Tíminn - 03.08.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.08.1946, Blaðsíða 2
2 TtMIIVIV, langardaginn 3. ágúst 1946 139. blað Hvað líður efndunum? í kosningataaráttunni í vor var að vonum rætt talsvert um hinn mikla gróða, sem heild- salar landsins hafa haft aðstöðu til þess að raka saman á lögleg- an og ólöglegan hátt á kostnað almennings. Var oft sýnt með skýrum og óhrekjandi rökum, hvílíkan ofurskatt alþýða manna verður að greiða þessari íamennu stétt. Það voru ekki hvað sízt fram- bjóðendur Alþýðuflokksins og kommúnista, sem gerðu sér tíð- rætt um þessar staðreyndir. Um hitt vildu þeir færra tala, hvernig það mætti ske, að slíkt væri látið viðgangast, þegar þessir tveir nefndu flokkar mynduðu meirihluta ríkis- ríkisstjórnar. Allri gagnrýni í sambandi við það kynlega fyrir- bæri reyndu þeir að drepa á dreif og fjölyrtu þess meira um það þjóðfélagsranglæti, sem þetta væri. Sjálfsagt hafa þessir flokkar fengið einhverju áorkað sér til fylgisaukningar með hreysti- yrðum sínum um heildsala- gróðann, enda þótt flestum megi skiljast, að einmitt þeir bera ekki svo lítið af ábyrgðinni og því í meira lagi óverðskuldað, að þeir hlytu fylgi fyrir þetta gaspur sitt. En það fólk, sem í kosningun- um í vor greiddi frambjóðend- um Alþýðuflokksins og komm- únista atkvæði, vegna ummæla þeirra um okurgróða heildsal- anna, gerir sig tæplega ánægt með það eitt að hlusta á litrik- ar lýsingar á spillingunni fyrir kosningar. Það hefir búizt við, að athafnir myndu fylgja orð- um, þegar orrahríðin væri af- staöin. Enn sem komið er bólar þó ekki á neinum aðgerðum al- menningi til verndar fyrir ráns- klóm stórkaupmannanna og braskaranna. Enn situr allt í sanía farinu og var. Sama ó- fremdarástandið helzt, og hinir svokölluðu verkalýðsflokkar hreyfa hvorki hönd né fót. Eiga þetta að vera efndirnar eftir allar ádeilurnar í vor? Um það munu margir spyrja. Og það er von, að fólk spyrji. Til þess liggja tvær gildar ástæður. Hér er í fyrsta lagi um að ræða stórfelld fjárhagsatriði fyrir öll landsins börn. Með ó- hóflegum verzlunargróða heild- salastéttarinnar einnar er senni- lega sogið meira fé út úr þjóð- inni heldur en nemur öllum beinum sköttum og skyldum, sem þegnarnir inna af höndum til ríkis og sveitafélaga, þótt minna beri á því í fljótu bragði, vegna þess er hér er biti og sopi og smáhlutur að kalla skattlagður um leið og hann er afhentur til sölu handa al- menningi. Það er því ekki nein smáfúlga, sem hver heimilisfaðir í landinu verður að láta af mörk- um í þessa hít, án þess að hann geri sér fulla grein fyrir því, hvenær hann hefir innt þennan ræningjaskatt af höndum. f öðru lagi er það þó takmörk- um bundið, hversu miklar blekk- ingar hægt er að hafa í frammi við kosningar. Vitur maður sagði: „Stundum er hægt að blekkja alla, og suma er alltaf hægt að blekkja, en það er ekki hægt að blekkja alla allt- af“. Sannleik þessara orða munu hinir svokölluðu verkalýðs- flokkar áreiðanlega reyna, þótt A VtíaVaHgi Geta læknar nútímans ráðið bót á ófrjósemi? Áköf þjónslund. Brynjólfur Bjarnason veitti félaga Arnfinni skólastjórastöð- una við barnaskólann í Reykja- vík. — Hann neitaði bón Ólafs að veita Gísla sjálfstæðismanni Jónassyni hnossið. Og Morgun- blaðið er eins og múlbundið, það þorir ekki að skamma fé- laga Brynjólf. Það þegir. — En Alþýðublaðið skrifar nú leiðara dag eftir dag um þetta hneyksli, að Sjálfstæðismaður skuli ekki hafa hlotið stöðuna! Er þetta ekki svolítið skirítið alt saman. Fávísi. En hvers vegna lætur Alþýðu- blaðið svona. Jú, — Gísli hefði náttúrlega átt að fá embættið. En fékk ekki Jónas Haralz embætti í bankaráði Lands- bankans án þess að félagi Brynjólfur veitti það. Ekki sagði Alþýðublaðið neitt ljótt um það. En ágætur alþýðumað- ur fékk þá sams konar embætti um leið. Og hvernig veita svo ráðherrarnir og borgarstjóri Reykjavíkur yfirleitt embættin, sem þeir ráða yfir. Ekki veitir Pinnur líklega tómum krötum embættin, sem hann ræður og Bjarni eintómum Sjálfstæðis- mönnum? Alþýðuflokkurinn kom Brynjólfi til valda og styð- ur hann. Ætlar blað flokksins að segja landsmönnum, að flokkurinn sé svo fávís, að hann hafi ekki vitað fyrir, að Brynjólfur mundi nota vald sitt svona — eins og Flnnur og Bjarni. — Og hverjir eru svo þeir, sem í raun og sannleika veita öll embættin, sem Bryn- jólfur veitir? Fleira skrítið. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins lýsti því yfir einróma í vetur, að hann vildi engar herstöðvar í landinu. Ó- teljandi félög lýstu yfir þessu sama. Þingmenn kepptust um að lýsa þessu yfir á framboðs- fundum fyrir kosningar. Hinn ágæti her Bandaríkja var ekki undanskilinn, enda eini herinn í landinu. — En var þetta ekki ókurteisi við Bandaríkin? Ekki fannst þing- mönnum það á framboðsfund- um. — Þingmenn voru spurðir um þetta sama á Alþingi, — þangað kjörnir til að segja vilja sinn og þjóðarinnar. Þá segja þeir, að það sé móðgun við Bandaríkin að svara. En ef það var ekki móðgun fyrir kosning- ar — hvers vegna er það þá móðgun eftir kosningar? Er þetta ekki eitthvað ó- hreint? Ljótt orð. Fyrirvari er ljótt orð. Hann seinna verði, ef þeir ætla enn einu sinni að ganga bak orða sinna og loforða um að skerða heildsalagróðann til verulegra muna. Þeir hafa alla þá stund, sem þeir hafa setið í núverandi ríkisstjórn, látið sér vel líka, þótt arðræningjarnir í þjóðfé- laginu hrifsuðu til sín nær hverja kjarabót, sem almenn- ingi hefir hlotnazt á stríðsár- unum, enda þótt þeir hafi við og við rekið upp máttlítil óp í blöðum sínum. Ef þeir ætla enn að sitja með hendur í skauti eftir allt það, sem þeir sögðu um þessi mál í kosningahríð- inni, er mælirinn fylltur. Þá munu glamuryrði lítt stoða, er þeir koma næst í liðsbón til al- mennings. er oft langur, óhreinn og fram- ar öllu loðinn. Við atkvæða- greiðsluna um herstöðvamálið setti Alþingi met í fyrirvörum. Það var óhrein atkvæðagreiðsla og loðin. Það var mallað í tvo sólarhringa í Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum, unz nægilega margir þingmenn lofuðu að eta þennan fyrirvara-graut. Hvað kom þingmönnum til að gera slíkt sem þetta? Atkvæða- greiðslan var óhugnanleg. Það er ástæða til að vera vel á verði. Munum hverjir stjórna! Ábyrgðarlaus stjórnarand- staða. Fyrir skömmu hefir það ver- ið tvítekið í Alþýðublaðinu, að um það verði ekki deilt, að Framsóknarmenn hafi metið í ábyrgðarlausri stjórnarand- stöðu. Menn þekkja svo sem hvaðan þetta er komið. Þetta er tuggið hugsunarlaust upp eftir sorpriturum Sjálfstæðisblað- anna, sem endurtaka þetta sí og æ rakalaust samkvæmt þeirri reglu, að ef logið sé nógu oft því sama, þá verði því að lokum trúað. Sannleikurinn er sá, að á- byrgari stjórnarandstaða hefir ekki verið til hér hjá okkur, a. m. k. á síðari árum, en sú, sem nú er. Stjórnarandstaðan lætur sér ekki nægja að deila á stjórn- arstefnuna og færa rök og dæmi fyrir ádeilum sínum, heldur segir hún skýrt til um það, hvaða leiðir hún vill fara og leggur fram frumvörp og til- lögur af sinni hendi um öll meiriháttar málefni. Ábyrgðar- laus stjórnarandstaða lætur sér hins vegar nægja ádeilur, en bendir ekki á úrræði. Við þekkj- um slíka stjórnarandstöðu. Henni stýrði Ólafur Thors í nærfellt 12 ár. Allt var svívirt og ausið auri. Allt gert m. a., sem hægt var, til þess að spilla fyrir áliti og láns- trausti þjóðarinnar erlendis, ef það kynni að geta komið stjórn- inni illa. Það var einskis svif- ist og skírskotað til lægstu hvata, en enga tirllögur lagðar fram til úrlausnar þeim gífur- legu vandamálum, sem stjórnin, þingið og þjóðin áttu þá við að glíma. Slíkt siðleysi þekkist vonandi aldrei framar í þjóð- málum landsins, og fyrir þess- háttar stjórnarandstöðu mun Framsóknarflokkurinn aldrei standa. Svo mikið voru Alþýðu- flokksmenn hins vegar riðnir við stjórnarstörf á þessum ár- um, að þeir ættu að vita það, hver metið hefir í þessum efri- um. Múgsefjun er meðalið. En fyrst farið er að tala um ábyrgð og ábyrgðarleysi, þá er full ástæða til þess að benda á, að þessi skrif Sjálfstæðisbláð- anna um óábyrga stjórnarand- st'ðu, sem Alþýðublaðið er nú farið að taka undir, eru á- byrgðarlaus og siðlaus, nema fyrir þeim séu færð full rök. En slíkt er aldrei borið við. Þetta síendurtekna slúður er ætlað til þess, að menn taki síður mark á gagnrýni stjórn- arandstæðinga. Það á að reyna að sefja menn til þess að trúa því án athugunar, að hún sé yfirspennt og óábyrg. Þegar stjórnarliðið finnur vanmátt hjá sér til þess að svara gagnrýni með rökum eins og siðaðir menn gera, þá er gripið til þess að endurtaka í sífellu fullyrðingar um það, að stjórnarandstaða sé ábyrgðar- laus. Með múgsefjun á að reyna að losa sig við þau óþægindi að standa reikningsskil gerða sinna og svara gagnrýni. Ef stjórnarandstæðingar væru ábyrgðarlausir, væri þá ekki mestur fengur í því fyrir stjórn- arliðið, að sýna landsm'nnum fram á það með rökum — fletta ofan af framkomu þeirra, sýna fram á frumhlaup þeirra og hvenær gagnrýni þeirra hefir verið að ófyrirsynju? Væri ekki rétt að æpa minna um ábyrgð- arleysi og reyna heldur að finna einhverju af þessu skrafi stað — eða má ekki lengur treysta neinu nema sefjuninni og reglunni um endurteknu ó- sannindin? Skordýraeitrib nýja (Þetta lyf, sem í rauninni var fundið upp fyrir 70 árum síðan, hefir nú nýlega borizt hingað til landsins. Má telja það merkilega nýjung á sviði hreinlætis og sóttvarna, því að öruggari vörn gegn skordýrum hefir ekki fundizt til þessa. Hér fer á eftir ágrip af grein um þetta efni, sem birt- ist fyrir skömmu í danska blaðinu Hjemmet.). Skordýralyfið nýja, D.D.T., var notað mikið og með góðum árangri í heimsstyrjöld þeirri, sem nú er nýafstaðin. Það réði niðurlögum mýraköldunnar (malaria) á Saipan og í frum- skógum Burma. Þegar banda- menn komu til Napólí, geisaði þar útbrotataugaveiki, en með aðstoð D.D.T. tókst að útrýma bæði taugaveikinni og lúsinni, sem ber hana milli manna, á skömmum tíma. Hróður lyfsins jókst mjög af þessu, og Chur- chill minntist oft á „hið ágæta D.D.T.“ í frægustu ræðum sín- um. Síðan þetta var, hafa verið gerðar ótal tilraunir með lyfið á ýmsum sviðum. Er því full á- stæða til þess að flugur, lýs, mýflugur og önnur skorkvik- indi fari að örvænta um hag sinn í framtíðinni. Lyfið hefir reynzt ágætlega í hvívetna og virðist óskeikult. Það er yfirleitt ódýrt, auðveit í notkun og ekki eitrað. í Evrópu einni hafa 20 miljónir manna verið losaðar við heila herskara af hvimleið- um og hættulegum skorkvikind- um, sem að öðrum kosti hefðu getað valdið farsóttum í stórum stíl. Menn virðast því loks vera farnir að sjá fyrir endann á hálfrar aldar gamalli alheims- styrjöld við skorkvikindin. Einkennilegt má þó teljast, að þetta splunkurnýja töfralyf er meira en 70 ára gamalt. Ame- ríkanar vilja eigna sér uppfynd- inguna, en sannleikurinn er sá, að ungur stúdent frá Strass- burg í Þýzkalandi, Zeidler að nafni, fann þessa efnasamsetn- ingu eitt sinn, þegar hann var að sýsla við rannsóknir í líf- rænni efnafræði í tilrauna- stofu háskólans. En sá ljóður var á, að hann vissi ekki, hvað hann hafði fundið, og honum datt ekki í hug að reyna að Danska blaðið Politiken birti nýlega viðtal við þarlendan lækni, dr. Rich. Hammen, sem er nýkominn frá Bandaríkjun- um, en þar hafði hann dvalið um tíma til þess að kynna sér nýjustu rannsóknir í sambandi við ófrjósemi. Dr. Hammen hefir gert þessa grein læknisfræðinnar að sérgrein sinni og getið sér góðan orðstír fyrir rannsóknir í þessum efnum. í blaðaviðtalinu segir hann m. a„ að allt útlit sé fyrir, að á næstu árum verði fundið öruggt lyf við ófrjósemi — eða réttar sagt mörg lyf, því að orsakir til þessa geta verið margar. Dr. Hammen segir ennfremur: — Ég veit, að þetta lyf myndi vekja almenna hrifningu, ef takast mætti að finna það. Mér er kunnugt um það, að skuggi hefur hvílt yfir mörgum hjóna- böndum, vegna þess að hjónin hafa ekki getað eignazt börn, þó að þau óski þess. í Dan- mörku eru um 10% af öllum hjónaböndum barnlaus Það eru ekki nema fá ár, síðan rannsóknir hófust á or- sök ófrjóseminnar, og til- raunir til þess að finna lyf við henni eru svo að segja nýjar af nálinni. Ameríkanar eru lengst komnir á þessu sviði, og þar er hvorki fé né mannafli sparað til rannsóknanna, enda hafa þær þegar borið góðan árangur, eins og ég gat um áðan. Orsakir ófrjósemi geta verið margar, og þær má ýmist rekja til karlsins eða konunnar. Hjá karlmönnum getur hún t. d. stafað af vansköpun á sáðfrum- unum. Þær samanstanda af „haus“ og tveimur hölum, og sé hausinn eitthvað vanskapaður, geta frumurnar ekki frjóvgað eggið. Sáðfrumurnar geta líka verið of fáar og stundum kem- ur fyrir, að hreyfingar þeirra eru öðru vísi en skyldi. Allar þessar staðreyndir hafa rann- sóknir leitt í ljós, og eftir því sem rannsóknunum fjölgar, kynnast menn fleiri atriðum I sambandi við þetta. Þegar búið er á þennan hátt að finna or- sökina til ófrjósemi karlmanna — og það tekur ekki stuttan tíma, því að hvert einstakt til- felli krefst sérstakrar rannsókn- ar — veröur næsta spprið leitin að einhverri aðferð, sem hamlaö geti á móti þessum vanþroska í líkamsbyggingu karlmannsins. Sennilegt er, að í flestum til- fellum megi gera frumurnar starfhæfar með aðstoð lyfja. Ef dæma má af nýjustu rannsókir- um í þessum efnum, liður von- andi ekki á löngu, þar til þetta lyf er fundið. Rannsóknir á ófrjósemi kvenna hafa jafnvel gengið enn betur, því að við þær hafa menn getað notað einhlítari að- ferðir. Hafa í þessu sambandi fundizt fjölmargar orsakir, sem ókunnugt var um áður. Og sé orsökin fundin, er auðveldara áð finna ráð við sjúkdómnum, segir dr. Hammen að lokum. Ógeðslegt tal. Mjög var það áberandi víða í kosningunum, að frambjóðend- ur stjórnarflokkanna skeyttu því lítt að bera í móti því, að stjórnarstefnan í verzlunarmál- um, skattamálum, byggingar- málum, útgerðarmálum og land- búnaðarmálum, svo aðeins fá dæmi séu nefnd, væri röng. í stað þess að verja stjórnar- stefnuna og gera grein fyrir fyr- irætlunum stjórnarinnar, tóku þeir að hóta mönnum því ým- ist með beinum eða óbeinum orðum, að ef þeir kysu Fram- sóknarmenn, þá mundu kjör- dæmin gjalda þess í minnkuð- um framlögum. í einkaviðtöl- um var gengið ennþá lengra og sífellt bent á, að fyrirgreiðslur í málum manna gætu farið eftir því, hvernig kosning félli. Það er hreinn viðbjóður og stórhættulegt, þegar ráðandi meirihluti tekur upp á öðru eins og þessu — þegar svo langt er gengið, að sameiginlegir fjár- munir þjóðarinnar eiga að skoð- ast sem náðarbrauð í hendi þeirra stjórnarherra, sem sitja að völdum, þegar kosið er. Af sama toga spunnið er það (Framhald á 4. síðu). nota efnið til varnar gegn skor- dýrum. Fyrir nokkrum árum var þetta sama efni tekið í notkun af tveim efnafræðingum sviss- neskum, sem gerðu ýmsar til- raunir með það, og notuðu það meðal annars til þess að útrýma skorkvikindi nokkru af bjöllu- ættinni, sem var i þann veginn að eyðileggja kartöfluuppsker- una í Sviss árið 1940. Þetta lyf, sem þeir notuðu, var að nokkru leyti frábrugðið D.D.T., en gaf þó góðan árangur. Árið 1942 þefuðu Englendingar þetta svissneska lyf uppi. Fyrst eftir að farið var að nota D.D.T. létu menn sér nægja að trúa því, að það reyndist ágætlega og hefði hvergi brugðizt vonum þeirra. Enginn spurði um, hvað skeði í raun og veru, þegar lyfinu væri beint gegn skordýrunum. En nú hefir þetta mál verið rannsak- aið til hlítar, og þær rannsóknir hafa leitt í ljós merkilegar stað- reyndir. Vísindamennirnir segja að D.D.T. sameindin (mólekúl- ið) sé samsett af fjölmörgum frumeindum (atómum) eða frumeindahópum, sem eru fremur seinvirk. Þegar fluga sezt á hlut, sem D.D.T. lyfinu hefir verið dreift yfir, lamar nokkur hluti sameindanna taugarnar í fótum hennar. Síð- an berast þær hægt og hægt, eftir taugakerfi flugunnar, svo að hún fær krampa og veltur um. Þá fyrst fer hinn hluti sameindanna að hafa áhrif, og að nokkrum mínútum liðnum er flugan steindauð. Ég gat þess áðan, að D.D.T. lyfið væri ekki eitrað öðrum en skordýrum, en þetta er ekki að öllu leyti rétt. Sænskur læknir í Uppsölum hefir sýnt fram á með tilraunum sínum, að lyfið getur einnig verið hættulegt og banvænt öðrum dýrum, sé þeim gefið það inn óblandað, því að það eyðileggur taugakerfi þeivra og leiðir til dauða eftir nokkurn tíma. En ég vil taka það skýrt fram, að sú almenna upplausn af lyfinu, sem nú er komin á markaðinn víða um heim, er skaðlaus með öllu öðrum líf- verum en skordýrum. Hvíta D.D.T. duftið, sem gef- ur frá sér daufan ávaxtailm, mun sennilega losa okkur við öll óþægindi af mýbiti í fram- tíðinni. Því er ýmist stráð á föt- in eða notaðar svonefndar ,,mý- flugna^prengjux'?. Ameríkanar hafa nýlega fundið aðferð til þess að blanda iyfinu saman við húsamálningu, kalk, línoleum, gólfáburð o. m. fl. Þessar upp- götvanir munu að fáum árum liðnum gerbreyta lífinu í heitu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.