þarna haft fyrir vogarstöng. Föt- unni er krækt í taug í styttri arm vogarstangarinnar og þeg- ar vatnsfatan er orðin full veg- ur tréð hana upp með þunga sínum. — Ég bað félaga minn að taka mynd af stúlkunni við brunninn. Hann kom. til min með myndavélína, en þegar stúlkan sá hvað við ætluðum að gera, hljóp hún flissandi inn i hlöðu og sagði eitthvað á finnsku. — Þá gægðist önnur stúlka út úr næsta húsi en þaut inn aftur. Nokkrir piltar voru þarna nærstaddir og nú ætlaöi einn þeirra að sýna hvernig vatnið væri dregið upp og vera á myndinni, en það tókst þá ekki betur en svo, að fatan kræktist úr og féll í brunninn. Þá kom ung kona úr næsta húsi, ýtti piltinum frá brunninum, tók krókstjaka og krækti í fötuna, festi hana í taugina, sökkti föt- unni í brunninn og beið svo ró- leg og brosandi meðan myndin var tekin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.