Tíminn - 31.07.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 31.07.1946, Qupperneq 2
2 TÍMIINN. mlðvikmlagtiin 31. Júli 1946 136. blað Magnús H. Gíslason, Eyhildarholti: Refabrögð ríkisstjórnarinnar I. Ibjörgun hinnar „eldgömlu ísa- Margir urðu ákaflega undr- foldar“, sá stutti. Já, reyndar andi, þegar sá boðskapur barst | átti „dauði flokkurinn" þarna #Mmnt MiÍfviUudugur 31. júit Afgreiðslan, sem mál- efni bændanna fengu Sú varð reyndin, að frumvarp þeirra Steingríms Steinþórs- sonar, Bjarna Ásgeirssonar, Helga Jónassonar og Jörundar Brynjólfssonar um að fá sam- tökum bændanna sjálfra i hendur verðlagningu landbún- aðarafurðanna og fyrirspurn Páls Zóphóníassonar og Bern- harðs Stefánssonar um það, hvað ylli hinum langa drætti, sem orðinn er á því, að bændur fái greidda lögákveðna verðupp- bót fyrir árið 1944—1945, voru ekki tekin til meðferðar á al- þingi á dögunum. Þingmenn voru sendir heim, án þess að þessi mál væru tekin á dagskrá. Höfðu þó ýmsir gert sér vonir um, að sumum þingmönnum sjálfra stjórnarflokkanna þætti orðið nóg um það gerræði, sem bændur hafa verið beittir síð- ustu misserin og vildu gjarna, að eitthvað væri fyrir það bætt. En þeir hafa þá að minnstá kosti orðið að lúta í lægra haldi enn einu sinni. Allt situr við hið sama um réttarmál bænda- stéttarinnar. Þegar sýnt var, að hinir ráð- andi menn stjórnarflokkanna ætluðu að hundsa bæði frum- varpið og fyrirspurnina og fresta þingi, án þess að þessi mál hlytu afgreiðslu á nokkurn hátt, bar Steingrímur Stein- þórsson fram þá tillögu, að þingið kæmi aftur saman 10. september, svo að unnt væri að ræða þau, áður en þetta verð- lagstímabil rennur út. En jafn- vel þessari hógværu og sjálf- sögðu kröfu vildu valdhafarnir i stjórnarflokkunum ekki sinna. Jafnvel þetta var meira en þeir gátu orðið við, þegar bænda- stéttin, ein fjölmennasta vinnu- stétt landsins, átti hlut að máli. Aðeins seytján þingmenn greiddu atkvæði með því, að þingið kæmi saman áður en á- kveða skal verðlag á landbún- aðarafurðum í haust. Aðeins seýtján þingmenn vildu leyfa, að rætt yrði í tæka tíð um það á alþingi, hvort unna eigi bændastéttinni svipaðs réttar og aðrar þjóðfélagsstéttir njóta — hvort hún eigi eins~og aðrir að fá að hafa einhvern Ihlutun- arrétt um verðlag á vinnu sinni og framleiðslu. En þessi afstaða stjórnar- flokkanna og meiri hluta al- þingis hefir einn kost: Afstaða þessara aðila til bændastéttar- innar er skýlaus og ótvíræð. Þeir ætla í lengstu lög að streit- ast gegn því, að bændur landsins og allt það fólk, sem á afkomu sína og lif undir landbúnaðin- um, fái að sitja sama bekk og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Stéttarsamband bænda er nú að rísa á legg, og smávægilegar deilur, sem staðið hafa um formsatriði, eru til lykta leidd- ar, og verður ekki í efa dregið, að þær eru þar með úr sögunni, þótt niðurstaðan sé ekki enn kunn. Báðir deiluaðilar munu áreiðanlega láta sér vel líka niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Sambandið er hið sameiginlega baráttutæki bændastéttarinnar og hinn eini aðili, sem er rétt- kjörinn til þess að fara með slík mál sem verðlagsmál landbún- aðarins. Því ber verðlagsvaidið á sama hátt og verkalýðsfélög- in og Alþýðusambandið haía út yfir landsbyggðina hérna um haustið, að Sjálfstæðismenn og kommúnistar hefðu fallizt í faðma og rubbað upp rikis- stjórn. Og undrunin varð ekki hvað minnst meðal sumra fylg- ismanna þessarra flokka. — Flokksforingjarnir höfðu lagt allt kapp á að innprenta fylgis- mönnum sínum, að aðrar eins andstæður gætu ekki hugsazt í heimi hér og þessir tveir flokk- ar. Kommúnismi og kapitalismi væru algerar andhverfur. Milli svo ákveðinna andstæðinga gæti aldrei verið um neitt vopna- hlé að ræða. Það væri sama og að semja frið við sjálfan erki- óvininn. — Þessi boðskapur hafði þó ó- neitanlega á sér æðimikinn sennileikablæ. Æði margir gerð- ust því til að trúa. Svo skeði undrið. Ný ríkisstjórn var mynd- uð. Og hverjir skyldu svo sem hafa staðið að því sköpunar- verki aðrir en hinir fornu fjandmenn, Heródes og Pílatus, íhaldið og kommar? Ójú, Al- þýðuflokkurinn hafði líka lagt í púkkið. Hann ætlaði svo sem ekki að láta sitt eftir liggja við vald til þess að breyta kaup- töxtum og efna til verkfalla. Hinni beinu synjun á því að við- urkenna þennan augljósa rétt, geta stéttarsambandið og bændur hver fyrir sig ekki svar- að með öðru en því að herða baráttu sína í réttarmálunum, svo að þeir, sem vilja sitja yfir rétti þeirra og gera bændurna og fólkið í dreifbýlinu að ann- ars flokks fólki og eins konar undirstétt, sem leyfilegt sé að níðast á, sjái sitt óvænna og láti undan síga. Það er sýnt, að enn á ekki að gefa eftir með góðu. Hitt er svo skylt að athuga sem bezt, hvaða ráð eru til- tækilegust og skynsamlegust til þess að rjúfa þá hlekki, sem nú- verandi rikisstjórn hefir verið að færa um fætur bændastétt- arinnar. Annars má það furðulegt telja, ef verkamönnum þykir æskileg sú réttarskerðing, sem bændur hafa verið beittir. Að- staða bænda og verkamanna er nefnilega mjög svipuð í þessum efnum, og hér gæti hafa verið skapað fordæmi, sem væri verkamönnum og samtökum þeirra hættulegt, ef til dæmis harðsvíraður Sjálfstæðismeiri- hluti næði hér skyndilega völd- um og hyggðist að beita verka- mannastéttirnar svipuðum tök- um og bændur hafa nú verið beittir, j>eningavaldinu til styrktar. Þá væri auðvelt að vitna til þess, að svona hefði verið farið að við bændastétt- ina, þegar svokallaðir fulltrúar verkamanna mynduðu meiri- hluta ríkisstjórnar. Þessu virð- ast kommúnistar og Alþýðu- flokkurinn ekki gefa mikinn gaum. En hinn óbreytti verka- maður sér þetta og skilur, og meðal annars þess vegna er honum ekki að skapi sú réttar- skerðing, sem bændur hafa orðið að búa við síðan núverandi ríkisstjórn kom til valda. Fyrir bændur landsins er gott að vita, að þeir eiga dulda samúð mjög margra verkamanna í þessum málum, þótt þær klíkur, sem halda verkamannaflokkunum í greipum sínum berji þetta við- horf enn niður. tvo ráðherra, bara rétt eins og hinir lifandi. Framsóknarmenn skildu þeg- ar, að hér var ekkert dularfullt fyrirbrigði á ferðinni. Þótt stjórnarmyndunin virtist í byrjun með æði miklum ólík- indum, þá var hún þó í algeru samræmi við pólitíska sögu Sjálfstæðismanna og kommún- ista og reyndar ekki ýkja langt frá yfirlýstri stefnu þeirra, kommúnista a. m. k. Kommún- istar eru byltingamenn að eigin sögn. Þá yfirlýsingu sína hafa þeir ekki fengizt til að aftur- kalla, þegar á hefir hert. Hins vegar lærðist þeim furðu fljótt að hafa ekki stefnuna í hámæli. Fundu, að hún féll ekki íslend- ingum, sem unna frelsinu öðru fremur, alls kostar í geð. Nauð- syn bar því til að nudda sér upp við lýðræðishugsjónina, ef tak- ast mætti að deyfa hinn rúss- neska roða, svo að ekki skæri hann eins í augu. Og við haust- kosningarnar 1942 lögðu kom- múnistar á það alla stund að telja kjósendum trú um, að byltingaráformin væru þeim víðs fjarri, þeir elsk- uðu frelsið og lýðræðið al- veg út af lífinu, og eftir kosn- ingarnar töldu þeir sig mundu kosta kapps um að koma á „vinstri stjórn", þ. e. stjórn, sem þeir, ásamt Framsóknar- og Alþýðuflokksmönnum, stæðu að. Engum vafa er það undirorpið, að kommúnistar fiskuðu ekki svo fá atkvæði á þennan mál- flutning. Margir töldu slíka samvinnu mjög æskilega. Fram- sóknarmenn voru yfir höfuð ekki ýkja trúaðir á heilindi kommúnista. En þeir töldu, all- flestir, sjálfsagt að gefa þeim kost á að standa við orð sin. Það var fullkomin ofrausn að láta þeim leyfast að afla sér fylgis á falsi því, er þeir höfðu beitt um hríð. Kommúnistar voru nú í klípu. Sjálfsmat þeirra var að því leyti rétt, að þeir áttu þess enga von, að verða virtir viðtals. En nú urðu þeir annaðhvort að standa við orð sín eða eta þau ofan í sig. Kommúnlstar stóðust prófið mjög að vonum. Það leiddi í ljós, að þeir voru, enn sem fyrr, sauðtryggir fylgjendur hinna austrænu einræðishátta. Vinstri stjórn, þar sem Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn hefðu undirtökin, mundi beita sér fyr- ir margháttuðum umbótum. Kommúnistar eru á móti þeim. „Umbætur í lýðræðisþjóðfélagi torvelda byltinguna", segja þeir. Og kvenprestur þeirra, Katrín Thoroddsen, kallaði þær Óla-skans-dans. — Tilraunirnar með myndun vinstri stjórnar leiddu það berlega í ljós, að kommúnistaklíkan, sem öllu réði í hinum svonefnda Sósíal- istaflokki, vildi ekki eiga þátt í neinni ríkisstjórn, sem ekki bar á einhvern hátt að bylting- unni. Sjálfstæðismennirnir hafa löngum lofað sjálfa sig fyrir það að draga ekki taum einnar stétt- ar fremur en annarrar, þótt það sé vitaskuld blekking. Sjálf- stæðisflokkurinn væri „allra stétta flokkur", eins og stundum er svo fagurlega að orði komizt í ísafold. Og víst er það hrós- vert að vilja öllum vel, einkum ef það er nú meira en í orði. En ef vel er nú að gáð, mun vitn- ast, að atvinnustéttirnar eru meira og minna dreifðar um alla stjórnmálaflokkana hér á landi. Hitt er rétt, að Framsóknar- flokkurinn er að meirihluta skipaður bændum og öðrum smáframleiðendum, og verka- menn muni hæstir að höfðatölu innan Alþýðu- og kommúnista- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir að vísu, innan sinna vé- banda, nokkurt hrafl úr öllum stéttum, en hvort mun þó „allra stétta flokkurinn“ bera svipmót vinnustéttanna fyrst og fremst? Sýnist hitt ekki sönnu nær, að þar gæti meir mannanna með gullbringurnar? Reynslan er jafnan ólýgnust. Iðulega hafa orðið átök milli hinná ýmsu stétta hér á landi, einkum þó með þeim, er betri hafa fjár- hagsaðstöðuna og hinum, er minni eiga gnægðir hins gula málms. Hver hefir þá verið af- staða „allra stétta flokksins?“ Hefir hann þá gerzt verndari hinna veikari eða hefir hann e. t. v. fremur hlynnt að hinum, er sólarmegin sátu? Ójá, sú hefir nú oftast orðið raunin. Til þess mætti nefna næg dæmi, en ég mun ekki lengja þessar lín- ur með því, enda munu þau al- þjóð kunn. Skal þó ekki undan því skorazt, ef véfengt verður réttmæti þessara staðhæfinga. Eins og forystu Sjálfstæðisfl. er nú háttað, hefir almenningur enga ástæðu til að vænta sér neinna vináttubragða úr þeirri átt. Stjórnmálaflokkar þurfa fjármagn til starfsemi sinnar. Þess er venjulega aðeins að vænta frá flokksmönnum. Al- þjóð veit, að enginn flokkur veður eins í peningum og Sjálf- stæðisflokkurinn. Innan hans mætast flestir mestu fjárplógs- menn þjóðarinnar. Þeir leggja fram fjármagnið til flokksstarf- seminnar. En það eru karlar, sem hafa verzlunarvit (sumir orðhákar kalla það klækjavit), og þeir henda ekki frá sér fjár- munum, án þess að fá eitthvað (Framhald á 4. síSu). í ársbyrjun 1890 gekk trúar- alda yfir Dalina. Upphaf þess- arar andlegu vakningar var eft- irfarandi viðburður: Nótt eina fyrir sextíu árum síðan barðist einmana kona við dauðann úti á miðju Atlants- hafi. Hún var gift ríkum og góð- kunnum málaflutningsmanni í Chicago og átti fjórar dætur barna. Hún hafði lagt af stað til Frakklands til þess að heim- sækja foreldra sína og lofa þeim að sjá barnabörnin. En gufu- skipið, sem þær fóru með, ’rakst á annað skip og sökk. Nú var hún barnlaus. Hún hafði horft á börnin sín hverfa niður í haf- djúpið, og þessi skelfilega nótt hafði markað djúp spor í sál hennar, áður en björgunin kom. Þessi kona hét Anna Spafford. Þegar hún kom aftur til Chicago taldi hún eiginnmann sinn og Ferðaskrifstofan efn- ir til hringferða Ferðaskrifstofan efnir til tveggja tíu daga hringferða um Norður- og Austurland, 5.—14. ágúst og 9.—18. ágúst. Verða ferðir þessar farnar með skipum og bifreiðum. Sú fyrri er 10 daga hringferð með bifreiðum til Akureyrar og um Norður- og Austurland og með m.s. Esju frá Akureyri til Reykjavíkur (einnig bifreið til Reykjavíkur, ef fólk óskar þess). Mánudag 5. ágúst: Reykjavík — Þingvellir — Kaldidalur — Húsafell — Reykholt — Hreða- vatn — Sauðárkrókur — Hólar í Hjaltadal. Þriðjudagur 6. ágúst: Hólar í Hjaltadal — Varmahlíð Akureyri. Miðvikudagur 7. ágúst: Akureyri — Mývatn — Lauga- skóli. Fimmtudagur 8. ágúst: Laugaskóli — Dettifoss — Egils- staðir. Föstudagur 9. ágúst: Eg- ilstaðir — Hallormsstaðaskógur — Reyðarfjörður — Egilsstað- ir. Laugardagur 10. ágúst: Egils- staðir — Ásbyrgi — Húsavík. Sunnudagur 11. ágúst: Húsavík — Vaglaskógur — Akureyri. Mánudagur 12. ágúst: Akureyri — Siglufjörður. Þriðjudagur 13. ágúst: Patreksfjörður — Reykja- vík. Síðari ferðin er 10 daga hring- ferð. Með m.s. Esju til Akureyrar “(einnig með bifreiðum, ef fólk óskar þess) og bifreiðum um Norður- og Austurland. Föstudagur 9. ágúst: Reykja- vík — Vestfirðir. Laugardagur 10. ágúst: Vestfirðir — Siglu- fjörður. Sunnudagur 11. ágúst: Siglufjörður — Akureyri. Mánu- dagur 12. ágúst: Akureyri — Mývatn — Laugaskóli. Þriðju- dagur 13. ágúst: Laugaskóli — Húsavík — Dettifoss — Egils- staðir. Miðvikudaagur 14. ágúst: Egilstaðir — Hallormsstaða- skógur — Reyðarfjörður — Eg- ilsstaðir. Fimmtudagur 15. á- gúst: Egilsstaðir — Ásbyrgi — Húsavík. Föstudagur 16. ágúst: Akureyri — Varmahlíð — Hólar í Hjaltadal. Sunnudaagur 18. á- gúst: Hólar í Hjaltadal — Sauð- árkrókur — Blönduós — Hreða- vatn — Reykholt — Húsafell — Kaldidalur — Reykjavík. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er viða í bænum að koma blaðinu með skilum til vini á að yfirgefa Ameríku og öll sín jarðnesku gæöi þar og helga guði líf sitt. Hún vildi lifa lífi sinu eins og meistarinn sjálfur og fyrstu lærisveinar hans höfðu gert. í Jerúsalem, þar sem vagga kristninnar stóð, ætluðu þau að hefja starf sitt. Árið 1881 var ekkert því til fyr- irstöðu, að ákvörðuninni yrði framfylgt. Spafford hjónin fóru þá úr heimalandi sínu fyrir fullt og allt ásamt vinum sín- um, tuttugu að tölu. Þannig var stofnað hið einkennilega trúar- félag, sem hlaut nafnið Ameríska nýlendan. Fregnin um amerísku land- nemana í Jerúsalem flaug víða, jafnvel hingað til Svíþjóðar. Bændurnir í Nessókn í Dölunum fengu þánnig fréttir af trúar- vakningu frú Spafford fyrir til- stilli ættingja sinna í Ameríku. Póstmála Dagana 20.—24. júlí var norræn póstmálaráðstefna haldin í Reykjavík, og tóku þátt í henni fulltrúar frá Danmörku, Finn- landi íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ráðstefnan samþykkti nýjan samning um póstsambandiö milli hinna fimm norrænu landa eftir frumvarpi, sem lagt var fram af nefnd þeirri, er ráð- stefnan, sem haldin var í Stokk- hólmi í septembermánuði 1945, hafði skipað. Með hinum nýja samningi er heitið „Norræna póstsambandið" í fyrsta skipti ákveðið sem opin- bert heiti. Að frátalinni smá- vægilegri lækkun á böggla póst- gjaldinu milli Danmerkur og Svíþjóðar, felur hinn nýi samn- ingur að öðru leyti engar meiri- háttar breytingar í sér, sem al- menning varðar. Á ráðstefnunni var ennfremur rætt um endurskipulagningu á næturpóstfluginu, eins og það var fyrir styrjöldina. Ráðstefnan var á einu máli um það, að æskilegt væri, að koma þessari póstþjónustu á hið allra fyrsta, þar sem hún má teljast sér- staklegáf þýðingarmikil, einkum þegar þess er gætt, hvernig á- statt er i samgöngumálum nú sem stendur. Þá hafði ráðstefnan einnig tii meðferðar sérstök atriði í sam- bandi við alþjóðapóstþingiö, sem halda á í París 1947, og enn- fremur nokkur mál, sem ýmist voru pósttæknilegs eðlis eða mikils varðandi fyrir sambandið milli póststjórnanna innbyrðis. Næsta norræna póstmálaráð- stefna verður haldin í Osló. kaupendanna. tað eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verffa fyrir vanskilum, aff þreytast ekki á aff láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa veriff löguff og jafnframt aff leiffbeina börnunum, sem bera út blaffið, hvar bezt sé aff láta þaff. Þeir kaupendur, sem búa utan við aff- albæinn og fá blaðið í pósti, gerffu Tímánum mikinn greiffa, ef þeir borgnðu andvírffi blaðs- ins á afgreiffslunni. — Þó aff kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnlr fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. Útbreiðið Tímann! Þessar fréttir höfðu geysimikil áhrif á þá. En hrifnari uröu þeir þó, þegar fríkirkjuprestur nokkur, sem dvalið hafi lang- dvölum í Chicago, kom aftur heim og tók að prédika um skyldu mannanna til þess að byrja nú á nýjan leik að feta í fótspor Krists. Nafn þessa klerks var að réttu lagi Larson, en í Svíþjóð og annars staðar í heiminum er hann án efa þekkt- ari undir nafninu Helgum. Hann náði merkilegum tökum á fólk- inu í byggðarlagi þeirra Ingi- marssona. Þá gerðist sá við- burður, sem einstæður er tal- inn í sænskri ttrúarlífssögu og Selma Lagerlöf lýsir í hinni frægu sögu sinni Jerúsalem. Ár- ið 1896 yfirgaf hópur sænskra bænda jarðir sínar, ættingja og vini og lagði af stað i langa og erfiða ferð til landsins helga, þar sem þeir ætluðu að setjast að fyrir fullt og allt. íbúar amerísku nýlendunnar virðast ekki hafa verið viðbúnir svo mikilli fólksfjölgun. Horatio Spafford, hinn ágæti skipulagn- ingameistari, hafði látist árið 1887, og gleði nýlendubúa varð beizkjublandin af áhyggjum þegar þeir fögnuðu gestunum. Á meðal þeirra voru bæði kon- ur og börn. Alls voru Svíarnir fjörutíu að tölu. Á meðal þeirra var fimmtán ára piltur, að nafni Holts Lars Larson. Hann heitir Þegar Dalafólkib kom til Jerúsaíem Flestir íslendingar kannast viff söguna Jerúsalem eftir sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf. Hún er, sem kunnugt er, byggff á sannsögulegum viðburðum, segir frá 40 Dalabúum, sem yfirgáfu jarffir sínar og heimili árið 1896 og fluttust til Jerúsalem. Nú í ár eru því 50 ár liðið frá því er þetta gerðist. Grein sú, sem hér fer á eftir birtist nýlega í sænska blaðinu VI og er eftir Karin Johnson, sem nýlega heimsótti Svíana í Jerúsalem.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.