Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 3
138. blað TÍMIIVIV, föstMdaglim 2. ágást 1946 3 llanarmiimlii&'. GUOBRANDUR hómli að Guðbrandur Björnsson óðals- bóndi að Heydalsá í Stranda- sýslu andaðist 2. f. m. á Lands- spítalanum í Reykjavík eftir langa legu. — Hann var fædd- ur 14. maí 1889, að Smáhömrum við Steingrímsfjörð, sonur hjón- anna þar, Björns Halldórssonar, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um, og Matthildar Benedikts- dóttur, sem enn er á lífi og verður 99 ára í sumar. Guð- brandur Björnsson ólst upp hjá foreldrum sínum að Smá- hömrum, heimili, sem var víð- þekkt fyrir mikla starfsemi, rausn og myndarskap í hví- vetna. Björn Halldórsson var sveit- arhöfðingi í þess orðs beztu merkingu, stjórnsamur, hygg- inn og einbeittur mjög — en jafnframt réttsýnn og mildur. Á uppvaxtarárum Guðbrand- ar var mikið útræði frá Smá- hömrum og stundaði faðir hans mjög sjósókn samhliða miklum landbúskap. Þegar Guðbrandur Björnsson var nýlega fermdur, fól faðir hans honum formennsku — og mun það fátítt að svo ungum manni sé trúað fyrir slíkum vanda. En þeir, sem þekktu Björn Halldórsson, vit& það gerla, að þetta verk mundi hann ekki hafa falið syni sínum, ef hann hefði ekki vitað af raun til hvers honum var þá þegar treystandi. Guðbrandur brást heldur ekki þessu trausti, hann var og alla ævi talinn, af þeim, sem bezt til þekktu, einn aflasælasti og öruggasti formaðurinn við Steingrímsfjörð. — En hugur Guðbrandar Björns- sonar hneigðist engu minna að landbúskap. Hann gekk í Hvann- eyrarskóla og útskrifaðist það- an. — Árið 1915 gekk Guö- brandur Björnsson að eiga Ragnheiði Guðmundsdóttur frá Ófeigsfirði, ágætis konu, sem hún á og ætt til. Hún reyndist manni sínum traustur félagi og förunautur, hún fylgdi honum suður til þess að stunda hann þar sjúkan — og flutti hann heim til hinztu hvíldar. — Þau Guðbrandur og Ragnhild- BJÖRNSSON, Heydalsá. ur bjuggu fyrsta búskaparár sitt að Hvalsá, — en fluttust síðan að Heydalsá og bjuggu þar æ síðan. Þeim, varð ellefu barna auðið og eru tíu þeirra á lífi — Guðbrandur á Heydalsá. öll hin mannvænlegustu. Ýms barnanna voru um skeið mjög heilsuveil, og var því sem öðru mætt með umhyggju og karl- mannslund. — Það er mikið ævistarf að koma til manns svo stórum barnahóp og gera það með myndarskap. En Guðbrandi og Ragnheiði fórst það vel úr hendi, enda voru þau einatt samhent. Hann stundaði land- búskapinn með engu minni dugnaði og myndarskap en sjósóknina. Hann stækkaði tún- ig og sléttaði, byggði og gerði jörðinni til góða alla tíð, enda mun Heydalsá lengi bera merki atorku hans. Guðbrand- ur stundaði sjósókn stundum fyrir vorannir, en einkum þó eft- ir að mestu sumarönnum við landbúskap lauk, og sá hlutur, sem hann þannig dró í búið, var 'svo stór, að oft sætti furðu. Það hafa sagt mér sannorðir menn og glöggir, að þeir hafi sjaldan séð skemmtilegri hand- tök en Guðbrandar Björnsson- ar, þegar hann gekk til vinnu, hvort sem var á sjó eða landi. Þannig starfaði Guðbrandur á Heydalsá og var þó heilsuveill maður síðari hluta ævinnar. — En þau hjónin á Heydalsá áttu, þrátt fyrir allan barna- hópinn og eljusemina, aldrei (Framhald á 4. síöu). Nú varð löng þögn. Nicola horfði angurværum augum út á gáraðan hafflötinn og sagði loks: — Gott og vel, ég skál koma. Þessi atburður var inngangur- inn að forsetakjöri Enrico de Nicola. Hann fékk 396 af 504 atkvæðum þingmannanna, og flestir þeirra, sem ekki kusu hann, voru þó í hjarta sínu ánægðir með úrslitin. Utan Ítalíu komu þessar kosn- ingar eflaust mörgum á óvart. Menn höfðu búist við því að einhverjar af gömlu hetjunum, t. d. Orlando eða Nitti, yrðu kosnir til forseta. Enginn mundi eftir því, að Nicola var til. Samt kom brátt í ljós, að kosningunni og embættisveit- ingunni lokinni, að Nicola var eini maðurinn, sem hinir þrír flokkar gátu • sameinast um, þrátt fyrir innbyrðis deilur og ósamkomulag. Ástæðan til þess, að þeir vildu láta hann bjóða sig fram við forsetakjörið var sú, að hann hafði verið síðasti forseti stjórhardeildarinnnar, áður en „il duce“ tók völdin í sínar hendur. Samt vakti það furðu margra, að kommúnist- arnir skyldu verá samþykkir þessari málaleitan. Þeir höfðu gagnrýnt mjög framkomu Nicola fyrst eftir að Ítalía öðlaðist frelsið á ný, og að þvi er ég bezt veit, var það Togliatti, foringi flokksins, sem sagði þessi beizku orð í hans garö: — Segja má um Nicola, að hann hafi að minnsta kosti ekki gert neitt rangt, því að sannleikurinn er sá, að hann hefir ekkert gert. — í málgögn- um kommúnista var hann hvað eftir annað kallaður: „maður- inn með steinhjartað". En lík- lega hafa þeir siðar komið auga á óréttmæti þessarar lýsingar. Hann hafði vakið fádæma hrifningu hjá frjálslyndu flokk- unum í kosningahríðinni miklu árið 1920, þegar fasisminn barði í fyrsta skipti svo teljandi sé á hlið Rómaborgar. Þá hafði hann blásið andstæðingum hans kjark í brjóst með orðum eins og þessum: — Við munum finna, hvernig ástin til lands okkar, fæðingarstaða okkar og grafa feðra okkar vex og verður feg- urri og hlýrri, eftir því sem hættan færist nær. Atkvæða- fjöldi hans varð líka til þess, að hann var kosinn forseti stjórn- ardeildarinnar í stað Orlandos. En þegar Mussolini minntist á það í einni af þrumuræðum sín- um, að bezt myndi að ryðja öll- (Framhald á 4. siöu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Wijdeveld sezt hjá hundinum og strýkur úfið bak hans. En Sómi hreyfir sig ekki. Wijdeveld verður litið í augu hans, stór og brún. En þau eru mjög annarleg í kvöld. Wijdeveld þreifar á brjósti hundsins. Það er undarlega kalt, og hjartslátturinn er slitróttur. Wijdeveld stendur upp og sækir tvo hitapoka til þess að ylja vini sínum. „Er þetta skárra?“ segir hann. Hundurinn hreyfir framlappirnar ofurlitið og rennir til aug- unum. „Ég ætla að sitja dálitla stund hjá. þér,“ segir Wijde- veld hálfhátt. Hann klappar hundinum mjúklega .... Já — þau eru orðin fjórtán árin, og stundum hefir verið friður og stundum styrjöld, stundum velgengni og stundum upplausn og öngþveiti. Fyrrum ráku veizlurnar hver aðra — en þess á milli átti hann friðsæl- ar stundir með hundinum sínum, sem þá var ungur og kátur og léttur í spori. Nú er allt hljóðnað — veizlurnar úr sögunni, og hundurinn farlama. Hann saknar ekki veizlnanna og alls þess yf- irlætis, sem þeim fylgdi. En það veldur honum sárum harmi, ef hundurinn hans er nú að deyja .... Hann starir út í bláinn. Allt er dæmt til þess að deyja og hverfa — í þjáningu. Hann hefir þegar misst margt — Karel, Lúsíu, ef til vill Maríönnu — þau eru horfin honum á svipaðan hátt og skipin, sem nú liggja auð og yfirgefin og undirorpin eyði- leggingu á Oude Maas .... Hann hrekkur upp af þessum hugsunum við það, að þurr tunga sleikir á honum handarbakið. Hann lítur við — og í sömu andrá fer titringur um líkama hundsins, klærnar glennast út, höfuðið reigist aftur á bak .... Wijdeveld stendur upp og hagræðir hinu andvana líki hunds- ins á legubekknum. Síðan krýpur hann á kné. Þannig liggur hann um stund. Allt í einu byrja tárin að streyma úr augum hans — hljóðalaust, ekkalaust .... * Morguninn eftir finna Janni og Hettý föður sinn sofandi við kaldan arininn. Brekánið hefir verið dregið alveg yfir hundinn á legubekknum. „Vaknaðu, pabbi. Hefirðu sofið hér í alla nótt?“ Hann horfir seinlega í kringum sig. Loks staðnæmast augu hans við brekánið á legubekknum. „Sómi dó í nótt,“ segir hann lágt. Janni og Hettý líta hvort á annað. Loks rýfur Hettý þögnina: „Þú skalt hátta og hvíla þig, pabbi. Þú getur orðið veikur.“ „Ætlar þú þá að fara einn, Janni?“ „Já. Ég síma til þín um hádegisbiliö." „Og Sómi?“ „Getum við ekki grafið hann í garðinum? Hann lá svo oft undir stóra þyrnitrénu, þegar sólskin var. Jakob getur smíðað kistu utan um hann. Og svo látum við stein á gröfina.“ Wijdeveld kinkar kolli. „Ég samþykki það.“ Svo reikar hann inn í svefnherbergi sitt, og þar staðnæmist hann ráðþrota á miðju gólfi. Hettý fer á eftir honum. „Viltu ekki fá hitapoka til þess að ylja þér, Þér er hrollkalt?" „Jú, þakka þér fyrir.“ „Hvar er hann?“ „Það eru tveir hitapokar hjá Sóma.“ Og Wijdeveld sezt á rúmstokkinn og stynur þungan. * „Hvaðan ber þig að?“ spyr van Aalsten, þegar Hans sonur hans kemur inn í boðrstofuna. „Má ég borða hjá ykkur?“ spyr Hans. „Ertu ekki að kenna?“ „Nei — ég fékk vikuleyfi. Ég er búinn að ofþreyta mig. Ég bý hjá Wijdeveld þessa daga — því að Maríanna er farin frá mér . ...“ „Farin frá þér?“ „Já — hún gat ekki afborið þetta lengur. Allt var þrautleiðin- legt, smásmuglegt, fátæklegt ....“ Van Aalsten tyggur í gríð og ergi. Það er einmitt þetta, sem hann hefir alltaf átt von á. ,,ímyndun,“ segir Kóra. „Ég þekki þetta sjálf. Mig hefir meira að segja stundum langað til þess að hlaupast brott frá öllu sam- an. En ég hefi ekki haft ráð á því .... En láttu þétta ekki á þig fá — hún kemur aftur.“ „Ætlarðu að sættast við hana, þó að hún komi aftur?“ spyr íaðir hans. „Auðvitað gerir hann það,“ grípur Kóra fram í. „Maríanna er góð og ástúðleg kona, og Hans ætti a?J þakka guði fyri-r að hafa eignazt jafn góða konu og hún er.“ Van Aalsten ræskir sig. „Auðvitað gerir hann það, Jóhann,“ segir Kóra aftur. „Hans lærir kannske mest sjálfur á þessu uppátæki hennar — og þú ættir meira að segja að geta lært af því líka. Þið ættuð' báðir tveir að gefa meiri gaum að lífinu og lystisemdum þess heldur en þið gerið.“ „Þú ætlar þó ekki að strjúka frá pabba?“ spyr Loet. Það léttir heldur yfir þeim við þessa spurningu, og þau hlæja — nema Hans. „Wijdeveld ætlar að styrkja okkur með fjárframlögum, þegar Maríanna kemur aftur,“ segir Hans. „Það er gott — það hefði hann átt að bjóða ykkur fyrir löngu,“ segir Kóra. „Það gerði hann líka oftar en einu sinni — en ég vildi ekki þekkjast boð hans,“ svarar Hans. „Það var heimskulegt af þér,“ segir móðir hans. „Ég fer héðan, ef þú starir svona á mig,“ segir Hans snögg- lega og ýtir frá sér stólnum. Alltaf snýst allt um þessa hölvaöa peninga.“ llöfiim fyrirli^jandi liinar ágætu SYLVIA skilvindur ■ eftlrtöldum stærðuui: 65 lltra IOO — 135 — Samband ísl. samvinnufálaga i Tilkynning Viðskiptaráð hefir ákveðið að hámarksálagning á inn- lendan olíufatnað skuli vera 25%. — Hámarksálagning á innfluttan olíufatnað er sem hér segir: í heildsölu ............................. ll% í smásölu: a. þegar keypt er af innlendum helld- sölubirgðum • ..................... 25% b. þegar keypt er frá útlöndum ...... 35% Með tilkynningu þessari er úr gildi felld tilkynning viðskiptaráðs nr. 28 frá 21. júlí 1944. — Reykjavík, 29. júlí 1946. Vcrðlagsstjóriiin. TlMANN vantar unglinga til aö bera út blaðið í eftirtalin hverfi: Austurstræti, Skólavörðustíg, Lindargötu. GOTT KAUP. Afgreiðsla Tímans Sími 2323. Lindargötu 9 A. "tilkynning Vegna dýpkunar vestan við Ægisgarð verður að flytja báta frá vesturhlið garðsins. Bátaeigendur snúi sér strax til Þorvarðar Björnssonar yfirhafn- sögumanns. ReykjavíK, 31. júlí 1946. HAFNARSTJÓRI. Orðsending til innheimtumanna Timans. Innheimtumenn Tímans eru vinsamlega beðnir aö senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. * Verð blaðsins utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innheimta Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.