Tíminn - 31.07.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 31.07.1946, Qupperneq 3
136. blað TÍMINiV, migvlkndagiiui 31. Jiilí 1946 3 tHifhdaýi'éttii' Myndir þessar eru frá sjóniinjasafninu í Kronborg í Danmörk. Hvenær verður sú hujmynd að veruleika, að koma upp islenzku sjóminjasafni? Mynd þessi er frá bifreiðaframleiðslunni í Englandi. Hún er frá M. G.- verksmiðjunni og sýnir menn vera aðvinna að því að setja bifreið saman. nú Louis Larson, er sænskur ræðismaöur í Jerúsalem og á- gætur málsvari fööurlandsins. Hann er giftur dóttur Helgums. Fjórir synir hans gistu Stokk- hólm nú fyiár skömmu. Ég hefi oft furðaö mig á þvi, hvernig þessum sænsku bænd- um muni hafa verið innan- brjósts, þegar þeir stigu fyrst fæti á austurlenzka grund, mættu skyndilegá nýjum við- horfum og sáu á bak tilbreyt- ingarlausri en öruggri tilveru. Ég spurði elzta fólkið í nýlend- unni um þetta og fékk mörg svör, en ekkert þeirra leysti þó spurninguna til hlítar. Þeir hafa varðveitt varkárni sænska bóndans, þrátt fyrir langa vist í Austurlöndum. En ræðismað- urinn okkar, sem er bæði greindur og viðmótsþýður, sagði mér eitt og annað, sem varpar ljósi yfir þennan hluta af sögu sænsku Jerúsalembúanna. Hann segir, að þáverandi fræðslumála- stjóri í Palestínu, Ismael bey El- Husseini, föðurbróðir stórmúft- ans sem nú er, hafi verið mjög hjálpsamur Svíunum. Telur hann, að enginn maður annar hafi greitt betur götu Dala- fólksins. — Jerúsalem var smábær á þeim árum, segir Larson ræöis- maður, og við gátum ekki hjá því komizt að vekja á okkur athygli. Sú fregn barst brátt út, að hópur af fólki frá fjarlægu landi hefði selt allar eignir sin- ar og komið hingað til fundar við Krist á dómsdegi. Ég veit ekki, hvert álit fóík hafði á okkur, en ég held, að almenn- ingur hafi haft meðaumkun með okkur. Flestir útflytjend- anna höfðu selt eignir sínar á lágu verði. Peningarnir gengu brátt ttil þurrðár, við stóðum uppi allslausir í ókunnu landi og skildum ekki orð í tungu landsmanna. Ameríkanarnir gerðu það, sem þeir gátu, en' þeir börðust sjálfir- í bökk- um.... já, til er, gamalt mál- tæki, sem segir meir en langar skýringar: — Þegar jatan er tóm, bítast hestarnir. Þá var það, sem formaður tyrknesku fræðslumálanefndar- innar, Ismael bey El-Husseini, kom okkur til bjargar. Hann kom og talaði við okkur i eigin persónu. Séra Larson, sem seinna varð tengdafaðir minn, túlkaði. Ismael bey byrjaði á því að útvega okkur hús, sem var í rauninni höll, er framlið- inn ættingi hans hafði átt og staðið hafði auð um lengri tíma. Ameríska nýlendan hefir nú bækistöðvar sínar í þessu húsi. Ismael lét ennfremur senda okkur mat úr eldhúsi sínu. En slík hjálp dugði ekki til lengd- ar, og því sagði hann dag nokk- urn: — Ég hefi útvegað ykkur hús, svo að þið hafið þak yfir HANS MARTIN: SK.IN OG SKÚRIR Hann verður að trúa því, sem hún skrifar. Hún verður líka að trúa því sjálf. Þetta má ekki vera annað en stutt ferö. Hún verð- ur að koma aftur — knýja sjálfa sig til þess. Hún stendur upp, litast um í stofunni, reikar um .... Jú — ég kem aftur. ég kem aftur — hversu hræðileg kvöl, sem bíður mín, þó að hún geti alls ekki horft lengur á það, sem hér ber fyrir augu hennar. Og Hans? Já — nú mun Hans sitja hér aleinn — hjá nemend- um sínum — tala við þá um Shákespeare. Og nú fá þeir ekki framar te. Maríanna stappar í gólfið. Hans — hann skilur hana ekki, hvernig þetta hefir allt níst hana og ofboðið henni. Hans er ró- lyndur og dagfarsgóður maður, en hann skynjar ekki bylgjukastið í sál annarra. En hvernig getur hún þó fengið sig til þess að svíkja hann? Það er lítilmannlegt að hlaupast á brott frá honum og skilja hann einan eftir, þótt á móti blási. Er það ekki einmitt hann, sem hefir lagt sig allan fram um að rétta hag þeirra við? Tár- in hrynja niður kinnar henni. „Bifreiðin er komin,“ segir stúlkan. ,.Á ég aö bera töskuna út?“ Maríanna kinkar kolli. Allt hringsnýst fyrir augum henni. En »ún ranglar út af gömlum vana, þótt hún sjái ekkert. „Góða ferð,“ segir stúlkan. „Ætlið þér að hugsa vel um manninn minn, meðan ég er fjar- verandi?" Hún bíður ekki eftir svari — flýtir sér inn í bifreiðina, bítur í klútinn sinn. Hún nær varla andanum. Hjartað slær þungt og ofsalega. * Hans sezt við borðið. Kerti logar á skál — það er á þvi skar. Hann er dauðþreyttur. „Hvar er Maríanna?" spyr hann. „Hún fór með lestinni. Ég átti aö fá yður þetta bréf.“ Hann skilur ekki, hvað hún er að fara, en opnar bréfið ósjálf- rátt. Hann les það tvívegis, Fyrsta kenndin, sem vaknar í huga hans, er gremja — gremja yfir þeirri eyðslusemi að fara nú að sóa peningum i ferðalag til Suðurlanda. Og honum gremst það líka, að Maríanna skuli hafa þegið peninga af föður sínum. En svo verður honum allt í einu ljóst, að hún hefir flúið heimili þeirra — flúið fátæktina og tómleikann. Og þá skynjar hann líka lygina, sem glottir framan í hann út á milli línanna .... Hún kemur sjálfsagt aldrei aftur — hún yfirgefur hann fyrir fullt og allt .... Og svo: Er þetta ekki óviðurkvæmilegur grunur — hefir hann hana ekki fyrir rangri sök? Hans situr sem tröllriðinn við borðið. Hann starir í kertaljósið, rifjar upp sex ára hjónaband þeirra. Getur hann munað eftir einhverju atviki, sem hefir spillt hjónabandi þeirra — einhverju, sem gert hafi svo djúpa gjá á milli þeirra, að það geti réttlætt þessa brottför Maríönnu? En hann minnist einskis slíks. Hann minnist aðeins sannrar heimilisgleði — kyrrlátrar gleði — hljóðlátrar gleði, sem hann fann seytla i hug sinn, er hann sat heima hjá konu sinni. Hann man það raunar, að stundum hefir legið illa á henni,.og stund- um hefir hún grátið á kvöldin, þegar þau voru háttuð. En hún hefir ævinlega sofnað innan skamms, og hann hefir aldrei get- að ásakað sig fyrir þessa duttlunga hennar, því að hann veit ekki til þess, að hann hafi gert henni á móti skapi eða brotið af sér við hana. Hann hefir meira aö segja oft reynt að gera að gamni sínu við hana, reynt að létta af henni áhyggjunum og fá hana til þess að líta lífið sem björtustum augum — jafnvel þótt hann væri stundum áhyggjufullur sjálfur. Allt í einu hrekkur hann upp — lítur á úrið sitt. Ný kennslustund fer í hönd. Hann verður að flýta sér af stað, svo að hann kopii í tæka tíð í skólann. Hann vill sízt af öllu gera sig sekan um óstundvísi í skólanum. Slíkt er kennurum ekki leyfilegt. * „Nú skulum við kynna okkur Hrafninn, hið fræga kvæði stór- skáldsins, Edgars Allan Poe. Auðvitað er hrafninn, hinn svarti fugl, sem vitjar skáldsins, aðeins táknmynd — táknmynd þján- ingarinnar. Skáldiö hefir orðið fyrir sárri reynslu — það, sem hann hefir tapað, kemur „aldrei meir“. Á þessum tveimur orðum endar hvert erindi, og endurtekningin veldur því, að sá sársauki, sem í þeim felst, verður enn sárari en ella ....“. Snögglega afmyndast andlit hans, hann lokar augunum, rekur fingurgómana inn í augnatóttirnar, rær fram í gráðið. Nemendurnir þegja — stara forviða á hann — hvima vand- ræðalega í kringum sig. En kennarinn gefur þeim engan gaum. Hann situr við borðið sitt með hendurnar fyrir andlitinu og veit ekkert, hvað fram fer kringum sig. Loks tekur hann að nötra, og innan stundar setur að honum heiftarleg ekkaflog .... Það ríkir djúp og þrúgandi þögn í skólastofunni — ekkert neyrist nema sogandi ekkastunur kennarans. Loks rís lítil og grönn stúlka á fætur — Toos van de Velde. Hún gengur þegj- andi út, kemur aftur inn að vörmu spori með vatnsglas í hend- inni. Og nú gengur hún til kennarans. „Viljið þér ekki drekka, herra van Aalsten?“ .ségir hún alúö- lega. Hann fálmar eftir glasinu, og höndin skelfur, er hann ber það að vörum sér. Vatnið hristist út á borðið. „Komið með mér fram fyrir,“ segir stúlkan í bænarrómi. Kennarinn stendur upp með mestu erfiðismunum, og hún fylgir honum fram í kennarastofuna. Þegar hún kemur aftur inn í kennslustofuna, eru skólasystkin hennar byrjuð að stinga saman nefjum og velta fyrir sér þessu undarlega fyrirbrigði. Og nú beinast allra augu að Toos van de Velde. „Hvað var þetta, Toos — hvað kom fyrir “ En Toos ypptir aðeins öxlum. VEGGFÓDUR Samband ísl. samvinnufálaga Peningakassar 3 stærðir. Perðatöskur, 5 stærðir. K. Einarsson & Björnsson h.f. Biðjlð verzlun yðar um Tjöld Svefnpoka Bakpoka og aðrar sport- jg vörur frá AGNA H. F. vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtalin hverfi: Austurstræti, Skólavörðustíg, Linilargötu. GOTT KAUP. Afgreiðsla Tímans Sími 2323. Lindargötu 9 A. Orðsending til iimlieimtiimaimu Tlmans. Innheimtumenn Tlmans eru vhisamlega beðnir að senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. Verð blaðsins utan Reykjavíkur og Mafnarfjarðar, er kr. 46,00. Innheimta Tímans. Jólatrésskraut Útvegum frá Danmörku: körfur, blómstur- potta, keramikvasa, skálar jólatrésskraut og margt fleira fyrir blómabúðir og aðrar verzl- anir. Kaupandi skaffi innflutningsleyfi. Mynda- og verðlisti fyrirliggjandi. Jóli. Karlsson & Co., sími 1707. UTBREIÐIÐ TÍMANN * (Framhald á 4. slöu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.