Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 4 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í 2. ÁGtiST 1946 skrifstofu Framsóknarflokksins 138. blað Dánarmiuning. (Framhald af 3. tiOu) svo annríkt, að þau hefðu ekki ætíð nægan tima til að taka á móti gestum og gera þeim gott. Heimili þeirra var orðlagt fyrir gestrisni, enda lágu þangað margra leiðir. Sökum hæfileika Guðbrandar og mann- kosta hlóðst á hann fjöldi trún- aðarstarfa. Hann var meðal annars oddviti sveitar sinnar næstum öll sín búskaparár. — Þeim störfum öllum gegndi hann með trúmennsku og réttsýni. — Guðbrandur Björnsson var sérstaklega vel látinn af öllum, sem honum voru kunnugir. Ekki var það fyrir þá sök, að hann talaði eins og hver vildi heyra — í einkasamtölum eða á mannfundum. Guðbrandur sagði meiningu sina einatt og það oft svo einarðlega og hispurslaust, að ókunnugir álitu stundum að valda kynni andstöðu og ó- vinsældum. En þessu fór fjarri. Þrátt fyrir þessa eigihleika Guðbrandar og mikil afskipti hans af málefnum sveitar sinn- ar, sem og opinberum málum yfirleitt, hygg ég, að óvlidar- menn Guðbrandar hafi verið fáir eða engir. Ég held, að þetta hafi átt rætur sinar til þess að rekja, að kunnugir vissu, að hann virti sjálfur orð sín og sannfæringu og að það, sem hann sagði væri af einlægni talað, en aldrei af óvild né meinfýsi. — Og Guðbrandur Björnsson starfaði sjálfur í samræmi við þau loforð, sem hann gaf og þær skoðanir, sem hann setti fram. Hann gerði stundum strangar kröfur til annarra, en ætíð þó ströngustu kröfurnar til sjálfs sín. Guðbrandur Björnsson var maður hár vexti og svaraði sér vel. Hann var kvikur og snögg- ur í hreyfingum. Svipurinn var aðsópsmikill og einbeittur, enda var hann karlmenni og allgeð- ríkur. Ef honum sinnaðist, urðu svipbrigðin skjót — augun hvöss og svipurinn jafnvel hörkulegur. En þetta hvarf aft- ur skjótt fyrir brosi, sem var sérstaklega góðmannlegt — og honum svo eðlilegt, því rik- ustu þættir í skapgerð Guð- brandar voru drengskapurinn og góðvildin. — Guðbrandur Björnsson fékk góða mannkosti í vöggugjöf — gekk ungur gegn um harðan skóla vinnunnar í föðurhúsum, en kól þó aldrei. Það sannaðist ekki á honum spakmælið í ljóði Steingríms: að það, sem þrek- ið græddi, missti viðkvæmnin. Hin harða lífsbarátta stækkaði manninn — herti karlmanns- lundina — en jók þó skilning og mildi um leið. .— Veikindin bar Guðbrandur Björnsson með fádæma hug- prýði. Ég hitti hann að máli, skömmu áður en hann dó. Mér verður lengi í minni lífsþróttur og eldlegur áhugi hins hel- sjúka manns. Hann ræddi fátt um veikindi sín, hann talaði um sumarannirnar, um margháttuð viðfangsefni og verk, sem enn væru óunnin. Og þegar hann talaði um framtíðina varð svip- urinn þrunginn fjöri og áhuga, hendur hans hagræddu yfir- sænginni með skjótum og á- kveðnum hreyfingum. — Er það ekki þessi eldur, sem þjóð vor hefir átt, stundum sem falda glóð, er hefir orkað því óskilj- anlega, að halda lífinu í þess- ari þjóð gegn um dimmar aldir ánauðar og örbirgðar? — Víst er það, að lífsstarf og fordæmi Ferðir LAXFOSS og VÍÐIS um verzlunarmannahelgina Þeir, sem ætla að ferðast frá Reykjavík með farþegaskipunum Laxfossi og Víði n. k. laugardag (morgunferð Víðis ekki meðtalin), þurfa að kaupa farmiða á afgreiðslu þeirra, ^Tryggvagötu 10. , Ferðir skipanna verða þannig: Borf/arnesferðir: Ahrunesferðir: Frá Rv. Frá Bn. Frá Rv. Frá Akr. Laxfoss laugardag kl. 17 kl. 21 Víðir laugardag kl. 14 kl. 16 — sunnudag kl. 9 kl. 20 — laugardag kl. 18 kl. 20 — mánudag kl. 12 kl. 21 — sunnudag kl.7,30 kl. 10 — sunnudag kl. 12 kl. 20 — mánudag kl.7,30 kl. 10 — mánudag kl. 16 kl. 20 Laxf. mánudag kl. 23 Ferð til Ahruness hl. 21 á mánudafiinn fellur niður. H.f. Skallagrímur j i FARMALL DRÁTTARVÉLAR „A“ SLÁTTU VÉLAR, PLÓGAR, HERFL „Farmall“-landbúnaðarvélar eiga eftir að efla íslenzkan landbúnað. Umboð: Samband ísf. samvinnuf élaga Enrico de Nicola. (Framhald af 3. siðu) um þessum stjórnardeildarmeð'- limum úr vegi, varð sú skoðun almenn innan vinstri flokk- anna, að Nicola hefði ekki varið vald og virðingu deildarinnar með' nægum , myndugleik. Eng- inn ásakaði hann samt um samvinnu við fasistana, en hann þótti of hlutlaus í aðstöðu sinni gagnvart þeim. Þá var það, sem hann hætti að skipta sér af stjórnmálum og hvarf til hóglífsins í húsinu sínu við Napólíflóann. Þegar Mussolini var steypt af stóli, vantaði sízt, að Nicola væri ekki hvattur til þess að snúa sér að stjórnmálunum á nýjan leik, en þegar aðrir jafn- aldrar hans hröðuðu sér sem mest þeir máttu til Róm, hristi hann aðeins höfuðið og sagði: — Neí, ég fer hvergi. Ég er bú- lnn að fá nóg af stjórnmála- stappinu. Þó að hann vildi sem minnst skipta sér af örlögum Ítalíu, kom hann þó tvisvar til skjal- anna, þegar vandamál voru á ferðum. Þar sem hann var bæði málflutningsmaður og stjórn- málamaður, var hann fenginn til þess að semja hið sögulega skjal, þegar Viktor Emmanúel sagði af sér konungsstörfunum og gerði Umberto að ríkisstjóra. Það var hann, sem átti síðar í kosningabaráttunni einkasam- tal við Viktor Emmanúel og hvatti hann til þess að segja hreinlega af sér. Þetta síðar- nefnda gerði hann til þess að reyna að tryggja endurreisn konungsvaldsins. Hann varð þó fyrir vonbrigðum í þessu máli eins og mönnum er kunnugt, en framkoma hans sýndi greini- lega, að hann tilheyrði hægfara helmingi konungssinna. f dag situr því konungssinni á for- setastóli Ítalíu — með fullu samþykki kommúnista og lýð- ræðissinna. Enginn vafi er á því, að hann verður dyggur þjónn hins unga lýðveldis, en sú stað- reynd, að hann er í rauninni konungssinni, hefir gert sitt til að lægja ólguna hjá skoðana- bræðrum hans. Guðbrandar á Heydalsá er þjóð- inni mikils verði. Það er gott að minnast þeirra, sem þannig rækja lífsstarf sitt. — H. J. Spor Péturs. (Framhald af 2. síðu) Bændur trúðu varlega. Þeir könnuðust lítillega við báða landbúnaðarráðherrana, þann, sem þetta sagði, og hinn, sem frá hafði faríð, en undirbúið áður byggingu áburðarverk- smiðjunnar. Þeir drógu sínar á- lyktanir af þessari þekkingu. Áburðarsala ríkisins flutti inn nokkuð af þessu óreynda og ef til vill hættulega efni. Bændur keyptu það, báru það á tún sín óhræddir, og það reyndist vel. Þeir hugsuðu til landbúnaðar- ráðherrans, gáfu áburðinum nýtt nafn og kölluðu hann Sprengi-Pétur. Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. Leyfður innflutitingur. (Framhald af 1. tiðu). b. Lækna og ljósmæðra. c. Opinberar stofnanir, sem þurfa á bifreið að halda og enn- fremur þeir aðilar sem sérstak- lega þurfa á bifreið að halda vegna atvinnu sinnar. Um úthlutun allra bifreið- anna, bæði til atvinnubílstjóra og annarra gildir sú almenna regla áð þeir sem eiga eða hafa nýlega selt vel nothæfa bifreið koma að öðru jöfnu á eftir þeim sem ekki eiga eða hafa átt slíka bíla. Umboðsmenn þeir er að ofan greinir hafa fallizt á að úthluta bifreiðunum sameiginlega og ber umsækjendum því að snúa sér til þeirra. Þegar umboðin hafa ákveðið hvernig úthlutunin skuli vera, ber þeim að senda Viðskipta- ráði skrá um hverjum bílarnir hafa verið úthlutaðir og skrá (jattila Síc SJÁLFROÐA- LIÐAR (Cry Havoc) Áhrifamlkil amerisk mynd um hetjudáðir kvenna í styrj- öldinni. Margaret Sullivan, Joan Blondell, Ann Sothern, EUa Raines. Sýnd kl. 5 og 7. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. 7'jathatkíc EINUM OF MARGT (One Body Too Many). Gamansöm og skuggaleg mynd. Jack Haley, Jean Parker, Bela Lugosi. Sýning kl. 5—7—9. Bönnuð innan 12 ára. , .......... ■■■----- . Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning skv. ákvæðum laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á ráðningastofu Reykja- víkurbæjar dagana 1., 2. og 3. ágúst þetta ár og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig skv. lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutima, kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h., hina tilteknu daga. Reykjavik, 30. júli 1946. Borgarstjúrinn í Reykjavík. mnmnmimamiimmnmwmaaiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiniHiiiimmiaa Skrifstofa barna- varnarnefndar verður lokuð til 1. september næstk. Fyrirspurnum svarað í síma 1524 kl. 10—11 f. h. nema laugardaga. ltai’iinvcriiflnrncfnd Reykjavikur. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið að frá og með 31. júlí skuli hámarksverð í smásölu á fullþurrkuðum 1. fl. saltfiski vera kr. 4.00 pr. kg. Reykjavík, 30. júlí 1946. VERÐLAGSSTJÓRUVN. TÍMINN kemur á hvert sveitaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þelr, sem ekkl hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T Í M I N N Lindargötu 9A, sími 2323 og 2353 Vijja Síc (við suúsuaðtu) Óðalsklukkan (Klookan pá Rönneberga) Sænsk herragarðssaga, hugð- næm og vel leikin. Aðalhlutverk: Lauritz Falk, Hilda Borgström. Snd kl. 9. LÖGVÖRÐURINN LAGVISSI (The Singing Sheriff). Fjörug og spennandi „Cow- boy“ mynd. Sýnd kl. 5 og 7. um hverjir hafa sótt um þá, þannig a'ð því gefist kostur á að staðreyná að farið hafi verið eftir settum reglum. Eins og að framan .greinir hefir Viðskiptaráðið engin önn- ur afskipti af úthlutun bifreiða þessara og er því þýðingarlaust að sækja um þær til ráðsins eða tala við það um þessi mál. Tímann vantar tilfinnanlega börn til að bera blaðið út til kaupenda vlðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðnlngsmenn blaðsins, að bregðast vel vlð og reyna að aðstoða eftir megni við að útvega ungllnga til þessa starfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.